Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ótrúleg tilviljun

Stower_TitanicÁrið 1898, fjórtán árum áður en Títanic fór í sína jómfrúarferð þá gaf út maður að nafni Morgan Robertson bókina "Futility of the Wreck of the Titan".  Þetta var saga af ósökkvanlegu risa skipi eins og Titanic og fór í sína jómfrúarferð frá Bretlandi til New York í apríl mánuði með 2000 manns um borð.  Skipið í sögunni reyndi að fara þessa ferð á met tíma og lenti á ísjaka og sökk alveg eins og Titanic.  Ekki nóg með að nafnið á skipinu í bókinni hefði verið svipað eða "Titan", þá fórust flestir um borð vegna þess að það vantaði björgunarbáta.

Sagan af Titanic hefur ákveðnar hliðstæður við hjálpræðis áform Guðs fyrir mannkynið.  Alveg eins og lúxus skipið Titanic sökk í kalda gröf, fullt af fólki sem var að njóta lífsins þá er þessi heimur hægt og bítandi að sökkva í hendur dauðans.  Alveg eins og aðeins þeir sem voru um borð sem trúðu því að þeirra líf væri í hættu leituðu að björgunarbátum þá eru aðeins þeir í þessum heimi sem skilja að þeirra líf er í hættu að leita að björgunarbáti í þessu lífi.  Stóri ísjakinn sem dregur þennan heim og alla í honum niður í ískalda gröf er Lögmál Guðs eða Boðorðin Tíu eða frekar okkar brot á þeim.  Hérna eru sannanir fyrir því að við erum að sökkva: Jesús sagði að ef við bara horfum með losta til annars en maka okkar þá erum við að halda fram hjá í hjarta okkar og ef við höfum hata einhvern þá erum við morðingjar í hjarta okkar. Sá sem síðan brýtur eitthvað af Boðorðunum Tíu er orðin sekur hvort sem það eru lygar, þjófnaður eða öfund. Enginn sem er sekur getur öðlast eilíft líf.  Ef við yfirgefum ekki þetta sökkvandi skip þá munum við farast á dómsdegi þegar allar okkar syndir, jafnvel þær sem við aðeins hugsuðum, munu koma fram sem sönnunargögn fyrir okkar sekt. 

Sem betur fer er Guð kærleiksríkur og tilbúinn að gefa okkur náð. Í staðinn fyrir að yfirgefa þennan heim og leyfa honum að eyða sjálfum sér og öllum sem búa í honum þá ákvað Guð að senda Son Sinn til að borga fyrir gjald syndarinnar. Dauðinn og þjáningarnar sem ættu að lenda á þér og á mér lentu á Jesú Kristi og á þriðja degi þá reis Kristur upp frá dauðum og sigraði þannig dauðann fyrir mig og þig. Þannig geta allir þeir sem iðrast sett traust sitt á Jesú og það sem Hann gerði öðlast fyrirgefningu og eilíft líf.  Andartakið sem við biðjum Guð um fyrirgefningu og setjum traust okkar og trú á Krist þá förum við af vegi sem liggur til glötunnar yfir á veg sem liggur til lífs.  Enginn veit hvenær sinn tími kemur svo það er ekki eftir neinu að bíða. Það var sagt frá því að sumir björgunarbátarnir fóru hálftómir frá Titanic en það var vegna þess að sumir hreinlega neituðu að trúa því að hið ósökkvanlega skip væri að sökkva.  Þeir fórust vegna þess að þeirra trú var afvegaleidd, vertu viss um að gera ekki hið sama!  Lestu Matteusarguðspjall og reyndu að meta af fullri alvöru hvort að Jesú var ekki að segja satt því ekkert er mikilvægara en þitt eigið líf.

Markúsarguðspjall 8:36
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?


mbl.is Titanic-farmiði seldist fyrir metfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn kemur til föðurins nema fyrir...Kaþólsku kirkjuna?

_42168008_popecutFyrir mig er það mjög alvarlegt að setja sjálfan sig milli manna og Guðs. Að eina leiðin til þess að þú getir komist til Guðs er í gegnum einhverja menn.  Þetta er það sem Kaþólska kirkjan hefur kennt núna í u.þ.b. 1700 ár. Sem betur fer hefur hún ekki sama vald og hún hafði á miðöldum þótt enginn ætti að halda að hún sé valda lítil í dag.  Þegar kemur að öflum í þessum heimi þá er Kaþólska kirkjan eitt af þeim valda mestu.  Þótt að stofnunin sjálf er að mínu mati vond þá eru samt margir kaþólikkar sem eru sannir og heilir í sinni trú.  Ég samt óska þess að þeir opni augun fyrir því augljósa sem er að páfinn er ekki fulltrúi Guðs á jörðu og menn þurfa ekki einhverja moldríka stofnun til að nálgast Guð.
mbl.is Trú páfa hindrar bætt samskipti milli trúarhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumsýning á myndinni Expelled!

ExpelledÍ dag er myndin Expelled frumsýnd og hlakkar mig mikið til að sjá hana.  Í þessari mynd fjallar Ben Stein um skoðana kúganir darwinista og guðleysingja sem banna öllum að íhuga eitthvað sem gæti stutt tilvist Guðs.

Það sem hann fer einnig í er tengingin milli darwinisma og nasisma og allra þeirra voðaverka. Það er engin spurning að darwinistar út um allan heim munu fordæma þessa mynd eins hátt og þeir geta.  

Umfjallanir um myndina hafa verið mjög mismunandi, hérna er athyglisverð: Ben Stein Vs. Sputtering Atheists

Smá af þeirri umfjöllun:

That's disturbing enough, but what Stein does next is truly shocking. He allows the principal advocates of Darwinism to speak their minds. These are experts with national reputations, regular welcomed guests on network television and the like. But the public knows them only by their careful seven-second soundbites. Stein engages them in conversation. They speak their minds. They become sputtering ranters, openly championing their sheer hatred of religion.

Síðan svör við nokkrum af þeim ásökunum sem hafa komið fram við myndina: Michael Shermer’s Fact-Free Attack on Expelled Exposes Intolerance of Darwinists towards Pro-Intelligent Design Scientists

 

Þeir sem vilja vita meira geta farið á heimasíðu myndarinnar hérna:  www.expelledthemovie.com/
 

 


Ótti Drottins, upphaf viskunnar

Í gegnum aldirnar þá hefur fólk fengið alls konar hugmyndir um hvernig væri best að ala upp börnin sín. Gaman að sjá rannsókn sem styður þær ráðleggingar sem Biblían gefur varðandi barnauppeldi. Þótt að þessi frétt hefði verið um hvernig einhverjar rannsóknir hefðu sýnt eitthvað annað þá hefði ég samt bent á ráðleggingar Biblíunnar því þær reynast alltaf réttar þegar á reynir.

Grundvöllur barnauppeldis samkvæmt Biblíunni er fagnaðarerindið þar sem engu er sleppt. Ætla að fara yfir hvern þátt fyrir sig.

  1. ten-commandments-bigBoðorðin tíu

    Eftir að Boðorðin tíu eru gefin þá segir Biblían þetta um þau:

    Fimmta Mósebók 6:6-9

    Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.

    Að kenna börnum boðorðin og brýna fyrir þeim mikilvægi þeirra alla þeirra æfi er eitt mikilvægasta sem foreldri getur gert.  Sumir gætu mótmælt hérna og minnst á kærleikann og að mörgu leiti rétt. En frekar myndi ég útskýra fyrir börnum að kærleikurinn er mikilvægastur en að sannur kærleikur endurspeglist í Boðorðunum tíu.
  2. Ótti Drottins, upphaf viskunnar

    Hérna myndu líklegast margir í mínum söfnuði mótmæla en ég trúi því að þetta er gífurlega mikilvægt og vanræksla á þessu hefur haft hræðilega afleiðingar.  En hvaðan kemur þessi ótti sem Biblían talar um og hvað á hún við?  Skoðum nokkur vers til að rannsaka þetta.

    Esekíel 18:20 segir að sá maður sem syndgar skal deyja og 1. Jóhannesarbréf 3:4 segir að synd er lögmáls brot. Svo að brjóta þessi lög gerir mann sekann og myndir aðskilnað milli okkar og Guðs sem á efsta degi leiðir til dauða.

    Önnur Mósebók 20
    20Móse sagði við fólkið: „Óttist ekki. Guð er kominn til að reyna ykkur til þess að ótti hans sé ykkur fyrir augum og þið syndgið ekki.“

    Athyglisvert að Móse byrjar á því að segja við fólkið sem var mjög hrætt að hræðast ekki og síðan tala um að það væri að horfa á ótta Drottins til þess að það syndgaði ekki.

    Fimmta Mósebók 5
    29Megi það ávallt vera sama sinnis og óttast mig og halda öll boð mín svo að því og niðjum þess vegni ævinlega vel.

    Hérna er nýbúið að gefa Boðorðin tíu og ótti Guðs og að halda þau er það sem Guð vill svo að okkur muni vegna vel.

    Orðskviðirnir 1
    7Að óttast Drottin er upphaf þekkingar,
    afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn.
  3. Kærleikur Guðs

    Kærleikur Guðs birtist okkur í því að á meðan við vorum afbrotamenn þá borgaði Kristur gjaldið fyrir okkur.  Svo það sem byrjar í ótta á að enda í kærleika og þakklæti.

 

Síðan nokkur áhugaverð vers sem fjalla um barnauppeldi:

Efesusbréfið 6
 1Börn, hlýðið foreldrum ykkar vegna Drottins því að það er rétt.
2„Heiðra föður þinn og móður“ – það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: 3„til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni“.
4Og feður, reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.

Orðskviðirnir 22
6Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda
og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.

Orðskviðirnir 3
 11Sonur minn, hafnaðu ekki leiðsögn Drottins
og láttu þér ekki gremjast umvöndun hans.
12Drottinn agar þann sem hann elskar
og lætur þann son finna til sem hann hefur mætur á.

Orðskviðirnir 12
1Sá sem elskar aga elskar þekkingu
en sá sem hatar umvöndun er heimskur.

Prédikarinn 7
5Betra er að hlýða á ávítur viturs manns
en á lofsöng heimskra manna.

Hebreabréfið 12
4Enn sem komið er hefur barátta ykkar við syndina ekki kostað ykkur lífið. 5Hafið þið gleymt hvernig Guð hvetur ykkur eins og börn sín.
Barnið mitt lítilsvirð ekki aga Drottins og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig 6Því að Drottinn agar þann sem hann elskar og hirtir harðlega hvert það barn er hann tekur að sér.
7Þolið aga. Guð fer með ykkur eins og börn sín.  Öll börn búa við aga. 8Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. 9Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa? 10Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann. 11Um stundar sakir virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar en eftir á veitir hann þeim er alist hafa upp við hann friðsamt og réttlátt líf.

Galatabréfið 6
6Sá sem fær fræðslu um fagnaðarerindið veiti þeim sem uppfræðir hlutdeild með sér í öllum gæðum.
7Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. 8Sá sem sáir í hold sjálfs sín mun af holdinu uppskera glötun en sá sem sáir í andann mun af andanum uppskera eilíft líf.

 


mbl.is Elstu börnum refsað mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem skiptir máli í lífinu

Ég held að ein aðal uppskriftin að ömurlega lífi er að binda allar sínar vonir við velgengni í þessu lífi. Maður verður að ná prófunum, maður verður að fá góða vinnu, kaupa stórt og fallegt heimili, geta ferðast um heiminn, finna sálufélaga og umfram allt, höndla hamingjuna.

Kristur hafði mjög áhugavert um þetta að segja:

Matteusarguðspjall 6:19-23
Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. 20Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. 21Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.
22Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt mun allur líkami þinn bjartur. 23En sé auga þitt spillt verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.

Maður veit engann veginn hve mikinn tíma maður hefur á þessari jörð og hvað gæti verið í rauninni mikilvægara en að hafa gert öðrum gott?  Það er ekki eins og maður geti huggað sorgmæta á himnum, gefið til líknarstarfs, hjálpað fátækum og sjúkum.  Ekki er hægt að boða fagnaðarerindið að það er búið að sigra dauðann og við getum öðlast eilíft líf því þá eru það gamlar fréttir og dauðinn og sorgin ekki lengur til.

Matteusarguðspjall 6:25-34
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? 26Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? 27Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. 29En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. 30Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!
31Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? 32Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. 33En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. 34Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

mbl.is Þjáð af prófkvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að kaupa sér aðgang að himnaríki?

AnitaRoddickÉg sannarlega er ánægður með hennar viðhorf og vona að hún öðlist eilíft líf en það er samt eitt sem ég er hræddur um.  Það sem margir halda er að maður getur keypt sér aðgang að himnaríki.  Að maður getur einhvern veginn unnið sér inn rétt til að öðlast eilíft líf.  En það er stór vandamál við þannig hugsunargang.

Ímyndaðu þér dæmdann morðingja sem stendur frammi fyrir dómaranum í máli hans og dómarinn er að fara að segja til um refsinguna. Rétt áður en dómarinn kveður upp dóminn þá reynir morðinginn að múta dómaranum til að láta hann sleppa sér. Bíður honum gull og græna skóga ef hann bara lítur undan og leyfi sér að fara án refsingu. Ég er engann veginn að halda því fram að Dame Anita Roddick hafi verið morðingi en hún var alveg jafn mikill syndari og ég og þú.

Ástæðan fyrir þessu er þessi:

Efesusbréfið 2:8-9
því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.

Aðeins þeir sem sjá að þeir þurfa á náð að halda geta fengið náð. Þeir sem ætla að krefjast í mætti síns eigins góðmennski, þeirra eigin réttlætis, þeir munu þurfa að horfast í augu við öll þeirra verk, alla þeirra æfi þar sem jafnvel sérhver vond hugsun verður dregin fram í dagsljósið.

Matteusarguðspjall 15:18-20
En það sem út fer af munni kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. 19Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. 20Þetta er það sem saurgar manninn

Lausnin er sú að maður er ekkert góður, maður á engann rétt á að ganga inn í himnaríki; alls engann.  En góðu fréttirnar eru þær að Guð ákvað að sýna okkur miskun og sýna okkur Hans kærleika í verki með því að senda Son sinn til að borga gjaldið sem við eigum skilið svo að á dómsdegi þá mættum við fara frjáls til lífs. 

Ég vona auðvitað að Roddick hafi dáið í sátt við Guð og muni rísa upp á efsta degi, ásamt þér lesandi góður. 


mbl.is Stóð við fyrirheit um að deyja eignalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðinn, hinn mikli óvinur

0871_Jesus_resurrection_christian_clipartMargir láta eins og að dauðinn er bara eðlilegur hlutur af náttúrunni en afhverju þá þessi mikla sorg þegar svona gerist?  Ef þarna hefði verið á ferðinni rúta full af gömlu fólki, værir þetta þá ekkert mál?  Langar ekki þeim sem eru gamlir að fá æskuna aftur og meiri tíma?  Kemur sá tími einhvern tímann að maður hugsar að mig langar ekki í meiri tíma til að njóta samvistar við þá sem manni þykir vænt um, hlusta á tónlistana sem maður elskar og bara njóta alls þess góða í lífinu?

Góðu fréttirnar eru þær að það er búið að sigra dauðann og þessi börn sem dóu þarna, það er von fyrir þau. Fyrir tvö þúsund árum síðan dó Jesú eins og spámenn höfðu sagt fyrir um, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Síðan reis Hann upp frá dauðum og gerði þannig kleypt að allir mættu öðlast eilíft líf.
mbl.is Tugir barna fórust í rútuslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissir þú að þú ert á dauðadeild?

Hebreabréfið 9:27
Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm

robbers_grave_400x300Ímyndaðu þér að vera í sporum þessara manna, að sitja sekir inn á dauðadeild og bíða eftir því að fá að vita hvenær eða hvort þú verður tekinn af lífi.  Sannarlega ógurlegt að þurfa að mæta Guði með jafn viðbjóðslegann glæp og að hafa nauðgað barni á bakinu.

En málið er að við erum öll á dauðadeild og við höfum enga tryggingu fyrir því að sjá morgun daginn. Það er rétt að klefinn okkar er stór með fallegu bláu þaki og við getum gert ansi margt í þessum klefa en dauðinn hengur yfir okkur öllum. Í dag dóu u.þ.b. 150 þúsund manns og þótt að ég og þú trúum því að við munum ekki deyja á morgun þá getur þú verið alveg viss um að flestir af þessum 150 þúsundum héldu hið sama.

Svo stóra spurningin sem maður stendur frammi fyrir er hvað verður um mann þegar maður deyr. Ef Guð er til og Hann er góður hvernig mun Hann þá dæma þig.  Muntu vera sekur um græðgi, þá sömu græðgi sem þrælkar börnum víðsvegar um heiminn.  Muntu vera sekur um hatur, hið sama og leiðir til morðs ef það fær að vaxa og dafna?  Verður maður sekur um lygar og blekkingar og alls konar illsku... ef maður er sekur um synd þá segir Biblían mjög skýrt: "sá maður sem syndgar skal deyja" -  Esekíel 18

En það er leið til að fá fyrirgefningu svo maður verður saklaus þegar sá tími kemur. Guð sendi son sinn til að borga hið ógurlega gjald fyrir glæpi þína svo að þú mættir fá að fara saklaus úr dómsali Guðs.  Ef þú irðast, biður Guð um fyrirgefningu og setur traust þitt á Krist þá lofar Guð þér eilífu lífi en annars verður þú að borga gjaldið fyrir syndir þínar sjálfur.

 


mbl.is Dauðarefsing fyrir að nauðga barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Drottinn ...

Bænin Það er gaman að sjá svona fréttir. Sem ég verð að segja að minnir óneitanlega á þau bréf sem berast til Íslands á hverju ári og er stílað á jólasveinin. En munurinn er sá að Guð er til og ekki jólasveinninn.

Því það er til betri og mun árangursríkari leið að "skrifa" til Guðs. Það er bænin og hún virkar.

Guð blessi ykkur Halo
mbl.is Póstþjónusta Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesú er líka Mikael erkiengill

Þessi grein er lausleg þýðing á þessari grein hérna: Is Jesus also Michael?

Guð hefur gefið Sér mörg nöfn! Öll gefa innsýn í Hans karakter. Sem sjöunda dags Aðventisti þá trúi ég því að Jesús segir Sig vera Guð og sannarlega er Guð.

Skoðum nokkur nöfn sem gefin eru Kristi í Biblíunni;

Hann er kallaður "hinn seinni Adam" ( 1. Korintubréf 15:45 ) Þannig er og ritað: "Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál," hinn síðari Adam að lífgandi anda.

Það er vísað til Krists sem "lögfræðingi" okkar í Helgidómnum á himnum ( 1. Jóhannersarbréf 2:1 ). Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.

Hann er "upphafið og endirinn" af öllu, alfa omega.  Opinberunarbókin 1:8,17, 2:8, 21,6, 22,13

Hann er "höfuð kirkjunnar", hyrningarsteininn og svo framvegis og framvegis.  Það hefur verið sagt að það eru yfir 144 titlar sem Jesú er gefin í Biblíunni.

Það eru tvö nöfn sem Jesús er kallaður sem ég vil skoða frekar af því að þessi nöfn fyrir Krist hafa valdið deilum og misskilningi meðal sumra kristinna manna.

BRONZE_STATUE_B-SHC328_ARCH_ANGELFyrsta sem við skoðum er "Davíð" sem á hebresku þýðir "elskaður af Guði". Vissir þú að spámennirnir Esíkíel og Jeremía sáu "framtíðar" Davíð?  Þeir gerðu spámannlegar fullyrðingar um "Davíð sem ætti að koma".  Þessar fullyrðingar voru gerðar löngu eftir að Davíð konungur Ísraels dó.  Sumir guðfræðingar gerðu þau mistök að halda að þarna er um að ræða gamla Davíð konung upprisinn.  

Þessi vers sem um ræðir eru að finna í Esíkíel 34:23,24 og í Jeremía 30:9.  Þessar setningar eru síðan útskýrðar í Nýja Testamentinu í Postulasögunni.  Það segir Ritningin að þessar tilvísanir um Davíð sem átti eftir að koma áttu við Jesú Krist.

Við skulum nú skoða annað nafn á Jesú sem er líka umdeilt en það er nafnið "Mikael, erkiengill".  Margir hafa gert þau mistök að halda að tilvísunin í engil þýði alltaf "vængjuð vera", þær sem eru skapaðar af Guði.  Það er rétt að oft þá er orðið "engill" eða "englar" notað í tilvísun í skapaðar verur sem við köllum engla en ekki alltaf.

Spámaðurinn Haggaí was kallaður "sendi boði Guð ( engill )" og við vitum líka að nafnið "Malakí" þýðir "sendiboði" eða "engill".

Jesús hafði mörg nöfn sem vísuðu í karakter Hans. Fyrst þá þýðir orðið "engill" þýðir einfaldlega sendiboði.  Jesús var sannarlega sendiboði!  Við verðum að skilja að þegar við tölum um Jesú sem sendiboða þá erum við ekki að halda því fram að Hann sé skapaður sendiboði eða engill.

Biblían gerir Jesú ekki að bara að sendiboða ekki frekar en Biblían gerir Hann að aðeins dýri með því að tala um Hann sem "lamb".

Orðið "Mikael" þýðir "sá sem er líkur Guði" eða "Sá sem er líkur Guði".  Við viðurkennum þá staðreynd að Jesús er Guð.  Hann er kallaður höfðingi sendiboðana eða "erki engill". Jesús er líka Mikael sem rak Satan út úr himnaríki ( Opinberunarbókin 12 ).  Það er rödd Mikael erki engils sem vekur upp hina dánu.  Samkvæmt Jóhannesar guðspjalls 5:28 þá er þetta rödd Jesú og samkvæmt Daníel 12:1,2 þá er þetta rödd Mikaels.  Sami sendiboðinn!  Jesús, Sonur Guðs.

Biblían talar um að manns sonurinn mun koma með "Sínum englum" ( Matt 24:30,31 ).  Jesús Kristur er sannarlega leiðtögi( erki ) allra englanna.  Mikael er líka lýst sem okkar "prins" eða "prins Guðs" í Daníel 10:21.  Í þessari sömu bók Daníels þá sjáum við setninguna "þangað til Messíasar, prinsins" ( Daníel 9:25 ).  Svo augljóslega er Jesús þessi prins, Mikael.


Læt þetta duga í þýðingunni en hérna á eftir kemur restin af greininni á ensku fyrir þá sem vilja grafa enn dýpra í þetta efni:

 

http://straighttestimony.blogspot.com/2007/12/is-jesus-also-michael.html
Here is some more supportive evidence that Michael is a name for Jesus:

1. The Book of Daniel references Michael as being “a great prince” who stands on behalf of Israel. (Dan. 10:13, 20, 21; 12:1). Jesus is also associated with defending Jerusalem at the battle of Har-Magedon (Rev. 11:15; 16:14-16). Here we see Jesus is Michael.

2. Michael is believed to be the “Angel of the Lord” or archangel who accompanied the Israelites in the wilderness, and Christ himself is said to have been with the Israelites at that time. Since the term “archangel” is only used in the singular, in relation to Michael, (Jude 9) there can only be one “chief” of angels, which would be Michael/Jesus.

3. Jesus’ Second Coming is said to be with the commanding call of an “archangel’s voice”. (I Thess. 4:16-18). Therefore, Jesus is the archangel, who is Michael.

4. Jesus is depicted as leading the heavenly host at the end of the age (Rev. 19:11-16). Revelation also says that “Michael and the angels battled the dragon”. (Rev 12:7,10,12).

Is the Lord ever referred to in the Scriptures as an "angel"? Yes! Look here:


Exo 3:2 "And the *angel of the LORD* appeared unto him in a flame of fire out of the midst of a bush: and he looked, and, behold, the bush burned with fire, and the bush was not consumed."

Now in verses four and six, who is identified as being in the bush?-

Exo 3:4 "And when the LORD saw that he turned aside to see, God called unto him out of the midst of the bush, and said, Moses, Moses. And he said, Here am I."

Exo 3:6 "Moreover he said, *I am* the God of thy father, the God of Abraham, the God of Isaac, and the God of Jacob. And Moses hid his face; for he was afraid to look upon God."

Notice that the angel (messenger) of verse 2 is really none other than God Himself. This is confirmed in the New Testament-

Acts 7:30 "And when forty years were expired, there appeared to him in the wilderness of mount Sina an *angel of the Lord* in a flame of fire in a bush."

Acts 7:31" When Moses saw it, he wondered at the sight: and as he drew near to behold it, the voice of the Lord came unto him,"

And here is another very interesting verse;

"And he shewed me Joshua the high priest standing before the ANGEL OF THE LORD, and Satan standing at his right hand to resist him. And THE LORD SAID to Satan, THE LORD REBUKE THEE, Satan....." Zechariah 3:1,2

Compare Jude 9;

"Yet MICHAEL the archangel, when contending with the Devil he disputed about the body of Moses, durst not bring him a railing accusation, but SAID, THE LORD REBUKE THEE."

Please understand that Seventh Day Adventist Christians do not believe that Jesus or "Michael" is a created being! We understand that Jesus is God! Jesus [God] has many names given to Him throughout the Scriptures because God is big!

I hope this helps you to better understand our Biblical base for this understanding.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 802816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband