Er hægt að selja sál sína djöflinum?

dylan3.jpgÞað er frægt að Bob Dylan gaf sterklega í skyn að hann hafi selt sál sína djöflinum en það er síðan spurning í hvaða skilningi hann meinti það. Hvort hann hafi selt sál sína í einhvers konar satanískri athöfn eða bara almennt að velja veg sem hann vissi að væri vondur, velja fíkniefni, vín og lauslæti frekar að líf sem er Guði þóknanlegt.

En er hægt að selja sál sína djöflinum?  Ég trúi því að það sé hægt og að flestir geri það. Þeir sem velja að hafna leiðsögn Guðs eru í rauninni að fylgja djöflinum því honum er alveg sama hvernig þú hegðar þér á meðan það er bara ekki í samræmi og samfélagi við Guð. Djöfullinn er sáttur við öll trúarbrögð sem sjá til þess að viðkomandi brjóti boðorðin tíu og þau gera það nærri því, líka flest sem flokka sig sem kristin því og ver og miður því þau klikka á fjórða boðorðinu.

Segjum sem svo að einhver taki þátt í satanískri athöfn og "selji sál sína" þá er það mín trú að viðkomandi geti iðrast og snúið við frá þessu. Það er enginn samningur svo vel gerður að Guð geti ekki rifið hann í tvennt. Hið sama gildir um greyið fólkið sem "afneitar heilögum anda" í youtube myndböndum því að Jesú sagði að eina syndin sem væri ekki hægt að fyrirgefa væri sú að afneita Heilögum Anda.  Ástæðan fyrir því að það er ekki fyrirgefning fyrir þeirri synd er vegna þess að í gegnum allt líf þitt er Heilagur Andi að tala til þín. Segja þér frá hinu góða sem þú ættir að gera og því vonda sem þú átt að forðast. Sá sem lokar á þessa rödd er sá sem hefur afneitað Heilögum Anda og aðeins glötun bíður hans.


mbl.is Æðsti heiður óbreytts borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fóstureyðingar morð?

Ég fyrir mitt leiti segi já. Hvað er eiginlega hægt að kalla það annað þegar þú bútur í sundur mennska lífveru?  Ef að þú hefðir orðið fyrir fóstureyðingu, værir þú þá hér að lesa þetta?  Það er svo svakalegt að þetta skuli hafa orðið að sjálfsögðum hlut að það nær engri átt.

Mæli með að fólk kíki á þessa mynd hérna og meti þetta af einlægni.


mbl.is Forsætisráðherra líkti fóstureyðingum við morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um fégræðgina

Það er hreinlega erfitt að segja þetta þar sem Eric Clapton virðist vera svo viðkunnalegur náungi en út frá greininni sem ég var að gera ( Peninga græðgi er rót alls ills ) þá er þetta dæmi um fégræðgi. Það er skuggalegt að hugsa til þess hve mikið gott...

Peninga græðgi er rót alls ills

Peningar eru eins og olía fyrir vél, þeir auðvelda fólki að skiptast á auðlindum eins og mat, olíu, verkfærum og vinnuframlagi. Þegar mikið er af peningum í umferð og þeim dreift með eðlilegum jöfnuði gengur samfélagið vel. Þess vegna er gífurlegt vald...

Sköpunar fyrirlestur í Reading

Eitt af því góða við að búa í Englandi er að það er miklu meira í gangi, hvort sem það eru íþróttir, listir eða sköpun/þróun umræðum. Ég hafði rekist á auglýsingu á www.creation.com í síðustu viku þar sem þetta var auglýst og ég ákvað að kíkja. Dagurinn...

Innblástur frá fyrrverandi hermanni

Ég hef gaman af svona sögum þar sem fólk tekur sig til og sigrast á erfiðleikum. Stórhluti fagnaðarerindisins er akkúrat þetta, sigur á erfiðleikum og nýtt og betra líf með von andspænis stærsta óvininum, dauðanum.

Er virkilega nóg til af olíu?

Hérna er stutt myndband um olíu skortinn sem er yfirvofandi; kannski eru áratugir í að þetta gerist en ég sé ekki betur en þetta er óhjákvæmilegt. Kannski er þetta ein af ástæðunum fyrir því að það eru til hópar sem vilja fækka jarðarbúum í 500.000.000....

Postulasagan II

Á hverjum hvíldardegi fer ég í kirkju og fer í hvíldardagsskóla. Vanalega er þetta þannig að fólk skiptir sér í litla hópa og einn stýrir umræðunni og farið er yfir lexíu vikunnar sem lang flestir aðventistar í heiminum eru að rannsaka í sameiningu....

Ræða Ben Carson við Emory háskólann

Það er svakalegt að hugsa til þess að niðurstaðan eftir þá hörðu gagnrýni sem menn fengu fyrir að leifa Carson að halda þarna ræðu er að það verður athugað hvaða skoðanir menn hafa á Þróunarkenningunni og aðeins þeir sem eru henni sammála fái að halda...

Skoðanir Ben Carson valda deilum við Emory háskólann

Ben Carson er heimsþekktur taugaskurðlæknir sem hefur öðlast ótal viðurkenningar á hans starfsferli. Hann hefur á sínum ferli skrifað yfir 100 ritrýndar greinar um hans, taugaskurðlækningar og hefur fengið 38 heiður doktorsgráður. Árið 2000 fékk Carson...

Kristni falin í fyrstu Mósebók

Það er mjög merkilegt að hið kristna fagnaðarerindi er að finna falið í fyrstu Mósebók. Í fyrstu Mósebók, fimmta kafla er að finna ættartölu frá Adam til Nóa. Þetta er einn af þessum köflum sem við flest hlaupum yfir af því að hann virðist vera frekar...

Líkamsrækt er ekki lykillinn að því að grennast

Rakst á mjög góða grein sem útskýrir mjög ýtarlega af hverju líkamsrækt er ekki lykillinn að því að grennast, sjá: Why Exercise Is NOT the Key to Weight Loss Ekki misskilja mig, líkamsrækt er frábær. Hún yngir þig upp, þú öðlast styrk og almenn heilsa...

Bestu hella listaverkin eru þau elstu

Alveg merkilegt hvernig svona rannsóknir eru matreiddar ofan í almenning. Þarna eru niðurstöðu vísindamannanna að þeirra aldursgreiningar byggðar á þróun mannsins frá því að vera skynlaust dýr yfir í að vera mennskur eru ekki að ganga upp. Hérna er...

Rökræður milli Michael Shermer og John Lennox um tilvist Guðs

Guðleysinginn Michael Shermer rökræðir hér við John Lennox um tilvist Guðs. Fyrir mitt leiti þá tapar Shermer illilega enda vonlaus málstaður. Hlýtur að vera undarlegt að hafa afstöðu sem er þannig að þú getur ekki í rauninni bent á neitt sem styður...

Ellen White um krabbamein vegna sýkingar

Langar að benda á forvitnilega grein um hvað Ellen White sagði um krabbamein: Cancer Caused by Germs og önnur síða sem er einnig forvitnileg um heilsu ráðgjöf Ellen White: Remarkable Health Counsel Prófessor við Cornell háskólann hafði þetta að segja um...

Okkar skapaða tungl

Langar einnig að benda á fyrirlestraröð sem fjallar um ástæður til að ætla að tunglið okkar var skapað alveg sérstaklega fyrir okkur, sjá: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/our-created-moon

Að eiga samleið

Það virkilega angrar mig hve lítill söfnuður Aðventista er á Íslandi. Miðað við að ef að einhver trúir á Guð, trúir á Jesú, trúir að það eigi að halda boðorðin tíu og að Guð kvelur fólk ekki að eilífu í helvíti að þá hreinlega er aðeins Aðvent kirkjan...

Ef að það þarf vitsmuni til að gera lélegt gerfi auga þarf þá ekki meiri vitsmuni til að gera alvöru auga?

Ég bið aðalega um smá skilning. Það hlýtur að vera skiljanlegt að þegar mjög færir vísindamenn eyða áratugum í að gera gervi auga sem er mjög langt frá því að vera jafn gott og okkar náttúrulegu augu sem við fæðumst með að þá er rökrétt að álykta að það...

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2012
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband