Skoðanir Ben Carson valda deilum við Emory háskólann

ben_carson_001_2.jpgBen Carson er heimsþekktur taugaskurðlæknir sem hefur öðlast ótal viðurkenningar á hans starfsferli. Hann hefur á sínum ferli skrifað yfir 100 ritrýndar greinar um hans, taugaskurðlækningar og hefur fengið 38 heiður doktorsgráður. Árið 2000 fékk Carson "The presidential Medal of Freedom" sem er æðsta orða sem óbreyttur borgari getur fengið í Bandaríkjunu.

Ben Carson hefur flutt margar ræður í háskólum en núna nýlega þá flutti Carson ræðu við útskrift við Emory háskólanum og olli það miklu uppnámi meðal nemanda og kennara. Það var ekki neitt sem Carson sagði í ræðunni sem olli þessu heldur einfaldlega það að Carson er sjöunda dags aðventisti sem trúir ekki að Þróunarkenningin sé rétt.  Hérna er frétt um þetta í Woshington Post, sjá: Ben Carson's creationist views spark controvery over commencement speech  Athyglisverð umfjöllun og sömuleiðis umræðan um fréttina.

Eitt af því sem fór brjóstið á þessu fólki var að Carson hefur sagt að ef að Þróunarkenningin sé sönn þá höfum við engan raunverulegan grundvöll fyrir okkar siðferði.  Það er mjög undarlegt að þetta fari svona fyrir brjóstið á fólki því að þetta er algeng skoðun vísindamanna, líka þeirra vísindamanna sem eru þróunarsinnar. Eitt gott dæmi er Michael Ruse sem sagði meðal annars þetta:

Michael Ruse
Ethics as we understand it is an illusion fobbed off on us by our genes to get us to co-operate.

Síðan efast ég um að þessir nemendur hefðu kvartað yfir því ef að Richard Dawkins hefði haldið ræðu við sama tilefni jafnvel þótt hann sjálfur hefur sagt alveg hið sama um grundvöll siðferðis ef Þróunarkenningin sé sönn en hann sagði t.d. þetta:

Richard Dawkins
In a universe of blind physical forces and genetic replication, some people are going to get hurt, and other people are going to get lucky; and you won't find any rhyme or reason to it, nor any justice.  The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is at the bottom, no design, no purpose, no evil and no good.  Nothing but blind pitiless indifference.  DNA neither knows nor cares.  DNA just is, and we dance to its music.  

Þetta minnir dáldið á miðaldirnar þar sem menn gátu verið sekir um hugsunarglæpi. Að trúa ekki eins og meirihlutinn og yfirvöld sögðu fólki að trúa. Ben Carson er gott dæmi um alvöru vísindamann sem hefur afrekað heilmikið á sviði vísinda og miklu frekar hefur hans trú gefið honum góðan grundvöll til að stunda vísindi og hjálpa öðrum.

Hérna er enn önnur fréttagrein um þetta mál sem setur þetta í mjög gott samhengi, sjá: At Emory University, Consternation over Ben Carson, Evolution, and Morality

 


Bloggfærslur 18. maí 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband