Er hægt að selja sál sína djöflinum?

dylan3.jpgÞað er frægt að Bob Dylan gaf sterklega í skyn að hann hafi selt sál sína djöflinum en það er síðan spurning í hvaða skilningi hann meinti það. Hvort hann hafi selt sál sína í einhvers konar satanískri athöfn eða bara almennt að velja veg sem hann vissi að væri vondur, velja fíkniefni, vín og lauslæti frekar að líf sem er Guði þóknanlegt.

En er hægt að selja sál sína djöflinum?  Ég trúi því að það sé hægt og að flestir geri það. Þeir sem velja að hafna leiðsögn Guðs eru í rauninni að fylgja djöflinum því honum er alveg sama hvernig þú hegðar þér á meðan það er bara ekki í samræmi og samfélagi við Guð. Djöfullinn er sáttur við öll trúarbrögð sem sjá til þess að viðkomandi brjóti boðorðin tíu og þau gera það nærri því, líka flest sem flokka sig sem kristin því og ver og miður því þau klikka á fjórða boðorðinu.

Segjum sem svo að einhver taki þátt í satanískri athöfn og "selji sál sína" þá er það mín trú að viðkomandi geti iðrast og snúið við frá þessu. Það er enginn samningur svo vel gerður að Guð geti ekki rifið hann í tvennt. Hið sama gildir um greyið fólkið sem "afneitar heilögum anda" í youtube myndböndum því að Jesú sagði að eina syndin sem væri ekki hægt að fyrirgefa væri sú að afneita Heilögum Anda.  Ástæðan fyrir því að það er ekki fyrirgefning fyrir þeirri synd er vegna þess að í gegnum allt líf þitt er Heilagur Andi að tala til þín. Segja þér frá hinu góða sem þú ættir að gera og því vonda sem þú átt að forðast. Sá sem lokar á þessa rödd er sá sem hefur afneitað Heilögum Anda og aðeins glötun bíður hans.


mbl.is Æðsti heiður óbreytts borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband