Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Hvað er Pallywood?

Fréttaskýringaþátturinn 60 minutes var með umfjöllun um eitthvað sem er mjög forvitnilegt, kallað Pallywood. Nokkurs konar Hollywood en með aðeins minna menntaða leikara og leikstjórna og allt annan tilgang, búa til lygar til að ala á hatri.  Hérna fyrir neðan er þátturinn:

Enn önnur frétt var af dánu barni sem Egypski ráðherran hélt í fangi sér og hélt fram að Ísrael hefði drepið en aðrir fréttamenn sögðu að gögnin bentu til þess að barnið hefði dáið af hendi Hamas, sjá: http://honestreporting.com/gaza-child-killed-by-hamas/

Menn verða að hafa í huga að það sem þeir lesa, hvort sem það er á mbl eða mínu bloggi eða hvað annað að kannski er um að ræða lygar. Ef þessi saga er sönn, hve mörg af þessum börnum voru drepin af Hamas?  

Nú, ég hef bloggað um hvernig Ísrael er ekkert útvalið ríki Guðs og engir englar svo ég er engan veginn að koma frá því sjónarhorni. Ég sömuleiðis tel að valdamiklir menn vildu hafa Ísrael þarna til að búa til óstöðugleika og þess vegna stríð á stórum skala.  

Ef það er eitthvað sem ég vona að venjulegt fólk geti sameinast um er að láta ekki lygar og áróður búa til hatur til að réttlæta morð, hvort sem það er á palestínumönnum eða gyðingum.


mbl.is 29 fallið á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Richard Lenski - þróunarkenningin í tilraunaglasi

Lenski2Þetta er gott dæmi um áhrif stökkbreytinga, þær eru margfallt líklegri til að skemma eitthvað en að búa eitthvað gagnlegt til. Í rauninni þurfa menn að trúa að þær geti búið eitthvað til því að það vantar alveg rannsóknir sem sýna fram á að þær geti gert slíkt.

Richard Lenski er vísindamaður sem hefur verið að rækta bakteríur í meira en 50.000 kynslóðir til að rannsaka þróun. Þetta er stærsta rannsókn á þessu sviði en 50.000 kynslóðir jafngildir sirka miljón ára þróun fyrir meðal stór spendýr. Þrátt fyrir að Lenski er þróunarsinni þá eru hans rannsóknir mjög áhugaverðar fyrir sköpunarsinna og við þakklát fyrir hans starf því að þarna er hægt að sjá hvað stökkbreytingar og einhvers konar val raunverulega gerir í staðinn fyrir getgátur.

Stutt samantekt á því sem hefur komið út úr þessari vinnu er að Lenski hefur ekki séð nein ný prótein eða prótein vélar verða til og margar af þeim stökkbreytingum sem voru gagnlegar fyrir bakteríurnar eyðilögðu eitthvað en það vildi svo til að sú eyðilegging var góð í viðkomandi umhverfi.

Hérna fjallar Michael Behe um þessar rannsóknir Lenski, sjá: Rose-Colored Glasses: Lenski, Citrate, and BioLogos


mbl.is Stökkbreytt gen eykur líkur á Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo fyrir Hartman?

Sumir trúa að þegar þeir deyja þá byrjar einhvers konar ferðalag yfir í annan heim. Það er ekki það sem Biblían kennir.  Hebreabréfið segir beint út hvað Hartman á von á:

Hebreabréfið 9:27
Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm

Sumir kristnir trúa að þegar við deyjum þá förum við beint til himna eða heljar en það er ekki það sem Biblían kennir.  Biblían talar um dómsdag þegar þeir sem höfnuðu Guði og fyrirgefningu Hans munu dæmast eftir verkum sínum. Þetta gerist eftir endurkomuna og enginn fær verðlaun eða hegningu fyrir þann tíma.

Þannig að Hartman bíður núna eftir upprisunni, annað hvort verður hann í upprisunni til eilífs lífs eða upprisunni til dóms og síðan refsingunni og hinn annar dauði.


mbl.is „Ég er til, af stað!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin venjulega kristni er orðin að Babýlón

babylonMér finnst engan veginn eðlilegt að stjórnarskráin velji eina kirkju sem þjóðkirkju Íslands um alla tíð. Ef að þjóðkirkjan á undir högg að sækja í dag, heldur fólk að ástandið verði betra eftir tíu ár eða tuttugu?  Þetta er augljóslega ekki heppilegt framtíðar fyrirkomulag.  Fyrir mitt leiti er stóra vandamálið að þessi kirkja er alls ekki Biblíuleg og sannkristið fólk ætti að yfirgefa hana.

Í Opinberunarbókinni 14. kafla er að finna eitthvað mjög áhugavert, þar er lýsing á kirkju Guðs á síðustu tímum og hvaða boðskap Guð hefur beðið hana að flytja.

Eitt af því sem hún er að boða er þetta:

Opinberunarbókin 14:8
Og enn annar engill kom á eftir og sagði: "Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns."

Í Babýlón er að finna atriði sem höfðu gífurleg áhrif á trúarheim Grikkja og rómverja og síðan þegar róm varð kristið þá í rauninni að mjög miklu leiti varð sú kristni aðeins afbrigði af gömlu Babelónísku trúnni.  Hérna til hægri er að sjá hvaða atriði komu frá Babýlón yfir í nútíma kristni. Jólin, páskar ( Easter eftir Babýlónísku gyðjunni Ishtar, helvíti, ódauðleiki sálarinnar, ungbarnaskírn og sunnudags helgihald og fleira.

Ég er ekki sammála að setja þrenninguna á þennan lista því ég trúi að hún kemur frá Biblíunni.

Þannig að kirkja síðustu tíma hefur það hlutverk að kalla fólk út úr kirkjum sem eru orðnar eins og Babýlón, ringulreið af alls konar villukenningum sem margar komu beint frá gömlu Babýlón.

Hérna er fyrirlestur sem fer ýtarlega í þetta efni:


mbl.is Við köllum á kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega þá sköpunarsinnar kenna sköpun?

Fyrir þá kristna sem taka Biblíuna alvarlega þá skiptir það miklu máli að fá að fræða sín börn um sköpun þróun deiluna á þann hátt sem við trúum að sé rétt.  Svo gaman að vita hvort að hópurinn hafi haft slíkt í huga með þessu ákvæði. 

8941exam-question.jpgSumir náttúrulega munu telja að sköpunarsinnar vilja ekki kenna þau rök og gögn sem þróunarsinnar telja upp til stuðnings við sína kenningu en slíkt er auðvitað af og frá. Fátt jafn sannfærandi að þróunarkenningin er röng og að hlusta á rökin sem menn færa fyrir henni. Það þarf að vísu að fjarlægja lygarnar sem hafa verið notaðar í gegnum tíðina, atriði sem allir vel upplýstir vísindamenn vita að eru röng eins og fjallað er um hérna: Biology exam fraud

 


mbl.is Menntun í samræmi við trúarskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnun fyrir ungum setlögum, þau eru beygð ekki brotin

Í mörgum fjallasvæðum þá eru setlög sem eru mörg hundruð metra á þykkt sem hafa verið beygð án þess að hafa brotnað.  Hvernig gæti það hafa gerst ef að sérhvert setlag var lagt niður þ.e.a.s. myndaðist yfir miljónir ára og þá þegar harðnað?

Hörnuð setlög eru orðin að grjóti og þar af leiðandi brotkennt.  Ef þú beygir harðnaða steypu þá bognar hún ekki heldur hún brotnar!  En ef að steypan er ennþá blaut þá er auðvelt að beygja hana og móta. Hið sama gildir um setlög. Þegar setlag er nýmyndað og blaut þá er hægt að beygja það og móta en þegar það harðnar sem tekur tiltulega stuttan tíma þá brotnar það þegar það verður fyrir þannig hnjaski.

bent-rock-layers-figure1Svæðið í kringum Miklagljúfur er mjög gott sýnidæmi sem sýnir mikið af setlögum jarðar sem geyma steingervinga mynduðust hratt og voru beygð á meðan þau voru ennþá blaut.  Veggir gljúfursins sýna í kringum 1.370 metrar af setlögum sem geyma steingervinga sem vanalega eru flokkaðir frá Kambríum til Permían   Þetta á að hafa myndast smá saman fyrir 520 miljón árum síðan og staðið yfir í 270 miljón ár. Eftir það þá á öll þessi setlög að hafa risið upp sirka 1,5 kílómetra fyrir sirka 60 miljón árum síðan. Svæðið sem Miklagljúfur er á, er frá 2.150 til 3.450 metrum fyrir ofan sjávarmál.

Hugsaðu út í þetta. Tíminn frá því að fyrsta setlagið sem tilheyrir Miklagljúfri ( 520 miljónum árum síðan ) og síðan þegar var beygt á að hafa verið 460 miljón ár!

bent-rock-layers-photo1Skoðaðu myndirnar af af sumum af þessum lögum, þau eru beygð og brotin saman en án þess að hafa brotnað.  Á botninum á þessari röð setlaga eru "Tapeast Sandstone" sem eru 30 til 100 metrar þykk. Þau eru beygð heilar 90 gráður. Muav Limestone fyrir ofan það eru beygð á svipaðan máta.

Eina trúverðuga vísindalega skýringin á myndun þessara laga er að öll röðin myndaðist hratt og áður en þessi setlög náðu að harðna þá lyftist svæðið og beygði þau. Út frá Biblíulega sköpunarmódelinu þá tók það innan við ár að mynda þessi setlög í syndaflóðinu.  Þannig að þessi 520 miljón ár gerðust aldrei, þessi setlög eru aðeins nokkra þúsund ára gömul.

Fyrir þá sem afneita orði Guðs þá eru vandamálin rétt að byrja, t.d. þá er "Tapeats Sandstone" og fleiri dreifð yfir alla Norður Ameríku alveg til suður Ísraels.  Meira að segja öll setlögin röðin er hluti af sex risastórum setlagaröðum sem eru dreifð yfir alla Norður Ameríku.  Aðeins heimsflóð eins og lýst er í Biblíunni gæti borið svona þykk setlög yfir mörg meginlönd.

Þessi grein er byggð á þessari grein hérna: Bent Rock Layers - 10 Best Evidences From Science That Confirm a Young Earth


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband