Richard Lenski - þróunarkenningin í tilraunaglasi

Lenski2Þetta er gott dæmi um áhrif stökkbreytinga, þær eru margfallt líklegri til að skemma eitthvað en að búa eitthvað gagnlegt til. Í rauninni þurfa menn að trúa að þær geti búið eitthvað til því að það vantar alveg rannsóknir sem sýna fram á að þær geti gert slíkt.

Richard Lenski er vísindamaður sem hefur verið að rækta bakteríur í meira en 50.000 kynslóðir til að rannsaka þróun. Þetta er stærsta rannsókn á þessu sviði en 50.000 kynslóðir jafngildir sirka miljón ára þróun fyrir meðal stór spendýr. Þrátt fyrir að Lenski er þróunarsinni þá eru hans rannsóknir mjög áhugaverðar fyrir sköpunarsinna og við þakklát fyrir hans starf því að þarna er hægt að sjá hvað stökkbreytingar og einhvers konar val raunverulega gerir í staðinn fyrir getgátur.

Stutt samantekt á því sem hefur komið út úr þessari vinnu er að Lenski hefur ekki séð nein ný prótein eða prótein vélar verða til og margar af þeim stökkbreytingum sem voru gagnlegar fyrir bakteríurnar eyðilögðu eitthvað en það vildi svo til að sú eyðilegging var góð í viðkomandi umhverfi.

Hérna fjallar Michael Behe um þessar rannsóknir Lenski, sjá: Rose-Colored Glasses: Lenski, Citrate, and BioLogos


mbl.is Stökkbreytt gen eykur líkur á Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ætli geninn séru bara í grunninn kallkyns.

Sem sagt mun líklegri til að skemma bílinn heldur en að gera við hann.  

Sko ég vissi að ég myndi eitthverntíman fá vísindalegaskíringu á karlmönnum.

Matthildur Jóhannsdóttir, 3.12.2012 kl. 15:43

2 Smámynd: Mofi

Þú átt líklegast við "stökkbreytingar" og kannski eru þær karlkyns :)

Þetta er ekki ósvipað að skrifa bók á geisladisk og stundum þá geta slæðst inn villur í afritunartökuna og þá koma ekki svo gáfaðir einstaklingar og reyna að láta okkur trúa að það voru afritunarvillurnar sem skrifðuðu bókina.

Ég er ekki alveg viss hvort að þú getir notað þetta til að gera grín að okkur karlmönnunum, gæti komið í bakið á þér :)

Mofi, 3.12.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 802880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband