Og hvað svo fyrir Hartman?

Sumir trúa að þegar þeir deyja þá byrjar einhvers konar ferðalag yfir í annan heim. Það er ekki það sem Biblían kennir.  Hebreabréfið segir beint út hvað Hartman á von á:

Hebreabréfið 9:27
Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm

Sumir kristnir trúa að þegar við deyjum þá förum við beint til himna eða heljar en það er ekki það sem Biblían kennir.  Biblían talar um dómsdag þegar þeir sem höfnuðu Guði og fyrirgefningu Hans munu dæmast eftir verkum sínum. Þetta gerist eftir endurkomuna og enginn fær verðlaun eða hegningu fyrir þann tíma.

Þannig að Hartman bíður núna eftir upprisunni, annað hvort verður hann í upprisunni til eilífs lífs eða upprisunni til dóms og síðan refsingunni og hinn annar dauði.


mbl.is „Ég er til, af stað!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://enddeathpenaltyforbretthartmann.com/fastfacts_.html

Hvað ef hann var saklaus, hvað bíður þeirra sem dæmdu hann, eða þess sem ýtti á takkann sem batt enda á líf hans.. Eru þau morðingjar?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Þú ert alltaf morðingi með því að ýta á takkann sama hvort viðkomandi var saklaus eða sekur.

Hallgeir Ellýjarson, 14.11.2012 kl. 13:28

3 identicon

Það er rétt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 13:30

4 Smámynd: Mofi

Áhugavert, hann væri ekki sá fyrsti sem verður fyrir barðinu á óréttlæti. Svakalegt ef þetta er satt og óhugnalegt.  Ég veit aðeins hvað lögmál Guðs er en ekki hvernig ber að dæma ákveðna einstaklinga.

Mofi, 14.11.2012 kl. 13:37

5 identicon

Held að menn eigi bara ekki að taka af lífi, það er hægt að hleypa saklausum mönnum úr fangelsi, við gröfum þá ekki upp úr gröfinni og sendum þá heim.

Fyrir utan að það er mitt mat að kerfi sem tekur fólk af lífi gerir venjulegt fólk að morðingjum, dómara, kviðdómendur, saksóknara og svo böðlana auðvitað

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 13:39

6 Smámynd: Mofi

Í mínum augum þá er stór munur á að myrða og að drepa.  Sá sem fær það hlutverk að ýta á takkann samkvæmt lögum er ekki morðingi. Ekki frekar en ef að lögreglumaður hefði stöðvað Breivik með því að skjóta hann væri morðingi. Dáldið gróft ef að einhver hættir lífi sínu til að bjarga öðrum frá einhverjum glæpamanni og þarf að drepa viðkomandi að þá merkja hann morðingja.

Mofi, 14.11.2012 kl. 13:39

7 identicon

Segjum sem svo að böðulinn vissi til þess að maðurinn væri saklaus, en vegna starfs síns sem böðull þá tæki hann viðkomandi samt af lífi..

Ertu ekki morðingi þó að þú sért bara að drepa einhvern vegna þess að þér var sagt að gera það?

Það fríar menn ekki af morði að segja að einhver hafi sagt þeim að gera það.. er það?

Lög eru bara lög manna, eru þau mikilvægari en lífsréttur fólks?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 13:48

8 identicon

Ætti réttsýnn maður ekki bara að segja upp vinnunni sinni ef þess væri krafist af honum að myrða saklausan mann?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 13:49

9 Smámynd: Mofi

Ég er sammála að lög eru bara lög manna og það er til eitthvað sem er þeim æðra. Ef að ég væri að vinna sem böðull og stæði frammi fyrir því að þurfa að taka af lífi einhvern sem ég tryði að væri saklaus þá myndi ég hætta. Það sannarlega myndi angra mína samvisku. Svo ég er í grundvallar atriðum sammála þér.

Mofi, 14.11.2012 kl. 13:55

10 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Dráp á Breivík hefði verið sjálfsvörn.

Að taka man sem er bundinn niður verður alltaf í mínum augum morð.

Hvern á að flokka sem morðingjann er svo annað mál. 

Hallgeir Ellýjarson, 14.11.2012 kl. 14:07

11 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Að mínu mati ber þá réttarkerfið og dómarinn meiri ábyrgð heldur en böðullinn.

Hallgeir Ellýjarson, 14.11.2012 kl. 14:08

12 Smámynd: Mofi

Skiptir það máli hvort að Breivik hefði verið að skjóta á táning eða á sjálfan þig hvort að þú værir morðingi eða ekki ef þú skýtur hann?

Ég skil vel að menn eru á báðum áttum varðandi dauðarefsingar, ég er það líka.

Mofi, 14.11.2012 kl. 14:13

13 Smámynd: Tómas

En Mofi... Af hverju skipta sér að morðingjum yfir höfuð? Í fyrsta lagi getur maður verið að hindra hin dularfullu guðdómlegu áform guðs, og í öðru lagi þá trúir þú því, að allir fái réttlátan dóm þegar þeir hitta skapara sinn, right? :)

Ég er sjálfur á því að engann skyldi myrða, nema ef maður væri viss um að maður væri að koma í veg fyrir að sá aðili skaði aðra stórkostlega að einhverju leyti. Það er stórkostlega einföld ástæða fyrir því - eins og Jón Bjarni kemur inn á, þá höfum við ekki getu til að lífga fólk við.

Tómas, 14.11.2012 kl. 19:49

14 Smámynd: Mofi

Þar sem Guð gaf skýrar skipanir um að ekki myrða þá getum við verið nokkuð viss um að áform Guðs eru á þann veg að Hann vill ekki að fólk myrðir hvort annað.  Samfélagið vill læsa fólk inni sem er að myrða annað fólk og ég skil það vel og er hlynntur því.

Mofi, 14.11.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 802789

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband