Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 11:51
Eru guðleysingjar fróðastir um Biblíuna?
Ég segi hiklaust nei. En, það er ekki hægt að neita því að það er mjög algengt meðal þeirra sem kalla sig kristna að þeir lesi Biblíuna afar sjaldan. Svo þannig geta margir flokkað sig sem kristna en síðan vita afskaplega lítið um hvað Biblían kennir.
Viðhorf einstaklings sem hefuð öðlast lifandi trú gagnvart Biblíunni er löngun til að vita meira um hana því í gegnum orð Guðs getur þú kynnst Guði betur. Þeir sem leita inn á við, kynnast aðeins sjálfum sér betur og því miður halda sumir að það sem þeir kynntust er Guð.
Svekkjandi að sjá ekki aðventista þarna á listanum en í gegnum árin þá voru aðventistar þekktir fyrir að þekkja Biblíuna einstaklega vel en þetta er ekki jafn gott í dag því miður.
Það kemur mér aftur á móti ekki á óvart að svona könnun skuli leiða í ljós að guðleysingjar eru fróðastir um þessa hluti af almenningi. Þeir hafa oftar en ekki leitað og kynnt sér þessi mál á meðan hinn venjulegi þjóðkirkju meðlimur hefur ekkert hugsað út í þessi mál. Það er samt sorglegt að lesa Biblíu "útskýringar" guðleysingja eins og maður sér þær t.d. hérna: http://skepticsannotatedbible.com/ Maður sér ákveðinn vilja til að misskilja eða löngun til að láta Biblíuna líta illa út. Allt of lítið hjá þeim að reyna að skilja hvað höfundurinn er að meina.
Trúleysingjar fróðastir um Biblíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2010 | 13:24
Þeir sem andmæla óréttlæti
Það er ótrúlega algengt meðal þeirra kristna sem ég þekki sú hugmynd að við eigum ekki að dæma. Við eigum að umbera og ekki gagnrýna og dæma. Að gagnrýna og standa upp fyrir eitthvað sem maður trúir að er rétt er vandasamt. Þú vilt ekki gera eins og Páll talar um í Rómverjabréfinu 14:16 að láta þitt góða koma út sem eitthvað vondt.
Þetta er það sem mér datt í hug þegar ég sá þetta myndband hérna. Hérna sjáum við fólk hegða sér ömurlega í garð fólks með downs-heilkenni. Sumir hundsuðu það sem þeir sáu en aðrir stóðu upp og mótmæltu. Ég er stolltur af þessu fólki þarna sem stóð upp og varði þá sem urðu fyrir þessum móðgunum og húðskömmuðu þá sem dirfðust að hegða sér svona.
Ég trúi því að heilagur andi er sá sem talar til fólks og hvetur það til að mótmæla svona óréttlæti og ég vona að ég myndi ekki þegja ef ég sæi fólk hegða sér svona.
22.9.2010 | 16:55
Eiga kristnir að borga tíund?
Í gegnum Gamla Testamentið þá er greinilegt að það var skylda þeirra sem vildu tilheyra þjóð Guðs að gefa tíund til Guðs. Það var í lögum Guðs sem Móse skrifaði niður að það var skylda þeirra sem vildu kalla sig börn Abrahams að gefa tíund til Guðs.
Kristnir eru stundum eins og barn sem hefur hlustað á föður sinn allt sitt líf og síðan þegar barnið skírist þá heldur faðirinn ræðu og hvetur barnið sitt til að hegða sér vel og standa sig vel. Viðbrögð barnsins er að gera bara eins og það sjálft vill og hafna öllu sem faðirinn hafði kennt því og það eina sem það núna þarf að fara eftir er það sem faðirinn sagði í ræðunni í skírninni.
Kristnir vilja allt of oft gleyma öllum þeim ráðum og reglum sem Guð gaf Ísrael til að gera þá að sinni þjóð og aðeins hlýða því sem stendur í Nýja Testamentinu.
Hve margir á miðöldum hefðu ekki þurft að deyja ef að þeir sem kölluðu sig kristna hefðu farið eftir hreinlætis ráðgjöf Guðs sem er að finna í Gamla Testamentinu? Mjög erfitt að segja en ég gíska einhverjar miljónir dóu að óþörfu. Þegar maður skoðar svona dæmi þá skilur maður betur hvað Guð á við þegar Hann segir þetta:
Hósea 4:6 ( new international version )
my people are destroyed from lack of knowledge. "Because you have rejected knowledge, I also reject you as my priests; because you have ignored the law of your God, I also will ignore your children.
Orðið sem er þarna þýtt sem "law" eða lögmál er "torah" sem er tilvísun í bækur Móse þar sem heilsu ráðgjöf Guðs er, ásamt boðum um að gefa tíund ( 5. Mósebók 14:22-29 ). Fólk Guðs að glatast vegna fáfræði á lögum Guðs, svo sannarlega höfum við séð það gerast í sögunni.
Margir tala um að kristnir eru núna undir nýjum sáttmála, undir náð en ekki lögmáli. Þessi hugmynd er alls ekki Biblíuleg. Tökum t.d. versið sem talar um þennan nýja sáttmála sem er að finna í Jeremía 31
Jeremía 31
31Sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _ að ég mun gjöra nýjan sáttmála við Ísraels hús og Júda hús, 32ekki eins og þann sáttmála, er ég gjörði við feður þeirra, þá er ég tók í hönd þeirra til þess að leiða þá út af Egyptalandi, sáttmálann sem þeir hafa rofið, þótt ég væri herra þeirra _ segir Drottinn.
33En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta _ segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.
Aftur að hafa í huga að orðið þarna fyrir lögmál er "torah" sem er tilvísun í bækur Móse. Annað dæmi er þegar Jesú talar um að Hann kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla. Það er svona eins og að lögmáls "glasið" hafi ekki verið fullt þegar Jesú kom og Hann sá um að fylla það. Hvernig gerði Jesú það gætu sumir spurt. Hann gerði það með því að bæta við það og að við ættum að hafa andann sem er á bakvið bókstafinn. Að bókstafurinn segði "þú skalt ekki myrða" en andinn á bakvið það segir þú skalt ekki vilja myrða. Við lesum um þetta í Matteus 5. kafla.
Í Hebreabréfinu lesum við síðan um hve miklu alvarlegra það er að syndga þegar maður er undir náð frekar en lögmáli.
Bréfið til Hebrea 10
26Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar,
27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs.
28Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera.
29Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?
Þeir kristnu sem fagna því að vera ekki undir lögmáli heldur undir náð eins og að það þýði að núna mega þeir stela, ljúga og sleppa því að halda hvíldardaginn svo dæmi séu tekin. Eitthvað vantar þeim hjartalag Davíðs sem sagði þetta:
Sálmarnir 1
1Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
2heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
Ef maður horfir á þetta frá praktísku sjónarmiði þá einfaldlega er ekki hægt að reka kirkju nema meðlimir hennar gefi eitthvað til hennar. Það eru ekki allar kirkjur eins og þjóðkirkjan eða Kaþólska kirkjan sem hefur tekjur af gífurlegum eignum eða tengslum við ríkið eða eitthvað þess háttar. Flestar kirkjur rétt skrimta af tíunda gjöfum meðlima þeirra og þannig er kirkjan sem ég tilheyri. Án tíunda gjafa þá væri Aðvent kirkjan ekki með neinar byggingar eða starfandi presta.
Ég held að stór hluti kristinna kirkna hefur farið alvarlega af sporinu þegar kemur að Gamla Testamentinu og þá sérstaklega Móse. Er hræddur um að margir munu heyra þessi orð þegar þeirra tími kemur:
Matteus 7:23
But I will reply, 'I never knew you. Get away from me, you who break God's laws.
19.9.2010 | 18:39
Áfellis dómur nokkra sjónvarps predikara
Ég rakst á þetta myndband sem fjallar um rannsókn á nokkrum af þessum sjónvarps predikurum og þetta var nóg til að valda mér ógleði. Omega ætti að sjá sóma sinn í að sýna ekki frá þessu fólki sem dirfist að hegða sér svona, en þetta eru predikarar eins og Benny Hinn og Joyce Myer og fleiri. Verst að ég hef horft á Joyce Meyer og gaman að hlusta á hana. Málið er einfaldlega að maður á að horfa á líf predikara og ef það passar ekki við boðskap Biblíunnar þá er eitthvað mikið að og best að halda sig frá slíku fólki; vona að það iðrist, gefi peninga sína fátækum og verði alvöru þjónar Guðs.
Hérna er myndbandið
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
17.9.2010 | 13:08
Er í lagi að ljúga ef vinnan krefst þess?
Ef að lögfræðingur tekur að sér að verja einstakling þá skil ég að viðkomandi hefur þá skyldu að fá viðkomandi lausan eða að minnsta kosti milda refsinguna. En hve langt telja lögfræðingar að þeir mega fara til að ná þessu takmarki? Líta þeir kannski þannig á að þegar þeir eru að semja yfirlýsingar eða bréf fyrir skjólstæðinga sína að það sé í lagi að ljúga? Í akkúrat þessari yfirlýsingu er því haldið fram að Jón Hilmars hafi aldrei hótað viðkomandi fjölskyldu. Eru ekki til upptökur af þessum hótunum? Ef svo er, er þá lögmanninum alveg sama þó að hann er að ljúga í þessu bréfi? Einhver er að ljúga, svo mikið er víst.
Er síðan einhver viðurlög við því ef lögmenn eru gripnir að lygum? Afsakið fáfræði mína á þessu sviði og ef að Jón Hilmar er sá engill sem Sveinn Andri segir hann vera þá hef ég ekkert á móti því. Aðeins að halda í það sem satt reynist.
Jón blessunarlega laus við fordóma" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2010 | 13:42
Mín trú
Mig hefur lengi langað að gera smá samantekt yfir mína trú svo fólk fái stutta heildarmynd af hver hún er.
- Guð er til.
Mér finnst rökréttara að okkar heimur þarf orsök sem er fyrir utan hann. Sömuleiðis finnst mér rökrétt að Guð hannaði alheiminn og bjó til fínstillt lögmál sem stjórna honum frekar en að eitthvað eða ekkert orsakaði allan alheiminn eða að það eru til margir alheimar með tilviljanakennd lögmál og einn af þeim vildi svo til að hafa lögmál sem leyfðu tilvist okkar. Enn fremur finnst mér rökréttara að lífið þurfti hönnuð, að upplýsingakerfi og flóknar vélar voru orsökuð af vitrænum hönnuði en að þau bara mynduðust fyrir tilviljun. - Biblían er innblásið orð Guðs.
Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá byggist hin kristna trú á raunverulegum atburðum og mörgum vitnum sem segjast hafa fengið orð Guðs og verið leiðbeint af Guði. Að sumu leiti má segja að það er hægt að afsanna kristni því að ef að fullyrðingar Biblíunnar standast ekki þá getur hún ekki verið sönn.
Þannig að ég hef eftirtaldar ástæður fyrir því af hverju ég trúi að Biblían komi frá Guði
* Vitnisburðurinn er sannfærandi, það sem ég hef lesið er fyrir mitt leiti mjög sannfærandi
* Sagnfræðilega hefur Biblían reynst rétt, þar sem hefur verið hægt að prófa hana á einhvern almennilegan hátt.
* Biblían inniheldur skýra og sögulega spádóma sem hafa ræst.
* Biblían inniheldur þekkingu sem var á undan sinni samtíð eins og reglur um heilsu.
* Persónan Jesú sem kemur fram í guðspjöllunum fyrir mig er einlæg og segir sannleikann og ég bara get ekki komist að þeirri niðurstöðu að þarna var á ferðinni lygari eða geðsjúklingur. - Samvisku frelsi
Það er fátt sem skiptir mig meira máli en samviskufrelsið. Þessi mikilvægu réttindi komu frá fyrstu mótmælendunum sem vildu fá að tilbiðja Guð samkvæmt sinni samvisku. Þetta þýðir að allir verða að fá að tilbiðja Guð eða ekki tilbiðja Guð, allt eftir því sem þeirra samviska býður þeim. Þegar t.d. kom að giftingu samkynhneigðra þá leit ég á það sem alveg eins mitt réttindamál að þeir fengju það. - Kjarna boðskapur Biblíunnar
Það sem ég tel vera aðal boðskap Biblíunnar er skylda okkar til að elska Guð fyrst og elska náungan eins og okkar sjálf. Vægast sagt hægara sagt en gert. Stór hluti af Biblíunni fer síðan yfir hvernig við eigum að gera þetta því að kærleikur okkar mannanna getur verið mjög brenglaður. Okkar sjálfs elska og græðgi getur látið okkur réttlæta alls konar illsku. Þess vegna þarf kristinn einstaklingur að gera sitt besta í að fylgja því sem Biblían segir, þótt hann skilji kannski ekki alltaf af hverju Guð bað okkur um það. - Von
Andspænis sjúkdómum og að lokum dauða þá býður Biblían okkur upp á von. Að þótt að hlutirnir líta illa út fyrir okkur í þessum heimi þá býður Guð öllum eilíft líf. Til þess að öðlast það þá þarftu að iðrast, leita Guðs og Hans vilja og síðan ganga á Hans vegum.
Það er alltaf jafn undarlegt að verða vitni að því þegar fólk reynir að hakka niður þennan boðskap og gera það sigrihrósandi. Eins og að lífið væri miklu betra ef að þessi boðskapur er lygi. - Aðvent kirkjan
Af öllum þeim kirkjum sem eru í heiminum þá trúi ég að hún sé sú kirkja sem er næst boðskapi Biblíunnar. Hef nokkrar ástæður fyrir þessari sannfæringu. Aðvent kirkjan predikar að við eigum að halda boðorð Guðs eða boðorðin tíu; þar á meðal hvíldardaginn eða sjöunda daginn. Aðvent kirkjan kennar að helvíti sé ekki til, þ.e.a.s. staður þar sem syndarar verða kvaldir að eilífu. Gjöf Guðs er eilíft líf, þeir sem fá ekki þessa gjöf þeir deyja. Síðan sagði Ellen White að Aðvent kirkjan væri kirkja Guðs fyrir síðustu tíma og ég trúi að hún hafi verið spámaður frá Guði. Ef einhver er í vafa um það þá mæli ég með því að viðkomandi lesi Þrá aldanna, sjá: Desire of Ages - Sköpun en ekki þróun
Þegar ég horfi á náttúruna, með öllum sínum undrum þá er eina rökrétta svarið að það var hönnuður á bakvið þetta. Fyrir mig sem forritara þá er það hin mesta fyrra að það sem liggur til grundvallar lífinu, forritunarmál ( DNA ) og flókið upplýsingakerfi til að vinna úr þeim upplýsingum hafi orðið til án vitræns hönnuðar. Hugmyndin að efni geti gefið sjálfu sér meiningu, að skilaboð geta orðið til án vitsmuna er ein sú órökréttasta trú sem ég veit um.
Engin spurning aftur á móti að dýrategundir breytast eitthvað með tímanum og umhverfið spilar þar stór hlutverk eins og finkurnar hans Darwin sýndu fram á. En að bakteríur geti orðið að mennskum börnum með aðeins tíma og tilviljunum og náttúruvali er ekki trúlegt. - Aldur jarðar
Ég veit ekki hve gömul þessi jörð er eða hve gamall alheimurinn er. Ég trúi að sköpun lífs og sköpun manna gerðist fyrir innan við sirka tíu þúsund árum síðan og eftir það var flóð sem myndaði setlög jarðarinnar með megnið af þeim steingervingum sem við finnum í dag. - Vísindi
Ég er á því að vísindi snúast um að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkar með rannsóknum, samkvæmt hinni vísindalegu aðferð. Þessi þekking aftur á móti er takmörkunum háð, sértaklega þegar kemur að spurningum sem varða fortíðina. Við getum ekki endurtekið upphaf alheimsins eða upphaf lífs. Þar tökum við trúarstökk en best að taka þannig stökk sem eru rökrétt miðað við þá þekkingu sem við höfum. Sem sagt, góð trú er byggð á góðum vísindum, rökrétt áframhald miðað við þá þekkingu sem við höfum. Þannig að sá sem trúir að líf hafi kviknað fyrir tilviljun gerir slíkt í jafn mikilli trú og ég sem trúi að Guð hafi skapað lífið. Eini munurinn er að mín trú er í samræmi við okkar þekkingu á orsök og afleiðingu, það þarf vitsmuni til að orsaka upplýsingakerfi, flóknar vélar og forritunarmál.
Læt þetta duga í bili, líklegast miklu meira sem hægt er að tína til en ég held að þetta gefi ágæta heildarmynd. Ég þakka lesturinn...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.9.2010 | 14:09
Spurningar fyrir kristna
Ég rakst á áhugaverða grein á www.teenageatheist.com, sjá: Questions for christians
Langar að gera mitt besta til að svara henni en hvet aðra kristna til að svara þeim fyrir sig eða í sér grein og þá væri gaman að láta mig vita.
1. Why are you a Christian and not a Hindu/Muslim/etc.?
There are thousands of different religions and gods out there to choose from. Do you believe the way you do because of your parents / upbringing?
Hvað maður þekkir fer auðvitað eftir því hvar maður elst upp. Ég hef aftur á móti kynnt mér þó nokkrar trúarlegar afstöður til heimsins eins og guðleysi, kristni, hindúisma, búddisma, islam og fleira og tók þá afstöðu að Aðvent kirkjan væri næst sannleikanum.
Í gegnum árin þá hef ég oft haft persónulegar ástæður til að yfirgefa Aðvent kirkjuna en jafnvel þó ég hefði gert það þá hefði það ekki breytt minni sannfæringu að hennar trú væri í grundvallar atriðum rétt.
2. Why is your religion correct?
Once again, there are thousands of different gods and religions to choose from. The majority of them condemn unbelievers - meaning all unbelievers are going to hell. That constitutes every single person except for the "one true religion". What makes you think yours is? And what about the people that simply never heard of your religion?
3. If you were born in ______, would you believe in ______?
If you were born in India, wouldn't it be likely that you would be a Hindu? Or if you were born in Turkey, wouldn't it be likely you would be Islamic? There are hundreds and thousands of options and variants.
4. What makes your "evidence" so compelling?
Why do so many people of different religions claim to have personal experiences in relation to their God(s), and why are they false, and yours not? What makes yours right? Why do you believe in your God, other than indoctrination as a child?
Þeirra persónulega reynsla staðfestir fyrir mig aðeins að Guð er til og snertir fólk á mismunandi hátt. Þessar persónulega lífsreynslur eru ekki í formi einhverrar opinberunnar í flestum tilfellum. Þeir sem segjast hafa fengið orð frá Guði eru frekar fáir og ég hef skoðað nokkra og hef komist að þeirri niðurstöðu að spámenn Biblíunnar og þeir sem tala í samræmi við þá séu þeir sem raunverulega fengu orð frá Guði en aðrir ekki. Það sem ég trúi að hafi verið í gangi með þá sem ég flokka sem falsspámenn er að sumir voru gráðugir og lugi til að afla sér vinsælda og peninga, sumir voru truflaðir og jafnvel einhverjir voru blekktir af illum öndum.
5. Why are there so many denominations in most religions?
For example, in Christianity - there are over 38,000 different denominations - all interpreting the Bible differently and with different laws and teachings. Which one is right? And why are so many of them contradictory?
Margar ástæður spila hérna inn í. Oft þá blandast trúarbrögðin menningu og úr verður einhver hrærigrautur. Fólk er síðan misvel að sér í ritningunum og sömuleiðis nálgast ritningarnar á mismunandi forsendum. Sumir t.d. velja hreint og beint að velja aðeins upp úr þeim sem þeim líkar vel við og hafna því sem þeim líka illa við á meðan aðrir reyna að fylgja ritningunum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Það er samt rauður þráður í gegnum alla Biblíuna sem nokkvurn veginn allir kristnir eru sammála um.
6. Why is the Bible inconsistent?
The Bible is incredibly inconsistent. For example, at one point in the Bible - it claims that seven of every kind of animal were brought on board the Ark. A little bit later, this turns to two of every kind.
7. Why does the Bible order you to kill so many people? And why does it support things like slavery?
For example, Liars, Homosexuals, people who work on the sabbath day, girls that have sex before marriage, etc., should all be killed, according to the Bible.
Why would a book inspired by an infallible and benevolent God focus on trivial and immoral orders and passages in the "Holy Book" and condone slavery, whilst leaving out simple things like equality? My answer would be that the Bible only reflects the social context of the time - and if a God did indeed intervene in its writing - it would not be so imperfect and immoral.
8. How do you decide what parts of the Bible to take literally?
For example, many Christians accept evolution - but that requires them to not accept creationism, which is a fundamental part of the Bible. How do you decide which part to take literally and which part to accept as "parable" when the Bible does not differentiate from the two?
9. Why is there suffering?
Why would an all loving, omniscient and omnipotent God allow for such brutal and unfair suffering in the world? Why are there countless natural disasters, starvation, brutal diseases etc.?
10. Why is there a Hell? And how does an never ending punishment justify a finite crime?
Why would God design people to be a certain way, and then condemn to an eternity of suffering and torture for breaking his rules, when he knew what they would do in the first place? Why would a simple unbeliever be forced to spend an eternity in Hell, by a supposed loving, merciful and forgiving God?
Biblían kennir ekki eilífar kvalir þeirra sem hafna Guði, þetta er heiðin hugmynd sem smyglaðist inn í kristina þegar Rómarveldi varð kristið. Meira um þetta hérna: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?
11. Why do so many prayers go unanswered?
This is self explanatory.
12. What would falsify your beliefs?
Would any evidence falsify your belief? Or are you 100% based on pure and blind faith?
13. Why is God conveniently defined as immeasurable?
14. Why does God not make any appearances, now that we have the technology to record and measure it?
15. Why are Adam and Eve punished for doing something before they knew the difference between right and wrong? And why is every human punished for their sins?
I could also ask why God planted that tree in the first place. Seems to do nothing but add trouble.
8.9.2010 | 18:40
Fjármála námskeiðið: Þetta eru þínir peningar
Þann 10. september eða næsta föstudag verður námskeið um fjármál í Loftsalnum í Hafnarfirði.
Sá sem heldur námskeiðið er G. Edward Reid en hann er deildarstjóri Norður Ameríkudeildar Kirkju sjöunda dags aðventista. Edward er vígður prestur, lögfræðingur og hefur kennara og ráðgjafagráðu.
Námskeiðið fjallar um persónulegri fjármálsstjórnun samkvæmt meginreglum Biblíunnar. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Staðsetning: Loftsalnum, Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði.
Dagskrá:
- Föstudagur kl 19:30
Efnahagslegt umhverfi heimsins í dag
Hvað segir Biblían um peninga?
Heimslegir fjármálaspekingar nútímans
Eignir skoðaðar í réttu ljósi
Eilíft líf á vogarskálunum - Hvíldardag kl 11:00
Að setja Guð framar öllu
Kristileg velmegun
Þrældómur skuldarans
Gjaldþrot
Lánshæð umfram verðgildi eignar
Að komast út úr skuldum - Hvíldardags guðþjónusta kl 12:00
Vakning, umbreyting og sönn tilbeiðsla - Sameiginleg máltíð kl 13:15
- Hvíldardagur kl 14:30
Hve mikið er nægilegt?
Hvert fara peningarnir?
Rétt notkun á peningum
Fjármögnun kristilegrar menntunar
"Fræð þú barnið um veginn"
Þrennt sem foreldrar skulda börnunum sínum - Hvíldardagur 15:45
Að eignast eigið húsnæði
Þrjátíu ára fasteignalán
Miklu betri leið
Undirbúningur eftirlaunaáranna
Arfur og gerð erfðarskrár
Að fjárfesta á óvissutímum
7.9.2010 | 21:44
Hvað segir Biblían um lesbíur?
Þetta mál virðist ætla að stækka og stækka. Ég held að hinn venjulegi íslendingur og Færeyingur kæri sig kollótta um þetta. Ef þetta er sannfæring Jenis þá ekkert mál.
En, hvað segir Biblían um lesbíur? Að ég best veit kemur orðið ekki einu sinni fyrir. Þegar kemur að samkynhneigð þá eru aðeins tvo vers sem fjalla um samkynhneigð og í bæði skiptin er verið að tala um kynlíf tveggja karla. Svo, eru sambönd tveggja kvenna gegn vilja Guðs? Ég bara veit ekki. Þau eru gegn mínum vilja en það er bara vegna þess að þá eru færri konur þarna úti sem koma til greina fyrir mig til að eiga í sambandi við :/
Ég hef nú samt sannfæringu að kona sem iðrast, endurfæðist og setur traust sitt á Jesú myndi aldrei gera svona; á samt erfitt með að rökstyðja þá sannfæringu með Biblíunni.
Það er síðan önnur spurning hvort þetta eru rétt viðbrögð hjá Jenis samkvæmt Biblíunni en ég svara þeirri spurningu neitandi. Svona á kristinn einstaklingur ekki að hegða sér og ég útskýrði af hverju í þessari grein hérna: Er þetta Biblíulega rétt hegðun hjá Jenis?
Gegn vilja Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2010 | 11:23
Er þetta Biblíulega rétt hegðun hjá Jenis?
Ég get skilið Jenis að vilja koma á framfæri því að hann er ekki sáttur við Jóhönnu en er þetta rétta leiðin? Er þetta Biblíulega leiðin?
Ég segi nei og því til stuðnings vil ég benda á hvað Páll segir.
1. Kórintubréf 5
9Ég ritaði ykkur í bréfinu að þið skylduð ekki umgangast saurlífismenn. 10Átti ég þar ekki við saurlífismenn hér í heimi yfirleitt eða ásælna og ræningja eða hjáguðadýrkendur því að þá hefðuð þið orðið að fara úr heiminum. 11En nú rita ég ykkur að þið skuluð ekki umgangast nokkurn þann er nefnir sig bróður en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkandi eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þið skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni. 12Hvað skyldi ég vera að dæma þá sem eru utan safnaðarins? Eigið þið ekki að dæma þá sem eru í söfnuðinum? 13Og mun ekki Guð dæma þá sem ekki eru í söfnuðinum? Útrýmið hinum vonda úr ykkar hópi.
Jóhanna setur sig ekki fram sem sannkristna manneskju sem vill fylgja Biblíunni og lúta vilja Krists. Þar af leiðandi er ekki eðlilegt að Jenis vilji ekki mæta í kvöldverðaboð Jóhönnu. Bloggarinn Haraldur Bjarnason spyr "Hefði hann borðað með biskupnum sáluga?" Mjög góð spurning hjá Haraldi. Miðað við það sem Páll segir þá er það einmitt hið kristilega að hafna að borða með manni sem setur sig upp sem kristinn en hegðar sér síðan á ósæmilegan hátt.
Færeyski lögmaðurinn gagnrýnir Jenis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar