Spurningar fyrir kristna

chimpanzee-and-tiger-best-friends.jpgÉg rakst á áhugaverða grein á www.teenageatheist.com, sjá:  Questions for christians

Langar að gera mitt besta til að svara henni en hvet aðra kristna til að svara þeim fyrir sig eða í sér grein og þá væri gaman að láta mig vita.

1. Why are you a Christian and not a Hindu/Muslim/etc.? 
There are thousands of different religions and gods out there to choose from. Do you believe the way you do because of your parents / upbringing?

Hvað maður þekkir fer auðvitað eftir því hvar maður elst upp. Ég hef aftur á móti kynnt mér þó nokkrar trúarlegar afstöður til heimsins eins og guðleysi, kristni, hindúisma, búddisma, islam og fleira og tók þá afstöðu að Aðvent kirkjan væri næst sannleikanum.

Í gegnum árin þá hef ég oft haft persónulegar ástæður til að yfirgefa Aðvent kirkjuna en jafnvel þó ég hefði gert það þá hefði það ekki breytt minni sannfæringu að hennar trú væri í grundvallar atriðum rétt. 

2. Why is your religion correct?
Once again, there are thousands of different gods and religions to choose from. The majority of them condemn unbelievers - meaning all unbelievers are going to hell. That constitutes every single person except for the "one true religion". What makes you think yours is? And what about the people that simply never heard of your religion?
Það vill nú svo til að frekar fá trúarbrögð fordæma vantrúaða til helvítis nema ákveðnar kristnar kirkjudeildir og múslimar.  Ég sé ekki slíkann boðskap í Biblíunni, Guð vill gefa öllum eilíft líf en leyfa sérhverjum að velja. Slíkt val birtist öllum í mismunandi myndum, hvort sem þeir heyrðu boðskap Biblíunnar eða ekki. 
3. If you were born in ______, would you believe in ______?
If you were born in India, wouldn't it be likely that you would be a Hindu? Or if you were born in Turkey, wouldn't it be likely you would be Islamic? There are hundreds and thousands of options and variants.
Sama spurning er alveg jafn gild fyrir guðleysingja. Það er alveg merkilegt hve margir guðleysingjar halda að þeirra umhverfi hafi ekki haft áhrif á þeirra trúarsannfæringu. Það er auðvitað útilokað að vita þetta fyrir víst en ef maður hefur kynnst mörgum trúarbrögðum og tekið
4. What makes your "evidence" so compelling?
Why do so many people of different religions claim to have personal experiences in relation to their God(s), and why are they false, and yours not? What makes yours right? Why do you believe in your God, other than indoctrination as a child?

Þeirra persónulega reynsla staðfestir fyrir mig aðeins að Guð er til og snertir fólk á mismunandi hátt. Þessar persónulega lífsreynslur eru ekki í formi einhverrar opinberunnar í flestum tilfellum. Þeir sem segjast hafa fengið orð frá Guði eru frekar fáir og ég hef skoðað nokkra og hef komist að þeirri niðurstöðu að spámenn Biblíunnar og þeir sem tala í samræmi við þá séu þeir sem raunverulega fengu orð frá Guði en aðrir ekki.  Það sem ég trúi að hafi verið í gangi með þá sem ég flokka sem falsspámenn er að sumir voru gráðugir og lugi til að afla sér vinsælda og peninga, sumir voru truflaðir og jafnvel einhverjir voru blekktir af illum öndum.

5. Why are there so many denominations in most religions?
For example, in Christianity - there are over 38,000 different denominations - all interpreting the Bible differently and with different laws and teachings. Which one is right? And why are so many of them contradictory?

Margar ástæður spila hérna inn í. Oft þá blandast trúarbrögðin menningu og úr verður einhver hrærigrautur. Fólk er síðan misvel að sér í ritningunum og sömuleiðis nálgast ritningarnar á mismunandi forsendum. Sumir t.d. velja hreint og beint að velja aðeins upp úr þeim sem þeim líkar vel við og hafna því sem þeim líka illa við á meðan aðrir reyna að fylgja ritningunum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Það er samt rauður þráður í gegnum alla Biblíuna sem nokkvurn veginn allir kristnir eru sammála um.

6. Why is the Bible inconsistent?
The Bible is incredibly inconsistent. For example, at one point in the Bible - it claims that seven of every kind of animal were brought on board the Ark. A little bit later, this turns to two of every kind.
Hérna er höfundur greinarinnar að gefa sér það að Biblían er ekki samkvæm sjálfri sér en ég er ósammála. Í þessu dæmi þá segir Biblían að tvö af hverri óhreinni tegund væru tekin um borð en sjö af hverri hreinni tegund væru tekin um borð. Mjög auðveldlega samræmanlegt eins og flest önnur dæmi sem ég hef rekist á. Að Biblían sé flóknari en Andrésar Andar blað kemur ekki á óvart þar sem þarf töluverða íhugun til að skilja alvöru bókmenntir.
7. Why does the Bible order you to kill so many people? And why does it support things like slavery?
For example, Liars, Homosexuals, people who work on the sabbath day, girls that have sex before marriage, etc., should all be killed, according to the Bible.
Why would a book inspired by an infallible and benevolent God focus on trivial and immoral orders and passages in the "Holy Book" and condone slavery, whilst leaving out simple things like equality? My answer would be that the Bible only reflects the social context of the time - and if a God did indeed intervene in its writing - it would not be so imperfect and immoral. 
Biblían segir sögu Ísraels og hluti af þeirra sögu var að sigra nokkrar borgir og þjóðir. Þrælahald var síðan leið til að glíma við slæma stöðu sumra einstaklinga. Orðið þræll er hérna misvísandi því að við hugsum um fólk sem var hneppt í ánauð og farið með það til annars lands þar sem þar var látið þræla og húsbóndi þess mátti hreinlega drepa viðkomandi án refsingar. Ekkert af þessu á við það þrælahald sem Biblían talar um. Meira um það hérna: Þrælahald í Biblíunni
8. How do you decide what parts of the Bible to take literally?
For example, many Christians accept evolution - but that requires them to not accept creationism, which is a fundamental part of the Bible. How do you decide which part to take literally and which part to accept as "parable" when the Bible does not differentiate from the two?
Fer allt eftir því hvernig viðkomandi hluti Biblíunnar er skrifaður. Ef t.d. það er augljóst er að um ljóðrænar líkingar er að ræða þá er ekki rökrétt að taka það bókstaflega. Myndlíkingar eru t.d. hluti af því hvernig við komum hugmyndum á framfæri og ekkert óeðlilegt við það að Biblían notar þær. Þær aftur á móti krefjast smá hugsunar af lesandanum og ég sé ekkert að því.
9. Why is there suffering?
Why would an all loving, omniscient and omnipotent God allow for such  brutal and unfair suffering in the world? Why are there countless natural disasters, starvation, brutal diseases etc.?
Af því að þessi heimur er staðurinn sem baráttan milli góðs og ills á sér stað.  Við fáum smá stund í þessum heimi til að ákveða líf með Guði eða lifa án Hans sem leiðir til dauða. Til þess að við getum gert þetta val þá þarf að vera eitthvað til að velja um. Ég trúi því að Guð hafi gert heim sem er þannig að sem flestir myndu velja líf með Honum og þannig myndu sem flestir öðlast eilíft líf á nýrri jörð þar sem enga illska er að finna.   
10. Why is there a Hell? And how does an never ending punishment justify a finite crime?
Why would God design people to be a certain way, and then condemn to an eternity of suffering and torture for breaking his rules, when he knew what they would do in the first place? Why would a simple unbeliever be forced to spend an eternity in Hell, by a supposed loving, merciful and forgiving God?

Biblían kennir ekki eilífar kvalir þeirra sem hafna Guði, þetta er heiðin hugmynd sem smyglaðist inn í kristina þegar Rómarveldi varð kristið. Meira um þetta hérna: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

11. Why do so many prayers go unanswered?
This is self explanatory.  
Af því að þessi heimur snýst ekki um okkar vellíðan og að láta allar okkar óskir rætast. Bænin er samtal milli manns og Guðs og alveg eins og stundum þá er faðir til í að gefa barninu sínu það sem það biður um þá er okkar himneski faðir stundum til í að gefa okkur það sem við biðjum um en stundum ekki.  Oftast er það vegna þess að við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu en Guð veit það.
12. What would falsify your beliefs?
Would any evidence falsify your belief? Or are you 100% based on pure and blind faith?
Eins og trú flestra þá er hún sett saman úr alls konar hugmyndum. Ef t.d. steingervingarnir myndu sína hvernig tegundirnar smá saman urðu til þá myndi ég trúa að einhvers konar þróun yfir langan tíma hafi átt sér stað. Það myndi aftur á móti ekki láta mig hætta að trúa á tilvist Guðs og líklegast færi ég yfir í þann hóp sem heldur að Guð hafi leiðbeint þróuninni.  Þetta er aftur á móti mjög góð spurning fyrir alla að spyrja sig, ekki síst guðleysingja.
13. Why is God conveniently defined as immeasurable?
Ekki hugmynd... 
14. Why does God not make any appearances, now that we have the technology to record and measure it? 
Líklegast vegna þess að Guð vill að við leitum Hans ef við viljum finna Hann. Ekki troða sér upp á þá sem vilja Hann ekki í lífi sínu.  Margar af þeim sem hafa leitað Guðs hafa fundið Hann, og sú upplifun er eins raunveruleg og hvað annað en þetta er fyrir hvern og einn að upplifa. 
15. Why are Adam and Eve punished for doing something before they knew the difference between right and wrong? And why is every human punished for their sins?
I could also ask why God planted that tree in the first place. Seems to do nothing but add trouble.
Þau voru vöruð við og þeim var refsað fyrir óhlíðni. Refsingin var síðan ekki mikil heldur opnaði Guð dyrnar fyrir þekkingu á hinu illa og síðan þá hafa okkar eigin verk verið að magnast upp og afleiðingar þeirra.  Guð er mjög lítið í því að refsa heldur miklu frekar að leyfa okkur að finna fyrir afleiðingum okkar eigin gjörða.  Það er ekki fyrr en á dómsdegi að Guð refsar en jafnvel þá, þá er það ekki Hans ósk heldur Guð að virða val þeirra sem hafna Honum og á þeim degi yfirgefur Guð það fólk með þeim afleiðingum að það deyr og hættir að vera til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég hef aftur á móti kynnt mér þó nokkrar trúarlegar afstöður til heimsins eins og guðleysi, kristni, hindúisma, búddisma, islam og fleira og tók þá afstöðu að Aðvent kirkjan væri næst sannleikanum.

Þú veist sem sagt sannleikann?

Jón Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 15:03

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í þessu dæmi þá segir Biblían að tvö af hverri óhreinni tegund væru tekin um borð en sjö af hverri hreinni tegund væru tekin um borð. Mjög auðveldlega samræmanlegt eins og flest önnur dæmi sem ég hef rekist á.

Nei, í þessi dæmi segir biblían á einum stað að taka eitt par af öllum dýrum jarðarinnar og á öðrum stað að taka eitt par af óhreinum dýrum en sjö af hreinum dýrum.

Biblían segir sögu Ísraels og hluti af þeirra sögu var að sigra nokkrar borgir og þjóðir.

Hvurs konar svar er þetta? Til að byrja með er verið að spyrja út í hvers vegna guðinn þinn á að hafa fyrirskipað dauðarefsingu fyrir smávægilega glæpi. Svo er það ekkert svar við spurningunni sem þú virðist vera að svara, spurningu um þjóðarmorð fyrirskipuð af guði, að segja ða þetta séhluti af sögu þeirra.

Orðið þræll er hérna misvísandi því að við hugsum um fólk sem var hneppt í ánauð og farið með það til annars lands þar sem þar var látið þræla og húsbóndi þess mátti hreinlega drepa viðkomandi án refsingar. Ekkert af þessu á við það þrælahald sem Biblían talar um. Meira um það hérna: Þrælahald í Biblíunni

Hugsum við um fólk sem var hneppt í ánauð og farið með það til annars lands? Mofi, þú áttar þig á því að þú ert að taka þetta beint frá bandarískum bókstafstrúarmönnum sem gera ráð fyrir að lesendur þeirra hugsi bara um bandarískt þrælahald.

Orðið þræll er ekki misvísandi, við notum það orð um þegar fólk á annað fólk.

Og í biblíunni var fólk hneppt í ánauð í öðru landi og farið með það til annars lands.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.9.2010 kl. 16:07

3 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, ég trúi að það sem ég trúi sé rétt.  Grunar að þú gerir hið sama.

Hjalti,  já, á öðrum stað er að finna ýtarlegri upplýsingar. Merkilegt hve mikið af svona dæmum er í sömu bókinni frá sama höfundi og lang flestir sem hafa lesið þetta í ár hundruðin skildu alveg hvað var verið að meina.

Hjalti
Svo er það ekkert svar við spurningunni sem þú virðist vera að svara, spurningu um þjóðarmorð fyrirskipuð af guði, að segja ða þetta séhluti af sögu þeirra.

Spurningin gaf til kynna að kristnir í dag hafa skipanir frá Biblíunni að myrða fólk og það var það sem ég var að leiðrétta.  Þegar Guð fyrirskipaði Ísrael að fara í stríð við ákveðnar þjóðir þá var oftar en ekki tekið skýrt fram af hverju og ástæðurnar voru frekar hryllilegar. Ekki alltaf, ég viðurkenni það en ég geri ráð fyrir að samskonar ástæður hafi verið til staðar.

Hjalti
Hugsum við um fólk sem var hneppt í ánauð og farið með það til annars lands? Mofi, þú áttar þig á því að þú ert að taka þetta beint frá bandarískum bókstafstrúarmönnum sem gera ráð fyrir að lesendur þeirra hugsi bara um bandarískt þrælahald

Hollywood hefur mótað skoðanir íslendinga líka að miklu leiti.  Dæmin um þræla frá öðrum löndum voru fórnarlömb stríðs. Ég ætla ekki að fegra neitt stríð og afleiðingar þess. Það voru samt skýrar reglur um það fólk til að vernda það.

Mofi, 10.9.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti,  já, á öðrum stað er að finna ýtarlegri upplýsingar.

Ekki ítarlegri upplýsingar, heldur allt aðrar. Ef ég segi "Ég ætla að fá fimm stykki af öllu gúmmí-nammi en tvö stykki af öðrum nömmum úr nammibarnum." er það ekki ítarlegri leiðbeining heldur en "Ég ætla að fá tvö stykki af öllum nömmum í nammibarnum." 

Spurningin gaf til kynna að kristnir í dag hafa skipanir frá Biblíunni að myrða fólk og það var það sem ég var að leiðrétta.

Skil, en spurningin fjallaði um grimmilegar refsingar, en ekki hernað.

Þegar Guð fyrirskipaði Ísrael að fara í stríð við ákveðnar þjóðir þá var oftar en ekki tekið skýrt fram af hverju og ástæðurnar voru frekar hryllilegar.

Jamm, til dæmis "landvinningar".

Hollywood hefur mótað skoðanir íslendinga líka að miklu leiti. 

Allt í lagi. En grundvallareinkenni þrælahalds var til staðar þarna.

Dæmin um þræla frá öðrum löndum voru fórnarlömb stríðs.

Þannig að Ísraelsmenn fóru í stríð við önnur lönd og hnepptu fólk í ánauð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.9.2010 kl. 16:29

5 identicon

Svör mín; http://www.facebook.com/note.php?created&&note_id=431827895145

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 20:43

6 identicon

Best að hafa þetta aðgengilegra ... á tumblr

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 21:07

7 Smámynd: Einar Þór

Þú svara ekki mörgum spurningum þarna heldur talar í kringum þeir með að fókusa á ítarefnið.

T.d spurningu 2: "Why is your religion correct?"

Og spurningu 4: What makes your "evidence" so compelling?

Þú skautar framhjá spurningu 6. "Why is the Bible inconsistent?" með því að segja að hún sé það ekki, sem er bara ekki rétt.

Nennti ekki að lesa lengra...

Einar Þór, 11.9.2010 kl. 09:34

8 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

mér finnst þetta flott grein - ég las líka greinarnar þínar þar sem þú lýsir hvað er helvíti og hvað gerist þegar við deyjum og mér fannst þær líka vel útskýrðar og góðar - ég er ekki aðventisti en stóri bróðir minn er það og konan hans - ég ólst líka upp við að stjúpfjölskylda mín var ríkjandi aðventistar - það hefur ekki gert mig að aðventista - ég er hvítasunnumaður - foreldrar mínir voru þjóðkirkjufólk með sína barnatrú - þannig að umhverfið mitt mótaði ekki trúar sannfæringu mína tel ég

kv.Raggi

Ragnar Birkir Bjarkarson, 11.9.2010 kl. 14:26

9 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Fín grein og miklar og stórar spurningar sem ekki er auðsvarað. Ég kíkti einnig á grein þína um helvíti og mig langar að segja sambandi við það að helvíti er til og það er svo sannarlega talað um það í biblíunni.

Ég ætla ekki að fara þylja upp öll versin og fara út í smáatriði en hér eru tvær síður sem ég get bent á:

bible.ca og what-the-hell-is-hell.com

Alexander Steinarsson Söebech, 12.9.2010 kl. 20:30

10 Smámynd: Mofi

Hjalti, lítið annað að segja en já.

Carlos, takk, verst að við höfum ekki leyfi til að sjá þær.

Einar Þór,  takk, skal taka þessa tvo punkta betur fyrir.

Ragnar,  takk og gaman að heyra. Endilega kíktu í heimsókn :)  ég á að vera með predikun næsta hvíldardag í Hafnafirði svo það væri gaman að sjá þig. Svo það komi fram, ég predika örsjaldan, kannski einu sinni tvisvar á ári.

Alexander,  Takk : )
Varðandi helvíti, þá er enginn staður til þar sem fólk er kvalið að eilífu, trúðu mér. Búinn að skoða þetta marg oft í mörg ár. Fyrir þig þá skal ég svara þessum síðum sem þú bendir á.

Mofi, 13.9.2010 kl. 09:50

11 Smámynd: Mofi

Alexander, ég sé hreinlega engin góð rök fyrir helvíti í þessum síðum. Endilega kíktu á greinarnar sem ég hef gert um helvíti og bentu mér á hvað þér finnst vera bestu rökin fyrir þessu.

Mofi, 13.9.2010 kl. 10:43

12 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

hvíldardag þá ertu að meina næsta laugardag ekki rétt?

Ragnar Birkir Bjarkarson, 13.9.2010 kl. 12:37

13 Smámynd: Mofi

Ragnar, já, mikið rétt.

Mofi, 13.9.2010 kl. 12:47

14 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

7585 she'owl or sheol-sheol, the underworld, grave, Hades, pit (Brown-Driver-Briggs’)
a) the underworld
b) Sheol, the Old Testament designation for the abode of the dead
1) the place of no return
2) without the praise of God
3) wicked people sent there for punishment
4) the righteous not abandoned to it
5) used of the place of exile (figurative)
6) used of extreme degradation in sin


Job 26:6 SheolH7585 is nakedH6174 beforeH5048 him, and abaddonH11 hath noH369 covering.H3682


Hér er talað um hvernig allir í Sheol standa naktir frammi fyrir YHWH, táknrænt uppá vitund um synd og það er ekki hægt að fela sig fyrir YHWH. Eins og þegar Adam og Chavah syndguðu í aldingarðinum, þá áttuðu þau sig á því að þau væru nakin.


Psa 116:3-4 The sorrowsH2256 of deathH4194 compassedH661 me, and the painsH4712 of SheolH7585 gat hold uponH4672 me: I foundH4672 troubleH6869 and sorrow.H3015 Then calledH7121 I upon the nameH8034 of YHWH;H3068 O YHWH,H3068 I beseechH577 thee, deliverH4422 my soul.H5315


Hér er greinilega sýnt að það eru sorg og þjáningar í Sheol


Isa 14:9-12 SheolH7585 from beneathH4480 H8478 is movedH7264 for thee to meetH7122 thee at thy coming:H935 it stirreth upH5782 the deadH7496 for thee, even allH3605 the chief onesH6260 of the earth;H776 it hath raised upH6965 from their thronesH4480 H3678 allH3605 the kingsH4428 of the nations.H1471 AllH3605 they shall speakH6030 and sayH559 unto thee, Art thouH859 alsoH1571 become weakH2470 as we? art thou become likeH4911 untoH413 us? Thy pompH1347 is brought downH3381 to Sheol,H7585 and the noiseH1998 of thy viols:H5035 the wormH7415 is spreadH3331 underH8478 thee, and the wormsH8438 coverH4374 thee.

  HowH349 art thou fallenH5307 from heaven,H4480 H8064 O Lucifer,H1966 sonH1121 of the morning!H7837 how art thou cut downH1438 to the ground,H776 which didst weakenH2522 H5921 the nations!H1471


Hér sést hvernig konungar og höfðingjar eru talandi um Lúsífer þegar honum verður hent í Sheol, þannig sést að það er greinilega ekki allt búið eftir dauðann, heldur er fólk með meðvitund.


Eze 32:21 The strongH410 among the mightyH1368 shall speakH1696 to him out of the midstH4480 H8432 of SheolH7585 withH854 them that helpH5826 him: they are gone down,H3381 they lieH7901 uncircumcised,H6189 slainH2491 by the sword.H2719


Hér sést aftur meðvitund og samræður í Sheol


Jon 2:2 And said,H559 I criedH7121 by reason of mine afflictionH4480 H6869 untoH413 YHWH,H3068 and he heardH6030 me; out of the bellyH4480 H990 of SheolH7585 criedH7768 I, and thou heardestH8085 my voice.H6963


Hér sjáum við mjög svo sterkt tákn, tákn Jónasar, eina táknið sem Yeshua segir að hann muni gefa okkur um að hann sé Messías (Matt 12:39, 16:4, Lúk 11:29). Hér sést einnig að Jónas kvelst í Sheol.


Þetta eru dæmi úr Tanakh að það er dánarheimur þar sem fólk kvelst eftir dauðann.


Mat 12:40 ForG1063 asG5618 JonasG2495 wasG2258 threeG5140 daysG2250 andG2532 threeG5140 nightsG3571 inG1722 theG3588 whale'sG2785 belly;G2836 soG3779 shall theG3588 SonG5207 of manG444 beG2071 threeG5140 daysG2250 andG2532 threeG5140 nightsG3571 inG1722 theG3588 heartG2588 of theG3588 earth.G1093


Yeshua var einnig í 3 daga og 3 nætur í Sheol. Þegar að Yeshua reis upp þá risu upp með honum frumgróðinn (Matt 27:52-53).


Og Sheol er dánarheimur þar sem hinir dánu fara, svo eftir að Yeshua kemur aftur þá munu menn rísa upp og eftir það er hinn annar dauði sem talað er um í ritum postulanna. Við sjáum söguna um Lasarus og ríka manninn (Lúk 16:23-26) Hvernig ríki maðurinn kvelst í hades (dánarheimi) og Abraham segir honum að það sé bil á milli og þau geti ekki farið yfir. Hades er það sama og Sheol.

Við sjáum Yeshua segja við fræðimennina og faríseana: "Ye serpents,G3789 ye generationG1081 of vipers,G2191 howG4459 can ye escapeG5343 (G575) theG3588 damnationG2920 of Gehenna?G1067 " (Matt 23:33). Gehenna er helvíti, ekki sami staður og Sheol, þar sem dauðir fara, þar til við upprisuna og hinn seinni dauða, þar sem fólk verður annaðhvort í hinni nýju Jerúsalem eða í helvíti (Gehenna).


Rev 20:10-15 AndG2532 theG3588 devilG1228 that deceivedG4105 themG846 was castG906 intoG1519 theG3588 lakeG3041 of fireG4442 andG2532 brimstone,G2303 whereG3699 theG3588 beastG2342 andG2532 theG3588 false prophetG5578 are, andG2532 shall be tormentedG928 dayG2250 andG2532 nightG3571 for ever and ever.G1519 G165 G165 AndG2532 I sawG1492 a greatG3173 whiteG3022 throne,G2362 andG2532 him that satG2521 onG1909 it,G846 fromG575 whoseG3739 faceG4383 theG3588 earthG1093 andG2532 theG3588 heavenG3772 fled away;G5343 andG2532 there was foundG2147 noG3756 placeG5117 for them.G846 AndG2532 I sawG1492 theG3588 dead,G3498 smallG3398 andG2532 great,G3173 standG2476 beforeG1799 God;G2316 andG2532 the booksG975 were opened:G455 andG2532 anotherG243 bookG975 was opened,G455 which isG3603 the book of life:G2222 andG2532 theG3588 deadG3498 were judgedG2919 out ofG1537 those things which were writtenG1125 inG1722 theG3588 books,G975 accordingG2596 to theirG848 works.G2041 AndG2532 theG3588 seaG2281 gave upG1325 theG3588 deadG3498 which were inG1722 it;G846 andG2532 deathG2288 andG2532 hadesG86 delivered upG1325 theG3588 deadG3498 which were inG1722 them:G846 andG2532 they were judgedG2919 every manG1538 accordingG2596 to theirG848 works.G2041 AndG2532 deathG2288 andG2532 hadesG86 were castG906 intoG1519 theG3588 lakeG3041 of fire.G4442 ThisG3778 isG2076 theG3588 secondG1208 death.G2288 AndG2532 whosoeverG1536 was notG3756 foundG2147 writtenG1125 inG1722 theG3588 bookG976 of lifeG2222 was castG906 intoG1519 theG3588 lakeG3041 of fire.G4442


Hér sést að lúsífer er kastað í eldsdýkið þar sem hann mun kveljast dag og nótt um alla eilífð og hver svo sem hefur ekki nafn sitt skrifað í bók lífsins (bók lambsins) verður kastað í eldsdýkið þar sem þau munu kveljast um eilífð


Rev 21:8 ButG1161 the fearful,G1169 andG2532 unbelieving,G571 andG2532 the abominable,G948 andG2532 murderers,G5406 andG2532 whoremongers,G4205 andG2532 sorcerers,G5332 andG2532 idolaters,G1496 andG2532 allG3956 liars,G5571 shall have theirG848 partG3313 inG1722 theG3588 lakeG3041 which burnethG2545 with fireG4442 andG2532 brimstone:G2303 which isG3603 the second G1208 deathG2288


Allir þessir munu vera í eldsdýkinu um eilífð, eftir hinn seinni dauða þar sem eru kvalir og þjáningar. Ef þau iðrast ekki og snúa sér til YHWH og taki á móti Yeshua sem frelsara sínum og fylgi hans lögum og reglum. Ef lifað er eftir hans Torah, við helgum okkur og látum af syndum okkar, biðjum YHWH að fyrirgefa okkur syndir okkar og lifum heilögu lífi þá ríkir náð YHWH, hann er þess megnugur að taka burtu syndir okkar og fyrirgefa okkur. Græða okkur við Ísraelslýð til að við fáum að lifa í Jerúsalem hinni efri.

Alexander Steinarsson Söebech, 13.9.2010 kl. 12:58

15 Smámynd: Mofi

Alexander, spurningin er í rauninni, segir Biblían einhvern tíman að syndarar verði kvaldir að eilífu.  Það er engin spurning að Biblían talar um eldsdíki og það verða kvalir fyrir þá sem lenda í því en eilífar, ekkert í Biblíunni styður það.

Alexander
Yeshua var einnig í 3 daga og 3 nætur í Sheol. Þegar að Yeshua reis upp þá risu upp með honum frumgróðinn (Matt 27:52-53).

Gyðingar hafa enga hugmynd um einhvern stað þar sem syndarar eru eða verða kvaldir um alla eilífð. Slíka hugmynd er hvergi að finna í Gamla Testamentinu svo ekki nema von að gyðingar kannast ekkert við þetta. Sheol er einmitt hebrest orð frá Gamla Testamentinu og þýðir einfaldlega gröfin.

Alexander
Hér sést að lúsífer er kastað í eldsdýkið þar sem hann mun kveljast dag og nótt um alla eilífð og hver svo sem hefur ekki nafn sitt skrifað í bók lífsins (bók lambsins) verður kastað í eldsdýkið þar sem þau munu kveljast um eilífð

Opinberunarbókin er mjög táknræn bók, full af myndlíkingum og táknmyndum. Hérna sjáum við djöfulinn og spádómlega táknmynd verða kvalda að eilífu. Svo, hérna er ekki texti sem segir að syndarar verða kvaldir að eilífu. Síðan, það voru hebrear sem sömdu Nýja Testamentið ( fyrir utan Lúkas ) og Jóhannes sem hebrea hafði aðra hugmynd um orðið eilífð en t.d. við og grikkir. Í Gamla Testamentinu sjáum við þetta "að eilífu" tákna takmarkað tímabil, mörg þannig dæmi, sjá: http://www.helltruth.com/q-a/forever-and-ever.aspx

Mofi, 13.9.2010 kl. 13:06

16 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Sp. segir Biblían einhvern tíman að syndarar verði kvaldir að eilífu


Luk 12:4-5 Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gjört. Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í Gehenna. Já, ég segi yður, hræðist hann.


Við erum sál, með anda frá YHWH og búum í líkama. Ef að allt er búið þegar að líkaminn deyr, og syndurum verður eytt og þeir eru ekki lengur til, bara *púff* farnir. Afhverju ættu þeir að hræðast þann sem deyðir og að því búnu varpar í Gehenna (eldsdýkið)?


2Th 1:9 Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,

Rev 20:10 Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda.

Rev 20:14-15 Og dauðanum og Hades var kastað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði, eldsdíkið. Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið.


Við sjáum þarna er okkur sagt að djöfullinn, dýrið og fálsspámaðurinn eru kvalin dag og nótt að eilífu. Dauðanum og hades (Sheol, dánarheimur) er kastað í Gehenna (eldsdýkið). Svo er hinn seinni dauði: Fólk sem hefur eitt sinn lifað og eftir það dáið og farið til Sheol verður reist upp til að standa frammi fyrir hásæti YHWH og koma fram fyrir dóm þar sem það verður dæmt. Ef að viðkomandi fylgir ekki Torah (Deu 30:6-20), þá mun honum verða varpað í eldsdýkið. Eins og Yeshua sagði sjálfur frá í (Lúk 16:29) "Þeir hafa Torah og Neviim hlýði þeir þeim". Ef fólk finnst ekki skráð í Lífsins bók, þá verður því varpað í eldsdíkið þar sem djöfullinn er, og þar verður grátur og gnístran tanna og kvalir um aldir alda.


Mat 25:30 Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.'


Grátur og gnístran tanna verður í Gehenna og kvalir verða þar að eilífu.


Pro 10:8 Sá sem er vitur í hjarta, þýðist boðorðin, en sá sem er afglapi í munninum, steypir sér í glötun.


Sp Gyðingar hafa enga hugmynd um einhvern stað þar sem syndarar eru eða verða kvaldir um alla eilífð. Slíka hugmynd er hvergi að finna í Gamla Testamentinu svo ekki nema von að gyðingar kannast ekkert við þetta.


Skoðaðu - Important introductory comments: #16

"The rabbis consistently pictured both the righteous and the wicked as conscious after death. The evidence is so overwhelming that the classic Princeton theologian, Charles Hodge, stated, "That the Jews believed in a conscious life after death is beyond dispute." "


Sp Sheol er einmitt hebrest orð frá Gamla Testamentinu og þýðir einfaldlega gröfin.


Skoðaðu: F. 20 reasons why sheol is not the grave:

Það eru önnur orð fyrir gröf í bæði hebresku og grísku, og svo mikið af hlutum sem sýnir okkur að það er ekki verið að tala um bara gröf. Eins og td, gröf hefur ekki mörg lög (Deu 32:22)

  1. In the Old Testament, the two expressions "lowest Sheol" and "pit" [Heb: bowr] always denotes the compartment where the wicked go and are punished, like the rich man in Lk 16. Therefore "lowest Sheol" and "pit" are exclusively used to denote where the wicked go after death awaiting resurrection and judgement.

  2. The righteous are never thrown into the pit. [Heb: bowr] If the pit is merely another word for the grave, then both the wicked and righteous should go there.


Sp.Í Gamla Testamentinu sjáum við þetta "að eilífu" tákna takmarkað tímabil

Ertu semsagt að segja mér að Guð muni ekki ríka að eilífu heldur bara í smástund, eins og td. 3 daga?

Alexander Steinarsson Söebech, 13.9.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband