Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
24.7.2010 | 10:04
Geta guðleysingjar farið í heilagt stríð?
Þar sem aðal trúarbrögð Norður Kóreu eru búddismi og Konfúsíusismi þá virkar frekar skrítið að ætla að fara í heilagt stríð. Þessi trúarbrögð trúa ekki á tilvist Guðs svo þá kemur spurningin, geta guðleysingjar farið í heilagt stríð?
Ég hef alltaf tengt heilagleika við Guð en kannski er það misskilningur hjá mér.
Að vísu samkvæmt wikipedia þá kenna skólar í Norður Kóreu að Kim Jong og pabbi hans komu frá himnum ofan og eru nokkurs konar guðir; að minnsta kosti er Kim Jong ýkt góður í gólfi, sjá: Kim Jong-il: Best Golfer in the World
Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvað gerist þarna milli Norður og Suður Kóreu og bara vona að þetta endi vel og vonandi losnar almenningur Norður Kóreu undan þessu einræðisherra fyrirkomulagi.
N-Kórea hótar heilögu stríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2010 | 19:21
True scotsman rökleysan
Stundum í umræðunni um kristna eða múslima eða önnur trúarbrögð þá kemur upp þessi fullyrðing að enginn sannur kristinn eða múslimi myndi gera hitt eða þetta. Þetta er kallað "no true scotsman" rökvillan. En ég er á því að þetta er ekki rökvilla. Reyndar er viss góð hugsun að baki því að kalla þetta rökvillu en sú hugsun gengur ekki upp að öllu leiti.
Það er eitt að segja að enginn sannur skoti myndi myrða aðra manneskju, það er augljóslega rökvilla. Aftur á móti er að mínu mati ekki rökvilla að segja að enginn sannur læknir kann ekki hjartahnoð eða að sannur forritari...kann að forrita. Ef hann kann ekki að forrita þá er hann ekki sannur forritari.
Þótt einhver segist vera sérsveitarmaður þá finnst mér ekki gáfulegt að trúa viðkomandi alveg blint. Það er ekki nóg að segjast vera eitthvað, þú verður ekki sérsveitarmaður bara með því að fullyrða slíkt.
Sama gildir um sann kristna einstaklinga. Þeir sem eru sannir eru þeir sem fylgja því sem Jesú bauð þeim að gera. Jesú sagði:
Matteusarguðspjall 7
15Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.
16Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?
17Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda.
18Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 20Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
Það þýðir ekki að sannir kristnir einstaklingar geta ekki fallið en það ætti að vera mjög sjaldgæft. Þessir menn þarna sem þykjast vita að Guð orsakaði eldgosið í Eyjafjallajökli eru að mínu mati alveg úti að aka. Guð lætur spámenn sína vita áður en Hann gerir eitthvað svona og ég veit ekki til þess að neinn spámaður sagði fyrir um þetta gos.
Samt alltaf erfitt að segja að þessir menn eru ekki kristnir en ég ætla að leyfa mér að segja að þessir menn eru ekki sann kristnir einstaklingar; ég bara trúi því ekki.
Gosið endurspeglaði reiði Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 28.7.2010 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
23.7.2010 | 15:36
Lexía - réttlæting fyrir trú
Eitt af því sem mér þykir mjög vænt um í Aðvent kirkjunni er lexían. Þetta er tími þar sem meðlimir tala saman um eitthvað ákveðið efni þó að það sé ekkert heilagt og umræðurnar fara oft um víðan völl. Það er nokkuð magnað að hugsa til þess að sirka 16 miljón manns sem tilheyra Aðvent kirkjunni gætu fræðilega verið að lesa sömu lexíuna á sama tíma.
Ég verð með lexíuna í Reykjavík á morgun ( 24. júlí - Ingólfsstræti 19 klukkan ellefu) og allir velkomnir.
Lexían að þessu sinni fjallar um réttlætingu fyrir trú. Minnisversið er að finna í Rómverjabréfinu 3:28 "Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka."
Þessi tenging milli náðar, verka og lögmáls hefur verið eitthvað sem kristnir hafa glímt við í mörg hundruð ár. Í Rómverjabréfinu er Páll að glíma við þetta mál og þá sérstaklega við þá hugmynd margra gyðinga að þeir gætu réttlætt sjálfan sig með því að halda lögmálið.
Þægileg útskýring á þessu gæti verið á þessa leið: þú ert að keyra milli Keflavíkur og Reykjavíkur og ert að flýta þér og þú keyrir hraðar en leyfilegt er. Lögreglan mælir þig á 120 km og stöðvar þig. Þegar þú ert inn í bílnum og búinn að skrúfa niður rúðuna og löggan ásakar þig um að hafa keyrt á 120 km; er þá rökrétt að benda á umferðaskiltið sem segir 90 km og biðja það um hjálp? Eina sem umferðaskiltið gerir er að segja þér hvað þú hefðir átt að gera en það getur ekkert gert í því að þú braust lögin. Það er svipað með lögmál Guðs, það réttlætir okkur ekki heldur sakfellir; bendir á það sem við hefðum átt að gera en gerðum ekki.
Út frá þessu þá segir Páll að við getum orðið saklaus frammi fyrir Guði í gegnum trú. Að vegna þess sem Jesú gerði á krossinum þá er búið að borga gjaldið fyrir þín afbrot og réttlæti Krists verða þitt. Það mun vera eins og þú hafir aldrei gert neitt rangt og getur þannig öðlast eilíft líf. Það má segja að þetta eru góðu fréttirnar sem Guð hefur beðið kristna menn að boða um allan heim; að það er búið að sigra dauðann.
En síðan flækjast málin og hvíldardagurinn er gott dæmi um það. Margir kristnir sem eru ekki aðventistar saka aðventista um að reyna að réttlæta sjálfan sig með því að halda hvíldardaginn. Þetta er samt frekar öfugsnúin lógík. Það er ekki eins og að aðrir kristnir reyni að réttlæta sig með því að leggja nafn Guðs ekki við hégóma eða að drýgja ekki hór og þannig öðlast réttlæti Guðs. Að brjóta lög Guðs eftir að hafa fengið fyrirgefningu er að traðka á blóði náðarinnar ( Hebreabréfið 10 ).
Páll glímir við þetta á margvígslegan hátt í Rómberjabréfinu, eitt gott dæmi er þetta hérna:
Rómverjabréfið 6
1Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist?
2Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?
Það er margt hérna til að skoða og kafa dýpra í. Sérstaklega það sem Biblían segir um helgun. Að Guð vill umbreyta þeim sem koma til Hans. Hann vill endurgera samvisku viðkomandi út frá orði Guðs. Hérna falla margir, þeir vilja tilheyra Guði en vilja ekki lúta valdi Guðs. Vilja fara sínar eigin leiðir og ekki hlýða því sem orð Guðs biður þá um að gera. Þetta er löng ganga og alltaf virðist vera eitthvað nýtt sem Guð bendir manni á sem þarf að fara betur og þá þarf hugarfarið að vera í lagi og alltaf að vera tilbúinn að segja "allt í lagi, Guð þú ræður".
Hérna er hægt að sjá fyrirlesara að nafni Doug Bachelor fara yfir lexíuna: http://www.amazingfacts.org/Television/CentralStudyHour/tabid/76/Default.aspx
Síðan sjálf lexían á ensku, sjá: http://www.ssnet.org/qrtrly/eng/10c/less04.html
19.7.2010 | 12:04
Morgurmatur Mofa
Ég er búinn að vera í gegnum árin að reyna að bæta morgunmatinn minn. Reyna að byrja daginn eins hollan og ég get. Svo, hérna er hann:
- Lýsi, nóg af omega 3 fitusýrum.
- D vítamín pillur, við fáum svo lítið af því í gegnum sólarljós hérna á Íslandi að það er full þörf á að fá smá auka d vítamín.
- Kreatín... ef þú ert að æfa þá er þetta mjög gott.
- Vatn, blandað sítrónu safa ( tvær matskeiðar ) og rauður pipar. Á að vera...hreinsandi.
- Hörfræ, ég mala í kaffikvörn góðan slatta af hörfræjum og set í vatn og renn því niður. Meiri trefjar hjálpa manni að grennast en það er margt fleira gott við hörfræ.
- Súrmjólk með slatta af hveitikím í. Hveitikím er fullt af próteinum og næringu, þetta er meira en nóg til þess að ég verð ekki svangur fyrr en í hádegismatnum. Ég bæti vanalega smá púðursykri til að bragðbæta og þegar ég vil vera góður við sjálfan mig þá bæti ég bláberjum við.
Virkar kannski flókið en ég held að það sé vel þess virði fyrir að byrja daginn vel. Það sem vantar þarna er að borða einn ávöxt á morgnanna, þarf endilega að bæta því við.
Væri gaman að heyra hvað ykkur finnst og sömuleiðis ykkar hugmyndir af hollum morgunmati.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2010 | 14:42
Heili flugunnar hraðari en hvaða tölva sem er
Þegar fólk kremur óvelkomnar flugur þá hugsar það sjaldnast að það sé að kremja eitthvað merkilegt. Nokkrir vísindamenn hjá Max Planck stofnuninni hafa rannsakað augu flugunnar og heila og þeir sögðu t.d. þetta: "the minute brains of these aeronautic acrobats process visual movements in only fractions of a second.".
Samkvæmt greininni þá ef að knattspyrnu maður hefði sömu sjóngetu og fluga þá væri það eins og hann gæti spilað fótbolta í "slow motion".
Ímyndaðu þér heila flugunnar og hve smár hann er og bættu við þessari staðreynd: "one sixth of a cubic millimetre of brain matter contains more than 100,000 nerve cells each of which has multiple connections to its neighbouring cells."
Á einum stað í greininni þá segja þeir að heili flugunnar er hraðari en hvaða tölva sem er. Alls ekki slæmt, sérstaklega miðað við hve örsmár heili flugunnar er. Til að útskýra þessa fullyrðingu sína þá sögðu þeir þetta: "albeit the number of nerve cells in the fly is comparatively small, they are highly specialized and process the image flow with great precision while the fly is in flight. Flies can therefore process a vast amount of information about proper motion and movement in their environment in real time a feat that no computer, and certainly none the size of a flys brain, can hope to match".
Þessi hópur vísindamanna við Max Planck stofnunina töluðu um heila flugunnar með því að nota orð sem við almennt notum um tölvur. Að heili flugunnar breytir gögnum, reiknar út hreyfingar og kemur þeim upplýsingum áfram til flugstjórnunnar kerfisins og svo framvegis.
Það er alveg stórkostlegt að jafnvel í svona smáu dýri þá getur maður hið ótrúlega handverk Guðs.
Hérna er greinin sem fjallaði um þetta í PhysOrg
14.7.2010 | 16:59
Do you think you are a good person?
Forvitnilegt að sjá svipinn á þessum einstaklingi þegar upptakan er spiluð fyrir hann.
Ray Comfort þyrfti endilega að spjalla við þennan einstakling.
Skeytti engu um upptökubúnað | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
7.7.2010 | 14:55
Christopher Hitchens með krabbamein
Sorglegar fréttir af Christopher Hitchens en hann greindist með krabbamein fyrir nokkru. Hitchens er guðleysingi sem skrifaði bókina "God Is Not Great: How Religion Poisons Everything". Ég hef ekki lesið bókina en henni gekk vel og Hitchens hefur verið duglegur að koma fram og útskýra sína afstöðu á undanförnum árum. Sumir setja þetta er frekar neikvætt samhengi, sjá: Hefndarþorsti guðs - Hitchens litli látinn finna til tevatnsins
Ég vona að þetta fari allt saman vel hjá Hitchens enda mjög skemmtilegur karakter og viðkunnalegur. Aftur á móti þá vona ég enn frekar að þetta muni láta Hithcens endurhugsa sína afstöðu og finna eilíft líf.
Ég hlustaði á fyrir löngu síðan Hitchens rökræða við Todd Friel, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=EZB0lLIcXIA og http://www.youtube.com/watch?v=E01VPsdozSo&feature=related
Þar kom margt áhugavert fram, eins og sýn Hitchens á himnaríki sem einhvern endalausan leiðinlegan tilbeiðslu stað. Sömuleiðis var sorglegt að hlusta á Todd nota helvíti í þessari umræðu. Hitchens réttilega bendir á að það eru engin merki um helvíti í Gamla Testamentinu og það væri gaman að benda Hitchens á hvað Biblían raunverulega segir um helvíti. Ef ske kynni að hugmyndin um helvíti væri ein af stóru ástæðunum fyrir því að Hitchens hafnar Guði Biblíunni.
Að lokum, hérna er Hitchens að rökræða við William Lane Craig um tilvist Guðs, þetta eru ekki öll myndböndin en ætti að vera auðvelt að finna afganginn:
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.7.2010 | 15:23
Dr William Lane Craig - Who was Jesus of Nazareth?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.7.2010 | 10:51
Trúarskoðanir Dalai Lama
Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur í trúarskoðunum Dalai Lama en mig langar að benda á grein sem fjallar um þær út frá sjónarhóli Vitrænnar hönnunar, sjá: Intelligent design east: What might it look like?
Sérstaklega skemmtilegt fannst mér þessi tilvitnun hérna:
Dalai Lama
From the Buddhist perspective, the idea that there is a single definite beginning is highly problematic. If there were such an absolute beginning, logically speaking, this leaves only two options. One is theism, which proposes that the universe is created by an intelligence that is totally transcendent, and therefore outside the laws of cause and effect. The second option is that the universe came into being from no cause at all. Buddhism rejects both these options.
Gaman að sjá einhvern glíma við vísindin á svona heiðarlegan hátt. Að viðurkenna að honum líkar ekki ákveðin kenning og vonar að áframhaldandi rannsóknir muni leiða eitthvað í ljós sem passar betur við trúna.
Annað sem er forvitnilegt er hvernig Dalai Lama hafnar efnishyggju guðleysis sem segir að okkar hugur er tálsýn. Að okkar hugsanir eru aðeins rafsuð og efna samskipti. Hérna gagnrýnir Dalai Lama þessa hugmyndafræði
Dalai Lama
I said to one of the scientists: "It seems very evident that due to changes in the chemical processes of the brain, many of our subjective experiences like perception and sensation occur. Can one envision to reversal of this causal process? Can one postulate that pure thought itself could effect a change in the chemical processes of the brain?" I was asking whether, conceptually at least, we could allow the possibility of both upward and downward causation.
The scientist's response was quite surprising. He said that since all mental states arise from physical states, it is not possible for downward causation to occur. Although out of politeness, I did not respond at the time, I thought then and still think that here is as yet no scientific basis for such a categorical claim. The view that all mental processes are necessarily physical processes is a metaphysical assumption, not a scientific fact. I feel that, in the spirit of scientific inquiry, it is critical that we allow the question to remain open, and not conflate our assumptions with empirical fact.
Ég tek sérstaklega undir með Dalai Lama með að við eigum ekki að rugla saman okkar ályktunum við staðreyndirnar. Að það þarf að gera greinarmun á milli þess sem við trúum að sé rétt og þess sem við raunverulega höfum mælt og þreift á. Þróunarsinnar eiga oft erfitt með þetta t.d. þegar þeir draga þá ályktun að vegna þess að stökkbreytingar geta veitt bakteríum ónæmi við einhverjum lyfjum að þá sanni það að þær ásamt náttúruvalinu bjó til mannkynið og allt annað í náttúrunni. Mjög stór ályktun byggð á afskaplega litlu.
Dalai Lama virðist vera einlægur einstaklingur og væri gaman að óska honum til hamingju með afmælið en frekar ólíklegt að hann lesi bloggið :) En sérstaklega óska ég þess að hann megi finna Guð og eilíft líf.
Dalai Lama 75 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2010 | 14:43
Jarðfræði og Biblían
Ímyndaðu þér að þú ættir að gera smá rannsókn og komast að því hver drap Abraham Lincon. Fyrst hljómar þetta nokkuð einfalt, lesa heimildir frá þessum tíma og komast að því hvað þeir sem upplifðu þessa atburði höfðu um málið að segja. Þegar þú síðan segir kennaranum frá þessari áætlun þinni rekur hann upp stór augu og segir slíkt ekki mega. Að þú megir aðeins nota "staðreyndir" til að styðja tilgátu þína en ekki einhverjar gamlar sögur. Að komast að þeirri niðurstöðu að John Wilkes Booth hafi drepið Lincon vegna þess að eitthvað fólk sagði það sem er löngu dáið gæti ekki talist gögn. Værir þú til í að samþykkja slíkt? Líklegast ekki...
Við erum með svipað dæmi þegar kemur að jarðfræðinni og Biblíunni. Við erum með heimild sem segir að í fortíðinni hafi gerst ákveðinn atburður, þ.e.a.s. flóð sem þakkti alla jörðina. Það auðvitað sannar ekki að það sé rétt alveg eins og vitnisburður um hver drap Lincon sannar ekki hver drap hann en augljóslega þá er um að ræða gögn um fortíðina og fullkomlega eðlilegt að athuga hvort að vitnisburðurinn standist eða ekki.
Því miður eru í dag miklir fordómar gagnvart Biblíunni. Í staðinn fyrir að vera ákveðin rödd, ákveðin heimild sem hægt er að meta hvort að standist eða ekki þá er henni oftast hafnað fyrir fram undir þeim formerkjum að vísindin og trú eiga enga samleið.
Ég lít svo á að vísindi snúast um að öðlast þekkingu á heiminum sem við lifum í. Að gera okkar besta til að komast að sannleikanum um heiminn sem við lifum í. Ef að sá heimur var orsakaður af Guði þá á ekki að loka á þann möguleika fyrirfram vegna ákveðnar hugmyndafræði því með því er mögulegt að gera vísindin að lygi og sannleikann eitthvað sem vísindin geta ekki komist að.
Þess vegna tel ég fullkomlega vísindalegt að rannsaka hvort að saga Biblíunnar um alheims flóð passi við gögnin.
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar