Do you think you are a good person?

Forvitnilegt að sjá svipinn á þessum einstaklingi þegar upptakan er spiluð fyrir hann.   

Ray Comfort þyrfti endilega að spjalla við þennan einstakling.


mbl.is Skeytti engu um upptökubúnað
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En Ray Comfort er lygari.

Matthías Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Jónatan Gíslason

það getur verið nett gaman af bananamanninum stundum

Jónatan Gíslason, 14.7.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Mofi

Matthías, Ray hefur einhvern tíman logið eins og við öll, þar á meðal þú.

Mofi, 14.7.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Eru menn þá aldrei lygarar, heldur bara menn sem hafa logið?

Ray Comfort er lygari og þjófur, svo ekki sé nú talað um hvað hann er greindarskertur og hann leiðréttir aldrei eða viðurkennir lygar sínar, en það atriði mætti einmitt nota til að greina lygara frá mönnum sem hafa logið.

Af hverju gleymir þú ekki óheiðarlegum bjánum á borð við Hovind og Comfort, Mofi? Þetta eru auðvirðulegir menn.

Kristinn Theódórsson, 14.7.2010 kl. 20:53

5 Smámynd: Óli Jón

Er spyrillinn í myndskeiðinu ekki náunginn sem sagði að bananinn væri besta sönnun sem hægt væri að finna um Guð, sér í lagi þegar hann er borinn saman við gosdós? :)

Óli Jón, 14.7.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Styrmir Reynisson

Mér heyrist hann nú vera að tala við hana

Styrmir Reynisson, 14.7.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Mofi

Kristinn, Ray Comfort er langt frá því að vera fullkominn; ég hef að vísu mest á móti að hann aðhyllist helvíti og heldur ekki hvíldardaginn.  Hann leiðrétti banana dæmið, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=XHaSZtf5I1k

Hann var að vísu þar ekki að ljúga og frekar ógeðfellt af þér að saka hann um lygar í því dæmi. Síðan varðandi banana dæmið, þeir sem skildu ekki punktinn og brandarann þar hafa svipaða vitsmuni og kók dós.

Ómálefnaleg athugasemd frá Styrmi fjarlægð.

Mofi, 14.7.2010 kl. 22:21

8 Smámynd: Mofi

Kristinn, ég þarf síðan að setja einhverja skilmála fyrir bloggið. Einn af þeim skilmálum væri að athugasemdir sem vísa í PZ Myers verða umsvifalaust fjarlægðar.

Mofi, 14.7.2010 kl. 22:22

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Meira um myndbandið þítt, Mofi.

Sem sagt af því að Dawkins viðurkennir að það sé fræðilega séð mögulegt að geimverur hafi komið fyrstu vísum lífs fyrir á jörðinni, því það sé einfaldlega ekki hægt að útiloka þá hugmynd, þó ekkert bendi til þess, þá er rétt að kalla Dawkins: Alien-man?

Þetta var ekki einu sinni hugmynd sem hann kom með sjálfur, heldur var hann beðinn að gefa álit sitt á henni og þá er því snúið upp í einhverja heimsku.

Skammastu þín ekkert fyrir að vísa á þetta myndband, finnst þér þetta ekki lélegt?

Þetta er eins og við værum að ræða málin og þú spyrðir mig hvort það væri mögulegt að guð hafi skapað heiminn þannig að hann birtist á einu augnabliki en virtist milljarða ára gamall og ég segði "já, ætli það ekki. Ef almáttugur guð er til, þá gæti hann augljóslega gert hvað sem er og þetta því þannig séð mögulegt" og þú færir þá að kalla mig Kristinn ungjarðarsinna!

Kostulegt alveg hreint.

Kristinn Theódórsson, 14.7.2010 kl. 22:59

10 Smámynd: Kristinn Theódórsson

auðvirðilegir - átti þetta að vera hjá mér, ekki auðvirðulegir.

Kristinn Theódórsson, 14.7.2010 kl. 23:13

11 Smámynd: Mofi

Kristinn
Þetta var sem sagt raunveruleg líking fyrir léleg rök sem byggðu á þekkingarleysi hans - enda skilur maðurinn ekki NEITT!

Þetta voru fín rök og þekking á uppruna bananans breytir engu með það. Þetta var fyndið en guðleysingjar af einhverjum ástæðum verða afskaplega eitthvað sárir þarna og maður stendur bara og gapir yfir viðbrögðum þeirra.

Ég hef eins lágt álit á PZ og fræðilega er hægt að hafa á einhverju sem til er. Svo, aðeins færslur sem rakka hann niður fá að vera á mínu bloggi héðan í frá. 

Kristinn
Þetta var ekki einu sinni hugmynd sem hann kom með sjálfur, heldur var hann beðinn að gefa álit sitt á henni og þá er því snúið upp í einhverja heimsku.

Punkturinn var einfaldlega sá að Dawkins gat sæst við flest allt nema tilvist Guðs. Bara áhugavert...

Kristinn
Ef almáttugur guð er til, þá gæti hann augljóslega gert hvað sem er og þetta því þannig séð mögulegt" og þú færir þá að kalla mig Kristinn ungjarðarsinna!

Ég var nú bara að benda á þar sem Ray afsakar banana dæmið. En Dawkins talar um ID sem eitthvað sem hægt er að rannsaka en bara á meðan það útilokar Guð. Hvað er það eiginlega sem fer í brjóstið á þér?  Svakalega ertu eitthvað viðkvæmur fyrir þessu, er Dawkins eitthvað skyldur þér?  Ég sá engann veginn þessa líkingu hjá þér í þessu myndbandi.  Dawkins kallaði Ray banana manninn, af hverju má þá ekki Ray svara þessu í góðlátlegu gríni og kalla Dawkins alien man?

Ég trúi varla að þú ert að bjóða mér upp á þetta.

Mofi, 14.7.2010 kl. 23:34

12 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Þetta voru fín rök og þekking á uppruna bananans breytir engu með það

Mofi, þú skilur ekki einu sinni sjálfur hvað gekk á þarna.

Bananinn í núverandi formi er kynbætt ber sem væri ekki svona í laginu eða með svona smáa steina í dag nema af því að menn hafa ræktað hann. Það vissi Comfort ekki og baðst því afsökunar á að hafa farið með fleipur. Hvernig eru það góð rök þegar hann viðurkennir sjálfur að þau hafi verið byggð á röngum forsendum?

Að lokum snýr hann þessu við með því að halda því fram að guð hafi gefið okkur getuna til að kynbæta lífríkið og því séu rökin enn gild. Getur þú, Mofi, sem sagt ekki viðurkennt að þetta voru léleg rök, jafnvel þó Comfort geti það?

Þetta var fyndið en guðleysingjar af einhverjum ástæðum verða afskaplega eitthvað sárir þarna og maður stendur bara og gapir yfir viðbrögðum þeirra.

Sárir? Nú ert þú að leika einhvern leik sem er fremur óheiðarlegur. Þetta var rangt og heimskulegt hjá karlinum og þess vegna hlógu allir að honum, það viðurkennir hann að parti til sjálfur. Engin sárindi voru í gangi.

Punkturinn var einfaldlega sá að Dawkins gat sæst við flest allt nema tilvist Guðs. Bara áhugavert...

Nei, þetta er alröng greining hjá þér og sýnir vel hversu illa þú skilur þessa umræðu.

Dawkins er tilbúinn að halda sig við eitt sett af forsendum þegar hann gefur álit sitt á hvað er líklegt og hvað ekki. Geimverur sem hafa orðið til annarsstaðar í heiminum á svipaðan hátt og við eru fullkomlega mögulegar miðað við sömu forsendur og menn gefa sér þegar þeir telja þróunarkenninguna sanna. Að þær geimverur hafi fyrir milljörðum ára átt leið hér hjá og sett af stað líf er ekki óhugsandi - allavega ekki miðað við núverandi þekkingu.

Dawkins er því ekki tilbúinn að sætta sig við "flest allt nema tilvist Guðs", heldur við flest allt sem fellur sæmilega að náttúrulögmálunum og staðfestri þekkingu og á þeim forsendum svaraði hann spurningunni.

Það var því ekkert fyndið eða óeðlilegt við svarið, sem auk þess var dregið út úr honum undir fölsku flaggi og alien-man alveg fáránlegur stimpill, á meðan Comfort hafði sjálfur fyrir því að verða Banana-man - það var hans ákvörðun að koma fram og útlista þær hugmyndir sínar.

En Dawkins talar um ID sem eitthvað sem hægt er að rannsaka en bara á meðan það útilokar Guð.

Dawkins segir ekkert slíkt. Enn ert þú að rugla og gera fólki upp afstöðu.

Ef eitthvað bendir til þess að greind hafi átt við líf á jörðu þá er það vert að rannsaka, en skýringarnar á því eru að mati Dawkins líklegri til að finnast innan kerfisins en utan þess í formi guða. Það er ekki með góðu móti hægt að útiloka allar skilgreiningar á guði, enda eru menn ekkert að því. Þeir leita bara skýringa án þess að gera sérstaklega ráð fyrir guðum, því það hefur reynst best hingað til.

Setning þín er hlaðin fordómum sem eiga ekki við um orð Dawkins.

Hvað er það eiginlega sem fer í brjóstið á þér?  Svakalega ertu eitthvað viðkvæmur fyrir þessu, er Dawkins eitthvað skyldur þér?

Nú ertu kominn út í undarlega takta. Þetta eru bara stælar. Átt þú ekki að vera þessi kristni sem hefur Jesús til að hjálpa þer að vera góður og umburðarlyndur?

Dawkins kallaði Ray banana manninn, af hverju má þá ekki Ray svara þessu í góðlátlegu gríni og kalla Dawkins alien man?

Bananaman dæmið var hneisa fyrir Comfort, þess vegna festist það við hann. Hann fór með rangt mál og kom bjánalega fyrir.

Dawkins sagði ekkert undarlegt, rangt eða órökrétt og það er samt búinn til stimpill á hann úr lélegum klækjum framleiðenda Expelled. Þetta er tvennt ólíkt og sýnir vel á hversu lágu plani Comfort og félagar starfa og það er það sem ég er að benda þér á. Þess vegna er ég að "bjóða þér upp á þetta".

Jú jú, þetta er góðlátlegt grín. En menn vilja gjarnan láta dæma sig af eigin gjörðum, ekki bulli sem snúið er út úr til þess sérstaklega að láta þá líta asnalega út.

Kristinn Theódórsson, 15.7.2010 kl. 00:08

13 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta voru fín rök og þekking á uppruna bananans breytir engu með það. Þetta var fyndið en guðleysingjar af einhverjum ástæðum verða afskaplega eitthvað sárir þarna og maður stendur bara og gapir yfir viðbrögðum þeirra.

Hvort var þetta brandari eða fín rök? Menn kalla góðan rökstuðning sjaldnast fyndinn, heldur bendir það oftast til þess að rökstuðningurinn sé farsi.

Er bananamyndbandið fyndið og góð rök? Hvað er þá fyndið við það?

Kristinn Theódórsson, 15.7.2010 kl. 00:41

14 Smámynd: Jónatan Gíslason

nú er ég bara forvitinn en afhverju hefurðu svona lágt álit á PZ Myers

Jónatan Gíslason, 15.7.2010 kl. 00:51

15 Smámynd: Mofi

Kristinn
Bananinn í núverandi formi er kynbætt ber sem væri ekki svona í laginu eða með svona smáa steina í dag nema af því að menn hafa ræktað han

Bananinn var samt skapaður af Guði þó að upprunalega útgáfan var ekki eins og við þekkjum hann í dag. Í höfum við bara afbrigði af þeim banana sem Guð skapaði en upplýsingarnar til að búa þetta afbrigði var til í upprunalega banananum.

Kristinn
Dawkins er því ekki tilbúinn að sætta sig við "flest allt nema tilvist Guðs", heldur við flest allt sem fellur sæmilega að náttúrulögmálunum og staðfestri þekkingu og á þeim forsendum svaraði hann spurningunni.

Mér finnst þú segja alveg hið sama og ég, bara orða það aðeins öðru vísi.

Mofi, 15.7.2010 kl. 08:47

16 Smámynd: Mofi

Kristinn
Það er ekki með góðu móti hægt að útiloka allar skilgreiningar á guði, enda eru menn ekkert að því. Þeir leita bara skýringa án þess að gera sérstaklega ráð fyrir guðum, því það hefur reynst best hingað til.

Ég sé akkúrat ekkert gott við það.

Kristinn
Nú ertu kominn út í undarlega takta. Þetta eru bara stælar. Átt þú ekki að vera þessi kristni sem hefur Jesús til að hjálpa þer að vera góður og umburðarlyndur?

Ég er bara undrandi á viðbrögðunum.

Kristinn
Bananaman dæmið var hneisa fyrir Comfort, þess vegna festist það við hann. Hann fór með rangt mál og kom bjánalega fyrir.

Hann bar saman eitthvað sem Guð skapaði við eitthvað sem menn bjuggu til, ef að eitt þarf hönnuð þá þarf hitt kannski hönnuð líka. Mjög einfalt.  Að þetta afbrigði af banana hafi komið til vegna ræktunnar breytir engu með það að hann var skapaður.

Það er eins og vantar hérna smá skilning á hvernig sköpunarsinnar sjá þetta mál. Ef þú vilt þá getur þú kynnt þér hvernig sú sýn er hérna: http://video.google.com/videoplay?docid=6325953705267083092#

Jónatan
nú er ég bara forvitinn en afhverju hefurðu svona lágt álit á PZ Myers
Hann er bara ómálefnalegur og rakkar alla niður sem eru ekki sammála honum. Ef ég ætla að forðast að hegða mér þannig þá verð ég að sneiða hjá öllum sem hegða sér þannig.

Mofi, 15.7.2010 kl. 09:33

17 identicon

Það er alltaf gaman að hlusta á Ray Comfort.  Hann getur útskýrt hlutina á einfaldan hátt. 

Líka gaman að sjá að hann nær oft til fólks sem maður hefði aldrei trúað að væri hægt að ná til... þó auðvitað sé bara það besta sýnt í sjónvarpsþáttunum.

Andri (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:47

18 Smámynd: Stefán sv

Þú segir að PZ Myers sé ómálefnalegur og rakkar alla niður en bendir á þetta video http://video.google.com/videoplay?docid=6325953705267083092#

 Tók 2min fyrir gaurinn að rakka Darwin niður.....

Geturðu bent á þegar PZ Myers er ómálefnalegur og er að rakka einhvern niður(sem á það ekki skilið)?

Stefán sv, 15.7.2010 kl. 10:56

19 Smámynd: Mofi

Stefán, var hann að rakka Darwin niður? Kallaði hann Darwin skíthæl, heimskan lygara eða eitthvað í þeim dúr?

Þér mun örugglega finnast allir sem PZ Myers rakkar niður eiga það skilið. Ég vil ekki blanda mínu lífi við fólk eins og PZ Myers.

Andri, sammála. Hef alltaf gaman af að hlusta á hann.

Mofi, 15.7.2010 kl. 11:00

20 identicon

Mofi - þú ert hægt og rólega að breytast í Jón Val - og það er ekki jákvætt

Kamui (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:30

21 Smámynd: Mofi

Kamui, if you say so :)    Sjáum nú til, ég að minnsta kosti sé mig ekki vera að stefna í áttina að Kaþólsku kirkjunni.

Mofi, 15.7.2010 kl. 12:45

22 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Hann bar saman eitthvað sem Guð skapaði við eitthvað sem menn bjuggu til, ef að eitt þarf hönnuð þá þarf hitt kannski hönnuð líka. Mjög einfalt.

Nei, hann bar saman dós og banana og sagði að ekki aðeins væri hvort tveggja skapað, heldur mætti sjá merki um hönnunina í formi og áferð bananans rétt eins og í dósinni. Þau rök eru svo vitlaus á svo margan hátt að það tekur ekki tali.

Gaurinn skeit á sig.

Kristinn Theódórsson, 15.7.2010 kl. 12:51

23 Smámynd: Mofi

Kristinn, það er margt sem er svipað milli kók dósar og banana svo ekkert að því að benda á það og benda á að ef eitt þarf hönnuð þá þarf líklegast hitt líka hönnuð.

Aðal munurinn er að allir vísindamenn heims eiga ekki séns í að setja saman banana en lítið mál að búa til kók dós. Svo út frá þessu þá þarf gáfaðri hönnuð en alla vísindamenn heims til að búa til einn banana. Ég trúi að sá hönnuður er Guð; þú trúir að hönnuðurinn er ferli sem hefur enga vitsmuni.  Kjamms, kannski hefur þú rétt fyrir þér en vá, ekki er það rökrétt út frá því sem við vitum um heiminn.

Ef að allir visindamenn heims hafa ekki gáfur til að gera þetta þá er útilokað að ferli með enga vitsmuni geti búið til banana.

Mofi, 15.7.2010 kl. 13:10

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Kristinn - auðvirðilegir - átti þetta að vera hjá mér, ekki auðvirðulegir.

Er ekki best að hafa þetta - auvirðilegir - ? Sleppa ð-inu.  Þannig lærði ég og kenndi til margra ára.

Mofi - Hvaða flugfélag leyfir svona trúarinnrætingu meðal farþega? Er veittur afsláttur af fargjöldum þeirra sem vilja þiggja svona spjall við trúboða?

Sigurður Rósant, 15.7.2010 kl. 13:18

25 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sigurður

Jú, mér sýnist þetta vera rétt hjá þér. Ég er að klúðra því að nota þetta orð.

Mofi

Uppruni bananans er eitt, Mofi, að það megi sjá það á honum sjálfum fyrir þær sakir sem Comfort talaði um að hann sé hannaður er allt annað. Þú verður nú að reyna að greina málflutninginn og skilja.

Kókdós hefur allskyns heppilega eiginleika fyrir menn, enda hönnuð af mönnum fyrir menn. En banani hefur einmitt marga heppilega eigineika af því að menn hafa ræktað hann, ekki af því að guð skapaði hann þannig.

Vandinn er hinsvegar sá að við getum ekki með heilsteyptum hætti haldið því fram að það megi sjá á ýmsu í náttúrunni að hún sé hönnuð fyrir okkur menn. Til þess er allt of margt í náttúrunni sem hentar okkur ekki neitt og jafnvel margt sem við höfum haldið að hentaði vel sem reyndist ekki gera það þegar betur var að gáð. Það er því engin vísbending um sköpun að eitthvað henti okkur, slíkt getur verið mjög tilfallandi hvort sem heimurinn er talinn skapaður eða ekki.

Rökin hans Comfort eru vonlaus og auk þess byggð á vanþekkingu í tilfelli bananans.

En það að hann vilji rekja hlutina til skapara segir sig sjálft, það eru ekki rök, það er gefin forsenda.

Skilur þú nú að hann bullaði og skammaðist sín síðan fyrir það?

Þetta voru því ekki góð rök og heldur ekki brandari, svo þín lýsing á því hvað gekk þarna á, Mofi, bendir til þess eins að þú sért ekki tilbúinn að dæma Comfort á sama hátt og þú ert tilbúinn að dæma andstæðinga þína.

Kristinn Theódórsson, 15.7.2010 kl. 13:31

26 Smámynd: Mofi

Rósant, veit ekki enda aðeins einn farþegi að tala við annan farþega.

Mofi, 15.7.2010 kl. 13:31

27 Smámynd: Stefán sv

Af hverju mun mér finnast allir sem PZ myers rakka niður eiga það skilið? Hvernig færðu það út? Það litla sem ég hef séð með honum þá er hann að skjóta á Ray comfort og Ben Stein og þeir eiga það báðir það illilega skilið (come on, Ben var að gagnrýna þróunarkenninguna af því það útskýrir ekki þyngdarlögmálið og thermodynamics, með því heimskulegar sem hefur verið sagt) en ég hef ekki séð PZ rakka neinn niður sem átti það ekki skilið, hingað til, en ég er ekki sammála honum bara að því að hann er PZ Myers né að því að hann trúir á þróunarkenninguna, ég er honum sammála því hingað til hefur hann verið, jú, málefnalegur

Ef hann í myndbandinu er ekki að rakka Darwin niður segðu þá mér af hverju þarf hann að segja frá því að Darwin var svo "heppin" að giftast ríkri konu og hann þurfti ekki að vinna eftir það og gerðist "man of travel and pleasure".

Vann hann ekkert? Að segja það er náttúrlega fáránlegt. Man of travel? Hann fór sýna frægu ferð um heiminn 8-9árum áður en hann giftist.

Þarft ekki að kalla einhvern lygara eða skíthæl til að rakka þá niður.

Stefán sv, 15.7.2010 kl. 13:42

28 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, spyrillinn sést halda á míkrafón í hægri hendi og er þá með myndatökumann sér til aðstoðar, augljóslega.

En fyrst fullyrðir spyrillinn að menn þurfi að halda einhver 10 boðorð til að komast til einhvers himnaríkis en svo snýr hann blaðinu við í lokin og segir stúlkunni að hún þurfi aðeins að viðurkenna að einhver Jesús hafi látið lífið fyrir alla afbrotamenn, þá þurfi hún ekkert að óttast.

Ennfremur fullyrðir hann að það standi í Biblíunni að ekki verði öll afbrot fyrirgefin. Stúlkan segir í sakleysi sínu að hún hafi þá kannski verið að lesa einhverja aðra bók.

Í raun og veru hefur stúlkan rétt fyrir sér þegar hún slær því fram að það standi í Biblíunni að allar syndir verði fyrirgefnar. Spyrillinn beitir blekkingum.

Sigurður Rósant, 15.7.2010 kl. 13:49

29 Smámynd: Mofi

Stefán, góð dæmi þar sem ég tel PZ Myers fara út fyrir strikið og nota algjörlega óþarft skítkast. Ben var að gagnrýna það að menn mega ekki gagnrýna þróunarkenninguna.

Stefán
Ef hann í myndbandinu er ekki að rakka Darwin niður segðu þá mér af hverju þarf hann að segja frá því að Darwin var svo "heppin" að giftast ríkri konu og hann þurfti ekki að vinna eftir það og gerðist "man of travel and pleasure".

Einfaldlega staðreynd um Darwin... að hann þurfti ekki að vinna og gat leyft sér munaðarlíf er ekki hið sama og segja að hann vann ekkert.

Mofi, 15.7.2010 kl. 13:52

30 Smámynd: Mofi

Rósant, hann vildi tengja fyrirgefninguna við krossinn en ekki bara eitthvað út í loftið eins og fyrirgefningin kostar ekkert. Að tala um að hann beitir blekkingum er... óheiðarlegt að mínu mati.

Mofi, 15.7.2010 kl. 13:53

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, hugsaðu þér Mofi, í þessu myndbandi er maðurinn að segja að maður eigi skilið að kveljast að eilífu fyrir það að t.d. klæðast fötum úr tveimur efnum. Afskaplega gáfulegt. En mér heyrðist þessi vera kaþólikki (eða amk alin upp sem slík), t.d. segist hún alltaf hafa "confessed" þegar hún hefur logið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.7.2010 kl. 14:15

32 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, það er nú haft eftir Jesú kallinum í Mark 3. 28 - 29 að allar syndir skulu fyrirgefnar mannanna börnum, af hvaða tagi sem er, nema einhver lastmæli gegn einhverju sem enginn getur talað við nema trúaðir.

28Sannlega segi ég yður: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þeir kunna að lastmæla,

    29en sá sem lastmælir gegn heilögum anda, fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd."

Hvorki þú né spyrillin eru heiðarlegir. Það er stúlkukindin, alla vega.

Sigurður Rósant, 15.7.2010 kl. 14:18

33 Smámynd: Mofi

Hjalti, það er óneitanlega svekkjandi að hann Ray aðhyllist hugmyndina um helvíti. Ég hef alveg tekið dágóðan tíma að rökræða um helvíti á blogginu hans en hann hefur ekki tekið þátt í þeim umræðum af neinni alvöru.

Rósant, samhengi Rósant, ég veit að þér líkar illa við samhengi en það er ekki eins slæmt og þú heldur :/

Mofi, 15.7.2010 kl. 15:11

34 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Rósant, samhengi Rósant, ég veit að þér líkar illa við samhengi en það er ekki eins slæmt og þú heldur :/

Lítið samhengi í þessum kenningum um hverjir eiga að komast til himnaríkis, hvaða syndir sé hægt að fyrirgefa o.s.frv.

Höfnundar flesta rita Biblíunnar verða að teljast frekar lélegir, því miður, Mofi minn.

Sigurður Rósant, 15.7.2010 kl. 16:54

35 Smámynd: Stefán sv

Telur þú það sem hann gerði ekki vinna? Finnst þér þetta um alla vísindamenn? Eða er þetta bara þú að hata Darwin? Þegar þú talar um Newton eða Einstein spáir þú í því hvort þeir giftust ríkri konum og finnst þér það skipta máli þegar talað erum hvað þeir komust að um heiminn? Þetta væri eins og ég að tala um þyngdarlögmálið og byrja á því að segja "Newton var kannski hommi og hann var líklegast ekki trúaður", þetta kemur málinu ekkert við. 

Darwin fór sína frægu ferð áður en hann giftist og vann. Hann giftist og hélt áfram að gera það sama, VINNA, BTW hann ferðaðist ekki mikið eftir hann giftist enda mjög veikur og gerði lítið annað en að VINNA.

Ég hef lítið heyrt um að kona hans hafi verið rík en hann var mjög heppin að hafa gifts henni, hún hafði áhuga á vinnunni hans og sá um hann þegar hann var veikur. Gaurinn í myndbandinu var ekki að nefna það, enda er það ekki að rakka Darwin niður að segja að hann hafi átt góða konu.....

Stefán sv, 16.7.2010 kl. 12:04

36 Smámynd: Mofi

Rósant, þetta er frekar áfellis dómur á þig en nokkur tíman Biblíuna.

Stefán, jú, ég tel það vinnu...

Mofi, 16.7.2010 kl. 13:15

37 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Rósant, þetta er frekar áfellis dómur á þig en nokkur tíman Biblíuna.

Ég áfellist svo sem ekki þessa höfunda flestra rita Biblíunnar. Mörg spakyrðin koma þar fyrir og ágætis siðakenningar sem vert er að breyta eftir.

En áreiðanleiki margra sagna Biblíunnar draga flestir í efa og efast þannig smám saman um heilagleika Biblíunnar. Menn átta sig á að sögur Biblíunnar eru margar sundurleitar, ýktar og beinlínis standast ekki dýpri skoðun.

Fólk getur ekki varið þennan heilagleika Biblíunnar, nema með því einu að flestar stjórnarskrár ríkja hafa að geyma ákvæði sem verndar trúarstofnanir til að gefa út hvaða ósannindi sem er í því skyni að um sé að ræða trú.

Þegar/ef ríki hætta að halda verndarhendi yfir trúarstofnunum með framangreindum hætti, verður fyrst hægt að sækja menn og félög til saka fyrir að gefa út rit sem innihalda 'lífslygi' eins og Biblían, Mormónsbók, Kóraninn og mörg önnur trúboðsrit gera.

Höfundar, útgefendur og trúboðar eru þar af leiðandi 'lélegir karakterar' eða 'not good persons' eins og þú kemur að í titli þessarar færslu og vilt tileinka það saklausum almúganum.

Sigurður Rósant, 19.7.2010 kl. 10:01

38 Smámynd: Mofi

Rósant, þú þarft að gera grein þar sem þú tekur fram helstu svona dæmi. Væri forvitnilegt ef að aðal dæmin sem þú bendir á, standast ekki skoðun hvort að þín afstaða breytist eitthvað. Er þetta eitthvað sem þú ert til í?

Mofi, 19.7.2010 kl. 11:11

39 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - ....Væri forvitnilegt ef að aðal dæmin sem þú bendir á, standast ekki skoðun.....

Gæti verið efni í 10 - 20 blaðsíðna samantekt. En hverjum myndir þú treysta til þess að dæma um það hvort ég hef rétt fyrir mér eða fer með staðlausa stafi? Nefnd samansett úr 1 frá Vantrú, 1 frá Siðmennt, 1 trúfrjálsum, 1 Aðventista, 1 Kaþólskum og 1 Búddista? Eða hvað hefur þú í huga?

Sigurður Rósant, 20.7.2010 kl. 09:54

40 Smámynd: Mofi

Rósant, af hverju dugar ekki bara þrjú fjögur dæmi?  Er ekki nokkuð góð vísbending að ef að þrjú bestu dæmin standast ekki þá er líklegast ekki þörf á að lesa 20 blaðsíður í viðbót af dæmum sem munu þá heldur ekki standast.  Varðandi hver á að dæma, ég dæmi fyrir sjálfan mig. Vil ekki láta einhverja dómnefnd ákveða eitthvað fyrir mig. 

Mofi, 28.7.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband