Trúarskoðanir Dalai Lama

lama13607_wideweb_470x3440.jpgÉg ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur í trúarskoðunum Dalai Lama en mig langar að benda á grein sem fjallar um þær út frá sjónarhóli Vitrænnar hönnunar, sjá: Intelligent design east: What might it look like?

Sérstaklega skemmtilegt fannst mér þessi tilvitnun hérna:

Dalai Lama
From the Buddhist perspective, the idea that there is a single definite beginning is highly problematic. If there were such an absolute beginning, logically speaking, this leaves only two options. One is theism, which proposes that the universe is created by an intelligence that is totally transcendent, and therefore outside the laws of cause and effect. The second option is that the universe came into being from no cause at all. Buddhism rejects both these options.

Gaman að sjá einhvern glíma við vísindin á svona heiðarlegan hátt. Að viðurkenna að honum líkar ekki ákveðin kenning og vonar að áframhaldandi rannsóknir muni leiða eitthvað í ljós sem passar betur við trúna. 

Annað sem er forvitnilegt er hvernig Dalai Lama hafnar efnishyggju guðleysis sem segir að okkar hugur er tálsýn. Að okkar hugsanir eru aðeins rafsuð og efna samskipti. Hérna gagnrýnir Dalai Lama þessa hugmyndafræði

Dalai Lama
I said to one of the scientists: "It seems very evident that due to changes in the chemical processes of the brain, many of our subjective experiences like perception and sensation occur. Can one envision to reversal of this causal process? Can one postulate that pure thought itself could effect a change in the chemical processes of the brain?" I was asking whether, conceptually at least, we could allow the possibility of both upward and downward causation.

The scientist's response was quite surprising. He said that since all mental states arise from physical states, it is not possible for downward causation to occur. Although out of politeness, I did not respond at the time, I thought then and still think that here is as yet no scientific basis for such a categorical claim. The view that all mental processes are necessarily physical processes is a metaphysical assumption, not a scientific fact. I feel that, in the spirit of scientific inquiry, it is critical that we allow the question to remain open, and not conflate our assumptions with empirical fact.

Ég tek sérstaklega undir með Dalai Lama með að við eigum ekki að rugla saman okkar ályktunum við staðreyndirnar. Að það þarf að gera greinarmun á milli þess sem við trúum að sé rétt og þess sem við raunverulega höfum mælt og þreift á. Þróunarsinnar eiga oft erfitt með þetta t.d. þegar þeir draga þá ályktun að vegna þess að stökkbreytingar geta veitt bakteríum ónæmi við einhverjum lyfjum að þá sanni það að þær ásamt náttúruvalinu bjó til mannkynið og allt annað í náttúrunni. Mjög stór ályktun byggð á afskaplega litlu.

Dalai Lama virðist vera einlægur einstaklingur og væri gaman að óska honum til hamingju með afmælið en frekar ólíklegt að hann lesi bloggið :)   En sérstaklega óska ég þess að hann megi finna Guð og eilíft líf. 


mbl.is Dalai Lama 75 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Styrmir Reynisson

Mofi :

"Gaman að sjá einhvern glíma við vísindin á svona heiðarlegan hátt. Að viðurkenna að honum líkar ekki ákveðin kenning og vonar að áframhaldandi rannsóknir muni leiða eitthvað í ljós sem passar betur við trúna."

Þetta finnst mér einmitt vera alveg ótrúlega óheiðarlegt sjónarhorn. Það að velja þá hluta vísindanna sem falla við þína trú er óheiðarlegt. Ég teldi heiðarlegra að trúa því sem sannað er hvort sem manni líkar það eða ekki.(ég á þá við um yfir höfuð ekki þetta dæmi þar sem það er ekki fyllilega búið að gera grein fyrir upphafi alheimsins).

Ég get varla ímyndað mér neitt óheiðarlegra en að afneita sannleikanum vegna þess að það er svo kósí.

Styrmir Reynisson, 6.7.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Mofi

Styrmir, þarna er einmitt Dalai Lama heiðarlegur að viðurkenna að núverandi kenningar passa ekki við hans trúarskoðanir. Ég persónulega tel að mans trú ætti að vera í samræmi við núverandi þekkingu. Hérna er ég að tala um alvöru þekkingu, ekki guðleysis skáldsögur.

Styrmir
Þetta finnst mér einmitt vera alveg ótrúlega óheiðarlegt sjónarhorn. Það að velja þá hluta vísindanna sem falla við þína trú er óheiðarlegt

Finnst þér þá að trú ætti að vera í andstöðu við vísindalega þekkingu?

Mofi, 7.7.2010 kl. 09:56

3 Smámynd: Styrmir Reynisson

Mofi:

"Finnst þér þá að trú ætti að vera í andstöðu við vísindalega þekkingu?"

Neinei vissulega ekki, það er ekki nauðsynleg afleiðing þess sem ég sagði. Ég hins vegar sagði að ef þú hefur skoðun eða trú A og forsenda X gerir það að verkum að A sé röng trú eða skoðun finnst mér heiðarlegt að viðurkenna þann veruleika en ekki halda sig við trú/skoðun A þegar X hefur sýnt fram á að B sér rétt.

Styrmir Reynisson, 7.7.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: Mofi

Styrmir, Dalai Lama vonar eða trúir að vísindin munu komast að því seinna að alheimurinn er eilífur. Hann virðist ekki líta þannig á kenninguna um Miklahvell að hún sé rétt og frekari rannsóknir munu leiða það í ljós. Ég teldi gáfulegra af Dalai Lama að samþykkja hugmyndina um byrjun því að rökin fyrir byrjun eru gífurlega sterk og finna aðra trú sem er í samræmi við það.  Það aftur á móti er örugglega gífurlega erfitt fyrir Dalai Lama vegna þeirrar stöðu sem hann er í.

Mofi, 7.7.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 802848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband