Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
28.1.2010 | 19:01
Spádómurinn um borgina Petru
Petra er forn borg sem var höggin í stein. Hún er staðsett í S-Jórdaníu og var kosin sem eitt af nýju sjö undrum veraldar árið 2007. Margir hafa séð myndir af þessari dularfullu borg og hún hefur verið notuð í margar kvikmyndir eins og t.d. Indiana Jones. Þessi borg var líka umfjöllunarefni nokkra spámanna Biblíunnar, spámenn eins og Esekíel, Jeremía og Jesaja sem voru uppi fyrir sirka 500 f.kr.
Það sem þeir sögðu að myndi gerast við Petru og þjóðina Edom var eftirfarandi:
- Þjóðin myndi hverfa ( Esekíel 25:12 )
- Þjóðin og borgin yrðu að auðn. ( Esekíel 25:13, Esekíel 35:4, Jesaja 34:11 )
- Fólk myndi aldrei aftur búa þarna ( Jeremía 49:18 )
- Myndi hafa blóðuga sögu ( Esekíel 25:13 , Esekíel 35:6 )
- Edom yrði bústaður villidýra og fygla ( Jesaja 34:11-15 )
Sagan segir að Edom gékk allt í lagi í hundruð ár eftir að þessir spádómar voru gerðir en síðan sigruðu arabahópar Edom og Nabatear gerðu Petru að höfuðborg sinni. Það voru síðan þeir sem skáru út musterin. Þegar síðan rómverjar sigruðu Petru í kringum 100 e.kr. var nærri því hætt að nota hana. Krossfararnir notuðu hans örlítið í kringum 1200 e.kr. en síðan hreinlega gleymdist hún þar til árið 1812 þegar hún var enduruppgvötuð af Johann L. Burckhardt.
Árið 1865 var maður að nafni Georg Smith á ferðinni í gegnum þetta svæði og lýsti því svona:
- Smith, George (1865) The Book of Prophecy Longmain, Green, Reader, and Dyer. London p. 221,22
Captain Mangles, who visited these ruins, says, that when surveying the scenery of Petra, the screaming of the eagles, hawks, and owls, who were soaring over our heads in considerable numbers, seemingly annoyed at any one approaching their lonely habitation, added much to the singularity of the scene.
- So plentiful, as observed by Mr. Cory, are the scorpions in Petra, that, though it was cold and snowy, we found them under the stones, sometimes two under one stone! The sheik, and his brother, who accompanied Mr. Cory, assured him that both lions and leopards are often seen in Petra, and on the hills immediately beyond it, but that they never descend into the plain beneath
Í dag er þessi borg vitnisburður um áreiðanleika Biblíunnar, hvort sem hún talar um fortíðina, nútíðina eða framtíðina þá er hún áreiðanleg. Hérna fyrir neðan eru sjálf versin.
Esekíel 25
12Svo segir Drottinn Guð: Edóm hefur hefnt sín á Júdamönnum og Edómítar urðu mjög sekir þegar þeir hefndu sín á þeim. 13Þess vegna segir Drottinn Guð: Ég mun rétta út hönd mína gegn Edóm og eyða þar bæði mönnum og skepnum. Ég mun gera það að auðn. Edómítar skulu falla fyrir sverði frá Teman til Dedan. 14Ég legg hefnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael. Þeir munu fara með Edóm eins og reiði mín og heift gefur tilefni til. Þá fá Edómítar að kynnast hefnd minni, segir Drottinn Guð.
Esekíel 35
1Orð Drottins kom til mín: 2Mannssonur, snúðu þér að Seírfjalli, spáðu gegn því 3og segðu: Svo segir Drottinn Guð:
Nú held ég gegn þér, Seírfjalllendi,
og rétti út hönd mína gegn þér.
Ég geri þig að eyðimörk og auðn,
4borgir þínar legg ég í rúst
og þú skalt verða eyðimörk.
Þá muntu skilja að ég er Drottinn.
5Þú hefur alið á fjandskap við Ísraelsmenn frá fornu fari og þú ofurseldir þá sverðinu á neyðarstund þeirra, á stund lokauppgjörsins við þá. 6Þess vegna, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, mun ég láta þér blæða og blóð skal ofsækja þig. Þú bakaðir þér blóðskuld, því skal blóð ofsækja þig. 7Ég mun gera Seírfjall að eyðimörk og auðn og tortíma öllum sem fara þar um.8Ég mun þekja fjöll þess vegnum mönnum. Á hólum þínum, í dölum þínum og gljúfrum munu þeir falla sem lagðir verða sverði.
9Ég mun gera þig að ævarandi eyðimörk,
borgir þínar verða auðar.
Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn.Jeremía 49
14Ég hef heyrt þau tíðindi frá Drottni
að boðberi hafi verið sendur til þjóðanna:
Sameinist, ráðist gegn Edóm,
haldið til orrustu.
15Ég geri þig smæsta þjóðanna,
fyrirlitna meðal manna.
16Skelfingin sem þú veldur
og stærilæti þitt blekktu þig,
þú sem býrð í klettaskorum,
heldur þig á háum tindum.
Þó að þú gerir þér hreiður jafnhátt og örn
steypi ég þér niður, segir Drottinn.
17Edóm mun valda skelfingu. Hver sem fer þar fram hjá verður skelfingu lostinn og blístrar háðslega yfir öllum áföllunum sem Edóm hefur orðið fyrir.18Eins og þegar Sódóma og Gómorra og nágrannaborgir þeirra höfðu verið eyddar, segir Drottinn, þar mun enginn maður búa og enginn hafa viðdvöl.
19Líkt og ljón, sem rís upp úr kjarrinu á bökkum Jórdanar
og stígur upp á sígrænt engið,
mun ég flæma þá burt á augabragði
og velja mér bestu sauðina að bráð.
Því að hver er jafningi minn?
Hver krefur mig um reikningsskil?
Hvaða hirðir stenst frammi fyrir mér?
20Heyrið því ákvörðun Drottins
sem hann hefur tekið gegn Edóm,
ráðin sem hann hefur ráðið
gegn íbúunum í Teman:Jesaja 34
9Lækir Edóms verða að biki,
jarðvegurinn að brennisteini,
land hans breytist í brennandi bik
10sem slokknar hvorki dag né nótt
og reyk leggur upp af um aldur og ævi.
Landið mun liggja í eyði frá kyni til kyns,
frá eilífð til eilífðar mun enginn fara þar um.
11Ugla og broddgöltur munu slá eign sinni á það,
náttugla og hrafn munu setjast þar að.
Drottinn mældi það með mælivað upplausnar
og mælilóði auðnar.
12Þar verður enginn konungur hylltur framar,
engir höfðingjar verða þar til.
13Þyrnar munu spretta í höllunum,
netlur og þistlar í virkjunum.
Landið verður bæli sjakala,
dvalarstaður strútfugla.
14Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman
og geitapúkar munu mætast þar.
Þar staldrar Lilít einnig við og finnur þar hvíldarstað.
15Naðran á sér þar hreiður,
hún verpir þar, liggur á og klekur í skugganum.
Þar munu gammar safnast saman
hver hjá öðrum.
28.1.2010 | 14:07
Hvað eru kraftaverk?
Það er stórkostleg frétt að það skuli enn vera að finnast fólk á lífi og kraftaverki næst. En kraftaverk? Því miður hafa margir og þá oftar en ekki kristnir, notað orðið kraftaverk yfir eitthvað sem er í raun og veru ekki kraftaverk. Ég tel þennann ávana gengisfella alvöru kraftaverk. Til dæmis kraftaverkin sem Biblían talar um, eins og þegar gyðingar gengu í gegnum Rauðahafið, þegar Jesú reis upp frá dauðum eru dæmi um alvöru kraftaverk.
Að einhver mjög ólíklegur atburður gerist er... bara heppni. Ég skil vel þá sem lesa ákveðna forsjón í slíku. Sjá Guðs hönd í t.d. þegar eitthvað mjög ólíklegt gerist sem bjargar lífi þeirra en slík forsjón er ekki kraftaverk í sönnum skilningi orðsins.
C.S.Lewis skrifaði heila bók um þetta efni, sjá: Miracles
Fyrir þá sem þekkja ekki C.S.Lewis þá geta þeir hlustað á nokkrar af hans bókum hérna: C.S.Lewis
Stúlka fannst á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2010 | 09:13
TED - Aðventistar og lengra líf
Það eru oft mjög skemmtilegir fyrirlestrar á TED talks og ég rakst á þennan sem fjallar um langlífi í heiminum. Eins og alltaf þegar kemur að langlífi þá eru aðventistar nefndir. Heilsuráðgjöf Ellen White hefur gert það að verkum að aðventistar lifa lengur. Fyrir mig er þessa árangur heilsuráðgjöf hennar góður vitnisburður um að Guð hafi sent okkur spámann fyrir þessa síðustu tíma. Nýbúinn að fjalla um Ellen White, sjá hérna: Ellen White og spámenn Biblíunnar
Hérna er fyrirlesturinn á TED þar sem Dan Buettner
http://www.ted.com/talks/dan_buettner_how_to_live_to_be_100.html
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2010 | 14:21
Ellen White og spámenn Biblíunnar
Það var mér ákveðin upplifun að rannsaka Biblíuna með Mormónum síðasta sumar. Þeirra virðing fyrir spámanninum Joseph Smith fannst mér sérstaklega merkileg. Ég ólst upp sem aðventisti en átti alltaf erfitt með Ellen White. Mín afstaða megnið af manni ævi var að maður ætti ekki að þurfa að samþykkja Ellen White sem spámann til að tilheyra kirkjunni, enda sagði hún það sjálf svo þannig gat ég sett þetta mál á hilluna. Á tímabili boðaði ég innan kirkjunnar að margt af því sem hún sagði væri rangt og var sannfærður um að það væri rétt. Seinna þá benti vinkona mín mér á grein þar sem mörgum af þessum spurningum var svarað og smá saman jókst mitt álit á Ellen White.
Síðan þegar ég sá hvernig hreinlega Mormóna kirkjan byggist á því að Joseph Smith var spámaður þá upplifði ég það þannig að fyrst þeir geta þetta með jafn augljóslega falsspámann þá er alveg sorglegt að Aðvent kirkjan skuli ekki halda nafni Ellen White á lofti sem spámanni Guðs.
Langar þess vegna að benda á nokkur myndbönd þar sem fjallað er um Ellen White í samhengi við aðra spámenn Biblíunnar, sjá: http://www.ellengwhitetruth.com/free-resources/video-library.aspx
22.1.2010 | 11:09
Læsum hann inni
Ég held að við eigum von á miklu ofbeldis meiri byltingu ef við förum ekki að sjá eitthvað af því fólki sem ber ábyrgð á ástandi sett í fangelsi. Ég trúi ekki öðru en réttlætiskennd fólksins í landinu sé ofboðið og vill sjá eitthvað af þessu fólki bak við lás og slá og allar eignir þeirra teknar af þeim.
Ég svo sem veit ekki með hann Sigurð Einarsson en að dirfast að biðja um laun sem eru meiri en ég mun líklegast fá á allri minni starfsævi er fáránlega móðgandi. Hann er að gefa þjóðinni puttann og við eigum ekki að líða það.
Sigurður gerir launakröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:26
Meistari eldinganna
Auðvitað er Guð meistari eldinganna en ég er samt að vísa til snilldar vísindamanns sem hefur einhvern veginn orðið útundan í sögu vísindanna, Nicola Tesla.
Þrumur og eldingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2010 | 09:58
Þetta ár verður öðru vísi
Rakst á þetta myndband og fannst það virkilega gott. Hefði átt að sjá þetta fyrir áramót og benda á það þá en... ekki of seint, árið er nú bara nýbyrjað.
18.1.2010 | 14:26
Betra en himnaríki?
Er töfraheimurinn sem við sjáum í myndinni Avatar betri en himnaríki? Þó við vitum ekki hvernig himnaríki verður þá trúi ég því að það verður betra en Pandóra í Avatar. Strax miklu betra að ég á ekki von á því að við verðum blá með skrítin eyru. Síðan munu ekki vera einhverjir kjánalegir harðjaxlar að reyna að drepa mann sem ég tel vera mikinn plús.
Að eiga von í þessu lífi og sjá tilgang með þessu öllu saman er gífurlega mikilvægt og sorglegt hve plat vísindi hafa náð að eyðileggja vonir margra.
Því miður hafa margir þá hugmynd um himnaríki að það er ekkert að gera þar. Ekkert nema að sitja á skýjum og spila á hörpu; hreinlega veit ekki hvaðan sú hugmynd kom frá en ekkert slíkt er að finna í Biblíunni.
Það sem fáir vita er að Biblían talar í rauninni aðeins um þúsund ár á himnum en síðan verður þessi jörð endursköpuð. Ég á minnsta kosti von á því að það verður stórkostlegt, kannski eins og Pandóra án þess slæma sem við sáum í myndinni.
Þunglyndir í kjölfar Avatars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2010 | 12:38
Creation - Líf Darwins
Ég sá í gær myndina "Creation", mynd um líf Charles Darwin. Ég held að það skipti litlu máli hverju maður trúir hvort manni líkar vel við myndina eða ekki; myndin er einfaldlega illa skrifuð og drep leiðinleg. Það gerist afskaplega fátt í myndinni, fjallar að stærstum hluta um samband Darwins við dóttur hans sem deyr mjög ung og samband hans við eiginkonu hans sem var trúuð og deilurnar þeirra á milli vegna kenningar Darwins. Úr myndinni má lesa að ein af aðal ástæðan fyrir því að Darwin missti trúnna á Guð var illskan sem hann sá í náttúrunni. Miðað við þau svör sem hinir kristnu eru látnir gefa honum þá getur maður ekki annað en haft samúð með honum glímandi við þessar spurningar.
Nokkrir áhugaverðir punktar sem komu fram í myndinni:
1. Thomas Huxley er látinn segja að kenning Darwins drepi Guð. Mjög áhugaverð ummæli og þeir sem kalla sig kristna en samþykkja þróunarkenninguna ættu að alvarlega að íhuga af hverju Huxley sagði þetta.
2. Þegar Darwin er að tala við dóttur sína um kenninguna sína þá segir hann að þetta þýði að lífið sé tilgangslaust.
3. Náttúran er vígvöllur og þessi barátta er það sem rekur áfram þróun æðri dýranna eins og mannsins.
Því miður þá fór myndin aðalega í það að reyna að búa til drama í kringum líf Darwins og langar senur þar sem hann er að ímynda sér eitthvað og svo illa skrifuð og skipulögð að maður veit oft ekki hvað er í gangi í myndinni. Eina góða við þessa mynd var Jennifer Connely en það er hreinlega ósanngjarnt að biðja um betri sönnunargögn fyrir sköpun en slíka fegurðardís!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (136)
14.1.2010 | 10:21
Guð gerir ekkert án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir spámönnunum
Dæmin sem við höfum í Biblíunni þar sem Guð lætur hamfarir koma yfir fólk þá fékk fólkið viðvörun. Í sögunni um spámanninn Jónas, þá sendir Guð hann til borgarinnar Níneve til að vara fólkið við að borgin yrði eyðilögð. Í það skiptið iðraðist fólkið og Guð hætti við eyðileggingu borgarinnar. Í Amos lesum við að Guð gerir ekkert svona nema að láta okkur vita.
Amos 3:7
Því að Drottinn Guð gerir ekkert
án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum
Það er hreinlega hræðilegt að Pat Robertson skuli tala svona; að segja að Guð er að hefna fólki án þess einu sinni að vara það við. Það sem gerðist á Haíti er hræðilegt en var aðeins náttúrulegur atburður sem við höfum enga ástæða til að halda að Guð var þarna að refsa einhverjum.
Haíti-búar sömdu við djöfulinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar