Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sólmyrkvi, dæmi um hönnun Guðs

solar-eclipseEr það bara tilviljun að eini staðurinn í sólkerfinu þar sem fullkomnir sólmyrkvar eiga sér stað er einmitt á þeim stað þar sem verur eru sem geta fylgst með sólmyrkvanum? 

Ekki nóg með það heldur erum við vitsmunaverur sem geta rannsakað sólmyrkvan og öðlast vísindalega þekkingu vegna sólmyrkvans. Það vill svo til að t.d. afstæðiskenning Einsteins fékk góðan stuðning vegna rannsókna á sólmyrkva.

Það er svo mikið í kringum okkur sem við getum útskýrt annað hvort með tilgangi eða tilviljun. Þetta er eitt af þeim dæmum sem við höfum þar sem bæði er það sem lífið þarf á að halda er líka það sem er gott fyrir uppgvötanir. Annað dæmi um slíkt er andrúmsloftið sem er bæði það sem lífið þarf á að halda og gegnsætt sem gerir okkur kleypt að rannsaka þennan stórkostlega heim sem við búum í.

Meira um svona dæmi um hönnun: The Privileged Planet og síðan grein sem fjallar um tunglið og hvernig það hefur einkenni hönnunar, sjá: The Moon: The Light that Rules the Night


mbl.is Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darwin kenndi að konur væru ekki eins gáfaðar og karlmenn

0140436316Samkvæmt Charles Darwin þá er aðal atriðið í þróunarkenningunni, náttúruvalið eða að hinn hæfasti lifir af.  Samkvæmt þessu þá eru "óæðri" dýr líklegri til að deyja út á meðan þau sem eru "hæfari" eru líklegri til að lifa af.  Kynþátta hatrið sem þessi hugmynd bjó til er þegar vel skjalað og viðurkennt. Það sem er ekki eins vel þekkt er sú staðreynd að margir þróunarsinnar, þar á meðal Darwin sjálfur, kenndu að konur væri bæði líffræðilega og vitsmunalega verri en menn.

Ástæður fyrir að konur væru "minni máttar"

Samkvæmt kenningu Darwins þá voru konur minna þróaðri en menn af því að heilar þeirra voru "eilíflega frumstæður", barnalegur, og aðhyllist meira efnishyggju og "alvöru hætta fyrir nútíma samfélag" 1

Þetta vitsmunalega gat sem margir Darwinistar trúðu að væri á milli karla og kvenna var svo stór að sumir af leiðandi Darwinistum þessa tíma flokkuðu konur og karla sem mismunandi tegundir ( species ) - karlmenn sem "homo frontalis" og konur sem "homo perietalis" 2

Þessi munur var svo mikill að Darwin skrifaði að honum þætti ótrúlegt að "svona mikill munur væri á milli sömu tegundar". 3

Ástæður fyrir þessum yfirburðum manna innihélt þá ályktun að stríð og veiðar sæu til þess að "veikari" menn dóu og aðeins þeir sem voru hæfir, snéru aftur heim og fjölga sér.  Konur aftur á móti urðu ekki fyrir þessu vali náttúrunnar heldur voru verndaðar af mönnum svo að hinar "veiku" konu gátu lifað af og fjölgað sér. 4

Skrif Darwins og skoðanir á konum

Margir af ævisöguriturum Darwins, þar á meðal Peter Brent og Evelleen Richards, komust að þeirri niðurstöðu að Darwin hafði lítið álit á konum. Brent sagði "It would be hard to conceive a more self-indulgent, almost contemptuous, view of the subservience of women to men" en skoðanir Darwins. 5   Richard skrifaði að Darwin hafði "clearly defined opinions on women's intellectual inferiority and her subservient status". 6

Skrif Darwins og hans lærisveinum sýna að þessi trú að konur væru óæðri en menn var í kjarna af fyrstu drögunum af þróunarkenningunni.  Í bók sinni "The descent of man" þá færði Darwin rök fyrir því að karlkyns einstaklingar af flestum tegundum væru þróaðri en kvenkyns einstaklingarnir. 7

Áhrif Darwins

Þessar skaðlegu skoðanir á konum breiddust út til samtíma vísindamanna Darwins og höfðu áhrif á þá kynslóð og þá sem tók við. Frá Sigmund Freud til Havelock Ellis

Eveleen Richards kemst að þeirri niðurstöðu að skoðanir Darwins á konum komu rökrétt frá hans kenningu og nærðu þannig "vísindalegu" fordóma gagnvart konum. 8  

Darwiniskar hugmyndir studdu þá hugmynd að menn væru æðri en konur sem var þegar til í mörgum samfélögum svo Darwin gaf þessari kreddu "vísindalegan" stuðning.

Taka ber fram að þessar hugmyndir Darwins eru ekki lengur vinsælar og líklegast að mati flestra darwinista í dag svartur blettur á sögu Darwins.

Andstæðar hugmyndir

Biblían aftur á móti kennir að allt fólk eru afkomendur Adams og Evu, að við erum öll bræður og systur. Enn frekar að í Kristi þá "Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú" - Galatabréfið 3. 

Byggt á þessari grein: Darwin Taught Male Superiority


1. Gilmore, D., Misogyny: The Male Malady, University of Pennsylvania Press, Philadelphia, p. 125, 2001

2. Love, R., Darwinism and feminism: “The ‘women question’ in The Life and Work of Olive Schreinr and Charlotte Perkins Gilman,” in Oldroyd and Langham, Eds., The Wider Domain of Evolutionary Thought, D:Reidel, Holland, pp. 113–131, 1983.

3.  Rosser, S., Biology and Feminism, Twayne, New York, p. 59, 1992.

4. Dyer, G., War, Crown Publishers, New York, p. 122, 1985

5. Brent, P., Charles Darwin: A Man of Enlarged Curiosity, Harper and Row, New York, p. 247, 1981.

6. Rosser, S., Biology and Feminism, Twayne, New York, p. 886, 1992

7. Kevles, B., Females of the Species: Sex and Survival in the Animal Kingdom, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts, p. 8, 1986

8. Richards, E., Will the real Charles Darwin please stand up? New Scientist 100:887, 1983.


Stig guðleysis

Vegna blogg greinar Kristins um mismunandi stig kristninnar þá kom upp sú hugmynd að ég og Haukur myndum skrifa grein um mismunandi stig guðleysis. 

Þau stig guðleysis sem ég sé eru þessi:

  • Leitandi 
  • Passífir
  • Hófsamir
  • Heittrúaðir
  • Öfgafullir

Leitandi

Þeir sem tilheyra þessum hópi eru ekki komnir á einhverja niðurstöðu varðandi tilvist Guðs heldur eru enn leitandi.  Þeir trúa ekki að Guð er til en eru opnir fyrir því og leita með mismunandi ákafa. Þetta er sá hópur sem er skemmtilegast að tala við því að þeir eru ekki að berjast við þig heldur eru að fræðast um hvað þér finnst og fræða þig um hvað þeim finnst. 

Passífir

Þessi hópur aðhyllist guðleysi án þess að hafa hugsað mikið út í það. Í flestum tilfellum þá hefur viðkomandi valið þetta viðhorf vegna einhvers sem hann þekkir eða veit um, einhver sem hann lítur upp til.  Hann er ekki líklegur til að reyna að sannfæra aðra þar sem að hann er heldur ekki líklegur að geta varið sína afstöðu með góðum rökum því vegna þess að hann veit ekki endilega svo mikið um hvað það er akkúrat sem hann trúir. Viðkomandi er líklegur til að hafa skoðanir sem eru í andstöðu við hvor aðra, t.d. hann getur t.d. trúað að lífið sé aðeins merkileg tilviljun eða seinna sagt "all we need is love" eða "þarna voru örlögin að verki". 

Hann getur líka verið guðleysingi vegna þess að hann er að mótmæla einhverju eins og foreldrum. Þeir geta valið ákveðna trúarafstöðu þótt þeir hafa ekki skilning á hver trúarafstaðan er.

Hófsamir

Þessi hópur trúir eftir að hafa hugsað ágætlega út í sína afstöðu en vilja ekki móðga neinn með sínum skoðunum. Oftar en ekki þá vilja þeir aðlaga viðkomandi "trúarkerfi" að þeirra eigin löngunum og skoðunum.  Þó að hugmyndafræðin sem þeir byggja á segir að hinir hæfu lifa af þá vill hann að samfélagið sé samúðarfullt og hjálpi þeim sem minna mega sín.  Honum finnst að þó að hann trúir að hans afstaða er rétt þá skiptir það ekki höfuð máli að aðrir trúi eins og hann. Hann sér margt gott í öðrum trúarafstöðum og hefur ekki lokað á það að kannski hefur hann rangt fyrir sér.

Heittrúaðir

9780061349157Þessi hópur trúir með mikilli sannfæringu að Guð er ekki til og vilja sannfæra aðra. Vinir og ættingjar eru líklegir til að vera sammála þeim því að þeir eiga erfitt með að eiga alvöru samskipti við fólk sem er þeim ósammála í málum sem skipta þá miklu máli.  Þeir eru líklegir til að gagnrýna kristna fyrir að vera bókstafstrúar en hafa síðan þeirra eigin rit sem þeir líta á að opinberi "Sannleikann".

Þeir sem tilheyra þessum hóp oftar en ekki hafa nokkuð heilsteypta mynd af lífinu og tilverunni, að þeirra mati að minnsta kosti.  Þeir trúa án mikils efa að lífið kviknaði einhvern veginn fyrir svo og svo mörgum miljörðum árum síðan og allt varð til með náttúrulegum ferlum, hvort sem um ræðir dýr eða menn. Þegar bent er á vandamál við þessa trú þeirra þá oftar en ekki bregðast þeir illa við því að þeirra heimsmynd sem er þeim kær er að undir árás.

Öfgafullir

Í þessum hópi er fólk eins og Richard Dawkins og DoctorE. Þeir eru sannfærðir að þeirra afstaða er hina eina sanna og að allir ættu að vera þeim sammála því að aðrar trúarskoðanir eru skaðlegar samfélaginu.  Þeir eru líklegir til að vilja að stjórnvöld þvinga aðra til að hegða og trúa eins og þeir telja rétt. Eins og Dawkins vill að foreldrar fái ekki að kenna sínum eigin börnum hvað þau trúa heldur eigi ríkið að sjá um slíkt.  Þessi hópur hefur ekki verið mjög áberandi í heiminum og eins og hann er tiltuglega nýkominn fram á sjónarsviðið.  Ef við tökum t.d. bolabít Darwins, Thomas Huxley þá sagði hann t.d. þetta um Biblíuna:

Thomas Huxley
The Bible has been the Magna Carta of the poor and oppressed. The human race is not in a position to dispense with it

En viðhorf Dawkins og fleiri er að Biblían sé hreinn viðbjóður sem mannkynið á að henda á öskuhaugana; eða minnsta kosti hætta að taka hana alvarlega.  Eitt sinn var það afstaða guðlausra að kristni væri fín af því að hún hvatti fólk til að elska náungann og setti háan siðferðis staðal en í dag þá er það meira að kristni er óvinur skynseminnar og samfélagsins.  Sumir guðleysingjar eins og barnabarn Thomas Huxley, Julian Huxley voru heiðarlegir og viðurkenndu að þeir aðhylltust guðleysi og darwinisma af því að hún gaf þeim frelsi til að hegða sér eins og þeir vildu, aðallega í kynlífi.   

Samantekt

Eins og Kristinn segir í sinni grein þá er hér um að ræða vonandi einhver sannleikskorn en ekki allt saman satt og rétt.  Aðallega hugleiðingar.  Eitt sem mér finnst áhugavert er að margir þessara flokka gilda alveg eins fyrir kristna enda kemur það mér ekki á óvart þar sem ég tel að báðar þessar afstöður eru trúarlegs eðlis. 

 


Hugvekja um hugvekju Ásthildar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir skrifaði hugvekju sem virtist sannarlega vera beint að Gunnari í krossinum þó að hún dragi úr því.  Ég og Gunnar erum ekki skoðanabræður í mjög mörgu þó að við erum báðir segjumst vera kristnir.  Ég ætla hérna aðeins að fara yfir þessa hugvekju hennar Ásthildar og hvernig ég sé hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/

Gamli presturinn.

Æ hvað ég á gott, hugsaði hann.  Ég get glaður kvatt þetta líf.  Ég hef verið prestur í rúmlega sextíu ár, og alla tíð haft orð biblíunnar að leiðarljósi.  Aldrei hefur borið skugga á trúarlíf mitt, og aldrei hafa freistingarnar hlaupið með mig í gönur.  Ég hef verið góður og gegn maður.  Með öll prinsipp á hreinu.  Ég hef verið samviskuksamur, umburðarlyndur, auðmjúkur þjónn drottins og góður við alla, sem til mín hafa leitað.  Sælir eru þeir sem eiga slíka trú. 
Þetta er ekki viðhorf sem á að finna hjá kristnum einstaklingi sem stendur andspænis dauðanum. Páll postuli kemur inn á þetta hérna: 
Fyrra Tímóteusarbréf 1
15Það orð er satt, og í alla staði þess vert að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur í flokki. 16En Guð miskunnaði mér til þess að ég yrði fyrstur þeirra sem Kristur Jesús sýnir allt sitt mikla langlyndi og þar með yrði ég dæmi handa þeim sem á hann munu trúa til eilífs lífs.  
 Páll sýnir hér hið kristna viðhorf sem er að hann er sekur gagnvart Guði og þarf á fyrirgefningu Guðs. Páll trúir að hann öðlist eilíft líf ekki vegna þess að það er eitthvað gott við hann heldur að Guð hefur sýnt honum miskun.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirGamli maður, kom þú með mér, sagði röddinn. Hver ert þú ? spurði hann undrandi.  Hafði ekki ennþá vaknað almennilega.Ég er einn af þeim ungu mönnum sem þú afhommaðir hér um árið, sagði ungur maður glaðlega.Afhommaði ? sagði gamli maðurinn, en þú varst svo ungur, af hverju ert þú þá hér ?Jú sagði ungi maðurinn, þegar sjálfið er tekið frá manni, þá er lítið eftir til að lifa fyrir.  Ég trúði því að þú segðir mér satt, og biblían væri rétt.  Svo ég gerði eins og þú sagðir mér. Já það var alveg rétt af þér góði minn, sagði presturinn.  Þú hefur örugglega orðið miklu hamingjumari á eftir. Ekki get ég sagt það, sagði ungi maðurinn blíðlega. Svo eftir nokkrar vikur gat ég ekki horfst í augu við sjálfan mig lengur, og endaði líf mitt.  
Hérna er verið að kenna kristnum og Biblíunni um sjálfs morð samkynhneigðra; vægast sagt gróf árás.  Það virðist ekki hvarla að sumum að kannski er samkynhneigð af hinu vonda og það væri mikil vonska að vara ekki fólk við þessum lífstíl.  Hérna er það þannig að ég vildi óska þess að versin um samkynhneigð væru ekki í Biblíunni en þarna eru þau og ég treysti frekar Biblíunni til að vita hvað er rétt í svona máli en fólki sem aðeins finnst hitt og þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Gamli presturinn þagði nokkra stund.  Svo sagði hann, ég held að ég vilji fá einhvern annan til að sækja mig, en þig.  Ég er heiðvirður maður, sem hef helgað líf mitt öðrum, og á skilið að vera sóttur af einhverjum sem er æðri en þú.
Ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar.
Markúsarguðspjall 9
35Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: „Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra.“ 36Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: 37„Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur ekki aðeins við mér heldur og við þeim er sendi mig.“
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Sæll, sagði kvenrödd rétt hjá honum. Hann leit upp, og sá brosandi unga stúlku.  Honum fannst hann eitthvað kannast við svipinn á henni.  Ég kem þér ekki fyrir mig, sagði hann. Nei það veit ég, okkar samfundum bar við fyrir löngu.  Nú ? sagði hann spyrjandi.Já sagði stúlkan, ég leitaði ráða hjá þér sem sálusorgara, með að nota smokkinn, og þú bannaðir mér það alfarið.  Sagðir að ef ég vildi stunda kynlíf, sem ég ætti auðvitað alls ekki að gera, nema giftast, þá væri það bannað í biblíunni að stemma stigu við því lífi sem Guð vildi senda í heiminn.  Já það er alveg rétt, sagði presturinn.  Það er synd að treysta ekki almættinu fyrir slíku.
Í fyrsta lagi, eru það slæm ráð að stunda aðeins kynlíf með aðila sem þú hefur gifst?  Hve margir hafa dáið vegna HIV smita eða börn fæðast í sundraðar fjölskyldur vegna þess að þetta ráð var ekki haft að leiðarljósi? Í öðru lagi þá segir Biblían ekkert um að nota ekki smokkinn, það er erfðakenning manna sem ekki er að finna í Biblíunni.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirJæja, sagði stúlkan, það varð til þess að ég varð eyðninni að bráð.  Það tók reyndar fljótt af hjá mér, því ég var viðkvæm fyrir.
Eins og ég benti á þá er það einmitt brot á Boðorðunum Tíu, þú skalt ekki drýgja hór, sem orsakar HIV faraldur heimsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Þetta hefur nú ekki verið neitt annað en þú áttir skilið, fyrir lauslætið, sagði presturinn argur. Farðu og segðu almættinu að ég vilji fá einhvern annan til að sækja mig.
Ef einhver syngar og það fer illa fyrir honum þá gleðst ekki barn Guðs yfir óförum annara.  Þegar kemur að dómsdegi þar sem syndarar farast þá er það gífurlega sorlegt. 
Síðara Pétursbréf 3
9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÞú þekkir mig ekki, sagði drengurinn, en ég átti föður sem var drykkjumaður og ofbeldisfullur.  Móðir mín vildi fá skilnað.  En þú komst í veg fyrir það. Sagðir að það sem Guð hefði tengt saman, mætti ekki sundur skilja.  Það endaði því með að faðir minn, drap bæði mig og móður mína í bræðiskasti. 
Eitt af hlutverkum hjónabandsins er að skapa ástríkt umhverfi fyrir börn. Að heimta að kona yfirgefi ekki eiginmann sem beitir hana ofbeldi er ekki kærleiksríkt og samningur hjónabandsins brotinn af eiginmanni sem beitir eiginkonu sína ofbeldi.  Synd getur verið að gera ekki það sem maður veit að er gott og að forða barni frá ofbeldi og hatri er af hinu góða. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Hver er að hlæja sagði hann dálítið smeykur.
Það skiptir ekki máli, sagði einhver úti í tóminu.  En þú hefur nú hrakið burtu þá sem áttu að sækja þig og færa til ljóssins, með þeim sama hroka sem þú varst haldinn í lifenda lífi. Vitleysa, sagði presturinn reiður.  Ég hef alltaf lifað eftir Guðsorði, og því sem í biblíunni stendur.  Það er hinn eini og sanni sannleikur.
Jakobsbréfið 3
13Hver er vitur og skynsamur á meðal ykkar? Hann sýni það með því að vera hóglátur og vitur í allri breytni sinni 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega ? þrumaði presturinn, hvar eru englarnir sem sækja þá sem lifa sínu lífið samkvæmt lögmáli Drottins ?
Biblían talar ekki um einhverja engla að sækja fólk þegar það deyr. Biblían er alveg skýr á því að hinir dánu hvíla í gröfinni þangað til dómsdags þar sem fólk rís upp til dóms og glötunnar eða til eilífs lífs.  Þeir sem öðlast eilíft líf gera það heldur ekki vegna þess að þeir héldu lögmál Drottins heldur vegna Guð fyrirgaf þeim að hafa brotið lögmál Drottins.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirGjörðu svo vel, vesæli maður, sagði röddinn.  Þetta er alveg dæmigert fyrir þá sem eiga blinda trú.  Þú hafnaðir öllum þeim sem vildu leiða þig rétta veginn, samt sem áður var það fólk sem þú hafðir gert illt með trúarofstæki þínu.  Gefið þeim falskar vonir og afvegaleitt þá í nafni Guðs. Síðan, þegar þú færð tækfæri til að stíga beint inn í ljós kærleikans, þá færðu ofbirtu í augun og villt ekki sjá þar sem þar er að finna. 
Það sem Ásthildur gefur hérna sterklega til kynna að þeir sem fylgja Biblíunni skilja eftir sig sviðna jörð með trúarofstæki sínu.  Ef vonin sem Biblían boðar er ósönn þá eins og Pétur kallar það, þá eru kristnir vesælastir allra manna.  Það væri ekki eitthvað sem einhver sækist eftir af vondum vilja.  En ef Biblían segir rétt frá varðandi lögmál Guðs og eilíft líf þá er fólk eins og Ásthildur að gefa fólki falska von og jafnvel leiða einhverja til glötunnar.  Svo hvað er það sem gefur Ásthildi einhvern áreiðanleika, að það sem hún segir um hvað er satt og rétt varðandi siðferði, Guð og eilífðina?  Ég fyrir mitt leiti tel að Jesús Kristur hefur meiri áreiðanleika en hún. Hvaða von er það sem hún er að bjóða upp á og á hvaða grundvelli er sú von?
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirLoks fellurðu fyrir tálmynd af því sem þú vilt sjá, og heldur að sé rétt.  Gamli maðurinn staulaðist inn eftir ganginum, og sá að þetta var satt.  Þessi helgimynd var bara það.  Líkneski.  Bak við þau var bara að sjá myrkur.  Ekkert hljóð. Ekkert.  Hann fann að hann hafði týnt sjálfum sér, vegna þess að hann hlustaði ekki á sína eigin rödd, heldur trúði því sem hann las. Og hann hafði framkvæmt í blindri trú á að hann væri að gera rétt, þó oftast hefði hann átt að sjá, að sú leið var ekki leið umburðarlyndisins, eða réttlætisins.
Þannig að það sem presturinn las þaggaði í hans "eigin rödd" og trúði því sem hann las. Ekki hefur presturinn þá verið að lesa Biblíuna sem hvatur marg oft alla að sýna öðrum umburðarlindi og kærleika. Þetta virkar aðeins sem ómerkileg árás á Biblíuna.  
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÞað er þá svona sem komið er fyrir mér, hugsaði hann.  Ég hef bara horft á eina hlið á sannleikanum, en lokað allt annað úti.  Ég gleymdi því að sagt var; leitið og þér munuð finna, knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða. 
Er þá "leitið og þér munuð finna" bókstafir sem er í lagi að lesa?  Voru það þessir bókstafir sem presturinn las og trúði og leiddi prestinn í allar þessar ógöngur eða einhver annar texti?  Að mörgu leiti þá má segja að hérna er gefið til kynna presturinn horfði greinilega ekki á þessa hlið sannleikans eða Biblíuna. Hvað hann var þá að lesa og hvaða texti er svona hættulegur er þá alveg á huldu.
 Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÉg hef sem betur fer fengið dálítinn frest til að endurskoða líf mitt, og biðjast fyrirgefningar.  Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Að biðjast fyrirgefningar, að iðrast og snúa við blaðinu er kjarninn í kristni.

Jafnvel minning þeirra gleymist

Heath-Ledger-joker03_bgÍ gær fór ég á Batman 2 og eins og fleiri þá fannst mér Heath Ledger fara á kostum. Ég er á því að hann eigi að fá Óskarinn og tel að hans dauðdagi hafi ekkert með það að gera. Hann fór sannarlega á kostum, hef ekki séð svona illmenni í áratugi. Horfði meira að segja á gömlu Batman myndina með Jack Nicholson í síðustu viku og þótt ég er aðdáandi Jacks þá er Heath miklu ógnvænlegri og raunverulegri Jóker.  

En þessi frétt lét mig hugsa til orða Salómons varðandi dauðann og varðandi hvernig við mennirnir gleymum þeim sem deyja.

Prédikarinn 9
5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist

Ég mun án efa muna eftir frammistöðu Heath í þessari mynd um ókomin ár en ef satt skal segja þá ef enginn hefði sagt mér að þetta væri Heath Ledger þá hefði ég ekki þekkt hann. Svo jafnvel þessi minningin sem ég hef er ekki hinn raunverulegi Heath heldur aðeins fígúra sem hann skapaði.

En svona fer fyrir jafnvel þeim sem öðlast heimsathygli, eiga ekki lengur neitt hlutskipti hér á jörðinni og jafnvel þeirra minning gleymist.

Þessi vers snerta líka á hugmyndinni um helvíti en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru til fólk sem kallar sig kristið sem telur að Heath er núna kvalinn í logum vítist og þær kvalir munu aldrei taka neinn enda. En þetta vers segir að hinir dánu vita ekki neitt svo þessi hryllilega hugmynd er ekki það sem Biblían kennir. Á dómsdegi fær Heath Ledger sinn dóm og ég vona að hann öðlist eilíft líf.

heath_ledger

mbl.is Michelle Williams finnur ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hófsemi, einn af ávöxtum andanns

imageAð kunna sér ekki hóf þegar kemur að mati og mörgu öðru er ekki eðlilegt fyrir einhvern sem kallar sig kristinn.  Hérna kann ég að stíga á margar tær en það verður að hafa það.  Einhver gæti sagt að ég væri að stíga á mínar eigin tær en það verður bara líka að hafa það. Biblían er alveg skýr að einn af ávöxtum þess að hafa fæðst af anda Guðs er hófsemi.

Galatabréfið 5
22En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, 23hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki. 24En þeir sem trúa á Krist hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.
25Fyrst andinn hefur vakið okkur til lífs skulum við lifa í andanum. 26Verum ekki hégómagjörn svo að við áreitum og öfundum hvert annað.

Við eigum að hafa stjórn á okkar girndum og líka ásókn í mat.  Ef maður sér að sú lýsing sem Biblían gefur af endurfæddum einstaklingi passar ekki við mann sjálfan þá er að mínu mati eins sem maður getur gert er að horfast í augu við það og athuga hvað er að. 

Fyrst að hér er um heilsu að ræða þá langar mig að benda á þetta: Megrunarkúr Mofa

Og fyrst að þetta snertir hvort að einhver hafi eilíft líf eða ekki þá langar mig að benda á þetta: Leiðin til lífs


mbl.is Megrun fyrir 44 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi guðleysinginn Anthony Flew gagnrýnir bók Dawkins

Einn af frægari guðleysingjum síðustu aldar er Anthony Flew.   Hann sagði að það sem hefði látið hann skipta um skoðun væri rökin út frá hönnun, bæði fínstillingu heimsins og uppruni lífs.

Hérna þá gagnrýnir Flew bók Dawkins "The God Delusion" og svarar t.d. hans persónulega ad hominem árásum á hann sjálfan.

Flew Speaks Out: Professor Antony Flew reviews The God Delusion

antony-flew[1]On 1st November 2007, Professor Antony Flew’s new book There is a God: How the World's Most Notorious Atheist Changed his Mind was published by HarperOne. Professor Flew has been called ‘the world's most influential philosophical atheist’, as well as ‘one of the most renowned atheists of the 20th Century’ (see Peter S. Williams’ bethinking.org article “A change of mind for Antony Flew”). In his book, Professor Flew recounts how he has come to believe in a Creator God as a result of the scientific evidence and philosophical argument.

Not surprisingly, his book caused quite a stir – as can be seen from the miscellaneous customer reviews on Amazon.co.uk. Some of those comments (and those elsewhere) implied that Flew was used by his co-author, Roy Varghese, and did not in fact know what was in the book. This is a serious charge to which Professor Flew responded and which he reiterated in a recent letter (dated 4th June 2008) to a friend of UCCF who has shown it to us. Professor Flew writes:

I have rebutted these criticisms in the following statement: “My name is on the book and it represents exactly my opinions. I would not have a book issued in my name that I do not 100 per cent agree with. I needed someone to do the actual writing because I’m 84 and that was Roy Varghese’s role. The idea that someone manipulated me because I’m old is exactly wrong. I may be old but it is hard to manipulate me. That is my book and it represents my thinking.”

Professor Flew has recently written his forthright views on Richard Dawkins’ book The God Delusion. His article, reproduced below, shows Professor Flew’s key reasons for his belief in a Divine Intelligence. He also makes it clear in There is a God (page 213) that it is possible for an omnipotent being to choose to reveal himself to human beings, or to act in the world in other ways. Professor Flew’s article is offered here as testimony to the developing thinking of someone who is prepared to consider the evidence and follow its implications wherever it leads.

Professor Antony Flew writes:

Dawkins[1]The God Delusion by the atheist writer Richard Dawkins, is remarkable in the first place for having achieved some sort of record by selling over a million copies. But what is much more remarkable than that economic achievement is that the contents – or rather lack of contents – of this book show Dawkins himself to have become what he and his fellow secularists typically believe to be an impossibility: namely, a secularist bigot. (Helpfully, my copy of The Oxford Dictionary defines a bigot as ‘an obstinate or intolerant adherent of a point of view’).

The fault of Dawkins as an academic (which he still was during the period in which he composed this book although he has since announced his intention to retire) was his scandalous and apparently deliberate refusal to present the doctrine which he appears to think he has refuted in its strongest form. Thus we find in his index five references to Einstein. They are to the mask of Einstein and Einstein on morality; on a personal God; on the purpose of life (the human situation and on how man is here for the sake of other men and above all for those on whose well-being our own happiness depends); and finally on Einstein’s religious views. But (I find it hard to write with restraint about this obscurantist refusal on the part of Dawkins) he makes no mention of Einstein’s most relevant report: namely, that the integrated complexity of the world of physics has led him to believe that there must be a Divine Intelligence behind it. (I myself think it obvious that if this argument is applicable to the world of physics then it must be hugely more powerful if it is applied to the immeasurably more complicated world of biology.)

Of course many physicists with the highest of reputations do not agree with Einstein in this matter. But an academic attacking some ideological position which s/he believes to be mistaken must of course attack that position in its strongest form. This Dawkins does not do in the case of Einstein and his failure is the crucial index of his insincerity of academic purpose and therefore warrants me in charging him with having become, what he has probably believed to be an impossibility, a secularist bigot.

On page 82 of The God Delusion is a remarkable note. It reads ‘We might be seeing something similar today in the over-publicised tergiversation of the philosopher Antony Flew, who announced in his old age that he had been converted to belief in some sort of deity (triggering a frenzy of eager repetition all around the Internet).’

What is important about this passage is not what Dawkins is saying about Flew but what he is showing here about Dawkins. For if he had had any interest in the truth of the matter of which he was making so much he would surely have brought himself to write me a letter of enquiry. (When I received a torrent of enquiries after an account of my conversion to Deism had been published in the quarterly of the Royal Institute of Philosophy I managed – I believe – eventually to reply to every letter.)

This whole business makes all too clear that Dawkins is not interested in the truth as such but is primarily concerned to discredit an ideological opponent by any available means. That would itself constitute sufficient reason for suspecting that the whole enterprise of The God Delusion was not, as it at least pretended to be, an attempt to discover and spread knowledge of the existence or non-existence of God but rather an attempt – an extremely successful one – to spread the author’s own convictions in this area.

A less important point which needs to be made in this piece is that although the index of The God Delusion notes six references to Deism it provides no definition of the word ‘deism’. This enables Dawkins in his references to Deism to suggest that Deists are a miscellany of believers in this and that. The truth, which Dawkins ought to have learned before this book went to the printers, is that Deists believe in the existence of a God but not the God of any revelation. In fact the first notable public appearance of the notion of Deism was in the American Revolution. The young man who drafted the Declaration of Independence and who later became President Jefferson was a Deist, as were several of the other founding fathers of that abidingly important institution, the United States.

In that monster footnote to what I am inclined to describe as a monster book – The God Delusion – Dawkins reproaches me for what he calls my ignominious decision to accept, in 2006, the Phillip E. Johnson Award for Liberty and Truth. The awarding Institution is Biola, The Bible Institute of Los Angeles. Dawkins does not say outright that his objection to my decision is that Biola is a specifically Christian institution. He obviously assumes (but refrains from actually saying) that this is incompatible with producing first class academic work in every department – not a thesis which would be acceptable in either my own university or Oxford or in Harvard.

In my time at Oxford, in the years immediately succeeding the second world war, Gilbert Ryle (then Waynflete Professor of Metaphysical Philosophy in the University of Oxford) published a hugely influential book The Concept of Mind. This book revealed by implication, but only by implication, that minds are not entities of a sort which could coherently be said to survive the death of those whose minds they were.

Ryle felt responsible for the smooth pursuit of philosophical teaching and the publication of the findings of philosophical research in the university and knew that, at that time, there would have been uproar if he had published his own conclusion that the very idea of a second life after death was self-contradictory and incoherent. He was content for me to do this at a later time and in another place. I told him that if I were ever invited to give one of the Gifford Lecture series my subject would be The Logic of Mortality. When I was, I did and these Lectures were first published by Blackwell (Oxford) in 1987. They are still in print from Prometheus Books (Amherst, NY).

Finally, as to the suggestion that I have been used by Biola University. If the way I was welcomed by the students and the members of faculty whom I met on my short stay in Biola amounted to being used then I can only express my regret that at the age of 85 I cannot reasonably hope for another visit to this institution.


Fyrirgefningin er lykillinn til að koma á friði

Einu sinni hérna á Íslandi þá var það að hefndin var þín skylda. Einhver gerði eitthvað á þinn hlut, einhver drap einhvern sem var skyldur þér, þá var það þín skylda að hefna.  Eina leiðin til að binda enda á vítahring hefnda er fyrirgefningin.  En að fyrirgefa er ekki auðvelt, hún kemur ekki sjálfkrafa þegar búið er að brjóta á þér. Hefndin kemur sjálfkrafa með þeirri reiði sem maður finnur þegar brotið er á manni.

Nú, persónulega trúi ég ekki því að það muni komast á friður á þessum slóðum; milli Palestínu og Ísraels. 

IsraeldomeEitt af því sem margir kristnir eru sammála um er að Ísrael er Guðs útvalda þjóð og þess vegna ber okkur að styðja þá.  Aðvent kirkjan almennt hefur ekki þessa afstöðu og ég líka.  Við eigum að hjálpa Ísrael ef við teljum að Ísrael þarf á hjálp að halda. Ef það er vegið að þeim og þjóðin í hættu þá viljum við vernda fólk sem vill aðeins lifa í friði.  En að sama skapi viljum við vernda Palestínumenn fyrir kúgunum hverra sem er, hvort sem það eru bandaríkjamenn eða gyðingar. Kristinn einstaklingur einfaldlega er með friði og á að berjast á móti illsku til að vernda þá sem eru saklausir.

Gyðingar eru ekki lengur hin útvalda þjóð Guðs, þeir höfnuðu Kristi og fagnaðarerindið fór út um allan heim. Núna er hin útvalda þjóð Krists þeir sem eru sannarlega kristnir og fylgja boðskapi Krists af öllu hjarta. 

Það versta við þessa trú að Ísrael er Guðs útvalda þjóð er afdráttarlaus stuðningur við þá sama hvað þeir gera. Kristnir eiga að heimta að Ísrael hegði sér í samræmi við kenningar Biblíunnar um náunga kærleiks, miskunn og virðingu fyrir öllum mönnum.  Í samræmi við það þá er skylda þeirra að verja sig gagnvart þeim sem miskunnarlaust vilja útrýma Ísrael.

Hérna er fyrirlestra röð sem útskýrir ansi margt út frá sjónarhóli Aðvent kirkjunnar og þarna er einn fyrirlestur sem fjallar um Ísrael, sjá: http://www.theloudcry.net/David%20Asscherick.htm sá sem fjallar um Ísrael er "Who is the real Israel"


mbl.is Árás rakin til misskilnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðleysis efnishyggja er óvinur vísinda og skynsemi

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs

Afhverju guðleysis efnishyggja er slæm fyrir vísindi

Naturalism+GIGOÞeir sem aðhyllast guðleysi hafa náð að sannfæra ansi marga að þeirra hugmyndafræði er í raun vísindi þegar sannleikurinn er sá að um er að ræða aðeins hugmyndafræði og að þessi hugmyndafræði er skaðleg vísindum.

Enska orðið sem lýsir þessari hugmyndafræði er „materialism“ en eina íslenska orðið sem mér dettur í hug er efnishyggja. Hér er ekki um að ræða ásókn í veraldleg gæði heldur þá hugmyndafræði að allt verður að vera útskýrt með náttúrulegum kröftum. Annar vinkill á þessari hugmyndafræði er að allt sé útskýranlegt með þessari aðferð; að ef vísindamenn beita hinni vísindalegu aðferð til að finna út hvernig náttúrulegir kraftar bjuggu allt til þá verði hægt að útskýra allt í þessum heimi.  Það skiptir þá sérstaklega miklu máli að allt sé útskýrt án hönnunar eða eitthvað sem bendir til Guðs. Hérna er ekki um ást á sannleikanum og vísindum að ræða heldur hollustu við guðleysi og efnishyggjuna.

Geta vísindin útskýrt allt?

Það er margt sem að vísindin geta ekki sanna en við samþykkjum af því að okkur finnst það rökrétt. Dæmi um þetta eru:

  1. Stærðfræði og rökfræði ( vísindin geta ekki sannað þau því þau byggja á þeim; gera ráð fyrir að þau eru rétt )
  2. Andlegir sannleikar, eins og það eru „hugar“ eins og okkar eigin sem eru til í öðrum verum.
  3. Siðferðislegir dómar ( það er ekki hægt að sanna með vísindalegum aðferðum að nasistarnir voru vondir því að siðferði fellur ekki undir vísindi )
  4. Fagurfræðilegir dómar ( það er ekki hægt að sanna með vísindum að eitthvað sé fallegt )
  5. Vísindin sjálf ( sú trú að hin vísindalega aðferð virki  er ekki hægt að sanna með hinni vísindalegu aðferð )  Hin vísindalega aðferð, að rannsaka að orsökum með athugunum og endurtekningum er aðeins ein af leiðunum til að finna sannleikann. Heimspeki og reglur rökfræðinnar eru líka aðferðir sem við getum líka notað enda nota vísindin þau.

Sú hugmynd að vísindin geta útskýrt allt stendur ekki undir eigin kröfum því að vísindin geta ekki sannað að vísindin geta útskýrt allt. Þarna er um að ræða heimspekilega fullyrðingu sem leiðir í ljós að vísindi eru byggð á heimspeki; svo vond heimspeki leiðir til slæmra vísinda. 

Afhverju?

1.      Það er ekki hægt að stunda vísindi án heimspeki.  Heimspekilegar ályktanir eru notaðar í leit vísindanna að orsökum. Til dæmis, vísindamenn álykta ( byggt á trú ) að skynsemi og hin vísindalega aðferð geri okkur kleyft að skilja heiminn í kringum okkar.  Það er ekki hægt að sanna það með vísindum. Þú getur ekki sannað þau tæki sem vísindin nota, lögmál rökfræðinnar, lögmál um orsök og afleiðingu og reglan sem segir að hlutirnir gerast í dag eins og þeir gerðust í gær eða að rannsóknir eru yfirhöfuð áreiðanlegar. Við verðum að gera ráð fyrir að þetta virkar til þess að geta gert einhverjar tilraunir. Svo vísindin eru byggð á heimspeki en því miður eru ekki allir vísindamenn góðir heimspekingar.

2.      Heimspekilegar ályktanir hafa mikil áhrif á vísindalegar niðurstöður.  Ef að vísindamaður gefur sér þá forsendu að aðeins náttúrulegir kraftar eru mögulegir þá skiptir það líklegast engu máli hve mikið af sönnunargögnum gætu sannfært hann um að fyrsta lífveran hafi verið hönnuð.  Þegar Darwinistar gefa sér þá forsendu að vitrænir kraftar eru útilokaðir þá eru náttúrulegir kraftar það eina sem er um að velja.  Alveg eins og ef sá sem aðhyllist sköpun útilokar náttúrulega krafta fyrirfram ( veit ekki um neinn sem gerir það ) þá á hann á hættu að missa af rétta svarinu.  Vísindamaður sem er opin fyrir öllum möguleikum, bæði fyrir náttúrulegum orsökum og vitrænum orsökum getur fylgt staðreyndunum í þá átt sem þær benda.

3.      Vísindin segja ekki neitt, vísinda menn gera það!  Gögn eru alltaf túlkuð af vísindamönnum.  Þegar þessir vísindamenn láta það sem þeim líkar best við eða þeirra ósönnuðu heimspeki skipa þeim fyrir hvernig þeir túlka gögnin þá gera það akkúrat það sem margir ásaka þá sem trúa á Guð. Þeir láta sýna „guðfræði“ skipa fyrir hvernig þeir túlka gögnin. Þegar þeir gera slíkt á að efast um niðurstöðurnar því að það getur verið að það er ekkert á bakvið þetta nema þeirra eigin fyrirfram ákveðna trúarheimspeki sem er að dúlbúast þarna sem vísindi.

Efnishyggja  ( materialism ) er óvinur skynseminnar

Clueless+AtheistsÞessi efnishyggja Darwinista er grunvöllur þeirrar heimsmyndar.  Það eru margar ástæður til að álykta að hún sé röng og hérna ætla ég að nefna nokkrar.

1.      Fyrsta lífveran þurfti upplýsingar á við tugi alfræðiorðabóka ásamt flóknum búnaði til að lesa og framfylgja þessum upplýsingum. Það er ekki hægt að útskýra uppruna þessara upplýsinga ekki frekar en hægt er að útskýra uppruna upplýsinga í hvað bók sem er með blekinu og blaðsíðunum sem upplýsingarnar voru skrifaðar á.

2.      Hugsanir manna og kenningar eru ekki búnar til úr efni. Efni koma þarna við sögu í heila fólks en það er ekki hægt að útskýra allar hugsanir manna út frá aðeins efnum. Hugsanir fólks eru ekki búnar til úr efnum. Getur maður vigtað ástina eða efnagreint hatur?  Vegna þess að það er ekki hægt þá er efnishyggja ( materialism ) röng.

3.      Ef lífið væri ekkert nema efni þá ættum við að geta tekið þau efni sem mynda lífið sem hægt er að finna í hvaða drullupolli sem er og búið til lifandi veru en við getum það ekki. Það er eitthvað meira en hið efnislega sem myndar lífið. Afhverju er einn líkami lifandi en annar ekki þegar þeir innihalda báðir sömu efnin?  Hver er efnasamsetning meðvitundarinnar?

4.      Ef guðleysis efnishyggja er sönn þá hafa allir menn í mannkynssögunni sem hafa upplifað einhvers konar andlega trúarreynslu haft rangt fyrir sér.  Það er alveg möguleiki en miðað við hve margar svona upplifanir eru þá virðast það ekki líklegt. Það er erfitt að trúa því að sérhver af hinum merku hugsuðum og leiðtogum sögunnar; ásamt mestu vísindamönnum sögunnar, höfðu algjörlega rangt fyrir sér varðandi það sem þeir upplifðu andlega. Þetta eru menn eins og Móse, Keplar, Newton, Gregor Mendel, Pascal, Michael Faraday og Jesús Kristur.  Ef aðeins ein andleg upplifun er sönn þá er guðleysis efnishyggja röng!

5.      Ef guðleysis efnishyggja er röng þá er skynsemin sjálf ómögleg.  Því að ef að okkar hugsanir eru ekkert nema efnasamskipti í heilanum þá höfum við enga ástæðu til að trúa að eitthvað er satt. Efnasamskipti geta ekki metið hvort að kenningar eru sannar eða ekki. Efni liggja ekki á rökstólum þau aðeins bregðast við umhverfi sínu.  Svo jafnvel þegar Darwinistar hafa rétt fyrir sér varðandi einhver atriði þá höfum við enga ástæðu til að trúa þeim af því að skynsemin sjálf er ómögleg í heimi sem er aðeins stjórnað af efnum og náttúrulegum kröftum.

Ekki aðeins er skynsemi ómögleg í þessum darwiniska heimi heldur er ekki hægt að réttlæta þá darwinisku fullyrðingu að við eigum aðeins að treysta skynseminni. Afhverju ekki?  Af því að skynsemi þarf á trú að halda.  Maður að nafni J. Budziszeski bendir á „Slagorðið „aðeins skynsemi!“ er bull hvort sem er. Skynsemin gerir ráð fyrir trú. Afhverju?  Að nota skynsemi til að réttlæta að nota skynsemi er að færa rök í hringi ( circular reasoning ) og er þar af leiðandi einskis virði. Eina leiðin til að treysta að skynsemin virkar er Guð sem bjó hana til.

Okkar hæfileika að færa rök fyrir einhverju getur aðeins komið frá tveimur mismunandi orsökum; annað hvort kom það frá hugsanalausu efni eða kom frá vitsmunum.  Darwinistinn trúir því að náttúrulegir kraftar sem hafa engar hugsanir orsökuðu hugsanir.  Hérna nota ég orðið trú því að það vantar algjörlega staðreyndir til að styðja þetta. Allar rannsóknir sýna fram á að afleiðingin getur ekki verið meiri en orsökin. Þú getur ekki gefið það sem þú hefur ekki samt trúa Darwinistar að dauð, óvitrænir kraftar bjuggu til vitrænt líf.

Það er miklu rökréttara að trúa því að okkar hæfileiki til að hugsa kom frá enn öflugri huga. Okkar hugsanir geta skynjað sannleika og geta dregið rökréttar ályktanir af því að sá sem bjó okkur til er arkitektinn af sannleika, raunveruleika og skynsemi.

Aðeins ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég hef ekki nógu mikla trú til að vera guðleysingi.  Þetta var byggt á kafla í bókinni „I don‘t have enough faith to be an atheist“.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband