Hönd Guðs

Alveg magnað að þessir vísindamenn telji að ef þeir finna plánetu sem uppfylli skilyrði til lífs að þá séu einhverjar líkur á því að það sé líf þar að finna.  Líkurnar á því að finna eitt prótein þar eru engar, hvað þá DNA og hvað þá prótein vélar sem skilja DNA, eitthvað sem við getum ekki. 

En, að öðru miklu skemmtilegra en það er þessi frétt hérna: NASA photos show giant 'cosmic hand'

hand

NASA tók þessa mynd og er hún eins og hendi Guðs og úr fingrunum kemur eldur.

Biblían sannarlega segir rétt frá þegar hún segir:

Sálmarnir 19
2Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa.
3Hver dagur kennir öðrum
og hver nótt boðar annarri speki.
4Engin ræða, engin orð,
ekki heyrist raust þeirra.
5Þó berst boðskapur þeirra um alla jörð
og orð þeirra ná til endimarka heims.

 Síðan hef ég alltaf haft gaman af þessu versi hérna:

Jesaja 40
12 Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni, innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
...
 26Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.

 


mbl.is Vísindamenn fundu plánetu sem er álíka stór og jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mákona mín sýndi mér þessa mynd í gær og ætla ég að setja hana á bloggið hjá mér fljótlega og þá get ég bent á bloggið þitt í leiðinni.

Stórkostleg mynd.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Mofi

Takk Rósa :)

Mofi, 22.4.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Mér finnst þetta líkjast hana :/

Baldvin Mar Smárason, 22.4.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Rebekka

Þetta lítur út eins og hendi já, ef að hendur hefðu þrjá fingur og einn þumal.

Svo vildi ég að við uppgötvuðum líf á öðrum hnöttum (þó ekki væri nema amöbur), eða að það kæmu geimverur í heimsókn til jarðarinnar meðan ég er á lífi,  það væri ÆÐI! 

Rebekka, 22.4.2009 kl. 14:11

5 Smámynd: Mofi

Það má óneitanlega sjá margt fleira út úr þessu ef hugmyndaflugið í góðum gír.  Goggurinn samt getur varla verið vel heppnaður ef þetta á að vera hani...

Mofi, 22.4.2009 kl. 14:12

6 Smámynd: Mofi

Rebekka, spurning hvort að frá ákveðnu sjónarhorni að þá sæi maður einn fingurinn ekki vel.  Varðandi uppgvötun á líf á öðrum hnöttum þá væri gaman að vita af hverju þér finndist það æði. Ég aftur á móti trúi að við munum upplifa síðustu atburði Opinberunarbókarinnar og finnst það svona...ótta blandið æði.

Mofi, 22.4.2009 kl. 14:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt að sjá hvað sem menn vilja út úr svona fyrirbærum og raunar öllu sem fyrir augu ber. Ræðst líka af sjónarhorninu, kannski líkist þetta fyrirbrigði einhverju sem ekki þykir ýkja guðlegt, séð frá örlíðið öðru sjónarhorni.

Að sjá í þessu, eða sambærilegum  formum, sönnun fyrir tilvist Guðs er í bestafalli barnalegt og trúgirni á háu stigi.

Ég skil ekki af hverju þú hafnar alfarið að vísindamenn með tækni og þekkingu nútímans geti fundið reikistjörnur, þar sem prótein, DNA og þá líf geti leynst. En trúa því aftur á móti að forn texti sé heilagur og órjúfanlegur sannleikur. Texti sem var skrifaður af mönnum sem ekki höfðu meiri þekkingu en svo að þeir töldu eldinguna reiði Guðs.

Er útilokað að líf sé víðar en á Jörðinni? Gæti ekki Guð hafa sveiflað töfrasprotanum víðar en á Jörðinni? Til hvers skapaði hann allar vetrabrautirnar með öllum sínum sólkerfum ef hann ætlaði sér ekkert með þá sköpun?  Það væri líkt því einn maður byggði heila borg til þess eins að búa í einni íbúð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2009 kl. 14:31

8 Smámynd: Mofi

Axel
Að sjá í þessu, eða sambærilegum  formum, sönnun fyrir tilvist Guðs er í bestafalli barnalegt og trúgirni á háu stigi.

Ég veit um engann sem lítur á þetta sem einhverja sönnun á tilvist Guðs. Aftur þá vottar stjörnu himinn um handverk Guðs.

Axel
Ég skil ekki af hverju þú hafnar alfarið að vísindamenn með tækni og þekkingu nútímans geti fundið reikistjörnur, þar sem prótein, DNA og þá líf geti leynst

Af því að það eru engar líkur á því að náttúrulegir kraftar geti búið til prótein eða DNA og hvað þá prótein vélar sem geta lesið hvað stendur á DNA-inu. Það er bara ályktun út frá þeim staðreyndum sem við vitum um þetta efni.

Axel
En trúa því aftur á móti að forn texti sé heilagur og órjúfanlegur sannleikur. Texti sem var skrifaður af mönnum sem ekki höfðu meiri þekkingu en svo að þeir töldu eldinguna reiði Guðs

Af því að sá texti er í samræmi við það sem ég veit um heiminn í kringum mig.  Ég veit ekki til þess að neinn höfundur Biblíunnar leit á eldingu sem reiði Guðs þó að auðvitað hefur Guð getu til að búa til eldingar og getur vel orðið reiður yfir illsku manna.

Axel
Er útilokað að líf sé víðar en á Jörðinni? Gæti ekki Guð hafa sveiflað töfrasprotanum víðar en á Jörðinni? Til hvers skapaði hann allar vetrabrautirnar með öllum sínum sólkerfum ef hann ætlaði sér ekkert með þá sköpun?  Það væri líkt því einn maður byggði heila borg til þess eins að búa í einni íbúð.

Það vill nú svo sem til að ég trúi að það eru aðrar plánetur með fólki eins og við erum og auðvitað að Guð skapaði það en tel engar líkur á því að við finnum það. Það bíður betri tíma þegar búið er að leysa deiluna miklu milli góðs og ills.

Mofi, 22.4.2009 kl. 14:51

9 identicon

Líkurnar á því að finna eitt prótein þar eru engar, hvað þá DNA og hvað þá prótein vélar sem skilja DNA, eitthvað sem við getum ekki.

Hvernig færðu það út?

Af því að það eru engar líkur á því að náttúrulegir kraftar geti búið til prótein eða DNA og hvað þá prótein vélar sem geta lesið hvað stendur á DNA-inu. Það er bara ályktun út frá þeim staðreyndum sem við vitum um þetta efni.

Það er bara ályktun sem þú dregur af trúarlegum áróðri AIG og annara bókstafstrúarmanna.

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:14

10 identicon

PRESS RELEASE
Date Released: Tuesday, December 20, 2005
Source: Jet Propulsion Laboratory

NASA's Spitzer Space Telescope has discovered some of life's most basic ingredients in the dust swirling around a young star. The ingredients – gaseous precursors to DNA and protein – were detected in the star's terrestrial planet zone, a region where rocky planets such as Earth are thought to be born.

The findings represent the first time that these gases, called acetylene and hydrogen cyanide, have been found in a terrestrial planet zone outside of our own. ..

 

Sjá: http://www.spaceref.com/news/viewpr.html?pid=18568

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:21

11 Smámynd: Mofi

Arnar
Það er bara ályktun sem þú dregur af trúarlegum áróðri AIG og annara bókstafstrúarmanna.

Það er vel rökstutt með þeim upplýsingum sem við vitum um þessa hluti.

Varðandi fréttina þá fundust ekki DNA eða prótein, bara einhver efnin sem prótein og DNA eru búin til úr.

Mofi, 22.4.2009 kl. 15:39

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, kannski hefur þessi Jahve orðið  að saltstöpli (litið um öxl og iðrast sköpunar sinnar) og liðast síðan í sundur í aldanna rás? Svífur kannski um tvist og bast í himingeimnum sem viljalaust verkfæri erkióvinar síns, Lúsífers?  

Sigurður Rósant, 22.4.2009 kl. 15:46

13 Smámynd: Mofi

Rósant, alltaf jafn... öðru vísi sýn sem þú kemur á málin :)

Greinin hans Sindra þar sem hann gagnrýnir Gamla Testamentið, sjá: Nytsöm til fræðslu, er þetta grein sem þú telur ég ætti að eyða tíma í að svara? Að það væri einhvers virði? 

Mofi, 22.4.2009 kl. 15:57

14 identicon

Það er vel rökstutt með þeim upplýsingum sem við vitum um þessa hluti.

Rökstutt með þeim upplýsingum sem hennta en allar aðrar upplýsingar sem henta ekki eru sjálfkrafa útilokaðar sem bull og vitleysa.

Varðandi fréttina þá fundust ekki DNA eða prótein, bara einhver efnin sem prótein og DNA eru búin til úr.

"Where there is smoke, there is fire", ekki satt?  Ef þú ert með allt til að búa til prótein og dna, hvernig geturðu þá útilokað að próteinin og dnaið sé til þarna?

Ah, já.. það stangast á við biblíuna þína og þess vegna hlýtur það að vera rangt.

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:02

15 Smámynd: Páll Jónsson

Mofi: Við vitum nú tæknilega séð ekki hversu miklar líkur eru í raun á myndun DNA eða próteina... Ef þú reiknar líkurnar á að slík fyrirbæri verði til fyrir algjöra tilviljun þá eru þær vissulega stjarnfræðilegar, en það er ekki hægt að útiloka að fyrir hendi sé eitthvað ferli sem gæti leitt til þess á löngum tíma.

Svipað og með okkur mennina... líkurnar á að maður birtist *púff* þó efniviðurinn í mann sé fyrir hendi eru varla mælanlegar en líkurnar á að við verðum til eftir nokkra milljarða ára af pínulitlum, líklegum skrefum eru allt aðrar.

Þó það sé ómögulegt að hoppa upp á fjall í einu stökki þá getur verið lítið mál að fara þangað eitt skref í einu. 

Páll Jónsson, 22.4.2009 kl. 16:13

16 Smámynd: Mofi

Arnar
Rökstutt með þeim upplýsingum sem hennta en allar aðrar upplýsingar sem henta ekki eru sjálfkrafa útilokaðar sem bull og vitleysa.

Nei, alls ekki. Það eru ekkert aðrar upplýsingar sem þarf að útiloka; allar mjög svo velkomnar.

Arnar
"Where there is smoke, there is fire", ekki satt?  Ef þú ert með allt til að búa til prótein og dna, hvernig geturðu þá útilokað að próteinin og dnaið sé til þarna?

Af því að líkurnar að það myndist þó að öll efnin séu til staðar eru stjarnfræðilegar.  Þó síðan að DNA myndist og prótein myndists þá er það algjörlega gagnslaust drasl. Það þarf DNA sem segir til um hvernig á að búa til vél sem kann að nota orku og kann að búa til eintak af sjálfu sér; okkar bestu verkfræðingar og vísindamenn hafa ekki getað búið til slíka vél.  Síðan þarf prótein sem geta skilið þessar upplýsingar og framkvæmt það sem þær segja að þarf að gera.

Arnar
Ah, já.. það stangast á við biblíuna þína og þess vegna hlýtur það að vera rangt.

Nei, af því að það stangast á við heilbrygða skynsemi og allt sem ég veit um heiminn í kringum mig. 

Mofi, 22.4.2009 kl. 16:15

17 Smámynd: Mofi

Páll, vandamálið með þetta í litlum skrefum er að sú hugmyndafræði er aðeins valkostur þegar þú ert þegar kominn með líf.  Prótein og DNA hafa tilhneigingu til að eyðast en ekki myndast.   Menn geta auðvitað alltaf hugsað að með nógu miklum tíma þá er allt mögulegt en mér finnst það ekki merkileg rök. Með þannig rökum þá getur hvaða tilgáta sem er eða ævintýri orðið "mögulegt".

Mofi, 22.4.2009 kl. 16:20

18 identicon

Ef það fynst ein pláneta með vitsmunalífi í alheiminum, þá fynst önnur.

Þetta er aðeins spurning um TÍMA. Var vitsmunalíf á annari plánetu fyrir milljón árum síðan, eða verður það eftir  milljón ár eða kannski í núinu, hvað sem það þyðir í þessu samhengi.

Vegalengdirnar eru svo miklar að þetta skiptir engu máli í okkar jarðvist, hversu löng sem hún verður.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:10

19 identicon

Má ég koma með eina spurningu, sem tengist þessu umræðuefni ekki beint....

Nú hef ég oft verið að pæla, hvað það er sem kemur fólki til með að trúa á Guð. Hvað er það sem lætur fólk velja trúarlegu hliðina fremur en þá vísindalegu....eða þá jafnvel að trúa á bæði með mismiklum áherslum á annað hvort. M.ö.o. hvað fær fólk til að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt yfir höfuð? er það mikilfengleikinn sem fylgir þessu? Eða fer fólk yfir í það að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt eftir að það hefur misst ástvin eða lent í einhverjum áföllum og leitar þá yfir í eitthvað hjálpartæki sem lætur því líða betur? Leitar fólk í trúna því það finnur fyrir einmannaleika kennd ef það viðurkennir að við erum ein í alheiminum...? eða hvað er það?

Nú er ég ALLS ekki að skjóta á trúna eða neitt þess háttar og bið ég ekki neina að taka þessu sem móðgun. Meira að segja þá lít ég upp til fólks sem trúir á eitthvað yfirnáttúrulegt, vegna þess að það er greinilega búið að gera upp við sig ákveðna staðfasta skoðun og heldur áfram að trúa á hana þrátt fyrir gagnrýni flestra. Það má því segja að trúað fólk sé búið að gangrýna gagnrýnina.

Nú er ég 23 ára gamall háskóla-drengur, sem er með mjög svo gangrýna hugsun, en ég fæ mig ómögulega til að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt. Ég er fermdur og mér voru kenndar bænirnar þegar ég var lítill og allt það, en eins og ALLIR vinir mínir, þá uxum við uppúr því að trúa á Guð og fórum að líta á gagnrýnu hliðina á lífinu. Nú er ég hinsvegar á tímamótum þar sem að ég gagnrýni orðið flest allt...þar á meðal t.d. stundum vísindin. Þessvegna langar mig að spurja, hvaða rök hefur trúað fólk fyrir því að trúa á Guð? eða eru kannski engin rök til?  

Með virðingu.... Steini.  

steini (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:13

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hönd, ekki hendi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2009 kl. 17:19

21 Smámynd: Mofi

steini
Nú hef ég oft verið að pæla, hvað það er sem kemur fólki til með að trúa á Guð. Hvað er það sem lætur fólk velja trúarlegu hliðina fremur en þá vísindalegu....

Mér finnst hið vísindalega vera að trúa á tilvist Guðs. 

Steini
Nú er ég 23 ára gamall háskóla-drengur, sem er með mjög svo gangrýna hugsun, en ég fæ mig ómögulega til að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt

Væri mjög gaman að heyra hvað þér finnst um þessar rökræður hérna: http://www.dawkinslennoxdebate.com/

Steini
Þessvegna langar mig að spurja, hvaða rök hefur trúað fólk fyrir því að trúa á Guð? eða eru kannski engin rök til?

Nóg af rökum til en menn auðvitað hafa mismunandi skoðanir á hve sannfærandi þau rök eru. Hérna eru tvær greinar sem ég gerði um rök fyrir tilvist Guðs, sjá: Ég hef ekki næga trú til að vera Guðs afneitari og Þeir sem eru án afsökunnar

Kveðja,
Halldór

Mofi, 22.4.2009 kl. 17:28

22 Smámynd: Mofi

Hjalti, hvað myndi ég gera án þín...  well, fyrir utan hið augljósa málvillur og stafsetningavillur :)

Mofi, 22.4.2009 kl. 17:29

23 identicon

Einn maður sagði: Það er gáfulegra að trúa á almættið en ekki. Ef engin tilvist er eftir dauðan , þá nær það ekki lengra, en EF það er tilvist, þá ertu með vinninginn.  Trúleysingjar sem hafa náð háum aldri verða oft óöryggir og líður ill á sálinni. T.d. eldri svíar sem aldir eru upp í sósíalisma og trúleysi. Þegar tíminn nálgast koma margar spurningar hjá þeim, sem sá sem trúir þarf ekki að velta fyrir sér. Það þarf ekki rök til að trúa aðeins vilja. Einfalt. Þetta er ætlað Steina.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:22

24 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæll Mofi minn, langt síðan ég hef lesið eitthvað af viti og er ekki reyndar enn byrjuð svo ég læt nægja að spyrja þig um fyrstu málsgreinina: Af hverju getur líf ekki þróast á öðrum hnöttum, til hvers var Guð þá að þessu. Þetta er eins og að setja óteljandi kápur utan um þunna bók sem inniheldur ansi margt ljótt. Næstum eins og það sé að vera að fela eitthvað. En ég hugsa víst alltaf öðruvísi en aðrir, lítið við því að gera :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.4.2009 kl. 19:28

25 Smámynd: Páll Jónsson

Mofi: Þetta á reyndar ekki bara um líf. Kristöllun, t.d. í drullu, getur hæglega fylgt sama prinsippi. Kristall sem dreifist hraðar en aðrir kristallar er líklegri til að dreifa sér, kristall sem er líklegri til að valda storknun er líklegri til að losna undan vatninu og fjúka með vindinum annað og valda kristöllun þar... Natural selection gerir í raun enga kröfu um hugsun og í raun ekki líf heldur.

Eina ástæðan fyrir velgengni slíks kristalls væri að hann væri hæfari en aðrir kristallar til að verða algengur. Meira þarf í raun ekki til.

En ég skal viðurkenna að það eru ekki gríðarlega sterk rök að segja "tíminn reddar þessu" =)

Páll Jónsson, 23.4.2009 kl. 00:03

26 Smámynd: Rebekka

En V. Jóhannsson, hvaða almætti á ég að trúa á?  Hugsaðu þér ef að kristnir menn eru allir að tilbiðja rangan Guð og verður refsað eftir dauðdagann af Seifi (eða whoever, nóg af guðum að velja úr) fyrir að hafa ruglast svona herfilega....  Ef ég tæki upp trú, væri það líklegast á Cthulhu, svo myndi ég biðja þess heitt að vera étin fyrst. Fhtagn.

Svo maður svari nú Mofa,  bara það að finna einföldustu lífsform á öðrum plánetum væri afskaplega spennandi, ekki minnst fyrir þá "Schadenfreude" að horfa upp á trúarleiðtoga reyna að útskýra af hverju guðinn þeirra ákvað að skapa einhverjar lítilsverðugar bakteríur mörg ljósár í burtu frá jörðinni...  en ég er kannski pínu vond.  Það væri líka gaman að komast að því hvort þessi lífsform hefðu myndast úr sömu "byggingarefnum" og lífið á jörðinni, hvernig erfðaefni þeirra væri uppbyggt o.s.frv. o.s.frv. 

Mér finnst annars nokkuð mikill dómsdagstónn í svörunum þínum núna, einhverjar áhyggjur?  

Rebekka, 23.4.2009 kl. 06:51

27 Smámynd: Mofi

Tara
Af hverju getur líf ekki þróast á öðrum hnöttum, til hvers var Guð þá að þessu. Þetta er eins og að setja óteljandi kápur utan um þunna bók sem inniheldur ansi margt ljótt.

Þróun í svona darwiniskum skilningi er ekki eitthvað sem er fallegt heldur þar sem tilviljun er skaparinn og miskunarlaus barátta það sem drepur þá sem voru mislukkaðir.  Ég sé frekar fallega heima sem eru skapaðir án illsku, án þjáningu og dauða og þeir geta vaxið í þekkingu og getu en ekki eins og Darwin lísti ferlinu:

Charles Darwin - Origin of the species
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows.

Mofi, 23.4.2009 kl. 10:02

28 Smámynd: Mofi

Páll
Eina ástæðan fyrir velgengni slíks kristalls væri að hann væri hæfari en aðrir kristallar til að verða algengur. Meira þarf í raun ekki til.

Hvernig getur hann verið hæfari þegar hann lifir ekki af þar sem hann er ekki lifandi?  Hvernig getur velgengni átt við þegar hann getur ekki eignast afkvæmi?

Prófaðu frekar að reyna að leysa vandamálið við uppruna lífs eins og uppruna upplýsinga og uppruna véla sem geta skilið kóðann.

Kveðja :)

Rebekka
En V. Jóhannsson, hvaða almætti á ég að trúa á?  Hugsaðu þér ef að kristnir menn eru allir að tilbiðja rangan Guð og verður refsað eftir dauðdagann af Seifi

Hvað finnst þér um þessa grein mína: Afhverju Kristni?

Rebekka
Það væri líka gaman að komast að því hvort þessi lífsform hefðu myndast úr sömu "byggingarefnum" og lífið á jörðinni, hvernig erfðaefni þeirra væri uppbyggt o.s.frv. o.s.frv. 

Ég svo sem skil forvitnina, þetta væri mjög forvitnilegt. En ef að við sæum DNA sem væri eins og DNA á þessari jörð þá væri líklegast að við hefðum flutt það þangað.

Rebekka
Mér finnst annars nokkuð mikill dómsdagstónn í svörunum þínum núna, einhverjar áhyggjur?

Alltaf áhyggjur af þeim sem mæta dómi án náðar og vonandi gleymi ég því aldrei þó maður svo sem vill ekki hljóma eins og brotin plata  :)

Er kannski setningin "eins og brotin plata" orðið þýðingarlaust af því að plötuspilarar eru nærri því útdauðir? 

Mofi, 23.4.2009 kl. 10:18

29 Smámynd: Rebekka

Hvað finnst þér um þessa grein mína: Afhverju Kristni?
Já ég man eftir þessari grein (er ég búin að vera á þessu bloggi svona lengi?! úff).  En hvað ef það er engin flugvél að hrapa?  Ég lít allavega ekki á líf mitt sem flugvél hrapandi til helvítis, þar sem aðeins Jesús virkar sem "fallhlíf".

Rebekka, 23.4.2009 kl. 13:11

30 Smámynd: Mofi

Rebekka, já vá, þú hefur verið hérna lengi því ég var góðan tíma að finna hana :)

Varðandi að líta á líf þitt sem flugvél þá var líkingin að okkar líf er eins og hrapandi flugvél eða að stökkva úr flugvél af því að við munum öll deyja. Það er engin spurning að flugvélin er að hrapa.

Mofi, 23.4.2009 kl. 14:21

31 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Takk Mofi, ég skil þig fyllilega miðað við þín sjónarmið. Gott svar :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.4.2009 kl. 15:41

32 Smámynd: Mofi

Haukur, sá þetta á CNN og langaði að benda á flotta mynd; ekkert flóknara en það.   http://uk.truveo.com/Analyzing-the-Cosmic-hand/id/3064549821

Mofi, 23.4.2009 kl. 15:42

33 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra Tara :)

Mofi, 23.4.2009 kl. 15:43

34 identicon

http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/04/23/elsti_nobelsverdlaunahafinn_100_ara/

 Hvað finnst þér um þennan Darwinsista Halldór... hún virkar stórhættuleg, svo virðist hún hafa einhverja trú á líf eftir dauðann líka, sem er ótrúlegt - verandi vísindamaður

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:37

35 identicon

Steini: Af minni reynslu eru mjög trúaðir fólk sem skilur ekki eða getur ekki höndlað flækjustig náttúrunar, fólk sem getur ekki lifað með óvissu í heimspekilegum málum, fólk sem algerlega þarf festu, tilgang og leiðsögn, fólk sem treystir ekki eigin dómgreind, fólk sem er hrætt og að lokum fólk með mikla fordóma sem þarfnast réttlætingar. (þetta er auðvitað 'og/eða' upptalning og fáir ef einhverjir sem allt þetta á við um). 

Þetta er ekki meint sem háð eða níð á neinn hátt, enda langflestir sem eru trúaaðir ósköp venjulegt fólk sem finnur einhvernveginn að trúin hjálpar því að líða vel, en svo eru alltaf nokkrir sem setja sig á siðferðislega stalla og finnst þeir vera þess umkomnir að segja öllum öðrum hvernig lífi þeir eiga að lifa annars verði þeim refsað (í þessu lífi eða næsta).

Einar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:53

36 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

En (k)æri Mofi, hlutir gerast, og það jafnvel nokkrum sinnum, þó að á því séu stjarnfræðilegar líkur!

Páll Geir Bjarnason, 24.4.2009 kl. 02:11

37 Smámynd: Egill

"We must respect the other fellow's religion, but only in the sense and to the extent that we respect his theory that his wife is beautiful and his children smart."
-- H. L. Mencken

Egill, 24.4.2009 kl. 02:15

38 identicon

En (k)æri Mofi, hlutir gerast, og það jafnvel nokkrum sinnum, þó að á því séu stjarnfræðilegar líkur!

Það er nebblilega alveg merkilegt með hann mófa, að hann sem tölvunarfræðingur virðist ekki skilja hugtakið "Samhliða".  Td. ef það er 1/1.000.000 að einhver atburður gerist á 1 mínútu.. en sami atburður á möguleika á því að gerast 1.000.000 sinnum á hverri mínútu, hversu miklar líkur eru þá á því að hann gerist?

Td. er nánast alveg sama hvað við gefum okkur litlar líkur á því að líf finnist á öðrum hnöttum, áætlaður fjöldi hnatta er svo hár að líkurnar á lífi bara einhverstaðar annarstaðar í alheiminum eru nánast 100%.

Arnar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:05

39 identicon

Vá Mofi hvað þú getur verið tregur og lokaður. Það til dæmis þurfti ekki að vera til prótein í sínu lagi til þess að búa til DNA. Það þurfti RNA og fleira.

http://www.youtube.com/watch?v=XhWds7djuWo
http://www.youtube.com/watch?v=5Q55z6EsL8M
http://www.youtube.com/watch?v=rtmbcfb_rdc
http://www.youtube.com/watch?v=U6QYDdgP9eg

-- Darwinismi er eitt orð búð til af bókstafstúarmönnum. Darwinismi er ekki til, Darwin er bara maðurinn sem gaf góða lýsingu á þróun lífs. Þróunarkenningin er stórt samansafn af endurtestanlegum sannleikum sem er ekki hægt að fella niður og heitir The Theory of Evolution.

-- Það virðist vera óskaplega erfitt fyrir þig að horfa á heiminn í öðru ljósi en með einni heimskulegri bók og það að segjast fara 100% eftir því sem sagt er í henni afhverju ertu þá ekki búinn að höggva af þér hendina og afhverju tekurðu því sem rétt að jörðin sem ekki flöt og ekki í miðju alheimsins?

-- Þú misskilur líka með að prótein og DNA hafi bara tilhneigingu til að  eyðast en ekki myndast. Bíddu erum við ekki lifandi eða? DNA lifir svo lengi sem próteinin lifa. DNA getur lifað aldaraðir ef próteinin geta það. DNA fjölgar sér og myndar ný prótein. Til dæmis þróun átti sér stað með fjölgun.

--- nei það var ekkert sem valdi hverjir fá að lifa og hverjir ekki heldur dóu þeir sem ekki gátu lifað miðað við aðstæður og með fjölgun mynduðust upplýsingar til að breyta verunni svo hún geti lifað miðað við aðstæður.

--- Mjög margt af því sem þú segir er hreint kjaftæði og vitleysa og sýnir gjörsamlega hve littla þekkingu þú hefur. Þú þrífist á allskonar bulli sem öfganistar segja og segir nákvæmlega sömu hluti og þeir, alveg eins og þú sért þeir en bara búinn að læra íslensku. Þú er alltof þrjóskur að skoða álit frá öllum sjónarhornum og svo ótrúlega þröngsýnn að ef eitthvað sem gagnrýnir þína trú þá neitarðu að hlusta á það og ferð í kerfi.  !- miðað við það sem ég hef skoðað af þínum bloggfærslum -! Ég þekki þetta, á foreldra og einn frænda sem eu NÁKVÆMLEGA EINS

hfinity (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:53

40 identicon

Hvernig er hægt að fullyrða að það sé til guð, þegar svo margt bendir til að guð sé ekki til.  Hvernig er hægt að láta lítill börn þjást og deyja eða bara gott fólk yfirhöfuð.  Og hið staðla svar um frjálsan vilja á ekki við.  Oft eru ástæður og aðstaða þannig að menn hafa ekkert með það að gera.  Einnig ef að guð er til þá á hann að heita almáttugur og heita faðir okkar allra.  Ef það væri til barnaverndanefnd yfir guði þá væri búið að taka af forræðið.  Og ekki er guð fulkominn ef við lítum á sköpunaverkið.  Ef guð gat ekki fundið leið til að skapa mannkyn þannig að við lifðum í sátt og samlyndi þá er ekki mikið varið í skaparann.  Og hverslags egótrippi er guð á, ef þú tilbiður mig ekki þá mun sál þín þjást.  Það er jafnvel ágætt að trúa en að trúa blint getur ekki verið gott, hvort sem það er á guð eða kenningar.

Einarer (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:24

41 identicon

Einarer:
Hvernig er hægt að fullyrða að það sé til guð, þegar svo margt bendir til að guð sé ekki til.

Það kallast trú.  Mófi, og aðrir bókstafstrúaðir sköpunarsinnar hafna öllum rökum sem stangast á við biblíuna þeirra en krefjast hinsvegar engra raka til að styðja að þeir hafi rétt fyrir sér.

Mófi heldur því td. endalaust fram að EKKERT styðji þróunarkenninguna en hafnar hinsvegar öllu sem styður hana.

Mófi heldur því fram að ALLT styðji guðinn sinn og biblíuna en getur ekki bent á neitt nema heilsuboðskap biblíunar og að einhver staðarnöfn séu rétt.

Arnar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802788

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband