Örkin hans Nóa í fullri stærð í Hong Kong

NoahArkMig langar að benda á frétt í The Wall Street Journal um eftirlíkingu af Örkini hans Nóa, sjá: Hong Kong Christens an Ark of Biblical Proportions

Það sem er merkilegt við þessa örk er að hún er samkvæmt þeirri stærð sem Biblían talar um en hingað til hefur enginn lagt í að gera jafn stóra örk og Biblían lýsir. Ég gerði t.d. grein um örk í Hollandi sem var ekki nærri því eins stór og alvöru örkin en ég held að flestir sjái að hún er mjög stór, sjá: Örkin hans Nóa í Hollandi

Hérna er fróðleg grein um mynd sem fjallar um örkina, sjá: Is Noah's ark a myth?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er merkilegt við þessa örk er að hún er samkvæmt þeirri stærð sem Biblían talar um en hingað til hefur enginn lagt í að gera jafn stóra örk og Biblían lýsir.

Eh, mófi.. þetta er hús en ekki örk.

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Mofi

Af hverju segir þú það?  Þetta er auðvitað bara eftirlíking svo stór spurning hvort að hún myndi virka á sjó.

Mofi, 21.4.2009 kl. 12:23

3 identicon

Af hverju segir þú það?

Ekki segja mér að þú hafir ekki einu sinni lesið þetta sjálfur?

The message in its 450-foot-long hull, its rooftop luxury hotel and 67 pairs of fiberglass animals..

.. while the Hong Kong ark is made of concrete reinforced with glass fiber.

The Kwoks' version of the ark, which sits on 270,000 square feet of space and was developed in conjunction with five Christian organizations, houses a restaurant, exhibition hall and children's museum in addition to the Noah's Resort hotel.

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:32

4 Smámynd: Mofi

Já, Arnar, ég veit.

Mofi, 21.4.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Gaman að sjá þetta, þó svo full seint sé að byggja örk núna, Guð sagði jú að hann mundi aldrei eyða jörðinni í flóði aftur. En gott mál að vekja athygli á Guðs orði. Bara að fólk færi nú að hugsa í alvöru um guðs málefni.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 21.4.2009 kl. 14:52

6 Smámynd: Mofi

Þórdís, þeir vekja athygli og aldrei að vita nema þeir eru að græða eitthvað á þessu þar sem þetta er risastórt og getur hýst alls konar starfssemi; eins og Arnar bendir á þá er hótel hluti af því.  Sammála þér að það sárlega vantar vakningu.

Mofi, 21.4.2009 kl. 16:38

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Glæsilegt hjá þeim og ábyggilega gert til að græða á ferðamönnum en sem betur fer vekur þessi löngu liðni atburður upp fólk til umhugsunar og vonandi fara sumir að lesa Biblíuna sem aldrei hafa hana augum litið.

Á ekki að drífa sig í Bænagönguna?

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Odie

Já það er satt, það fara vonandi einhverjir að skoða í raun hverju þeir eiga að trúa.  Nóaflóðið er akkúrat gott dæmi.  En þar útrýmir Guð mannkyni (næstum því ) og dýrum jarðar og það á að sýna hve réttlátur Guð er.   Í samanburð við Nóaflóðið er helför nasista nánast smámunir.  Ef þú fordæmir Nasistana þá getur þú ekki annað en fordæmt Guð ! 

Odie, 21.4.2009 kl. 22:34

9 Smámynd: Mofi

Haukur, I aim to please :)

Rósa, jú, ég trúi ekki öðru en að ég muni taka þátt í þetta skiptið.

Odie, og það er annað "flóð" á leiðinni þar sem jörðin verður dæmd í eldi og þá munu líka fáir finna(velja) veginn til lífs. Guð er skaparinn og dómarinn og á dóms degi þá mun duga lítið fyrir þig sem ert án efa sekur um alls konar illsku að hrista hnefann í Guð um segja að Hann sé óréttlátur. 

Dóra, verst að það voru ekki góð myndbönd af þessu svo maður fái betri hugmynd af því hve stór hún er. Að vísu gat ég bent á myndband sem sýnir það ágætlega en það aftur á móti er bara tölvulíkan, ekki alvöru örk.

Mofi, 22.4.2009 kl. 10:33

10 Smámynd: Odie

Mofi:Odie, og það er annað "flóð" á leiðinni þar sem jörðin verður dæmd í eldi og þá munu líka fáir finna(velja) veginn til lífs. Guð er skaparinn og dómarinn og á dóms degi þá mun duga lítið fyrir þig sem ert án efa sekur um alls konar illsku að hrista hnefann í Guð um segja að Hann sé óréttlátur. 

Vá ertu að spá í því þegar sólin verður að rauðum risa eftir milljónir ára ?

Eða eru að óska eftir kjarnorkustríði ?

Hvorugt sýnir réttlæti Guðs.   

En þetta er nú málið.  Þetta er hroki í sumum trúuðum.  Þeir telja sig yfir aðra hafna og þeir fái syndaaflaus vegna trúarhroka.   Þú getur án efa enn þá keypt þér syndaaflausn frá einhverju trúfélagi líkt og Kaþólikkar voru duglegir að selja á sýnum tíma.  Þetta er nú grunnur margra trúfélaga sem nota þetta sem hræðsluáróður til að komast yfir fé annarra.

P.s.  hef nú ekki meiri áhyggur af Guði þínum en ég hef fyrir Óðni og Þór  

Odie, 22.4.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Mofi

Odie, nei ég er að eyðileggingu þessara jarðar og endalok allra illsku á dómsdegi eins og talað er um hérna:

Síðara Pétursbréf 3
5Viljandi gleyma þeir því að himnar og jörð voru til forðum. Guð skapaði þá með orði sínu og jörðin reis upp úr vatni og hvíldi á vatni. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim sem þá var svo að hann fórst. 7Eins ætlar Guð með sama orði að eyða með eldi himnunum sem nú eru ásamt jörðinni. Hann mun varðveita þá til þess dags er óguðlegir menn verða dæmdir og tortímast.

Odie
En þetta er nú málið.  Þetta er hroki í sumum trúuðum.  Þeir telja sig yfir aðra hafna og þeir fái syndaaflaus vegna trúarhroka.   Þú getur án efa enn þá keypt þér syndaaflausn frá einhverju trúfélagi líkt og Kaþólikkar voru duglegir að selja á sýnum tíma.  Þetta er nú grunnur margra trúfélaga sem nota þetta sem hræðsluáróður til að komast yfir fé annarra

Kristinn einstaklingur er sá sem auðmýkir sig og viðurkennir að hann er brotlegur og þarf á náð að halda. Ég sé ekki hroka í því. Trúfélög hafa ekkert vald til að gefa einhverjum syndaaflausn þó að mörg hver láta sem svo sé. Allir, þar á meðal presturinn að reyna að sannfæra meðlimina um að þeir komist til himna. Síðan kem ég alltaf og reyni að sannfæra þá um hið gagnstæða; merkilegt að mér skuli enn vera hleypt inn :/

Odie
P.s.  hef nú ekki meiri áhyggur af Guði þínum en ég hef fyrir Óðni og Þór

Það er heldur engin loforð frá þeim að dæma heiminn og að þeir sem eru sekir munu glatast að eilífu. Þú hefur allta að vinna og engu að tapa; það er  gáfulegt að skoða þannig boð eins alvarlega og maður getur.

Mofi, 22.4.2009 kl. 14:22

12 Smámynd: Odie

Mofi:Það er heldur engin loforð frá þeim að dæma heiminn og að þeir sem eru sekir munu glatast að eilífu. Þú hefur allta að vinna og engu að tapa; það er gáfulegt að skoða þannig boð eins alvarlega og maður getur.

Samkvæmt ásatrú verða nú engu að síður ragnarök, og þá var nú eins gott að hafa ekki dáið úr elli eða sóttdauða.

Annars er þetta tilboð um að hafa allt að vinna bara rugl.  Því þú tapar miklu.  Náttúran og alheimurinn er ólíkt áhugaverðari og meira spennandi ef þú losar þig við Guðshræðsluna.  Opnaðu augun og sjáðu raunveruleikan.  Það er bara blekkin að treysta á guði.

Odie, 22.4.2009 kl. 14:49

13 Smámynd: Mofi

Odie, ég á erfitt með að skilja hvernig alheimurinn og náttúruran geta verið áhugaverð ef Guð er ekki til.  Ég á erfitt með að skilja hvernig þitt líf getur haft einhvern tilgang ef Guð er ekki til. Er málið að þér finnst þetta boð ekki þess virði að skoða alvarlega vegna þess að ef Guð er til þá finnst þér alheimurinn og náttúruan óáhugaverð?

Mofi, 22.4.2009 kl. 14:57

14 Smámynd: Odie

Það er engin tilgangur ef einni tilgangurinn er að þóknast Guði.  Þannig líf er tilgangslaust og asnalegt.  Til hvers að lifa lífinu ef það eina sem skiptir máli sé að þóknast einhverjum guði.  Þér hlýtur að líða eins og mús á rannsóknarstofu. 

Ég hef fundið minn tilgang og hann er að njóta lífsins.   

Odie, 22.4.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Odie

Mofi: Er málið að þér finnst þetta boð ekki þess virði að skoða alvarlega vegna þess að ef Guð er til þá finnst þér alheimurinn og náttúruan óáhugaverð?

Til hvers að rannsaka heiminn eða finna upp lyf ef Guð skapaði heiminn?  Hann getur ekki hafa skapað hann vitlaust samkvæmt skilgreiningu.  Til hvers almennt að fæða sig og klæða ef tilgangurinn er að komast til himnaríkis ?  Lífið verður að einni félagsfræðilegri tilraun þar sem að endanum er spurt. 

 Trúir þú á mig ?

Og ef þú segir nei þá færðu að brenna um ókomna framtíð í helvíti.   Það er mesta syndin hvað margir eyða tíma í þessa vitleysu.

Odie, 22.4.2009 kl. 15:43

16 Smámynd: Mofi

Odie, það er enginn tilgangur ef áhrif þessa lífs eru engin til framtíðar. Þú ert hér í dag og horfinn á morgun.  Fyrir mig þá er að þóknast guði mjög lítill hluti þar sem Guð þarf ekkert á minni hjálp að halda. Það er aftur á móti stórkostlegt að hugsa til þess að samfélag við mig er eitthvað sem Guð vill. Það er sömuleiðis magnað að hugsa til þess að mitt líf getur haft varanleg áhrif og það sömuleiðis er ekki örstutt en þetta líf okkar hérna er bara örfáar sekúndur.

Ég er að njóta lífsins, sé ekki hvernig það hægt án Guðs; ef það væri raunveruleikinn þá sæi ég aðeins tilgangsleysi og algjört vonleysi.

Mofi, 22.4.2009 kl. 15:43

17 Smámynd: Odie

Æ ég get ekki annað en vorkennt þér.  Engin Guð og þá bara vonleysi.  Það er sorglegt.  En til hvers þarf að vera tilgangur ?  Við erum menn og við getum ákveðið hver tilgangurinn er.  

Markmið mitt t.d. að njóta lífsins hefur margar afleiðingar og gerir það að verkum að ég þarf að leggja margt á mig.  Hlutir sem sem ég geri með glöðu geði.  Skólaganga, uppelda barna minna og að elska konuna mína eru allt hlutir sem gefur lífi mínu tilgang auk ótal margs annars.  

Odie, 22.4.2009 kl. 15:59

18 identicon

Mófa veitti ekki af smá heimsókn í The Total Perspective Vortex.

Ótrúlegt hvað bókstafstrúaðir verða að halda að heimurinn snúist í kringum þá.

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:05

19 Smámynd: Mofi

Odie
Æ ég get ekki annað en vorkennt þér.  Engin Guð og þá bara vonleysi.  Það er sorglegt.  En til hvers þarf að vera tilgangur ? Við erum menn og við getum ákveðið hver tilgangurinn er.  

Óþarfi að vorkenna mér, fyrir mig er tilgangur og von. Varðandi að við erum menn og getum ákveðið hver tilgangurinn er þá er það miklu frekar að þú getur blekkt þig að það er einhver alvöru tilgangur en hann getur aðeins verið afmarkaður við þetta stutta líf.

Arnar, af hverju heldurðu að þó maður trúi að Guð er til og að Jesú er Guð að þá haldi maður að heimurinn snúist í kringum mann?  Ég veit mæta vel að ég og þú erum örsmáar lífverur þegar stóra myndin er skoðuð.

Mofi, 22.4.2009 kl. 16:12

20 identicon

Arnar, af hverju heldurðu að þó maður trúi að Guð er til og að Jesú er Guð að þá haldi maður að heimurinn snúist í kringum mann?

Er ekki boðskapur sköpunarsögunar þinnar sá að heimurinn, og þá allt í honum, sé skapað fyrir manninn og maðurinn sé skapaður í mynd guðssins?

Svo ertu hér í skrifunum fyrir ofan rosalega upptekin af því að þú verðir að hafa einhvern varanlegan tilgang eða skapa einhver varanleg áhrif.

Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband