Er kristni áreiðanlegri en önnur trúarbrögð?

Það er mjög algengt að setja öll trúarbrögð undir einn hatt og láta sem svo að þau eru öll eins, öll jafn trúverðug og jafnvel að þau kenni öll hið sama.  Maður þarf aðeins smá þekkingu til að vita að þau kenna alls ekki hið sama, hvort sem kemur að hver Guð er, hvernig maður öðlast eilíft líf eða bara hvernig fólk á að hegða sér.

En það virðist vera miklu sjaldgæfara að fólk geri sér grein fyrir að það er stór munur á áreiðanleika kristinnar trúar og annarra trúarbragða. Skoðum fyrst nokkur trúarbrögð heimsins:

Islam

understandislamIslam byggist á því að maðurinn Múhammeð hafi fengið opinberanir frá Guði. Þegar við lesum Kóraninn þá virðist hann vera einlæg trúverðug frásögn af Múhammeð og því sem hann sagðist hafa fengið að vita frá Guði. En það er mjög áhugavert að Múhammeð gerði engin kraftaverk til að staðfesta að hann væri frá Guði og Múhammeð gerði enga spádóma sem við gætum staðfest að rættust til að auka trúverðugleika hans. Hann sagðist einnig tala í samræmi við aðra spámenn eins og Jeremía, Elía og Móse en rannsókn á hvað hann hélt fram og hvað þeir sögðu þá er greinilegt að það er ekki samræmi þarna á milli. Aðal trúboð Islams hefur verið ofbeldi en ekki sannfærandi gögn og rök og slíkt get ég ekki talið sannfærandi.

Svo mín niðurstaða er að þessi eini maður, Múhammeð hefur engan trúverðugleika í mínum augum og ég taldi upp aðeins nokkrar ástæður fyrir þessari niðurstöðu, þær eru fleiri.

Hindúismi

hinduismHindúismi gengur aðalega út á tilvist Guðs og að Hann hefur birst á alls konar máta og þá aðalega í alls konar dýrum. Inn í þetta blandast trú á að við endurholdgumst eftir því hve góð við vorum í þessu lífi. Hindúismi er í rauninni eitthvað sem inniheldur alls konar hugmyndir þegar kemur að Guði og trúaratriðum. Það er t.d. engin hugmynd um villutrú í Hindúisma þar sem allt er í rauninni leyfilegt. Í Hindúisma er ekki um að ræða einhvern spámann sem fékk opinberun frá Guði um einhvern sannleika og það sem fer á móti þeim boðskap er rangt. Þannig ekki heldur er um að ræða neina opinberun sem gefur fólki ástæðu til að trúa að Hindúismi er sannleikurinn.

Búddismi

Búddismi gengur út frá uppljómum hin svo kallaða Buddha. Búdda fékk enga opinberun frá Guði heldur frekar að hann fékk hugmynd um hvernig við ættum að lifa lífi okkar, hver tilgangurinn með þessu öllu er. Tilgangurinn var að hans mati að hætta að vera til, að ná að slíta öll tengsl við þennan heim sem við búum í og það fólk sem í honum er. Búddismi er almennt í rauninni guðleysi en þar sem við höfum sköpunarverk Guðs þá getur við auðveldlega flokkað Búddisma sem augljóslega ekki málið.

Grísk, rómverskir og norræn goðafræði

greek-gods-gods-goodies-greek-mythology-223x300Þegar gyðingurinn Joseph Flavius fór til rómar þá er forvitnilegt hvernig hann upplifir viðhorf rómverja til trúarrita þeirra. Hérna sjáum við

Josephus
We have given practicle proof of our reverence for our own Scriptures. For, although such long ages have now passed, no one has ventured either to add, or to remove, or to alter a syllable; and it is an instinct with every Jew, from the day of his birth, to regard them as the decrees of God, to abide by them, and if need be, cheerfully die for them. Time and again ere now the sight has been witnessed of prisoners enduring tortures and death in every form in the theaters, rather than utter a single word against the laws and the allied documents.
...
What Greek would endure as much for the same cause? Even to save the entire collection of his nation's writings from destruction he would not face the smallest personal injury. For the Greeks they are mere stories improvised according to the fancyof their authors; and in this estimate even of the older historians and they are quite justified, when they see some of their own contemporaries venturing to describe events in which they bore no part, without taking the trouble to see information from those who know the facts

Sem sagt, viðhorf þessa fólks var að þessi rit voru bara skáldskapur og allir vissu það. Án efa trúðu margir á tilvist þessara guða en flestir voru með á hreinu að það var ekki til nein trúverðug opinberun frá þeim.

Kristi

jesus-nazaret.jpgEr kristni eitthvað öðru vísi en þessi trúarbrögð eða önnur trúarbrögð heimsins?  Ég segi já, ég segi að kristni er allt öðru vísi.  Kristni byggist á trúverðugleika margra manna og þeirra vitnisburði um að Guð hafi opinberast þeim og gefið þeim skilaboð. Í mörgum tilfellum þá var þeirra starf staðfest af kraftaverkum eða spádómum.Í tilfelli Móse þá voru kraftaverkin mögnuð og öll þjóðin vitni að þessum atburðum. Margir af þessum mönnum eins og Móse, Elía, Jeremía, Jesaja og Daníel gerðu spádóma sem við getum í dag rannsakað og metið hvort þeir rættust eða ekki. Ég hef fjallað um nokkra af þessum spádómum, sjá:

Sérhver vitnisburður í Biblíunni kemur frá raunverulegu fólki og það segir frá atburðum sem gerðust á sögulegum tíma á stöðum sem við vitum að voru til eða eru til á okkar tímum.  Í dag getum við lesið þeirra rit og metið hvort allir þessir einstaklingar hafi verið að segja satt eða hafi verið að ljúga.

Áður en Jesú fæðist þá var öll þjóðin búin að bíða eftir Messíasi en margir af spámönnum Gamla Testamentisins höfðu sagt fyrir um að Guð myndi senda Messías til þjóðarinnar. Hérna er nokkuð góð samantekt af öllum þeim spádómum sem Ísrael hafði varðandi Messías, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/prophchr.html

Eitt af því magnaðasta fyrir mig er lýsingin sem við finnum í ritum Jesaja spámanns en hann var uppi sirka 800 árum fyrir Krist, sjá: Hver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?

Inn í þetta umhverfi fæðist Jesú og við getum lesið hvað þeir sem þekktu Jesú höfðu um Hann að segja. Við getum lesið hvað Jesú kenndi og hvað Hann gerði en ólíkt Múhammeð þá var starf Jesú staðfest með kraftaverkum. 

Þegar síðan Jesú deyr á krossinum þá uppfyllti Hann á réttum tíma spádóm um Messías, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Þegar lærisveinar Jesú byrja að boða að Jesú hafi risið upp frá dauðum þá verður stór hluti gyðinga kristinn og á nokkrum öldum verður rómverska heimsveldið kristið.  Við höfum rit margra lærisveinanna sem fjalla um líf og kenningar Jesú og síðan þeirra störf og boðskap til þeirra sem byrja að trúa á Messías. Hérna fjallar William Lane Craig um af hverju besta útskýringin á sögulegu staðreyndunum er sú að gröf Jesú var tóm og að Jesú hafi í raun og veru risið upp frá dauðum, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=4iyxR8uE9GQ

Það er hægt að tína miklu meira til en ég læt þetta duga.  Vonandi sannfærir þetta alla sem lesa að kristni er allt öðru vísi en önnur trúarbrögð heims þegar kemur að áreiðanleika og trúverðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mér finnst samt forvitnilegt að akkúrat sú þjóð sem bjó á staðnum þar sem Jesús Jósefsson á að hafa risið upp frá dauðum, hún trúir ekki þessari sögu. Afkomendur þeirra sem voru á staðnum.

En jú jú Jesús var auðvitað merkilegri en Múhammeð þar sem Jesús gat gengið á vatni, lífgað við látna og mettað fjölda fólks með fimm fiskum. Ótrúleg kraftaverk alveg hreint!

Skeggi Skaftason, 12.10.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Mofi

Skeggi, þú ert að gleyma því að hinir fyrstu kristnu hin fyrstu sirka hundrað árin voru gyðingar. Það er aðal ástæðan fyrir útbreiðslu kristninnar að gífurlegur fjöldi gyðinga sem trúðu á Jesú dreifðust um alla jörðina.  Kraftaverkin eru mjög áhugaverð því að slíkt er ekkert algengt neitt í mannkynssögunni þegar kemur að uppruna trúarbragða. Engin kraftaverk þegar kom að Búdda, Múhammeð eða grísku guðunum. Lestu bara Nýja Testamentið og reyndu að meta hvort að þarna voru á ferðinni menn sem voru að ljúga og blekkja.

Mofi, 12.10.2012 kl. 16:44

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sri Chinmoi vann nú nokkur kraftaverk. Veit ekki hvort þau voru fyrir tilstilli Guðs.

En jú það er mjög merkilegt hvernig kristnin dreifðist um allar jarðir. Vissulega. Held það séu nú miklar ýkjur að tala um "gífurlegan fjölda Gyðinga" sem dreifðust um jörðina. Eða ertu með heimildir fyrir því?

Skeggi Skaftason, 12.10.2012 kl. 17:11

4 Smámynd: Mofi

Heimildir frá þessum tíma eru mjög takmarkaðar, menn aðalega álykta út frá hve hratt boðskapurinn breiddist og hve öfluga að fjöldinn sem dreifðist út frá Ísrael hafi verið töluverður. Við höfum guðspjöllin sem tala um margar þúsundir sem tóku trú stuttu eftir krossfestinguna. Aðrar heimildir tala kristna sem hópa og þeir eru um allar jarðir.

Mofi, 12.10.2012 kl. 17:46

5 identicon

Gyðingar eru í dag jafn margir og svíar... 9 miljónir - svo því sé haldið til haga :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 22:32

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Held að kenning þín um "gífurlegan fjölda Gyðinga" sé ekki sennileg. Fann þetta hér:

Spread of Christianity

Early Christianity spread from city to city throughout the Hellenized Roman Empire and beyond into East Africa and South Asia. The Christian Apostles, said to have dispersed from Jerusalem, traveled extensively and established communities in major cities and regions throughout the Empire. The original church communities were founded in northern Africa, Asia Minor, Armenia, Arabia, Greece, and other places.[42][43][44] by apostles (see Apostolic see) and other Christian soldiers, merchants, and preachers.[45] Over forty were established by the year 100,[43][44] many in Asia Minor, such as the seven churches of Asia. By the end of the 1st century, Christianity had spread to Greece and Italy, even India. In 301 AD, the Kingdom of Armenia became the first state to declare Christianity as its official religion, following the conversion of the Royal House of the Arsacids in Armenia. Despite sometimes intense persecutions, the Christian religion continued its spread throughout the Mediterranean Basin.[46]

There is no agreement on an explanation of how Christianity managed to spread so successfully prior to the Edict of Milan. For some Christians, the success was simply the natural consequence of the truth of the religion and the hand of Providence. However, similar explanations are claimed for the spread of, for instance, Islam and Buddhism. In The Rise of Christianity, Rodney Stark argues that Christianity triumphed over paganism chiefly because it improved the lives of its adherents in various ways.[47] Another factor, more recently pointed out, was the way in which Christianity combined its promise of a general resurrection of the dead with the traditional Greek belief that true immortality depended on the survival of the body, with Christianity adding practical explanations of how this was going to actually happen at the end of the world.[48] For Mosheim the rapid progression of Christianity was explained by two factors: translations of the New Testament and the Apologies composed in defence of Christianity.[49] Edward Gibbon, in his classic The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, discusses the topic in considerable detail in his famous Chapter Fifteen, summarizing the historical causes of the early success of Christianity as follows: "(1) The inflexible, and, if we may use the expression, the intolerant zeal of the Christians, derived, it is true, from the Jewish religion, but purified from the narrow and unsocial spirit which, instead of inviting, had deterred the Gentiles from embracing the law of Moses. (2) The doctrine of a future life, improved by every additional circumstance which could give weight and efficacy to that important truth. (3) The miraculous powers ascribed to the primitive church. (4) The pure and austere morals of the Christians. (5) The union and discipline of the Christian republic, which gradually formed an independent and increasing state in the heart of the Roman empire."[50]

http://en.wikipedia.org/wiki/Early_Christianity#Spread_of_Christianity

Skeggi Skaftason, 12.10.2012 kl. 22:38

7 Smámynd: Mofi

Auðvitað mats atriði hvaða skilning maður leggur í "gífurlegan fjölda". Í dag þegar mannkynið er 6 miljarðar þá jafnvel ef allir gyðingar þess tíma hefðu tekið trú þá hefðu þeir ekki verið nema 2 miljónir. Kannski betra að nefna ákveðnar tölur þó þær eru grófar ágískanir. Miðað við Postulasöguna þá eru þar nefnd að minnsta kosti tvö dæmi þar sem mörg þúsund manns bættust við hópinn. Kannski í kringum 70 e.kr. þegar Jerúsalem féll þá gætu hafa verið í kringum 100.000 kristnir. Kannski miklu fleiri, kannski færri, skiptir mig ekki máli varðandi trúverðugleika kristninnar.

Varðandi útbreiðslu Islams þá var það blanda af nokkrum atriðum, það var mikið til gert með ofbeldi.

Mofi, 13.10.2012 kl. 07:23

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Kristni má að stórum hluta þakka kúgun og ofbeldi fyrir útbreiðslu sína.

Við þurfum nú ekki að líta langt frá okkur til þess að vita það. Stórefa að Íslendingar hafi verið þeir einu sem voru neyddir til upptöku kristni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.10.2012 kl. 12:11

9 Smámynd: Mofi

Ingibjörg, þú greinilega þekkir ekkert sögu kristni fyrst þú segir þetta. Auðvitað má finna dæmi um þetta, sérstaklega á miðöldum þegar kristni var því miður búið að afskræmast í miðalda Kaþólsku kirkjuna sem gerði eins og spádómarnir voru búnir að segja að hún myndi gera, ofsækja fólk og breyta lögum Guðs.

Mofi, 14.10.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802893

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband