Spádómurinn um Ísrael

Margir af spámönnum Biblíunnar spáðu fyrir um örlög Ísrael og þau voru ekki fögur. Hérna til dæmis fjallar Jesú hvað myndi gerast:

 

jesus-temple.jpgLúkasarguðspjall 21:20

En þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd.  21Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem í borginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana.  22Því þetta eru refsingardagar, þá er allt það rætist, sem ritað er. 23Vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim sem börn hafa á brjósti á þeim dögum, því að mikil neyð mun þá verða í landinu og reiði yfir lýð þessum.
24Þeir munu falla fyrir sverðseggjum og herleiddir verða til allra þjóða, og Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar heiðingjanna eru liðnir.

Þarna segir Jesú að Jerúsalem mun verða tekin af útlendingum og þjóðin dreift um alla jörðina. Um það bil 40 árum eftir að Jesú spáði þessu þá byrjaði hann að rætast. Sjötíu eftir Krist eyðilögðu rómverjar musterið og Jerúsalem og endurtóku leikinn 135 e.kr.  Sagnfræðingurinn Jósephus hélt því fram að 1.1 miljón gyðinga dóu árið 70 e.kr. og hundruð þúsunda voru rekin í útleigð og þrældóm.  Í seinni árásinni árið 135 e.kr. þá hélt sagnfræðingurinn Cassius Dio því fram að 580.000 gyðingar voru drepnir og hátt í þúsund bæir voru eyðilagðir.

Þannig misstu gyðingar heimaland sitt og byrjuðu sína útlegð sem stóð yfir í nærri því tvö þúsund ár.

Spámaðurinn Daníel talaði líka um þetta sirka 500 f.kr. en hann tengir þessa eyðileggingu við dauða Messíasar eða dauða Krists. Við lesum um það í Daníel 9. kafla:

Daníel 9:24
Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.
25Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu.
26Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.
27Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann."

Þetta er mjög magnaður spádómur því að þarna er líka verið að spá því hvenær messías dæi fyrir syndir lýðsins. Ég fjallaði betur um það hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Enn fremur fjallaði spámaðurinn Míka um eyðileggingu Jerúsalems

Míka 3:10
þér sem byggið Síon með manndrápum og Jerúsalem með glæpum.
11Höfðingjar hennar dæma fyrir mútur og prestar hennar veita fræðslu fyrir kaup. Spámenn hennar spá fyrir peninga og reiða sig í því efni á Drottin og segja: "Er ekki Drottinn vor á meðal? Engin ógæfa kemur yfir oss!"
12Fyrir því skal Síon plægð verða að akri yðar vegna og Jerúsalem verða að rúst og musterisfjallið að skógarhæðum.

Samkvæmt heimildum gyðinga þá var svæðið í raun og veru plægð, sjá: http://www.jewish-history.com/palestine/period1.html

Meira að segja Móse spáði þessu líka sirka 1500 árum áður en þetta gerðist eins og hægt er að lesa um í 5. Mósebók 28. kafla.  

Að svona fór fyrir Ísrael er mjög sorglegt og eðlilegt að spyrja sig af hverju Guð leyfði þessu að gerast. Eins og ég skil þetta þá eftir að Ísrael hafði ítrekað brotið lög Guðs og að lokum deytt Hans eigin son þá hætti Guð að vernda þjóðina og því fór sem fór.

Lúkas 19
41Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni
42og sagði: "Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum.
43Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu.
44Þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki láta standa stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú ættir endilega að lesa afganginn af 21. kafla Lúkasarguðspjalls. Ég er nokkuð viss um að þú vilt ekki halda því fram að þetta eigi að hafa gerst fyrir ~2000 árum síðan.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.4.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Mofi

Hjalti, nei, ég sé ekki þannig út frá textanum. Sumt er fyrir tíma endalokanna og annað eitthvað sem átti að rætast einhvern tíman, ekki beint gefinn tímarammi hvenær. Þó að vísu Daníel gefi góða hugmynd um hvenær þetta myndi gerast.

Mofi, 26.4.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Zaraþústra

Ef þetta var hægt að sjá fyrir var það greinilega ákveðið fyrir fram, ergo hafa menn ekki frjálsan vilja og þetta gerðist allt fyrir tilstilli Guðs.

Zaraþústra, 27.4.2010 kl. 19:59

4 Smámynd: Mofi

Zaraþústra, fyrir marga þá er mjög erfitt að sjá hvernig Guð getur vitað hvað þú munt gera og að þú hafir raunverulegt val. Ég sé þetta val okkar sem gjöf Guðs, að Hann velur að ráða ekki og leyfa þér að ráða. Að gefa dauðum efnum líf og val er að mínu mati kraftaverk og það er það sem Guð hefur gefið okkur.

Mofi, 28.4.2010 kl. 10:43

5 Smámynd: Zaraþústra

Sérð þú hvernig hægt er að þekkja alla framtíð án þess að það hafi í för með sér að framtíðin hljóti þá að vera greypt í stein? Ef svo er, væri ég til í að heyra útskýringuna.

Zaraþústra, 28.4.2010 kl. 13:41

6 Smámynd: Mofi

Zaraþústra, ég viðurkenni að ég veit það ekki; lít á okkar tilveru sem kraftaverk og þetta er eitt þeirra. Tel að hérna er um að ræða vilja Guðs að ákveða að ráða ekki og láta aðrar verur fá að ráða. Síðan að Guð viti framtíðina er vegna þess að Hann er fyrir utan þessa vídd tímans sem við lifum í.  Ég tel að það þýði ekki að allt er ákvarðað fyrir fram, að við höfum ekki sjálfstæðan vilja þó að Guð fyrir utan tíma víddina sjái hvað við munum velja.

Mofi, 30.4.2010 kl. 11:13

7 Smámynd: Zaraþústra

Ég skil þig. En ef við gerum ráð fyrir að Guð sé til og að Biblían hafi verið skrifuð af mönnum sem voru haldnir heilögum anda (eða hvernig þú hugsar þér það). Stendur einhver staðar í Biblíunni að Guð hafi gefið okkur frjálsan vilja? Eða er það óbein túlkun út frá því að hann hafi gert okkur kleypt að greina rétt frá röngu o.s.fr.v (sem, ef ég man rétt var reyndar vegna þess að Eva át epli, ætli Adam og Eva hafi þá ekki haft frjálsan vilja í fyrstu?).

Zaraþústra, 30.4.2010 kl. 12:46

8 Smámynd: Mofi

Zaraþústra, ég man eftir tilfellum þar sem Biblían talar um að við eigum að velja en ekki beint neitt sem talar um frjálsan vilja; líklegast túlkun út frá versum um að við eigum að velja okkar eigin örlög. Ég skil þetta þannig að þau höfðu ekki þekkingu á hinu illa, t.d. að hugmyndin að drepa var ekki til hjá þeim. Veit ekki hvort ég myndi segja að ég hefði ekki frjálsan vilja þótt ég gæti ekki myrt, stolið eða logið.  Ég þegar get ekki gert alls konar hluti en samt upplifi að ég hafi frjálsan vilja yfir alls konar hlutum.

Mofi, 30.4.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 802791

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband