Greining á rökum Bill Nye í hans rökræðum um Þróunarkenninguna

ken-ham-v-bill-nye.jpgTöluverð umfjöllun hefur verið í Bandaríkjunum um rökræðurnar milli Ken Ham og Bill Nye enda um þrjár miljónir manna sem sáu þær í sjónvarpinu og örugglega enn fleiri sem horfðu á þær á youtube eins og ég. Ég gerði grein þar sem hægt er að sjá rökræðurnar, sjá: Hvor vann, Ken Ham eða Bill Nye

Margir gagnrýndu Bill Nye að bara yfirhöfuð tala við sköpunarsinna og gefa sköpunarsinnum einhverja athygli en ef að menn halda að þeirra trú sé hreinlega holdgervingur vísinda og gögnin eru svo sannfærandi, við hvað eru þeir þá eiginlega hræddir?

Það var eins og Ken Ham hafði aðeins tvö markmið í þessum rökræðum. Fyrsta markmiðið var að sýna fram á að það eru vísindamenn í dag sem hafa lagt mikið að mörkum til vísinda en þeir trúa líka Biblíunni varðandi sköpun sem sannar að þú þarft ekki að vera þróunarsinni til að stunda vísindi og til að geta lagt eitthvað að mörkum til vísinda.  Seinna markmiðið var að sýna fram á að það er munur á milli vísinda sem fjalla um hvernig heimurinn er í dag, það sem við getum mælt og endurtekið og síðan vísinda sem fjalla um hvað gerðist í fortíðinni þar sem við verðum að gíska á út frá takmörkuðum upplýsingum í nútíðinni.  

Mér finnst Ken Ham takast að sýna fram á þetta þótt að Bill Nye virtist ekki einu sinni sannfærast um jafn einföld atriði og þessi þrátt fyrir skýr gögn og skýr rök.

Bill Nye notaði aftur á móti ítrekað þá taktík að láta sem svo að allir alvöru vísindamenn samþykkja Þróunarkenninguna og hunsaði alveg óhrekjanleg gögn um hið gagnstæða.

Það sem Bill Nye gerði enn fremur var að lista upp ástæður sem hann taldi útiloka sköpun.  Mig langar að fara yfir nokkur af þeim atriðum sem Bill Nye taldi upp sem mótrök gegn sköpun en Ken Ham náði ekki að svara mörgum þeirra.

Bill Nye: Ef að við samþykkjum sköpun þá munum við ekki gera vísindalegar uppgötvanir

Megnið af þeim vísindamönnum sem gerðu þær uppgvötanir sem móta okkar heim í dag voru sköpunarsinnar og margir vísindamenn í dag sem hafa lagt mikið af mörkum til vísinda trúa Biblíunni, sjá: http://www.answersingenesis.org/home/area/bios/

Bill Nye: Marg þykk lög af kalksetlögum með steingervingum gætu ekki hafa myndast ef saga Biblíunnar er sönn

Fer allt eftir aðstæðum og ef flóðið gerðist þá er svarið, jú, þau gætu myndast. Hérna er farið ýtarlega yfir hvernig það gæti gerst og gögn sem benda til þess að svona lög hafi einmitt myndast hratt, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v8/n1/ancient-fossil-reefs

Bill Nye: Í ískjörnum er að finna 670 þúsund lög þar sem sérhvert lag myndaðist við að það kemur sumar og svo vetur og það passar ekki við Biblíulega tímaskalann 

Við vitum með heilmikilli vissu að svona lög geta myndast hratt við ákveðnar aðstæður, það þarf ekki sumar og vetur til að þau myndist.  Ken Ham benti síðan á söguna af orrustuflugvélunum sem týndust á Grænlandi en þegar þær fundust voru þær grafnar í  75 metrum af ís og það gerðist á aðeins 46 árum, sjá: http://creation.com/the-lost-squadron 

Fyrir ýtarlegri umfjöllun á ískjarna sínunum, sjá:http://creation.com/greenland-ice-cores-implicit-evidence-for-catastrophic-deposition 

Bill Nye: Setlög í Miklagljúfri, þau væru öðru vísi ef Syndaflóðið hefði gerst og það tekur langan tíma fyrir setlög að myndast

the-grand-canyon.jpgÉg held að Bill Nye einfaldlega viti ekki hvernig sköpunarsinnar sjá fyrir sér hvað gerðist í Syndaflóðinu. Þar sem flóðið var atburður sem gerðist á einu ári þá gerðist margt á þeim tíma, við erum ekki að tala um að bara allt blandaðist saman í einn hrærigraut og svo fór vatnið í burtu. Til að skilja þetta þá þarf maður að kynna sér það sem maður er að tala um, hérna er ágætis byrjun: Módel fyrir jarðfræðina út frá Biblíunni

Það er margt við setlögin sem styðja að þau mynduðust hratt á hamfarakenndan hátt, meira um það hérna: Mynduðust setlögin hratt?  og Sönnun fyrir ungum setlögum, þau eru beygð ekki brotin og Tilraunir sýna að setlögin eru ekki miljónir ára

 

Bill Nye: Ef að flóðið myndaði Miklagljúfur, af hverju eru þá ekki önnur Miklagljúfur út um allt?

Ástæðan er að Miklagljúfur myndaðist stuttu eftir flóðið. Það sem líklegast gerðist var að mikið magn af vatni var eftir flóðið en síðan braust það í gegn það sem hélt aftur af því og á stuttum tíma rann það í gegnum þau setlög sem höfðu myndast og skar út gljúfrið sem við sjáum í dag. Við höfum séð slíkt gerast á okkar tímum þegar eldfjallið St Helens gaur, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=M0f4URsDWy0&hd=1

Enn fremur, yfirborð jarðar lítur er einmitt best útskýrt með því að það var hulið vatni og vatnið síðan rann af og skar út það sem við sjáum í dag, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=gOABijeQ7FQ

Bill Nye: Hvar eru steingervingar að blandast milli laga eins og þríbrotar með spendýrum

polystrate_trees_wide.jpgÉg veit ekki alveg hvað Bill Nye er að meina með þessu, hann lét eins og ef þetta finndist þá myndi allt breytast.  Við höfum ótal dæmi þar sem t.d. endur, bjórar, íkornar, býflugur, kakkalakkar, froskar hafa fundist í setlögum sem við finnum risaeðlur í, sjá: Hvaða dýr lifðu með risaeðlunum?

Hvernig dreifingin á steingervingum er í setlögunum er forvitnilegt efni sem ég mæli með að fólk kynni sér, hérna er góð byrjun: http://evolutionfairytale.com/articles_debates/fossil_illusion.htm

Við höfum síðan mörg dæmi þar sem hvalir og tré eru á milli margra setlaga, sjá:  http://www.icr.org/article/4950/

 
Bill Nye: Hausskúpur sem hafa fundist, hvar passa menn og sköpun inn í það sem við höfum fundið

Það er hellings fjölbreytni meðal manna og apa og enn fremur þá geta sjúkdómar og fleira afmyndað hauskúpur sem við finnum, meira um þetta hérna: http://creation.com/anthropology-and-apemen-questions-and-answers

Bill Nye: Hvar eru steingervingar af kengúrum frá Ararat í miðaustur löndum til Ástralíu

Við myndum ekki búast við að finna steingervinga þegar kemur að atburðum eftir flóðið. Að dýr steingervist er mjög sjaldgæft, það sem þarf er hamfarakenndan atburð eins og Syndaflóðið til að útskýra alla miljónirnar af steingervingum sem við finnum í setlögum heimsins. Við vitum t.d. að ljón voru algeng á svæði Ísraels fyrir 3000-2000 árum síðan en við finnum enga steingervinga af ljónum þar í dag.  Málið er að þetta er virkilegt vandamál fyrir þróunarsinna því að steingervingar af kengúrum finnast ekki í Ástralíu heldur finnast í Evrópu og Suður Ameríku, sjá: Biogeography

Bill Nye: Ekki nægur tími til að mynda allar þær tegundir dýra sem við höfum í dag

Bill Nye reiknar að það hafi verið 14.000 dýr í örkinni og út frá þeim hafi komið þær miljónir tegunda sem við höfum í dag. Þannig að það hefðu þurft 11 nýjar tegundir að myndast á hverjum degi til að það gengi upp.  Þessir útreikningar eru kol rangir. Í fyrsta lagi þá voru ekki sjávardýr, skordýr og önnur örsmá dýr sem fóru í örkina. Þegar maður síðan hefur í huga að fjölmörg dýr eru flokkaðar sem mismunandi tegundir byggt á aðeins litlum yfirborðskenndum atriðum þá lítur þetta allt öðru vísi út.

 

Bill Nye: Hvernig gat ólærður maður eins og Nói smíðað tré skip sem er stærra en nokkur þau skip sem lærðir menn hafa getað gert í sögunni

Í fyrsta lagi þá vitum við ekkert um þekkingu Nóa, einnig gat hann hafa fengið ótal verkamenn til að hjálpa sér með smíðina. Út frá Biblíunni þá var komin þekking á járni svo það er möguleiki á að Nói hafi notað járn. Síðan var Nói ekki að smíða bát heldur örk sem var hönnuð til að fljóta en ekki sigla og þar er líklegast lykilatriðið í þessu öllu saman.

Bill Nye: Þróunarkenningin gefur þeim spár sem hægt er að athuga hvort þær séu réttar og Bill gefur Tiktaalik sem dæmi um slíka spá 

Bill Nye gefur dæmið af Tiktaalik þar sem þróunarsinnar fóru að leita á ákveðnum stað að steingervingi sem ætti að hafa ákveðna eiginleika og spáin reyndist rétt og þeir fundu Tiktaalik. Þarna héldu þeir að þeir hefðu fundið tegund sem var á milli annara þekktra tegunda eða Nye kallar fisk-eðlu dýr. Vandamálið er að fótspor ferfættra dýra fundust seinna í setlögum neðar sem eiga að vera mörgum miljón árum eldri. Þróunarkenningin spáði því ekki og þar með fauk út í veður og vind hugmyndin um að Tiktaalik væri forfaðir ferfætlinga jarðar. Meira um þetta hérna: Is the famous fish-fossil finished?

Enn meira um hvernig Þróunarkenningin hefur gert mikið af röngum spáum í gegnum tíðina: Af hverju að treysta kenningu sem spánir nærri því aldrei rétt?

 

Bill Nye: Sköpunarkenningin getur ekki gert vísindalegar spár

Það eru margar spár sem koma út frá Biblíulegri sköpun og sorglegt að Ken Ham kom ekki með betri dæmi í þessum rökræðum. Hérna eru nokkur:

  • Út frá sögunni um Syndaflóðið þá ályktuðu sköpunarsinnar á miðöldum að dýrategundir gætu breyst og þær getu breyst hratt en núna vitum við að það er satt
  • Í kringum 1900 þá héldu þróunarsinnar því fram að mannslíkaminn innihéldi ótal afgangslíffæri sem líkaminn þyrfti ekki á að halda. Sköpunarsinnar spáðu fyrir því að við myndum finna tilgang þessara líffæra því að Guð hefði ekki skapað drasl sem þjónaði engum tilgangi. Í dag vitum við að öll líffæri mannsins hafa tilgang, sköpun spáði rétt fyrir um framtíðar uppgötvanir á meðan þróunarkenningin spáði rangt fyrir
  • Þróunarsinnar spáðu því að það myndu finnast ótal steingervingar sem myndu sýna fram á hvernig lífið smá saman þróaðist á þessari jörð. Í dag erum við búin að finna miljónir steingervinga en munstrið sem þróunarsinnar bjuggust við að finna er þar ekki. Spá sköpunarsinna var sú að við myndum ekki finna steingervinga sem sýndu fram á þróun
  • Síðustu áratugi hafa sköpunarsinnar spáð því að við myndum uppgötva að nærri allt DNA mannsins hefði virkni og þar af leiðandi tilgang. Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að nokkurn veginn allt DNA mannsins hefur virkni. Ég má til með að benda á að það var þvert á það sem þróunarsinnar bjuggust við enda drasl DNA hugmyndin þeirra ein af þeirra uppáhalds rökum gegn sköpun
  • Spá sköpunarsinna reynist rétt um tungl Jupiters, Ganymede

  • Vísindamaðurinn Russel Humphrey gerði nokkrar áhugaverðar spár: http://www.youtube.com/watch?v=PgvQ68bR2MU   og hérna: http://creation.com/mercurys-magnetic-field-is-young

Ken Ham kom með nokkur dæmi að auki en þetta hlýtur að duga til að sannfæra jafnvel hinn skeptíska að trú á sköpun gefur spár varðandi framtíðar rannsóknir.

Bill Nye:  Kynlíf þróaðist til að gefa meiri andstöðu gegn sjúkdómum

Að eitthvað fyrirbæri sé gott útskýrir ekki hvernig náttúruval og tilviljanir fóru að því að búa viðkomandi eiginleika til.  Algeng rökvilla hjá þróunarsinnum.  Hvernig kynlíf varð til út frá þróun er mikil ráðgáta og góð rök fyrir tilvist hönnuðar, sjá: Episode 5: Why Sex?

Bill Nye: Sköpunarsinnar trúa því að náttúrulögmálin hafa breyst eða eru að breytast

Lítið við þessu að segja nema "Nei".  Sköpunarsinnar hafa góða ástæðu til að halda að lögmál náttúrunnar séu stöðug og séu skiljanleg og það var grunnurinn að nútíma vísindum sem sköpunarsinnar lögðu.  Mín trú er sú að ef að trú heimsins hefði verið guðleysi þá hefðu nútíma vísindi aldrei orðið til, guðleysi gefur einfaldlega ekki grunn til að stunda vísindi.

 

Hérna er viðtal við Ken Ham eftir umræðuna, sjá: http://debatelive.org/answers/

Enn frekari umfjöllun um atburðinn hérna: http://creation.com/ham-nye-debate


mbl.is 900 þúsund ára gömul fótspor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2014

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband