Hvor vann, Ken Ham eða Bill Nye

Fyrir stuttu rökræddu Ken Ham hjá Answers In Genesis og Bill Nye "The Science guy".  Þeir rökræddu hvort að sköpun væri gild útskýringin í dag eða ekki.  Endilega horfið á þessar forvitnilegu umræður og segið mér hvor vann, Ken Ham eða Bill Nya.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Ken Ham vann EF maður er tilbúinn að loka augum og eyrum fyrir rökum og skynsamri hugsun. Að öðru leyti rústaði Nye þessu.

Pétur Harðarson, 6.2.2014 kl. 21:36

2 Smámynd: Mofi

Ég er í rauninni sammála þér Pétur, ég var ekki sáttur við Ken Ham þarna.

En endilega segðu mér hvað þér fannst Nye segja sem þér fannst sannfærandi.

Mofi, 7.2.2014 kl. 11:19

3 Smámynd: Mofi

Pétur, Ég er líka forvitinn að heyra hvort þú skildir punktana sem Ken Ham kom með. Hann var dáldið mikið að ýtreka suma hluti aftur og aftur, forvitinn hvort að hans grunn skilaboð komust til skila til fólks eins og þín.

Mofi, 7.2.2014 kl. 12:40

4 Smámynd: Bjarni Jons

Afhverju eyddir þú minni athugasemd?

Bjarni Jons, 8.2.2014 kl. 15:24

5 Smámynd: Mofi

Ég kannst ekki við neitt slíkt, prófaðu aftur.

Mofi, 8.2.2014 kl. 16:35

6 Smámynd: Bjarni Jons

Já ok, ég er kannski eitthvað mis..:) En ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með Ken Ham, mér fannst þessi áhersla hans á að benda á sköpunarsinna sem voru vísindamenn frekar furðuleg, sé ekki hvernig það hjálpar hans röksemdafærslu. Svo fannst mér svörin full mörg hjá honum þar sem hann sagði einfaldlega "það stendur í biblíunni"

Spurningin sem var lagt upp með, og sú sem allavega Bill var að reyna svara var þessi:

"Is creation a viable model of origins in today's modern, scientific era?"

Mér fannst Ken Ham takast afleitlega upp með að færa rök fyrir því að svarið við þessari spurningu væri já, og þá sérstaklega vegna þess hversu oft hann vísaði einfaldlega í biblíuna sem vísindalega frumheimild.

Ég veit alveg að við verðum ekkert sammála um efnið sem slíkt, en ertu ekki sammála mér í því að Ken Ham hafi verið slakur?

Bjarni Jons, 8.2.2014 kl. 17:36

7 Smámynd: Mofi

Jú, ég er ekki ánægður með hvernig hann stóð sig. Það var alveg rétt hjá honum að taka smá tíma í grunn hugmyndafræðilegan mun á milli sköpunnar og þróunnar en ekki allan tíman sem gerði það að verkum að það virkaði eins og Bill Nye var að hugsa um staðreyndirnar en Ken Ham byggði allt sitt á blindri trú.

Það var svo margt sem Ken Ham gat sagt en gerði ekki en ég fór yfir það hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1353713/

Mofi, 8.2.2014 kl. 18:48

8 Smámynd: Bjarni Jons

Já einmitt, það kom soldið mikið þannig út fannst mér.. Bill var að reyna byggja sitt mál á einhverjum gögnum á meðan Ham virkaði oft bara eins og prestur í predíkun

Bjarni Jons, 8.2.2014 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 802790

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband