Báðir þessir kúrar eru óhollir

721241Þegar ég horfi á myndina þar sem bræðurnir tveir halda á sitthvorum disknum, þar sem hvor diskurinn inniheldur það sem viðkomandi mátti borða þá eru báðir diskarnir fullir af "mat" sem ég myndi ekki láta ofan í mig. 

Kolvetnislaus kúr og fitulaus kúr eru báðir stórfurðulegir. Líklegast stórhættulegir ef menn myndu gera þetta að langtíma lífsstíl.  Að taka út grænmeti og ávexti er í mínum augum bara ávísun á dauða. Að horfa aðeins á kaloríur og hvort maður grennist eða ekki er afar takmarkað. Miklu frekar vil ég setja vellíðan og heilsu sem markmiðið og vona að áhrifin eru líka að líta vel út, fallegri húð, missa kíló og svo framvegis en heilsan hlýtur að eiga heima í fyrsta sæti. Ég að minnsta kosti vil frekar vera feitur og lifandi en grannur og dauður.  Sem betur fer haldast heilsa og fegurð í hendur; að mínu mati að minnsta kosti.

Svo hver er lausnin?  Grænmeti, ávextir, hnetur og baunir auðvitað. Eden kúrinn, borða það sem Guð ætlaði okkur að borða í Eden.  Kolvetni er eins og bensín fyrir bíla svo það er orkan sem við þurfum og best að fá hana úr ávöxtum; líka hægt að fá hana úr kartöflum og hrísgrjónum en ávextir eru besti kolvetnisgjafinn.  Fólk sem lifir bara á ávöxtum borðar gífurlegt magn af þeim og er vanalega með innan við 5% líkamsfitu svo engin hætta að borða ávexti geri mann feitann.

Hérna er ein stelpa sem borðar bara ávexti að fjalla um þetta:

Enn fremur langar mig að benda á klippu úr Oprah þar sem hún fjallar um hjartasjúkdóma en eins og er þá deyja flestir úr hjartasjúkdómum, aðallega hjartaáföllum. Í Englandi þá deyja 74.000 manns árlega eða 200 á hverjum degi úr hjartasjúkdómum.


mbl.is Úr 60 kílóum í 111 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband