Lifandi verur líta út fyrir að vera hannaðar, hvernig vita þróunarsinnar að þær eru það ekki?

animal_114.jpgRichard Dawkins skrifaði “biology is the study of complicated things that have the appearance of having been designed with a purpose".  Lauslega þýtt "líffræði er rannsókn á flóknum hlutum sem virðast hafa verið hannað með tilgang í huga". Francis Crick, einn af þeim sem uppgvötaði strúktúr DNA skrifaði "Biologists must constantly keep in mind that what they see was not designed, but rather evolved." eða "líffræðingar verða stöðugt að hafa í huga að það sem þeir eru að horfa á var ekki hannað heldur það þróaðist". 

Vandamálið sem þróunarsinnar standa frammi fyrir er að lifandi verur sýna of mikið af hönnun. Hver andmælir þegar fornleifafræðingur segir að einhverjir munir benda til hönnunar manna?  Samt, ef einhver telur að hönnunin sem við sjáum í lifandi verum bendi til hönnuðar þá er það ekki ásættanlegt. Af hverju ættu vísindin að vera í spennitreyju sem heimtar að allt sé útskýrt án hönnuðar frekar en að útskýra út frá því sem er rökrétt?

Meira hérna: Is the design explanation legitimate?

Fengið héðan: http://creation.com/images/pdfs/flyers/15-questions-for-evolutionists-s.pdf

Rökræður um tilvist Guðs og vandamál illskunnar

all_good_god_1132563.jpgHérna rökræða Nathan Renner og Timothy Elizondo um hvort að góður Guð geti verið til í heimi sem inniheldur illsku og þjáningar. Nathan er aðvent prestur Timothy Elizondo er prófessor við Columbia College. Ég hafði mjög gaman að hlusta á þessar rökræður, líklegast spilaði inn í það að hérna var aðventisti að rökræða þessa hluti en mér finnst sýn Aðvent kirkjunnar á vandamál illskunnar vera miklu skiljanlegra en annara kristna; hérna hefur aðvent trúin eitthvað sérstakt og dýrmætt fram að færa.

http://arisehub.org/resource/debate-goodness-suffering-and-god/

Oft gert með blessun ríkisins

obama-punishment_1132488.jpgÉg á alltaf jafn erfitt með að skilja af hverju menn gera svona mikinn greinarmun á milli þess að láta átta níu mánaða gamalt barn deyja Drottni sínum og síðan fimm mánaða gamalt barn. Eitt er litið á sem grimmilega meðferð sem það er auðvitað en hitt er bara eins og að fara út með ruslið.

Hérna eru nokkur dæmi þar sem mæður hafa fætt fyrirbura eða fóstureyðing mistókst og starfsfólk spítalana tóku meðvitaða ákvörðun um að láta börnin deyja með því að láta þau bara afskiptalaus.

http://www.consciencelaws.org/issues-background/abortion/abortion01.html

http://www.catholic.org/international/international_story.php?id=36326

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1211950/Premature-baby-left-die-doctors-mother-gives-birth-just-days-22-week-care-limit.html

http://www.thisislondon.co.uk/news/article-23435549-66-babies-in-a-year-left-to-die-after-nhs-abortions-that-go-wrong.do

Blandan af reiði og sorg við að horfast í augu við þetta skilur mann eftir örmagna, illskan sem við leyfum okkur er svakaleg.


mbl.is Skildi barn sitt eftir til að deyja
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Áhrif trúar á pólitík

Þegar Bandaríska stjórnarskráin var saman þá skipti það höfunda hennar miklu máli sú trú að allir menn voru skapaðir jafnar með rétt til að tjá sig og til að tilbiðja eins og þeirra samviska sagði fyrir um. Þetta var síðan fordæmi fyrir mörg önnur lönd...

56 mínútur sem gætu breytt lífi þínu

John C. Walton er vísindamaður sem hefur tvær doktors gráður og hérna fer hann yfir sínar ástæður fyrir því að trúa að fyrsta fruman hafi verið hönnuð af vitrænni veru. Þessi fyrirlestur um uppruna lífs var haldinn 21. september árið 2010 og fyrir þá sem...

Viðtal við Jonathan Sarfati um skák og Þróunarkenninguna

Áhugavert viðtal við Jonathan Sarfati um skák og þróunarkenninguna. Jonathan Sarfati er með doktorsgráðu í efnafræði og er þekktur skákmaður í sínu heimalandi og þekktur fyrir að geta teflt blindandi við tólf einstaklinga á sama tíma. Hann er höfundur...

Lífrænar leifar sem þróunarsinnar trúa að séu margra miljóna ára gamlar

Mér sýnist öll trúarbrögð glíma við trúar atriði sem er erfitt að kyngja. Kristni er engin undantekning en aðal atriðið er að mínu mati er hve trúleg heildarmyndin er. Frá mínum sjónarhóli þá er Þróunarkenningin orðin að trúarbrögðum með alveg óteljandi...

Voru drekar í raun og veru risaeðlur?

Sögur af risastórum dýrum sem menn kalla dreka hafa lifað með mannkyninu í árþúsundir og er að finna víðsvegar um heiminn eins í Evrópu, Asíu, og Norður og Suður Ameríku. Þegar vísindamenn byrjuðu að uppgvöta leifar af risaeðlum þá hefðu rökréttu...

Hvað eru upplýsingar?

Í umræðum um hvað gæti orsakað upplýsingar eða upplýsingakerfi þá kom upp sú spurning hvað eru upplýsingar. Mér fannst svarið alltaf liggja í augum uppi. Bara getan til að geta skrifað athugasemdir á blogginu ætti að segja viðkomandi nóg til að vita hvað...

Trúir þú ekki á kraftaverk?

Finnst þetta snilldar mynd sem virkilega kemur að kjarna málsins þegar kemur að kraftaverkum. Læt síðan fylgja með líka John Lennox, stærðfræðingur við Oxford útskýra hvernig hann sér kraftaverk, vísindi og hina kristnu

Kenningar sem valda ágreiningi - ástand hinna dauðu

Góð "ræða" með Doug Bachelor þar sem hann útskýrir hvað Biblían kennir um ástand hinna dauðu. Margar kristnar kirkjur kenna að þegar þú deyrð þá ferðu til himna en þessi hugmynd er heiðin og passar engan veginn við vitnisburð Biblíunnar. Doug Bachelor...

Er venjulegt salt í lagi?

Hérna er áhugavert myndband um salt, sögu salts og tenginguna við heilsu. Það sem mér finnst áhugavert er að venjulegt borðsalt skortir það sem náttúrulegt salt hefur. Ekki að venjulegt salt sé óhollt en eins og búið er að predika í mörg ár þá er slæmt...

Kristið rokk - annar hluti

Síðast þegar ég gerði færslu um kristið rokk þá hvartaði einn vinur minn yfir því að ég sleppti alveg hans uppáhalds hljómsveit sem er Petra. Þannig að ég ætla að bæta loksins úr því. Ég kynntist þessari hljómsveit fyrst þegar ég var á Hlíðardalsskóla...

Baráttan um Biblíuna

Langar að benda á áhugverðan fyrirlestur sem fjallar um hvaða handrit hafa verið notuð til að þýða Biblíuna. Hvernig í dag eru komnar í umferð Biblíur sem byggja á mjög vafa sömum handritum sem grafa undan guðdómi Jesú og að Hann er eina leiðin fyrir...

Jörðin er einstök

Að vera með álíkan massa segir afskaplega lítið um hvort að pláneta sé eins sérstök og jörðin þegar kemur að því að vera heimili lífvera og hvað þá manna. Hérna er myndin " Privileged Planet " sem er frábær mynd sem fjallar um hve sérstök jörðin er og...

Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin

Fyrir nokkru gerði ég grein sem ég kallaði Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum . Ég sá ekki betur en að fyrst að Jesú innsiglaði nýja sáttmálann á krossinum þegar NT hafði ekki verið skrifað að þá gæti NT ekki verið hluti af nýja...

Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum

Ef þú hefur keypt íbúð eða bíl þá hefur þú líklegast skrifað undir samning. Um leið og búið er að skrifa undir samninginn og þinglýsa honum þá er hann bindandi. Það er ekki hægt að breyta samningnum eftir það nema þá ógilda hann. Enginn tæki það í mál að...

Hvernig urðu ensím til?

Til að framkvæma margt í náttúrunni þá þarf mörg ensím og prótein að vinna saman í ákveðni röð. Hvernig eiga röð af tilviljunum að hafa búið til bara einn af þessum hlutum, hvað þá 10 eða 20 eða 30 á sama tíma og oft í ákveðni röð. Lífefnafræðingurinn...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2012
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband