Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin

thelastsupper_1130084.jpgFyrir nokkru gerði ég grein sem ég kallaði Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum. Ég sá ekki betur en að fyrst að Jesú innsiglaði nýja sáttmálann á krossinum þegar NT hafði ekki verið skrifað að þá gæti NT ekki verið hluti af nýja sáttmálanum.

Síðan síðasta hvíldardag þá var kvöldmáltíð í kirkjunni minni og fótaþvottur. Þegar ég síðan sat þarna og tók þátt í athöfninni, þegar einn af vinum þvoði fæturnar á mér sem er hluti af fótaþvotta athöfninni að þá fattaði ég að þessi athöfn er hvergi í Gamla Testamentinu. Jesú síðan segir þegar kemur að borða brauðið og vínið að þetta er nýji sáttmálinn, að í staðinn fyrir fórnir þá kemur kvöldmáltíðin í staðinn og það er nýji sáttmálinn.  Það var dálið upplifun að vera að gera eitthvað sem sýndi mér svart á hvítu að ég hafði haft rangt fyrir mér og þessi rök ganga ekki upp.

Minn nýji skilningur er núna sá að Jesú kenndi lærisveinunum hver nýji sáttmálinn væri og Hann innsiglaði það á krossinum og síðan áttu lærisveinarnir að gera eins og Jesú sagði þeim, að kenna þeim allt sem Hann hafði kennt þeim.

Þá vaknar upp sú spurning hvort að það þýðir að mín niðurstaða að það sem GT kenndi eins og t.d. hvíldardagurinn og hátíðirnar sé enn gild og ég tel svo vera. Það eru enn nóg af rökum fyrir því og mjög veik á móti að mínu mati þó ég er enn að rannsaka þetta.

Guð sjálfur sagði að þetta væru Hans lög, Jesú hélt þessi lög og sagði okkur að halda lögin eins og Hann hélt lögin og Jesú sannarlega hélt hvíldardaginn og hátíðirnar. Við höfum síðan hvergi skýra skipun um að þetta hafi breyst svo ég sé ekki betur en þetta standi.

Fyrir þá sem vilja skýr svör og engan vafa þá er líklegast pirrandi að lesa bloggið mitt þar sem að ég er enn í því ferli að rannsaka og skilja betur en fyrir þá sem vilja rannsaka og skilja þá vona ég að þetta hafi verið fróðlegt og skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Gaman að þessu og þessum pælingum. Eitthvað sem ég hef ekki skoðað mikið. Skemmtilegt að læra eitthvað nýtt, og svo held ég að það sé góður eiginleiki að vera tilbúinn að breyta um skoðun ef rök eru fyrir því.

kv. Kalli

Karl Jóhann Guðnason, 9.1.2012 kl. 16:10

2 Smámynd: Mofi

Kalli, það er örugglega erfitt fyrir okkur öll að skipta um skoðun og ég engin undantekning. Ég samt reyni að nálgast þessa hluti með því hugarfari að reyna að vera opinn og reyna að vera tilbúinn að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér. Kannski af því að það er það sem ég vil af mörgum þeim sem ég tala við svo ef ég vill að aðrir séu til í að þetta þá verð ég að vera til í þetta líka.  Höldum áfram að stúdera þetta, þar sem synd er lögmálsbrot þá skiptir máli að við leitumst eftir því að vita hvað er synd og hvað ekki og rannsókn á lögmálinu er lykil atriði í þeim efnum.

Kv,
Halldór

Mofi, 9.1.2012 kl. 16:28

3 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Já, stoltið í manni getur verið hindrun fyrir því að skipta um skoðun.  Svo er líka held ég miklu erfiðara fyrir eldra fólk að skipta um skoðun en við sem eru yngri. Datt í hug vers í orðskviðunum, man ekki hvar það er núna, en segir að ef maður lærir eitthvað þegar maður er ungur þá heldur maður því allt lífið.  Það er eins og stefnan í lífinu er sett þá og erfitt að breyta henni eða það kostar mikið erfiði svo auðveldast fyrir fólk að halda þeirri stefnu á eldri árum einnig.

Það er svo margt hægt að læra svo ég held að ef maður segir að maður veit allt um eitthvað efni þá er það vísbending að maður hafi mjög líklega rangt fyrir sér. Og ef maður segir að maður viti allt þá er varla ástæða til að læra meira og leita. En maður sér vonandi alltaf meira af réttu heildarmyndinni með því að nota rök og reynslu.

Karl Jóhann Guðnason, 9.1.2012 kl. 17:13

4 Smámynd: Linda

Guð sjálfur svaraði þér þarna Mófi, er hann ekki yndislegur!

Linda, 9.1.2012 kl. 19:26

5 Smámynd: Linda

Ég bara tárast.

Linda, 9.1.2012 kl. 19:27

6 Smámynd: Mofi

Karl Jóhann, já, góður punktur með þetta úr Orðskviðunum. Við getum líklegast bara vonað að við erum á réttri leið og ef að maður ásetur sér að rétta leiðin er það sem skiptir mestu máli en ekki stollt eða pólitík þá hljótum við að geta verið vongóðir.

Mofi, 9.1.2012 kl. 20:32

7 Smámynd: Mofi

Linda, ég fór bara að brosa þarna í miðri athöfninni þegar ég kveikti á perunni; það var eitthvað svo kómískt við þetta :)    Kannski já var Guð sjálfur að svara.

Mofi, 9.1.2012 kl. 20:33

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll og gleðilegt "nýtt ár

" Hefur þú skoðað Luk 16.16-17.16Lögmálið og spámennirnir ná fram til Jóhannesar. Þaðan í frá er flutt fagnaðarerindi Guðs ríkis, og hver maður vill ryðjast þar inn.
17En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi.


Hér gæti virst vera þversögn, en það er það ekki.  Náðartímabilið byrjar með fagnaðar erindinu um Guðs ríkið.  Lögmálið er eins og breytist ekki, og er ennþá sá grundvöllur sem við höfum fyrir rétt og rangt.

Hins vegar var það lagt til hliðar, þegar Kristur dó og fortjaldið rifnaði og vegurinn inn í hið heilaga opnaðist.

Ég man ekki hvaða ár við skiptum úr vinstri umferð í hægri , en ég man eftir deginum. Það má segja að lögin fyrir vinstri umferð hafi verið lögð til hliðar og  umferðarlögin breyttust. Samt eru enn þessi vinstri lög í Bretlandi.

Galatbréfið segir:4En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli,
5til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, og vér fengjum barnaréttinn.

Jesús Kristur þjónaði undir lögmáli, þegar hann læknaði líkþráa manninn, þá sagði hann honum að fara og sýna sig prestunum og færa þá fórn sem Móse bauð. Matt.8.4

Í Postulasögunni 3 kafla, lesum við að Pétur segir við lamaðan mann,: ...það sem ég hef gef ég þér: "Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk."

Hér er ekki lengur talað um að sýna sig prestunum, nýtt tímabil var hafið.

Það sem ég vildi segja í framhaldi, að ef þú hefðir spurt Jesú um lögin fyrir vinstri umferð, áður en skipt var, þá hefði hann sagt þér að halda þau og að þau breyttust ekki. Fyrir mig þá skýrir það bæði Lúk 16.16 , Matt 5.17 og Matt 23.3

Kristinn Ásgrímsson, 11.1.2012 kl. 21:25

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég tel Gamla Testamenntið vera mikilvægari rit og gefur meira Guðlega inspiration.

Nýja Testamentið hefur aldrei náð flugi og má hvíla.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 04:14

10 Smámynd: Mofi

Kristinn
Hér gæti virst vera þversögn, en það er það ekki.  Náðartímabilið byrjar með fagnaðar erindinu um Guðs ríkið.  Lögmálið er eins og breytist ekki, og er ennþá sá grundvöllur sem við höfum fyrir rétt og rangt.

Þá ætti einhver sem telur sig vera kristinn að vera jákvæður gagnvart því þegar einhver bendir á hvað lögmálið segir ekki satt?

Kristinn
Hins vegar var það lagt til hliðar, þegar Kristur dó og fortjaldið rifnaði og vegurinn inn í hið heilaga opnaðist.

Hvað þýðir þetta fyrir þig, "lagt til hliðar"?

Skoðum aðeins hvað lögmálið segir til að átta okkur á því hvað var lagt til hliðar ( geri þetta á ensku til að spara mér sporin ):

  • 2. Mósebók 22:21:22
    be kind to strangers, widows, and fatherless children. 
  • 2. Mósebók 23:2
    Thou shalt not follow a multitude to do evil; neither shalt thou speak in a cause to decline after many to wrest judgment:
  • 2. Mósebók 23:6
    Thou shalt not wrest the judgment of thy poor in his cause.
  • 3. Mósebók 19:16
    Thou shalt not go up and down as a talebearer among thy people
    : neither shalt thou stand against the blood of thy neighbour; I am the LORD.
  • 3. Mósebók 19:17-18
    Thou shalt not hate thy brother in thine heart: thou shalt in any wise rebuke thy neighbour, and not suffer sin upon him.
    18 Thou shalt not avenge, nor bear any grudge against the children of thy people, but thou shalt love thy neighbour as thyself: I am the LORD. 
  • 5. Mósebók 15:7
    If there be among you a poor man of one of thy brethren within any of thy gates in thy land which the LORD thy God giveth thee, thou shalt not harden thine heart, nor shut thine hand from thy poor brother:
  • 5. Mósebók 6:5
    Love the LORD your God with all your heart and with all your soul and with all your strength.

Var þetta lagt til hliðar?  Var þetta birgði á fólkinu?  Var þetta neglt á krossinn og Jesú, losaði okkur við þessi leiðindi?

Kristinn
Galatbréfið segir:4En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli,
5til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, og vér fengjum barnaréttinn

Er ekki lang eðlilegast að skilja þetta eins og þetta er sett fram í Hebreabréfinu sem segir:

Hebreabréfið 10:26-29
26
Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar,
27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs.
28Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera.
29Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?

Hebreabréfið talar um hve miklu meiri okkar löngun til að syndga ekki ætti að vera í ljósi náðarinnar. Að vera undir náð þýðir þarna að það er miklu alvarlegra að syndga og synd er lögmálsbrot

1. Jóhannesarbréf 3:4
4
Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot

Kristinn
Hér er ekki lengur talað um að sýna sig prestunum, nýtt tímabil var hafið.

Það varð breyting á prestdóminum, í staðinn fyrir jarðneskt musteri og að menn þjónustu sem prestar þá varð Jesú æðsti prestur allra. 

Kristinn
Það sem ég vildi segja í framhaldi, að ef þú hefðir spurt Jesú um lögin fyrir vinstri umferð, áður en skipt var, þá hefði hann sagt þér að halda þau og að þau breyttust ekki. Fyrir mig þá skýrir það bæði Lúk 16.16 , Matt 5.17 og Matt 23.3

Er ekki undarlegt að segja við lærisveinana og fólkið að hlýða þegar lesið er upp úr lögum Guðs sem Guð gaf Móse ( Matteus 23 ) þegar það átti bara að gilda kannski í nokkra mánuði í viðbót?

Er ekki eðlilegra að það var það sem þeir áttu að gera en sumt væri að hætta, renna sitt skeið eins og fórnarkerfið, musterið og prestakerfið?

Mofi, 12.1.2012 kl. 10:18

11 Smámynd: Mofi

Kristinn, og auðvitað, sæll og gleðilegt ár :)

Mofi, 12.1.2012 kl. 12:39

12 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Halldór, þér finnst erfitt að vera sammála þótt mér sýnist að við séum nú næstum sammála núna. Ég held, (er að vinna núna og hef ekki flett því upp) að öll boðin sem þú telur upp í mósebókunum megi líka finna í N.T.

Af hverju er svona erfitt að skilja þetta með "barnaréttin"

N.t . segir að dómurinn byrji á húsi Guðs, þannig að Guðs barn sem syndgar af ásettu ráði...fær sinn dóm, ef ekki kemur iðrun.

Er ekki undarlegt..... jú vissulega undarlegt, en þannig er það nú samt með öll lög, þau eru í fullu gildi þar til þau er afnumin eða leyst af hólmi með betri lögum.

Kristinn Ásgrímsson, 12.1.2012 kl. 15:01

13 Smámynd: Mofi

Kristinn
Sæll Halldór, þér finnst erfitt að vera sammála þótt mér sýnist að við séum nú næstum sammála núna
Ég upplifi þig á dáldið svipaðann hátt :)   Mér finnst eins og þú segir hluti sem þýðir að þú hljótir að vera sammála mér eins og að lögmálið segir hvað er rétt og hvað er rangt en síðan að búið er að leysa það af hólmi.
Kristinn
Ég held, (er að vinna núna og hef ekki flett því upp) að öll boðin sem þú telur upp í mósebókunum megi líka finna í N.T

Allt í lagi, dæmi um atriði sem eru ekki í NT:

  • 3. Mósebók 19:14
    "Thou shalt not curse the deaf, nor put a stumbling block before the blind

  • 3. Mósebók 23:22
    And when ye reap the harvest of your land, thou shalt not make clean riddance of the corners of thy field when thou reapest, neither shalt thou gather any gleaning of thy harvest: thou shalt leave them unto the poor, and to the stranger: I am the LORD your God. 

  • 3. Mósebók 23:15
    Thou shalt not deliver unto his master the servant which is escaped from his master unto thee
  • 5. Mósebók 22:1
    Thou shalt not see thy brother's ox or his sheep go astray, and hide thyself from them: thou shalt in any case bring them again unto thy brother.
  • 5. Mósebók 16:18
    Judges and officers shalt thou make thee in all thy gates, which the LORD thy God giveth thee, throughout thy tribes: and they shall judge the people with just judgment.
  • 3. Mósebók 18:7-9

    The nakedness of thy father, or the nakedness of thy mother, shalt thou not uncover: she is thy mother; thou shalt not uncover her nakedness.
    8The nakedness of thy father's wife shalt thou not uncover: it is thy father's nakedness.
    9The nakedness of thy sister, the daughter of thy father, or daughter of thy mother, whether she be born at home, or born abroad, even their nakedness thou shalt not uncove

  • 3. Mósebók 19:31
    Do not turn to mediums or seek out spiritists, for you will be defiled by them. I am the LORD your God.

Þeta eru allt hlutir sem að ég best veit eru ekki í NT og hlutir sem ég held að þú sért sammála.  Síðan atrði varðandi hreinlæti sem hefði getað bjargað þúsundum í gegnum aldirnar en hinn svo kallaði kristna kirkja leit á sem úreldar reglur og það kostaði gífurlega þjáningar og dauða.

Atriði sem mig grunar að þú ert ósammála eru kaflarnir um óhreint kjöt, tíund og hátíðirnar. 

Kristinn
Af hverju er svona erfitt að skilja þetta með "barnaréttin"

Ég tel mig skilja hann og þig misskilja hann. Að öðlast þennan barnrétt var að fá hlutdeild í loforðinu sem Guð gaf  Abraham og það er núna opið öllum í gegnum trú á Jesú. Ekki að með barnréttinum að þá hverfi það sem orð Guð skilgreindi sem vilja Guðs, það sem skilgreindi synd og rétt frá röngu. Eins og að barnrétturinn væri rétturinn til að syndga og hverfa frá lögum Guðs.

Kristinn
Er ekki undarlegt..... jú vissulega undarlegt, en þannig er það nú samt með öll lög, þau eru í fullu gildi þar til þau er afnumin eða leyst af hólmi með betri lögum.

Ég spurði hvort það væri ekki undarlegt að Jesú væri að segja sínum fylgjendum að fara eftir því sem Guð gaf Móse ef það ætti aðeins við í nokkra mánuði og minnast ekkert á að það væri bara í stutta stund og síðan kæmu tvö þúsund ár af því að fara ekki eftir því sem Guð gaf Móse. Ég sé bara að fara beint á móti því sem Jesú kenndi og mín samviska leyfir það ekki.

Mofi, 12.1.2012 kl. 16:02

14 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mín skoðun er að þegar Kristur dó og reis frá dauðum þá hafi það verið til að auðvelda mannkyninu að frelsast. Aðferðafræði breyttist, en reglurnar eru þær sömu í raun. Guð slakaði ekki á "reglunum". Afleiðingarnar eru þær sömu einnig.

Kristur kom í staðinn fyrir fórnarkerfið og musterið. Það er athyglisvert þegar maður stúderar musterið í gamlatestamentinu að allt í byggingunni er tákn fyrir Krist. 

Svo til að frelsast þarftu einungis að trúa á Krist, það eru engar forkröfur. Þú getur komið til hans eins og þú ert, sem syndari og ófullkominn. En við það að virkilega að trúa, þá samþykkir þú líka allt sem Kristur stendur fyrir, og afleiðing trúarinnar og iðrun synda er alger umbreyting á einstaklingi.

Munurinn á fyrir og eftir Krist er einungis hvenær refsingin átti að verða. Eftir Krist verður það í eitt skipti, á dómsdegi en fyrir Krist var það daglega þar sem Ísrael var útvalda þjóð Guðs á jörðu.

Kannski þið hafið aðrar hugsanir?  Þannig sé ég þetta núna.

Karl Jóhann Guðnason, 12.1.2012 kl. 22:34

15 Smámynd: Mofi

Ég held ég get tekið undir þetta Karl.  Nema kannski eitt. Ég trúi að það er alltaf sama aðferðin sem Guð frelsar menn. Menn fyrir Krist horfðu fram til þess tíma er gjaldið fyrir syndir þeirra yrðu borgaðar af Guði og Guð réttlæti þá fyrir þeirra trú og traust sem þeir settu á loforð Guðs um frelsun. Við eftir Krist horfum til baka og í staðinn fyrir að trúa að Guð muni borga gjaldið fyrir okkar syndir þá trúum við að Guð hafi borgað þetta gjald og vegna þess að við setjum okkar traust á Jesú að Guð reiknar það okkur til réttlætis.

Mofi, 13.1.2012 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 802864

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband