Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Bestu ráðin þegar kemur að fegurð

what-women-think.jpgÞað er virkilega hentugt að hreysti og fegurð virðast fara saman í flestum tilfellum. Aðeins einhver undarleg dæmi um vannæringu í einhverjum öfga tískublöðum eru undantekning á þessari reglu. 

Heilbrigð húð er falleg og til þess að líkaminn geti búið til fallega húð þá þarf hann réttu næringarefnin til þess og ekki vera að glíma við að losa sig við eitthvað drasl sem maður lét ofan í sig.  Það besta til að ná þessu fram eru ávextir og grænmeti og þá aðallega ávextir. Fólk sem telur sig borða slatta af ávöxtum hafa sjaldnast neina hugmynd um hvað alvöru magn er, til dæmis þá eru tíu bananar ekki mikið magn af ávöxtum. Hérna er stutt myndband þar sem ein kona fjallar um hve mikið hún borðar af ávöxtum: http://www.youtube.com/watch?v=ShS2f9dyZ9Y

Annað atriði þegar kemur að fallegu formi þá þarf líkaminn á einhverjum vöðvum að halda því það eru vöðvarnir sem gefa líkamanum form. Eins og myndin hérna til hægri útskýrir nokkuð vel þá þurfa konur ekki að hafa áhyggjur af því að verða einhver vöðvatröll, það gerist ekki nema með gífurlega miklum mat, sterum og endalausum klukkutímum í ræktinni að lyfta þungum lóðum. Hérna er myndband sem fjallar um þetta atriði: http://www.youtube.com/watch?v=wdWrzYFqtPc

 

 

 

 


mbl.is 20 vinsælustu fegrunarráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld fuglanna

Komin er út ný mynd frá Illustra Media sem fjallar um þá snilldar hönnun sem við sjáum í fuglunum og hvað við getum ályktað út frá þeim sönnunargögnum varðandi sköpun þróun deiluna.  Hérna er trailerinn að myndinni og hann lofar mjög góðu.


Hvernig veit maður að um fals Krists eða fals spámann sé að ræða?

JesusTorahEf einhver segist vera frá sama Guði og talaði til Móses og Elía þá er einfalt próf sem viðkomandi þarf að standast og það er að finna í ritum spámannsins Jesaja en það hljóðar svona:

Jesaja 8:20
þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða

To the law and to the testimony: if they speak not according to this word, it is because there is no light in them.

Ég læt enskuna fylgja með því hún er aðeins skýrari en íslenska þýðingin í þessu tilfelli.  Það sem Jesaja segir er að ef að einhver segist vera með boðskap frá Guði þá þarf hann að tala í samræmi við lögmálið eða hebreska orðið "Torah" og í samræmi við spámennina, menn eins og Esekíel, Jeremía og Móses. Torah er fyrir þá sem vita ekki fyrstu fimm bækur Biblíunnar en á íslensku þá heita þær einfaldlega í höfuðið á Móses, fyrsta Mósebók, önnur Mósebók og svo framvegis.

Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því að gyðingar hafna Páli sem einhverjum málsvara Guðs því að þeir skilja hans rit eins og flestir kristnir að Páll hafi talað á móti lögmálinu, að það sé úrelt og að kristnir séu ekki lengur "undir" lögmálinu. Allur gyðingdómurinn eins og hann leggur sig snýst um heiðurinn að hafa fengið lög Guðs og síðan öll þeirra saga mótaðist af blessunum þegar þjóðin fór eftir lögunum og bölvunum þegar þjóðin fór ekki eftir lögum Guðs.

En Pétur sá þetta fyrir og fjallaði um þetta í sínu bréfi:

2. Pétursbréf 3:15
And count the patience of our Lord as salvation, just as our beloved brother Paul also wrote to you according to the wisdom given him,
16 as he does in all his letters when he speaks in them of these matters. There are some things in them that are hard to understand, which the ignorant and unstable twist to their own destruction, as they do the other Scriptures. 17 You therefore, beloved, knowing this beforehand, take care that you are not carried away with the error of lawless people and lose your own stability

Pétur segir hérna einfaldlega að sumir misskilja Pál á þann hátt að þeir verða lausir við lögmálið. Páll er alveg skýr að lögmálið er heilagt, andlegt og gott. Vandamálið sem Páll var að glíma við var að fólk hélt að það gæti frelsast fyrir að halda lögmálið þegar tilgangur lögmálsins var aðeins til að greina hvað væri synd og gera allan heiminn sekan frammi fyrir Guði.

Þannig að kirkja eða spámaður sem segist vilja fylgja Guði mun vilja rannsaka lögmál Guðs og spámenn Guðs og fara eftir því sem þeir boða, eins og t.d. hvað við ættum ekki að borða eins og svínakjöt og t.d. halda sjöunda daginn heilagan eins og boðorðin tíu segja fyrir um.  Sumir halda að Jesús hafi afnumið lög Guðs varðandi hvað við mættum borða en ef Hann hefði gert það þá hefði Hann verið syndari sem talaði ekki samkvæmt lögmálinu og spámönnunum og við ættum þá að hafna Honum sem svikara.  En það er engin þörf á því, þar sem Jesús gerði ekkert slíkt.

En hvað með þennan mann, Alan John Miller í Ástralíu sem segist vera Jesús Kristur endurfæddur?  Biblían lýsir því hvernig Jesús mun koma aftur en Hann mun ekki endurfæðast sem lítið barn heldur koma til baka á sama hátt og Hann fór.

Postulasagan 1:9
Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra.
10 Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11 og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.

Sem sagt, Alan John Miller er fals Kristur og ef fólk læsi Biblíuna sína þá myndi því ekki detta til hugar að fylgja honum.


mbl.is Segist vera Jesús Kristur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestur sem varð guðleysingi

img_227367_teresa-macbain-former-methodist-pastor-speaks-about-the-atheist-communityÓli Jón benti mér á myndband þar sem kona að nafni Teresa MacBain fjallar um sitt ferðalag, frá því að vera kristinn prestur yfir í að verða guðleysingi. Saga Teresa MacBain er fróðleg og varpar ljósi á sum af þeim vandamálum sem margir kristnir glíma við. Það voru nokkur atriði sem hún nefndi sem hafði mikil áhrif á hennar ferðalag sem mig langar að fjalla um.

Kvenprestar

Eitt af því sem angraða hana einna mest var afstaða kirkjunnar gagnvart kvenprestum, að konur ættu ekki að vera prestar eða leiðtogar kirkjunnar. Það sem er hérna á ferðinni er algengt meðal kristna sem er að þeir vilja að Biblían og kirkjan lúti þeirra vilja. Að geta ekki sætt sig við að ráða ekki og fara sínar eigin leiðir.  Þetta eru tilfinningarök sem vega lítið þegar kemur að hvað er sátt og hvað er ekki satt.

Kúltur, dans og fleira

Annað sem angraði Teresu var kristni kultúrinn sem hún ólst upp í sem virðist hafa vera sérstaklega strangur. Að bara dansa væri eins og kynlíf nema standandi. Mjög margir dæma Guð og Biblíuna út frá þeim kristnu einstaklingum og því kristna samfélagi sem það þekkir en virðist ekki gera sér grein fyrir að það er ekki endilega samansem merki þarna á milli.  Fyrir mitt leiti líkar mér illa við kúltur af því að þar eru reglur manna að blandast saman við reglur Guðs. Ef maður vill dæma Guð og Biblíuna þá er um að gera að dæma Biblíuna sjálfa og þær reglur sem hún setur fram en ekki hvernig alls konar kristnir söfnuðir hafa búið sér til.

Helvíti

Eins og svo margir sem hætta að vera kristnir og verða guðleysingjar þá spilaði kenningin um helvíti þarna inn í. Fyrir þá sem þekkja mig þá vita þeir mína andúð á helvíti og að ég er á því að Biblían kenni slíkar pyntingar ekki.  Svo hérna var Teresa að láta kenningar manna angra sig en ekki það sem Biblían sjálf kennir.

Tilvist illskunnar

Sumir eins og C.S.Lewis byrjuðu að trúa á Guð út frá vandamáli illskunnar. Hérna útskýrir C.S.Lewis hvernig tilvist illskunnar styður tilvist Guðs, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=U7WXZyUHDok

Komin í faðm kærleiksríkra guðleysingja

Ég gat ekki annað en brosað þegar ég heyrði Teresu tala um hve ástúðleg viðbrögð hún fékk frá guðleysingja samfélaginu. Já, fyrr má núna vera að vera ekki almennileg við trúbróðir sem leitar til þín. Gaman að sjá viðbrögðin ef hún skiptir um skoðun eða sýnir smá efasemdir um Þróunarkenninguna. Hérna er ágætt dæmi um einn frægan vísindamann sem byrjað að efast um efnishyggju guðleysis, sjá: Hugleiðingar Thomas Nagel um efnishyggju Þróunarsinnans  og hérna: Academy turning on Thomas Nagel big time, for not spouting nonsense against design in nature

Kristnir hafa skipun frá Jesú um að elska líka óvini sína, eins erfitt og það kann að vera en guðleysingjar hafa enga slíka skipun og hatrið sem margir þeirra hika ekki við að spúa út úr sér er alveg magnað.

Richard Dawkins - The God Delusion

Jafnvel guðleysingjar skammast sín fyrir bók Dawkins, The God Delusion. Hérna rökræðir John Lennox, stærðfræðingur við Oxford við Dawkins um þessa bók Dawkins, sjá: http://www.youtube.com/embed/VK2OcIIkpPo

Hérna er svo fyrirlesturinn sjálfur þar sem Teresa segir hennar sögu frá því að vera prestur yfir í að verða guðleysingi.


Þróunarsinnar ættu ekki að treysta sínum eigin hugsunum

Allt frá tímum Darwins þá hafa menn velt þessu fyrir sér, að ef að Þróunarkenningin sé sönn þá þýðir það að okkar vitsmunir og hugsanir eru ekki beint eitthvað til að treysta á. Eins og Darwin orðaði það, "hvernig get ég treyst hugsunum apa?".  En í þessu sem svo mörgu öðru þá hegða Þróunarsinnar eins og þeirra eigin kenning væri ekki sönn. Þeir láta sem svo að siðferði sé raunverulegt, þeirra hugmyndir um rétt og rangt séu einhvers virði, að þeir hafi frjálsan vilja og að það sé hægt að treysta þeirra eigin hugsunum.  Hérna er myndband sem fer aðeins yfir þetta og vonandi sjá einhverjir að þeirra upplifun á heiminum er í engu samræmi við guðleysis Þróunarkenningu og þá taki þá rökréttu afstöðu og hafna þessari vitleysu.


Myndi Darwin aðhyllast Þróunarkenninguna í dag?

darwintreeoflife.jpgDarwin gerði þó nokkuð af alvöru vísinda rannsóknum sem standast ennþá í dag en myndi hann aðhyllast Þróunarkenninguna í dag?  Miðað við þau rök sem Darwin hafði á sínum tíma og hver staðan er í dag, hvaða afstöðu myndi hann hafa?

Uppruni lífs

Darwin velti uppruna lífs fyrir sér enda nauðsynlegt til að hafa útskýringu á náttúrunni án skapara sem var aðal ástæðan fyrir kenningunni til að byrja með, að útskýra hönnun án hönnuðar. Hérna er smá sýnishorn á hverjar hugmyndir Darwins voru um uppruna lífs:

Charles Darwin - The Life and Letters of Charles Darwin, Vol. II, D. Appleton & Co., New York, 1911, pp. 202–203
… if (and Oh! what a big if!) we could conceive in some warm little pond, with all sorts of ammonia and phosphoric salts, light, heat, electricity, etc., present, that a protein compound was chemically formed ready to undergo still more complex changes …

Louis Pasteur var samtíma maður Darwins og hafði sýnt fram á að líf kviknar ekki af sjálfu sér en í gegnum aldirnar höfðu menn trúað því að lífverur og jafnvel dýr gætu orðið til af sjálfu sér. Á dögum Darwins þá voru menn að gæla  við hugmyndina að örverur gætu orðið til af sjálfu sér enda sáu þeir þessar lífverur sem mjög einfaldar. Í dag vitum við að þær eru örsmáar nanó vélar sem eru fullar af flóknu forritunarmáli sem segir til um hvernig á að búa til þúsundir örsmárra véla sem lífveran þarf. 

Prófessorinn Paul Davis orðaði þetta svona:

How did stupid atoms spontaneously write their own software … ? Nobody knows … there is no known law of physics able to create information from nothing

Náttúruval

Orðið náttúruval var í titli bókar Darwins en hann sá fyrir sér að fjölbreytileiki eiginleika dýranna væru án takmarkanna. 

Charles Darwin, On the Origin of Species
Whatever the cause may be of each slight difference in the offspring from their parents—and a cause for each must exist—it is the steady accumulation, through natural selection, of such differences, when beneficial to the individual, that gives rise to all the more important modifications of structure, by which the innumerable beings on the face of this earth are enabled to struggle with each other, and the best adapted to survive.

Árið 1860, gaf Gregor Mendel út sínar rannsóknir á erfðum þar sem hann uppgvötaði lögmál erfða í þekktu vísindariti.  Hans rannsóknir gleymdust í hátt í þrjátíu ár, mögulega vegna þess að þær pössuðu ekki hugmyndir þróunarkenningarinnar á þeim tíma. Það sem Mendel sýndi fram á var að eiginleikar lífvera voru takmörkunum háðir og jafnvel þegar nýr eiginleiki birtist þá var hann ekki nýr heldur leyndist hann þegar í genamengi lífverunnar, var falið bakvið ráðandi gen.

Þegar verk Mendels voru endur uppgvötuð í kringum 1900 þá var kenning Darwins í vanda því að menn sáu að fjölbreytnin var í blöndun á genum lífveranna sem voru þegar til en voru ekki að verða til af sjálfu sér.  En á þessum tíma uppgvötuðust stökkbreytingar sem ásamt erfðalögmáli Mendels voru settar saman við Þróunarkenninguna og þannig varð til "modern synthesis" sem er í grundvallar atriðum það sem við höfum í dag. Stökkbreytingar áttu að vera það sem bjó til eiginleikana upprunalega en sextíu ár af rannsóknum á stökkbreytingum sýna fram á að þær gera mikinn óskunda í genum dýra. Í dag eru í kringum 1000 sjúkdómar í mönnum tengdir stökkbreytingum því að tilviljanakenndar breytingar á okkar mjög svo flókna forritunar kóða sem býr okkur til er miljón sinnum líklegri til að eyðileggja en að búa eitthvað nýtt gagnlegt til.  

Eins og einn líffræðingur orðaði þetta:

Leigh, E., The modern synthesis, Ronald Fisher and creationism, abstract in Trends in Ecology and Evolution 14(12):495–498, 1999; p. 495
The ‘modern evolutionary synthesis’ convinced most biologists that natural selection was the only directive influence on adaptive evolution. Today, however, dissatisfaction with the synthesis is widespread, and creationists and antidarwinians are multiplying. The central problem with the synthesis is its failure to show (or to provide distinct signs) that natural selection of random mutations could account for observed levels of adaptation

Jafnvel dæmin þar sem eitthvað gott kom út úr skemmdunum sem stökkbreytingarnar ollu þá er um að ræða skemmd eins og bjöllur sem missa vængi en ef þær eru á eyðieyju þá er það kostur því að þá eru minni líkur að þær feikist út á ballarhaf og deyi.  Náttúruval er eyðandi afl, það hendir því sem er ekki gagnlegt, það býr ekki neitt nýtt til.

Darwin hafði rangt fyrir sér varðandi náttúruval og hvernig eiginleikar dýra verða til, í rauninni stal hann hugmyndinni frá manni að nafni Edward Blythe

Milli steingervingar

Darwin átti von á því að frekari rannsóknir á steingervingum myndi sýna fram á hvernig dýrategundirnar smá saman breyttust og urðu að öðrum tegundum, hann skrifaði:

Charles Darwin - On the Origin of Species
… the number of intermediate varieties, which have formerly existed on the earth, [must] be truly enormous. Why then is not every geological formation and every stratum full of such intermediate links? Geology assuredly does not reveal any such finely graduated organic chain; and this, perhaps, is the most obvious and gravest objection which can be urged against my theory. The explanation lies, as I believe, in the extreme imperfection of the geological record. … We should not forget that only a small portion of the world is known with accuracy

Eftir 150 ár að rannsaka setlögin og steingervingana í þeim þá höfum við ekki fundið það sem Darwin átti von á, eða eins og Robert Carroll, vel þekktur steingervingafræðingur orðaði það "What is missing are the many intermediate forms hypothesized by Darwin …"

Darwin hafði rangt fyrir sér varðandi steingervingana og hvað framtíðar rannsóknir á þeim myndi leiða í ljós.

Tré lífsins

Darwins hélt að allar lífverur kæmu frá einni frum lífveru og út frá henni hefði myndast eitthvað sem Darwin kallaði "tré lífssins". 

Charles Darwin - On the Origin of Species
I should infer from analogy that probably all the organic beings which have ever lived on this earth have descended from some one primordial form … 

En þessi hugmynd er líka undir árás í dag, eins og einn vísindamaður orðaði þetta:

Doolittle, W., Phylogenetic classification and the universal tree, Science 284
Molecular phylogeneticists will have failed to find the “true tree”, not because their methods are inadequate or because they have chosen the wrong genes, but because the history of life cannot properly be represented as a tree.

Ég hef fjallað áður um tré lífsins, hérna Mislukkuð spá Darwins - Tré lífsins  og Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp

Væri Darwin Þróunarsinni í dag?

Líklegast já því að um er að ræða trú til að flýja skaparann svo Darwin væri líklegast þróunarsinni þrátt fyrir að gögnin benda ekki í áttina að Þróunarkenningunni.

Þessi grein var bygð á þessari grein hérna:  Would Darwin be a Darwinist today?

 

 


Hvaða gögn útskýrir Biblíuleg sköpun

Setlögin

Sköpun og sagan af flóðinu útskýrir af hverju setlögin eru slétt pönnukökulög. Útskýrir af hverju það eru ekki ummerki um veðrun milli setlaga. Útskýrir af hverju endalaust af setlögum vantar út um allt, ástæðan er ekki að tíminn leið ekki á þeim stað eða að eitthvað rof eyddi þessum setlögum án þess að skilja nein ummerki um slíkt heldur að flóðbylgjan sem myndaði setlagið var einfaldlega búin. Meira um þetta hérna: Myndband - jarðfræði út frá Biblíunni

 

Steingervingarnir

Sköpun útskýrir af hverju við finnum fulltrúa allra fylkinga dýra ( Kambríum sprengingin )  og síðan að dýr birtast í setlögunum án nokkurar þróunarsögu. Útskýrir af hverju við sjáum ekki dýr smá saman þróast yfir í aðrar dýrategundir af því að það gerðist aldrei.

Yfirborð jarðar 

Þegar við skoðum yfirborð jarðar þá eru ótal dæmi þar sem við sjáum að yfirborðið hefur mótast af miklu vatni.  Við sjáum merki um að vatn rann yfir yfirborðið og mótaði það. Þetta er síðan ekki eitthvað sem við sjáum milli setlagana af því að þau voru aldrei lengi yfirborð jarðar. Hérna er mynd sem fer yfir þessi dæmi og útskýrir þetta miklu betur, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=2Mt1c_OB_cM

Lífið virðist vera ungt

Það er ótal margt á þessari jörð sem virðist ekki geta verið mjög gamalt, hérna er farið yfir mörg slík dæmi: http://www.earthage.org/youngearthev/evidence_for_a_young_earth.htm

Sólkerfið

Við höfum margt í okkar sólkerfi sem hefur öll einkenni hönnunar eins og tunglið okkar er mjög sérstakt, okkar staðsetning er akkúrat rétt fyrir lífið en hérna höfum við vatn á föstu formi, fljótandi formi og vökva formi. Við erum eina plánetan í okkar sólkerfi sem er með sólmyrkva en það er mjög ólíklegt að slíkt fyrirbæri myndist fyrir tilviljun en hjálpaði okkur með okkar þekkingu á sólkerfinu og fleira. Okkar staðsetning í alheiminum er líka heppileg fyrir vísindalegar uppgvötanir.  Þetta og margt fleira er útskýrt í þessari mynd hér:  http://www.youtube.com/watch?v=JnWyPIzTOTw

Hönnun í náttúrunni

Alltaf þegar við sjáum marga litla hluti, sérstaklega flókna hluti setta saman til að mynda eina flókna vél með tilgang þá álykta þeir sem hafa heilbrygða skynsemi í lagi að um hönnun sé að ræða. Darwin kom með hugmynd þar sem hann reyndi að útskýra svona án hönnunar en eftir miklar rannsóknir á náttúrunni þá höfum við ótal dæmi þar sem engin þróunarútskýring er til fyrir og hreinlega engar ástæður til að ætla að tilviljanir og náttúruval gæti sett slíkt saman. Hönnun útskýrir öll þessi dæmi mjög vel á meðan t.d. þróun útskýrir þau ekki.

Meðvitund manna

Hvernig meðvitund okkar virkar er stór ráðgáta en er aðeins skiljanlegri út frá stórkostlegum hönnuði en að efni og náttúruöfl sem hafa ekki meðvitund hafi orsakað meðvitund. Við höfum ekki hugmynd um hvernig við gætum gefið einhverri efnahrúgu meðvitund og síðan er til fólk sem heldur að blind náttúruöflin geta það; augljóslega er hönnun góð útskýring á þessu fyrirbrygði.

Læt þetta duga í bili, kem kannski með áframhald einhvern tíman seinna en vonandi gaf þetta smá innsýn inn í hvernig Biblíuleg sköpun og sagan af Nóaflóðinu útskýrir mjög margt af því sem við sjáum í þessum heimi.


Biblían, vopnið sem færði okkur trúfrelsi og samviskufrelsi

Fyrir nokkrum vikum var fyrirlestraröð haldin í Aðvent kirkjunni í Hafnafirði, sjá: Fyrirlestraröð um spádóma Biblíunnar   Einn af þeim fjallaði um uppruna samviskufrelsisins og hvernig Biblían var grundvöllur þess. 


mbl.is Notaði Biblíuna sem vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kristin trú vandræðaleg?

Hérna er svar við grein hjá Vantrú þar sem þeir reyna að færa rök fyrir því að trúa því sem kristni kennir sé vandræðalegt.

Hin vandræðalega kristni
Um páskana sagði einn prestur ríkiskirkjunnar, Hildur Eir Bolladóttir, að upprisa Jesú væri í raun það eina “vandræðalega” í kristinni trú og að án hennar væri kristni eflaust talin vera meira “töff”[1].

Það væri gaman að lesa orð þessa prests í samhengi til að átta sig á því hvað hún var að meina en um leið og að vera kristinn byrjar að vera töff þá er örugglega eitthvað mikið að.  Upprisan hefur síðan verið stollt og von kristinna í tvö þúsund ár svo hún er allt annað en vandræðaleg.

Hin vandræðalega kristni
Í dag heldur kristið fólk til dæmis upp á það að Jesús flaug upp til himna

Hvað er vandræðalegt við það?  Hérna er David Copperfield að svífa í loftinu, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=wChk5nY3Kzg Þetta er bara töff :)

Hin vandræðalega kristni
Jesús er sagður vera “fæddur af Maríu mey” og það er boðað í tveimur guðspjöllum Nýja testamentisins. Kraftaverk við fæðingar frægra manna voru álíka algeng og upprisur þeirra í fornöld.

Núna fer maður að halda að það sem guðleysingjum finnst vera vandræðalegt eru kraftaverk. Að trúa á Guð sem gerir aldrei kraftaverk, það væri virkilega vandræðalegt!

Hin vandræðalega kristni
Samkvæmt aðaljátningu Þjóðkirkjunnar dó Jesús “til þess að sætta föðurinn við oss og til þess að vera fórn”#. Þessi hugmynd um að Jesús hafi verið eins og fórnardýr sem þurfti að deyja til þess að afmá syndir passar engan veginn við hugmyndir okkar um réttlæti, og eiga meira skylt við hugmyndir fornaldarmanna um töframátt blóðs.

Þetta er of stórt atriði til að glíma við hérna en ég hef gert grein um þetta atrði sem ég lét duga að benda á hana, sjá: Af hverju þurfti Jesú að deyja?

Hin vandræðalega kristni
Kristnir menn trúa því að það séu til illar andaverur og að þessar verur eigi sér höfðingja, Satan. Í guðspjöllunum er Jesús í sífellu að berjast við illa anda. Jesús rekur illa anda úr flogaveiku fólki og spjallar jafnvel við andana.

Að það sé eitthvað meira í þessum heimi en hið efnislega finnst mér vera eitthvað sem flestir menn finna með sér. Hérna er myndband þar sem maður segir frá sinni reynslu af þessum heimi:

Hin vandræðalega kristni
Ef maður les Nýja testamentið þá sér maður að Jesús, Páll og hinir ýmsu höfundar rita Nýja testamentisins trúðu því að heimsendir væri í nánd. Síðan liðu tvö þúsund ár. Þeir höfðu allir rangt fyrir sér.

Það er rétt að það hljómar oft eins og þeir héldu að heimsendir væri ekki langt utan en líka þá sjáum við að t.d. Páll gerði sér grein fyrir að ákveðnir atburðir sem búið var að spá fyrir myndu gerast áður en heimsendir yrði. Við lesum t.d. þetta:

Síðara bréf Páls til Þess 2
3 Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, 4 sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði. 5 Minnist þér ekki þess, að ég sagði yður þetta, meðan ég enn þá var hjá yður?  6 Og þér vitið, hvað aftrar honum nú, til þess að hann opinberist á sínum tíma.  7 Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum og stendur ekki á öðru en að þeim verði burt rýmt, sem nú heldur aftur af. 8 Þá mun lögleysinginn opinberast, _ og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína.

Þarna sjáum við Pál tala um að endalokin munu ekki gerast fyrr en maður syndarinnar birtist. Hann segir að hann sjálfur hafi sagt þeim frá öllu þessu þegar hann var með þeim. Hann talar um eitthvað vald sem heldur aftur að því að maður syndarinnar birtist en segir hvað það er í þessu bréfi en segir að þeir vita það af því að hann sagði þeim það. Út frá öðrum heimildum þá sagði Páll að það vald sem hélt aftur að "manni syndarinnar" væri Rómverska heimsveldið, sjá: http://www.babylonforsaken.com/daniel2.html

Bara áhugavert en sýnir að minnsta kosti gerði Páll sér grein fyrir að það væru ákveðnir atburðir sem yrðu að gerast áður en heimsendir kæmi.

Hin vandræðalega kristni
Þjóðkirkjan trúir því að þegar Jesús kemur loksins til baka þá muni hann refsa “guðlausum mömmum og djöflum” á þann veg að þeir “kveljist eilíflega”. Þessi hugmynd um að algóður guð sjái til þess að fólk kveljist eilíflega er svo viðurstyggileg í hugum flestra nútímamanna að það eru eflaust ekki nema örfáir ríkiskirkjuprestar sem virkilega trúa þessu.

Alveg sammála að þetta er vandræðaleg trú og hef marg oft skrifað um hana, sjá: Hvað með helvíti Jón Valur?

Hin vandræðalega kristni
Samkvæmt kristni þá skapaði guðinn þeirra alheiminn, og það sem meira er, hann er almáttugur og algóður. Þessi trú er í vandræðalega miklu ósamræmi við eðli heimsins.

Nei, frekar að þetta er góð sönnun fyrir tilvist Guðs, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=rH2DEOxvaWk

Ég gerði grein sem útskýrði hina Biblíulegu útskýringu á þessu, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Hin vandræðalega kristni
einn ríkiskirkjuprestur útskýrði þetta á þá leið að stjórnvöld hefði ekki átt að leyfa byggingar við flekamót, og að flóðbylgjan hefði sjálft tekið ákvörðun um að gera þetta þrátt fyrir að guð hafi reynt að sannfæra hana um að gera það ekki!

Maður þarf að gera greinar mun á milli kjánalegra athugasemda kristinna og síðan Biblíunnar. 

Hin vandræðalega kristni
Gamla testamentið er lang-stærsti hluti helgibókar kristinna manna. Nýja testamentið talar svo um guð þess Gamla sem sama guðinn. Jesús vísar óspart í gjörðir þess guðs og segir til dæmis að guð hafi sent flóð og eytt Sódómu og Gómorru #. Guð kristinna manna er guð Gamla testamentisins.

Hérna virðist vera aðal vandamál guðleysingja að Guð er dómari og hefur stundum valið að grípa inn í mannkynssöguna til að stöðva illsku. Þeir virðast bara reyna að gera lítið úr illskunni sem Guð var að stöðva en ég að minnsta kosti er ósammála því. Síðan er líka Guð hérna oftar en ekki dæmdur út frá guðleysi, út frá því að þetta líf er það eina sem við höfum og eina sem skiptir máli á meðan út frá Biblíunni þá er þetta líf aðeins tímabundið og það sem skiptir öllu máli er eilífðin.  Kristnir síðan trúa því að Guð er kærleikur og Hann fókusar á eilífðar málin en ekki tímabundna ánægju í þessu örstutta lífi.

Hin vandræðalega kristni
Þessi sami guð stundar fjöldamorð og þjóðernishreinsanir og setur lög sem margbrjóta grundvallarmannréttindi.

Guð gaf Ísrael lög og ef að einhver vildi ekki tilheyra Ísrael og fara eftir þessum lögum þá var honum frjálst að fara.

Vonandi svarar þetta einhverjum þeim spurningum sem vöknuðu hjá þeim sem lásu greinina hjá Vantrú. Kristni er langt frá því að vera vandræðaleg trú heldur rökrétt og full af von andspænis dauða og sorg.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband