Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Nauðgarinn sem heimtar afsökunarbeiðni frá fórnarlambinu

Hvað finndist þér um dómara sem segir við fórnarlamb nauðgunar að biðja nauðgaran afsökunar vegna þess að hún klæddi sig á óviðeigandi hátt?

Er ekki eitthvað mjög líkt því í gangi hérna. Ef einhver tjáir sig um Islam þá á hann skilið svipaða meðferð og Christopher Stevens ( fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu ) fékk þegar reiðir múslimar stormuðu inn í sendiráðið og drápu hann.  Maður verður að vona að Vesturveldin standi með tjáningarfrelsinu og láti múslima heiminn vita að þau muni verja tjáningarfrelsið og þeir verða bara að sætta sig við þetta. Kristni er hædd og gagnrýnd meira en nokkur tíman Islam en við sjáum ekki svona viðbrögð frá kristnum og ástæðuna er að finna í hugmyndafræði Biblíunnar sem mótaði hina kristnu trú.


mbl.is „Alvarlegasta árásin á íslam“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði Benedikt páfi "Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú"?

pope-benedict-fundamentalist.jpgRÚV var með þessa frétt: Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú þar sem sagt var frá beiðni páfa að uppræta bókstafstrú. Þegar ég googlaði þetta þá aftur á móti voru ensku fréttirnar svona: Pope urges religions to root out fundamentalism

Hvað segir fólk, er "fundamentalism" hið sama og bókstafstrú?

Eitthvað segir mér að fólk hérna hafi mjög mismunandi skilning á hvað þessi hugtök þýða. Ef maður t.d. skoðar á wikipedia hvað fundamentalism þýðir þá er kristinn fundamentalism eftirfarandi afstaða:

Eitthvað segir mér að páfi hefur ekki verið að meina að það þarf að uppræta þessa trú, þó að vísu að ég best veit er hann ósammála fyrsta atriðinu.

Ef um er að ræða bókstafstrú þá er Kaþólska kirkjan á móti því að taka sköpunarsöguna of alvarlega og lætur sem svo að hún samþykki þróunarkenninguna nema bara að Guð leiðbeindi þróuninni sem er í rauninni akkúrat á móti kjarna þróunarkenningarinnar.  

Ég er einmitt á því að ekki bókstafstrú er hættuleg því að þá eru engin höft á hver trúin er eða hvað menn gera í nafni trúarinnar.  Boðorðin tíu breytast í tíu uppástungur og hvað annað sem Biblían kennir verður að hverju sem menn vilja. Ég hef ekki rekist á marga sem eru á móti því að taka lög landsins bókstaflega. Ekki viljum við dómara sem tekur ekki mark á bókstafi laganna?

Lykilatriðið þegar kemur að fundamentalisma og bókstafstrú er hvaða grundvallar trúaratriði eru um að ræða og hvað er bókstafurinn að kenna. Ef að bókstafurinn skipar morð á þeim sem eru þér ósammála eða er á móti tjáningarfrelsi þá er slík bókstafstrú af hinu illa. Hver hérna er á móti bókstafstrú sem segir að boðorðin tíu eru í gildi og skylda okkar er að elska náungan eins og sjálfan sig og það sem maður vill að aðrir menn gjöri sér það á maður þeim að gjöra?

Hérna er Sam Harris að fjalla um hvað honum finnst raunverulega vandamálið er þegar kemur að mismunandi trúarbrögðum. Ég er ekki sammála honum í öllu hérna en hann kemur með punkta sem eru mjög góðir.


Ég held að ég þarf aðeins betri útskýringu á hvað Benedikt páfi var að meina þarna og það er eins og við þurfum aðeins að skilgreina okkar hugtök betur.


Atkins kúrinn - hraðbraut í gröfina

Ef við myndum líkja líkamanum við bíl þá væri fitan eins og olían, prótein eins og járnið sem bíllinn er búinn til úr og kolvetni eins og bensínið sem við setjum á tankinn.  Líkaminn er miklu flóknari en nokkur tíman einhver bíll, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að líkaminn getur náð sér í orku úr próteinum, fitu og kolvetni. En líkingin er bara til að koma á framfæri einföldum punkti sem er að það sem við þurfum aðalega á að halda er bensín á tankinn, eða við þurfum aðalega kolvetni.

lambSíðan besta leiðin til að fá kolvetni er að borða mat sem er ríkur af þeim næringarefnum sem við þurfum og þar er kjöt afskaplega neðarlega á listanum; persónulega hef ég tekið það af listanum, aðalega vegna þess manns hérna: Ertu að valda þjáningum?  en heilsan og aðvent heilsuboðskapurinn spilar líka hérna stóran þátt.

Ímyndaðu þér að setja barn í herbergi með lambinu hérna til hægri og síðan skál af vínberjum, hvort ætli barnið vilji borða, lambið eða vínberin?   Þetta segir okkur heilmikið varðandi hvað er innbyggt inn í okkar þegar kemur að því sem við eigum að borða og hvað við eigum að vera góð við.

Þegar fólk fer yfir á hráfæði og borðar aðalega ávexti og grænmeti þá stendur árangurinn ekki á sér, hérna er gott dæmi: 70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára

Fólk má ekki gleyma sér í útlitslegum árangri sem felst í því að missa nokkur kíló ef sú breyting felur ekki í sér betri heilsu.  Hérna er fyrirlestraröð um heilsu sem fyrir mitt leiti er algjör snilld, sjá: Removing the Mystery Behind Disease

Varðandi síðan Atkins þá hefur verið gerður heill vefur sem fjallar um hve skaðlegur þessi kúr eða lífstíll er, sjá: http://www.atkinsexposed.org/

Hérna er stutt viðtal við Bill Clinton og hans breytingar á sínu mataræði.


mbl.is Atkins-kúrinn tekinn með trompi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virtur guðleysingi yfirgefur hið sökkvandi skip darwinisma

Nagel_Thomas1Hérna er skemmtileg viðurkenning frá Jerry Coyne sem kom vegna þess að einn virtur guðleysingi var að gefa út bók þar sem hann gagnrýnir darwinisma.

Jerry Coyne
Virtually all of the non-creationist opposition to the modern theory of evolution, and all of the minimal approbation of Shapiro's views, come from molecular biologists. I'm not sure whether there's something about that discipline that makes people doubt the efficacy of natural selection, or whether it's simply that many molecular biologists don't get a good grounding in evolutionary biology.

And now we learn that another respected philosopher has come out against neo-Darwinism, too: the distinguished philosopher Thomas Nagel is about to issue Mind and Cosmos: Why the Materialist Neo-Darwinian Concept of Nature is Almost Certainly False.

Kannski ástæðan fyrir því að "molecular biologist" eru þeir sem aðalega efast um Darwin eru ótal dæmin um ótrúlega hönnun í náttúrunni eins og þessi hérna, sjá: Myndband sem sýnir sönnunargögn fyrir vitrænni hönnun í DNA

Thomas Nagel er ekki kristinn bókstafstrúar einstaklingur, hann aðhyllist ekki einu sinni Vitræna hönnun en hann sér að það er eitthvað mikið að hinni guðleysis darwinisku hugmyndafræði.


Eru tvær sköpunarsögur í Biblíunni?

Garden-Eden-Adam-EveSú fullyrðing að það eru tvær sköpunarsögur í Biblíunni er í mínum augum ótrúlega kjánaleg. Að höfundur 1. Mósebókar hafi á einni blaðsíðunni sagt eina sögu og síðan á næstu blaðsíðu haft allt öðru vísi sögu sem væri í beinni mótsögn við hina fyrri. Að þessi hópur fólks, gyðingar sem eru þekktir fyrir að vera óvenju gáfað fólk hafi í mörg hundruð ár ekki tekið eftir eða verið sátt við mótsögn strax á fyrstu blaðsíðu þeirra bókar sem á að vera orð Guðs í þeirra augum.

Fólk sem heldur þetta ætti frekar að stoppa aðeins og íhuga að kannski eru það þau sem eru að misskilja eitthvað.

Fyrir mig er þetta mjög einfalt, á fyrstu blaðsíðu Biblíunnar er gefin heildarmynd af því sem gerðist. Það er farið yfir hvað gerðist á hverjum degi og síðan er sú yfirferð búin. Í næsta kafla er fókusinn settur á sköpun mannsins og Edens og ekkert verið að fjalla um hvað gerðist á hvaða degi heldur aðeins þennan atburð. 

Þannig er málið leyst og þetta er mjög algeng aðferð til að segja sögur, þ.e.a.s. að gefa fyrst yfirlit og fara síðan í meiri smá atriði. Má í rauninni segja að allar bækur með efnisyfirlit eru í rauninni að nota þetta prinsipp.


Hvaða dýr lifðu með risaeðlunum?

dinosaur-tyrannosaurus-museum-lgÞegar fólk almennt hugsar um tímana þegar risaeðlur réðu ríkjum þá ímyndar fólk sér mjög framandi heim. Það er vant því að hugsa að þar sem þetta á að hafa verið fyrir svo mörgum miljónum árum síðan og risaeðlur voru þarna uppi þá hlýtur allt umhverfið að hafa verið allt öðru vísi.

En hvaða dýr finnum við í þeim setlögum sem risaeðlur finnast í?  Hérna er listi sem ég gerði út frá þessari grein hérna: Living fossils: a powerful argument for creation

  • “Cartilaginous fish (sharks and rays), boney fish (such as sturgeon, paddlefish, salmon, herring, flounder and bowfin) 
  • Jawless fish (hagfish and lamprey) have been found in the dinosaur layers and they look the same as modern forms.
  • Modern-looking frogs and salamanders have been found in dinosaur dig sites.
  • All of today’s reptile groups have been found in the dinosaur layers and they look the same or similar to modern forms: Snakes (boa constrictor), lizards (ground lizards and gliding lizards)
  • Turtles (box turtles, soft-shelled turtles),   
  • Crocodilians (alligators, crocodiles and gavials).
  • Contrary to popular belief, modern types of birds have been found, including: parrots, owls, penguins, ducks, loons, albatross, cormorants, sandpipers, avocets, etc
  • Mammals that look like squirrels, possums, Tasmanian devils, hedgehogs, shrews, beavers, primates, and duck-billed platypus.  “Few are aware of the great number of mammal species found with dinosaurs. Paleontologists have found 432 mammal species in the dinosaur layers; almost as many as the number of dinosaur species.
  • We found fossils from every major plant division living today including: flowering plants, ginkgos, cone trees, moss, vascular mosses, cycads, and ferns. Again, if you look at these fossils and compare them to modern forms, you will quickly conclude that the plants have not changed.
  • Fossil sequoias, magnolias, dogwoods, poplars and redwoods, lily pads, cycads, ferns, horsetails etc. have been found at the dinosaur digs.

Til að sjá nákvæmlega hvað fannst og bera það saman við núlifandi dýr þá getur maður keypt þessa bók eða myndina hérna: http://www.thegrandexperiment.com/ 

En niðurstaðan er að við hefðum þekkt mjög mikið af dýrunum og þau hafa lítið sem ekkert breyst í þessi ímynduðu 65 miljón ár en það er akkúrat það sem maður býst við að finna ef að risaeðlur dóu út fyrir tiltulega stuttu síðan, jafnvel að einhverjar eru ennþá þarna út, sjá: More ‘dino’ sightings in Papua New Guinea


Býflugur og travelling salesman vandamálið

BeeÍmyndaðu þér að þurfa að ferða milli hundrað borga og þú þyrftir að finna þá leið sem er hakvæmust og síðan komast aftur heim.  Þetta er vandamál í tölvunarfræðinni og kallast "the travelling salesman problem" og menn eru komnir með nokkuð gott algrím sem leysir þetta vandamál. Maður setur aðeins inn punktana og alla mögulegar leiðir milli allra punkta og hve dýrt er að fara á milli þeirra og síðan... bíður maður í dágóðan tíma eftir því að tölvan finnur út úr þessu.  Því fleiri punktar, því lengur er tölvan að finna út úr þessu.

Vill svo til að býflugur leysa þetta sama vandamál en gera það ótrúlega hratt og vel samkvæmt einni vísindarannsókn sem gerð var við Lundúnar háskólanum. Svona orðaði einn af vísindamönnunum þetta:

Professor Lars Chittka, University of London
‘In nature, bees have to link hundreds of flowers in a way that minimises travel distance, and then reliably find their way home—not a trivial feat if you have a brain the size of a pinhead! Indeed such travelling salesmen problems keep supercomputers busy for days.’

Við eigum eins og er ekki séns að búa til svona litla og öfluga tölvu sem getur reiknað þetta út. Það segir okkur að sá sem hannaði bífluguna er ennþá gáfaðri en við. Við getum alveg útilokað náttúruval og tilviljanir því að það eru ferli með engar gáfur en til að afreka þetta þá þarf gáfur, svo mikið getum við verið viss um.


Junk DNA hugmyndin loksins dauð?

What-039-s-the-Role-of-Junk-DNA-2Í nokkra áratugi hafa þróunarsinnar haldið því fram að megnið af DNA mannsins sé drasl. Stærstur hluti DNA virtist vera óskiljanlegt og þá var stokkið á þá hugmynd að þetta væri bara drasl. Af hverju drasl? Af því að út frá þróunarkenningunni þá voru það tilviljanakenndar stökkbreytingar sem bjuggu til DNA mannkyns og þar af leiðandi mjög rökrétt að það væri aðalega rusl.

Þetta var einnig notað til að færa rök fyrir þróunarkenningunni. Þróunarsinnar sögðu að ef að góður hönnuður væri á bakvið DNA mannkyns þá væri ekki megnið af DNA eitthvað rusl.

Hérna kom einnig skýrt fram að sköpun gerir spár varðandi framtíðir vísindarannsóknir og oft þver öfugar spár við þróunarkenninguna. Góðar vísindakenningar gera spár um hvað framtíðar rannsóknir leiða í ljós á meðan lélegar kenningar hafa rangt fyrir sér. Jæja, núna virðist þetta vera komið á hreint að þessi spá þróunarkenningarinnar reyndist röng á meðan spá út frá hönnun reyndist rétt.

Ætli það láti einhverja þróunarsinna skipta um skoðun?  Líklegast ekki því að í huga flestra þá snýst þessi deila um sköpun þróun ekki um gögn og rök heldur um að vísindi er hið sama og guðleysi og það verður að útskýra allt án þess að Guð geti komist að.  Persónulega finnst mér vísindi snúast um að komast að sannleikanum um raunveruleikann og út frá því þá einfaldlega passar sköpun betur við hin vísindalegu gögn.

Hérna eru greinar og fréttir um þessar nýju rannsóknir:

Scientists debunk 'junk DNA' theory to reveal vast majority of human genes perform a vital function

Junk No More: ENCODE Project Nature Paper Finds "Biochemical Functions for 80% of the Genome"

( áhugavert að mbl hefur ekki greint frá þessu því þetta er líklegast ein af stærstu fréttum í vísindum í langan tíma )


Er allt í lagi að ryðjast inn í kirkjur og sviðsetja kynlífssenur

Flest ef ekki öll lönd hafa lög varðandi hegðun fólks á almannafæri. Menn sem spranga um naktir í Eskjuhlíðinni gætu þurft að borga sektir eða jafnvel dúsa inn í í smá tíma. Við íslendingar tökum svona hlutum með stakri ró enda ekkert sérstakt vandamál hérna en mörg önnur lönd taka miklu harðar á þessu. Eitt af þeim löndum er greinilega Rússland.

En er það virkilega verjandi að afsaka að hljómsveit troði sér óvelkomnar inn í kirkjur og setji þar á svið orgíur?  Mér þykir þetta mál allt saman mjög undarlegt og þá sérstaklega sá hópur manna sem er að verja þessa vitleysinga. Pútín er sannarlega gagnrýnisverður en að fara inn í kirkjur og hneyksla fólk er heimskuleg leið til að gagnrýna Pútín.

Ef ég er að misskilja eitthvað varðandi þetta mál hérna þá endilega leiðréttið mig.


mbl.is Sagði Pussy Riot sviðsetja orgíur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband