Junk DNA hugmyndin loksins dauð?

What-039-s-the-Role-of-Junk-DNA-2Í nokkra áratugi hafa þróunarsinnar haldið því fram að megnið af DNA mannsins sé drasl. Stærstur hluti DNA virtist vera óskiljanlegt og þá var stokkið á þá hugmynd að þetta væri bara drasl. Af hverju drasl? Af því að út frá þróunarkenningunni þá voru það tilviljanakenndar stökkbreytingar sem bjuggu til DNA mannkyns og þar af leiðandi mjög rökrétt að það væri aðalega rusl.

Þetta var einnig notað til að færa rök fyrir þróunarkenningunni. Þróunarsinnar sögðu að ef að góður hönnuður væri á bakvið DNA mannkyns þá væri ekki megnið af DNA eitthvað rusl.

Hérna kom einnig skýrt fram að sköpun gerir spár varðandi framtíðir vísindarannsóknir og oft þver öfugar spár við þróunarkenninguna. Góðar vísindakenningar gera spár um hvað framtíðar rannsóknir leiða í ljós á meðan lélegar kenningar hafa rangt fyrir sér. Jæja, núna virðist þetta vera komið á hreint að þessi spá þróunarkenningarinnar reyndist röng á meðan spá út frá hönnun reyndist rétt.

Ætli það láti einhverja þróunarsinna skipta um skoðun?  Líklegast ekki því að í huga flestra þá snýst þessi deila um sköpun þróun ekki um gögn og rök heldur um að vísindi er hið sama og guðleysi og það verður að útskýra allt án þess að Guð geti komist að.  Persónulega finnst mér vísindi snúast um að komast að sannleikanum um raunveruleikann og út frá því þá einfaldlega passar sköpun betur við hin vísindalegu gögn.

Hérna eru greinar og fréttir um þessar nýju rannsóknir:

Scientists debunk 'junk DNA' theory to reveal vast majority of human genes perform a vital function

Junk No More: ENCODE Project Nature Paper Finds "Biochemical Functions for 80% of the Genome"

( áhugavert að mbl hefur ekki greint frá þessu því þetta er líklegast ein af stærstu fréttum í vísindum í langan tíma )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband