Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Forritun lífsins

Áhugavert myndband sem fjallar um frumuna og DNA og hvaða ályktanir við getum dregið af því sem við vitum um þessa hluti.


En að kenna þeim að elda ekki mat?

Þegar við eldum mat þá erum við að eyðileggja næringuna sem er í honum. Alltaf þegar við steikjum, sjóðum, eldum í ofni þá erum við að skemma mikið af því góða sem er í matnum.  Hvernig væri frekar að venja börnin á eina og eina máltíð sem er hráfæði eins og ávextir.  Ein af mistökunum sem margir gera sem fara á hráfæði er að hlutfall fitu í matnum verður of mikið. Lykillinn til að minnka hættuna á þessu er að borða mikið af ávöxtum.

Ávextir eru svona heildarpakki af næringu því þeir innihalda allt það sem líkaminn þarfnast eins og ensím til að brjóta niður matinn, prótein, vítamín, steinefni, orku og trefjar og vísindamenn eru enn að reyna að greina öll þau ótal efni sem eru í ávöxtum. 

Vill svo til að ávextir eru það sem Biblían segir að Guð ætlaði okkur mönnunum að borða svo Biblíulega séð þá eru ávextir það besta sem við getum borðað. Það skemmir síðan ekki fyrir að þeir eru ótrúlega góðir.  Það er nokkuð magnað af ef að mannkynið myndi færi sig yfir í að borða aðalega ávexti þá yrðu án efa spítalar hálftómir og skortur á mat heyrði sögunni til því það þarf miklu meiri auðlindir til að rækta kjöt. Sumir segja að Biblían innihaldi ekki neitt nytsamlegt en bara á fyrstu síðunni er lausnin á mjög stórum hluta af vandamálum mannkyns.

Hérna er listi af fyrirlestrum um heilsu sem ég mæli með: http://amazingdiscoveries.tv/c/7/Life%20at%20its%20Best%20-%20English/


mbl.is Skref í baráttunni við offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga kristnir að vera fullkomnir?

Eitt af því sem aðventistar glíma við er hugmyndin um að lifa syndlausu lífi. Hún virðist vera svo fjarlæg að þeim finnst eins og það getur ekki verið að Guð sé að biðja okkur um þetta. Sannleikurinn er samt sá að aftur og aftur, biður Guð okkur um að vera fullkomin og hætta að syndga. Þetta er líka atriði sem aðrar kirkjur gagnrýna Aðvent kirkjuna fyrir. Þær segja að Jesú gerði allt á krossinum, borgaði fyrir allar okkar syndir og ekkert sem við getum gert þegar kemur að okkar frelsun. Það sem þessi hugmyndafræði klikkar á er að við getum gert óendanlega margt þegar kemur að okkar glötun. Jesú kallaði okkur til að lífs sem sigrar synd, hve oft sagði Jesú "syndga ekki framar"?  Hvernig væri boðskapur Biblíunnar ef að hún gæfi enga von gagnvart áfengisfíkn, fíkfniefnafíkn, sorg, ofbeldi og öllu því sem svertir líf okkar?

Hérna er ræða sem útskýrir þetta efni.


Börn með ólæknandi sjúkdóm

Sá nýlega auglýsinguna sem var gerð til að styrkja börn með ólæknandi sjúkdóm. Maður finnur mjög til með þessum litlu hetjum sem eru að standa frammi fyrir svona.

Þetta er dæmi um af hverju umræða um þróunarkenninguna skiptir mig máli. Ef að þróunarkenningin er sönn þá eru þessi börn ekkert nema handahófskennd uppröðun efna, tilviljanir og náttúruval bjó þau til og þeirra aðeins að hverfa í tómið og aldrei sjást aftur.  Hver vill fara með þessi börn á stað eins og Natural History Museum og segja þeim að við erum aðeins dýr sem erum komin af apalegum dýrum, enginn tilgangur með okkar tilveru og engin von fyrir þá sem standa frammi fyrir dauðanum?

Satt skal samt alltaf vera satt en málið er að þessi sorglega sýn passar ekkert við sönnunargögnin. Við höfum ótal ástæður til að trúa að við erum börn Guðs og að okkar bíður að vakna aftur til lífs þegar Kristur kemur aftur.

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/75421/


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband