Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Hvernig fara þeir að því að setja þessa mynd í þrívídd?

titanic_1144426.jpgVeit einhver hvernig þeir fara að því að gera svona gamla mynd í þrívídd?  Ég skil að tölvugerðu senurnar sem eru til á stafrænuformi, að það sé hægt að endurgera þær í þrívídd en hvað með leiknu senurnar?  Ég hélt að þegar þvívíddar myndir eru gerðar í dag þá þarf sérstakar upptökutæki sem geta tekið upp í þrívídd.

Fyrir forvitna þá hef ég fjallað um Títanik frá aðeins öðru vísi sjónarhorni: Óbeint spáð fyrir um Titanic

 


mbl.is Skipið sekkur í þrívídd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakistani heimtar að Kóraninn verði bannaður

imran1.jpgÁhugaverð frétt sem ég fann hérna: Official Legal petition for the Prohibition of the Quran in Spain

Flóttamaður frá Pakistan og fyrrverandi múslimi lagði inn formelga beiðni um að Kóraninn verði bannaður. Hérna eru nokkrar af þeim ástæðum sem hann gaf fyrir þessari beiðni:

  1. Kóraninn er ekki heilgat trúarrit en ofbeldisbók, full haturs og mismununar.
  2. Kóraninn   er   hræðileg  bók, sem  espar   samfélag og kveður  múslíma   til  stríðs  (Jihad),  að   drepa   saklaust  fólk   og   eyðileggja  heimsfriðinn.
  3. Kóraninn ber ábyrgð á öllum hryðjuverkum sem við höfum séð á undangengnum árum þar sem   þúsundir manna hafa týnt lífinu. (Kóran 9:5)
  4. Kóraninn  er  bók sem  inniheldur illar   kenningar og neyðir    átrúendur sína til að hertaka  allan heiminn og alræðisvald hvað sem það kostar.  (Kóran (8:39).
  5. Kóraninn  er  bók  sem hvetur til haturs og ofbeldis og af þeirri ástæðu er hann ekki samboðinn heiminum í dag þar á meðal á Spáni.
  6. Kóraninn er bók sem beinlínis boðar mismunun á milli mannvera. 
  7. Kóraninn er bók sem ekki leyfir tjáningarfrelsi eða trúfrelsi.Kóraninn er bók sem orsakar nauðung  og undirokun kvenna og verða   fyrir  pyntingum  vegna  óréttlætisins í honum og karlalögum.
  8. Kóraninn er bók, sem   fremur en að kenna samhljóm boðar sundurlyndi og leyfir átrúendum   sínum  að vingast ekki við þá sem ekki eru múslímar því í augum Kóransins eru þeir "heiðingjar".
  9. Kóraninn er meiriháttar ógnun við frjálst samfélag á Spáni.  Bók sem skírt og skorinort hvetur  til   stríðs  og  stríðsæsinga,  manndrápa,   haturs,   mismununar og hefnda.  Þess vegna getur Kóraninn ekki verið samboðin hinu spánska kerfi á nokkurn hátt.  Kóraninn er bók sem er í algjörri mótsögn við stjórnarskrá Spánar.

Persónulega er ég ekki mikið fyrir að banna hluti. Ég tel samt fullkomlega eðlilegt að samfélag segi að hérna eru lögin okkar, þeir sem vilja búa í okkar samfélagi verða að virða þessi lög. Þannig að ef að það er trúfélag sem opinberlega boðar brot á þessum lögum þá hefur það samfélag fullgilda ástæðu til að banna slík trúfélög.


mbl.is Lögregla greip í taumana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt Romney að útskýra afstöðu Mormóna kirkjunnar til svartra

Af öllum þeim trúarbrögðum sem ég hef kynnst þá er Mormónatrúin sú sem er eitthvað svo augljóslega röng að manni blöskrar. Hérna er forseta frambjóðandinn Mitt Romney að útskýra afstöðu hans eigin kirkju, Mormóna kirkjunnar til svartra en í hátt í öld kenndi kirkjan að svartir væru fulltrúar Satans á jörðinni og kæmust aðeins til himna sem þrælar.

Núna munu líklegast einhverjir segja mig vera að kasta steinum úr glerhúsi af því að ég er trúaður líka eins og Mitt Romney. Eins og ég sé þetta þá er ég trúaður eins og restin af jarðarbúum. Ég einfaldlega hef trúarleg svör við stóru spurningum lífsins, hvaðan við komum, af hverju við erum hér og hvað verður um okkur. Flest allir með meðvitund svara þessum trúarlegu spurningum, einnig guðleysingjar. Persónulega finnst mér ég eiga miklu meiri samleið með Vantrú en Mormónum enda sótti ég um á sínum tíma :)   sjá: Umsókn í Vantrú

Málið er einfaldlega það að ég fjalla um allar trúarskoðanir sem ég tel vera rangar og einnig þær sem ég tel vera réttar. Ég hef einblýnt dáldið mikið á guðleysi, þróunarkenninguna, hvíldardaginn og helvíti en það eiga allir skilið smá gagnrýni.

 

 


mbl.is Mynd með Romney kostar 200.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýning á myndinni Set in Stone næsta fimmtudag

Næsta fimmtudag mun verða sýnd myndin "Set in Stone". Myndin fjallar um sögu jarðfræðinnar, hvernig feður nútíma jarðfræði túlkuðu það sem þeir sáu í setlögunum og hvaða áhrif þær túlkanir höfðu á Darwin.  Út frá því er síðan er farið yfir af hverju hamfarir eru betri túlkun á því sem við sjáum í dag. Myndin er gerð í Englandi sem er við hæfi vegna þess að einna áhrifa mestu jarðfræðingarnar, Charles Lyell og James Hutton gerðu sínar rannsóknir í Englandi.

Myndin verður sýnd næsta fimmtudag ( 29. mars ) klukkan átta í hliðarsalnum í Aðventkirkjunni í Reykjavík, Ingólfsstræti 19.

Allir áhugasamir um jarðfræði og sköpun þróun velkomnir.

Hérna er stuttur trailer um myndina. 


Biblían besta vopnið á móti hryðjuverkamönnum

mohammed_merah.jpgÞetta hljómar líklegast mjög undarlega í eyrum fólks en leifið mér að útskýra.  Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er vegna þess að Biblían boðar eilífa fordæmingu gagnvart þeim sem hata og myrða annað fólk.  Að boða það hátt og snjallt að Merah var heigull og ómerkilegur morðingi sem mun samkvæmt Biblíunni vera að eilífu fordæmdur til helvítis. 

Ég náttúrulega trúi ekki á tilvist helvítis kannski gott að fara ekki að rökræða það í þessu samhengi enda trúa múslimar á helvíti, helvíti er mjög skýrt í Kóraninum.  Sumir geta sagt við þessu að múslimar taka ekkert mark á Biblíunni en það er ekki rétt, Biblían er þeirra trúarrit ásamt Kóraninum.  Ef að samfélagið næði að predika þennan boðskap þá trúi ég því að margir af þessum mönnum myndu skipta um skoðun varðandi sín áform að verða morðingjar sem drepa óvopnuð saklaust fólk, jafnvel að leggjast svo látt að drepa börn.

Sumir geta sagt við þessu að það þarf ekki Biblíuna til að gera þetta, það er nóg að bara samfélagið fordæmi það sem Merah gerði.  Vandamálið við það er að samfélagið ræður engu um það hverjir öðlast vist í paradís og hverjir fara til vítis; menn eins og Merah hafa miklu meiri ástæðu til að hata allt sem samfélagið segir enda í huga flestra þeirra er samfélagið spillt og djöfulegt


mbl.is 400 „einsamlir úlfar“ í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þróunarkenningin er sönn þá er siðferði ímyndun ein

Svona fréttir vekja með mér hroll.  Hvernig er hægt að fara svona með aðra manneskju?  Sérstaklega þegar að við best vitum, hafði hún ekki gert þeim neitt svo að kveikja í henni!  Svo ofan á þennan viðbjóð bætist við spillingin, að vegna þess að þetta eru börn valdamikils fólks þá var þeim sleppt. 

Þeir sem hryllir við svona ófreskjulegri hegðun og telja hana siðferðislega ranga hegðun eru á yfirborðinu að staðfesta að það er algildur siðferðisstaðall og samkvæmt honum er rangt að nauðga stúlku og hvað þá kveikja í henni.  Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að ef að þeir trúa að þróunarkenningin sé sönn þá er þeirra siðferði ekkert nema ímyndun.

Heimspekingurinn Michael Ruse orðaði þetta svona:

Morality, or more strictly our belief in morality, is merely an adaptation put in place to further our reproductive ends. Hence the basis of ethics does not lie in God’s will—or in the metaphorical roots of evolution or any other part of the framework of the Universe. In an important sense, ethics as we understand it is an illusion fobbed off on us by our genes to get us to cooperate. It is without external grounding. Ethics is produced by evolution but is not justified by it because, like Macbeth’s dagger, it serves a powerful purpose without existing in substance.…Unlike Macbeth’s dagger, ethics is a shared illusion of the human race.
Michael Ruse and Edward O. Wilson, “The Evolution of Ethics,” in Philosophy of Biology, ed. Michael Ruse (New York: Macmillan, 1989), 316

Þessi hugsun hefur leitt til dæmis suma þróunarsinna til að komast að þeirri niðurstöðu að það að nauðga sé í lagi, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Þeir sem aftur á móti finna með sjálfum sér að það er til algildur siðferðis staðall sem segir að nauðgun sé algjörlega röng þá eru þeir þar með að segja að þróunarkenningin geti ekki verið rétt heldur. Ástæðan er að við gætum hafa þróast á þann hátt að samfélagið teldi það að nauðga vera í góðu lagi og þá væri það í góðu lagi. Þeir sem eru ósammála þessu, að nauðgun sé röng sama hvaða skoðanir einhver samfélög hafa þá eru að afneita þróunarkenningunni, sem er auðvitað hið besta mál.

Nei, okkar siðferði þróaðist ekki heldur er það raunverulegt og algilt, skapað af Guði í samræmi við Hans lindiseinkun.

Hérna er William Lane Craig að fjalla um þetta atriði.


mbl.is Þrír nauðguðu átján ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðir Drottins

Hérna er sería sem fjallar um hátíðir Drottins sem gyðingar héldu og flestir kristnir virðast hafa haldið þessar hátíðir Drottins fyrstu árhundruðin, sjá:  Did Early Christians Observe the Feast of Unleavened Bread?  Í dag halda kristnir almennt þessar hátíðir ekki og jafnvel hafa andúð á þeim sem er mjög undarlegt.  Þessar hátíðir eru táknmyndir fyrir Jesú og starf Jesú. Ein hátíðin táknar dauða Hans, önnur upprisu og enn önnur endurkomu Hans og fleira. Guð gaf gyðingum þessar hátíðir til að fræða þá um frelsunar áformið.

Þar sem þessi myndbönd koma ekki frá Aðvent kirkjunni þá er ég ekki sammála allri þeirri guðfræði sem þarna kemur fram en þetta er samt mjög fróðlegt.  Ég er nokkuð viss um að kristinn einstaklingur sem þekkir guðspjöllin en ekki hátíðirnar muni sjá atburði guðspjallana í nýju ljósi við að fara í gegnum þetta efni. 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband