Óbeint spáð fyrir um Titanic

titanicÁrið 1898, fjórtán árum áður en Títanic fór í sína jómfrúarferð þá gaf út maður að nafni Morgan Robertson bókina "Futility of the Wreck of the Titan". Þetta var saga af ósökkvanlegu risa skipi eins og Titanic og fór í sína jómfrúarferð frá Bretlandi til New York í apríl mánuði með 2000 manns um borð. Skipið í sögunni reyndi að fara þessa ferð á met tíma og lenti á ísjaka og sökk alveg eins og Titanic. Ekki nóg með að nafnið á skipinu í bókinni hefði verið svipað eða "Titan", þá fórust flestir um borð vegna þess að það vantaði björgunarbáta.

Sagan af Titanic hefur ákveðnar hliðstæður við hjálpræðis áform Guðs fyrir mannkynið. Alveg eins og lúxus skipið Titanic sökk í kalda gröf, fullt af fólki sem var að njóta lífsins þá er þessi heimur hægt og bítandi að sökkva í hendur dauðans. Alveg eins og aðeins þeir sem voru um borð sem trúðu því að þeirra líf væri í hættu leituðu að björgunarbátum þá eru aðeins þeir í þessum heimi sem skilja að þeirra líf er í hættu að leita að björgunarbáti í þessu lífi. Stóri ísjakinn sem dregur þennan heim og alla í honum niður í ískalda gröf er Lögmál Guðs eða Boðorðin Tíu eða frekar okkar brot á þeim. Hérna eru sannanir fyrir því að við erum að sökkva: Jesús sagði að ef við bara horfum með losta til annars en maka okkar þá erum við að halda fram hjá í hjarta okkar og ef við höfum hata einhvern þá erum við morðingjar í hjarta okkar. Sá sem síðan brýtur eitthvað af Boðorðunum Tíu er orðin sekur hvort sem það eru lygar, þjófnaður eða öfund. Enginn sem er sekur getur öðlast eilíft líf. Ef við yfirgefum ekki þetta sökkvandi skip þá munum við farast á dómsdegi þegar allar okkar syndir, jafnvel þær sem við aðeins hugsuðum, munu koma fram sem sönnunargögn fyrir okkar sekt.

Sem betur fer er Guð kærleiksríkur og tilbúinn að gefa okkur náð. Í staðinn fyrir að yfirgefa þennan heim og leyfa honum að eyða sjálfum sér og öllum sem búa í honum þá ákvað Guð að senda Son Sinn til að borga fyrir gjald syndarinnar. Dauðinn og þjáningarnar sem ættu að lenda á þér og á mér lentu á Jesú Kristi og á þriðja degi þá reis Kristur upp frá dauðum og sigraði þannig dauðann fyrir mig og þig. Þannig geta allir þeir sem iðrast sett traust sitt á Jesú og það sem Hann gerði öðlast fyrirgefningu og eilíft líf. Andartakið sem við biðjum Guð um fyrirgefningu og setjum traust okkar og trú á Krist þá förum við af vegi sem liggur til glötunnar yfir á veg sem liggur til lífs. Enginn veit hvenær sinn tími kemur svo það er ekki eftir neinu að bíða. Það var sagt frá því að sumir björgunarbátarnir fóru hálftómir frá Titanic en það var vegna þess að sumir hreinlega neituðu að trúa því að hið ósökkvanlega skip væri að sökkva. Þeir fórust vegna þess að þeirra trú var afvegaleidd, vertu viss um að gera ekki hið sama! Lestu Matteusarguðspjall og reyndu að meta af fullri alvöru hvort að Jesú var ekki að segja satt því ekkert er mikilvægara en þitt eigið líf.

Markúsarguðspjall 8:36
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?


mbl.is Öld liðin frá smíði Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það voru ekki allir um borð í Titanic, sem nutu lífsins.

Þarna var fólk sem keypti farmiða, e.t.v. fyrir aleigu sína, á 3. farrými. Sumir voru með fjölskyldu, ungabörn jafnvel. Aðbúnaður fólksins þætti mannréttindabrot í dag. En fólkið tók því með æðruleysi, með eða án hjálpar Guðs.

Þetta fólk var að flýja atvinnuleysi og sára fátækt á heimaslóðum. Saga þess er ekki síður áhugaverð, en burgeisanna á fyrsta farrými.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Mofi

Það er mikið rétt og sammála að þeirra saga er mjög áhugaverð. Án efa hefði verið hægt að hafa þeirra aðbúnað miklu betri ef ríka fólkið hefði verið tilbúið að gæta meira hófs. Það aftur á móti hefur verið satt og mun halda áfram að vera satt á meðan þessi heimur stendur.

Mofi, 31.5.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 802793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband