Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Lifandi verur líta út fyrir að vera hannaðar, hvernig vita þróunarsinnar að þær eru það ekki?

animal_114.jpgRichard Dawkins skrifaði “biology is the study of complicated things that have the appearance of having been designed with a purpose".  Lauslega þýtt "líffræði er rannsókn á flóknum hlutum sem virðast hafa verið hannað með tilgang í huga". Francis Crick, einn af þeim sem uppgvötaði strúktúr DNA skrifaði "Biologists must constantly keep in mind that what they see was not designed, but rather evolved." eða "líffræðingar verða stöðugt að hafa í huga að það sem þeir eru að horfa á var ekki hannað heldur það þróaðist". 

Vandamálið sem þróunarsinnar standa frammi fyrir er að lifandi verur sýna of mikið af hönnun. Hver andmælir þegar fornleifafræðingur segir að einhverjir munir benda til hönnunar manna?  Samt, ef einhver telur að hönnunin sem við sjáum í lifandi verum bendi til hönnuðar þá er það ekki ásættanlegt. Af hverju ættu vísindin að vera í spennitreyju sem heimtar að allt sé útskýrt án hönnuðar frekar en að útskýra út frá því sem er rökrétt?

Meira hérna: Is the design explanation legitimate?

Fengið héðan: http://creation.com/images/pdfs/flyers/15-questions-for-evolutionists-s.pdf

Rökræður um tilvist Guðs og vandamál illskunnar

all_good_god_1132563.jpgHérna rökræða Nathan Renner og Timothy Elizondo um hvort að góður Guð geti verið til í heimi sem inniheldur illsku og þjáningar. Nathan er aðvent prestur Timothy Elizondo er prófessor við Columbia College. Ég hafði mjög gaman að hlusta á þessar rökræður, líklegast spilaði inn í það að hérna var aðventisti að rökræða þessa hluti en mér finnst sýn Aðvent kirkjunnar á vandamál illskunnar vera miklu skiljanlegra en annara kristna; hérna hefur aðvent trúin eitthvað sérstakt og dýrmætt fram að færa.

http://arisehub.org/resource/debate-goodness-suffering-and-god/

Oft gert með blessun ríkisins

obama-punishment_1132488.jpgÉg á alltaf jafn erfitt með að skilja af hverju menn gera svona mikinn greinarmun á milli þess að láta átta níu mánaða gamalt barn deyja Drottni sínum og síðan fimm mánaða gamalt barn. Eitt er litið á sem grimmilega meðferð sem það er auðvitað en hitt er bara eins og að fara út með ruslið.

Hérna eru nokkur dæmi þar sem mæður hafa fætt fyrirbura eða fóstureyðing mistókst og starfsfólk spítalana tóku meðvitaða ákvörðun um að láta börnin deyja með því að láta þau bara afskiptalaus.

http://www.consciencelaws.org/issues-background/abortion/abortion01.html

http://www.catholic.org/international/international_story.php?id=36326

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1211950/Premature-baby-left-die-doctors-mother-gives-birth-just-days-22-week-care-limit.html

http://www.thisislondon.co.uk/news/article-23435549-66-babies-in-a-year-left-to-die-after-nhs-abortions-that-go-wrong.do

Blandan af reiði og sorg við að horfast í augu við þetta skilur mann eftir örmagna, illskan sem við leyfum okkur er svakaleg.


mbl.is Skildi barn sitt eftir til að deyja
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Áhrif trúar á pólitík

islam-will-dominate-the-world_1132379.jpgÞegar Bandaríska stjórnarskráin var saman þá skipti það höfunda hennar miklu máli sú trú að allir menn voru skapaðir jafnar með rétt til að tjá sig og til að tilbiðja eins og þeirra samviska sagði fyrir um.  Þetta var síðan fordæmi fyrir mörg önnur lönd og í dag þá tökum við þessu sem sjálfssögðum hlut.  Þetta var ekkert sjálfgefið, fyrr á öldum þá hefðu menn hlegið að þessu sem augljósu rugli; að kongurinn væri jafn þjóninum, algjörlega fráleitt.  Í dag er þessi hugmynd eitthvað sem almenningur gefur sér sem augljósum sannleika sem gerir í augum flestra allt þetta vesen í kringum kongafólkið sem kjánaskap.

Aðeins einhver með algjöra vanþekkingu á mannkynssögunni heldur að það sé hægt að aðskilja trú frá pólitík. Þeir sem taka þátt í pólitík hafa einhverja trú, hjá því verður ekki komist. Þetta getur verið kristni trú, islam eða guðleysi og allt þar á milli. Trúleysingjar eiga nefnilega eitt sameiginlegt með einhyrningum, þeir eru ekki til.  

Varðandi vaxandi vinsældir íslamskra stjórnmálaflokka þá er það vægast sagt áhyggjuefni. Sú trú sem þarna er að blandast saman við stjórnmál er trú sem virðir ekki lýðræði, ef að lýðræði er til staðar þá er það í andstöðu við trúnna og sanntrúuðum múslimum til mikils ama. Þegar síðan einhver vill að allir fari eftir sinni trú og sú trú segir að það sé í lagi að berja konur samkvæmt Kóraninum þá vorkenni ég þeim konum sem lifa í löndum þar sem íslamskir stjórnmálaflokkar ráða samfélaginu. Fyrir þá sem trúa ekki að Kóraninn kennir að það sé í lagi að berja konur, sjá:  http://www.bible.ca/islam/islam-wife-beating-koran-4-34.htm

Annað mjög ógnvænlegt dæmi sem gæti kollvarpað heiminum í þriðju heimstyrjöldina er kall margra valdamikla múslima til að drepa alla gyðinga eins og t.d. trúarleiðtogi Palinstíu araba gerði fyrir stuttu, sjá:  http://www.israelnationalnews.com/News/News.aspx/151758#.TxP3pbIVdI0  Þarna var trúarrit múslima innblásturinn fyrir þessu hatri en þar stendur:

http://en.wikipedia.org/wiki/Islam_and_antisemitism
The Day of Judgement will not come about until Muslims fight the Jews (killing the Jews), when the Jew will hide behind stones and trees. The stones and trees will say O Muslims, O Abdullah, there is a Jew behind me, come and kill him. Only the Gharkad tree, (a certain kind of tree) would not do that because it is one of the trees of the Jews

Hérna er guðleysinginn Pat Condel að útskýra hvernig hann sér þetta, oft ósammála honum en alltaf gaman af honum:

 

 

 

 

 


mbl.is Ræddu tengsl trúar og pólitíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

56 mínútur sem gætu breytt lífi þínu

John C. Walton er vísindamaður sem hefur tvær doktors gráður og hérna fer hann yfir sínar ástæður fyrir því að trúa að fyrsta fruman hafi verið hönnuð af vitrænni veru. Þessi fyrirlestur um uppruna lífs var haldinn 21. september árið 2010 og fyrir þá sem trúa ekki á tilvist Guðs sem hugsa af hverju að eyða tíma í þetta þá tel ég að skipta um skoðun varðandi þetta stóra mál getur breytt lífi þínu. Ég myndi ekki óska mínum verstu óvinum að hafa þá vonarlausu trú sem guðleysi verður að vera.

Hérna er yfirlit yfir það sem John fer yfir:

  • Statistically, the chance of forming even one “useful” RNA sequence can be shown to be essentially zero in the lifetime of the earth.
  • The complexity of the first self-replicating system, and the information needed to build it, imply intelligent design.
  • Hope of beating the colossal odds against random formation of replicating RNA is based on ideology rather than science.
  • As lab experiments on model replicators become more complex they demonstrate the need for input from intelligent mind(s).
  • Acceptance of an early earth atmosphere free of oxygen atoms strains belief beyond breaking point!
  • No chemically or geologically plausible routes to nucleotides or RNA strands have been developed.
  • Geological field work shows no support for a “prebiotic soup.” It favors little change in the atmosphere over time. Living things have been present since the first crustal rocks.
  • After over 50 years of sterile origin of life research it is time to give intelligent design a fair
  • hearing.

Tekið héðan: The Big Picture: 56 minutes that may change your life

 


Viðtal við Jonathan Sarfati um skák og Þróunarkenninguna

Áhugavert viðtal við Jonathan Sarfati um skák og þróunarkenninguna.  Jonathan Sarfati er með doktorsgráðu í efnafræði og er þekktur skákmaður í sínu heimalandi og þekktur fyrir að geta teflt blindandi við tólf einstaklinga á sama tíma. Hann er höfundur bókarinnar "The Greatest Hoax on Earth" sem ég fjallaði einu sinni um, sjá: The greatest hoax on earth?


Lífrænar leifar sem þróunarsinnar trúa að séu margra miljóna ára gamlar

Mér sýnist öll trúarbrögð glíma við trúar atriði sem er erfitt að kyngja. Kristni er engin undantekning en aðal atriðið er að mínu mati er hve trúleg heildarmyndin er. Frá mínum sjónarhóli þá er Þróunarkenningin orðin að trúarbrögðum með alveg óteljandi trúaratriðum sem ég get með engum móti kyngt.

Eitt slíkt dæmi er að við finnum lífrænar leifar dýra sem eiga að vera margra miljón ára gamlar sem gengur engan veginn upp því að bara á nokkur tug þúsund árum ættu allar slíkar leifar vera búnar að rotna niður, hvað einhverjum miljónum árum. 

Hérna er listi yfir slík tilfelli:

 dino-soft-tissue-web.jpg

Fengið héðan: Published Reports of Original Soft Tissue Fossils


Voru drekar í raun og veru risaeðlur?

golden_dragon_reading_book.jpgSögur af risastórum dýrum sem menn kalla dreka hafa lifað með mannkyninu í árþúsundir og er að finna víðsvegar um heiminn eins í Evrópu, Asíu, og Norður og Suður Ameríku.  Þegar vísindamenn byrjuðu að uppgvöta leifar af risaeðlum þá hefðu rökréttu viðbrögðin átt að vera að þarna væru leifar þessara dýra sem menn hafa verið að tala um þúsundir ára en af einhverjum ástæðum þá gerðist það ekki.

Í dag gefa menn sér það hreinlega að leifar þessara dýra hljóti að tilheyra risaeðlum sem dóu út fyrir 65 miljón árum síðan því sannarlega er það ekki stutt af neinum almennilegum vísindalegum gögnum.  Ákveðinn hópur manna hefur skáldað upp sögu þessa heims og síðan reyna þeir að finna stað fyrir þessi dýr í þeirri sögu. 

Meðal frægra manna í mannkynssögunni sem hafa fjallað um dreka sem raunveruleg dýr eru Alexander Mikli, Herodotus,  Marco Póló og Flavius Josephus. Ótal aðrir hafa lýst drekum sem alvöru dýrum og lýsingarnar hafa passað við okkar þekkingu á risaeðlum, hérna eru nokkur slík dæmi: http://www.genesispark.com/exhibits/evidence/historical/dragons/   Auðvitað er ég ekki að segja að allar sögur af furðulegum dýrum séu sönn, aðeins að eitthvað af þessum sögum eiga rætur í sögulegum atburðum þar sem menn rákust á þessi svakalegu dýr.

dino1.jpgHérna til hægri er t.d. höggmynd af dýri sem passar aðeins við Stegosaurus sem er að finna í Angkor Wat í Kambódíu en það er frægt musteri frá 12. öld. Við höfum fleiri slíkar höggmyndir af dýrum sem að mínu mati passar aðeisn við risaeðlur.  Hérna er eitt slíkt dæmi í viðbót: Bishop Bell’s brass behemoths!

Síðan má ekki sleppa dæminu frá Biblíunni sjálfri: Bible and Behemoth 

Lífrænar leifar

Það sem síðan ætti að gera út af við þetta mál er að við höfum fundið lífrænar leifar af risaeðlum. Hérna fyrir neðan eru myndir af því sem fannst og grein sem fjallar ýtarlegra um það sem fannst.  Þetta er svona svipað eins og að ganga inn í herbergi og þar er köld kók með gosi í og einhver reynir að sannfæra þig um að kókin sé frá landnámsöld, það væri engin leið að trúa því og alveg eins er engin leið til að trúa því að þessar lífrænu leifar af risaeðlum séu margra miljón ára gamlar. 

Grein sem fjallar um ýtarlega um þennan fund, sjá: Still soft and stretchy

Eitt áhugavert sem mig hefur lengi langað að fjalla sérstaklega um svo ég læt hér nægja að benda á grein um þetta atriði. Það sem um ræðir er að þegar við finnum heilar beinagrindur af risaeðlum þá hafa þær einkenni þess að hafa drukknað. Hérna er fjallað um þetta: Simplest Explanation: Dinosaurs Drowned   Að svona risastór dýr drukknuðu bendir fyrir mitt leiti mjög til þess að sagan af syndaflóðinu sé sönn.

Enn sem komið er hef ég ekki séð sannfærandi gögn og rök fyrir því að risaeðlur dóu út fyrir 65 miljón árum síðan svo þangað til þá tel ég að sagan sem Biblían gefur fyrir sögu þessa heims passi best við staðreyndirnar og það er að líf á þessari jörðu var skapað fyrir innan við tíu þúsund árum síðan og menn og risaeðlur voru uppi á sama tíma en smá saman hafa þær dáið út eins og helling af öðrum dýrategundum.

 


mbl.is Milljónir fagna nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru upplýsingar?

Í umræðum um hvað gæti orsakað upplýsingar eða upplýsingakerfi þá kom upp sú spurning hvað eru upplýsingar.  Mér fannst svarið alltaf liggja í augum uppi. Bara getan til að geta skrifað athugasemdir á blogginu ætti að segja viðkomandi nóg til að vita hvað upplýsingar eru.

Fyrir þá sem vilja skilja og skilgreina almennilega hvað upplýsingar eru þá er hérna fyrirlestur um það efni.  Fyrirlesarinn er Robert J. Marks sem er prófessor í rafmagns og tölvunarfræði hjá Baylor háskólanum og stofnaði Evolutionary Informatics Lab.

 


Trúir þú ekki á kraftaverk?

miracles_1131244.jpgFinnst þetta snilldar mynd sem virkilega kemur að kjarna málsins þegar kemur að kraftaverkum.

Læt síðan fylgja með líka John Lennox, stærðfræðingur við Oxford útskýra hvernig hann sér kraftaverk, vísindi og hina kristnu trú.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband