Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Óhollt fyrir sálina?

Ég á erfitt með að ímynda mér að maður geti drepið dýr eftir dýr, daginn út og inn án þess að það hafi áhrif á sálina.  Ég að minnsta kosti myndi afþakka að vinna í sláturhúsi og finnst eins og núna hef ég ein sterkustu rökin fyrir því að verða grænmetisæta, bæði að taka ekki þátt í kvölum dýra og það að fólk sé að vinna við að drepa dýr.
mbl.is Vilja ekki vinna við slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga kristnir að fara eftir Móselögunum?

parting-red-sea.jpgHérna er ræða sem ég hélt fyrir nokkru þar sem ég var að fjalla um Móselögmálið og mínar vangaveltur varðandi það.

Í 17. Kafla í guðspjalli Jóhannesar biður Jesú til Föðursins og meðal annars sem Jesú segir er þetta hérna:

Jóhannesar guðspjall 17:17
Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.

Hérna biður Jesú Föðurinn að helga fylgjendur sína í sannleika og hver er sannleikurinn samkvæmt Jesú, Orð Guðs.  En hver eru orð Guðs sem Jesú er að tala um þarna?  Þegar Jesús segir þetta, var þá búið að skrifa Nýja Testamentið?  Augljóslega ekki svo orð Guðs sem Jesú er að tala um þarna, er Gamla Testamentið.

Síðan í Jóhannesarguðspjalli 15. kafla, tíunda vers þá segir Jesú þetta:

Jóhannesar guðspjall 15:10
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Boðorð Föðurins hljóta að vera þau sem Móses fékk enda vitum við að Jesú fór ekki aðeins eftir boðorðunum tíu heldur eftir öllu lögmálinu.

Matteusarguðspjall 23:1
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
"Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.

Út frá þessum orðum þá segir Ellen White þetta í Þrá aldanna

Ellen White - Þrá Aldanna
Jesus bade His hearers do that which the rabbis taught according to the law, but not to follow their example. They themselves did not practice their own teaching

Jesús bað sínar áheyrendur að gera það rabbínarnir kenndu samkæmt lögmálinu en ekki að fara að fordæmi þeirra því þeir sjálfir fóru ekki eftir því sem stendur í lögmálinu.

Ég á erfitt með að lesa eitthvað annað úr þessum orðum en að fylgjendur Krists áttu að fara eftir því sem stóð í lögum Móse.

Í hugum margra þá er kærleikurinn nóg enda sagði ekki Jesú að kærleikurinn væri uppfylling lögmálsins.  En er kærleikurinn nóg?  Það fólk sem segir að fóstureyðingar séu í lagi og samkynhneigð sé í lagi. Það fólk er alveg sannfært um að þeirra skoðanir séu kærleiksríkar. Fólk hefur mjög mismunandi hugmyndir um hvað er kærleiksríkt svo ég tel að við þurfum leiðbeiningar Guðs til að geta virkilega gert það sem er kærleiksríkt.

En hvað með boðorðin tíu, eru þau nóg?  Segja þau allt sem segja þarf?  Vitum við út frá þeim hvað það er að drýgja hór?  Er í lagi fyrir syskyni að giftast? Boðorðin tíu segja ekkert um það.  Vitum við hvernig við eigum að halda hvíldardaginn heilagann út frá boðorðunum tíu eða hefur fólk mjög mismunandi hugmyndir um hvað heilagleiki er og við þurfum aðeins meiri leiðbeiningar?

Fólk vanalega forðast lögmál Móse, finnst þau vera hörð og oftar en ekki mjög skrítin og torskilin.

Svo, markmiðið í dag er að aðeins kynnast lögmáli Móse. Þetta er aðeins stutt kynning og ég fer ekki að glíma við mörg erfið vers í lögmálinu, þá yrði þetta allt of langt.

Ég ætla að lesa hin og þessi vers, bara til að gefa ykkur hugmynd um hvað er að finna í þessum lögum.

2 Mósebók 22:21 
Útlendum manni skalt þú eigi sýna ójöfnuð né veita honum ágang, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi. 22  Þér skuluð ekki leggjast á ekkjur eða munaðarleysingja.
Ef þú leggst á þau, og þau hrópa til mín, mun ég vissulega heyra neyðarkvein þeirra.

2. Mósebók 23:4 
Ef þú finnur uxa óvinar þíns eða asna hans, sem villst hefir, þá fær þú honum hann aftur. Sjáir þú asna fjandmanns þíns liggja uppgefinn undir byrði sinni, þá skalt þú hverfa frá því að láta hann einan. Vissulega skalt þú hjálpa honum til að spretta af asnanum.
Þú skalt ekki halla rétti fátæks manns, sem hjá þér er, í máli hans.
Forðastu lygimál og ver eigi valdur að dauða saklauss manns og réttláts, því að eigi mun ég réttlæta þann, sem með rangt mál fer.
Eigi skalt þú mútu þiggja, því að mútan gjörir skyggna menn blinda og umhverfir máli hinna réttlátu.

Hérna sjáum við að við eigum að vera góð við óvini okkar og hjálpa þeim. Enn fremur er hérna bann við því að taka við mútum því að mútur gera jafnvel vitra menn blinda á hvað er rétt og rangt.

3.Mósebók 6:1
Drottinn talaði við Móse og sagði:
"Nú syndgar einhver og sýnir sviksemi gegn Drottni og þrætir við náunga sinn fyrir það, sem honum hefir verið trúað fyrir, eða honum hefir verið í hendur selt, eða hann hefir rænt, eða hann hefir haft með ofríki af náunga sínum,
eða hann hefir fundið eitthvað, sem týnst hefir, og þrætir fyrir það, eða hann með meinsæri synjar fyrir einhvern þann verknað, er menn fremja sér til syndar, þegar hann syndgar þannig og verður sekur, þá skal hann skila því aftur, sem hann hefir rænt eða með ofríki haft af öðrum eða honum hefir verið trúað fyrir, eða hinu týnda, sem hann hefir fundið,
eða hverju því, er hann hefir synjað fyrir með meinsæri, og skal hann bæta það fullu verði og gjalda fimmtungi meira. Skal hann greiða það eiganda á þeim degi, er hann færir sektarfórn sína.

3. Mósebók 19:10 
Og eigi skalt þú gjörtína víngarð þinn, né heldur tína upp niður fallin ber í víngarði þínum. Þú skalt skilja það eftir handa fátækum og útlendingum. Ég er Drottinn, Guð yðar.

Að passa upp á hina fátæku má segja að sé rauði þráðurinn í Móselögunum. Sérstaklega finnst mér áhugavert að aftur og aftur eru útlendingar teknir fram, til að minna okkur á að sýna þeim umhyggju sem eru fyrir utan samfélagið.

3. Mósebók 19:14 
Þú skalt ekki bölva daufum manni, né leggja fótakefli fyrir blindan mann, heldur skalt þú óttast Guð þinn. Ég er Drottinn. Eigi skuluð þér ranglæti fremja í dómi. Þú skalt eigi draga taum lítilmagnans, né heldur vera hliðdrægur hinum volduga. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn. Þú skalt eigi ganga um sem rógberi meðal fólks þíns og eigi krefjast blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn.  Þú skalt ekki hata bróður þinn í hjarta þínu. Einarðlega skalt þú ávíta náunga þinn, að þú eigi bakir þér synd hans vegna.
Eigi skalt þú hefnigjarn vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

Þarna sjáum við margt mjög merkilegt og þar á meðal orðin sem Jesú vitnar í sem kjarnann í lögmáli Guðs, að elska náungan eins og sjálfan þig.

3. Mósebók 19:32
Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmennið, og þú skalt óttast Guð þinn. Ég er Drottinn.  Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð.  Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.

5. Mósebók 24:16 
Feður skulu ekki líflátnir verða ásamt börnunum, og börn skulu ekki líflátin verða ásamt feðrunum. Hver skal líflátinn verða fyrir sína eigin synd.  Þú skalt ekki halla rétti útlends manns eða munaðarleysingja. Þú skalt ekki taka fatnað ekkjunnar að veði.
Og þú skalt minnast þess, að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn Guð þinn leysti þig þaðan. Fyrir því býð ég þér að gjöra þetta.
Þegar þú sker upp korn á akri þínum og gleymir kornbundini úti á akrinum, þá skalt þú ekki snúa aftur til að sækja það. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það, til þess að Drottinn Guð þinn blessi þig í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.
Þegar þú slær ávexti af olíutrjám þínum, þá skalt þú ekki gjöra eftirleit í greinum trjánna. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það.
Þegar þú tínir víngarð þinn, þá skalt þú ekki gjöra eftirleit. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það.

Hluti af lögmálinu er að vera góður við ekkjurnar, munaðarleysingja og útlendinga.  Kannski það útskýrir það sem Páll segir í Rómverjabréfinu:

Rómverjabréf 2:13
Og ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.

3. Mósebók 25:9
Og þá skaltu í sjöunda mánuðinum, tíunda dag mánaðarins, láta hvellilúðurinn gjalla. Friðþægingardaginn skuluð þér láta lúðurinn gjalla um gjörvallt land yðar, og helga þannig hið fimmtugasta árið og boða frelsi í landinu fyrir alla íbúa þess. Það skal vera yður fagnaðarár. Þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til óðals síns, og þá skuluð þér hverfa aftur hver og einn til ættar sinnar.

5. Mósebók 15:1
Sjöunda hvert ár skaltu fella niður skuldir.
2Eftir þessum reglum skaltu fella niður skuldir: Sérhver lánardrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum. Hann skal ekki ganga eftir greiðslu hjá náunga sínum og meðbróður því að niðurfelling skulda hefur verið boðuð vegna Drottins.

Hver hérna væri til í að búa í samfélagi þar sem allar skuldir væru uppgefnar á sjö ára fresti?  Ég man eftir þegar kreppan skall á að það var maður sem átti að koma í viðtal til eins blaðamanns en hann framdi sjálfsmorð áður en viðtalið fór fram og ástæðan sem hann gaf upp var að hann sá enga leið út úr skuldunum. Hérna er greinin: Framdi sjálfsmorð vegna nauðungarsölu

Í umræðum mínum við guðleysingja þá rekst ég mjög oft á þá skoðun að bara trú á Guð leiði til illsku og þá þarf maður að útskýra að trú á Guð er ekki nóg heldur er málið að láta orð Guðs leiðbeina sér og móta sig.  Ég er alveg viss um að það hafði góð áhrif á samfélag gyðinga að heyra einu sinni viku lesið úr lögmáli Guðs um hvað Guð ætlaðist til af þeim.

En, Það eru líka mörg lög þarna sem virkar skrítin og óréttlát í okkar huga enda lifum við á allt öðrum tíma í allt öðrum aðstæðum.  En ef maður hefur þessa hluti sem við erum búin að fara yfir í huga og einnig það sem Kristur sagði að elska Guð og elska náungann eins og sjálfan sig væri uppfylling lögmálsins þá ættum við að geta skilið erfiðu versin líka. Ég vil ekki fara að glíma við einhver sérstök þannig vers heldur taka tvö erfið efni aðeins fyrir.

Dauðarefsingar

Fyrsta efnið sem mig langar að fjalla stuttlega um er dauðarefsingar.  Í Móselögunum er refsingin við mörgum afbrotunum dauðadómur.  Þar sem okkar íslenska samfélag er alls ekki refsiglatt. Morðingjar fá nokkur ár í fangelsi, barnanýðingar örfá ár í fangelsi og nauðgarar fá nokkra mánuði í fangelsi.  Þannig að það er ekki nema von að við upplifum dauðarefsingu sem mjög harðan dóm.

En, er Nýja Testamentið mildara?  Við lesum í Matteusarguðspjalli 15. kafla, fyrsta vers:

Mat 15:1
Nú komu til Jesú farísear og fræðimenn frá Jerúsalem og sögðu:
"Hvers vegna brjóta lærisveinar þínir erfikenning forfeðranna? Þeir taka ekki handlaugar, áður en þeir neyta matar." Hann svaraði þeim: "Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?   Guð hefur sagt: ,Heiðra föður þinn og móður,' og: ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.'

Jesú endurtekur hérna það sem Hann kallar lög Guðs og tekur fram hvað lögmál Guðs segir að refsigin sé.  Í Opinberunarbókinni  21. Kafla, áttunda vers lesum við þetta:

Opinberunarbókin 21:8 
En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."

Þetta eru mjög hörð vers en í gegnum alla Biblíuna þá er boðskapur Biblíunnar hinn sami sem birtast vel í orðum Páls, laun syndarinnar er dauði.

Það eru aftur á móti fræðimenn sem halda því fram að í Móselögunum er að finna hámarks refsingar en að dómstólar gátu ákveðið refsinguna og hún gat verið mildari en þessi hámarks refsing. Tökum til dæmis vers í 2. Mósebók, 21.kafla, 28 vers

2. Mósebók 21:28
Ef uxi stangar mann eða konu til bana, þá skal grýta uxann og ekki neyta kjötsins, og er eigandi uxans þá sýkn saka. En hafi uxinn verið mannýgur áður og eigandinn verið látinn vita það, og geymir hann ekki uxans að heldur, svo að hann verður manni eða konu að bana, þá skal grýta uxann, en eigandi skal og líflátinn verða.  En gjörist honum að bæta með fé, þá leysi hann líf sitt með svo miklum bótum sem honum verður gjört að greiða.

Hérna sjáum við dauðadóm en síðan möguleikann á því að bæta skaðan og forðast dauðadóminn. Á öðrum stað er síðan tekið fram að í morðmálum má ekki minnka dauðarefsinguna sem gefur til kynna að við aðra glæpi þá var það möguleiki.   Við þurfum líka að hafa í huga að til þess að einhver fengi dauðadóm þá þurfti einhver að heimta þá refsingu frammi fyrir dómsstólum og tvö áreiðanleg vitni þyrftu að staðfesta glæpinn og vitnin þurftu að kasta fyrsta steininum.  Það hljómar kannski illa en þannig varð það þannig að þriðji aðili sem hafði vonandi ekkert persónulegt á móti hinum seka þyrfti að horfast í augu við það sem hann var að orsaka.  Hve mikið af illvirkjum eru framin af mönnum í hægindastólum sem þurfa aldrei að horfast í augu við þá sem þjást vegna þeirra illsku?  Þeir sem vilja lesa meira um þetta þá mæli ég með þessari grein hérna: Capital Punishment and the Bible

Þrælahald

Annað sem angrar marga við Móselögin eru ákvæði um þrælahald. Það er engin spurning að Móselögin tala um þrælahald og leyfa það. 

harriet_beecher_stowe-311x400.jpgHafið þið heyrt um Harriet Beecher Stowe?  Hún er fræg fyrir að hafa skrifað bókina „Uncle Toms Cabin“ eða kofi Tómasar frænda.  Þegar Abraham Lincon hitti hana þegar hún kom til Hvíta hússins þá á hann að hafa sagt „svo, þú ert litla konan sem skrifaði bókina sem byrjaði þetta mikla stríð“.  Í bókinni  lýsti hún Harriet eðli þrælahalds hennar samtíma svona „Löglegt vald húsbóndans yfir þrælnum, yfir sál hans og líkama er algjört„ og einnig sagði hún „það var engin vörn fyrir lífi þrælsins“.

Þetta er líka það sem við hugsum flest þegar orðið „þrælhald“ kemur upp.  Flestir hugsa til þeirra tíma þegar menn fóru til Afríku og hreinlega rændu mönnum og konum og seldu þau sem þræla.  Þessir þrælar síðan þurftu síðan að hlýða húsbóndanum í einu og öllu og ef að þeir voru drepnir þá þótti það ekki tiltökumál.  En er þetta það sem Biblían kennir að sé í lagi?

Ég segi nei og tel frekar að ætti að tala um þjónustu starf sem var þannig að þú fékkst mat og húsnæði í staðinn fyrir þína vinnu.  Ekki hið ákjósanlegasta en viðbrögð við mikilli fátækt, skuldum, glæpum eða stríði.

Í 3. Mósebók 25 kafla, 35. versi lesum við um hvernig fólk gat orðið þrælar.

3. Mósebók 25:35 
Ef bróðir þinn kemst í fátækt og verður ósjálfbjarga hjá þér, þá skalt þú styðja hann sem dvalarmann og hjábýling, svo að hann geti lifað hjá þér.
Þú skalt eigi taka fjárleigu af honum né aukagjald, heldur skalt þú óttast Guð þinn, svo að bróðir þinn geti lifað hjá þér.
Þú skalt eigi ljá honum silfur þitt gegn leigu, né heldur hjálpa honum um matvæli þín gegn aukagjaldi.
Ég er Drottinn, Guð yðar, sem leiddi yður út af Egyptalandi til þess að gefa yður Kanaanland og vera Guð yðar.
Komist bróðir þinn í fátækt hjá þér og selur sig þér, þá skalt þú ekki láta hann vinna þrælavinnu.
Sem kaupamaður, sem hjábýlingur skal hann hjá þér vera. Hann skal vinna hjá þér til fagnaðarárs. En þá skal hann fara frá þér, og börn hans með honum, og hverfa aftur til ættar sinnar, og hann skal hverfa aftur til óðals feðra sinna.
Því að þeir eru þjónar mínir, sem ég hefi leitt út af Egyptalandi. Eigi skulu þeir seldir mansali.
Þú skalt eigi drottna yfir honum með hörku, heldur skalt þú óttast Guð þinn.

Við sjáum hérna að það átti að koma vel fram við þá sem urðu þrælar og sjöunda hvert ár fengu allir frelsi.

5. Mósebók 15:7
Ef með þér er fátækur maður, einhver af bræðrum þínum, í einhverri af borgum þínum í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki herða hjarta þitt og eigi afturlykja hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum, heldur skalt þú upp ljúka hendi þinni fyrir honum og lána honum fúslega það, er nægi til að bæta úr skorti hans.
Gæt þín, að eigi komi sú ódrengskaparhugsun upp í hjarta þínu: "Sjöunda árið, umlíðunarárið, er fyrir hendi!" og að þú lítir eigi fátækan bróður þinn óblíðu auga og gefir honum ekkert, svo að hann hrópi til Drottins yfir þér, og það verði þér til syndar.
Miklu fremur skalt þú gefa honum og eigi gjöra það með illu geði, því að fyrir það mun Drottinn Guð þinn blessa þig í öllu verki þínu og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu. Fyrir því býð ég þér og segi: Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu.
Ef bróðir þinn, hebreskur maður eða hebresk kona, selur sig þér, þá skal hann þjóna þér í sex ár, en sjöunda árið skalt þú láta hann lausan frá þér fara.
Og þegar þú lætur hann lausan frá þér fara, þá skalt þú ekki láta hann fara tómhentan.
Þú skalt gjöra hann vel úr garði og gefa honum af hjörð þinni, úr láfa þínum og vínþröng þinni, þú skalt gefa honum af því, sem Drottinn Guð þinn hefir blessað þig með.
Og þú skalt minnast þess, að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn Guð þinn leysti þig. Fyrir því legg ég þetta fyrir þig í dag.

Hve miklu öðru vísu voru þessi lög en það sem við sáum í þrælahaldi Bandaríkjanna og Bretlands fyrir bara tvö hundruð árum síðan?  Við sjáum að lögin innihald margt til að koma í veg fyrir fátækt og að fólk lendi í skuldafeni sem það kemst aldrei út úr.

Enn fremur lesum við

2. Mósebók 21:26 
Ef maður slær þræl sinn eða ambátt á auga og skemmir það, þá skal hann gefa honum frelsi sitt fyrir augað, og ef hann lýstur tönn úr þræli sínum eða ambátt, þá gefi hann honum frelsi fyrir tönn sína.

Hérna sjáum við að það átti ekki að líðast að þrælar væru beittir ofbeldi.

2. Mósebók 21:20 
Ef maður lýstur þræl sinn eða ambátt með staf, svo að hann deyr undir hendi hans, þá skal hann refsingu sæta.

Hérna sjáum við að löggjafinn verndar líf þrælsins á þann hátt að dauðarefsing liggur við því að drepa þræl.  Hversu mikið öðru vísi er það miðað við þrælahaldið sem við sjáum í bíómyndum þar sem dauði þræls þótt ekki refsivert.

2. Mósebók 21:16
Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.

Þetta er það sem þrælahaldið fyrir tvö hundruð árum síðan snérist um. Fólki var rænt og selt í ánauð en slíkt var bannað í Móselögunum.

5. Mósebók 23:15 
Þú skalt eigi framselja í hendur húsbónda þræl, sem flúið hefir til þín frá húsbónda sínum. Hann skal setjast að hjá þér, í landi þínu, á þeim stað, er hann sjálfur velur, í einhverri af borgum þínum, þar sem honum best líkar. Þú skalt ekki sýna honum ójöfnuð.

Þetta er gífurlega mikill munur á t.d. Hammurabi lögunum Babelónar sem menn bera oft saman við Móselögin en þau lög heimtuðu dauðarefsingu gagnvart þeim sem hjálpaði þræl sem strauk frá húsbónda sínum á meðan Ísrael var skipað að hjálpa þrælum sem höfðu flúið.

Þetta fyrir mig segir mér að lögin sem Guð gaf í gegnum Móse um þræla voru til að vernda þá sem lentu í slæmum aðstæðum.

Heilsa

Allt of oft heyri ég, bæði kristna og aðventista tala um það sem stendur í lögmáli Móse sem byrðar sem við erum heppin að vera ekki lengur undir.  En er það rökrétt?   Hvort gaf Guð þessi lög til að vera fólkinu blessun eða bölvun?  Er ekki möguleiki að Guð er eins og kærleiksríkur faðir sem gefur börnunum sínum góð ráð til þess að þeim vegni vel í lífinu?

Hósea 4:6 
þjóð mín mun farast því að hún hefur enga þekkingu.
Þar sem þú hefur hafnað þekkingunni hafna ég þér sem presti fyrir mig.
þér hafið gleymt lögmáli Guðs yðar, þá vil ég og gleyma börnum yðar.

ignaz_semmelweis_1860_3.jpgHérna sjáum við ekki óhlýðni við lög Guðs heldur vanþekking á þeim er að valda því að þjóðin ferst. Það getur varla verið að Hósea er þarna að tala um boðorðin tíu, það getur varla verið að Ísrael hafi ekki haft þekkingu á tíu einföldum atriðum. Það sem ég tel að Hósea er að tala um hérna eru lögin sem fjalla um heilbrygði. Í Móselögunum eru mjög ýtarleg lög varðandi hvernig á að bregðast við sjúkdómum og sýkingarhættu.  Til að mynda þá á í kringum 1800 var læknir að nafni Ignaz Semmelweis sem setti fram einfaldar heilbrygðisreglum sem fól læknum að þrífa hendurnar fyrir snertingu við sjúklinga. Fyrir þann tíma var t.d. mjög há dánatíðni meðal mæðra,  frá 10% til 35%.  Þessar reglur sem Semmelweis setti fram laggirnar gjörbreyttu þessu hræðilega. Þarna sjáum við hve stutt er síðan nútíma vísindi byrjuðu að átta sig á þessu en Móses setti fram ýtarlegri og betri reglur fyrir meira en þrjú þúsund árum síðan.

Hvernig ætli hin kristna kirkja hefði verið ef að hún hefði ekki hent lögmáli Guðs, við getum svo sem bara gískað en í þessu tilfelli þá hefði hún verið mikið ljós. Sjúkdómar sem aðrar þjóðir hefðu glímt við hefðu horft til kristinnar kirkju og lært af þeim og án efa, hafa viljað vita meira um þann Guð sem gaf þeim þessa dýrmætu þekkingu.

Það er síðan spurning hvort að við, Aðvent kirkjan erum að deyja fyrr og lifum verra lífi vegna þess að við höfum vanrækt þann sérstaka heilsuboðskap sem við höfum fengið. En það er önnur umræða...

Svo, hvað þýðir þetta. Eigum við að vera að fara eftir Móselögunum í dag?  Ég bara veit það ekki, ég er enn að melta þetta.  En nokkur atriði til að hugsa um.  Ef við skoðum Postulasöguna 15 kafla þá sjáum við þær kröfur sem postularnir settu á þá sem vildu tilheyra þeim.

Postulasagan 15:5
Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."
...
15:19  Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs,
15:20  heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði.

Hafið þið velt þessum lista fyrir ykkur?  Virkar hann ekki alveg stórfurðulegur?  Við sjáum hérna að heiðingjarnir eiga að halda sér frá skurðgoðum og saurlifnaði sem kemur frá boðorðunum tíu; skiljanlegt en hvað með hin átta? Þú skalt ekki stela, ljúga og myrða, skiptu þau engu máli?  Síðan kemur að borða ekki kjöt frá köfnuðum dýrum sem er kemur frá 3. Mósebók kafla 7  og síðan kemur að halda sig frá blóði sem kemur úr 3.Mósebók þriðja og sautjánda kafla.

Jesú kenndi ekkert af þessu en samt er þetta listinn sem heiðingjarnir áttu að fá. Síðan koma þessi vers:

Postulasagan 15:21 
Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.

Er möguleiki að ástæðan fyrir þessum skrítna lista var til þess að gera heiðingja nægilega hreina í augum gyðinga svo þeir gætu mætt á hvíldardegi og lært lögmál Móse?

Ef við síðan skoðum okkur aðeins, Aðvent kirkjuna þá höfum við tekið þá afstöðu að lögin er varða mat séu enn í gildi sem koma frá 3.Mósebók 11. Kafla og tíund sé enn í gildi sem kemur frá 3. Mósebók 27 kafla. Þetta virkar bara dáldið handahófskennt...

Ég vil enda á þessu versi hérna sem eitthvað til að hugsa um

Malakí 4:4
  Munið eftir lögmáli Móse þjóns míns, þess er ég á Hóreb fól setninga og ákvæði fyrir allan Ísrael. Mal 4:5  Sjá, ég sendi yður Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.

Hérna sjáum við Malakí tala um dagana rétt fyrir endalokin og hann segir okkur að muna eftir lögmáli Móse.  Er ekki alveg hið minnsta sem við getum gert er að rannsaka þetta lögmál, vita hvað það segir og vera viss í okkar eigin samvisku hvað við eigum að gera því að Biblían er skýr, synd er lögmálsbrot og það er engin spurning að í gegnum Biblíuna þá þegar talað er um lögmálið þá er verið að vísa til lögmáls Móse.

Ef að niðurstaðan er að við eigum að fylgja því þá ætti það ekki að vera dapurleg niðurstaða ef við trúum því að Guð gaf þetta lögmál upphaflega til að vera blessun, öllum þeim sem fylgja því.


Örbirgðin á Gaza

Ákvað að bæta þessu myndbandi hérna við vegna athugasemda.


mbl.is „Dæmd til að mistakast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Berlinski um galla þróunarkenningarinnar

Hérna fjallar David Berlinski um hans ástæður fyrir því að hafna þróunarkenningunni. Hérna er aðeins um hver hann er:

http://www.davidberlinski.org/biography.php
Berlinski received his Ph.D. in philosophy from Princeton University and was later a postdoctoral fellow in mathematics and molecular biology at Columbia University. He has authored works on systems analysis, differential topology, theoretical biology, analytic philosophy, and the philosophy of mathematics, as well as three novels. He has also taught philosophy, mathematics and English at Stanford, Rutgers, the City University of New York and the Université de Paris. In addition, he has held research fellowships at the International Institute for Applied Systems Analysis in Austria and the Institut des Hautes Études Scientifiques. He lives in Paris

 

Veit ekki alveg af hverju bloggið vill ekki sýna þessar skrár en hérna eru linkar á þær:

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=aW2GkDkimkE

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=2QlyKP6cUhQ

 http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=DRqdvhL3pgM

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=U6JJO4Tc4D8

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=8G4tVJIuEAg

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=ZV5GTBhhtDs


Tvær tegundir af vísindum

Hérna er stutt myndband sem útskýrir að það eru til tvær tegundir af vísindum. Það eru vísindi sem glíma við hvernig hlutirnir virka í dag, hvernig eru eðlisfræðilögmálin og hvernig eru setlögin svo dæmi séu tekin. En síðan eru aðrar spurningar sem vísindin glíma við og það er hvað gerðist í fortíðinni. Þegar við glímum við hvað gerðist í fortíðinni þá er það allt öðru vísi leikur.


David Berlinksi um Miklahvell og Darwin

Hérna er virkilega skemmtilegt viðtal við David Berlinski 

http://tv.nationalreview.com/uncommonknowledge/post/?q=MTc4ZDM0Zjc5YWU4NzhjODA1NzA0ZmRjODhiNjBmOGU=

Hérna eru nokkur brot úr viðtalinu.

Varðandi kenningu Darwins:

That's not a theory. That's just a string of wet sponges on a clothesline. That doesn't tell us anything deep about biological structure.
It is simply an exercise in conditional plausibility. Yeah, it could have happened that way.

Robinson spyr hvernig gat það gerst að Darwin hafði sópað undir sig líffræðinni í kringum 1900 og Berlinski sagði þetta:

How did it happen that Marxism swept its field, swept it so thoroughly and completely that a hundred million people had to die before someone realized "You know, that's not such a swell theory after all. That theory may have certain problems.

Síðan fjallar Berlinski um Miklahvell og fínstillingu lögmálanna og hérna er eitt sem hann sagði sem mér fannst áhugavert.

Berlinski
It's certainly moving and disturbing that 20th-century cosmology should have rejected an ancient view of the universe as moving from the everlasting to the everlasting, with no origin, and embraced a completely different view that is in no way new. It's part of the religious tradition.

Hérna er viðtalið: http://tv.nationalreview.com/uncommonknowledge/post/?q=YjA4NzA2NmI3ODRhOTk0MDNjZjU3MjNkMWIxZGVmYWU=


Bannað að biðja en að bölva leyft

Ég fékk þetta sent og vil endilega deila því með blog heimum. Þetta fjallar um hve öfugsnúið amerískt samfélag er orðið þegar kemur að trúmálum. 

At a Tennessee High School Football Game:

IT IS INTERESTING THAT A HIGH SCHOOL PRINCIPAL CAN SEE THE PROBLEM, BUT OUR SOCIETY CANNOT. 

This statement was read over the PA system at the football game at Roane County High School , Kingston , Tennessee by school Principal, Jody McLeod: "It has always been the custom at Roane County High School football games to say a prayer and play the National Anthem to honor God and Country.
 
Due to a recent ruling by the Supreme Court, I am told that saying a prayer is a violation of federal case law. As I understand the law at this time, I can use this public facility to approve of sexual perversion and call it an alternate life style and if someone is offended, that's OK.
 
I can use it to condone sexual promiscuity by dispensing condoms and calling it, "safe sex." If someone is offended, that's OK.
 
I can even use this public facility to present the merits of killing an unborn baby as a "viable" means of birth control." If someone is offended, no problem...

 I can designate a school day as "Earth Day" and involve students in activities to worship religiously and praise the goddess "Mother Earth" and call it "ecology.."
 
I can use literature, videos and presentations in the classroom that depicts people with strong, traditional Christian convictions as "simple minded" and "ignorant" and call it "enlightenment.."
 
However, if anyone uses this facility to honor GOD and to ask HIM to bless this event with safety and good sportsmanship, then federal case law is violated.
 
This appears to be inconsistent at best, and at worst, diabolical.
Apparently, we are to be tolerant of everything and everyone except GOD and HIS Commandments.
 
Nevertheless, as a school principal, I frequently ask staff and students to abide by rules with which they do not necessarily agree. For me to do otherwise would be inconsistent at best and at worst, hypocritical. I suffer from that affliction enough unintentionally. I certainly do not need to add an intentional transgression.
 
For this reason, I shall "Render unto Caesar that which is Caesar's," and refrain from praying at this time.
 
However, if you feel inspired to honor, praise and thank GOD and ask HIM, in the name of JESUS, to bless this event, please feel free to do so. As far as I know, that's not against the law----yet.
 
One by one the people in the stands stood, bowed their heads, held hands with one another and began to pray.
 
They prayed in the stands. They prayed in the team huddles. They prayed at the concession stand and they prayed in the announcer's box!

The only place they didn't pray was in the Supreme Court of the United States of America - the Seat of "Justice" in this "one nation, under GOD."
 
Somehow, Kingston , Tennessee remembered what so many have forgotten. We are given the Freedom of Religion, not the Freedom from Religion.
 
JESUS said, "If you are ashamed of ME before men, then I will be ashamed of you before MY FATHER.."  

If you are not ashamed, pass this on


50 vel þekktir fræðimenn fjalla um Guð

Fyrir nokkru var mér bent á þetta myndband þar sem 50 fræðimenn fjalla um þeirra sýn á Guð. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að glíma við eitthvað af því sem þeir sögðu.  Það sem kom mér á óvart hve margir þarna virtust hafa litla þekkingu á Biblíunni, trúarbrögðum og heimspeki. Hljómar kannski hrokafullt og ranglátur dómur en sá fyrsti sem kemur fram í myndbandinu, Lawrence Krauss tekur undir þetta með mér.  Held að allt of mikið af þessu fólki hefur kafað mjög djúpt í sín fræði og hafa misst sjónar af heildarmyndinni. Ég vitna aðeins lauslega í viðkomandi fræðimann til að gefa til kynna hvaða hugmyndum ég er að svara og hvet alla til að horfa á myndbandið til að sjá þeirra orð í samhengi.

Lawrence Krauss
If you look at the universe and study the universe what you find is that there is no evidence that we need anything than the laws of physics to explain everything we see.

Í fyrsta lagi þá augljóslega vantar að útskýra hvaðan þessi lögmál komu og af hverju þau eru eins og þau eru. Einstein áttaði sig á þessu enda ekki guðleysingi en hann sagði "The most incomprehensible thing about the world is that it is comprehensible". Það er alls ekki gefið að lögmálin sem stjórna okkar heimi séu regluleg og skiljanleg en þau eru það. Síðan þá útskýra lögmál alheimsins alls ekki hvernig lífið varð til, hvernig gífurlegt magn af upplýsingum í formi forritunarkóða gat orðið til eða hvað þá allar þær "vélar" sem þarf til að lesa upplýsingarnar og framfylgja þeirra skipunum. Það er ekkert í eðlisfræðilögmálunum sem ýtir undir að slíkt verði til, þvert á móti vinna lögmálin á móti myndun slíkra fyrirbrygða.  Þannig að ég er algjörlega ósammála Krauss að við þurfum bara lögmálin til að útskýra þau undur sem við sjáum í náttúrunni.

Richard Feynman
He came to the earth, one of the aspects of God came to earth... and look at what's out there, it's not in porpotion.

Ég get alveg skilið af hverju menn eiga erfitt með að trúa vitnisburði lærisveina Jesú um að Hann sé Guð. Þeir áttu líka sínar stundir efasemda.  En þarna var um að ræða heila þjóð sem var búin að bíða eftir þessu vegna þess að það var búið að spá þessu.  Eitt skemmtilegt dæmi um þannig spádóm er spádómurinn sem sagði hvenær Messías myndi deyja, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Einnig virðist Feynman ýja að því að heimurinn ætti að vera betri ef að þetta væri satt. Í fyrsta lagi þá hafði Jesú gífurleg áhrif á heiminn þrátt fyrir að starfa aðeins í þrjú ár og í öðru lagi þá var ekki tilgangur fyrri komu Jesú að enda alla illsku heldur til að borga gjald syndarinnar fyrir hvern þann sem trúir.

Ef ske kynni að þarna er Feynman að glíma við tilvist illsku og góðan Guð þá vil ég benda á hvernig C.S. Lewis skipti um skoðum um tilvist Guðs vegna einmitt tilvist illskunnar.

Colin Blakemore
and I believe I am the sum total of all of the causal influence on me at the moment...
human beings are set aside... really deciding absolutly what they are going to do.

Það vill svo til að margir þróunarsinnar sjá frjálsan vilja sem blekkingu, eins og t.d. þessi hérna: Rökræður um trú á Guð og þróunarkenninguna og siðferði  Þróunarsinninn sem þarna heldur fram að við höfum ekki frjálsan vilja er William Provine.  Þetta er líka skiljanleg afstaða ef að þróunarkenningin er rétt. Ef að við erum aðeins líffræðilegar vélar sem stjórnast af hvötum til að lifa af og fjölga okkur þá er ekki mikið rúm fyrir einhvern sjálfstæðan vilja.

Steven Pinker
There is no need to invoke a immaterial soul in understanding how the mind works.

Að við höfum óefniskennda sál sem flýgur til himna þegar við deyjum er ekki Biblíuleg hugmynd. Biblían talar einfaldlega um að lifandi verur eru sálir. Þar á meðal er hugmyndin um að við höfum eilífa sál er alls ekki Biblíuleg, Biblían talar alltaf um sálir sem dauðlegar og að aðeins Guð hefur ódauðleika.

Mér finnst samt Pinker hérna tala um heilan og meðvitundina eins og eitthvað sem að vísindamenn skilja en það er alls ekki þannig.  Hvernig síðan dauð efni eiga að hafa getað raðað sér í litlar ógurlega flóknar verksmiðjur ( frumur ) sem síðan tóku sig saman og mynduðu stærri heild sem hefur meðvitund ein og sér er eitthvað sem þróunarkenningin hefur engin svör við. Ekki nema einhverjar kjánalegar handaveifingar á meðan vitrari og fróðari þróunarsinnar eru vanalega heiðarlegir og viðurkenna að hérna er mikill leyndardómur á ferðinni.Meira um þetta hérna: Human Consciousness

Ég hef rekist á Pinker áður og fjallaði aðeins um hans siðferðislegu skoðanir sem hann byggir á sinni trú að Guð er ekki til og við erum aðeins afleiðing náttúruaflanna, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Alan Guth
We don't have any way of knowing where the laws of physics came from. We can hope that when we really understand the laws of physics they will describe how the world came into existence.

Skemmtilegt að heyra Alan tala hreinskilningslega um okkar vanþekkingu á hvaðan eðlisfræðilögmálin komu og að við skiljum þau í dag ekki til fullnustu.  Ég tel það vera afskaplega veika von að þegar við virkilega skiljum eðlisfræðilögmálin að þá munum við getað skilið hvernig þau urðu til og hvernig alheimurinn varð til en auðvitað eigum við að reyna að skilja þau og hvað sem kemur út úr þeim skilningi er mjög forvitnilegt.

Alan Guth
I have never seen much in the idea that the univese was designed. My problem with the concept is that the designer must be more sophisticated and more complicated than the object being designed.

Maður getur ályktað að eitthvað hafi verið hannað þrátt fyrir að vita ekki hver eða hvað orsakaði hönnuðinn.  Ef við fengjum skilaboð frá fjarlægu stjörnukerfi eins og myndin "Contact" fjallaði um þá myndi enginn segja að við getum ekki ályktað að skilaboðin voru búin til af vitrænum verum vegna þess að við gætum ekki útskýrt hvað orsakaði þessar verur sem sendu skilaboðin.

Hérna útskýrir John Lennox, stærðfræðingur sem kennir við Oxford af hverju þessi rök Alan Guth virka ekki.

Noam Chomsky
You should keep away from having irrational believes. You should believe something for which you can find some evidence for support.

Þessu er ég mjög sammála og hefði mjög gaman af því að spjalla við Noam um akkúrat þetta og hvernig hann beitir þessu á guðleysi.  Ef við t.d. skoðun nokkur atriði sem mér finnst mjög órökrétt við trú guðleysingja:

  • Það þurfti engan skapara því að lögmál alheimsins orsökuðu tilvist alheimsins. Flestir guðleysingjar að vísu viðurkenna fúslega að þeir vita ekki hvað orsakaði alheiminn og eðlisfræðilögmálin en hérna er dæmi þar sem skapari er rökrétta svarið en svarið það var enginn skapari og enginn sem bjó til eðlisfræðilögmálin er órökrétt.
  • Ferli sem höfðu ekki vitsmuni eiga að hafa orsakað forritunarmál ( DNA ) og upplýsingar, þetta er algjörlega órökrétt.
  • Ferli sem hefur ekki vitsmuni á að hafa orsakað vitsmuni, þ.e.a.s. okkur. Eitthvað sem hefur ekki vitsmuni að orsaka vitsmuni, það er ekki rökrétt og ekki trúlegt.  Að náttúruval hafi gefið okkur vitsmuni sem eru miklu meiri en við þurfum á til að lifa af er ekki rökrétt. Við þurfum ekki að kunna flókna stærðfræði til að lifa af eða rannsaka svarthol og skammtafræði til að lifa af svo það er engan veginn rökrétt að ætla að náttúruval og tilviljanir hafi orsakað þá vitsmuni sem mannkynið hefur.
  • Ferli sem hefur ekki skynbragð á fegurð á að hafa orsakað verur sem kunna að meta fegurð. Ekki rökrétt.

Þegar kemur síðan að byggja sína trú á sönnunargögnum þá er kristni öðru vísi en önnur trúarbrögð heimsins í þessu tilliti. Kristni byggir á sögulegum atburðum, heildstæðum vitnisburði ótal aðila af þeirra reynslu af Guði.  Megnið af okkar þekkingu kemur frá vitnisburði annarra svo engin ástæða til að hafna þessum vitnisburði aðeins vegna þess að hann er í formi vitnisburðar. Að trúa ekki á Guð og þess vegna hafna þessum vitnisburði er ekki góð ástæða.  Við höfum síðan marga spádóma sem hafa ræstt sem gefur mér ástæðu til að trúa að Biblían var skrifuð af þeim sem er yfir náttúrunni og veit allt.  Hérna eru tvö dæmi um slíka spádóma, Spádómurinn um borgina Petru og Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Peter Atkins
which has no contact with physical reality at all. They invent all sorts of questions, which they then taunt humanity with.One of them is cosmic purpose, they say there must be a purpose.  They don't respect the power of the human intellect.

Biblían hefur mjög sterka tengingu við raunveruleikann og svarar mörgum vísindalegum spurningum á allt annan hátt en guðleyingjar þegar þeir eru að reyna að útskýra tilveruna.  Spurningin um tilgang er síðan mennsk, mjög eðlileg spurning sem fólk í gegnum aldirnar hafa glímt við, spurningin um tilgang er ekki bara eitthvað sem guðfræðingar nota til að hrella almenning.  Ég veit ekki af hverju Atkins heldur að guðfræðingar eða þá kristnir virða ekki mátt mennskrar skynsemi.  Guð gaf okkur skynsemina svo við höfum mikla ástæðu til að virða hana.  Guðleysinginn situr aftur á móti með sárt ennið og verður að viðurkenna að hann hefur í rauninni ekki ástæðu til að ætla að okkar skynsemi sé í rauninni skynsöm því að náttúruval og tilviljanir þurfa ekkert endilega að hafa búið okkur þannig til að við séum skynsöm. Eins og Darwin orðaði þetta "Could we trust the convictions of a monkey's mind". Það eru samt takmörk fyrir getu skynseminnar vegna þess að við höfum takmarkaða þekkingu á heiminum í kringum okkur og hérna biður Guð okkur um að treysta sér. Að þegar Hann segir að Hann skapaði heiminn á sex dögum að þá gerði Hann það þó að okkar vitsmunir skilja ekki hvernig Hann fór að því. Ekki frekar en fimm ára gutti skilur hvernig menn fara að því að búa til tölvur, flugvélar eða bíla.

Hérna er stutt klippa þar sem William Lane Craig talar við Atkins um mátt vísindanna.

Jæja, þetta er orðið allt of langt svo ég læt hér staðar numið.  To be continued...


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802820

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband