Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
31.10.2011 | 19:43
Ætli þeir þori að halda alvöru kosningar?
Mig langar að benda á athyglisverðan vitnisburð frétta konunnar Lizzie Pheran varðandi atburðina í Líbíu. Miðað við hennar vitnisburð þá ef Gaddafi væri enn á lífi fengi hann í kringum 80% atkvæða. Hún bendir á að í Líbíu hafi verið ein bestu skilyrði íbúa miðað við önnur Afríkuríki. Að í Líbíu hafi verið ókeypis heilbrigðiskerfi og ókeypis menntun fyrir alla, líka á háskólastigi. Einnig að í gegnum þetta "stríð" þá hafi verið haldnar aftur og aftur stuðningsgöngur fyrir Gaddafi þar sem mest tók þátt 1,8 miljón íbúar Líbíu sem hlýtur að teljast nokkuð góð þáttaka af 6 miljón manna þjóð. Ef þetta er satt þá gæti það jafnvel komið þannig út að sonur Gaddafis fengi meirihluta atkvæða ef hann færi í framboð en eins og er þá virðist líf hans vera í hættu.
Hérna er vitnisburður Lizzie en hann byrjar 16:48.
Nýr forsætisráðherra Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2011 | 15:04
Er hægt að ná sambandi við Steve Jobs?
Meðal mannkyns er ein trú sem alveg neitar að deyja og það er trúin á drauga. Flest trúarbrögð heims og meirihluti kristinna trúir að við höfum eilífa sál og sumir af þeim trúa að hægt sé að ná sambandi við hana eftir að viðkomandi deyr.
Ég er nokkuð viss um að lang flestir íslendingar hafa heyrt vitnisburð fólks sem segjast hafa séð draug. Ég þekki að minnsta kosti nokkra persónulega sem eru alveg handvissir um að hafa séð draug. Einn slíkur vinur minn frá yngri árum sá oft drauga og trúði að hann væri skyggn. Hann var frekar ungur þegar hann tók sitt eigið líf og það kæmi mér ekki á óvart ef hans trú á drauga hafi spilað þar inn í.
Fyrst að flest öll trúarbrögð heims kenna þetta með eilífa sál og þá í rauninni drauga og sömuleiðis megnið af hinum kristna heimi, ásamt ótal sögum af draugum þá ætti þetta að liggja nokkuð ljóst fyrir; draugar eru til.
Miðað við þetta þá kemur það kannski mörgum á óvart að Biblían kennir þetta ekki. Biblían kennir að þegar við deyjum þá sofum við í gröfunum eða í dufti jarðar eins og spámaðurinn Daníel talar um þar til Jesús reisir okkur upp frá dauðum. Í allri Biblíunni þá segir hún aldrei að við höfum eilífa sál, þvert á móti endurtekur hún aftur og aftur að við erum dauðlegar verur eða sálir. Sál í Biblíunni er einfaldlega lifandi vera og samkvæmt henni eru dýrin líka sálir í þeim skilningi.
Hérna er nýr vefur sem fjallar bara um drauga, mjög flottur og skemmtilegur, sjá: http://www.ghosttruth.com/ Hann ætti að svara flest öllum þeim spurningum sem fólk hefur um þetta efni.
Langar síðan að enda á nokkrum versum sem fjalla um þetta efni:
Sálmarnir 115:17
Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögnSálmarnir 146:4
Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að enguJesaja 38:17
Sjá, til blessunar varð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum. Hel vegsamar þig eigi, dauðinn lofar þig eigi. Þeir sem niður eru stignir í gröfina vona eigi á trúfesti þína.Sálmanir 13:4
Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans,
Jóhannesarguðspjall 11:11;23-24
Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: "Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann." Þá sögðu lærisveinar hans: "Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum." En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: "Lasarus er dáinn,
23 Jesús segir við hana: "Bróðir þinn mun upp rísa."
24Marta segir: "Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi."1. Kórintubréf 15:20-23
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru. Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann. Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist. En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn, því næst, við komu hans, þeir sem honum tilheyra.
Hann ávann sér andlátið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2011 | 11:06
Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 3
Í þetta skiptið fjallar Stephen Meyer um fínstillingu alheimsins og hvernig það styður að okkar alheimur var hannaður af Guði. Stephen svarar mjög vel af hverju mótrökin gegn fínstillingunni ganga ekki upp eins og "multiverse" hugdettan.
Nokkrar tilvitnanir sem fjalla um fínstillingu alheimsins eða lögmálanna sem stjórna honum.
Dr. Paul Davies(noted author and Professor of Theoretical Physics at Adelaide University)
The really amazing thing is not that life on Earth is balanced on a knife-edge, but that the entire universe is balanced on a knife-edge, and would be total chaos if any of the natural constants were off even slightly. You see, Davies adds, even if you dismiss man as a chance happening, the fact remains that the universe seems unreasonably suited to the existence of lifealmost contrivedyou might say a put-up jobFred Hoyle
A common sense interpretation of the facts suggests that a superintellect has monkeyed with physics, as well as with chemistry and biology, and that there are no blind forces worth speaking about in nature. The numbers one calculates from the facts seem to me so overwhelming as to put this conclusion almost beyond questionGeorge Ellis
Amazing fine tuning occurs in the laws that make this [complexity] possible. Realization of the complexity of what is accomplished makes it very difficult not to use the word 'miraculous' without taking a stand as to the ontological status of the wordArno Penzias (Nobel prize in physics)
Astronomy leads us to a unique event, a universe which was created out of nothing, one with the very delicate balance needed to provide exactly the conditions required to permit life, and one which has an underlying (one might say 'supernatural') plan
30.10.2011 | 13:59
Var hvíldardagurinn aðeins fyrir gyðinga?
Ein af mótrökunum við því að við eigum að halda hvíldardaginn eru þau að hvíldardagurinn var fyrir gyðinga en ekki fyrir kristna. Þeir segja að sjöundi dagurinn, hvíldardagurinn var sambandstákn milli Guðs og Ísraels en ekki fyrir aðra eða ekki fyrir kristna. Hérna er versið sem talar um hvíldardaginn sem sambandstákn milli Ísraels og Guðs.
2. Mósebók 31:13
Tala þú til Ísraelsmanna og seg: ,Sannlega skuluð þér halda mína hvíldardaga, því að það er teikn milli mín og yðar frá kyni til kyns, svo að þér vitið, að ég er Drottinn, sá er yður helgar.
Ég ætla að lista hérna upp ástæður fyrir því að hvíldardagurinn er fyrir alla menn, ekki aðeins gyðinga:
- Hvíldardagurinn var gerður áður en Ísrael varð til. Meira að segja áður en synd kom inn í heiminn.
- Varðandi hvíldardaginn þá segir lögmálið að hvíldardagurinn átti líka við útlendinga
2. Mósebók 20:10 "en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna" - Jesús sagði að hvíldardagurinn var skapaður fyrir mannkynið, því til blessunar.
Markúsarguðspjall 2:27-28 "Og hann sagði við þá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins." - Þegar postularnir voru að predika fagnaðarerindið þá hittu þeir heiðingja á hvíldardegi til að kenna þeim um Jesús
Act 13:42-43 "And when the Jews were gone out of the synagogue, the Gentiles besought that these words might be preached to them the next sabbath.
Act 13:43 Now when the congregation was broken up, many of the Jews and religious proselytes followed Paul and Barnabas: who, speaking to them, persuaded them to continue in the grace of God." Nota ensku útgáfuna hérna þar sem að hin íslenska segir að menn báðu þá um að segja þeim meira en málið er að þessir menn voru ekki gyðingar og þeir vildu vita meira en þeir þurftu að bíða til næsta hvíldardags til að heyra meira um Jesú. - Hvíldardagurinn verður haldinn á himninum þar sem allir menn koma fram fyrir Guð
Jesaja 66:22-23 "Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti - segir Drottinn - eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér - segir Drottinn."
Ég trúi að þetta sé eins skýrt og eitthvað getur orðið skýrt; ætti ekki að vera neitt rúm fyrir vafa varðandi þetta mál. Önnur rök sem eru nátengd þessum eru þau að Jesús uppfyllti lögmálið og þess vegna hafa kristnir aðrar reglur eða lög sem þeir eiga að fylgja. Mér finnst engan veginn skýrt hvaða reglur þetta eru en oftast fæ ég að heyra að þetta er það sem Jesús sjálfur sagði. Skoðum þá eitt sem Jesú sagði sínum fylgjendum að gera, við finnum það í Matteusarguðspjalli 23. kafla.
Matteusarguðspjall 23:1-3
Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
"Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. "
Ætti að vera nokkuð skýrt, þegar fólkið heyrði fræðimennina lesa upp úr lögmálinu þá átti það að fara eftir því. Ein mótrökin sem ég hef heyrt við þessu eru þau að þarna var Jesú að tala við gyðinga og þetta átti því bara við gyðinga. Vandamálið við þessi rök er að Jesú talaði nærri því bara við gyðinga. Það eru aðeins örfá dæmi þar sem Jesú talaði við fólk sem voru ekki gyðingar. Öll fjallræðan var t.d. til gyðinga en ég efast um að hinn almenni kristni maður vill meina að hún eigi ekki við hann vegna þess að áheyrendurnir voru gyðingar.
Út frá þessu þá vil ég skoða versið sem talar um að Jesús muni uppfylla lögmálið. Það er einmitt í fjallræðunni, í Matteusarguðspjalla 5. kafla.
Matteusarguðspjall 5:17-18
Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.
Í fyrsta lagi þá er það mikil afskræming á orðum Krists að láta orðið "uppfylla" þýða það að það er dottið úr gildi þegar Jesús segir skýrt að Hann kom ekki til að afnema lögmálið. Ef að Jesú var þarna að kenna að uppfylla þýddi að Hans fylgjendur þurfa ekki lengur að halda lögmálið þá hefði Hann aldrei staðhæft að Hann kom ekki til að afnema. Svo hvað þýðir það sem Jesú segir þarna, að Hann kom til að uppfylla? Orðið sem þarna er verið að þýða er plēroō (πληρόω)
http://www.searchgodsword.org/lex/grk/view.cgi?number=4137
- to make full, to fill up, i.e. to fill to the full
- to cause to abound, to furnish or supply liberally
- I abound, I am liberally supplied
- to render full, i.e. to complete
- to fill to the top: so that nothing shall be wanting to full measure, fill to the brim
Þannig að það sem Jesús var að segja var að Hann kom til þess að fylla á lögmálið. Eins og að lögmálið var ekki alveg komið og Jesús hafi komið með það sem vantaði upp á til að gera það fullkomið. Eins og glas sem var ekki alveg fullt þá kom Jesús og gerði það barmafullt.
Þar sem að Guð og synd eiga ekki samleið þá ætti það að vera kristnum hið mesta kappsmál að losa sig við synd úr sínu lífi. Andi Guðs mun ekki búa með þeim sem velja að lifa í synd og þar sem synd er lögmálsbrot ( 1. Jóhannesarbréf 3:4 ) þá skiptir það miklu máli hvort að brot á hvíldardagsboðorðinu er að valda því að viðkomandi aðskilur sig frá Guði með þeirri synd.
Í þeirri von að það bætist í hóp þeirra sem vilja lifa með Guði og ekki syndga.
28.10.2011 | 14:26
Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 2
Skemmtilegt viðtal við Stephen Meyer um uppgvötanir vísindanna síðustu aldar sem benda til tilvistar Guðs. Að við höfum í dag staðreyndir sem benda til yfirnáttúru. Ein góð tilvitnun sem kemur þarna fram er þessi:
Frederic Burnham
The idea that God created the Universe is a more respectable hypothesis today than at any time in the last 100 years
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2011 | 14:30
John F. Kennedy um leynifélög
Allt þetta umstung í kringum Líbíu minnir mig á ræðu John F. Kennedy um leynifélög. Hvort sem að slíkt er á bakvið það sem gerðist í Líbíu veit ég ekki en allt þetta mál lyktar svakalega illa.
Síðan langar að benda á fyrirlestur þar sem fjallað er um þessi leynifélög.
Vilja hafa NATO áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2011 | 13:57
Af hverju þarf maður fyrirgefningu Guðs?
Þessi frétt minnti mig á spurningu sem ég fékk fyrir nokkru en hún var af hverju þarf maður fyrirgefningu Guðs. Það sem viðkomandi var að velta fyrir sér, af hverju Guð væri að blanda sér inn í það þegar maður hefur gert eitthvað á hlut annars manns.
Eftir smá íhugun og spjall við vini þá mig að reyna að svara þessu. Ef að maður drepur son eða dóttur annars manns, hefur hann þá ekki gert eitthvað á hlut foreldranna? Svarið er augljóslega "já". Biblían segir mjög skýrt að við erum börn Guðs og þegar við meiðum eða særum eitt af þeim þá erum við að brjóta á móti Guði sjálfum. Þegar við komum illa fram við einhvern, skiljum einhvern eftir út undan, ljúgum einhverju upp á einhvern annan og svona mætti lengi telja. Allt er þetta gert við einhvern sem er barn Guðs og þar sem Guð er alvitur þá þekkir Hann þjáningar hvers og eins.
Um þetta efni sagði Jesús:
Matteusarguðspjall 25:31-41
Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. 32Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. 33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. 34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.
41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans
Sjúklingar pyntaðir í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2011 | 13:45
Fréttirnar sem var ákveðið að sleppa
Er möguleiki að það sem stendur hérna sé satt? Sjá: http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=173
Eitt af því sem mér finnst mjög athyglisvert ef satt er, er að það voru ótal mjög fjölmennar kröfugöngur út um alla Líbíu til stuðnings Gaddafi en það fór mjög lítið fyrir þeim í hinum almennu fjölmiðlum.
http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=173
The Cronicle Herald í Kanada greindi frá því síðast þann 14. ágúst að óháðar skoðanakannanir í Líbýu sýndu að 85% Líbýumanna og 2000 af 2335 ættbálkum landin, styddu Jamahiriya stjórnina og þjóðarleiðtogann Gaddafi. Erlendir erindrekar sem ennþá voru í Líbýu staðfestu við blaðið að niðurstöðurnar væru réttar (Riley-Smith, 15.08.2011).Þessi niðurstaða þurfti ekki að koma á óvart. Frá upphafi uppreisnarinnar hafa ótal kröfugöngur átt sér stað í öllum bæjum þar sem lýst er yfir stuðningi við Jamahiriya stjórnina í Líbýu og andstyggð við aðgerðum Nató og uppreisnarmanna. Sú stærsta af þeim var kröfuganga meira en einni milljón manna í miðborg Trípólíborgar sem átti sér stað þann 1. júlí s.l. (Bukowski, 04.07.2011). Slíkar kröfugöngur voru haldnar vikulega í allri Líbýu allt fram til síðustu daga hernámsins í Trípolí. Fréttastofur vesturlanda hafa af einhverjum ástæðum valið að greina ekki frá þessum kröfugöngum.
Lík Gaddafis krufið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2011 | 23:54
Var Gaddafi vondur?
Ég hef verið að lepja upp allar fréttir af Líbíu og Gaddafi nokkuð gagnrýnislaust en eftir spjall við nokkra vini þá áttaði ég mig á því að það væri önnur hlið á málinu. Kannski var Gaddafi ekki eins og vondur og menn vildu láta og að það væri önnur saga sem aðrir segja sem gæti verið sannleikurinn í málinu. Eitt af því erfiðasta í þessu lífi er að greina lygi frá sannleika, líklegast munum við aðeins komast að hinu eina rétta á himnum og þangað til þurfum við að vaða í lygafeni í leit af vott af sannleika. Hérna eru nokkur myndbönd sem fjalla um hina hlið málsins.
Segist hafa skotið Gaddafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2011 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.10.2011 | 11:29
Adam og Eva og öll litabrigði mannkyns
Margir hafa velt fyrir sér hvernig allur þessi fjölbreytileiki húðlita mannkyns gæti hafa komið frá einu pari fyrir u.þ.b. sex þúsund árum síðan. Ef menn eru kristnir þá hafa margir velt þessu fyrir sér og margir örugglega sett þetta á hilluna, þ.e.a.s. að maður finnur svarið seinna eða þetta er ekki nógu veigamikið til að hafa áhrif á trúna. Ef menn eru ekki kristnir þá er þetta oft þröskuldur í að trúa að hin kristna von sé sönn. Hérna er gott myndband frá Answers In Genesis sem útskýrir hvernig þetta er hægt út frá því sem við vitum nú um erfðafræðina.
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar