Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
31.1.2011 | 11:43
Icon of Evolution - þróun mannsins
Árið 1910 þá lét Alfred Russel ( meðhöfundur þróunarkenningarinnar ) þessi orð falla: "Nothing in evolution can account for the soul [or mind] of man. The difference between man and the other animals is unbridgeable.". Þetta var áskorun hans til guðleysis efnishyggju hans tíma og hún hefur staðist tímans tönn.
Hérna fyrir neðan er síðan Jonathan Wells að útskýra af hverju þróun frá apalegri veru yfir í menn er eitthvað sem byggist miklu meira á ímyndunaraflinu en alvöru gögnum.
Hérna er ágætur bolur sem ég mæli með :)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 11:23
Sagan af flóðinu - Fjöldi tegunda
Þetta er framhald af Sagan af örkinni - sjóðandi höf
Ein af aðal rökunum gegn sögunni af Syndaflóðinu er annað hvort að fjöldi dýra sem Nói hefði þurft að taka með væri svo mikill að enginn bátur gæti hýst þann fjölda eða að ef að dýra fjöldinn var aðeins í kringum 16.000 eins og flestir sköpunarsinnar telja þá eru of margar dýrategundir til í dag. Þ.e.a.s. að allar þessar tegundir gætu ekki hafa orðið til á 4.500 árum.
Þetta eru mjög skiljanleg rök en ég held að þau eru miklu frekar byggð á tilfinningum en alvöru vísindalegum gögnum.
Þessi umræða hefur komið nokkuð oft upp og ég hef aðalega bent á tvennt. Ég hef bent á þetta myndband hérna sem gefur stutta kynningu á hvernig sköpunarsinnar sjá þetta: Rapid Speciation Síðan hef ég bent á þá staðreynd að megnið af tegundum af hundum sem eru til í dag urðu til á síðustu tvö hundruð árum. Það sem það sannar er að upplýsingarnar eða fjölbreytnin varð ekki til á síðustu tvö hundruð árum heldur var hún þegar til í genum dýranna og þegar upplýsingarnar eru þegar til staðar þá geta þær komið hratt fram. Það er margt sem knýr fram svona breytingar og flóð sem umturnar allri jörðinni sannarlega býr til skilyrði sem ýta á aðlögun að nýjum vitskerfum.
Við höfum dæmi þar sem á stuttum tíma þá kemur frá mjög fáum dýrum nýr hópur af dýrum sem sumir vilja flokka sem nýja tegund. Eitt slíkt dæmi er Rock-wallaby ( veit ekki íslenska nafnið ) sem byrjaði sem eitt par en eftir nokkra áratugi var kominn hópur af dýrum af þeim sem vísindamenn vildu flokka sem aðra tegund en foreldrarnir voru. ( Conant, S. 1988. Saving endangered species by translocation. BioScience 38(4):254-267 )
Annað dæmi er ný cichlid fiska tegund hefur orðið til á sirka tvö hundrum árum ( Owen R.B. Major low levels of Lake Malawi and their implications for speciation rates in cichlid fishes. Proceedings of the Royal Society of London )
Mörg fleiri dæmi hafa verið skrásett en ég læt þessi duga. Hérna er fín grein um þetta: Do Species Change?
Engin spurning að dýrategundir breytast og við höfum skráð dæmi um að það geti gerst hratt en við höfum líka góðar ástæður til að ætla að það eru takmörk fyrir breytingum, sjá: The Discontinuity of Life
26.1.2011 | 09:58
Gaskell er ekki sköpunarsinni
Öll umfjöllun um sköpun þróun í fjölmiðlum er með eindæmum...röng. Ég upplifi þetta eins og heilaþvott eða áróður til að ná ákveðnum markmiðum þegar kemur að fjöldanum sem fær allar sínar upplýsingar um þetta í gegnum fjölmiðla sem mata þetta allt saman að eigin geðþótta. Ég lít ekki á sem svo að mbl er að gera þetta því þeir virðast taka þetta upp eftir erlendum fjölmiðlum.
Answers in Genesis er félag sköpunarsinna með marga vísindamenn með doktors gráður í þessum fræðum og þeir reka sitt eigið sköpunarsafn í Bandaríkjunum. Gaskell gagnrýndi sköpunarsafnið harðlega og taldi það og Answers in Genesis fæla fólk frá því að verða kristið.
Gaskell nefnilega flokkar sig sem kristinn einstakling sem aðhyllist þróunarkenninguna, nema að því leiti að hann trúir að Guð hafi leiðbeint henni. Gaskell er sem sagt alls ekki sköpunarsinni enda hefur hann tekið tíma í að gagnrýna þá harðlega opinberlega. Gaskell einfaldlega kaupir ekki alveg guðleysis útgáfunni af þróunarkenningunni og telur að menn ættu að kynna sér gagnrýni þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun en er nóg til að uppskera andúð margra.
Þegar vísindasamfélagið er orðið fullt af fólki sem vill þagga niður í gagnrýni þá getur maður vitað fyrir víst að vísindasamfélagið er á rangri braut.
Það eru samt slatti af þróunarsinnum sem hafa verið svo djarfir að segja að þeir vilji að nemendur kynni sér gagnrýni sköpunarsinna og þeirra sem aðhyllast vitræna hönnun því að sá sem skilur ekki gagnrýni á kenningu, skilur í rauninni ekki kenninguna sjálfa. Sá sem þekkir aðeins eina hlið málsins, er í rauninni heilaþveginn.
Því miður eru margir þróunarsinnar of miklir trúboðar í eðli sínu að skilningur fylgjenda sinna skiptir þá ekki máli, bara að þeir fylgi.
Meira um þetta mál hérna: Martin Gaskell, The Latest Victim
Sköpunarsinni fær bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2011 | 16:32
Með höfundur þróunarkenningarinnar aðhylltist vitræna þróun
Flest allir vita hver Charles Darwin var en ekki alveg jafn margir þekkja Afred Russel Wallace sem kom upp með samskonar kenningu og Darwin á svipuðum tíma og Darwin. Það var bréf til Darwins frá Alfred sem lét Darwin drífa það af að gefa út bók sína því að hann sá að Alfred Wallace yrði á undan honum ef að hann myndi ekki flýta sér að gefa út sína bók. Það er áhugavert að fyrir 1900 þá töluðu menn um þróunarkenninguna sem "Darwin og Wallace" kenninguna.
Nú var að koma út ný bók um Alfred Wallace sem sýnir að hann fór yfir í að aðhyllist einhvers konar vitræna þróun, sjá: Alfred Russel Wallace: A Rediscovered Life og ásamt bókinni er vefur sem fjallar um hugmyndir Wallace, sjá: www.alfredwallace.org
Hans niðurstaða var að sumt í náttúrunni væri orsakað af vitrænum huga, hérna er stutt myndband um þetta.
19.1.2011 | 12:56
Sagan af örkinni - sjóðandi höf
Þetta er áframhald af Sagan af örkinni - 2
Ein af rökunum sem greinin kom með voru þau að höfin yrði sjóðandi og þar af leiðandi hefði allt líf í þeim farist. Mér fannst þetta svo augljós strámaður að mér fannst ekki taka því að glíma við hann en ákvað svo að kannski væri einhver að taka þessi rök alvarlega.
The Impossible voyage of Noah's Ark
Finally, this tremendous explosion of energy would have transformed the seas into a boiling cauldron in which no life could possibly survive.
Í bókinni "Noah's Ark: A Feasibility Study" þá bendir höfundurinn á þær hita tölur sem þarna eru dregnar fram eru óraunhæfar miðað við gögn frá raunverulegum gosum. Síðan nefnir hann nokkra punkta sem gefur okkur ástæður til að ætla að höfin hafi ekki verið sjóðandi:
- Það er ekki ástæða til að ætla að öll þessi eldvirkni og kæling hafi öll gerst á einu ári, meðan flóðið átti sér stað. Gæti hafa dreifst yfir miklu lengra tímabil.
- Þegar flóð gerist neðansjávar þá myndast "húð" á hraunið sem einangrar hitann að töluverðu leiti og þá sérstaklega þegar um er að ræða mikið magn af hrauni.
- Moore sem kom með þessa svakalegu tölu, 3.65 octillion, gerir ráð fyrir því að hitinn dreifist hratt og jafn um hafið en við vitum að snúningur jarðar myndar afl sem getur viðhaldið mjög heitu vatni á tiltulega litlu svæði jafnvel áratugum saman.
- Útilokað að vita hve mikil eldvirkni er að um að ræða á flóð árinu, t.d. eyjar eins og Ísland mynduðust að öllum líkindum eftir flóðið
En það er samt þannig að aðstæðurnar hafa verið mjög slæmar og megnið af dýrunum í höfunum hefðu líklegast dáið sem er eitthvað sem steingervingarnir staðfesta. Það þurfti aðeins að hafa verið staðir í höfunum þar sem einhver dýr gátu lifað af hamfarirnar og ég sé ekki betur en slíkt er raunhæft og að höfin hefðu ekki þurft að vera sjóðandi vegna flóðsins.
19.1.2011 | 09:37
Hu er forseti Kína
Ég hef örugglega sett þetta inn áður en þetta kemur mér alltaf í gott skap.
Hu heimsækir Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2011 | 17:15
Jarðskjálftar drepa ekki - spilling drepur
Áhugaverð færsla í Science Daily um áhrif jarðskjálfta þar sem kemur í ljós að það er spilling sem veldur mestum mannskaða þegar jarðskjálftar verða, sjá: Extent of Corruption in Countries Around the World Tied to Earthquake Fatalities
Greinin byrjar á þessum orðum hérna:
Extent of Corruption in Countries Around the World Tied to Earthquake Fatalities
A new assessment of global earthquake fatalities over the past three decades indicates that 83 percent of all deaths caused by the collapse of buildings during earthquakes occurred in countries considered to be unusually corrupt.
Þeir benda á að Nýja Sjáland varð fyrir jafn öflugum skjálfta og Haítí en enginn dó í þeim jarðskjálfta og ástæðan traustar byggingar og ein aðal ástæðan fyrir dauðsföllum á Haítí var vegna ótraustra bygginga. Ástæðan síðan fyrir því að byggingar eru ótraustar er vegna þess að annað hvort stjórnvöld hafa ekki sett góð lög varðandi byggingar eða að spilling veldur því að menn gera allt sem þeir geta til að spara pening, hvort sem það er hættulegt fólkinu sem seinna mun búa í viðkomandi húsum. Þar bregðast síðan stjórnvöld í þeirra eftirlits hlutverki og svo framvegis.
Einnig fjallað um þessa frétt hérna: http://creationsafaris.com/crev201101.htm#20110117a
Ætla að handtaka Baby Doc" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2011 | 14:31
Efahyggja guðleysingja
Rakst á skemmtilega mynd á blogginu hans Ray Comforts. Maður sér þetta mjög oft hjá guðleysingjum að þeir setja efahyggjuna á mjög háan stall en síðan sýna aftur og aftur að þeir sjálfir efast aldrei um þeirra trú að þróunarkenningin sé sönn og að Guð er ekki ti. Það væri eins og ferskur andblær að rekast á guðleysingja sem upplifir smá efa þegar hann skoðar eitthvað af undrum náttúrunnar; ég aftur á móti efast um að ég muni upplifa slíkt.
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar