Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Tilgangur lífsins ef Guð er ekki til

Hérna er stutt myndband þar sem William Lane Craig talar við Christopher Hitchens um tilgang lífsins ef Guð er ekki til.


Dýrin eru ótrúleg!

Þessi saga um köttinn Karim er alveg mögnuð!  Minn köttur er ennþá týndur ( Jólakötturinn )  svona saga gefur manni smá von um að hann finnist aftur.  Aftur á móti þá eignaðist "kærsta" hans kettlinga kattir_65.jpgfyrir stuttu. Hérna til hægri er mynd af litlu krílunum. 

Búið að vera svakalega gaman að sjá litlu krílin vaxa og leika sér.  Eina sem er ekki búið að vera skemmtilegt er að ég hef átt erfitt með að kenna þeim að pissa og kúka á réttan stað. Búinn að þurfa leita út um allt eftir vinnu að þeim stað sem þeir hafa valið í það skiptið.

Hvernig einhver getur horft á þessi ótrúlega sætu andlit og ályktað að tilviljanir settu þetta saman er svo furðulegt að mínu mati.  Hvað þá um fólk eins og bloggarann Kristinn sem eru með mynd af augu barns. Hvernig er hægt að horfa á sín eigin börn og komast að þeirri niðurstöðu að þeirra tilvera er aðeins tilviljun og tilgangslaus. Eru hérna í dag og svo horfin á

kettlingar.jpg

morgunn. Eins og Richard Dawkins sagði "The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil, no good, nothing but blind, pitiless indifference."  Enginn tilgangur, ekkert illt eða gott?  Hvaða foreldri gæti samþykkt að það er ekki af hinu vonda að börnin þeirra meiðist?  

Aftur og aftur finnst mér guðleysingjar aldrei lifa í samræmi við þeirra yfirlýstu trú enda engin spurning að Kristinn þykir meira vænt um börnin sín en mér um kettlinga mína.

Jæja, nóg af því að hugsa upp hátt; gleðilegan hvíldardag!

 


mbl.is Fann eiganda sinn í öðru landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex sex sex

beastofrev.jpgEitt af því sem vekur alltaf kátínu hjá mér er þegar erlendir fyrirlesarar koma til Íslands og fjalla um Opinberunarbókina og merki dýrsins. Þegar þeir síðan segja tölu dýrsins "six six six" og þýðandinn segir "sex sex sex". Svipurinn er vanalega óborganlegur; en nóg um það.

Í gegnum Opinberunar varar Guð ítrekað við merki dýrsins svo ef þú ert kristinn þá ætti það að vera þér mjög mikilvægt að vita hvert merki dýrsins er. Það væri ekki sanngjarnt af Guði að vara sitt fólk aftur og aftur við þeirri hættu að taka við merki dýrsins en segja því ekki hvert merkið er. Sumir halda að merkið er einhver örflaga sem stjórnvöld setja í fólk og aðrir halda að merkið er strikamerkin á vörum út í búð. Í Opinberunarbókinni þá lætur Guð plágur falla á það fólk sem hefur merki dýrsins en væri það sanngjarnt af Guði að refsa fólki að hafa örflögu í hendinni ef Hann sagði engum að það væri rangt?  Það ætti að vera augljóst að ekkert af þessu getur einu sinni komið til greina.  Hið áhugaverða er að það eina sem þú þarf að gera til þess að fá ekki merki dýrsins er að halda boðorðin tíu.

Hérna er þetta efni útskýrt af mjög færum ræðumanni sem heitir David Asscherick og ég vona að sem flestir skoði þetta efni af heilum hug.

dasscherick.jpgThe Actual Certain Unavoidable Identity of the Antichrist

How Not To Get The Mark of the Beast

 


James Randi og skynsemin

randi_vlrg_4a_widec.jpgÞví miður missti ég af fyrirlestri James Randi sem var í kvöld. Var víst alveg pakkað, í stofu fyrir 150 manns tróðu sér víst hátt í 300 og höfðu gaman af; samkvæmt þeim sem voru þarna fyrir utan. Frábært framtak og án efa gott innlegg í samfélags umræðuna. Málefnaleg og efnisleg gagnrýni mun alltaf láta hvað er rétt, skína betur í gegn. Svo gagnrýni James Randi á Biblíuna og sköpun er eitthvað sem ég tek fagnandi því að ef sköpun er sönn þá mun gagnrýni láta sannleikan koma enn betur fram.

Þessi fyrirlestur sem ég vona að verði endurtekinn svo ég fái tækifæri til að sjá hann fjallaði um skynsemi, sjá:  James Randi á Íslandi!

Að hvetja fólk til gagnrýnar hugsunar, að vera vakandi fyrir merkilegum fullyrðingum og ekki trúa þeim nema fá góðar sannanir fyrir þeim er eitthvað sem ég tek heilshugar undir. Það sem mig greinir á við James Randi er tilvist Guðs en hann er guðleysingi. Það sem ég tel sérstaklega ekki ganga upp er þegar guðleysingjar segjast treysta á skynsemina. Ástæðan er vel útskýrð í orðum J.B.S. Haldane:

 

J.B.S. Haldane 
If my mental processes are determined wholly by the motions of atoms in my brain, I have no reason to suppose that my beliefs are true. They may be sound chemically, but that does not make them sound logically.

Darwin sjálfur orðaði þetta alveg ágætlega

Charles Darwin
But then with me the horrid doubt always arises whether the convictions of man's mind, which has been developed from the mind of the lower animals, are of any value or at all trustworthy. Would any one trust in the convictions of a monkey's mind, if there are any convictions in such a mind

Ef að okkar rökhugsun var orsökuð af einhverju sem hefur enga rökhugsun, þá höfum við enga ástæðu til að ætla að við getum hugsað rökrétt. Það er hreinlega ekkert rökrétt við það að láta það sem hefur enga skynsemi, orsaka skynsemi. Það sem guðleysinginn telur vera skynsemi getur verið aðeins ákveðin uppröðun af efnunum sem heilinn hans er settur saman af sem hefur alls enga tengingu við raunverulega skynsemi.

Auðvitað geta guðleysingjar hugsað rökrétt og verið skynsamir enda skapaðir af Guði og án efa er James Randi mun gáfaðri en ég. Það sem mér finnst alveg stórmerkilegt er að skynsamur maður eins og James Randi geti aðhyllist hugmyndafræði sem gefur honum enga ástæðu til að ætla að skynsemi sé yfirhöfuð til.


Kóði innan kóðans

dna-strand-code.jpgNýlega birtist grein í tímaritinu Nature sem fjallaði um uppgvötun sem gæti verið jafn merkileg og þegar Francis Crick og James Watson uppgvötuðu strúktúr DNA og hvernig upplýsingar voru geymdar með DNA. Titill greinarinnar í Nature er  The code within the code  Líffræðingar og tölvunarfræðingar náðu að brjóta kóðann sem var falinn innan í þeim kóða sem þegar þekktum. Með því að nota upplýsingatækni gátu þeir fundið þetta út, eins og vanalega þá hjálpaði þróunarkenningin ekki þessum framförum. 

Þessi kóði hefur verið kallaður "splicing code" en vonandi fær hann betra nafn í framtíðinni. Hann er að finna innan í DNA og leiðbeinir aðal kóðanum á flókinn  hátt til að búa til upplýsingar. Að skilja hvernig þessi kóði virkar mun leysa margar ráðgátur eins og sú sem kom út úr "Human Genome" verkefninu en það var spurningin, hvernig getur það verið að aðeins 20.000 gen geta geymt upplýsingarnar um hvernig á að búa til manneskju. Vísindamennirnir áttu von á miklu fleiri. Hérna útskýrir einn vísindamannanna hvað þetta allt saman þýðir:

The code within the code
But between DNA and proteins comes RNA, and an expanding realm of complexity.  RNA is a shape-shifter, sometimes carrying genetic messages and sometimes regulating them, adopting a multitude of structures that can affect its function.  In a paper published in this issue (see page 53), a team of researchers led by Benjamin Blencowe and Brendan Frey of the University of Toronto in Ontario, Canada, reports the first attempt to define a second genetic code: one that predicts how segments of messenger RNA transcribed from a given gene can be mixed and matched to yield multiple products in different tissues, a process called alternative splicing.  This time there is no simple table – in its place are algorithms that combine more than 200 different features of DNA with predictions of RNA structure.

The work highlights the rapid progress that computational methods have made in modelling the RNA landscape.  In addition to understanding alternative splicing, informatics is helping researchers to predict RNA structures, and to identify the targets of small regulatory snippets of RNA that do not encode protein.  “It’s an exciting time,” says Christopher Burge, a computational biologist at the Massachusetts Institute of Technology in Cambridge.  “There's going to be a lot of progress in the next few years.”

 

Hvernig ferli sem hefur enga vitsmuni gat búið til DNA kóðann var strax stórt vandamál fyrir guðleysingja þegar hann var uppgvötaður.  Þeir sem afneituðu hönnun þurftu að útskýra hvernig dauð efni gátu sett saman forritunarmál eins og við vorum búin að finna í DNA. Það vandamál er óleyst og með þessari uppgvötun þá hafa vandamál guðleysingja margfaldast. Þarna eru menn búnir að sjá glitta í nokkurs konar rósettu stein sem hægt er að nota til að afkóða upplýsingarnar sem leynast í DNA sem mun opna dyrnar á alls konar framförum þó aðallega lækningu á ýmsum sjúkdómum.

Það er hreinlega eins og guðleysinginn er króaður af út í horni, aðeins tvennt fyrir hann að velja. Loka augunum og halda fyrir eyrun eða horfast í augu við það að hans heimsmynd er kolröng, lífið var hannað af Guði.

Fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta:


The problem of evil - William Lane Craig

Þegar sumir lesa svona fréttir þá velta þeir fyrir sér ef Guð er góður, af hverju er þá illska í heiminum. Af hverju gerast atburðir sem þessir. Hérna er útskýrir William Lane Craig af hverju tilvist illskunnar er ekki góð rök á móti tilvist Guðs heldur þvert á móti.  Í framhaldinu af þessu færir Craig rök fyrir tilvist Guðs sem lætur guðleysi líta út fyrir að vera óverjandi.  Njótið!

 

 

 

 

 

 


mbl.is 42 létust í flóði í Bangladess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umburðarlindi og baráttan við holdið

fs_2010-05-17t080052z_01_ssib004_rtridsp_2_soccer-world.jpgSvakalega fara þessir lúðrar í taugarnar á mér. Það er á þeim stundum þegar maður kreppir hnefinn og óskar einhverju liði alls ills að Guð bankar á öxlina á manni og spyr hvað er í gangi. Allt í einu man maður eftir boði Guðs að sýna öðrum umburðarlindi og þykja vænt um önnur börn Guðs þó að þau eru að gera mann gráhærðann.

Eitt af aðal atriðum í boðskapi Biblíunnar er að Guð er góður en ekki við. Sá kærleikur sem býr í okkur er ekki okkar eigin heldur gjöf frá Guði. Aðal vinna spámanna Gamla Testamentisins var að kalla fólkið og leiðtoga gyðinga til iðrunar og hætta sinni slæmu hegðun. Í þó nokkur skipti voru þeir drepnir fyrir þann boðskap. Merkilegt hvað gyðingar héldu upp á þeirra boðskap sem var oftast að segja að þjóðin væri slæm.

En þarna kemur fram, baráttan við holdið. Að vita hvað Guð vill og velja það þegar maður sjálfur hefði viljað rífa lúðrana af þessu liði og valta yfir þá svo það heyrðist ekki múkk í þeim aftur.

Svo, nú er að reyna að vera þolinmóður og hugsa hlýlega til þessara lúðrablásara en það hlýtur að vera í lagi að vona að þessi óhljóð verði bönnuð! Grin

Það er samt spurning hvort það væri ekki hægt að hafa undanþága á slíku banni þegar lið frá Afríku spila; í þeim tilvikum þá gæti verið gaman að heyra aðeins í þeim... í svona eina tvær mínútur......


mbl.is Vuvuzela bannað á leikjum HM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um mofa blogg

thinking_20statue.jpgÁ þessu bloggi fjalla ég um mína trú og hvernig ég sé heiminn sem við lifum í.  Ég hef mikinn áhuga á vísindum en ég er ósammála hluta vísindasamfélagsins sem trúir að það verður að útskýra allt í þessum heimi án Guðs. Ég trúi að sagan sem Biblían segir af uppruna þessa heims og uppruna mannkyns sé sönn. Ég trúi að Biblían er sönn vegna þess að staðreyndirnar styðja sögu hennar. 

Á miðöldum þá þoldi Kaþólska kirkjan ekki þá sem gagnrýndu hennar sýn á heiminn. Lýðræði og trúfrelsið leystu vísindamenn úr þessum hlekkjum kirkjunnar og menn skyldu að það að vera ósammála var oftar en ekki lykillinn að alvöru framförum í vísindum. Að í vísindum þá skipta ekki gráður eða titlar máli eins og á miðöldum þegar biskupar og páfar gátu haldið hlutum fram í nafni síns embættis heldur það sem skiptir öllu máli er gögn og rök. Þannig getur ómenntaður stráklingur sigrað háskólaprófessor ef hann hefði gögn og rök fyrir sínu máli sem væru betri en prófessorinn.  Í dag er það oft sett þannig fram að ef þú gagnrýnir það sem meirihlutinn trúir þá er það árás á sjálf vísindin. Það sem þessir aðilar virðast ekki skilja er að það er einmitt að mega gagnrýna og efast er það sem rekur vísindi áfram. 

Á þessu bloggi reyni ég að benda á það sem ég tel styðja mína trú á Biblíunni.  Ef einhver vill gagnrýna mig eða þetta blogg almennt þá ætla ég að hafa þessa grein hérna fyrir þá umræðu.


Kalksetlögin

Viðamikil kalksteinslög  í setlagastaflanum hefur lengi verið ráðgáta fyrir sköpunarsinna. Ástæðan er sú að núverandi kenningar halda því fram að kalksteinslög í fortíðinni mynduðust við hæg lífræn eða ólífræn ferli á sama hátt og við sjáum í dag, en túlkun sköpunarsinna á staflanum beinist oftast að hamfarakenndum atburðum sem áttu sig stað á frekar stuttum tíma. Það er satt að nútíma athuganir hafa sýnt fram á hæga myndun kalklaga, en spurningin er, er hægt að yfirfæra þessar athuganir yfir öll setlögin í fortíðinni?

Reyndin er sú að í staðinn fyrir að þessi kalksteinslög hafi afsannað kenningu sköpunarsinna hafa þau styrkt hana og varpað mikilvægu ljósi á hin fjölmörg ferli sem áttu sér stað í fortíðinni. Áður en við ræðum frekar um hugmyndir sköpunarsinna um þessar myndannir, skulum við skoða nokkrar staðreyndir:

Nokkrar almennar staðreyndir:
  1. whitecliffs.jpgKalksetlög mynda u.þ.b. 20-25% af öllum setlögum jarðar, skemmtilegt dæmi um þannig setlag eru hinu frægu "White cliffs of dover". 
  2. Kalksteinslög geta myndast með tvennum hætti, í fyrsta lagi með lífrænum hætti, t.d. leifum kóralrifa, skel dýra og kalkþörunga. Í öðru lagi á ólífrænan hátt eins og t.d. með útfellingu kalsíts og aragóníts í lausn. 
  3. Kjör aðstæður fyrir kóralrif að þrífast er grunnur heittempraður sjór.

Nokkrar staðreyndir sem eru sjaldan nefndar í samhengi við kalklög:

  1. Hlutfall einfrumunga (t.d kokkólíta) er t.d. í kringum 5-30 prósent í Atlandshafinu og 4-70% í Indlandshafinu á meðan hlutfallið í fornum kalksetlögum er oftast í kringum 90-95%.
  2. Ummerki strauma, aðflutnings og umrótunar er algengt í fornum kalklögum.
  3. Mikill fjöldi mjög vel varðveitta steingervinga finnst í þessum fornum kalklögum, sumir þeirra með mjög viðkvæma líkamsbyggingu. Nefna má dæmi: skeldýr, fiskar, skjaldbökur, mörgæsir og meira að segja fuglar.

Eins og staðan er í  dag, sjáum við mjög hægfara myndun svona kalklaga. Kóralrif halda sig að mestu leyti rétt fyrir neðan sjávarborðið við ljóstillífunar mörkin í grunnum heittempruðum sjó og vaxa ef sjávarstaðan hækkar. Einfrumungar og skeldýr deyja og sökkva á botninn og smá saman safnast saman kalksetlag. Einnig sjáum við að í dag blandast þessi svæði, set sem flyst frá meginlöndunum. Þeir staðir sem eiga að vera að mynda svona kalksetlög í dag eru miklu óhreinni kalksetlög en þau sem við sjáum í setlögum jarðar. Dýr sem deyja og sökkva á botninn eru fljótlega brotin niður af öðrum lífverum svo þannig ferli eru ekki að fara að mynda vel varðveitta steingervinga.  

article-1062892-02c21c0200000578-468_468x311_popup.jpgEn hvað með fortíðina, segir hún okkur nokkuð svipaða sögu? Eins og seinni hluti staðreyndanna hér að ofan sýna, er margt að finna í fornum kalksetlögum sem er frábrugðið núverandi aðstöðum.  Einnig finnum við mikið af mjög vel varðveittum steingervingum og risastóra steingervinga af hvölum í sumum þeirra.

Þar af leiðandi hefur túlkun sköpunarsinna verið að þessar staðreyndir samanlagðar benda að hluta til hraðari og oft hamfarakenndri uppbyggingu margra þessara kalklaga í fortíðinni.  Miðað við þetta þá er það verkefni vísindanna að komast að því hvernig þetta gat gerst hratt.

Í stórum dráttum í kenningu sköpunarsinna eru kalklög að myndast 1) á hefðbundinn hátt í heiminum fyrir syndaflóðið, 2) á hamfarakenndan hátt í syndaflóðinu og svo 3) á hefðbundinn hátt á ný eftir syndaflóðið með einhverjum undantekningum þar sem jörðin var að jafna sig eftir þeim stóru breytingum sem hún fór í gegnum í flóðinu. Einnig eftir flóðið þurfti lífið að aðlagast hröðum breytingum vegna áhrifum ísaldarinnar og þar með sjávarstöðubreytinga. (http://amazingdiscoveries.org/AD-ChanceOrDesign-FossilRecord-Catastrophism-PostFloodWorld.html).

Hvernig hafa kalklög geta myndast hratt í flóðinu? Sum þessara kalklaga sem mynduðust fyrir flóðið voru grafin eða aðflutt vegna jarðskorpuhreyfinga; Einnig voru aðstæður fyrir sprengingu þörunga með hækkandi sjávarhita og aukningu næringaefna ( t.d. gjósku og seti )

Einnig voru aðstæður fyrir sprengingu í þörungalífinu með hækkandi sjávarhita og aukning næringarefna (gjósku og set í grugg) í hafinu vegna þeirra tektóniskra ferla sem þar voru að verki. Þessi sprenging (eða algae bloom http://en.wikipedia.org/wiki/Algal_bloom) hefur gert það verkum að þörungar hafi getað byggt upp þykk setlög sem síðan voru aðflutt vegna hreyfinga jarðskorpunnar. Dæmi um rannsókn á kalksteinslagi myndað í Mikla Gljúfri finnst hér (http://www.icr.org/article/were-grand-canyon-limestones-deposited-by-calm-pla/).

Þetta mundi skýra hvers vegna lögin eru svona hrein og hvers vegna dýrin eru svona vel varðveitt. Annað dæmi um rannsókn á hundruðum steingerðum hvölum í Peru, grafnir í einhverskonar þörungaseti er að finna hér (http://origins.swau.edu/who/chadwick/raul.pdf). 

Einnig hafa menn velt fyrir sér að í flóðinu voru ásamt lífrænu ferlunum, ólífræn ferli að verki, s.s. útfelling efna í heitri lausn með gliðnun jarðskorpunnar. Áhugavert að Biblían nefnir ” uppsprettur hafsins” sem opnuðust og hugmyndin er að mikið magn gífurlega heitt vatns hefur bæst við hafið. Vegna þessa atburðar þá má líka búast við miklum eldgosum, víðsvegar. Hérna er grein sem veltir fyrir sér hvernig ólífrænir ferlar gátu orsakað hluta af þessum kalksetlögum, sjá: http://www.creationscience.com/onlinebook/Limestone.html. Í þessu samhengi má nefna kalksteinslag sem er meira en 1000 metra þykkt í Glacier National Park, Montana og Alberta sem tilheyrir forkambríum tímabilinu en samkvæmt hefðbundnu kenningunni þá voru engin dýr til með skel á þessu tímabili. Þótt umdeilt, ein túlkun fyrir þessu setlagi væri myndun með ólífrænum hætti eins og nefnt hér fyrir ofan.  

Samantekt

Staðreyndir sem styðja hamfarakennda myndun margra forn kalklaga.

  • Hrein kalksetlög, miklu hreinni en eru að myndast hægt og rólega í dag.
  • Vel varðveittir steingervingar í þessum setlögum sem segja okkur að dýrin voru grafin hratt.
  • Strúktúr margra þessara laga sýnir aðflutning, umrótun og straumlögun.

Kenning sköpunarsinna útskýrir hvernig þau skilyrði fyrir sprengingu þörunga sem mynda mörg kalksetlög urðu til og einnig þau ferli sem voru að verki sem umróta og flytja kalklög langar leiðir..

Þrátt fyrir að margt er ennþá óleyst þá fyrir mitt leiti tel ég að gögnin styðji hamfarakennda myndun þessara kalklaga jaðar og það er í samræmi við önnur gögn sem benda til þess að saga Biblíunnar um syndaflóðið sé sönn.

 


Minna um krabbamein hjá aðventistum

Þegar ég sá þessa frétt langaði að benda á þessa rannsókn hérna sem fjallar um krabbamein meðal aðventista, sjá:   Associations between diet and cancer, ischemic heart disease, and all-cause mortality in non-Hispanic white California Seventh-day Adventists

Í greininni er að finna þessa hérna samantekt:

In summary, it is clear that for cancers of the colon and prostate, and fatal heart disease in men, vegetarian Seventh-day Adventists have an advantage over their nonvegetarian counterparts. This is probably also true for risks of diabetes mellitus, hypertension, and arthritis. Moreover, these effects are related to both the reduced consumption of meat and the increased intake of fruit, vegetables, grains, and nuts by the vegetarians. Making comparisons within this special population reduces the likelihood of confounding by other nondietary factors. The absence of tobacco and the limited use of alcohol in this population also reduce the likelihood of confounding.

Rannsóknir hafa tengt neyslu kjöts við aukningu á krabbameini en þar sem aðventistar neita almennt minna kjöts en flestir og stór hluti grænmetisætur þannig að einnig það gerir það að verkum að krabbamein er minna á meðal aðventista en almennings.

Einnig er forvitnilegt að minnast þess að Ellen White sagði fyrir um að vírusar gætu orsakað krabbamein, eitthvað sem vísindamenn fundu ekki út fyrir mörgum áratugum seinna, sjá: http://www.ellenwhite.info/cancer_germs_virus_rous.htm

 


mbl.is Tíðni krabbameina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband