Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Niðurstaða könnunar hvort Vantrú er trúfélag

atheist_790614_963368.jpgNiðurstaðan er nú ekki mjög afgerandi í skoðunarkönnunni, 52,5% voru á því að Vantrú væri trúfélag en 47,5% voru á því að Vantrú væri ekki trúfélag.

Hvort að Vantrú er trúfélag eða ekki fer auðvitað eftir því hvaða skilgreiningu maður fer eftir; ríkið vill t.d. ekki flokka Vantrú sem trúfélag en margir fræðimenn í trúmálum vilja flokka Vantrú ( eða Atheism ) sem trú eða trúfélag. 

Hérna skeggræddu menn þetta: Trúir Vantrú?

Ein mótrök Vantrúar voru þau að maður myndi ekki kalla félag sem trúir ekki á Þór, trúfélag.  Ég gat ekki annað en verið sammála en ég tel Vantrú ekki vera slíkt félag. Vantrú er ekki aðeins með neikvæða afstöðu til einhvers eins og Guð kristinna heldur eru þeir með mjög ákveðna trúarlega afstöðu til trúarlegu spurninga mannkyns. Þeir hafa sína eigin trúarlegu guðleysis sköpunar sögu þar sem alheimurinn og allt sem í honum er, er útskýrt. Atriði eins og uppruni lífs, uppruni mannkyns og örlög mannkyns. 

Það sem virðist fara í taugarnar á meðlimum Vantrúar er að þeir líta á þessa sögu sem vísindalegan sannleik, eitthvað sem þeir efast ekki einu sinni um og þess vegna vilja þeir ekki nota orðið trú yfir þessa afstöðu þeirra. 

Fyrir mitt leiti er það frekar ógeðfelldur hroki því þá er eins og þeir eru að fullyrða að þeir viti þetta, þetta er orðið að heilögum vísindalegum sannleika.

Niðurstaða könnunarinnar sýnir svo sem lítið annað en að menn eru ekki sammála um þetta.

Ég sé enga auðvelda leið til að leysa þennan ágreining og kannski verðum við enn að rökræða þetta þegar Kristur kemur aftur; kannski Hann mun geta sannfært Vantrú Smile


George Carlin um helvíti

Því og ver og miður hafa margar kirkjur, ef ekki flestar kirkjur tekið upp á arma sína hugmyndina um helvíti. Stað eða ástand þar sem syndarar kveljast að eilífu. Í sumum útgáfunum eru þetta andlegar þjáningar, í öðrum útgáfum eins og Kaþólsku kirkjunni þá erum við að tala um eld og brennistein. Mín kirkja kennir þetta ekki og Biblían kennir þetta ekki, þetta eru leifar af grískri og rómverskri trú sem blandaðist við kristni þegar Rómvarveldi tók upp kristni á sínum tíma.

Þetta er líklegast ein af skaðlegustu kenningum fyrir málstað Krists, lætur Guð líta út fyrir að vera meiri ófreskju en þessa klíku meðlimi sem voru að pynta þessa konu. Ég gæti aldrei tilheyrt kirkju sem kennir þennan ófögnuð en samt er þetta það sem margar kirkjur landsins kenna, eins og t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja.

Hérna fyrir neðan er fyrrverandi grínistinn George Carlin að gagnrýna kristni og þá aðallega þessa hugmynd um helvíti og kærleika Guðs; þarna hittir hann naglann á höfuðið.

 


mbl.is Konu bjargað frá pyntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er með hugmynd!

Hvernig væri að heimta skaðabætur frá Bretum og Hollendingum fyrir að láta okkur eyða tíma í þetta rugl?  Farið bara með málið fyrir dómsstóla og látið þá skera um þetta. Erum við lagalega ábyrg eða ekki?

Ef við erum það, þá borgum við og horfumst í augu við þær afleiðingar en að minnsta kosti getum við borið höfuðið hátt. 

 


mbl.is Fundur hafinn um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir Vantrú?

Allt frá því að maðurinn kom fram á sjónarsviðið hefur hann glímt við að skilja heiminn í kringum sig. Aðallega hefur hann reynt að svara nokkrum grundvallar spurningum varðandi tilveru sína, hvaðan kom þetta allt saman, hvaðan komu við, hver er tilgangurinn með tilveru okkar og hvað verður um okkur þegar við deyjum og sú stærsta, er Guð til?

greinahausÍ þúsundir ára hafa menn svarað þessum spurningum í trú og megnið af mannkyninu svarar þeim í dag í trú en upp hefur komið lítill hópur fólks sem svarar þessum spurningum en vill ekki kannast við það að það svari þeim í trú.  Þessi hópur gerir sér grein fyrir því að hann veit ekki svörin við þessum spurningum en virðist hafa svo mikla óbeit á því að trúa að hann þver tekur fyrir að trúa einhverju.

Í Háskóla Íslands er kennari að nafni Bjarni Randver Sigurvinsson og kennir hann kúrs sem kallast Nýtrúarhreyfingar. Í þeim kúrs fer hann yfir sögu ýmissa nýlegra trúarhreyfinga og þar á meðal guðleysingja.  Fyrir meðlimi Vantrúar þá er þetta hin mesta hneisa og ásaka þeir Bjarna um fúsk og fáfræði að fyrir að segja að Vantrú er í rauninni trúfélag, sjá: I. Guðfræði í Háskóla Íslands : Fúsk, fáfræði eða fordómar    Þeirra gagnrýni á Bjarna endar þarna ekki og er þetta aðeins fyrsti hlutinn og hvet alla til að fylgjast með þessari umræðu á Vantrúar síðunni.

Fyrir mig og alla sem ég þekki þá er trú skoðun um heiminn sem þú getur ekki sannað. Þú t.d. trúir því að þegar þú deyrð þá ferðu til himna eða þú trúir því að þegar þú deyrð þá bara hættir þú að vera til. Þessi síðari trú er einmitt trú sem ég deili með öllum í Vantrú.

Málið er einfalt, í lögum félagsins er trúarlegt skilyrði fyrir inngöngu sem er þetta:

http://www.vantru.is/log-vantruar/
Félagið er opið trúleysingjum og þeim sem hafna yfirnáttúru

Þetta er trúarleg skoðun og þar af leiðandi er þetta trúfélag.

Hvað segið þið? Eru meðlimir í Vantrú trúaðir?  Takið þátt í skoðunarkönnunni hérna til hægri.


Valdið yfir prentun peninga

the_money_masters.jpgÉg trúi að það er hellings sannleikur í þessari skýrslu. Málið er að í gegnum ár þúsundin þá hefur verið barátta um hver stjórnar útgáfu peninga.  Þetta er vald sem virðist vera mjög vanmetið í þessari umræðu, að minnsta kosti lítið fjallað um það. 

Langar að benda á mynd sem ég fjallaði um fyrir ekki svo löngu sem fjallar um þessa sögu þessara valda baráttu, sjá: The Money Masters


mbl.is Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti - fyrirlestur í Aðvent kirkjunni

Fyrir nokkru þá auglýsti ég námskeiðið Biblían í nýju ljósi en næsta hvíldardag er umræðuefnið helvíti. Aðventistar trúa því að helvíti sem sérstakur staður þar sem fólk kveljist í eldi sé ekki til heldur að laun syndarinnar er dauði. Ég mun kynna þetta efni og koma með þau rök sem sannfærðu mig um að þetta væri rétt afstaða og síðan eru umræður á eftir.

Ég vil endilega hvetja aðra kristna sem eru forvitnir um þetta efni, sérstaklega þá sem eru kannski ekki svo sáttir við hugmyndina um eilífar kvalir sem kirkja þeirra kennir að koma í heimsókn og kynna sér málið.

Þetta verður næsta hvíldardag, þann 13. febrúar í Aðvent kirkjunni, Ingólfsstræti 19 klukkan ellefu.

Aðventkirkjan-kort


Götulist

Fékk þetta sent frá vini og langaði að deila því með blogg heimum.  Heimasíðan sem þetta er fengið frá er þessi hérna: http://www.metanamorph.com

 

 

digital_draft.jpg

 

digital-draft_0.jpg

 

 not-scared.jpg

 


Ólafur er margfalt betri fulltrúi Íslands

Undanfarið höfum við séð Ólaf Ragnar verja málstað Íslands í útlöndum og alltaf hefur hann staðið sig frábærlega. Ég sömuleiðis þekki fólk sem ferðaðist með Ólafi á Indlandi og var það mjög stolt af forsetanum; þá virðingu sem honum var sýnd og hvernig hann kom fram.

Jóhanna virðist aðeins vilja ganga í ESB og allt annað er einhvern veginn auka atriði. Ég veit ekki hvað var í gangi akkúrat þarna með þennan fund en það er ekki hægt að neita því að þetta lítur allt saman illa út. Ég trúi því að hún meinar vel en hún er einfaldlega ekki góður málsvari þjóðarinnar. Ég held að stór hluti ástæðunnar fyrir því að hún var valinn til að leiða þjóðina út úr þessum ógöngum er vegna þess að enginn efast um hennar umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín en hérna vantar okkur einhvern sem er til í að bera höfuðið hátt og berjast fyrir landi og þjóð. Jóhanna bara virðist ekki geta þetta, eins sorglegt og það er.


mbl.is Óvenjulegt tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómurinn um borgina Týr

Borgin Týr ( Týros ) var ein af öflugustu borgum til forna. Staðsett við Miðjarðarhafið, stórveldi út af fyrir sig með sinn eigin her, eigin menningu og tungumál. Vegna glæpa sinna gegn Ísrael þá kvað Guð upp dóm yfir borginni í gegnum spámennina Esekíel og Sakkaría í kringum 580 f.kr..  Eftirtöldu var spáð um framtíð Týr:

  1. Nebúkadnesar myndi ráðast gegn Týrusar borg. Esekíel 26:7
  2. Margar þjóðir myndu ráðast á borgina Esekíel 26:3
  3. Týrusar borg yrði fleygt í sjóinn. Esekíel 26:12
  4. Týr myndi missa yfirráð yfir hafinu.
  5. Týr yrði ber klettur þar sem fiskimenn myndu þurrka net sín.
  6. Borgin myndi aldrei aftur finnast. Esekíel 26:21
  7. Týr yrði ekki endurbyggð.

1: Á líftíma Esekíels þá réðist Nebúkadnesar konungur Babýlón á Týr, hann lagði þann hluta borgarinnar sem var á meginlandinu í rúst en náði ekki til hluta borgarinnar sem var á eyju rétt fyrir utan meginlandið.

2: Margar þjóðir réðust gegn borginni. Á eftir Babýlon þá réðist Egyptaland gegn borginni, eftir því kom Alexander mikli. Auk þessara þjóða sem réðust gegn Týr þá er hægt að nefna Persíu, Armenía, Róm og Sýrland.

alexander3,5,6: Árið 333 f.kr. þá kom Alexander mikli til Týr. Sagan segir að Alexander bað um að gera persónulega fórn í musteri borgarinnar en íbúarnir neituðu honum því. Við þetta þá ásett Alexander sér að sigra borgina. Það var ógjörningur að nota skip til að nálgast borgina á eyjunni svo honum datt það snjallræði í hug að taka leifar gömlu Týr og fleygja henni í sjóinn og mynda þannig landbrú yfir í eyjuna.  Með þessu þá uppfyllti hann þann hluta spádómsins um að borginni yrði kastað í hafið. ( Esekíel 26:12 )

Ímyndaðu þér að spá fyrir því að Reykjavík yrði hent í sjóinn; að einhver myndi taka sér tíma að fleygja húsunum í sjóinn. Aldrei hafði neitt slíkt gerst í sögunni en Esekíel sagði að þetta yrðu örlög Týr og það gerðist þegar tugþúsundir af hermönnum Alexander tóku rústir borgarinnar og fleygðu þeim í hafið.

TyreLandBridgeHérna til hægri er hægt að sjá landbrúnna yfir í borgina á eyjunni.

4. Eftir að Alexander sigraði borgina á eyjunni þá missti hún sín yfirráð yfir hafinu.  Sömuleiðis þá uppfyllti þarna Alexander spádóminn um að borgin myndi aldrei aftur finnast með því að fleygja borginni í sjóinn. Í dag er hægt að finna leifar af byggingum rómverja og byggingar krossfarana en engar leyfar þeirra Týr sem Föniku menn byggðu sem spádómnum var beint að.

7. Sumir gagnrýna þennan spádóm vegna þess að í dag er bær sem kallast Týr á svipuðum stað og gamla borgin og það segja þeir sanna að borgin hefur verið endurbyggð.  Það eru nokkrar ástæður sem ég hef fyrir því að segja að sá bær sem er þarna núna er ekki gamla Týr endurbyggð.  Fyrst þá er hægt að túlka spádóminn þannig að þetta atriði hafi aðeins átt við Týr sem var á meginlandinu og var fleygt í sjóinn en ekki hlutann sem var á eyjunni. Eitt sem gefur þessari trúverðugleika er vitnisburður ferðalangs að nafni Benjamin frá Tudela sem skrifaði árið 1170 e.kr. um ferðalög sín. Á þrettán árum heimsótti hann meira en þrjú hundruð borgir og þar á meðal Týr. Um Týr sagði hann þetta:

From Sidon it is half a day’s journey to Sarepta (Sarfend), which belongs to Sidon. Thence it is a half-day to New Tyre (Sur), which is a very fine city, with a harbour in its midst.... There is no harbour like this in the whole world. Tyre is a beautiful city.... In the vicinity is found sugar of a high class, for men plant it here, and people come from all lands to buy it. A man can ascend the walls of New Tyre and see ancient Tyre, which the sea has now covered, lying at a stone’s throw from the new city. And should one care to go forth by boat, one can see the castles, market-places, streets, and palaces in the bed of the sea

Það sem við sjáum þarna er að borgin sem var á meginlandinu var kölluð hin forna Týr en sú sem var á eyjunni var kölluð hin nýja Týr. Mikið af spádóminum er beint að borginni sem var kastað í hafið svo fullkomlega rökrétt að ætla að það er sú borg sem yrði aldrei endurbyggð ( vers 19 )

Ímyndaðu þér að Hallgrímskirkja eyðilegðist og hundrað árum seinna myndu menn byggja litla viðarkirkju í Viðey og kalla hana Hallgrímskirkju. Væri þá búið að endurreisa Hallgrímskirkju? Hafandi í huga að það var ekki einu sinni reynt að herma eftir upprunalegu kirkjunni og staðsetning önnur. Fyrir mig er augljóst að það væri ekki búið að endurbyggja Hallgrímskirkju og hið sama gildir um Týr og þann bæ sem er þar í dag. Í rauninni þá passar bærinn sem er þarna í dag við spádóminn því að spádómurinn segir að fiskimenn lifa þarna svo spádómurinn spáði því að byggð yrði á þessu svæði og það passar.

Jafnvel ef að einhver vill meina að spádómurinn eigi líka við borgina á eyjunni þá stenst spádómurinn. Þegar við skoðum sögu Týr á eyjunni þá er ljóst að henni hefur verið algjörlega eytt og það sem er þarna í dag hefur enga tengingu við upprunalegu borgina sem spádómnum var beint að. Árið 193 e.kr. var Týr rænd og brennd eftir að íbúum hennar var slátrað.  Sem dæmi þá var ráðist á borgina árin 1085, 1098, 1111, 1124 og 1155 og í flest skiptin voru íbúarnir drepnir og byggingarnar brenndar. Árið 1291 e.kr. þá  réðist súltaninn Halil á borgina og eyddi henni algjörlega. Samkvæmt dagbókum ferðalanga í kringum 1600 e.kr. þá voru aðeins örfáar sálir sem bjuggu þarna og lifðu á fiskveiðum.

Auk alls þess þá lenti borgin í nokkrum jarðskjálftum sem skildu borgina eftir í rústum. Columbia Encyclopedia hafði þetta að segja um Týr.

The principal ruins of the city today are those of buildings erected by the Crusaders. There are some Greco-Roman remains, but any left by the Phoenicians lie underneath the present town

Af öllu þessu tel ég augljóst að sá bær sem er þarna í dag er ekki Týrusar borg endurbyggð. Það var enginn að gera neina tilraun að endurgera hennar musteri og stræti, þetta aðeins tiltulega nýleg byggð sem tengist ekki gömlu borginni.

Hérna má lesa ýtarlegri umfjöllun um sögu Týr og uppfyllingu spádómanna, sjá: http://www.apologeticspress.org/articles/3077

Þessi síða hérna gaf líka ágæta samantekt á efninu: http://www.abrahamic-faith.com/Tyre_prophecy.html 

Að lokum, versin í Esekíel þar sem spádóminn er að finna.

Esekíel 26
3
Því segir Drottinn Guð: Nú held ég gegn þér, Týrus. Ég mun senda margar þjóðir gegn þér, eins og brimöldur hafsins. 4Þær munu brjóta múra Týrusar og rífa niður turna hennar. Ég mun sópa burt jarðvegi hennar og gera hana að berri klöpp. 5Borgin skal verða þerrireitur fyrir fiskinet úti í miðju hafi því að ég hef talað, segir Drottinn Guð. Hún verður herfang framandi þjóða. 6En dætur hennar á meginlandinu verða vegnar með sverði. Þá munu menn skilja að ég er Drottinn.
7Því að svo segir Drottinn Guð: Nú sendi ég Nebúkadresar, konung í Babýlon, konung konunganna, úr norðri gegn Týrus með hesta, vagna, riddara, herlið og mikinn herstyrk. 8Hann mun fella dætur þínar á meginlandinu með sverði. Hann mun reisa umsátursvirki gegn þér, gera víggirðingu gegn þér og setja upp skjaldþök gegn þér. 9Hann mun láta högg múrbrjóts síns dynja á múrum þínum og mölva turna þína með járnkörlum. 10Mergð hrossa hans er slík að jóreykurinn færir þig í kaf. Dynur frá hófaskellum og vagnhjólum skekur múra þína þegar hann fer um borgarhlið þín eins og þegar haldið er inn í hálfhrunda borg. 11Hann mun traðka stræti þín með hófum hesta sinna, fella íbúana með sverði og steypa voldugum súlum þínum til jarðar. 12Þeir munu ræna auðæfum þínum, hirða gróðann af verslun þinni. Múra þína munu þeir rífa og brjóta niður hinar glæsilegu byggingar þínar. Þeir munu fleygja steinunum, viðunum og leirnum úr þér út í hafsauga. 13Ég mun þagga niður söngva þína og sítarhljómur þinn mun ekki heyrast framar. 14Ég mun gera þig að berri klöpp. Þú skalt verða þerrireitur fyrir fiskinet, þú verður aldrei endurreist því að ég, Drottinn, hef talað, segir Drottinn Guð.
...
19Því að svo segir Drottinn Guð: Ég geri þig að rúst eins og borgirnar sem ekki eru lengur byggðar. Þegar ég læt frumdjúpið ganga yfir þig og hin miklu vötn hylja þig 20steypi ég þér niður ásamt þeim sem fara ofan í gryfjuna til fyrri tíðar manna. Ég bý þér stað í iðrum jarðar eins og í eldfornum rústum svo að þú ríkir ekki aftur á landi lifenda. 21Ég bý þér skelfileg endalok og þú munt ekki framar til verða. Þín verður leitað en þú finnst aldrei, segir Drottinn Guð


Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband