Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Líf sem getur notað arsenik - gölluð rannsókn

arsenic_life.jpgNú þegar vísindamenn víðsvegar hafa skoðað þessa rannsókn sem hélt því fram að lífverur gætu notað arsenik þá eru margir þeirra búnir að benda á alvarlega galla í rannsókninni.  Sumir sögðu beint út að þetta væri eitthvað sem hefði aldrei átt að birta.

Eins og staðan er í dag þá er hægt að afskrifa þetta en aldrei að vita hvað meiri rannsóknir muni leiða í ljós.

Hérna er grein sem fjallar um þá gagnrýni sem þessi rannsókn hefur fengið, sjá: Hyped Arsenic Bacteria Research 'Should Not Have Been Published


Kristilegt klám?

wine-lg-63555269.jpgEf hægt er að gera bjór kristilegan er þá ekki hægt að gera hvað sem er kristilegt?  Fáfræði um hvað Biblían segir veldur því að margir kaupa svona vitleysu í fólki. Þ.e.a.s. að þegar kristnir hegða sér ósæmilega þá er stundum Biblíunni kennt um þrátt fyrir að viðkomandi var að fara algjörlega á móti því sem Biblían segir kristnum einstaklingum að gera. 

Það er ekki hægt að gera bjór kristilegan frekar en hægt er að gera sígrettur kristilegar eða klám kristilegt. Kristilegur bjór eða klám er það sem ég myndi kalla oxy moron og einhver ætti að benda þessari kirkju á hvað Biblían segir um áfengi.

Efesusbréf 5:18
Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum

Orðskviðirnir 20
4Ekki sæmir það konungum, Lemúel,
ekki sæmir það konungum að drekka vín
eða höfðingjum áfengur drykkur.
5Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum
og ganga á rétt hinna fátæku.

Orðskviðirnir 23
19Hlustaðu, sonur minn, vertu vitur
og beindu hjarta þínu á rétta leið.
20Vertu ekki með drykkjurútum
eða þeim sem háma í sig kjöt
21því að drykkjumenn og mathákar verða snauðir
og víman mun klæða þig í tötra.

Jesaja 28
1
Vei hinum drembilega blómsveig drykkjurútanna í Efraím,
hinu bliknaða blómi, hinni dýrlegu prýði hans
á hæðarkollinum í hinum frjósama dal
þar sem vínið lagði þá að velli.
...
7Þessir menn slaga einnig af víndrykkju,
skjögra af áfengum drykkjum,
prestar og spámenn slaga af sterkum drykkjum,
ruglaðir af víni, skjögrandi af drykkju,
slaga er þeir sjá sýnir, riða er þeir kveða upp dóma.

Biblían talar ekki algjörlega illa um bjór og vín, hérna er eitt dæmi þar sem talað er um tilfelli sem vín getur verið í lagi.

Orðskviðirnir 31
6
Gefið áfengan drykk hinum lánlausa
og vín þeim sem er beiskur í lund.
7Drekki þeir og gleymi fátækt sinni
og minnist ekki framar mæðu sinnar. 


mbl.is Kristilegur bjór í klámmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalísminn var klúður

Kapítalísminn var klúður
David Harvey kemur með ansi sannfærandi rök hér um hvernig gallar kapitalisma urðu okkur að falli. Sömu snillingar frá RSA Animate teiknuðu þetta myndband við fyrirlestur á sama hátt og í myndbandinu um skólakerfið sem við birtum hér fyrir skömmu


mbl.is 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónæmiskerfið og Dover réttarhöldin

Langar að benda á viðtal við ónæmisfræðing að nafni Donal Ewert þar sem hann fjallar um Dover réttarhöldin og umfjöllina þar um uppruna ónæmiskerfisins, hvort að það er til darwinísk útskýring á uppruna þess, sjá: http://intelligentdesign.podomatic.com/player/web/2010-12-20T15_01_03-08_00

 

Síðan áhugavert myndband um ónæmiskerfið


Níu ástæður til að trúa ekki á Guð Biblíunnar?

lvv6h.png1. Skilyrðislaus kærleikur - með skilyrðum.

Það er ekki kærleikurinn sem er skilyrðislaus heldur eilíft líf sem er háð skilyrðum. Guð mun ekki gefa eilíft líf þeim sem vilja það ekki eða þeim sem munu misnota það eins og þeir misnotuðu þetta líf eða þeir sem hafna Guði sjálfum.

2. Frjáls vilji - en þú verður að hlýða

Upplifir virkilega einhver lífið þannig að hann hafi ekki frjálsan vilja þó hann megi ekki stela, myrða, ljúga eða halda fram hjá?   Við höfum frjálsan vilja en ekki alfrjálsan.

3. Guð gerði heiminn fyrir menn - 70% saltvatn

Of heimskulegt til að eiga skilið svar.

4. Skapaði manninn með forhúð en skipaði honum síðan að skera hana af

Mér einfaldlega finnst þetta afar ómerkilegt, lítið meira um það að segja.

5. Óvart gerði fólk of klárt til að trúa á Guð

Það eru ekki gáfur sem koma í veg fyrir að fólk trúir ekki á Guð.

6. Bannar fóstureyðingar en veldur síðan fósturláti

Við höfum einfaldlega ekki vit til að velja hver á að fá að lifa og hver ekki, Guð aftur á móti veit framtíðina og veit allt þar af leiðandi treysti ég að minnsta kosti Guði fyrir þessu.

7.  Drepur miljónir í náttúruhamförum - þeir sem lifa af þakka lífgjöfina

Það mun koma sá dagur þar sem Guð mun eyða fólki og sá dagur er kallaður dómsdagur. Í augum Guðs þá er dauði hér á jörð aðeins stuttur svefn þar sem að viðkomandi mun lifna aftur við. En, sumir munu standa andspænis dómi og fá ekki eilíft líf en enginn á skilið eilíft líf, það er dýrmæt gjöf sem enginn á tilkall til.

8. Gyðingar útvalda fólk Guðs - Helförin

Gyðingarnar voru aðeins útvaldir til þess að geyma orð Guðs og síðan taka á móti Jesú Kristi. Allir fólk á meðal allra þjóða eru börn Guðs sem Guð vill að öðlist eilíft líf.

9. Fela steingervinga í jörðinni - tröll vísindamenn

Steingervingarnir eru til minningar um dóm Guðs á þessari jörð og viðvörun að þessi jörð mun aftur verða dæmd. Veit ekki alveg hvað viðkomandi á við með "tröll" vísindamenn. Kannski fer það í taugarnar á viðkomandi að það eru ekki allir vísindamenn guðleysingjar sem kaupa öll þau ævintýri sem þeir skálda upp.


Kannski er dollarinn í hættu?

Ég sá forvitnilegt myndband um daginn um stöðu dollarans í dag og framtíð hans, sjá: http://www.stansberryresearch.com/pro/1011PSIENDVD/PPSILC38/PR

Í stuttu máli þá eru menn að velta því fyrir sér hvort að sí fleiri þjóðir vilja ekki lengur dollara vegna gífurlegra skulda Bandaríkjanna og þeirra bessaleyfi að prenta peninga til að borga skuldir.  Í dag hefur dollarinn mikla sérstöðu en það eru mörg tákn á lofti að það sé að enda.

Út frá skilningi Aðvent kirkjunnar á spádómum Biblíunnar þá spila Bandaríkin lykilatriði í uppfyllingu þeirra. Flestir hafa heyrt talað um merki dýrsins en samkvæmt mínum skilningi þá er það Bandaríkin sem mun þvinga heiminn til að taka upp þetta merki.  Ef að dollarinn fellur og mikil efnahagskreppa skellur á í Bandaríkjunum þá er það einmitt eitthvað sem gæti ýtt þeim út í slíkar aðgerðir, en það er bara mín persónulega ágiskun.

Þeir sem vilja kynna sér þetta geta skoðað fyrirlestra eftir David Asscherick, sjá: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm

Ég hef mjög gaman af honum, talar hratt en allt mjög skýrt og kemur efninu mjög vel frá sér. Þetta er mikið efni en enginn getur haldið að hann geti skilið Biblíuna og spádómana án þess að taka góðan tíma í það.

 


mbl.is Sérstaða Bandaríkjanna eitt lykilmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti augað hafa þróast?

dilbert20020829_gif_1049144.pngEitt af dæmunum af slæmum áhrifum þróunarkenningarinnar á vísindi er sagan af því hvernig augað á að hafa þróast.  Dilbert í rauninni segir allt sem segja þarf en samt ætla ég að bæta smá við. 

Michael Behe var með stutta lýsingu á því hvað er í gangi í augum til þess að við sjáum eitthvað:

Michael Behe - Darwins Black Box
To Darwin vision was a black box, but today, after the hard, cumulative work of many biochemists, we are approaching answers to the question of sight. Here is a brief overview of the biochemistry of vision. When light first strikes the retina, a photon interacts with a molecule called 11-cis-retinal, which rearranges within picoseconds to trans-retinal. The change in the shape of retinal forces a change in the shape of the protein, rhodopsin, to which the retinal is tightly bound. The protein's metamorphosis alters its behavior, making it stick to another protein called transducin. Before bumping into activated rhodopsin, transducin had tightly bound a small molecule called GDP. But when transducin interacts with activated rhodopsin, the GDP falls off and a molecule called GTP binds to transducin. (GTP is closely related to, but critically different from, GDP.)

GTP-transducin-activated rhodopsin now binds to a protein called phosphodiesterase, located in the inner membrane of the cell. When attached to activated rhodopsin and its entourage, the phosphodiesterase acquires the ability to chemically cut a molecule called cGMP (a chemical relative of both GDP and GTP). Initially there are a lot of cGMP molecules in the cell, but the phosphodiesterase lowers its concentration, like a pulled plug lowers the water level in a bathtub.

Another membrane protein that binds cGMP is called an ion channel. It acts as a gateway that regulates the number of sodium ions in the cell. Normally the ion channel allows sodium ions to flow into the cell, while a separate protein actively pumps them out again. The dual action of the ion channel and pump keeps the level of sodium ions in the cell within a narrow range. When the amount of cGMP is reduced because of cleavage by the phosphodiesterase, the ion channel closes, causing the cellular concentration of positively charged sodium ions to be reduced. This causes an imbalance of charge across the cell membrane which, finally, causes a current to be transmitted down the optic nerve to the brain. The result, when interpreted by the brain, is vision.

Það sem þarf að útskýra er bæði það tæki sem nemur ljós, síðan tæki sem flytur ljósið og síðan svæði í heilanum sem tekur á móti þessum merkjum og skilur hvað þau þýða. Dawkins hefur líka verið að nota gölluð rök fyrir því að augað hefði þróast að það væri illa hannað en í dag er búið að afskrifa þessi rök Dawkins, vanþekking síns tíma sem þróunarsinnar víðsvegar stukku á í þeirri von að þarna væri eitthvað til að styrkja trú þeirra.

Hérna er stutt myndband varðandi þessa umræðu um þróun augans, sjá: http://www.godtube.com/watch/?v=777K6WNX#alertbar

 


Myndbandið sem sannar vitræna hönnun

Að sjá er að trúa og mynd er virði þúsund orða svo þetta myndband ætti að gefa mörgum eitthvað til að hugsa um.  Hérna er grein sem fer ýtarlega í af hverju þessi örsmái mótor hlýtur að vera hannaður og gæti ekki hafa þróast, sjá:  ATP synthase: majestic molecular machine made by a mastermind

Þetta er heimsins minnsti mótor og vinnur á nálægt 100% hagkvæmni sem er margfallt betra en nokkur af þeim mótorum sem við mennirnir höfum geta búið til.

 

Hérna er annað myndband þar sem farið er yfir af hverju þetta er óyfirstíganlegt vandamál fyrir darwiniska þróun, sjá: http://www.metacafe.com/watch/4012706/evolution_vs_atp_synthase_molecular_machine/    Fyrirlesarinn er Jonathan Sarfati en ég gerði grein um bók sem hann skrifaði fyrir nokkru, sjá:  The greatest hoax on earth?

Jonathan Sarfati
You couldn’t have life unless you had this motor to produce the energy currency, so it looks like this motor must have been there right from the beginning, and I’d say that because this motor is so much better, so much tinier and more efficient than anything we can design, … the Designer of the motor is far more intelligent than any motor designer we have today too.


Vitræn hönnun fær verðlaun

bombadier_beetle_1048409.gifLið af vísindamönnum við Leeds háskólann í Bretlandi leitt af vísindamanninum Andy McIntosh vann verðlaun þann 15. desember fyrir nýstárlega hönnun en innblásturinn fengu þau úr náttúrunni.  Samkvæmt BBC News, "The team’s work has received the outstanding contribution to innovation and technology title at the Times Higher Education awards in London". 

Með því að rannsaka og herma eftir "Bombardier" bjöllunni þá gat McIntosh og lið hans búið til umhversvæna úða sem notar hitun og "flash evaporation" til að skjóta ýmsum vökvum allt að fjórum metrum.  Þessi hópur vann að þessu verkefni í fimm ár út frá þeirri hugmynd að búa til frumgerð.  Þetta getur leitt til ýmissa framfara í bílaiðnaðinum og heilbrygðisgeiranum samkvæmt fréttinni.

Andy McIntosh er vel þekktur meðal sköpunarsinna enda sköpunarsinni sjálfur og hann útskýrði af hverju þau náðu þessum árangri svona:

Beetle defence inspires University of Leeds research
Nobody had studied the beetle from a physics and engineering perspective as we did, and we didn’t appreciate how much we would learn from it

Það er svona sem einhver sem aðhyllist sköpun nálgast náttúruna og er að mínu mati miklu líklegri til að læra eitthvað ef þú trúir því að um er að ræða vitræna hönnun sem þú getur lært af heldur en eitthvað sem tilviljanir og náttúruval klambraði þessu einhvern veginn saman.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband