Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hættum að ofsækja refinn

refurinn06.jpgÉg hef aldrei skilið hvers vegna almennt finnst fólki í góðu lagi að drepa refa um leið og sést til þeirra. Það er ekki beint eins og það er mikið dýralíf á þessi skeri okkar. Greyið má ekki stinga nefinu á yfirborðið áður en einhver geðsjúklingur hleypur út með byssu og skítur hann.

Vill svo til að refurinn er eina landspendýrið sem var hérna á landinu áður en við mennirnir settust hérna að, sjá: http://www.ismennt.is/not/joigutt/Refur.htm

Ég get engan veginn séð af hverju á að láta undan drápsfíkn bilaðra einstaklinga og leyfa að drepa refi hvar sem til þeirra sést.  Refurinn er villt dýr sem hefur alveg jafn mikinn rétt á því að lifa eins og önnur villt dýr. Hvernig væri að bíða eftir því að hann ógni jafnvægi lífríkisins áður en við ráðumst á þessi dýr? Það er ekki beint eins og dýralífið hérna á landi sé mjög fjölbreytt eða mikið af því. Það er eins og sumt fólk verði ekki ánægt fyrr en að það er búið að útrýma öllum dýrum af landinu, nema sauðkindinni svo það geti fengið kjöt að borða.  Þetta er ljóta ruglið allt saman!


mbl.is Refurinn er kominn til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli Icons of Evolution

Fyrir tíu árum síðan þá skrifaði tiltulega óþekktur líffræðingur að nafni Jonathan Wells litla bók sem hann kallaði "Icons of Evolution", sjá: http://www.iconsofevolution.com

Núna er tíu ára afmæli bókarinnar og vel þess virði að heiðra hana og höfund hennar fyrir að berjast fyrir heiðarleika í vísindum.

 

 

 

 

 


Hvernig færðu einhvern til að elska þig?

170.jpgFyrir einhvern sem er einhleypur eins og ég er, þá er þetta mjög forvitnileg spurning. Mín niðurstaða í dag er frekar niður drepandi en samt ekki alveg vonlaus.  Ég sé aðeins eina leið eins og er, fyrst þarftu að reyna að sýna viðkomandi hver þú ert og vona að viðkomandi líki það sem hann eða hún sér. Síðan þarftu að sýna að þú elskir viðkomandi, með orðum já en helst með verkum ef hægt er.

Síðan er bara hægt að vona að viðkomandi endurgjaldi þínar tilfinningar.

Spurning hvort að það sé einhver lærdómur af þessu varðandi Guð og heiminn sem við búum í. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér var hvort að Guð hefði ekki aðra möguleika, hvort að Guð gæti ekki gert enn meira en t.d. ég.  Ég sé ekki betur en Guð hafi í grundvallar atriðum sömu valmöguleika og ég. Jú, þegar kemur að því að sýna hver Guð er, þá hefur Guð töluvert meira að sýna en ég eða alla fegurðina í sköpunarverkinu. Ég trúi því að þegar við sjáum eitthvað í náttúrunni sem er fallegt, sólarlag, fallegt landslag, falleg blóm eða dýr, þá erum við að sjá persónuleika Guðs. Þegar við síðan njótum þess góða í lífinu þá erum við að sjá kærleika Guðs í verki til okkar í góðum gjöfum.

Biblían talar um að það hafi myndast gjá milli Guðs og manna, ekki að Guð hafi hætt að elska mannkynið heldur að mannkynið hafi fjarlægst Guð.  Eitt af því sem Guð gerði til að laga þetta bil var að senda Jesú, fyrst til að sýna hver Guð er og síðan að borga gjaldið fyrir hið vonda sem við erum sek um svo að við þurfum ekki að borga það.  

Í dag eins og frá upphafi kallar Guð fólk til sambands við sig því að Hann vill að enginn glatist heldur að allir öðlist eilíft líf. Sorglegt hve fáir virðast svara kallinu.


Er þetta þeirra sannfæring?

alfrednobel.jpgMér finnst í allt of mörgum málefnum að fólk skipti sér í fylkingar, ekki vegna sannfæringar sinnar heldur vegna hópsins sem það tilheyrir.  Mér finnst þetta mjög óheppilegt, ef satt er en óneitanlega finnst mér sönnunargögnin benda mjög sterklega í þessa átt.  Ég á t.d. erfitt með að ímynda mér að þessar þjóðir eru sannfærðar að Liu Xiaobo eigi ekki skilið friðarverðlaun Nóbels. Miklu frekar að þetta eru vinar þjóðir Kína og eru að láta undan þrýstingi.

Mig grunar að hið sama eigi við þegar kemur að mörgum trúarlegum atriðum eins og kenningin um helvíti. Líklegast sú hugmynd sem ég hata einna mest því að hún gerir Guð að einhverju pyntingar skrímsli.  Ég skil vel þá sem eru ekki kristnir að hafa hafnað þessum Jesú sem sumir kristnir boða, enda minnir hann á Allah Kóransins, sjá: Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Flestir sjá strax ósamræmið milli þess að kvelja einhvern í eldi að eilífu og að vera kærleiksríkur en... af einhverju mjög brengluðum ástæðum þá er til fólk sem reynir að verja þetta með kjafti og klóm.

Heimurinn væri miklu betri, ef að fólk fylgdi sinni sannfæringu um hvað sé rétt, þótt að það bakaði þeim óvini, þótt það væri þeim persónulega óþægilegt og þótt það þýddi að missa vini. Það hefðu hvort sem er, ekki verið merkilegir vinir ef að þeir yfirgefa þig bara af því að þú ert ósammála þeim í einhverjum atriðum.

 


mbl.is Nítján þjóðir hunsa Nóbelsathöfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ATP synthase

Eftirfarandi er unnið út frá kafla í bókinni "The Greatest Hoax on Earth". Ég gerði þessa grein til að svara athugasemdum sem komu upp á bloggi Arnars Pálssonar, sjá: Genaflæði

atp3.gifEnsímið ATP synthase er nauðsynlegt fyrir allt þekkt líf. ATP stendur fyri "adenosine triphosphate". Þessi vél skaffar orku með því að leysa úr læðingi orku með því að losa um eitt af "phosphate"og mynda þannig ADP ( adenosine diphosphate ).  Orka er nauðsynleg öllu lífi og allt líf notar ATP sem orku miðil og allar lífverur jarðarinnar hafa ATP synthase mótora, sjá: ATP: The Perfect Energy Currency for the Cell

Það eru til aðrar aðferðir til að framleiða ATP en eins og staðan er í dag þá er þetta svona.

Þessi mótor virkar þannig að hann notar rafmagn til að snúa tæki sem ýtir saman tveimur einingum af ATP ( ADP plús phosphate ) með nægilega miklu afli til að mynda ATP. Það síðan losar sig við ATP og undirbýr sig fyrir nýtt ADP og phosphate.  Þessi mótor er með snúnings hraða í kringum 10.000 rpm og sérhver hringur býr til þrjár ATP sameindir. Í rauninni tveir mótorar í einu, endilega kíkið á myndbandið hérna fyrir neðan til að skoða þetta nánar.

Rannsóknir gefa til kynna að hagkvæmni þessa mótors er nálægt 100%, þ.e.a.s. þessi umbreyting orku yfir í nýtilega hreyfi orku fyrir vélarnar í frumunni.

Gæti ATP hafa þróast með tilviljanakenndum breytingum á DNA og náttúruvali?

Þessi mótor er með marga hluti sem þurfa að vera settir saman til að hann virki yfirhöfuð. Alveg eins og þú fengir ekki venjulegan mótor bara með því að hrúa saman vírum og seglum heldur þarf að raða þeim saman á mjög nákvæmann hátt til að úr verði virk vél. Þar sem að allar lífverur þurfa á "helicase" fyrir DNA og það notar ATP synthase mótorinn þá gæti engin þróun orðið til fyrr en þessi mótor væri tilbúinn til notkunnar. Þ.e.a.s. náttúruval gerir aðeins sína vinnu eftir að líf hefur myndast en líf þarf ATP svo hérna er stórt vandamál fyrir guðleysingja að útskýra án hönnunar.

Eins og staðan er í dag þá þarf bæði "helicase" og ATP synthase mótorinn að verða til á sama tíma til lífvera geti lifað.

 

Ef eitthvað hérna er ekki rétt þá endilega bendið mér á það. Maður á að vera að rökræða hvaða ályktanir maður getur dregið af staðreyndunum, helst ekki vera að rökræða hverjar staðreyndirnar eru.


Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Ef maður les Móse bækurnar þá minnist Móse aldrei á að Guð muni refsa fólki fyrir syndir sínar með eilífum kvölum í eldi. Maður getur farið í gegnum alla spámennina og ekki fundið neitt sem gefur slíkt til kynna. Jesú talar skýrast um þetta og þá kemur skýrt fram að það er refsing og það er eldur en það er samt aldrei eilífar kvalir.

Það er aftur á móti trúarbók sem kennir mjög skýrt eilífar kvalir sem refsingu Guðs og það er Kóraninn. Þetta segir mér að sama persóna sem kallar sig guð í Kóraninum er sama persóna og sumir kristnir tilbiðja sem aðhyllast hugmyndina um helvíti og eilífar kvalir syndara.

Hérna er einn múslima að fjalla um helvíti Kóransins, það ætti að vera öllum augljóst að þessi persóna er ekki mjög kærleiksrík, hvorki guðinn sem fyrirlesarinn er að lýsa eða fyrirlesarinn sjálfur.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband