Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvert er dýrið?

Til að átta sig á hinu umdeilda merki dýrsins þá þarf maður að vita hvert dýrið er.  Í spádómum Biblíunnar þá tákna hin mismunandi dýr veraldleg veldi og hið sama gildir hér. Þetta umrædda dýr eða veraldlega ríki er að finna í 13. kafla Opinberunarbókarinnar og er lýst svona:

Revelation20Opinberunarbókin 13
1Þá sá ég dýr stíga upp af hafinu. Það hafði tíu horn og sjö höfuð, og á hornum þess voru tíu ennisdjásn og á höfðum þess voru guðlöstunar nöfn.
2Dýrið, sem ég sá, var líkt pardusdýri, fætur þess voru sem bjarnarfætur og munnur þess eins og ljónsmunnur. Drekinn gaf því mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið.
3Eitt af höfðum þess virtist sært til ólífis, en banasár þess varð heilt. Öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun,
4og þeir tilbáðu drekann, af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt. Og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: Hver jafnast við dýrið og hver getur barist við það?
5Og því var gefinn munnur, er talaði stóryrði og guðlastanir, og lofað að fara því fram í fjörutíu og tvo mánuði.
6Og það lauk upp munni sínum til lastmæla gegn Guði, til að lastmæla nafni hans og tjaldbúð hans og þeim, sem á himni búa.
7Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá, og því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð.

Þarna sjáum við nokkur atriði sem geta hjálpað okkur að finna út hvaða dýr þetta er en hérna vantar samt margt. Það sem Jóhannes gerir hérna er að hann vísar til Daníelsbókar, til ákveðins spádóms þar um sama veraldlegt vald.  Björn, ljón, pardusdýr og dreki er bein tilvísun í 7. kafla Daníelsbókar þar sem Daníel sér akkúrat þessi dýr rísa upp á jörðinni. Þetta dýr sem við síðan sjáum í Opinberunarbókinni ríkir í 42 mánuði og það lykillinn að öllu saman því að Daníel sjö lýsir einmitt líka veraldlegu veldi sem ríkir í sama tíma.

Skoðum nú Daníel 7 og athugum hvað við getum lært meira um þetta veraldlega vald.

Daníel 7
dan2imageÍ nætursýn minni sá ég hvernig himinvindarnir fjórir ýfðu hafið mikla. 3Og fjögur stór dýr komu upp úr hafinu, hvert öðru ólíkt. 4Fyrsta dýrið var eins og ljón en hafði arnarvængi. Meðan ég horfði á það tættust vængir þess af því, því var lyft upp og það reist á fætur eins og maður væri og því var fengið mannshjarta.
5Og annað dýr sá ég og annars háttar. Það var eins og bjarndýr, reis upp á aðra hlið og bar þrjú rifbein í kjafti sér milli tannanna. Og því var skipað: „Stattu upp og éttu firn af kjöti.“
6Eftir þetta sá ég enn eitt dýr, áþekkt hlébarða, en á síðum þess voru fjórir fuglsvængir. Þetta dýr hafði fjögur höfuð og því voru fengin völd.
7Og enn sá ég í nætursýn minni fjórða dýrið, hræðilegt, ógnvekjandi og afar máttugt. Það hafði járntennur, hámaði í sig og bruddi og traðkaði undir fótum það sem það leifði. Það var ólíkt öllum fyrri dýrunum og var með tíu horn.
8Þegar ég virti fyrir mér hornin sá ég annað horn og smærra spretta fram meðal þeirra og voru þrjú af fyrri hornunum rifin upp til að rýma fyrir því. Á þessu horni voru augu, lík mannsaugum, og munnur sem mælti gífuryrði.

Það sem er að gerast hérna er endurtekning á sýn sem kom fram í 2. kafla Daníels sem ég fjallaði um hérna: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Fjórða valdið í 2. kafla Daníels er járn veldið og fjórða dýrið eða valdið í Daníel 7 er ógurlegt með járn tennur svo lýsingin á fjórða veraldlega valdinu í bæði í 2. kafla og 7. er nánast eins. Út frá þessu getum við ályktað að þarna er um endurtekningu að ræða. Biblían endurtekur stundum ákveðið efni eins og góður kennari notar endurtekningu til að leggja áherslu á og útskýra mikilvæga hluti. Í Daníel 2. fáum við að vita að fyrsta veldið er Babýlon svo þar erum við með byrjunar punkt fyrir báða spádómana.

Hérna er einfalt yfirlit yfir þetta:

Daníel 2Daníel 7 Daníel 8  RíkiTímabil
Gull höfuðLjón Babýlon612-539
Brjóst úr silfriBjörnHrúturMedar&Persar539-331
Kviður úr eirPardusdýrGeithafurGrikkland331-168
Járn fótleggirÓgurlegt dýr Róm168-476

Það veraldlega vald sem er hið sama og dýrið í 13. kafla Opinberunarbókarinnar er litla hornið sem við lesum um í Daníel 7, versum 8, 18-21, 24-25.

Daníel 7
8Ég athugaði hornin og sá þá, hvar annað lítið horn spratt upp milli þeirra, og þrjú af fyrri hornunum voru slitin upp fyrir það. Og sjá, þetta horn hafði augu, eins og mannsaugu, og munn, sem talaði gífuryrði.
...
18en hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda.
19Þá vildi ég fá áreiðanlega vitneskju um fjórða dýrið, sem var ólíkt öllum hinum dýrunum, ógurlegt mjög, með járntönnum og eirklóm, sem át, knosaði og sundur tróð með fótunum það, sem það leifði,
20svo og um hornin tíu, sem voru á höfði þess, og um hitt hornið, sem þar spratt upp og þrjú hornin féllu fyrir, þetta horn, sem hafði augu og munn, er talaði gífuryrði og meira var ásýndum en hin.
21Ég horfði á, hvernig horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim,
...
24Og hornin tíu merkja það, að af þessu ríki munu upp koma tíu konungar, og annar konungur mun upp rísa eftir þá, og hann mun verða ólíkur hinum fyrri, og þremur konungum mun hann steypa.
25Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð.

Nú þegar við höfum sett þessar tvær lýsingar úr Opinberunarbókinni 13 og Daníel 7 þá höfum við þó nokkrar upplýsingar um hvaða veraldlega vald Biblían er að spá fyrir um.

  1. Þetta er ríki sem kemur upp eftir árið 476 e.kr. af því að þetta vald kemur upp eftir að Rómarveldi skiptist upp.
  2. Ríkið kemur upp meðal þeirra ríkja sem Rómarveldi skiptist í, þ.e.a.s. meðal þeirra ríkja sem mynda núverandi Evrópu. Svo það er ekki hægt að segja að þetta veldi er Rússland eða Islam eða Kína eða Bandaríkin því það verður að koma upp meðal þeirra ríkja sem Róm skiptist í.
  3. Breytir lögmáli Guðs. Versið segir "það mun hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum. Öll ríki hafa sín eigin lög og breyta lögum þeirra ríkja sem þau taka völdin af svo hérna er ekki að tala þannig lög heldur er hérna verið að tala um lög Guðs.
  4. Þetta ríki ofsækir fólk Guðs.
  5. Ríkir í 1260 ár ( Opinberunarbókin 13:5 og Daníel 7:25 ) en í spádómum Biblíunnar tákna dagar ár ( Esekíel 4:6; 4. Mósebók 14:34 ). Orðalagið "eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð" er hið sama tímabil og 42 mánuðir.  Ein tíð er eitt ár svo að um er að ræða 360 + 2x360+180=1260.
  6. Er lítið ríki ( Daníel 7:8 )
  7. Ólíkt hinum tíu ríkjum sem Rómarveldi skiptist í.
  8. Ræðst á og sigrar þrjú önnur ríki.
  9. Þetta ríki guðlastar en í Biblíunni þá er guðlast að segjast vera Guð og segjast hafa vald til að fyrirgefa syndir ( Lúkas 5:21 )
  10. Talar gífuryrði.
  11. Þegar það missir vald sitt þá er það í formi útlegðar ( Opinberunarbókin 13:10 )

Ég held að allir með meðal þekkingu á mannkynssögunni sjá núna hvaða veraldlega ríki þetta er en það er miðalda kirkjan eða Kaþólska kirkjan. Við skulum skoða hvernig hún uppfyllir sérhvert atriði:
  1. vaticanÞað tók tíma fyrir Kaþólsku kirkjuna að komast til valda en árið 538 e.kr. var Kaþólska kirkjan orðið að því valdi sem hún var á miðöldum. Trú Kaþólsku kirkjunnar var orðin ríkistrú og hún hafði hervald konunga til að vernda hana og þvinga aðra til að samþykkja hana.
  2. Kaþólska kirkjan er staðsett í borginni Róm svo hún kemur sannarlega upp á milli þeirra ríkja sem Rómarveldi skiptist í.
  3. Þegar við lesum hver boðorðin tíu eru hjá Kaþólsku kirkjunni sjáum við að þau eru öðru vísi frá boðorðunum tíu sem við finnum í Mósebókunum. Getum meira að segja skoðað boðorðin tíu eins og Þjóðkirkjan setur þau upp en hún er með Kaþólsku útgáfuna, sjá: http://www.kirkjan.is/node/320
  4. Margir átta sig ekki á því en að Kaþólska kirkjan ofsótti þá sem vildu fylgja orði Guðs frekar en kenningum kirkjunnar.
  5. Ef við förum frá 538 e.kr. 1260 ár fram í tíman komum við að öðru mjög merkilegi ári, árið 1798 Það ár sendi Napóleón hershöfðingja sinn Berthier til Rómar og lét hann handtaka páfann og Kaþólska kirkjan hætti að vera sjálfstætt ríki.
  6. Kaþólska kirkjan er eitt minnsta ríki á jörðinni svo það uppfyllir þessa lýsingu mjög vel.
  7. Þegar maður skoðar ríkin sem Róm skiptist í þá er Kaþólska kirkjan allt öðru vísi. Hún er ekki bara sérstakt ríki heldur líka kirkja með öllu því sem því tilheyrir.
  8. Nokkur ríki stóðu á móti Kaþólsku kirkjunni og í gegnum trúarstríð þá voru Ostrogoths, Vandals og Heruli sigruð og Kaþólska kirkjan stóð uppi sem sigurvegarinn.
  9. Þeir sem þekkja sögu Kaþólsku kirkjunnar vita að hún segist hafa vald til að fyrirgefa syndir en Biblían kallar það guðlast því aðeins Guð hefur vald til að fyrirgefa syndir.
  10. Í gegnum aldirnar þá hafa páfarnir verið duglegir að tala um hversu miklir þeir eru; hvernig þeir eru guð á jörðinni og hafi vald til að breyta orði Guðs, jafnvel lögum Guðs sem þeir gerðu.

 

Ég vona að ég hafi sett þetta upp á skýran hátt en ef einhverjum finnst þetta óskýrt þá mæli ég með nokkrum fyrirlestrum sem útskýra þetta ýtarlegar en ég gerði, sjá:  http://www.hopevideo.com/audio_with_david_asscherick.htm - Revelation's Antichrist Exposed (Part 1)  - Revelation's Antichrist Exposed (Part 2)

Amazing Facts - Prophecy code - Revelation Reveals the Antichrist / 666 and the Mark of the Beast

 


Er í lagi að stunda kynlíf með 13 ára stúlkum ef þú ert frægur?

Það er ekki að ástæðulausu að það er glæpsamlegt fyrir fullorðinn karlmann að eiga kynmök við 13 ára stúlkubörn svo hvað er hérna í gangi?

Er málið að það er orðið svo langt síðan að Polanski gerði þetta? Þýðir það að ef þú fremur glæp þá þarftu bara að sleppa undan réttlætinu nógu lengi til að verða saklaus? 

Er það virkilega smánarblettur á ímynd svissnesku þjóðinni að handtaka mann sem er eftirlýstur fyrir frekar ógeðfelldan glæp? Er ekki allt í lagi með þetta lið?  Ég held að það væri allt annað hljóð í þessu fólki ef að Polanski væri ekki frægur. Ef þetta væri óþekktur róni þá væri hið án efa hið besta mál að handtaka viðkomandi og hann hiklaust kallaður barnaníðingur.

Hvað segir fólk, er ég að skilja þetta vitlaust?  

 


mbl.is Svisslendingar skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Hitler alvondur?

Ég held að hann hafi ekki verið alvondur þó að sú illska sem hann sýndi var með því ógurlegasta sem við höfum séð. Kannski blindaður af því að hann gæti bætt samfélagið með því að beita þróunarkenningu Darwins á samfélagið en núna vitum við hverjar afleiðingarnar af því eru.

En hvað segir fólk, hve vondur var Hitler?


mbl.is Taldi Hitler ekki alvondan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er merki dýrsins tölvukubbur?

implant5fxrayOpinberunarbókin er ráðgáta fyrir flesta kristna og þar er stærsta og áhugaverðustu ráðgáturnar "hvað er dýrið" og "hvert er merki dýrsins". Alls konar hugmyndir hafa komið upp eins og t.d. þessar: 

Vinsælasta hugmyndin er að merki dýrsins er einhvers konar tölvukubbur eða örflaga en er það Biblíulegt?

Það sem að mínu mati útilokar að merkið er örflaga er að Guð refsar þeim sem eru með merki dýrsins með ógurlegum plágum en það væri mjög óréttlátt af Guði að refsa fólki fyrir eitthvað sem Hann hefur aldrei bannað.

Opinberunarbókin 14
9Á eftir þeim kom þriðji engillinn og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og lætur setja merki þess á enni sér eða hönd, 10þá skal hann fá að drekka óblandað vín af reiðiskálum Guðs og hann mun verða kvalinn í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. 

commandments2-300x300Það er til leið þess að forðast þetta merki og fá það aldrei á sig og leiðin er mjög einföld og rökrétt:

Opinberunarbókin 14
12Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.

Ef að þú heldur boðorð Guðs þá muntu ekki fá merki dýrsins. Það líka útskýrir af hverju Guð refsar þeim hafa merki dýrsins því þeir eru að brjóta boðorð Guðs. Ef ske kynni að einhver er í vafa hver boðorð Guðs eru þá eru þau að finna í 2.Mósebók 20. kafla.


En er líf án morða nokkuð skemmtilegt?

law-order-special-victims-unit.jpgÞegar maður skoðar venjulega dagskrá hjá t.d. Skjá einum þá virðist allt snúast um morð; eins og að ef það væru engin morð þá væri lífið ekkert skemmtilegt. Law and Order, Flashpoint, Harpers Island og fleiri snúast allir um einhvers konar morð.  Ég sá svipað í myndinni "Demolition man" þar sem engin morð voru lengur til í því samfélagi og ein af aðal söguhetjum myndarinnar fannst lífið svo leiðinlegt út af því og fagnaði þegar loksins einhver var myrtur.

Er smekkur samfélagsins orðinn þannig að ef maður sér ekki kynlíf, morð eða glæpi í kvikmynd eða sjónvarpsþætti þá er hann leiðinlegur?

Hvað með himnaríki?  Ef það eru engir glæpir þar og engin morð og engin stríð; væri það þá leiðinlegur staður?


mbl.is Deilt um bók eftir dæmdan morðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómar Biblíunnar um 18. og 19. öldina

Fyrirlesturinn í dag ( þriðjudaginn 22. september, kl 20:00 ) fjallar um spádóma Biblíunnar um 18. og 19. öldina og er byggt á 11. kafla Opinberunarbókarinnar.

Þetta er efni sem ég þekki ekki svo ég hef lítið um þetta að segja nema ég er mjög forvitinn svo ég mæti pottþétt.  Þetta er hluti af fyrirlestraröð sem ég fjallaði um hérna: Námskeið í spádómsbók Daníels í Loftsalnum 8. sept. - 6. okt.

Loftsalurinn


Telekinesis ( hugarorka )

Einn vinur minn benti mér á þetta.  Spurning hvort þetta sé lítið skref í áttina að einhverju mjög mögnuðu...


Kristið rokk

Getur kristið rokk virkilega virkað?  Er til eitthvað almennilegt rokk sem er líka kristið?  Ég tel að svo er og hérna eru nokkur dæmi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það er svo mengandi að vera grænn

geobulb-led-light-bulb-softÞetta er alveg kostuleg frétt. Málið er að mjög stór hluti orkunotkun og mengun við ljósaperur fer í að búa peruna til. Að henda perum sem þegar er búið að búa til er einfaldlega sóun á orku og sóun á peningum.

Miklu gáfulegra er að skipta yfir í nýju tegundirnar þegar hinar gömlu deyja út en ekki fyrr.  Þetta virkar eins og kjánaleg sýndarmennska borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn sem hjálpar umhverfinu ekki neitt.

Það var skemmtileg umfjöllun um orku kreppuna hjá Penn og Teller í kvöld. Ég keypti þeirra rök alveg að kjarnorka væri málið.

Maður er samt svo heilaþveginn að mig langar ekki að hafa kjarnorkuver á Íslandi GetLost

 


mbl.is Jólaljósin í Köben hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur spádómur

Í dag ( þriðjudaginn 15. sept ) klukkan átta er þriðji fyrirlesturinn í námskeiðinu um Daníelsbók.  Björgvin Snorrason mun útskýra spádóma um fyrri komu Jesú Krists og þá sérstaklega spádóminn sem sagði fyrir um hvaða ár Messías myndi deyja en hann er að finna í Daníel 9.  Ég fjallaði um þann spádóm hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa  Hafa í huga að mín grein er ekki nærri því eins ýtarleg og þessi fyrirlestur.

Ég á erfitt með að skilja hvernig einhver getur rannsakað þennan spádóm og hafnað Kristi sem frelsara sínum. Svo, hvort sem þú ert efasemdamaður eða kristinn þá ættir þú að þekkja þennan spádóm.

Loftsalurinn


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband