Telekinesis ( hugarorka )

Einn vinur minn benti mér á þetta.  Spurning hvort þetta sé lítið skref í áttina að einhverju mjög mögnuðu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

1) The two main TK stunts, the most popular 'proof' of TK, are not TK.

2) I have never seen TK demonstrated.

3) TK has never been performed under test conditions.

4) Nobody has claimed the Randi prize money.

5) No respected scientist in the world has ever claimed that TK exists.

6) No scientific institute of any repute has ever claimed that TK exists.

7) No respected scientific journal has ever reported claims that TK exists.

8) I can think of no reason for believing in TK.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, horfðu bara á myndbandið, þar sérðu TK í fullu fjöri :)

Auðvitað er ekki um að ræða TK sem ofur hugarorku, bara tæki sem "les" huga viðkomandi.

Mofi, 17.9.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Mama G

Vonandi verður hægt að þróa svona nokkuð áfram og hjálpa fólki í framtíðinni, t.d. lömuðu, fötluðu oþh., en að stýra flugvél með þessari tækni...  eins gott að þjást ekki af athyglisbresti

Mama G, 17.9.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Áhugavert ...

Róbert Badí Baldursson, 17.9.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Mofi

Mama G, möguleikarnir virðast vera gífurlegir. Tökum t.d. Stephen Hawkins; ef hann gæti stjórnað tölvunni sem talar fyrir hann með huganum. Hann gæti jafnvel þannig hugsað hraðar en að tölvan gæti talað fyrir hann. Eða maður gæti verið að skrifa á blogginu nema þurfa ekki að pikka heldur bara hugsa :)

Badí,  takk fyrir heimsóknina.   Væri gaman að taka hádegismat við tækifæri, ég, þú og Haukur :)

Mofi, 17.9.2009 kl. 14:18

6 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Já, heldur betur. Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur út úr þessu.

Líst vel á hádegismat

Róbert Badí Baldursson, 17.9.2009 kl. 14:22

7 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þetta er auðvitað rugl

Styrmir Reynisson, 17.9.2009 kl. 19:59

8 Smámynd: Mofi

Róbert Badí, við skulum vera í bandi með hádegismat :)

Styrmir,  hvað er rugl?

Mofi, 18.9.2009 kl. 10:04

9 Smámynd: Styrmir Reynisson

Afsakið, hefði átt að koma þessu betur til skila. Þessi "hæfileiki" hefur í öllum tilfellum sem hann hefur verið prófaður undir aðstæðum þar sem ekki var hægt að svindla, ekki staðið undir væntingum. ENGINN hefur getað sýnd fram á að geta þetta og þar með tel ég þennann "hæfileika" uppspuna með öllu.

Ég bíð spenntur eftir að einhver sýni fram á annað

Styrmir Reynisson, 18.9.2009 kl. 13:32

10 Smámynd: Mofi

Styrmir, ég er sammála þér að enginn hefur getað sýnt fram á að hafa hæfileikann til að hreyfa hluti með huganum. Hérna aftur á móti er verið að fjalla um tæki sem les hugsanir og hreyfir hluti eftir því sem það les. Mjög frumstætt en spurning hve mikið verður hægt að þróa þessa tækni.

Mofi, 18.9.2009 kl. 14:13

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Þegar ég var unglingur á Hlíðardalsskóla í Ölfusi var vinsælt að fara í 'andaglas'. Þáverandi skólastjóri varaði okkur nemendur við þessu og sagði þetta geta orðið til þess að Satan næði valdi yfir okkur. Hann kenndi okkur eina aðferð til að bægja slíkum freistingum frá okkur.

"Segið bara -Ég býð þér í Jesú nafni, vík burt Satan-, og við munum bænheyrð samstundis"

Er þetta ekki skilgreint sem nútíma 'andaglas' hjá Aðventistum, Mofi?

Sigurður Rósant, 20.9.2009 kl. 00:05

12 identicon

Þetta snarvirkar greinilega eða er þetta eitthvað grín ?

Diddi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:31

13 Smámynd: Mofi

Rósant, hver var skólastjóri þegar þú varst á Hlíðó?   

Er hvað skilgreint sem nútíma andaglas?  Þetta sem maður sér í myndbandinu?

Diddi,  ég veit ekki betur en þessi tækni er til og að ég hafði séð eitthvað svipað áður eins og að kveikja á ljósaperu; þ.e.a.s. að tæki sem "les" einhverjar heilastarfsemi og sendir rafmagn á peru í samræmi við það.

Mofi, 21.9.2009 kl. 11:03

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Vil ekki nefna nein nöfn, enda hef ég alla tíð litið á viðleitni starfsfólks á HDS sem tilraun til að hjálpa börnum og unglingum til aukins þroska.

En 'andaglas' eins og það var framkvæmt og er reyndar enn þann dag í dag gert á sama máta, kom einmitt glasi af stað sem þátttakendur snertu með fingri sínum og spurðu öll í kór; "Er andi í glasinu". 

Þessi tilraun minnir mig á 'andaglas' og gæti verið uppfærð útgáfa af hinu gamla.

Í raun er tiltölulega auðvelt að hanna svona tæki sem mælir að því er mér sýnist blóðflæði í æðum við enni sem bregðast fljótt við hugaræsingi eða spennu. Lofti er síðan dælt upp undir kúluna í samræmi við spennuna og hreyfingu augnanna.

Sigurður Rósant, 21.9.2009 kl. 18:58

15 Smámynd: Mofi

Rósant, veit ekki alveg hvað þeir eru að mæla, kannski bara blóðflæði þó það virkar eins og hálfgert svindl. Við höfum tækni til að skanna svæði heilans og virkni þeirra svo ég hefði haldið að svona tækni byggðist á einhverju þannig.

Mofi, 22.9.2009 kl. 08:41

16 identicon

Voru sumir ekki að horfa á þetta video? Þetta er raunverulegt - sjáið til dæmis þetta eða þetta svo er hægt að skoða tags í kringum það til að sjá video af tækjum sem lesa rafstuð í heilanum til að fá stjórn á einhverju.

Svo er Mofi líka búinn að játa það að hann trúir ekki á hitt stuffið.

Ég segi bara Mofi ágætis grein hjá þér.

hfinity (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 19:25

17 Smámynd: Mofi

Mér finnst ég sjá það aðeins of oft að fólk finnur tíma til að skrifa athugasemdir en ekki tíma til að lesa greinina eða horfa á myndböndin sem málið fjallar um

Takk fyrir það Gjarnan :)

Mofi, 23.9.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 802848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband