Kristið rokk

Getur kristið rokk virkilega virkað?  Er til eitthvað almennilegt rokk sem er líka kristið?  Ég tel að svo er og hérna eru nokkur dæmi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég hallast svolítið að skýringu South Park á kristnu rokki; að venjuleg lög eru tekin og orðum á borð við 'baby', 'honey' o.þ.h. er skipt út fyrir 'Jesus' og 'God'...

Hér er dæmi um það.

Uppáhaldið mitt er "and I just want to feel you deep inside me Jesus".

Sveinn Þórhallsson, 16.9.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég svo sem skil vel þessa sýn á kristið rokk; stór hluti þess er virkilega slappur. Þess vegna var ég nú að benda á lög sem að mínu mati eru virkilega góð.

Mofi, 16.9.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Haha já, góð tilraun. Rokkið er auðvitað svo víðtækt hugtak að það má flokka nánast hvaða tónlist sem er undir það.

Ég segi fyrir mitt leyti að þetta kristna rokk á ekkert í "satanískt" rokk ;)

...ekki ennþá allavega

Sveinn Þórhallsson, 16.9.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Mofi

Sveinn, það er fúlt að viðurkenna að það vantar dáldið upp á að það nái veraldlega ( sataníska ) rokkinu en ekki alveg vonlaust; að minnsta kosti að mínu mati :/

Mofi, 16.9.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Flower

Þó að ég hlusti ekki mikið á rokk þá veit maður allavega nákvæmlega hvar maður hefur það veraldlega. Það er ekki raunin með það kristna og eiginlega finnst mér þetta dálítið kjánalegt, get ekki að því gert.

Flower, 16.9.2009 kl. 18:43

6 Smámynd: Mofi

Flower, mér finnst einmitt gospel svo kjánalegt, eða frekar ljót tónlist;  svona erum við mismunandi :)

Almennt samt skil ég þig. Mér fannst hugmyndin um kristið rokk fáránleg í mörg ár þangað til ég kynntist nokkrum hljómsveitum sem voru þræl góðar.

Mofi, 16.9.2009 kl. 21:59

7 identicon

Þetta er alveg rosalega langt frá því að vera góð tónlist :s

Ég get eiginlega alveg lofað því að án þessarar  kristnu sérhæfingar þá væru þessi bönd ekki að selkja mikið af sinni tónlist.

Það skiptir engu máli um hvað þú ert að syngja ef tónlistin er góð...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, það geta ekki allir haft góðan smekk :)   

Mofi, 17.9.2009 kl. 08:25

9 Smámynd: Flower

Ég var reyndar bara að skrifa um rokk þarna en hef þessa skoðun á annari tónlist líka. Ég veit alltaf hvar ég hef þá veraldlegu, svo framarlega sem ég held mér innan þess ramma sem mér er settur. Finnst sum kristileg tónlist svo væmin og slepjuleg, get ekki að því gert.

Flower, 17.9.2009 kl. 11:20

10 Smámynd: Mofi

Flower, já, ég er sammála. Ég á í sömu vandræðum með ræður í kirkjum :/

Það er erfitt að finna tónlist sem er trúarlega rétt, fyrir mig að minnsta kosti. Svo mínar væntingar með kristilega tónlist eru mjög láar, guðfræðilega séð. Ég aftur á móti var hérna að benda á lög sem mér finnst fín en fólk hefur auðvitað mismunandi smekk. Mér fannst lítið varið í flest af þessum lögum fyrst en síðan byrjaði mér að líka vel við þau. Ég var svo ánægður að hafa loksins fundið tónlist sem var ágætlega kristileg sem mér líkaði vel við.

Mofi, 17.9.2009 kl. 11:30

11 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Afhverju í andskotanum skiptir máli hvort tónlist sé kristileg eða "trúarlega rétt"? Er ekki hægt að njóta bara tónlistarinnar?

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2009 kl. 11:48

12 identicon

Vissulega geta ekki allir haft góðan smekk :)

Ég get bara ekkert að því gert að þegar ég heyri svona eða sé þá fæ ég á tilfinninguna að viðkomandi hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að einbeita sér að þessum markaðshóp vitandi að þeir ættu ekki séns á almennum markaði vegna hæfileikaskorts....  ef þetta væri sannarlega góð tónlist þá myndu viðkomandi ná árangri utan síns fókushóps

Sem þeir gera ekki, því eins og ég sagði þá skiptir engu máli um hvað er sungið ef músíkin er góð

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:06

13 Smámynd: Mofi

Sveinn, kristinn einstaklingur á erfitt með að syngja með "I am on the highway to hell" eða raula með þegar verið er að lofsyngja syndsamlega hegðun.  Fyrir utan það þá er nóg af veraldlegri tónlist sem mér finnst mjög góð og get ekki sett út á þannig lagað séð.

Jón Bjarni, nokkur af þessum lögum sem ég benti á náðu vinsældum utan markhópsins. Þó ekki á Íslandi sem kemur svo sem ekki á óvart.

Mofi, 17.9.2009 kl. 12:32

14 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, kristinn einstaklingur á erfitt með að syngja með "I am on the highway to hell" eða raula með þegar verið er að lofsyngja syndsamlega hegðun.

Hahaha

 Fyrir utan það þá er nóg af veraldlegri tónlist sem mér finnst mjög góð og get ekki sett út á þannig lagað séð.

Öll tónlist er veraldleg, engin er himnesk.

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2009 kl. 14:06

15 Smámynd: Mofi

Sveinn, aldrei heyrt himneska tónlist?  Það er dáldið sorglegt, ekki nema von að þú glímir við guðleysi :)

Mofi, 17.9.2009 kl. 14:38

16 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Dæmi um himneska tónlist takk og skilgreininguna kannski í leiðinni

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2009 kl. 14:58

17 Smámynd: Mofi

Það sem ég var að hugsa um var bara eitthvað sem virkilega hreyfir við manni og það er alltaf persónulegt.

Hérna eru nokkur dæmi, sum furðulegri en önnur :)

Ef þú ert rokkari :)
http://www.youtube.com/watch?v=_ljU6ROKRPo

Ef þú ert fyrir eitthvað væmið:
http://www.youtube.com/watch?v=Co6HXUN19AY

Ef að jólin hreyfa við þér:
http://www.youtube.com/watch?v=7Jr-2eyRtV4

Eitthvað sem hljómar himnesk í mínum eyrum:
http://www.youtube.com/watch?v=YEVyvzkHK7c

Mofi, 17.9.2009 kl. 15:37

18 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Allt saman veraldlegt. Ég held áfram að "glíma" við gvuðleysi.

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2009 kl. 15:47

19 Smámynd: Mofi

Vonandi vinnur þú þá glímu

Mofi, 17.9.2009 kl. 16:10

20 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Bölvað virðingarleysi

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2009 kl. 17:11

21 Smámynd: Birgirsm

Ég gleymi seint orðum útvarpskonu á Lindinni, fyrir nokkrum árum, sem var búinn að vera spila rólega og þægilega tónlist en skellti svo allt í einu inn nokkrum örgustu bárujárns-slögurum, en hún sagði eitthvað á þá leið.........að satan væri búinn að sitja nógu lengi að þungarokkinu og að nú væri sá tími kominn að kristið fólk ætti og væri búið að gera þungarokkið að sínu...... ég hafði aldrei og hef aldrei heyrt annað eins.

Því miður er talvan hjá mér búin að týna hljóðinu þannig að ég get ekki gefið lögunum sem þú kemur með neina einkunn en persónulega finnst mér "kristið" rokk leiðinlegt og get ég eihverra hluta vegna aldrei hlustað á það. 

Mér finnst allt í lagi að láta það fylgja með að ég á diska og plötur með t.d  Rainbow, Deep Purple, ELO, White Snake, Pink Floyd og fl og fl en að blanda saman "kristninni" og "rokkinu" finnst mér hreinlega óviðeigandi.

Kveðja

Birgirsm, 17.9.2009 kl. 21:09

22 Smámynd: Baldur Blöndal

Mofi: Sveinn, kristinn einstaklingur á erfitt með að syngja með "I am on the highway to hell" eða raula með þegar verið er að lofsyngja syndsamlega hegðun.
 Mofi, tónlist Beethovens og Motzarts er að mestu leiti trúarleg en ég hef ekkert á móti því að spila hana. Ég get sungið með jólalögum án þess að líða eins og hræsnara vegna þess að orðin hafa einfaldlega enga merkingu- ég trúi ekki á jólasveinana og heldur ekki á Jesús eða Grýlu en ég má samt syngja um þau og spila lög um þau. veit ekki hvort ég er að hvetja þig til að hlusta á djöflatónlist en þetta er bara mitt innlegg

Baldur Blöndal, 18.9.2009 kl. 09:01

23 Smámynd: Baldur Blöndal

Úff... "Mozart"

Baldur Blöndal, 18.9.2009 kl. 09:02

24 Smámynd: Mofi

Birgirsm, mér finnst við þurfa að aðgreint hljóðfæri og takk frá trúarlegum sannfæringum. Að einhverjir hljómar eru kristilegri en aðrir. Aftur á móti er mjög eðlilegt að fólk hafi mismunandi smekk á tónlist en mér finnst ekki sniðugt þegar fólk lætur sem svo að einhver tónlist er ókristileg bara af því að þeim finnst ákveðin hljóðfæri eða taktur ókristileg. Allt of margir hafa klifrað upp í hásæti Guðs og lýsir yfir hvað sé Guði þóknanlegt og hvað ekki án þess að Biblían sjálf hafi nokkuð um málið að segja.

Kveðja, Halldór

Baldur,  ein af mínum uppáhalds hljómsveitum er Manowar, það ætti að gefa þér smá hugmynd um mín.... vandamál :)

Mofi, 18.9.2009 kl. 10:02

25 Smámynd: Baldur Blöndal

Tónlist er ekki vandamál fyrr en þú byrjar að hlusta á country-tónlist

Baldur Blöndal, 18.9.2009 kl. 14:25

26 Smámynd: Mofi

Baldur, ég mótmæli harðlega að flokka country sem tónlist :)   ef það er tónlist þá er hvaða óhljóð sem er tónlist :)

Mofi, 18.9.2009 kl. 14:58

27 identicon

Bítlarnig, Elvis og fleiri af stórkostlegustu tónlistarmönnum og hljómsveitum sögunnar voru sagðir gera "djöflatónlist" þegar þeir komy fyrst fram...

Ég ætla að leyfa mér að efast stórkostlega um það að ef Guð sé til að hann hefði nokkuð á móti slíkri tónlist

Og eins og Sveinn sagði þá skiptir nákvæmlega engu máli um hvað er sungið ef tónlistin er góð... tónlist snýst ekki nema að mjög takmörkuðu leyti um textana sem eru sungnir.. efist þú um það þá skalt þú prófa að hlusta á textana í lögum t.d. Smiths :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:35

28 identicon

og sjitt hvað ég á ekki að vera glamra á lyklaborð nýkominn úr ræktinni.. hitti annan hvern lykil :s

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:35

29 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég tékka á því :)

Mofi, 21.9.2009 kl. 11:11

30 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

" Baldur, ég mótmæli harðlega að flokka country sem tónlist :)   ef það er tónlist þá er hvaða óhljóð sem er tónlist :)"

Merkilegt í ljósi þess hversu mikið af kántrí er trúarlegt...

Annars hef ég gaman af kántrí, og mæli með Kris Kristofferson. Hann hefur einmitt samið slatta af lögum sem innihalda trúarleg þemu: Why me Lord er afskaplega fallegt, þó texti þess sé í algjörri andstöðu við mínar skoðanir.

Einnig má nefna They killed him og In the news.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 02:22

31 Smámynd: Mofi

Tinna, ekki svo slæmt lag.  Þetta var nú meira sagt í gríni en alvöru þó að sannleiks kornið er að almennt þá er kántrí ekki mín tegund af tónlist. Hef samt alltaf haft gaman af Dolly Parton   ekki segja neinum samt :)

Mofi, 2.11.2009 kl. 10:05

32 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Dolly er fín, hvað er þetta! Svo skilst mér að hún syngi líka

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 11:15

33 Smámynd: Mofi

Tinna, vá, ég vissi það ekki :)

Mofi, 2.11.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband