Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Trúir þú ekki að margt smátt geri eitt stórt?

man_on_the_moon_1sfwEin af aðal rökunum fyrir þróunarkenninguna eru þau að við sjáum dýrategundir breytast örlítið á þeim tíma sem við höfum fyglst með þeim.  Það er enginn ágreiningur um að dýrategundir breytast með tímanum en deilan snýst um hvort að stökkbreytingar og náttúruval geti breytt einni tegund af dýri í allt aðra tegund.

En hvernig er það, duga rökin að litlar breytingar geti gert allt ef þær fá bara nógu mikinn tíma?

Ímyndaðu þér að hitta strák sem þú þekktir þegar þú varst lítill.  Þegar þú spyrð hann hvað hann sé búinn að vera að gera þá telur hann upp hitt og þetta. Eitt af því sem hann telur upp vekur athygli þína en það er að hann segist hafa farið til tunglsins.  Þegar þú síðan spyrð hvernig hann komst til tunglsins þá segir hann að hann hafi hoppað þangað.  Gapandi af undrun spyrð þú: ,,Þú ætlast vonandi ekki til þess að ég trúi þér?" Hann svarar: ,,Jú auðvitað. Sjáðu bara" og tekur síðan stórt stökk.  Þú bendir á að þetta dugi vægast sagt ekki til að komast til tunglsins. Hann kinkar kolli en segir: ,,Já það er rétt, en trúir þú því ekki að margt smátt geri eitt stórt?"

Ég vona að þetta hjálpi við að útskýra af hverju rökin að margt smátt geri eitt stórt virka ekki á öll vandamál.  Þegar kemur að því að útskýra t.d. hvernig mannkynið varð til þá dugar svarið ,,tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval" einfaldlega ekki. Bara engan veginn.

 Jeremía 2
27Þeir segja við trédrumb: „Þú ert faðir minn,“
og við steininn: „Þú hefur fætt mig.“


Það er mikill munur á lífi og dauða

Life___and_death_by_RedjuiceÞað eru margir sem kenna þetta sem Moo-Hyun sagði í bréfi sínu til fjölskyldu sinnar, að það er enginn munur á lífi og dauða, jafnvel sumar "kristnar" kirkjur kenna þetta.  Hugmyndin er oftast sirka á þessa leið að þegar þú deyrð þá öðlastu meðvitund sem einhvers konar andavera. Þetta er engan veginn Biblíulegt og langar mig að benda á þau vers sem fjalla um ástand manna í dauðanum:

Prédikarinn 9
4Meðan maður er sameinaður þeim sem lifa, svo lengi er von,
því að lifandi hundur er betri en dautt ljón.
5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. 6Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni

Sálmarnir 146
3Treystið eigi tignarmönnum,
mönnum sem enga hjálp geta veitt.
4Þegar öndin skilur við þá
verða þeir aftur að moldu
og áform þeirra verða að engu. 

Sálmarnir 115
17Hvorki lofa dánir menn Drottin
né þeir sem eru hnignir í dauðaþögn, 

Sálmarnir 88
11Gerir þú furðuverk vegna framliðinna
eða rísa skuggarnir á fætur til að lofa þig? (Sela)
12Er sagt frá miskunn þinni í gröfinni,
frá trúfesti þinni í helju?
13Birtist undramáttur þinn í myrkrinu
og réttlæti þitt í landi gleymskunnar? 

Aftur á aftur þá er dauðanum lýst sem svefni í Biblíunni:

Fyrra Korintubréf 15
17en ef Kristur er ekki upprisinn er trú ykkar fánýt. Syndir ykkar eru þá ekki enn í burtu teknar. 18Þá eru einnig þau glötuð sem sofnuðu í trú á Krist.

Jóhannesarguðspjall 11
11Þetta mælti hann og sagði síðan við þá: „Lasarus, vinur okkar, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.“
12Þá sögðu lærisveinar hans: „Drottinn, ef hann er sofnaður batnar honum.“ 13En Jesús talaði um dauða hans

Postulasagan 13
36Davíð þjónaði sinni kynslóð að Guðs ráði. Síðan sofnaði hann, safnaðist til feðra sinna og líkami hans rotnaði.

Daníel 12
2Margir þeirra sem hvíla í dufti jarðar
munu upp vakna,
sumir til eilífs lífs,
aðrir til lasts og ævarandi smánar. 


Von hins kristna á að vera fólgin í þeim degi sem Guð afmáir dauðan og hann verður ekki lengur til.

Fyrra Korintubréf 15
54En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
55Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði, hvar er broddur þinn?
56En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. 57Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!

Fyrra Þessaloníkubréf 4
16Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkiengilsins kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. 17Þá munum við sem eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma. 18Uppörvið því hvert annað með þessum orðum. 


mbl.is Ekki slys heldur sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf er alveg pottþétt en Miklihvellur...

bigbang2Rökin fyrir því að alheimurinn hafði upphaf eru mjög sterk. Rökin fyrir því að þetta gerðist allt án skapara, að aðeins náttúrulögmál og tilviljanir réðu því hvernig alheimurinn er hér í dag eru mjög veik. Jafnvel ef það væri rétt þá þyrfti að útskýra hver er löggjafinn, hver ákvað að lögmálin sem alheimurinn stjórnast af ættu að vera eins og þau eru? Það er líka mjög sérstakt að þau eru fínstillt þannig að líf er mögulegt, sjá: Alheimurinn fínstilltur svo að þú gætir verið til

Eitt af því sem bendir mjög sterklega til þess að alheimurinn er ekki eilífur er annað lögmál varmafræðinnar sem segir að nýtileg orka í alheiminum er alltaf að minnka, sjá: Second law of thermodynamics  Í einangruðu kerfi þá leitar kerfið alltaf í jafnvægi þegar kemur að mismuni í hita og kulda. Það þýðir að ef alheimurinn hefði verið til að eilífu þá væri komið jafnvægi á þetta og engin nýtanleg orka lengur til.  Stjarnfræðingurinn Robert Jastrow útskýrði þetta svona:

Robert Jastrow
If a wind-up clock is running down, then someone must have wound it up.

Önnur rök fyrir því að alheimurinn er ekki eilífur er kallað Kalam cosmological argument en kalam er arabíska orðið fyrir eilífur. Það er nokkurn veginn svona:

  1. Óendanlegar margir dagar hafa engan enda.
  2. En í dag er enda dagurinn í sögunni ( sagan þá samansafn af öllum dögum )
  3. Þar af leiðandi geta ekki hafa verið óendanlega margir dagar fyrir daginn í dag.

Ef eitthvað er óendanlegt þá getur maður ekki bætt neinu við það en á morgun munum við bæta einum degi í viðbót við söguna svo þar af leiðandi getur saga daganna ekki verið eilíf.

Það sem þetta þýðir fyrir þann sem er að velta fyrir sér hvort Guð er til þá fyrst að alheimurinn byrjaði að vera til í fortíðinni þá hefur eitthvað orsakað alheiminn. Hvað sem getur orsakað alheiminn til að verða til, á skilið að kallast Guð. Aðeins sá sem hefur persónulegar ástæður til að vilja að Guð sé ekki til mótmælir þessu. Að minnsta kosti þá tilvist Guðs vel rökstudd þó að maður verður samt að trúa; en hérna er ekki um að ræða blinda trú. Miklu frekar er í þessu tilfelli guðleysi sú trú sem gengur á móti gögnunum.

Þegar kemur síðan að náttúrulegar útskýringar á því hvernig heimurinn varð til þá eru þær útskýringar mjög gallaðar.  Hérna er fjallað um nokkur af þessum vandamálum, sjá: Big bang

 


mbl.is Skyggnst aftur í Miklahvell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll keðjan er ennþá týnd

darwinus-masillaeÞví miður þá er umræðan á villigötum þegar menn byrja að tala um týnda hlekkinn. Spurningin er frekar, hvað segir heildarmyndin okkur þegar við skoðum steingervingana. Sýnir hún hvernig dýrategundirnar smá saman urðu til með þá þúsundum "hlekkja" sem tengja tegundirnar saman eða gerir hún það ekki.  Hérna sýna þessir þróunarsinnar það greinilega að hún gerir það ekki því annars væru þeir ekki að tengja steingervingin "Ida" við menn.

Aðeins vitrænni greining á því sem fannst er að finna í Wall Street Journal

http://online.wsj.com/article/SB124235632936122739.html
Anthropologists have long believed that humans evolved from ancient ape-like ancestors. Some 50 million years ago, two ape-like groups walked the Earth. One is known as the tarsidae, a precursor of the tarsier, a tiny, large-eyed creature that lives in Asia. Another group is known as the adapidae, a precursor of today's lemurs in Madagascar.

Based on previously limited fossil evidence, one big debate had been whether the tarsidae or adapidae group gave rise to monkeys, apes, and humans. The latest discovery bolsters the less common position that our ancient ape-like ancestor was an adapid, the believed precursor of lemurs

 lemur_CV_20090515102422

Það sem þessir menn eru í rauninni að halda fram að mannkynið kemur frá dýri eins og við sjáum hérna til vinstri.

Þegar kemur að því að glíma við ofur æsta þróunarsinna sem virðast vera alveg blindir af kæti yfir einhverju sem styður trú þeirra þá er gott að róa sig aðeins niður og skoða hverjar staðreyndirnar raunverulega eru.

Steingervingurinn er á stærð við þvottabjörn og er með langa rófa og beinagrindin er lík lemur ( smávaxinn prímati ). Það er alveg augljóst þegar maður horfir á beinagrindina af Idu að henni svipar ekki til manneskju.

Steingervingurinn fannst í tveimur pörtum af áhuga mönnum um steingervinga árið 1983.

Fréttin sem ABC birti talaði um að þumal fingurinn á Idu væri svipaður mönnum en beinagrindin sýnir hendi sem er ósköp lík hendi lemur dýra í dag.

Þegar maður skoðar þetta þá er alveg ótrúlegt að einhver skuli kalla þetta týndann hlekk. Þrátt fyrir það þá kom David Attenborough með þessa yfirlýsingu

Now people can say, ‘Okay, you say we’re primates . . . show us the link.’ The link, they would have said until now, is missing. Well, it is no longer missing.

Jú David, öll keðjan er ennþá týnd og eina sem fannst hérna var afbrigði af lemur dýri; eitthvað sem smell passar við sköpun.  Líka fyndið að hugsa til þess að Attenborough er hérna að viðurkenna að hlekkurinn hefur þá verið týndur fram til þessa.  Enn fremur þá var steingervingurinn mjög vel varðveittur ásamt hundruðum annara sem gefur til kynna að hann hafi verið grafinn hratt í flóði; það minnir mig bara á sögu í Biblíunni, sjá: Fossils from the Messel site

Líka er áhugavert að hægt var að greina leyfarnar í maganum á dýrinu varðveittar sem gefur manni góða ástæðu til að efast stórlega um aldur upp á 47 miljón ár. 

Vonandi lætur enginn kristinn einstaklingur þetta varpa skugga á trú sína því að þessi fundur passar miklu betur við sköpun en þróun. 


mbl.is Týndi hlekkurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveisla Darwins - svo sorglegt

DarwinInBirthdayHatÉg rakst á þetta myndband þar sem nemendur í Swarthmore skólanum halda upp á 200 afmæli  Darwins, sjá: http://www.the-scientist.com/2009/05/1/17/1/#video

Margt forvitnilegt kemur fram þarna eins og að náttúruval er eitthvað sem Darwin fann upp en það er ekki rétt; það var sköpunarsinni að nafni Edward Blythe sem kom með hugmyndina um náttúruval á undan Darwin. 

Síðan setja þeir upp Darwin fyrir framan tré lífsins sem er að hruni komið, sjá: Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp  og Mislukkuð spá Darwins - Tré lífsins

 

Það sem mér finnst undarlegt er að ef Darwin hafði rétt fyrir sér, þá væri það miklu frekar ástæða til að gráta en að fagna. Hvernig er hægt að fagna því að maður er aðeins efnablanda sem er hér í dag og horfinn á morgun. Þeir sem manni þykir vænt um eru annað hvort horfnir að eilífu eða eru á leiðinni til glötunnar.

 

 


Ræða um Guðs ótta og náð

Þessa ræðu flutti ég fyrir nokkrum hvíldardögum síðan. Hún er í lengri kantinum og frekar þung en mér finnst hún fjalla um mjög mikilvægt efni fyrir kristið fólk og vona að einhverjir njóti góðs af lestrinum.

 

 

Hafnafjarða kirkjan - ungleg kirkja

Þegar við fáum heimsóknir frá erlendum ræðumönnum þá segja þeir oft þegar þeir koma hingað í Hafnarfjörð að þetta er lífleg og ungleg kirkja.  Þeir sjá börn og ungt fólk og þeim finnst það alveg frábært.  Auðvitað höfum við gaman af því að heyra þetta en á bakvið þetta er mjög dapur raunveruleiki sem er sá að í flestum af þeim kirkjum sem þessir menn heimsækja þá er oftar ekkert ungt fólk í þeim.

Í síðustu Aðvent fréttum var grein sem fjallaði einmitt um þetta. Í henni kom fram að í fimmtu hverju Aðventkirkjum í Bandaríkjunum þá er ekki eitt einasta barn eða unglingur og að það væru 50% líkur á því að þeir sem alast upp í kirkjunni væru farnir áður en þeir yrðu 25 ára gamlir.

Þessar staðreyndir segja okkur grimmilega, að kirkjan er að verða mjög gömul, mjög hratt.  Og hve hratt getur hún elst áður en hún deyr algjörlega?

Þessi grein fjallaði líka um leiðir til að reyna að snúa við þessari þróun; alveg eins og flestir af þeim erlendu ræðu mönnum sem koma hingað til okkar reyna að gera.  Þeir koma með hugmyndir um hvernig við getum fjölgað í kirkjunni, hvernig við getum haldið í unga fólkið og svo framvegis.  Oftar en ekki sjáum við flottar Powerpoint glærur sem lista upp nokkur atriði sem við þurfum að gera til að vaxa sem kirkja: atriði eins og „vera vingjarnleg“, „bjóða vinum í kirkju“, „bjóða fólki í mat“, „vera með námskeið“, „banka á dyr“ og sitthvað fleira í þeim dúr.  Ekkert beint að þessum atriðum en það sem mér finnst dáldið eins og þetta eru svona manngerðar aðferðir til að lokka fólk í kirkju.

Það er eins og þegar kemur að boðun og þegar kemur að halda í unga fólkið þá leita allt of margir til sálfræðinga, félagsfræðinga og markaðsfræðinga og alls konar þannig fræða frekar en að ráðfæra sig við Orð Guðs.

Ég er sannfærður um það að lausnina er ekki að finna í klóknum boðunar aðferðum heldur í Biblíunni.

En Biblían er stór bók, hvaða atriði eru þar sem okkur vantar?  Þegar kemur að því að boða til okkar samfélags þá tel ég að við eigum að horfa til þess sem Jesú boðaði, þess sem Pétur boðaði og þess sem Páll boðaði. Læra af þeim og láta þann boðskap sem þeir höfðu fram að færa vera grunninn að öllu okkar boðunar starfi. Og þá alls ekki að sleppa því óþægilega sem þeir sögðu.

En það leysir ekki vandamálið varðandi þá sem alast upp í kirkjunni en fara síðan.

Sá þáttur sem ég held að vanti eða er vanræktur eða er hreinlega afskræmdur er að finna í boðskap fyrsta engilsins.

Boðskapur fyrsta engilsins – óttist Guð

Boðskap fyrsta engilsins er að finna í Opinberunarbókinni 14. kafla en við sem kirkja trúum að það er sá boðskapur sem okkar kirkja á að boða á okkar tímum.

Boðskapurinn hljómar svona: „Og ég sá annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim sem á jörðunni búa og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð 7og sagði hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrðina. Stundin er komin er hann kveður upp dóm sinn. Tilbiðjið þann sem hefur gert himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.“

Fyrsta orðið í boðskapnum er ótti.  Það getur verið auðvelt að hlaupa yfir það; því að við höfum öll tilhneigingu til að líta fram hjá því sem okkur finnst óþægilegt eða skiljum ekki alveg en í dag  þá langar mig að skoða þetta atriði nánar.

Hvað er Guðsótti? 

Hvað er Guðs ótti?   Þýðir það að við eigum að óttast Guð?  Getur orðið virkilega þýtt... ótti?  Þýðir það ekki frekar „virðing“ eða „náið samband við Guð“ eða bara eitthvað annað?

En...ef Guð meinti virðing; gat Hann þá ekki sagt eitthvað á þessa leið „virðið Guð og gefið Honum dýrðina“?   Hafði Guð ekki nógu góðan orða forða eða?   þýðir orðið einfaldlega ótti?

Við skulum skoða hvað Biblían hefur um þetta mál að segja; athugum hvað við getum lært af mismunandi versum um ótta Guðs og reynum að skilja sem best hvað hún er að reyna að segja okkur.

Dæmi um guðs ótta

Jesaja 8
12Kallið ekki allt samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem það óttast, skelfist ekki.
13Drottinn allsherjar sé yður heilagur, hann skuluð þér óttast,
hann skuluð þér skelfast.

Jeremía 32
39 Ég mun gefa þeim eitt hjarta og eina breytni svo að þeir sýni mér lotningu alla tíð, þeim sjálfum til heilla og sonum þeirra eftir þá. 40 Ég geri við þá ævarandi sáttmála um að ég snúi mér ekki frá þeim heldur reynist þeim vel. Ég legg guðsótta í hjarta þeirra svo að þeir víki aldrei frá mér

Orðskviðirnir 8
13 Að óttast Drottin er að hata hið illa,
hroka og dramb, meinfýsi og ósannsögli hata ég.

Orðskviðirnir 14
26 Að óttast Drottin veitir manni öryggi, börn hans munu eiga sér athvarf.
27 Að óttast Drottin er lífslind og forðar frá snörum dauðans.

Orðskviðirnir 16
5 Sérhver hrokagikkur er Drottni andstyggð, vissulega sleppur hann ekki við refsingu. 6 Misgjörðir afplána menn með tryggð og vináttu, að óttast Drottin forðar frá illu.

Jobsbók 28
28 En við manninn sagði hann: „Það er speki að óttast Drottin, viska að forðast illt.“

Opinberunarbókin 15
4Hver skyldi ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama nafn þitt?
Því að þú einn ert heilagur, allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér
því að réttlátir dómar þínir eru opinberir orðnir.

Malakí 3
16 Um þetta töluðu þeir hver við annan, sem óttuðust Drottin, og Drottinn hlýddi á með athygli. Frammi fyrir honum var skrifuð bók til að minna á alla sem óttast Drottin og virða nafn hans.
17 Þeir skulu verða mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi sem ég hefst handa. Ég mun vægja þeim eins og maður vægir syni sínum sem þjónar honum

2. Mósebók 20
20 Og Móse sagði við fólkið: "Óttist ekki, því að Guð er kominn til þess að reyna yður og til þess að hans ótti sé yður fyrir augum, svo að þér syndgið ekki."

Síðara Korintubréf 7
1 Þar eð við því höfum þessi fyrirheit, elskuð börn mín, þá hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.

Við getum séð eftirfarandi úr þessum versum.

  • AðÓtti Guðs er að forðast hið illa og hreilega hata hið illa.
  • Ótti Guðs er oftast tengt dómi Guðs.
  • Þeir sem óttast Guð þeira fá náð á dómsdegi.
  • Að óttast  Guð kemur í veg fyrir að maður syndgar.
  • Að óttast Guð er eins og lífsins lind sem bjargar frá dauða

 

Hvort sem þið verðið sammála mér í minni niðurstöðu í þessu máli þá hljótum við öll að geta verið sammála um það að þetta mál er mjög mikilvægt og verðskuldar okkar athygli. 

Er ótti af hinu vonda?  Reyna ekki foreldrar að láta börn sín óttast ákveða hluti af því að þeir vilja ekki að þau fari sér að voða?  Er ekki betra að útskýra alvarleika þess að gera eitthvað sem er hættulegt eins og leika sér úti á götu, passa sig á rafmagni og láta fíkniefni í friði en að gera lítið úr þessum hlutum svo að barnið óttast ekki að gera eitthvað af þessu og síðan fer sér að voða?

 

Heyrum síðan hvað Jesú sjálfur segir um þetta atriði:

Matteusarguðspjall 10
28 Hræðist ekki þá sem líkamann deyða en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.

Þetta er alveg mögnuð setning. Ímyndið ykkur ef það kæmu hérna inn hópur manna með byssur og byrjuðu að skjóta á okkur.  Mynduð þið vera hrædd? Myndi þið skjálfa á beinunum og nötra af hræðslu?  Ég veit að ég yrði hræddur en Jesús segir hérna að við eigum ekki að óttast þannig menn heldur að óttast Guð sem hefur vald til að tortíma sálunni en það eitthvað sem engir maður hefur vald til að gera.

Ótti barns við föður

Í minni tilraun til að skilja þetta þá vil ég líkja þessu við ótta barns við föður sinn.  Barnið trúir því að faðirinn elski það.  Barnið fær góðar gjafir frá pabba og veit fátt betra en að leika við hann.  Barnið er hreinlega ekki frá því að pabbi þess elski það svo mikið að hann myndi láta lífið til að vernda það.  En jafnframt því að vita allt þá veit barnið líka það að ef það gengi inn í stofuna þar sem pabbi og mamma eru að horfa á sjónvarpið og það myndi skyrpa á mömmu sína, sparka í sjónvarpið svo það dytti um koll og brotnaði og síðan bölva föður sínum þá er barnið nokkuð viss um að pabbi yrði logandi reiður og réttilega svo. Það fengi þvílíkar skammir og yrði hent inn í herbergi og myndi líklegast ekki þora út aftur fyrr en það væri orðið fullorðið.

Svo þótt að barnið viti að pabbi elski það, þá er það hrætt við að brjóta á móti honum því að þá fær það refsingu; refsingu sem barnið veit að er réttlát.

Hebreabréfið orðar þetta svona:

Hebreabréfið 12
8Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. 9 Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa?
...
28 Þar sem við því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum við þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. 29 Því að okkar Guð er sem eyðandi eldur.

Að meta náðina, að meta krossinn

Þegar Jesú fór þá fól Hann lærisveinunum að fara og predika til alls heimsins fagnaðarerindið.  Allir þeir sem síðan vilja gerast fylgjendur Krists fá þetta sama hlutverk.  Kjarninn í fagnaðarerindinu er að Guð vill gefa náð sérhverjum einstaklingi sem iðrast og setur traust sitt á Krists; sá einstaklingur öðlast náð Guðs og eilíft líf. Að mínu mati þá tel ég að það má segja að æðsti tilgangur kristins einstaklings að láta náð Guðs vera stórkostlega í augum heimsins. Við könnumst öll við sálminn „amazing grace“ eða „himin djúpa helga náð“ eins og Jón okkar Hjörleyfur útlistaði svo fallega. En hvernig getum við útskýrt fyrir heiminum, fyrir okkar samfélagi hérna í kring að náðin sem Guð hefur gefið okkur og vill gefa þeim er stórkostleg?

Ímyndið ykkur að fara niður í bæ og tala við fólk og segja þeim frá náð Guðs. Guð hefur náðað þig, viltu ekki gerast lærisveinn Krists?  Ég efast um að viðbrögðin yrðu mjög góð enda frekar óskiljanlegur boðskapur. 

En ímyndið ykkur fanga á dauðadeild.  Hann situr dag eftir dag í sínum klefa, vitandi það að hvenær sem er þá mun vörður koma og segja að stundin er runninn upp.  Þegar fanginn gengur upp gálgann þá hamast hjartað í honum á miljón.  Hetta yfir höfuðið og hann fær snöru um hálsinn og hann skjálfar og nötrar.  Skelfingin er óbærilega og innst inni þá óskar hans sér ekkert frekar en að sleppa og fá að lifa.  Þegar hann bíður þarna í ofvæni eftir því að mæta örlögum sínum þá heyrir hann kallað „stöðvið aftökuna, forsetinn er búinn að náða fangann“. 

Haldið þið að þessi fangi kunni að meta náðina?  Ætli hann sé ekki þakklátur forsetanum fyrir að náða hann og gefa honum frelsi?

Ég held að það er engin spurning.  Er möguleiki að þessi lífsreynsla fangans er lífsreynsla sem við ættum að upplifa að einhverju leiti til þess að skilja hversu mikilvæg og dýrmæt náð Guðs er?  Er möguleiki að þeir sem hafa fallið frá vantaði þessa upplifun? Að þeir hafa ekki séð hversu dýru verði þeir voru keyptir og hvaða örlög bíða þeirra ef þeir yfirgefa Guð. 

Líklega líta margir ekki svo á að þeir hafi yfirgefið Guð en kannski höfum við þar einmitt líka brugðist. Við höfum ekki útskýrt nógu vel hvað Biblían segir hvað fylgjandi Krists gerir en hann starfar fyrir Krist, boðar Hans ríki, lifir á Orði Guðs og vanrækir ekki samfélag trúsystkynna sinna.

Minn punktur hérna er að boðskapur um dóminn og viðvörun um glötun á að vera hluti af okkar boðskap því annars mun enginn meta krossinn og þá náð sem Guð er að bjóða.

Barna uppeldi – boðorðin tíu

En aftur að spurningunni, af hverju er kirkjan að eldast svona hratt?  Af hverju er unga fólkið að flýja kirkjuna sem það ólst upp í?  Það er vers í Biblíunni sem ég tel vera eitt veigamesta varðandi þetta atriði og það er að finna í 5. Mósebók 6. Kafla en þau hljóða svona:

5.  Mósebók 6
6 Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.

Hvaða orð voru það sem við áttum að brýna fyrir börnunum okkar? Hafa þau yfir áður en maður fer að sofa og lesa þau síðan aftur þegar maður fer á fætur?  Þau orð sem þarna er verið að tala um eru boðorðin tíu.

En hvað eigum við að gera ef þau síðan brjóta þessi boðorð?

Vara við dómi og glötun – Hvað gerði Jesú

Vörum við þau við dómi og glötun?  Hvað gerði Jesú?

Í Lúkasarguðspjalli 13. Kafla þá lesum við um samtal Jesú við nokkra menn og þar kemur þetta fram:

Lúkasrguðspjall 13
2 Jesús mælti við þá: "Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?
3 Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.

Flestar dæmisögur Krists fjalla um einhvern sem er trúfastur sem verður hólpinn á dómsdegi og síðan þá sem munu glatast svo það er alveg á hreinu:  Jesú varaði sína hlustendur við glötun.

Ég held að hérna vantar okkur sama hugafar og Guð hefur en það hugarfar sjáum við í þekktu versi sem hljóðar svona „Guð vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar“.  Þessi iðrun er lykillinn að því að öðlast eilíft líf svo iðrun er það sem við erum að leitast eftir og hún er aðeins möguleg með því að vita hvað það var sem maður gerði rangt og alvarleika þess.


Nú, ef einhver hefur áhyggjur af þessu og sýnir iðrun, hvað á maður þá að gera?  Eða með öðrum orðum, ef einhver virðist hafa upplifað Guðs ótta, hvað á maður þá að segja?

Krossinn

Ef það gerist þá fær maður eitthvað sem ég held að segja má sé einn sá æðsti heiður sem við getum öðlast en það er að fá að segja frá Jesú er Hann dó á krossinum.  Útskýra að það var þá sem Hann borgaði gjaldið fyrir okkar afbrot með sínu blóði.  En svona andlegan sannleika getur verið erfitt að skilja og það getur verið gott að fara í fótspor Krists og segja dæmisögu sem hjálpar til að útskýra þetta.

Ein slík saga hjálpaði mér að skilja þetta en hún hljómar svona:

Það var einu sinni einstæð móðir sem átti unga stúlku. Þegar stúlkan var að alast upp þá áttaði hún sig smá saman að hendur móður hennar voru... afskræmdar; hendur móðurinnar voru hreinlega ljótar.  Hún byrjaði líka að taka eftir því að fólk brást illa við þegar það sá hendur móðurinnar; andlits svipur fólksins var eins og þegar fólk sér eitthvað ógeðfellt.  Ein jólin þá datt stúlkunni það snjallræði í hug að gefa mömmu sinni fallega hanska. Mamman þakkaði fyrir gjöfina og eftir þetta þá var stúlkan dugleg við að minna mömmu sína á að vera í hönskunum og ef mamma hennar gleymdi því þá brást hún illa við.

Nokkrum árum seinna þá gerðist það að vinkonur stúlkunnar komu í heimsókn og mamma hennar fór til dyra og hleypti þeim inn en í þetta skiptið gleymdi mamma að vera í hönskunum. Vinkonurnar höfðu aldrei séð hendurnar á móður stúlkunnar og þeim brá og þegar stúlkan áttaði sig á hvað hafði gerst varð hún ösku reið og húð skammaði mömmu sína. Hún sagði henni að hún hefði gefið henni fallega hanska og hún hefði marg oft beðið hana um að vera í þeim. Við þetta fór móðir hennar sorgmædd í burtu.  Það vildi svo til að amma stúlkunnar var í heimsókn og varð vitni að þessu og seinna um kvöldið þá kom hún til stúlkunnar og sagði við hana: „veistu af hverju hendur móður þinnar eru eins og þær eru?“. Nei svaraði stúlkan.  Einu sinni þegar þú varst bara ungbarn þá kviknaði í húsinu þegar mamma þín var ekki heima.  Þegar hún kom að þá var húsið í logum en hún vissi að þú værir inni og reyndi að hlaupa inn til að bjarga þér. Slökkvuliðsmenn voru komnir að reyna að slökkva eldinn og þeir reyndu að koma í veg fyrir að mamma þín hlypi inn en þeir gátu ekki stöðvað hana. Hún fann þig og kom með þig út en hendurnar á henni höfðu brunnið við að bjarga þér úr eldinum.“ 

Þegar stúlkan heyrði þetta þá fór hún að gráta og þegar mamma hennar kom heim þá hljóp hún til hennar, kyssti hendur hennar og sagði „fyrirgefðu, fyrirgefðu“.

Biblían talar um nýjan himinn og nýja jörð. Að þá mun engin sorg, þjáning eða dauði vera til; allt mun vera fallegt og ekkert til að minna á þann heim sem við lifum í dag. Fyrir utan eitt, nagla för í höndum Krists og fyrir þá sem fá að tilheyra ríki Guðs þá mun þær hendur vera eitt það fegusta sem þeir vita um því að þar birtist þeim kærleikur Guðs til þeirra.

Ótti og frelsun

Hvernig tengist þá allt þetta?  Er ég þá að segja að við eigum að lifa okkar ævi í ótta og angist?   Í bréfi Páls til Filippímanna lesum við:

Bréf Páls til Filippímann 2

12Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri.

Svo, ótti er hluti af frelsuninni en í fyrsta Jóhannesarbréfi lesum við

Fyrsta bréf Jóhannesar 4

17 Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.
18 Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.

Við þurfum að sjá starf okkar sem mjög mikilvægt starf. Það ætti að vera í okkar huga jafn mikilvægt og þegar slökkvuliðs maður bjargar fólki úr brennandi húsi. Guð hefur látið okkur taka þátt í að bjarga heiminum með fagnaðarerindið að vopni og við ættum að líta á það sem mikinn heiður og mikla blessun að fá að deila því með öðrum.

 


Frábært framtak Ögmundar

sugar-cubesÞað er auðvitað miklu betra að það sem er hollt og eykur hreysti þjóðarinnar og minnkar kostnað í læknisþjónustu sé ódýrt. Þessu má koma til leiðar með sköttum og ég sé ekkert við rangt við það; nema það fari í eitthvað óhóf.  Eins og Ingibjörg Sara segir þarna í fréttinni þá eigum við heimsmet í gosþambi og það er bara eðlilegt að ríkisstjórnin bregðist við því.

Mér fannst athugasemd neytendasamtakanna afskaplega slöpp. 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/15/gagnrynir_hugmyndir_um_sykurskatt/
Ástæða er til að minna á að gjöld af þessu tagi (óbeinir skattar) fara beint út í verðlagið og hafa þar með áhrif á verðtryggð lán, hækka höfuðstólinn og auka greiðslubyrði þeirra. Neytendasamtökin lýsa andstöðu sinni við slíkri skattlagningu," segir á heimasíðunni.

Gjöld af þessu tagi hafa miklu frekar þau áhrif að fólk leitar frekar í eitthvað annað en gosdrykki.

Tak samt undir með einum bloggaranum sem benti á að það er dáldið eins og frekar "lítil" mál eru í forgangi hjá ríkisstjórninni og stóru málin látin mæta afgangi en vonandi eru þau að vinna í mikilvægu málefnum þjóðarinnar. 

síðan forvitnilegt myndband sem sýnir hve mikið af sykri er í einni dós af kóki.

 


Must See This!!!! The Amount Of Sugar In Coke - More free videos are here
mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta kaldhæðni?

CatholicPriestÞað virkar á mig sem frekar kaldhæðnislegt að maður sem má ekki stunda kynlíf samkvæmt skipun kirkjunnar sinnar er að gefa öðrum ráðleggingar um kynlíf.  Þetta er svona eins og að lesa bók í læknisfræði eftir mann sem hefur aldrei og má ekki stundað læknisfræði.

Sorglegt að Kaþóslka kirkjan skuli setja þessar ómannúðlegu kröfur á sína presta sem orð Guðs gerir ekki. Meira að segja segir Biblían að sá sem vill veita söfnuði Guðs forstöðu skuli vera maður sem er giftur einni konu og hefur stjórn á heimili sínu.

Fyrra Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur,bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki bofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón? 

 


mbl.is Prestur gefur út kynlífshandbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Guð orðið að manni?

godÍ umræðunni "Kristur heimsækir helvíti" þá útskýrir bloggarinn Svanur af hverju það er órökrétt það sem við lesum í trúar játningunni að Kristur eyddi heilum degi í logum vítis og rökstuddi það vel og var ég honum hjartanlega sammála í þeim efnum.  

Aftur á móti í umræðunni sem fylgdi á eftir þá kom Svanur með þau rök að Guð getur ekki orðið að manni eða eins og hann orðaði það:  

Svanur
Heimur sem gerir ráð fyrir fleiri en einu "absolut" er ekki rökréttur. Þannig getur ómótstæðilegt afl ekki verið til þar sem til er óhagganleg fyrirstaða. Takmarkað form getur ekki orðið ótakmarkað sem er eina leið þess til að rúma hið ótakmarkaða.

Langar að skoða þessi rök aðeins betur; hvort að þau fái staðist. Hvort að hin kristna trú er hreinlega byggð á risastórri rökvillu og þar af leiðandi röng.

Fyrst langar mig að setja upp rökin sem fyrir mig segir mér að Guð hlýtur að geta orðið að manni. Ef Guð er almáttugur þá hlýtur Guð að geta þetta því annars væri Hann ekki almáttugur.  Svanur er ekki Guð svo að það er mjög furðulegur hroki að þykjast vita hvað Guð almáttugur getur gert og hvað Hann getur ekki gert.

Eitt mögulegt svar við þessu er að þó að Guð er almáttugur þá þýðir það ekki að Hann geti gert órökrétta hluti; eitthvað sem er bara rugl eins og búa til stein sem er svo þungur að Hann geti ekki lyft honu eða búa til þríhyrning með fjórum hornum.

Ég er sammála þessu sem kemur þá að aðal rökunum sem Svanur kom með: 

Svanur
Takmarkað form getur ekki orðið ótakmarkað sem er eina leið þess til að rúma hið ótakmarkaða.

Ef við setjum þetta upp á einfaldan hátt þá getur þetta litið svona út:

  • Guð er ótakmarkaður ( forsenda )
  • Mannslíkaminn er takmarkaður ( forsenda )
  • Niðurstaða: Guð getur ekki tarkmarkað sig í líkama manns

Rökvillan hérna er að þó að Guð taki hluti af sjálfum sér og takmarki þann hluta í mannlegum líkama þá hættir Guð sjálfur ekki að vera til fyrir utan þann líkama.  Þótt að Guð í líkama Jesú Krists er takmarkaður að einhverju leiti þá hættir Guð faðirinn ekki að vera til.  Það er samt auðvitað mikill leyndardómur hvernig Guð gat þetta alveg eins og það er mikill leyndardómur að Guð gat tekið dautt efni og gefið því líf, vilja og visku; sem sagt búið mannkynið til.

Vonandi dugar þetta til að sýna fram á að kristni eins og hún leggur sig er ekki ein stór rökvilla. Biblían og Baháí trúin eru hérna einfaldlega ósammála um eðli Guðs og hver Jesú er.

Ég get skilið stigmagnandi þekkingu sem virkar þannig að við öðlumst meiri þekkingu eftir því sem á líður en ekki mismunandi þekkingu sem er í mótsögn við hvor aðra. Það er sannarlega rökvilla sem Baháí trúin glímir við að mínu mati. 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband