Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Það sem Ellen White sagði um kaffi - hvað með kók?

coffeeHef áður fjallað um svipað efni hérna: Afhverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?
 

Mér finnst merkilegt að þessi rannsókn staðfestir ákveðinn punkt sem Ellen White sagði um kaffi, sjá:  

Ellen White - The Sanctified Life - Chapter 3
Coffee has a greater tendency to becloud the intellect and benumb the energies

Að kaffi hefur áhrif á andlega getu fólks var mjög framsýnt af henni en þetta var skrifað 1889. 

Ég hef verið svo heppinn að hafa aldrei þótt kaffi gott. Held að það sem bjargaði mér frá því læra að meta kaffi var að vinna í frystihúsi sem bauð upp á mjög lélegt kaffi sem lét mig fá hausverk svo eftir þrjár vikur af kaffi drykkju missti ég alveg áhugan. Það var vondt og lét mér líða illa svo valið var einfalt.

Vonandi verður þessi rannsókn til þess að margir láti af þessum vonda sið. Ég þekki svo marga sem hreinlega ganga fyrir kaffi og það er engin spurning í mínum huga að það er að skaða þeirra heilsu og vellíðan.

Eitt sem ég er forvitinn um að heyra hvað blogg heimi finnst. Ég fæ mér af og til kók; myndi fólk flokka það með kaffi með sömu slæmu áhrif?   Fréttin segir ekki að aðrir drykkir með koffín en mjög margir drykkir innihalda koffín, eru þeir jafn skaðlegir? 

Þeir sem vilja lesa bókina The Sanctified Life geta gert það hérna: The Sanctified Life 


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblíulexía næsta hvíldardags

Vill svo til að ég á að vera með lexíuna á morgun í Reykjavíkur kirkju, að Ingólsstræti 19, klukkan tíu.  Mig langar að bjóða öllum áhugasömum að kíkja í heimsókn.

Lexían að þessu sinni er líklegast í þyngri kantinum en hún fjallar um synd en vonandi munum við samt eiga góða stund við að rannsaka hana. Lexíur í Aðvent kirkjunni eru umræður um eitthvað ákveðið efni og sá sem á að stjórna á aðeins að leiðbeina umræðunni.  Mér finnst þetta mjög dýrmætt í Aðvent kirkjunni því að þarna fær fólk að spjalla saman um trúarleg málefni og sömuleiðis fólk sem vill kynnast okkur og kirkjunni fær þarna tækifæri til að tjá sig.

Hérna fyrir neðan er lexían fyrir þá sem vilja kynna sér hana.

Synd

 

Hvíldardagseftirmiðdagur

 

Lestur vikunnar:  Jes 14.12-14; Matt 23.23; 25.45; Fil 2.6-8; Heb 1.1-5; Opb 5.9-12.

 

Minnistexti:  ,,Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn.” Róm 5.18. (1981).

 

Bjartsýni fyrri kynslóða að ,,heimur batnandi fer” er ekki lengur raunsæ.  Jafnvel þó kalda stríðinu sé lokið er heimurinn langt frá því að vera öruggur staður.  Við stöndum öll berskjölduð fyrir ógn hryðjuverka.  Vísindin sem áttu að vera fyrirboði betri heims ógna nú að umturna honum í staðinn.  Sameiginlegar orkulindir eru að tæmast.  Heimskautaísinn er að bráðna.  Glæpir eru sorgleg staðreynd tilverunnar um allan heim.  Maðurinn sýnir litlar eða engar breytingar til batnaðar á sviði siðferðis á síðustu kynslóðum.  Bilið milli ríkra og fátækra breikkar stöðugt.  Daglegur fréttaflutningur færir okkur næstum undantekningarlaust fréttir um grimmdarverk og siðspillingu.  Það kemur ekki á óvart að einhver hefur sagt að kenning kristninnar um siðspillingu mannsins sé auðsannanleg kenning.  Þ.e.a.s. það er kennisetning sem við þurfum ekki að veita viðtöku á grundvelli trúar.  Samt er það svo að þó syndin sé slæm er hún ekki endir sögunnar.  Syndin er að sönnu raunveruleg en guðleg náð er það einnig.

 

Yfirlit vikunnar:  Syndin og afleiðingar hennar eru sársaukafull staðreynd tilveru mannsins.  Guði séu þakkir fyrir Jesú sem hefur búið okkur öllum veg til undankomu.

 

Syndin er uppreisn

 

Hvert er eðli syndarinnar?  Hvernig skýrgreinir Biblían hana?  1Jóh 3.4 segir: ,,Hver sem drýgir synd fremur lögmálsbrot.  Syndin er lögmálsbrot[1].”  En það er ekki einungis einhver lög sem maðurinn hefur brotið - það eru lög Guðs.  Maðurinn hefur gert uppreisn gegn skapara sínum, talið sig vera mælikvarða allra hluta í stað þess að beygja sig í fullu trausti og auðmýkt fyrir visku og kærleika Guðs.

 

Hvað segja eftirtaldir textar Biblíunnar um eðli syndarinnar?  1Mós 3.1-7; Jes 14.12-14; Opb 12.7-9.

 

Hvers vegna refsaði Guð Adam og Evu fyrir eitthvað sem virtist svo smámunalegt?  Það kann að virðast vera smámunalegt, en það fól í sér áríðandi meginreglu.  ,,Það var ekkert eitrað við ávöxtinn og syndin fólst ekki einungis í því að láta undan löngun.  Það var vantraust á gæsku Guðs, vantrú á orð hans og höfnun á valdi hans sem gerði fyrstu foreldra okkar að lögbrjótum og það opnaði heiminn fyrir þekkingu á hinu illa.  Þetta opnaði dyrnar fyrir alls kyns óheilindum og villum.”  (Ellen G. White, Education, bls. 25).

 

Hvert er eitt megineinkenni fólks Guðs á síðustu tímum?  Opb 14.12.  Hvernig kemur hlýðni inn í myndina?

 

Guð hefur gert allt fyrir okkur sem takmarkalaus kærleikur gat gert.  Í staðinn biður hann um kærleika okkar og hlýðni.  Í heimi sem er fullur af hömlulausu lögleysi og afstæðishyggju - sem heldur því fram að gott og illt séu einungis háð menningarheimi okkar og því sem samfélaginu og einstaklingnum fellur best - mun finnast fólk sem ver mælikvarða heilagleikans, boðorðin tíu, með öllum hugsanlegum ráðum.

 

Við höfum tilhneigingu til að líta á uppreisn sem beina árás á eitthvert vald eða höfnun þess.  Samt getur hún komið fram á mikið lævísari hátt.  Hvernig gætir þú greint hvort þú elur slíkan uppreisnaranda með þér gegn Guði?

 

Að missa marks

 

Oft er gert lítið úr alvarleika syndarinnar.  Sumir segja: ,,Við getum ekki öll verið fullkomin!”  En syndin er alvörumál.  ,,Raunveruleg hætta syndarinnar verður ekki að fullu augljós fyrr en við gerum okkur grein fyrir öllum möguleikum mannsins eins og hann var skapaður í Guðs mynd.”  (John Macquarrie, Principles of Christian Theology.  London: SCM Press, 1966, bls. 238).

 

Syndin er ekki aðeins einskorðuð við rangar athafnir.  Hún felur einnig í sér löngun til að gera það sem við vitum að er rangt (Matt 5.28) og láta sig dreyma um það.

 

Hvað hefur þú látið þig dreyma um síðasta sólarhring?  Mundir þú blygðast þín að opinbera þessar hugsanir?  Hvað ætti svar þitt að segja þér varðandi það hvar hjarta þitt er? Sjá Róm 8.6.

 

Ein tegund synda er oft nefnd vanrækslusyndir.  Þær eiga við um vísvitandi vanrækslu á skyldum og að neita að gera eitthvað sem við vitum að við ættum að gera. 

 

Í Matt 23.23 og Matt 25.45 finnum við yfirlýsingar sem Jesús kom með varðandi vanrækslusyndir.  Lestu þessi vers í samhengi.  Hvað fela þau í sér?

 

Í 25. kafla Matteusar má einnig finna dæmisöguna um talenturnar (14.-28. vers).  Hvað varð um þjóninn sem faldi sína talentu?  Hvað felur það í sér varðandi það mál sem er til umræðu?

 

Við höfum öll fengið vissar talentur.  Það er hluti ráðsmennskunnar að nýta talentur okkar að fullu.  Við erum ábyrg gagnvart Guði ef við látum hjá líða að nota það sem hann hefur gefið okkur.   Minnumst orða Péturs postula: ,,Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu.  Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs” (1Pét 4.10).

 

Vanrækslusyndir, syndir hugans - hver er ekki sekur um þær?  Íhugaðu fyrirheitið um fyrirgefningu sem er að finna í Jesú.  Hvers vegna ætti það að hafa svo mikla þýðingu fyrir okkur?

 

Erfðasyndin

 

Guðfræðingar greina oft á milli syndugra athafna sem við drýgjum og syndugs eðlis sem við höfum.  Fall Adams hefur spillt okkur öllum; við erum talin syndarar jafnvel áður en við syndgum.  Barnaskírnin er nátengd þessari skoðun.  Hugmyndin er sú að nýfætt barn sem deyr án þess að vera skírt muni glatast um eilífð vegna þess að barnið er syndari og ef ekkert er gert við þennan syndugleika muni barnið missa af eilífu lífi.

 

Enginn biblíulegur stuðningur finnst fyrir þessari hefð né því að barn sem deyi sé óhjákvæmilega dæmt til tortímingar.  Samt er rétt að erfðasynd Adams og Evu hafi haft altækar afleiðingar sem koma niður á öllum.  Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni til allra manna (Róm 5.12).

 

Hvernig lýsir Páll postuli þeim sterku tilhneigingum til syndugs hátternis sem við höfum öll frá fæðingu? Róm 8.7-8; 8.21-24.  Hvernig hafa þessar tilhneigingar komið fram í lífi þínu?

 

Á öllum öldum hafa verið kristnir einstaklingar sem hafa haldið því fram að þeir hafi náð fullkomnun.  En þeir sem telja sig fullkomna blekkja sjálfa sig.  Páll vitnar í Slm 53.4 þegar hann segir: ,,Enginn er réttlátur, ekki einn” (Róm 3.10).  Samstarfsmaður hans, Jóhannes postuli, er jafn fastur fyrir: ,,Ef við segjum: ,,Við höfum ekki synd,” þá blekkjum við okkur sjálf”  (1Jóh 1.8).

,,Helgun gerist ekki á einu augabragði, einni klukkustund eða degi.  Hún byggist á stöðugum vexti í náð.  Við vitum ekki í dag hve römm átökin verða næsta dag.  Satan lifir og er umsvifamikill og við þurfum  dag hvern að hrópa til Guðs í einlægni um hjálp og styrk til að standa gegn honum.  Eins lengi og Satan ræður ríkjum þurfum við að undiroka sjálfið, sigrast á því sem ásækir okkur og þeirri baráttu linnir ekki.  Við komumst aldrei það langt að geta sagt að við höfum náð markinu.”  (Skýringar Ellen G. White, The SDA Bible Commentary, 7. bindi, bls. 947).

 

Segjum svo að þú hafir náð því marki að hafa unnið sigur yfir syndinni, þ.e.a.s. þú drýgðir enga synd vísvitandi: þú værir alltaf vingjarnleg(ur), ástrík(ur), örlát(ur) og lifðir í samræmi við það ljós sem þú hefðir.  Segjum svo að líf þitt endurspeglaði fullkomlega lyndiseinkunn Jesú.  Hvers vegna þyrftir þú samt á frelsara að halda sem gerði þér kleift að standa án fyrirdæmingar (Róm 8.1) frammi fyrir Guði vegna réttlætis hans?

 

Sameiginleg synd eða persónuleg?

 

Allt frá syndafallinu hefur heimurinn verið spilltur af synd.  Afleiðingar syndarinnar eru augljósar í náttúrunni.  Þær má einnig sjá í styrjöldum, böli þrælahalds og allskyns arðráni og einnig í því hvernig við förum ránshendi um náttúruauðlindir.  Bæði í fortíð og nútíð hefur heimurinn verið fullur af efnishyggju, sjálfsdýrkun, óréttlæti og spillingu.

 

Þessar staðreyndir vekja margar erfiðar spurningar.  Efst á lista er spurningin um það hvort við sem einstaklingar berum einhverja ábyrgð á þessu og hvort við ættum að taka á okkur einhverja sekt fyrir þetta sameiginlega syndsamlega ástand.  Eftirtalin íhugunarefni kunna að hjálpa okkur við að eiga við þennan vanda.

 

1. Íhugið hvernig megi líta á sameiginleg rangindi í heiminum í dag með deiluna miklu sem baksvið.  ,,Handan við ris og hrun þjóða og samspil og viðbrögð mannlegra áhugamála er ósýnileg viðureign Guðs og hersveita dyggra engla hans annars vegar og Satans og hersveita fallinna engla hins vegar - átök sem hafa bein áhrif á allar athafnir mannsins.” (Frank Holbrook, ,,The Great Controversy,” í Raoul Dederen (ritstj.), Handbook of Seventh-day Adventist Theology.  Hagerstown, MD: Review and Herald Publishing Association, 2000, bls. 995).

 

2. Gaumgæfið hinn algjöra eyðingarmátt syndarinnar.  Eðli syndarinnar er að eyðileggja allt sem er einhvers virði. Synd og dauði hafa sömu merkingu og þau finnast hvert sem litið er.  Þessi heimur er því vonlaus nema Guð grípi inn því máttur syndarinnar er langtum meiri en maðurinn fær við ráðið.

 

3. Hugleiddu einnig að við höfum öll einhver áhrif.  Við getum öll tekið smá-ákvarðanir sem kunna að auka eða draga að einhverju marki úr því illa í heiminum.  Við getum stuðlað að friði og réttvísi.  Við getum unnið miskunnarverk.  Við getum valið að samstarfa öllum þeim sem vilja vernda umhverfið.  Hvernig hjálpa textar eins og Préd 9.10, Lúk 16.10 og Fil 4.8, 9 okkur að skilja þessi málefni? 

 

Það er auðvelt að slá handleggjunum upp í örvæntingu og segja: ,,Vandamálin eru of stór.  Hvað get ég svo sem gert til að hjálpa?”  Hvernig ætti fordæmi Jesú og það góða sem hann gerði þegar hann læknaði sjúka og hughreysti fátæka (sem voru tiltölulega lítill hluti allra þeirra sem voru sjúkir og fátækir á hans tíma) samt að hafa áhrif á ákvarðanir okkar að gera heiminn að betri stað?

 

Einasta lausn á syndarbyrðinni

 

Það finnst engin auðveld eða ódýr lausn á syndarbyrðinni.  Maðurinn getur ekki unnið bug á syndinni með viljafestu og þrautsegju.  Syndin er okkur meiri.  Lausnin hlýtur því að vera okkur ofraun.  Mikið öngþveiti ríkir meðal manna þegar málið snýst um frelsunina.  Margir telja að margir vegir leiði til ríkis Guðs.  Leiðirnar kunni að vera mismunandi en þær liggi allar til sama ákvörðunarstaðar.  En þeir hafa á röngu að standa.

 

Hver er hinn skýri vitnisburður Biblíunnar varðandi einustu leiðina til frelsunar?  Jóh 10.7; Jóh 14.6; Post 4.12.

 

Við getum ekki vitað hverjir muni ganga inn um hlið himinsins.  En Guði sé lof að sú ákvörðun er í hendi þess einstaklings sem hún hefur verið falin, hans sem er kærleikurinn og réttvísin persónugerð.  En eitt vitum við:  þeir sem öðlast eilíft líf hljóta það einungis vegna þess að Kristur dó fyrir þá. Sumir fá e.t.v. aldrei tækifæri til að læra um frelsara sinn.  En það dregur ekkert úr þeirri staðreynd að það er einungis fyrir nafn Krists að þeir öðlast frelsun jafnvel þó þeir hafi aldrei heyrt nafn hans nefnt. 

 

Hvers vegna var Jesús sá einasti sem gat frelsað fallið mannkyn? Fil 2.6-8; Heb 1.1-5; Opb 5.9-12.

 

,,Sonur Guðs var einasta fórnin sem nægði til að fullnægja kröfum Guðs fullkomna lögmáls. . . .  Engar kvaðir voru lagðar á Krist.  Hann hafði mátt til að gefa líf sitt og taka það aftur.  Engin kvöð hvíldi á honum að taka á sig verk friðþægingarinnar.  Hann færði sjálfboðna fórn.  Gildi lífs hans nægði til að frelsa manninn frá föllnum hag sínum. 

 

Sonur Guðs var í mynd Guðs og hann taldi það ekki rán að vera Guði líkur.  Hann var sá einasti meðal mannanna sem gat sagt við alla: ,,Hver ykkar getur sannað á mig synd?”  Hann hafði verið með föðurnum við sköpun mannsins og vegna þess að guðleg lyndiseinkunn hans var fullkomin hafði hann mátt til að friðþægja fyrir syndir mannsins, hefja hann upp og færa hann tilbaka í upphaflegt horf.” (Ellen G. White, Lift Him Up, bls. 24.) 

 

Íhugaðu hve slæm syndin hlýtur að vera fyrst það tók líf Jesú sjálfs að friðþægja fyrir hana.  Hvernig hjálpar þessi undursamlegi sannleikur þér í baráttunni við syndina?

 

Til athugunar:   Lestu bls. 145-153 í bókinni Early Writings eftir E.G. White.  Þessir þrír kaflar fjalla um upphaf syndarinnar á himni og jörð og um fyrstu birtingu frelsunaráformsins.

 

Til umræðu:

Ø       Sem Sjöunda dags aðventistar vitum við að heimurinn fer ekki batnandi heldur versnandi - mikið versnandi.  Spurningin er hvernig við eigum að bregðast við vandamálum heimsins.  Eigum við einungis að yppa öxlum og segja: ,,Guð sagði fyrir að ástandið yrði slæmt og nú hefur það gerst svo hvað getum við gert í því?”  Eða verðum við svo upptekin af að reyna að leysa vandamál heimsins að við gleymum því að við höfum verið kölluð til að benda fólki á einustu lausnina - Jesú Krist sem dó fyrir syndir okkar og mun koma aftur?  Hvernig höldum við þessum málum í jafnvægi?

Ø       Ætti kirkjan að vera virkari í að fordæma sameiginleg mein heimsins?  Eða mundi það hafa lítil áhrif og verða til þess að draga athyglina frá fyrirmælum Jesú um að boða öllum fagnaðarerindið?  Á hinn bóginn, hvað verður um siðferðilegan trúverðugleika okkar ef við þegjum um mörg þessara stórmála?

Ø       Dauðinn er greinilega hræðilegasta afleiðing syndarinnar.  Ekkert sem við mennirnir getum gert getur umbylt þeirri staðreynd.  Syndin hefur orsakað svo mikla tortímingu að Guð þarf að grípa inn á yfirnáttúrulegan hátt til að binda endi á hana.  Hvað ætti það að segja okkur um hversu mikilvægt það er að við berjumst gegn syndinni af öllum þeim mætti sem Guð hefur gefið okkur?

Ø       Fyrir Sjöunda dags aðventista er lykilinn að því að skilja vandamálið um syndina og hið illa að finna í atburðarás deilunnar miklu, hugmyndinni um að vitsmunaverur annarra heima fylgist með því sem er að gerast hér og sjái hvernig Guð á við syndina og afleiðingar hennar.  Ímyndaðu þér eina af þessum syndlausu verum frá öðrum hluta alheimsins sem hefur séð hvernig syndin hefur farið með okkur.  Hvað mundi hún sjá?  Hvað mundi hún hugsa?  Hvað mundi hún geta lært af því sem hún sér okkur fara í gegnum hér?  Hugsaðu þér hve óskiljanlegar og óskynsamlegar sumar af athöfnum okkar hljóta að vera í augum hennar.

 

Yfirlit:  Syndin hefur smitað alla þætti lífs okkar.  Við stöndum andspænis einhverjum raunveruleika sem við höfum alls engan möguleika að eiga við.  En hann yfirstígur ekki mátt og kærleika Guðs.  Í syni sínum, Jesú Kristi, hefur hann unnið endanlegan bug á syndarvandamálinu.

 

 

 

 

 

 

 


Kristnir hafa besta starf í heimi

Þetta starf sem Ben Southall fékk kann að virka alveg frábært en kristinn einstaklingur hefur fengið starf sem er enn betra. 

Þegar Pétur spurði Jesú hvað með hann sjálfan og þá sem höfðu yfirgefið allt til að fylgja Jesú þá sagði Jesú þetta:

jesus_rescues_peterMarkúsarguðspjall 10
29Jesús sagði: „Sannlega segi ég ykkur að enginn hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, móður eða föður, börn eða akra vegna mín og fagnaðarerindisins 30án þess að hann fái hundraðfalt aftur, nú á þessum tíma heimili, bræður og systur, mæður, börn og akra, jafnframt ofsóknum, og í hinum komanda heimi eilíft líf. 31En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.“

Mjög merkileg setning, fá hundraðfalt aftur ásamt ofsóknum. Þegar maður skoðar líf lærisveinanna þá innihélt það vinsældir en líka barsmíðar og fangelsi og að lokum aftöku svo það getur verið fyrir marga erfitt að sjá það sem "líf í fullri gnægð" ( Jóhannes 10:10 )

Lykillinn í því að skilja þetta er að skilja hvert starf hins kristna er en það er að boða fagnaðarerindið sem hefur kraft Guðs til að frelsa sálir frá glötun. Það er starf sem verðlaunin eru ekki veraldleg auðæfi sem molna og verða að engu heldur andleg sem vara að eilífu.  Margir frægir og ríkir hafa á síðustu dögum æfi sinnar litið til baka og séð að allt þeirra strit var til einskis.  Í orðum Bertrand Russell:

Bertrand Russell
That Man is the product of causes which had no prevision of the end they were achieving; that his origin, his growth, his hopes and fears, his loves and his beliefs, are but the outcome of accidental collocations of atoms; that no fire, no heroism, no intensity of thought and feeling, can preserve an individual life beyond the grave; that all the labours of the ages, all the devotion, all the inspiration, all the noonday brightness of human genius, are destined to extinction in the vast death of the solar system, and that the whole temple of Man's achievement must inevitably be buried beneath the debris of a universe in ruins

Því miður þá virðast margir af þeim sem kalla sig kristna ( ég sjálfur þar á meðal ) ekki almennilega kunna að meta það starf sem þeim hefur verið treyst fyrir. Eldmóðurinn sem maður sér í venjulegum fótboltaleik virðist vera enn meiri en áhugi hins svo kallaða kristna til að sinna sínu starfi. Starfi sem er svipað og starf slökkvuliðsmanns sem bjargar fólki úr brennandi byggingu; nema að því leiti að sá sem slökkvuliðs maðurinn bjargar fær aðeins nokkrar stundir í viðbót á meðan sá sem kristniboðinn bjargar fær eilífðina.

Að lokum langar mig að benda á tónleika til styktar ADRA í kvöld, sjá:  Styrktar tónleikar ADRA á Íslandi næsta fimmtudag

 


mbl.is Fékk besta starf í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellen White og reykingar

Það er alveg ótrúlegt að svona skuli vera í gangi í dag eins og við sjáum hjá Kínverskum stjórnvöldum.  Er virkilega ekki hægt að styrkja efnahaginn með einhverju öðru en reykingum?  Þetta er eins og að við íslendingar myndum byrja að rækta tóbak og síðan selja öðrum íslendingum það til að styrkja efnahaginn.  Veit ekki betur en að læknis kostnaður við reykingar og brennivín er alveg gífurlegur svo frekar ætti að reyna að bæta efnahaginn með því að berjast á móti þeim.   Hvernig væri frekar að hvetja til þess að borða meira grænmeti og líkamsræktar? Það myndi styrkja efnahaginn og heilsufar þjóðarinnar.

egwEitt af því sem mér finnst merkilegt við Ellen Whiteer að hún var að predika á móti reykingum frá 1864.  Hún kallaði tóbak "slow, insidious, but most malignant poison" á tímum þegar margir svo kallaðir læknar voru að mæla með reykingum.  Reykingar héldu áfram að aukast eftir hennar tíma og jukust sérstaklega í fyrstu heimstyrjöldinni. Það var ekki fyrr en 1957 að American Cancer Society staðfesti að reykingar voru tengdar lungna krabbameini.

Hægt er að lesa meira um Ellen White hérna: Ellen G. White

 



mbl.is Skipað að auka reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrktar tónleikar ADRA á Íslandi næsta fimmtudag

Styrktartónleikar ADRA á Íslandi.

Meðal annars koma fram:
corteswall_1024x768_4Garðar Thór Cortes
Ellen Kristjánsdóttir
Kristján Kristjánsson (KK)
Davíð Ólafsson & Stefán Stefánsson

Allir sem fram koma gefa vinnu sína og fer öll innkoma óskipt til ADRA. Áherslu verkefni ADRA í ár eru að bjarga barn ungum stúlkum út kynlífsánauð í Tælandi og Kambótíu.

Velgerðarfulltrúi ADRA á Íslandi er Garðar Thór Cortes
 
Fer fram í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8 þann 7. maí.
 
Tónleikar byrja kl 20.00 og aðrir 21.30
 
 

Kenningar, RNA, DNA, amínósýrur, steingervingar og stökkbreytingar

Heiðar
Viltu vera svo vænn að skýra út fyrir okkur þinn skilning á: kenningu, RNA, DNA, amínósýrum, steingervingum, þróun tegunda, hvernig prótein er búið til, stökkbreytingum, o.s.frv.

Ég ætla að reyna að gera honum Heiðari til geðs og útskýra hvernig ég skil þessi atriði sem hann listar upp. Margt af því eru atriði sem menn taka sínar doktors gráður í að læra um svo auðvitað er minn skilningur takmarkaður og um einfaldar útskýringar að ræða en vonandi réttar. Ef eitthvað er rangt þá væri ég þakklátur að fá að vita hvað það er.

Kenning 

Í vísindalegum skilningi er kenning útskýring á athugunum. Hún á að hjálpa til við að skilja flókin gögn, þ.e.a.s. að hún útvegar ákveðið sjónarhorn til að auðvelda túlkun á gögnum. Því betri sem kenningin er því auðveldara er að skilja gögnin með henni. Einnig þá er hægt að meta gæði kenningar eftir því hvort að hún gerir góðar spár varðandi gögn sem á eftir að finna. Eins og afstæðis kenning Einsteins var studd af rannsóknum á sólmyrkva eftir að Einstein setti fram sína kenningu.   Í vísindum er ætlast til þess að hægt sé að setja upp kenningu sem setningar um efnið sem allar eru rökréttar og sannar.

Í daglegu máli þá tala menn um alls konar hugmyndir sem kenningar en í vísindum þá þarf gögn til að styðja þær, þurfa að vera falsanlegar, þurfa að útskýra sett af gögnum og 

Menn geta lesið meira um kenningar hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Theory  

RNA 

Stundum kallað "messanger RNA" af því að það er eins og sendiboði. RNA er búið til út frá hluta af DNA; hluti af upplýsingunum sem er að finna í DNA er "lesið" og RNA búturinn er búinn til og er síðan notaður af frumunni. Það ferli sem við þekkjum helst er RNA sem er síðan notað til að búa til prótein.  Virkni RNA og DNA til að gera annað en að búa til prótein er eitthvað sem vísindamenn eru enn að uppgvöta.  

Flott myndband sem sýnir þetta ferli, sjá: Transcription and Translation   - Hvernig einhver getur horft á þetta og haldið í guðleysi er líklegast ein mesta ráðgáta í þessum heimi.

Meira hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/RNA 

DNA

DNA_replication.svgMargar hafa kallað DNA tungumál lífsins en það geymir allar þær upplýsingar sem þarf til að búa til viðkomandi lífveru.  Búið til úr fjórum "stöfum" en þrír þannig stafir settir saman hafa ákveðna meiningu fyrir vélarnar sem lesa DNA.  Þar þýðir að það eru 64 möguleikar en sumir tákna ákveðnar amínósýrur og sömuleiðis stopp merki og sumt sem menn telja að þýði ekki neitt en maður þarf að vera opinn fyrir því að við bara vitum það ekki ennþá.

Það er mjög margt sem menn hafa verið að uppgvöta varðandi DNA svo þetta er afskaplega einföld mynd sem ég hérna set fram. 

DNA bendir mjög sterklega til tilvits vitræns hönnuðar því að aðeins með vitsmunum og vilja er hægt að ákveða hvaða tákn hafa hvaða meiningu. Alveg eins og t.d. mors kóðinn var ákveðinn af ákveðnum einstakling þá þurfti einhver að ákveða hvaða meiningu DNA kóðinn hefur. Þessi punktur kemur skýrar fram á ensku svona "only a mind can give matter meaning".

Hérna er fyrirlestur sem útskýrir af hverju DNA styður sköpun, sjá: In the Beginning was Information - PART ONE  - þetta er í sex pörtum.

Áhugaverðar greinar sem fjalla um DNA:

Amínósýrur 

Flagellum600BGPrótein eru byggingar efni allra lífvera en prótein eru samsett úr amínósýrum.  Það eru sirka 20 tegundir af amínósýrum sem lífið notar.   Meðal langt prótein er sett saman úr 200 amínósýrum. Það má sjá prótein eins og legó kubba sem hægt er að raða í byggingar og vélar. Ein skemmtileg prótein vél er þessi mótor hérna til hægri.

Síðan flott myndband sem sýnir hvernig hann er búin til; mjög einfölduð mynd því það vantar "trukkana" og vélarnar sem sjá um flytja efnin sem þarf til að búa mótorinn til, sjá: Flagellum motor

Steingervingar 

Ef dýr verða grafin hratt þá geta þau orðið að steingervingum eftir dágóðan tíma. Við höfum dæmi þar sem ýmsir manngerðir hlutir hafa steingerfst á sirka 100 árum svo það gefur okkur hugmynd um hve langan tíma þarf til að steingervinga að myndast.  

petrified hat Meira um þetta hérna: How long does it take for a fossil to form?

Þegar kemur að umræðunni um sköpun þróun þá eru steingervingarnir það eina sem við höfum um hvað gerðist.

Ef að þróunarkenningin er rétt þá ættu við að sjá í steingervingunum sem við finnum er að við ættum að sjá hvernig tegundirnar myndast með örsmáum breytingum yfir langan tíma.  

Ef að sköpun er sönn þá ættu við að sjá dýrin birtast án þróunarsögu og síðan breytast lítið sem ekkert eftir það.

Staðreyndin er sú að steingervingarnir passa miklu betur við sköpun þó að auðvitað eru nokkrar ráðgátur óleystar.

Hérna er fyrirlestur um steingervinga frá sjónarhóli sköpunar, sjá: Walter J. Veith - The fossil record speaks  - þetta er í mörgum pörtum á youtube.

Stökkbreytingar 

Þegar fruma skiptir sér eða býr til afrit af DNA þá gerast stundum mistök og þessi mistök köllum við stökkbreytingar.Stökkbreytingar eru mismunandi, sumar eyða út pörtum af DNA, sumar búa til auka afrit af upplýsingum, sumar rugla saman upplýsingum og sumar eru þannig að einn og einn DNA "stafur" breytist.

Þessar tilviljanakenndu mistök við afritun á DNA er það sem þróunarsinnar vilja meina að bjó til allar þær upplýsingar sem DNA geymir í dag. Gallinn við þetta er að þetta er eins og maður sem finnur prentara út í skógi og hann er alltaf að prenta út sömu skáldsöguna. Þegar maðurinn skoðar afritin betur sér hann að af og til þá gerir prentari mistök og sum mistökin meira að segja frekar skondin. Út frá þessu þá ályktar maðurinn að prentarinn skrifaði skáldsöguna.  Alveg eins og þetta er kjánaleg ályktun mannsins sem fann prentarann þá er það kjánaleg ályktun að þessar villur í afritunargerð DNA bjó til upplýsingarnar sem þar er að finna.

Hérna er síða sem útskýrir hvers konar vandamál þetta er fyrir þróunarkenninguna, sjá: http://www.randommutation.com/    og  hérna http://www.randommutation.com/darwinianevolution.htm

 

Ég vona að Heiðar sé sáttur við þetta. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 802816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband