Ellen G. White

Vegna umræðna sem komu upp hérna á blogginu ( http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/207226/) þá fannst mér ég verða að skrifa eitthvað aðeins um þetta efni.

Að samþykkja Ellen White sem spámann er ekki skilyrði til að tilheyra Aðvent kirkjunnu. Því miður eru sumir aðventistar sem setja það þannig fram en það er ekki opinber stefna kirkjunnar.

Minn grundvöllur fyrir því að tilheyra Aðvent kirkjunni er trú á Jesú Krist, fagnaðarerindið og óbreytt útgáfa af boðorðunum tíu.  Einnig skilningur á kærleiksríka eðli Guðs sem t.d. birtist í að helvíti er ekki staður eilífra þjáninga. 

Ellen White er aftur á móti mjög merk kona og ein af þeim sem lagði kenningalegann grunn að aðventkirkjunni. Hún fæddist 1827 og dó 1915 og á þeim tíma skrifaði hún meira en 5.000 greinar og 49 bækur. Hún er mest þýddi kvenrithöfundur heimsins og mest þýddi rithöfundur Bandaríkjanna.  Hún fjallaði um mörg málefni eins og t.d. trúmál, menntun, heilsu, mannkynssögu og stjórnun.  Dæmi um hennar framsýni eru hennar ráðlegginar í heilsumálum þar sem hún talaði um skaðsemi reykinga á þeim tímum sem læknar ráðlögðu reykingar. Hennar ráðleggingar í matræði og almennri heilsu eru ráð sem næringafræðingar í dag myndi ekki mótmæla.

Varðandi gagnrýni Lindu á Ellen White:

If you receive Christ as your Savior through the SDA's, only your past sins, up to that moment are forgiven. Now you must get to work to earn your salvation. Ellen G. White said in the Advent Review and Sabbath Herald of 10-26-1897 this statement,

Vantar þarna hvað hún sagði nákvæmlega. Það liggur alveg fyrir að samkvæmt Biblíunni þá er ekki í lagi að halda áfram að syndga eftir að hafa öðlast fyrirgefningu Krist.

Hebreabréfið 10:26. Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar

Christ bore our own sins in his body on the tree according to the Bible. 1 Peter 2:24 says, "Who his own self bare our sins in his own body on the tree...". Become a SDA, and it will be Satan who will eventually bear your sins! Ellen G. White wrote,

Hérna er líklegast ákveðinn misskilningur í gangi; líkingin sem við fáum frá musteris þjónustunni er sú að Satan mun borga fyrir hans syndir alveg eins og allir þeir sem hafna krossinum verða að borga fyrir sínar syndir. En Ellen White segir margt oft mjög skýrt að það er Kristur sem borgaði fyrir syndir okkur.

You really won't be told about Ellen G. White's engaging in necromancy, communication with the dead, expressly forbidden by God in Deuteronomy 18:10-12

Þetta virkar eins og ljót lygi. Ég veit ekki betur en það er satt að Ellen White dreymdi draum þar sem hún talaði við manninn sinn en þetta var bara draumur. Það er ekki eins og hún hafi leitað til hinna dánu enda er það eitt af stóru atriðum Aðvent kirkjunnar að hinir dauðu vita ekki neitt og við getum ekki talað við þá.

Fyrir þá sem vilja vita meira þá vil ég benda þeim á  http://www.whiteestate.org/  þar sem hægt er að lesa mikið af hennar bókum á netinu og http://www.ellenwhitedefend.com þar sem mörgum spurningum varðandi Ellen White er svarað.

Best að leyfa Ellen White að enda þetta:
Our Redeemer has opened the way so that most sinful, the most needy, the most oppressed despised, may find access to the Father. All may have a home in the mansions which Jesus has gone to prepare . . 'Behold, I have set before thee an open door, and no man can shut it.'

Mofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Sæll Mofi. Ég var að lesa skoðanaskipti ykkar Lindu um Hvíldardaginn. Þar varst þú góður og málefnalegur. Aftur á móti þótti mér hún Linda ekki alveg hafa hlutina á hreinu. Hún notar orð Jesús máli sínu til stuðnings: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins." Og telur síðan að Jesús hafi verið að segja með þessu, að það væri sama hvaða dag við höldum sem hvíldardag. Þetta svar Jesú til faríseanna var til að segja þeim að það mætti ýmislegt gera á Hvíldardaginn. Svosem gera góðverk og lækna sjúka, og svo vitnar hann í það þegar Davíð, hungraður, og menn hans fóru inn í Guðs hús og átu skoðunarbrauðin sem enginn mátti eta nema prestarnir. Það segir okkur að menn gera ýmislegt þegar þeim hungrar. En það breytir hvorki Boðorðum Guðs, né Hvíldardeginum. Og svo segir því til stuðninga að Jesús var ekki að tala um bara einhvern hvíldardag í Lúk 4. kafla. Því: "Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alin upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa." Og svo segir Linda, þegar hún er búin að fullyrða það að Jesús hafi gjört að engu Hvíldardag Boðorðanna 10: "Margir eru þeirrar skoðunar að Jesús hafi hafi gert gamlasáttmálann að engu! Þetta er alrangt því hann sagði: "Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið og spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla:" Skyldi því nokkrum detta í hug að hann sem sagðist vera herra Hvíldardagsins, það er skapari himins og jarðar, fari að breyta því sem hann sagði Móse: "Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verkum sínum, sem hann hafi skapað og gjört."

Linda nefnir pistil sinn Boðorðin 10 og kemur svo með breytt boðorð þjóðkirkjunnar, þar sem búið er að taka annað boðorðið út og skipta því tíunda í sundur til að fá töluna tíu og ekki nóg með það, því þegar annað boðorðið var tekið út þá færðust þriðja til og með hálft tíunda upp um sæti. Þannig að það sem Guð sagði að ætti að vera þriðja boðorðið: "Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma..." Hafa nú menn leyft  sér að breyta í: "Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan." Þetta kallar maður að taka fram fyrir hendurnar á Guði Almáttugum. Þegar þú tjáðir Lindu að þetta væru ekki boðorðin samkvæmt 2. Mósebók 20,1-7. Þá sagði hún: "Þetta er eins og ég lærði þau og því er ég sátt við þau." Er þá Linda sátt við það að menn breyti eftir eigin höfði orði Guðs? Það mætti maður halda:

Og talandi um sunnudaginn eða 1. dag vikunnar þá er hann alltaf tákn um starfsdag en ekki hvíldardag. Það er og líka táknrænt að skaparinn Jesús var settur í gröfina fyrir klukkan 6. áður en Hvíldardagurinn gekk í garð og hvíldist á Hvíldardaginn. Ekki sem skaparinn, heldur sem endurlausnarinn, eftir að hafa endurleyst hina föllnu sköpun og reis síðan upp á 1. degi vikunnar til starfa. Og lærisveinarnir fylltust heilögum anda og hófu að boða fagnaðarerindið. Hann er því alltaf samkvæmt orði Guðs fyrsti starfsdagur vikunnar.

Alveg frá því að mér opinberaðist helgi Hvíldardagsins, þá hef ég beðið Herra Hvíldardagsins að opinbera mér í orðinu ef hann hefur fellt hann úr gildi. Síðan þá hef ég bara fengið staðfestingu þess að Hvíldardagsboðorðið er í fullu gildi. Eitt sinn var ég þó að efast og bað þá Drottinn að tala alveg sérstaklegi til mín um það hvort við heiðingjarnir ættum líka að halda Hvíldardaginn. Þá fékk ég þessi orð: "Eigi má útlendingurinn, er gengið hefur Drottni (Jesú) á hönd, segja: "Drottinn (Jesús) mun skilja mig frá lýð sínum." Og eigi má geldingurinn segja: "Ég er visið tré." Því að svo segir Drottinn ( JESÚS): "Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn, þeim vil ég gefa minningarmerki og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betri en synir og dætur. Eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða. Og útlendinga (heiðingja) sem gengið hafa Drottni (Jesú) á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins (Jesú), til þess að verða þjónar hans- alla þá, sem gæta að vanhelga ekki hvíldardaginn og hada fast við minn sáttmála, þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.  Hinn alvaldi Drottinn (Jesús) segir: "Þegar ég safna saman hinum burtreknu af Ísrael, mun ég safna mörgum án þeirra.

Þessi orð sannfærðu mig algjörlega að við sem trúum á Drottinn Jesú eigum að halda Hvíldardaginn. Og að þeir sem gera það njóta sérstakrar blessunar. Og að það er ekki vilji Guðs að við hinir kristnu skiljum okkur frá Gyðingunum. "Því hús mitt, segir Drottinn Jesús, skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir."

Nú er mál að linni. Og ég þakka þér Mofi, fyrir þín skrif um þetta málefni sem er mjög þarflegt fyrir alla að skoða í einlægni og bæn. Lindu vil ég einnig þakka hennar skrif og þó fyrst og fremst hennar einlægni.

Ellen G White skrifaði margt og mikið. Ég hef lesið eftir hana Deilan mikla og er margt gott þar, þó er ekki allt að mínu skapi, skoðað í ljósi orðsins, sem mér fellur við í skrifum hennar. En hún er bara mannleg og dæmist eins og við hin eftir orði Guðs. Kveðja, Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 19.5.2007 kl. 04:09

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þvílíkar fullyrðingar sem hér eru á ferðinni. Mofi þú segir: "Ellen G White var ekki spámaður á nokkurn hátt." Þetta er svo langt frá sannleikanum að hálfa væri nóg. Hér má finna ágrip af sögu Ellennar:

"Seventh-Day Adventism (SDA) arose from the aftermath of the Adventist movement of the mid-1800s. "Seventh-day" refers to the focus on sabbath, or Saturday worship. "Adventist" refers to the SDA belief that they are the fulfillment of prophecies pertaining to the latter days remnant and the coming of Christ. The world was predicted to end in 1844 with the Second Coming of Christ, by William Miller, a New England Baptist itinerant preacher. Miller's followers condemned all the churches of the day as apostate and "Babylon," and warned Christians to come out of them. A great many did, and the "adventist" movement was born and grew rapidly (Melton, J. Gordon, Encyclopedia of American Religions, Vol. 2, pp. 21–22).

Christ did not appear in 1844. After this "Great Disappointment," one "little flock" still insisted the date of their original predictions had been correct. They decided the event marked by 1844 was not the Second Coming, but the entrance of Christ into the Holy of Holies in the Heavenly Sanctuary. There, they said, He began the "Investigative Judgment." (See #6 below.) This doctrine was received and endorsed by Ellen G. White (Ibid., p. 680)."
Þarn er á ferðinni nokkuð stór spádómur rættist ekki frekar hjá henni frekar en hjá Vottunum. Ég gæti fundiið fleiri spádóma sem hún spáði og rættist ekki, því það er sagt biblúnni þegar spurt er hvernig við eigum að þekkja falsspámann frá alvöru:

Þriðja bók Móse 18:22
þá vit, að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram, þá eru það orð, sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann."

Þegar svo stórann hlut eins og sjálfan heimsendi er um að ræða veðrur að horfa á það alvarlegum augum.

varðandi sunnudaginn þá hafa Kristnir miðað við þann dag sem Jesús var tekinn niður af krossinum, hann var tekinn niður á hvíldardegi og hafa rit frá fornu fari stutt þá kenningu að um hafi verið að ræða sunnudag.

En mér finnst þetta voðalegt smáatriði að deilda um hvaða dag þetta á að vera. Það skiptir meira máli að eftir þessu sé farið og framfylgt, sama á hvaða degi það er.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.5.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Janus, ég hafði óneitanlega áhyggjur af því að ég hefði verið of harður og óvingjarnlegur. En ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég má ekki lækka þann standard sem Biblían setur til að geðjast fólki, verð að halda í það sem ég trúi að sé sannleikurinn þótt fólki líki það illa.  Þetta var góð viðbót við hvíldardags umræðuna, sérstaklega þetta með að þetta var líka dagur fyrir þá sem voru ekki gyðingar og að þeir fengju blessun alveg eins og gyðingar ef þeir heiðruðu dag Drottins sem er auðvitað hinn sjöundi dagur. Það er auðvitað stórmál að breyta lögum Guðs þegar brot á þeim er það sem Jesú kom til að borga fyrir.

Mofi, 20.5.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Mofi

Erlingur, ég verð að gera ráð fyrir því að þú meintir að Ellen White benti réttilega á að hvíldardagurinn er sjöundidagurinn eða laugardagurinn. Ég myndi ekki afskrifa hana svo auðveldlega sem ekki spámann þótt að ég persónulega finnst ég ekki hafa tíma til að rannsaka það; það eru bara annað sem ég tel vera mikilvægara að gera.

Guðsteinn, ég sagði ekki að hún væri ekki spámaður, ég sagði að það væri ekki skilyrði til að tilheyra Aðvent kirkjunni að samþykkja/trúa að hún sé spámaður. Varðandi 1844 og Miller hreyfinguna; Ellen White var 17 ára árið 1844 og hafði þá aldrei fengið sýnir eða neitt slíkt. Spádómurinn um 1844 var fenginn út úr rannsókn á Biblíunni en var misskilin eins og hefði átt að vera augljóst. Aðvent söfnuðurinn var stofnaður eftir þennann atburð og á margann hátt vegna þessa atburður en spádómurinn um 1844 kom ekki frá Ellen White.  Þar sem hún spáði þessu ekki þá efast ég um að þú gætir fundið fleiri spádóma frá henni sem rættust ekki en endilega reyndu. Gætir kannski fundið einhverja sem rættust?

Varðandi hvíldardaginn, ef það er "smá" atriði afhverju þá ekki að hlíða Guði frekar en mönnum? Það er síðan auðvitað ekki smá atriði að breyta lögum Guðs, þeim einu sem Hann sjálfur skrifaði og lét alla guðfræði gyðinga snúast um og fátt stærra en hvíldardagurinn því ekkert mótaði samfélag gyðinga meira en þetta boðorð. Hefði verið eining hjá þjóðinni ef allir hefðu mátt ráða hvaða dag væri tilbeðið?

Mofi, 20.5.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi,  þða var Jesús sem uppfyllti lögmálið og gerði mannasetningar eins og þessar að engu. Þess vegna finnst mér það vera smáatriði. Við eigum að lifa eftir boðskap fagnaðarerindisins ekki boðskap fariseanna. Það stendur í Genisis að Guð hvíldist á síðasta degi vikunnar, en hver er síðasti dagur vikunnar? Við íslendingar trúum að það sé sunnudagur, aðrar þjóðir telja það mánudag!?? Við getum ekki fengið botn í þetta, þannig er þetta aukaatriði. Auk þess erum við ekki gyðingar og ekki bundinn lögmálinu, Jesús afnam það ekki en við sem "gentiles" eða heiðningjar þurfum ekki að ganga undir ok þess. Eigum við þá ekki að hætta að borða svínakjöt og humar? Eða þá að skylda fólk til þess umskera drengi á áttunda degi?

Það er engin að gera lítið úr lögmálum Guðs, þau skal halda með að einmitt halda hvíldardaginn heilagann. En hvaða dagur það er skiptir ekki öllu máli. Það er eitt að fara eftir bókstafnum og annað að gera hlutina í trú. Það veistu vel. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.5.2007 kl. 13:19

6 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, ætlarðu að kalla boðorðin tíu mannasetningar vegna þess að eitt af boðorðunum hentar þér ekki?  Síðasta dagur vikunnar er sjöundidagurinn eða laugardagur og hefur verið það frá upphafi. Ekki heldurðu að miljónir gyðinga hafi allir getað ruglast á dögum?  Auðvitað erum við bundin lögmálinu þ.e.a.s. boðorðunum tíu; meigum við þá núna myrða, ljúga og stela af því að við erum ekki bundin lögmálinu?  Það eru atriði í móselögunum sem snertu aðeins gyðinga þjóðina og sérstaklega þau atriði sem snertu fórnir. Við ættum auðvitað ekki að borða svínakjöt og humar, hvort heldurðu að Guð hafi sett þessar reglur í kærleika eða til að íþyngja gyðingum?

Ég aðeins stórefast um þá trú sem neitar að hlíða lögmáli Guðs, þeim sem Hann treysti engum manni til að skrifa heldur skrifaði þau sjálfur og lét allt helgi hald þjóðarinnar snúast um.

Mofi, 20.5.2007 kl. 16:38

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi ekki setja orð í minn munn. Ég talaði aldrei um að fara ekki eftir boðorðunum 10, þú ættir að geta gert greinarmun á "Lögmálinu" og boðorðunum. Til að mynda Numeri er öll lögmál gyðinga, þar liggur st´æor munur á, enda er ekki minnst á neinn sérstakann dag í boðorðunum. Guð setti upphaflega lögmálið gyðingum til hagsbóta, á þessum árum var t.d. stórhættulegt að neyta svínakjöts vegna óhreinlætis. Þess vegna bannaði Guð þeim meðal annars að neyta slíks.

Einnig lít ég ekki svo að ég sé að boða einhverja óhlýðni, ég ítrekaði við þig að það ÆTTI að halda hvíldardaginn heilagann, en benti á að það er deilumál um hvaða dag það er. Ég ætla að vera sammála þér um að vera ósammála og láta það gott heita.

Ég hef alltaf kunnað ágætlega við Mofi, eða Halldór. Guð blessi þig bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.5.2007 kl. 21:57

8 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, þú ert að segja að það er óþarfi að fara eftir hvíldardags boðorðinu og ég gat ekki séð betur en þú kallaðir það boðorð mannasetningu. Að halda sunnudaginn er mannasetning og sú breyting gerð vísvitandi. Í boðorðunum tíu er sérstaklega tilgreint að það á að halda sjöundadaginn heilagann, boðorðið er ekki það að halda bara einhvern dag heilagann heldur hinn sjöunda af því að Guð skapaði heiminn á sex dögum og helgaði sjöunda daginn.

Ég hef alltaf kunnað vel þig Zeriaph en ég get ekki séð þetta sem annað en hlíðni við menn og óhlíðni við Guð.

Mofi, 20.5.2007 kl. 23:08

9 Smámynd: Linda

Það er naumast hvað manni er lagt orð í munn.  Og ég verð að ítreka það að ég sagði aldrei að Jesú hafi afmáð hvíldardaginn því lík fyrra. Ja hérna, ég var að reyna að segja að hvíldarDAGURINN skipti ekki megin máli heldur að maðurinn haldi hvíldardag, Sunnudag eða Laugardag.  Jesú var Gyðingur er Gyðingur og kemur aftur sem Gyðingur,  og því hélt hann hvíldardaginn (laugardag)hinsvegar heiðrum við upprisuna með Sunnudags hvíldardeigi lofgjörð og kennslu.  Ég talaði aldrei um að boðorðunum hafa skipt um röð, enn og aftur er orð sett mér í munn sem ég sagði ekki. Ég sagði að þegar talað er um að  enga aðra Guði....etc etc...þá væri þar verið að tala um vitanlega skurðgoð o.s.f.v. Þar sem ég hef lesið boðorðin eins og þau leggja sig þá verð ég að taka fram að kirkjan settu þau fram þannig að auðvelda mætti fólki að læra þau og hafa þau í hjarta sér. Enn maður þarf ekki að vera sérstaklega gáfður til þess að átta sig á þessu, eða ég hélt það allavegana.

Ellen G. White er mikils metin innan Aðventista Kirkjunnar og það þýðir ekkert að draga neitt úr því.  Enn hvort að kenningar hennar séu allar tekna gildnar er hinsvegar annað mál.  Ég íhugað á tíma að ganga í Aðventista söfnuðinn, enn eftir að ég hafði lesið mig til sögu og stefnu þá sá ég að þetta  var ekki fyrir mig. 

Ég efast ekki um þína trú eða þitt réttlæti Mofi, hinsvegar hefur þú efast mín heillindi og fyrir það verður þú að ræða á milli þín og Guðs.  Ég benti á Ellen G. White til þess að þú áttaðir þig á því að þú og þinn söfnuður væri ekki fullkomin varðandi boðorðin.  Og greinilega hef ég hitt á viðkvæma taug. Þessi kona er stofnanandi Aðventista, þið getið ekki falið ykkur frá því.

Ég bið þér friðar og blessunar.

Linda, 20.5.2007 kl. 23:32

10 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Sæl Linda.  Ég veit varla hvort þú ert í upphafi að beina orðum þínum til mín, því að þú nafngreinir mig ekki. En ég reikna þó fastlega með því, vegna þess sem þú ert að tala um.

Ég var ekki að leggja þér annað í munn en það sem ég las út úr skrifum þínum. Þú sagðir: "Og ég verð að ítreka það að ég sagði aldrei að Jesú hafi afmáð hvíldardaginn því lík fyrra. Ja hérna, ég var að reyna að segja að hvíldarDAGURINN skipti ekki megin máli heldur að maðurinn haldi hvíldardag, Sunnudag eða Laugardag."

Ég sagði aftur á móti: "þegar hún er búin að fullyrða það að Jesús hafi gjört að engu Hvíldardag Boðorðanna 10." Og hvers vegna? Því þú sagðir: "Eins og Jesú sagði Hvíldardagurinn er fyrir manninn ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn. Sem þýðir maðurinn getur tekið sér hvaða dag sem er til þess að tilbiðja Guð og hvílast" Ef þetta er ekki, mín kæra, að gera Hvíldardag Boðorðanna að engi, þá veit ég ekki heldur hvað orðin, að gera að engu, þýða. Og svo er annað. Þegar Jesús sagðist vera Herra Hvíldardagsins. Þá get ég á engan hátt fundið það út, að hann hafi með því sagt, að nú megi hver og einn halda sinn hvíldardag sem honum hentar. Ég les það út úr orðum hans til faríseanna, að hann hafi verið að gera þeim það ljóst, að hann væri skaparinn, sem í upphafi hefði stofnað til þessa dags, með því að hvíla sig á honum.

 Svo segir þú: "Ég talaði aldrei um að boðorðunum hafa skipt um röð, enn og aftur er orð sett mér í munn sem ég sagði ekki." Ef þú ert að beina þessum orðum til mín, þá verð ég að viðurkenna að ég skil ekki hvað þú ert að fara.

Þú segir svo: "Þar sem ég hef lesið boðorðin eins og þau leggja sig þá verð ég að taka fram að kirkjan settu þau fram þannig að auðvelda mætti fólki að læra þau og hafa þau í hjarta sér. Enn maður þarf ekki að vera sérstaklega gáfður til þess að átta sig á þessu, eða ég hélt það.allavegana." Þetta finnst mér nú léttvæg orð þegar um er að ræða það að gera að engu Guðs orð. Á það ekki að vera á hreinu hjá okkur hinum kristnu, að við eigum að læra regluna að fara ekki lengra en ritað er? Því að sérhver ritning er innblásin af Guði. Segir það þá ekki, að okkur er bannað að  taka af eða bæta við orðið. Eða heldur þú að orð Guðs sé svo flókið að menn þurft að breyta því til að fólk geti skilið það. Mér finnst því kirkjunnar menn gera lítið úr Guði, með því að breyta Boðorðunum 10. Guð er þá kannski, í þeirra augum, ekki nógu gáfaður til að geta ritað einfaldan texta.

Jæja, Linda mín. Nú er nóg komið af því sem ég vildi segja. Og eitt höfum við á hreinu eftir þetta, að við erum á öndverðum meiði með Hvíldardaginn. Það á þó ekki að gera það af verkum, að við getum þess vegna ekki í sameiningu lofað og tignað Herra okkar og Frelsara. Drottinn             Jesú Krist. Því þar trúi ég að við séum innilega sammála. Kærleiks kveðja, Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 21.5.2007 kl. 02:56

11 Smámynd: Mofi

Linda, hvíldardags boðorðið er að halda sjöunda daginn en ekki að bara halda einhvern dag sem hverjum sem er dettur í hug. Ef þú værir starfsmaður og forstjórinn segir að þú eigir að mæta á mánudaginn en síðan segir einhver annar starfsmaður að þú ættir að mæta á miðvikudaginn. Hvað myndi gerast ef þú mættir á miðvikudaginn? Veldir að óhlíðnast forstjóranum og hlíða einhverjum öðrum. Guð skipar stjörnunum fyrir og þær hlíða, hver erum við til að mótmæla Guði í jafn mikilvægu máli og þessum tíu lögum sem Hann sjálfur skrifaði niður?

Varandi Ellen White, þetta er mikið báráttumál fyrir mig að hún sé ekki ástæða fyrir því að fólk vilji ekki ganga í kirkjuna. Ef kirkjan myndi setja það sem skilyrða að fólk ætti að samþykja hana sem spámenn til að tilheyra kirkjunni þá myndi ég yfirgefa Aðventkirkjuna. En það er alveg rétt að hún er mikils metin enda ekkert að því enda sagði hún að Biblían ætti að vera það sem við fylgjum og ef að eitthvað sem hún sagði væri ekki í samræmi við Biblíuna þá ætti Biblían að ráða.

Ég sannarlega efast um trú allra sem neita að hlíða boðorðunum tíu, ég held að þeir setji sína kirkju ofar Guði og þyki meira vænt um sitt kirkju samfélag en um hlíðni við Guð.

Kær kveðja,
Mofi

Mofi, 21.5.2007 kl. 11:02

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Lestu þetta vel mofi, þarna kemur fram málflutningur minn varðandi laugardaganna:

Bréf Páls til Rómverja 14:1-10
1  Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.
2  Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.
3  Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér.
4  Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.
7  Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.
8  Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.
9  Því að til þess dó Kristur og varð aftur lifandi, að hann skyldi drottna bæði yfir dauðum og lifandi.
10  En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður þinn? Allir munum vér verða að koma fram fyrir dómstól Guðs.

Þarna kemur skýrt fram að við eigum ekki setja svona lagað fyrir okkur, svo lengi sem við heiðrum hvíldardaginn !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 12:32

13 Smámynd: Mofi

Zeriaph, skal reyna að taka þetta skipulega fyrir.

1. án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra
Heldurðu að þetta þýði að við meigum ekki leggja dóm á það ef einhver telur að ljúga sé allt í lagi eða að tilbiðja Óðinn sé í lagi?

2. Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
Allt hérna sem Páll er að tala um snýr að helgisiðum gyðinga. Hvaða kjöt við borðum og hvaða daga við höldum heilaga því að gyðingar höfðu hátíðisdaga sem tilheyrðu fórnarlögmálinu en Jesú afnam fórnarlögmálið eins og Daníel spáði fyrir um ( Daníel 9:27 )  Er rökrétt að halda því fram að hérna sé Páll að breyta boðorðunum tíu sem ritningarnar aftur og aftur segja að séu fullkomin og óbreytanleg án þess einu sinni að nefna þau?

3. Þarna kemur skýrt fram að við eigum ekki að setja svona lagað fyrir okkur, svo lengi sem við heiðrum hvíldardaginn.
Það er ekki verið að tala um boðorðin tíu né hvíldardaginn. Boðorðið sem snýr að hvíldardeginum er að við eigum að halda sjöundadaginn, boðorðið segir ekkert um að halda bara einhvern dag.  Þannig boðorð er ekki til.  Það er aðeins einn dagur heilagur og það er sá dagur sem Guð gerði heilagann og það er sjöundidagurinn. Við eigum að setja Guð í fyrsta sæti og hlíða Hans lögum og það sem Guð lét allt þjóðfélag Ísraels snúast um voru boðorðin tíu og öll tilbiðsla snérist um hvíldardaginn svo auðvitað eigum við að setja fyrir okkur óhlíðni við boðorðin tíu.

Jakobsbréfið 2:10. Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.

Hvernig er hægt að velja það viljandi að óhlíðnast boðorðum Guðs?

Mofi, 31.5.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 802841

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband