Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur þú séð ruglið í þessu culti ef þú getur ekki séð ruglið í þínu? Þitt cult gerir nákvæmlega það sama en þeir stela ekki peningum heldur snúa þeir öllu í heilanum þínum við og láta þig gjörsamlega trúa vitleysu og ekki trúa sannleikanum svo þeir geti fengið sínu framfleygt: !að taka yfirráð á heiminum!

hfinity (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:25

2 identicon

Þetta skemmtilega myndband sem þú vísar í fjallar um hvernig vísindakirkjan platar fólk til að halda að það sé eitthvað að því og sannfærir það svo um að vísindakirkjan sé það eina sem geti bjargað viðkomandi.

Hvað gerir þín trú mófi; allir eru stórsyndugir frá fæðingu, allir eru vanmáttugir og ófullkomnir gagnvart guðinum, eina leiðin út úr því er að tilbiðja guðinn og fylgja boðum hans í einu og öllu.

Hver er munurinn?

Arnar (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er þarft framtak að sýna geggjunina í vísindakirkjunni. En vissirðu, Mofi, að það er ekki hægt að banna hana? Þjóðverjar hafa lengi spáð í að banna þennan tiltekna költ en vilja helst nota almennt orðuð lög. T.d.

1) Bannað að stunda trúarbrögð sem eru augljóslega byggð á tómu bulli

2) Bannað að reka áróður fyrir trúarbrögðum sem hafa markmið að græða á fólki

3) Bannað að skipuleggja trúarstarf sem er hættulegt veikgeðja einstaklingum

Allir kristnir söfnuðir myndu falla undir slíka löggjöf. Sjálfur er ég mótfallinn því að trú sé bönnuð, sama hversu vitlaus hún er (og þar er ekki mikill munur á). Einstaklingurinn hefur rétt á að láta plata sig ef hann vill, það er þinn réttur Mofi. En ég tel mig hafa skyldu til að bjarga þér frá villu þíns vegar, það er siðferðileg nauðsyn hins hugsandi manns að skilja engan eftir í myrkri trúarinnar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 25.5.2009 kl. 19:31

4 Smámynd: Mofi

Gjarnan, ég sannarlega sé stóran mun á ruglinu sem er þarna í gangi og það sem gerist í minni kirkju enda allir velkomnir þangað og ekkert að fela. Ég sé líka mikinn mun á ruglinu sem tilheyrir Vantrú og þess vegna tilheyri ekki þeim félagsskap.

Arnar
Hvað gerir þín trú mófi; allir eru stórsyndugir frá fæðingu, allir eru vanmáttugir og ófullkomnir gagnvart guðinum, eina leiðin út úr því er að tilbiðja guðinn og fylgja boðum hans í einu og öllu

Nei, fólk fæðist ekki syndugt; synd er lögmálsbrot og nýfædd börn hafa ekki brotið lög. Allir eru síðan velkomnir til Guðs og það er algjört lágmark að vilja fylgja boðorðunum tíu því það eru þau lög sem gilda á himnum.

Brynjólfur
Allir kristnir söfnuðir myndu falla undir slíka löggjöf. Sjálfur er ég mótfallinn því að trú sé bönnuð, sama hversu vitlaus hún er (og þar er ekki mikill munur á).

Kirkjur sem hafa það að markmiðið að græða á fólki eru vægast sagt mjög ókristilegar. Ég myndi setja spurningarmerki við hvort að þessar aðferðir þeirra eru löglegar en það er mjög hættulegt svæði því að trúfrelsi er gífurlega verðmætt.  Ég myndi t.d. hafa ekkert á móti því að banna guðleysi, sú trú að ekkert skapaði allt, að það sem hefur ekki vitsmuni orsakaði vitsmuni og svo framvegis og framvegis; veit ekkert órökréttara. En, trúfrelsi er verðmætt svo best að sætta sig við að sumt fólk trúir hlutum sem eru algjör steypa.

Mofi, 26.5.2009 kl. 10:59

5 identicon

Hugtakið 'synd' er gagn gert notuð í kristnum trúarbrögðum til að láta fólk halda það að það sé slæmt og verðskuldi ekkert fyrr en það hefur öðlast fyrirgefningu guðsins í gegnum bænir og aðra trúariðkun.

Arnar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:19

6 identicon

 Ég myndi t.d. hafa ekkert á móti því að banna guðleysi, sú trú að ekkert skapaði allt, að það sem hefur ekki vitsmuni orsakaði vitsmuni og svo framvegis og framvegis; veit ekkert órökréttara

Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig það væri hægt í framkvæmd að skylda fólk til að "trúa" einhverju?

Það er svona álíka furðulega tillaga og að banna fólki að trúa ekki á jólasveininn

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:35

7 Smámynd: Mofi

Andrés, vel sagt. 

Sigmar, það er hægt að banna félög og banna skoðanir. Auðvitað ekki hægt að banna fólki að trúa því sem það vill trúa; átti ekki við það.

Mofi, 26.5.2009 kl. 18:12

8 identicon

Það er ekki hægt að banna skoðanir Halldór, þú skiptir ekkert um skoðun á einhverju sem er þér hjartans mál bara við það að það sé bannað.

Og nei, það er ekki hægt að banna félög svo fremi sem starfsemi þeirra sé ekki í þeim tilgangi að fremja lögbrot.. og er það bæði fest í lög hér á landi sem og veigamikil þáttur í t.d. Mannréttindasáttmála Evrópu

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 20:09

9 Smámynd: Baldur Blöndal

Þetta er nokkuð áhugarvert myndband, annars hef ég varla heyrt neitt um Vísindakirkjuna síðustu mánuði- eru þeir hættir?

Baldur Blöndal, 27.5.2009 kl. 03:26

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi og Andrés, er einhver kirkja starfandi sem græðir ekki peninga á félögum sínum? Hvort sem það er tilgangur hennar eða ekki. Það sem ég benti á er að almennt orðuð löggjöf sem ætti að banna vísindakirkjunna myndi virka á allar aðrar kirkjur.

Svo er ég sammála þér um trúfrelsið, Mofi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.5.2009 kl. 09:24

11 Smámynd: Baldur Blöndal

Ég hefði nú haldið eins og Brynjólfur að allar stórar kirkjur fái pening frá meðlimum sínum one way or the other, kannski borga ekki allir félagar en það eru örugglega þúsundir sem senda þeim pening og kaupa lítið dót eins og kerti með mynd af Jesú.

So er náttúrulega erfitt að refsa fólki fyrir það sem það trúir vegna þess að fólk þarf ekki að sýna það frekar en það vill, það er ekki fyrr en „trúarbrögð“ fara að virkilega skaða sem ríkið ætti að gera eitthvað í málinu. Vísindakirkjan og kirkjan í Jesus Camp gætu vel fallið undir þá skilgreiningu

Baldur Blöndal, 27.5.2009 kl. 09:57

12 Smámynd: Mofi

Baldur, það væri gaman að vita stöðu þeirra hér á landi. Veit ekki betur en þeir eru mjög öflugir í t.d. Bretlandi. Ég hef ekki verið mikið í London en þeir reyndu að spjalla við mig; því miður var ég að flýta mér svo ég missti af því tækifæri því ég hefði örugglega gaman af því að spjalla við þá.

Brynjólfur, frekar að kirkjan geti starfað með framlögum meðlima og ef þeir vilja ekki gefa þá hættir kirkjan að getað starfað. Eitt gæti verið málið sem er að prestar fá þarna tækifæri til að fá launaða vinnu en prestar í minni kirkju eru á frekar lélegum launum. Ekkert nálægt því sem þjóðkirkju prestar eru með.

Mofi, 27.5.2009 kl. 10:08

13 Smámynd: Baldur Blöndal

Mofi, þegar fárið í kringum Vísindakirkjuna stóð sem hæst þá spurði ég einmitt vini mína hvort þeir vissu af einhverju svona á Íslandi. Ég hef heyrt að þetta sé gífurlega vinsælt í ákveðnum stöðum í Evrópu eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi þannig að ég var hálf hræddur um að þetta kæmi upp á Íslandi.

Mér var sagt að það væru einhverjir Vísindakirkjutrúar á Íslandi, en þeir eiga víst ekki að vera mjög margir- alla vegana ekki þegar ég spurði. Ég hefði líka gaman að því að spjalla við fólkið sem tekur svona auditoring próf vegna þess að ég vil sjá hvort það getur fengið mig til að gleypa við þessu. Ég vona að ég þurfi ekki að taka það fram að ég er andvígur Vísindakirkjunni

Baldur Blöndal, 27.5.2009 kl. 15:52

14 Smámynd: Mofi

Baldur, Hagstofan kannast ekki við þá en spurning hvort að einhverjir séu hérna. Miðað við hvað þeir voru sjáanlegir í London þá efast ég um að þeir eru mjög virkir hérna. Í dag eru nokkrir mormóna trúboðar og mér finnst ég sjá þá út um allt þó ég er nokkuð viss um að þeir eru ekki fleiri en fjórir eða fimm. Ég að vísu var að stúdera með þeim svo kannski lét það mig finnast eins og þeir væru út um allt...

Mofi, 27.5.2009 kl. 16:16

15 Smámynd: Baldur Blöndal

Ég var í Japan í u.þ.b. þrjá mánuði og mér fannst ég sjá trúboða alls staðar, ég ræddi við nokkra og náði e-maili einnar stelpu sem sagði mér að hún væri meðlimur í einhverju sem heitir Family International- eftir smá leit kom í ljós að þeir eiga sér ekki endilega fallega sögu. Svo voru jú mormónar þarna, sem ég ræddi smá við.

Ég veit að þú ert auðvitað trúaður og ég vona að þú takir þessu ekki illa, en mér líður illa yfir þessu gífurlega trúboði í Japan. Japan er ekki trúað land í okkar skilningi þar sem flestir eru búddistar eða shinto, ég veit ekki mikið um þau trúarbrögð en shinto hljómar mikið eins og álfatrúin á Íslandi til forna.

Baldur Blöndal, 27.5.2009 kl. 17:08

16 Smámynd: Mofi

Baldur,  margir myndu hafa... já, allt of gaman af því að hitta stelpur sem eru að reyna að fá mann til að tilheyra "Fjölskyldunni" :)

En saga þeirra er eins og kom fram í Kastljósi um daginn verulega skuggaleg.

Varðandi trúboð þá er spurningin um að deila með þeim sem hafa áhuga, hvernig maður sér heiminn. Ég hafði gaman af því að sjá einn mann sem sannarlega er á móti kristni, samt líta jákvæðum augum á trúboð þegar það er gert í heiðarleika og kærleika, sjá: Penn - guðleysingi sem kann að meta trúboð

En trúboð getur tekið á sig frekar ljótar myndir og skil ég Vantrú mjög vel þegar þeir kvarta yfir heimsóknum presta í leikskóla og þess háttar.

Mofi, 27.5.2009 kl. 17:26

17 Smámynd: Baldur Blöndal

Ok, það sem þú segir klikkar alveg við mínar skoðanir.

Svo fremur sem það er ekki verið að neyða fullorðið fólk til að hlusta á eitthvað trúboð (allt annað mál ef viðkomandi vill hlusta eða bara spjalla eins og ég gerði í Japan, en það kom samt flatt upp á mig hvað það voru margir trúboðar þarna sem spurðu Japana á lélegri japönsku "viltu fara til himna?"). Svo er trúboð til barna dálítið grátt svæði, þar sem börn hafa einfaldlega ekki vit til þess að gera sér upp hvort þetta sé rétt eða ekki.

Baldur Blöndal, 27.5.2009 kl. 20:36

18 Smámynd: Mofi

Baldur, hljómar vel :)

Andrés, vel útskýrt, takk.

Mofi, 28.5.2009 kl. 10:48

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Mbl. "Konan, sem höfðar málið, heldur því fram að liðsmenn kirkjunnar hafi gengið upp að sér í París boðið sér að taka ókeypis persónuleikapróf. Þetta hafi síðan endað með því að hún eyddi öllum sparnaði sínum í bækur, lyf og rafmagnsmælitæki sem tengjast Vísindakirkjunni.

Lögmenn hennar halda því fram að kirkjan hafi með kerfisbundnum hætti ætlað sér að græða á henni með því að beita hana andlegum þrýstingi og lækna hana með vafasömum vísindameðferðum."

Þetta er sérstök málshöfðun. Ef svo fer að Vísindakirkjan verði fundin sek og dæmd til að endurgreiða konunni og verði svo bönnuð í Frakklandi í framhaldi af því, má búast við málshöfðun á hendur fleiri trúfélögum, t.d. Aðventistum.

Það kemur að því, fyrr eða síðar, að trúfélög verði að sætta sig við takmarkað frelsi til að mjólka peninga af saklausu og varnarlitlu fólki.

Ef við hugsum okkur einstakling sem er með 2.000.000.- íslenskra króna í tekjur á ári, borgar hann á ári sem:

Þjóðkirkjunnar maður: ca. 10.000.- (sóknargjald)

Aðventisti: ca. 200.000.- (tíund) (+ 10.000.- sóknargjald)

Trúleysingi: ca. 10.000.- (sem rennur til Háskóla Íslands)

Sum trúfélög hafa svo kallað "frjálst framlag", en flest kristnu trúfélögin ætlast til 10% af brúttótekjum einstaklings.

Að auki þiggja trúfélög gjafir í formi peninga, landareigna, húseigna og annarra lausafjármuna og hafa úr nógu af moða á krepputímum.

Þjóðkirkjan fær hlutfallslega minnst allra trúfélaga á Íslandi eftir því sem ég fæ best séð.

Sigurður Rósant, 29.5.2009 kl. 19:01

20 Smámynd: Mofi

Rósant, ég hef aldrei verið "rukkaður" um tíund í minni kirkju þótt að á mjög löngu tímabili lét ég kirkjuna aldrei fá neitt. Tíund er engin skylda í minni kirkju, fólk velur hvort það borgar og hve mikið.

Mofi, 29.5.2009 kl. 20:37

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Flestir Aðventistar greiða með glöðu geði sína 'tíund', eftir því sem ég best veit. Það gera meðlimir annarra kristinna trúfélaga líka. Ég minntist aldrei á að menn væru 'rukkaðir' um tíund, en forystusauðir safnaðanna minna sauðina oft á að nú vanti fé til hins eða þessa. Samskotabaukur eða veiðiháfur er þá látinn ganga á milli manna í lok samkomu. Í hann falla ófáar krónur sem stundum eru notaðar til að greiða laun og kostnað starfsmanna safnaðanna. 

Þannig eru sauðirnir að vissu leyti 'rukkaðir', úr því að þú álpaðist til að nota það orðalag.

Sigurður Rósant, 29.5.2009 kl. 21:50

22 Smámynd: Mofi

Rósant, enginn rukkaður þannig heldur og starfsmenn kirkjunnar engan veginn á háum launum.

Mofi, 30.5.2009 kl. 00:39

23 Smámynd: Sigurður Rósant

Frumkristnir fóru ekki fram á tíund, heldur allt sem viðkomandi átti. Sjálfur Heilagur Andi var ávallt viðbúinn og gaf Satani fyrirvaralaust leyfi til að kála þeim á staðnum sem svikust undan, eins og kemur glögglega fram í sögunni um hjónin Ananías og Saffíru í Postulasögunni 5. kafla.

"En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar, en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. En Pétur mælti: "Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði." Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu. En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu. Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki, hvað við hafði borið. Þá spurði Pétur hana: "Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?" En hún svaraði: "Já, fyrir þetta verð. Pétur mælti þá við hana: "Hvernig gátuð þið orðið samþykk um að freista anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra, sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út." Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana dauða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar. Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla, sem heyrðu þetta."

Hvar var kærleikurinn? Kannski á sveimi eins og 'bekemone' einhvers staðar meðal hindúa og búddista í Austurlöndum fjær.

Nei, Andrés og Mofi. Vísindakirkjan verður ekki dæmd, því það skapar fordæmi sem getur orðið til þess að allir trúsöfnuðir verði teknir sams konar kverkataki og settar stífar reglur um innheimtu tíundar og söfnun í 'betlibauka'.

Sigurður Rósant, 30.5.2009 kl. 09:54

24 Smámynd: Mofi

Rósant, þarna ertu með dæmi þar sem hjón reyndu að blekkja eða ljúga og af einhverjum ástæðum þá brást Pétur svona við. Þú virðist álykta að þegar einhver hlýtur refsingu eða dóm þá er það ekki kærleiksfullt en ég er ósammála.

Kannski verður vísindakirkjan dæmd enda virðist vera mikil löngun til þess í sumum löndum og kannski verður það bara gott fordæmi. En kannski hræðilegt fordæmi sem skaðar trúfrelsi.  Ég rakst á heimasíðu vísindakirkjunnar og ég get ekki neitað því að þetta er flottasta heimasíða kirkju sem ég hef séð, sjá: http://www.scientology.org/ 

Mofi, 30.5.2009 kl. 10:57

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "ég sannarlega sé stóran mun á ruglinu sem er þarna í gangi og það sem gerist í minni kirkju enda allir velkomnir þangað og ekkert að fela."

Hér ertu Mofi aðeins kominn yfir strikið í yfirlýsingum.

Getur þú t.d. upplýst mig um hve margra krónur Aðventkirkjan í Reykjavík innheimti sem 'frjáls framlög' (tíund) hjá meðlimum sínum árið 2008?

Og hve sama kirkja innheimti gegnum ríkið?

Og hve sama kirkja innheimti sem 'frjáls framlög' á samkomum frá safnaðargestum?

Og hve sama kirkja greiddi til viðhalds eigna og í launagjöld starfsmanna krikjunnar?

Held þú getir þetta ekki, því þessar tölur eru faldar.

Sigurður Rósant, 30.5.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband