Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 09:53
Kæri Páfi, ég(Jesús) er kominn aftur! Kveðja Bahá'u'lláh
Í vangaveltum mínum um falsspámenn og falskrista og rökræðum við nokkra Bahai þá rakst ég á eitthvað mjög forvitnilegt. Bréf frá Bahá'u'lláh til páfans sem hann sendi árið 1863. Í bréfinu sem Pope Pius IX fékk þá lýsir Bahá'u'lláh því yfir að hann sé Jesús og er kominn aftur, konungur konunganna og að páfinn ætti að veita honum viðeigandi lotningu. Hérna er smá sýnishorn úr þessu bréfi og mynd af Bahá'u'lláh til hægri við það:
The Summons of the Lord of Hosts, para. 1.102, p. 54-55
O Pope! Rend the veils asunder. He Who is the Lord of Lords is come overshadowed with clouds, and the decree hath been fulfilled by God, the Almighty, the Unrestrained. Dispel the mists through the power of thy Lord, and ascend unto the Kingdom of His names and attributes. Thus hath the Pen of the Most High commanded thee at the behest of thy Lord, the Almighty, the All-Compelling. He, verily, hath again come down from Heaven even as He came down from it the first time. Beware that thou dispute not with Him even as the Pharisees disputed with Him without a clear token or proof. On His right hand flow the living waters of grace, and on His left the choice Wine of justice, whilst before Him march the angels of Paradise, bearing the banners of His signs. Beware lest any name debar thee from God, the Creator of earth and heaven. Leave thou the world behind thee, and turn towards thy Lord, through Whom the whole earth hath been illumined.
...
Beware lest human learning debar thee from Him Who is the Supreme Object of all knowledge, or lest the world deter thee from the One Who created it and set it upon its course. Arise in the name of thy Lord, the God of Mercy, amidst the peoples of the earth, and seize thou the Cup of Life with the hands of confidence. First drink thou therefrom, and proffer it then to such as turn towards it amongst the peoples of all faiths. Thus hath the Moon of Utterance risen above the horizon of wisdom and understanding
Meira um þetta hérna: http://www.planetbahai.com/cgi-bin/articles.pl?article=166
Ég vildi óska þess að hafa getað séð svipinn á páfa þegar hann las þetta! Páfarnir hafa sjálfir verið afskaplega yfirlýsingaglaðir um hve frábærir þeir séu en ég er ekki frá því að Bahá'u'lláh hafi verið nálægt því að toppa þá.
Er einhver vafi á því að Bahá'u'lláh sé falskristur? Ekki ef maður miðar við þá lýsingu sem Jesús og postularnir gefa af endurkomu Hans. Hérna eru nokkur dæmi:
Matteusarguðspjall 24
24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.
Hérna kemur fram að þegar Kristur kemur aftur þá mun Hann reisa hina dánu upp frá dauðum en Bahá'u'lláh sannarlega gerði ekkert slíkt.
Jóhannesarguðspjall 6
39En sá er vilji þess sem sendi mig að ég glati engu af öllu því sem hann hefur gefið mér heldur reisi það upp á efsta degi. 40Því sá er vilji föður míns að hver sem sér soninn og trúir á hann hafi eilíft líf og ég mun reisa hann upp á efsta degi.Markúsarguðspjall 14
61En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: Ertu Kristur, sonur hins blessaða?
62Jesús sagði: Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins.Daníel 7
13Ég horfði á í nætursýnum og sá þá einhvern koma á skýjum himins,
áþekkan mannssyni. Hann kom til Hins aldna og var leiddur fyrir hann.
14Honum var falið valdið, tignin og konungdæmið og allir menn, þjóðir og tungur
skyldu lúta honum. Veldi hans er eilíft og líður aldrei undir lok, á konungdæmi hans verður enginn endir.
Það getur verið að það hljómi ágætlega að það eru margar leiðir til Guðs og að Guð opinberi sig á mismunandi hátt á mismunandi tímum en Bahá'u'lláh stenst engan veginn kröfur Biblíunnar til spámanna og hvað þá endurkomu Krists. Ég vona að þeir Baháar sem ég þekki móðgist ekki við þetta en ég trúi að þeir eru á villigötum sem gæti kostað þá eilífa glötun.
Trúmál og siðferði | Breytt 1.10.2008 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (194)
29.9.2008 | 13:43
Próf fyrir þá sem segjast vera spámenn Guðs
Biblían gefur nokkur atriði sem við getum notað til að komast að því hvort að persóna sé raunverulega að fá orð eða sýnir frá Guði eða ekki. Þessi atriði eru eftirfarandi:
- Spádómar alvöru spámanns munu rætast ( Jeremía 28:9 )
- Spámaður Guðs mun sækjast eftir því að gefa Guði dýrðina en ekki upphefja sjálfan sig. (Jóhannesarguðspjall 16:13 )
- Spámaðurinn sér ekki sjálfur um að túlka þær sýnir sem hann fær ( 2. Pétursbréf 1:20,21 )
- Spámaður Guðs sækist ekki eftir vinsældum heldur er heiðarlegur og bendir fólki á óþægilegu syndir þeirra.
- Spámaður Guðs heimtar ekki peninga fyrir að koma til skila boðskap frá Guði; er ekki í þessu fyrir peninga.
- Hann agar kirkjuna til að fylgja Guði betur, láta af vondri hegðun og vera rík af góðverkum ( 1. Korintubréf 14:3,4 )
- Hans boðskapur er í samræmi við Biblíuna, þá opinberun sem Guð hefur þegar gefið ( Jesaja 8: 20 )
- Spámaðurinn hefur kristinn karakter, góð hegðun og ríkur af góðum ávöxtum ( Mattheusarguðspjall 7:16-20 )
- Sannur spámaður hlýðir vilja og lögum Guðs ( 5. Mósebók 18:18 )
Nútíma miðlar falla á þessum prófi. Þeirra spár rætast oft ekki. Þeir virðast hafa meiri áhuga á peningum en að gefa Guði dýrðina. Þeir sjaldnast benda á synd eða vara við komandi dómi eins og öllum sönnum kristnum einstaklingum ber að gera. Þeir í mörgum tilfellum nota stjörnufræði, lesa úr lófa eða hafa samband við anda - allt sem er fordæmt af orði Guði.
Þeir spámenn sem ég síðan tel ekki uppfylla þessi skilyrði eru eftirtaldir:
- Joseph Smith - mormóna kirkjan
Ég tel Joseph Smith falsspámann vegna þess að hann setti sín orð ofar Biblíunni og hans kenningar eru margar hverjar allt öðru vísi en Biblían kennir. - Bahá'ulláh - Baháí trúin
Ég tel Bahá'ulláh vera falskrist vegna þess að hann sagði að hann væri Kristur kominn aftur en það passar ekki við lýsingu Biblíunnar á endurkomu Krists.
Matteusarguðspjall 24
24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir. 26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er.
Opinberunarbókin 1
7Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen. - Charles Taze Russell
Spáði oft fyrir um heimsendi og fleiri atriðum sem rættust ekki ásamt mögum öðrum kenningum sem passa ekki við boðskap Biblíunnar.
26.9.2008 | 12:37
Sendir Guð ennþá spámenn til mannkyns?
Biblían var skrifuð af spámönnum og í Biblíunni er að finna marga spámenn sem við höfum engin handrit eftir. Til dæmis þá er talað um að dætur Filippusar höfðu spádómsgáfuna.
Postulasagan 21
7Við komum til Ptólemais frá Týrus og lukum þar sjóferðinni. Við heilsuðum trúsystkinunum og dvöldumst hjá þeim daglangt. 8Daginn eftir fórum við þaðan og komum til Sesareu, gengum inn í hús Filippusar trúboða, sem var einn af þeim sjö, og dvöldumst hjá honum. 9Hann átti fjórar ógiftar dætur, gæddar spádómsgáfu.
En sendir Guð ennþá spámenn til mannkynsins? Ég held að Jesú hafi gefið okkur góða ástæðu til að álykta að svo er.
Matteusarguðspjall 24
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.
28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er.
Ef að það verða falsspámenn þá hljóta að vera sannir spámenn ekki satt? Annars hefði Jesú sagt að ekki hlusta á neinn sem segðist vera spámaður því að það myndu aldrei koma neinir spámenn framar. Þegar við lesum um gjafir andans þá er spádóms gáfan ein af þeim sem geta verið í kirkjunni ( Fyrra Korintubréf 12:10 )
Hvað finnst fólki, myndi Guð halda áfram að senda spámenn til kirkju sinnar eftir postulana eða er Guð alveg hættur að eiga þannig samskipti við sína kirkju?
25.9.2008 | 13:00
Þegar hatur og vonleysi ná völdum
Þegar einhver sér enga leið til þess að lífið geti nokkur tíman verið "gott", þegar einstklingur missir alla von þá er voðinn vís. Þegar maður blandar því saman við hatur vegna andlegs ofbeldis og einangrunar þá geta svona ódæðisverk gerst.
Vonin er eitt af því mikilvægasta sem við mennirnir höfum og án vonar þá getur lífið orðið að matröð sem virðist ætla aldrei að taka enda fyrir marga. Hérna á Íslandi eru það u.þ.b. 3-4 einstaklingar sem fremja sjálfsmorð í hverjum mánuði. Útilokað að vita hve margir af þeim gera þetta vegna þess að einhver gerði þeim lífið óbærilegt á unglingsárum og misstu trúna að geta lifað lífi þar sem þeir eru ekki einir. Þeir sem verða fyrir þannig og eru það langt leiddir að þeir vilja frekar deyja en að lifa þá er ekki svo langur vegur í að ákveða að taka einhverja með sér. Við erum líklegast heppin hve fáir hafa ákveðið að taka einhverja með sér þegar þeir ákveða að stimpla sig sjálfa út.
Mér finnst það vera huggun að alvöru kirkja á að vera staður þar sem þú átt fjölskyldu að. Það er verðugt verkefni að finna leiðir til að hjálpa þessu fólki sem hefur sokkið svona djúpt og vonandi finna einhverjir fyrir þeirri köllun. Ég trúi því að það sem þessu fólki vantar meira en nokkuð annað er von og það er kjarni fagnaðarerindisins, vonin að Guð muni laga þennan heim og gefa okkur líf í fullri gnægð.
Vil enda þetta á orðum Krists þar sem Hann talar um skyldu og heiður sérhvers kristins einstaklings þegar kemur að því að hjálpa þeim sem eru í neyð.
Matteusarguðspjall 25
34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.
Ódæðismaðurinn hringdi í vin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 17:21
Konunglegur flækingur
Þetta er alveg stórkostlegt dýr og væri frábært að sjá það almennilega. Nokkur dýr hafa svona konunglegan virðuleika yfir sér og örninn er eitt þeirra. Kötturinn minn hefur þennan eiginleika líka þangað til að hann opnar munninn en það er önnur saga
Kannski maður keyrir í gegnum Hafnafjörðin í þeirri von að sjá þetta magnaða dýr.
Hérna eru fróðleg myndbönd sem fjalla um þá stórkostlegu hönnun sem liggur á bakvið þann eiginleika fugla að geta flogið: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/intricacies-of-flight
Alveg finnst mér það magnað að einhverjir geta efast um tilvist skapara þessara dýra!
Sjaldséður flækingur á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 11:32
Hin órökrétta Bahai trú
Ég upplifi Bahai trúnna sem eitt af því órökréttasta sem ég veit um. Þetta kannski hljómar eins og árás á aðra trú en þetta er aðeins eðlileg gagnrýni sem ákveðinn Bahai hérna á blogginu gaf mér ástæðu til að gera.
Saga
Á því herrans ári, 1844, þá kom fram maður að nafni Mirza Ali Muhammad og sagðist vera "Báb" sem útlegst "hliðið". Hann sagði að Guð hefði valið hann til að byrja nýja trúarhreyfingu. Hann var 25 ára þegar þetta gerðist. Þar sem hann bjó í Íran og múslimar litu á þetta sem hina verstu villutrú þá var hann álitinn villutrúmaður og var ofsóttur og tekinn af lífi 1850. Einn af fylgjendum hans var Persi að nafni Mirza Husayn-Ali og 1863 þá hélt hann því fram að hann væri sá sem átti að koma á eftir Bábann og væri "The great manifestation of God" sem Bábinn sagði að myndi koma. Hann tók upp titilinn "Bahá'ulláh" sem útlegt "dýrð Guðs". Eftir þessar yfirlýsingar þá var var hann fangelsaður af múslimum og flúði til Palestínu þar sem hann síðan skrifaði þau rit sem eru núna litin á sem heilög af Bahai meðlimum. Þegar Bahá'u'lláh dó árið 1892 þá tók sonur hans við en þá aðeins sem túlkandi kenninga en ekki sem önnur opinberun Guðs.
Bahai trúin
Það sem er sérstakt við Bahai trúnnar er að hún segir að mörg trúarbrögð mannkyns koma frá Guði og eru aðeins mismunandi opinberanir frá Guði eins og fólk þurfti á að halda eða gat skilið. Það er að segja að Guð á að vera á bakvið Búddisma, Hindúisma, Íslam, Gyðingdóminn og Kristni. Þetta er svona svipað og það yrði stofnaður stjórnmálaflokkur á Íslandi sem segði að allir þessir mismunandi hópar væru allir sammála.
Skoðum aðeins hvað þessi trúarbrögð kenna til að átta okkur betur á þessu atriði.
Búddismi
Búddismi kennir að það er enginn Guð. Dáldið undarleg opinberun frá Guði að láta einn af sínum "spámönnum" segja að hann er ekki til.
Hindúismi
Hindúar trúa á einn aðal guð sem er ekki hægt að þekkja. Eina leiðin til að nálgast hann á er á mjög takmarkaðan hátt er í gegnum alls konar litla undir guði. Einnig trúa hindúar á endurholdgun og að látnir ættingjar gætu hafa endurfæðst sem kýr, þess vegna eru þær heilagar á Indlandi. Þetta er eitthvað sem Bahai er engan veginn sammála en líklegast trúa að þetta var það sem fólkið þurfti að trúa á einhverjum tíma punkti. Persónulega finnst mér það órökrétt að einhver hafi einhvern tíman þurft að trúa þessu; þarf Guð að ljúga til að hjálpa einhverjum samfélagshópi?
Islam
Eitt af því sem Múhammeð kenndi var að hann væri síðasti spámaðurinn sem guð myndi senda. Þess vegna þegar stofnendur Bahai segjast vera spámenn guðs þá fauk mjög í múslima. Þegar þeir síðan bæta því við að þeir eru komnir til að uppfæra Múhammeð, þá var fokið í flest skjól og eins og áður kom fram var sá fyrsti tekinn af lífi og "Bahá'ulláh"settur í útlegð.
Islam og kristni eru síðan ósammála um hvort að Kristur hafi dáið á krossinum en í því tilviki þá er Bahai sammála kristni, sjá: http://www-personal.umich.edu/~jrcole/bahai/bhjesu.htm
KristniBahai er sammála kristni með að Kristur dó á krossinum til fyrirgefningu synda. Þeir eru samt ekki sammála Jesú þegar Hann segir að Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn komist til Guðs nema fyrir hann.
Jóhannesarguðspjall 14
6Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. 7Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.
Bahai trúa að 1844 hafi spádómur í Gamla Testamentinu ræst varðandi endurkomu Krists og hann hafi ræst í Mirza Ali Muhammad. Þetta er sami spádómur og bjó til Millerrite hreyfinguna og varð upphafið að Aðvent kirkjunni. Millerrite hreyfingin og Bahai misskilja þennan spádóm og í rauninni stórmerkilegt að einhver skildi skilja hann á þann veg að hann þýddi endurkomu Krists. Hérna eru versins sem um ræðir:
Daníel 8
13Þá heyrði ég á mál heilagrar veru og önnur heilög vera spurði viðmælanda sinn: Hve lengi mun svo verða sem sýnin boðar að hin daglega fórn verði afnumin vegna misgjörða, helgidómurinn yfirgefinn og herskarinn fótum troðinn? 14Hann svaraði mér: Tvö þúsund og þrjú hundruð kvöld og morgna. Þá verður helgidómurinn hreinn á ný.
Ekkert um Krist og ekkert um endurkomu.Spurningin hérna er hvað þýðir það að helgidómurinn verði hreinn. Það er afskaplega langsótt að segja að Mirza hafi uppfyllt þennan spádóm árið 1844 og hvað þá að það hafi verið endurkoma Krists. Að minnsta kosti passar það ekki við lýsingu Biblíunnar á endurkomu Krists.
Samantekt
Það sem stendur upp úr öllu þessu er ósamræmið á milli þessara trúarbragða og ósamræmi milli þeirra og Bahai. Maður stendur frammi fyrir þremur valkostum, annað hvort var Guð mjög ringlaður og gaf sínum opinberendum mjög misvísandi skilaboð, eða Guð laug aftur og aftur eða eitthvað af þessum mönnum voru ekki opinberendur Guðs.
Ég leyfi mér að álykta að eini rökrétti valmöguleikinn hérna er að eitthvað af þessum mönnum sem héldu því fram að þeir væru opinberendur Guðs voru það ekki.
Sköpun eða þróun
Bæði í Kristni og Islam þá er Guð sá sem skapar og hafna darwiniskri þróun þar sem tilviljanir og náttúruval býr allt til. Meira um hvað Islam trúir um sköpun er að finna hérna: http://islam.about.com/od/creation/a/creation.htm og hérna: http://www.harunyahya.com/ og stutt tilvitnun frá Múhammeð:
Kóraninn - Súra (10:3)
created the Heavens and the Earth in six days, then He settled Himself on the throne; He manages everything
Bahai virðist að mjög miklu leiti samþykkja þróunarkenningu Darwins en afneitar því að tilviljanir og náttúruval hafi skapaði mannkynið. Hafnar því að náttúrulegir ferlar hafi gefið mannkyninu siðferði og sálina sjálfa. Svo í grunninn afneita þeir kenningu Darwins en vilja láta sem svo að þeir samþykki hana með því að samþykkja mikinn aldur jarðarinnar og að Guð leiðbeindi "þróun" mannsins til þess forms sem við finnum okkur í. Grein sem reynir að útskýra mjög svo flókin viðhorf Bahá'ulláh til þróunarkenningar Darwins, sjá: http://www.planetbahai.org/cgi-bin/articles.pl?article=303
Hið sorglega þarna sjáum við Bahá'ulláh til gleypa þá lygi sem var vinsæl á þessum tímum að fóstur manna breytist á þroska stigi sínu og þær breytingar væru eins og þróunarsaga mannkyns. Þetta var kenning sem fékk nafnið "Law of Recapitulation" og "vísindamaðurinn" sem kom fram með hana, heitir Ernst Haeckel, laug og falsaði teikningar til að styðja sína trú, sjá: http://www.pathlights.com/ce_encyclopedia/Encyclopedia/17rec03.htm
Spámenn Biblíunnar sönnuðu sig í mörgum tilfellum með spádómum eða kraftaverkum en Bahá'ulláh og Mirza Ali Muhammad að ég best veit gerðu ekkert til að sanna að þeir væru alvöru spámenn og hvað þá Kristur kominn aftur. Bæði kristnir og múslímar bíða endurkomu Krists þar sem Hann dæmir lifendur og dauða og í því tilfelli þá er Bahai ósammála.
Þetta og meira til segir mér að Bahai trúin er ekki rökrétt og þar af leiðandi ekki sönn og allar athugasemdir frá Baháum eru mjög vel þegnar til að útskýra hvernig þeir sjá þetta allt saman. Biðst vel virðingar ef ég fallbeygi Bahai og öll þessi nöfn eitthvað vitlaust, vel meint allt saman.
19.9.2008 | 10:05
Pútin klæðir Stalín upp sem engil
Eitthvað er í gangi í Rússlandi þessa dagana og ekki bara hernaðarbrölt þeirra. Eitt af því sem Pútin virðist standa á bakvið er að láta Stalín líta ekki út fyrir að hafa verið illmenni. Hérna er frétt sem fjallar um þetta: Stalin's mass murders were 'entirely rational' says new Russian textbook praising tyrant
Það sem málið snýst um er að skólabækur sem halda því fram að Stalín hafi brugðist rökrétt við þjóðfélagslegum aðstæðum þegar hann var við völd. Hvað er í gangi hjá stjórnvöldum þegar þau reyna að réttlæta morð á 20 miljónum saklausum borgurum?
Ég vil minna á að Stalín var harður darwinisti. Eftir að hann las bók Darwins "Uppruni tegundanna"varð Stalín guðleysingi og endurskoðaði sín áform um að starfa hjá Rússnesku rétttrúnaðar kirkjunni og fór út í stjórnmál. Þar tók hann upp arfleifð Leníns, annar morðóður darwinisti. Ef að Stalín gerði eitthvað gott þá skiptir það engu máli í skugga allrar þeirra illsku sem hann leiddi yfir heiminn og aðalega sína eigin þjóð. Sá eini sem getur keppt við Stalín í illsku er Maó sem talið er að hafi borið ábyrgð á dauða 77 miljóna manna. Auðvitað var Maó líka gallharður darwinisti. Síðan vilja sumir menn útrýma kristni úr landinu af því að hún er svo slæm; flestir þeirra aðhyllast auðvitað kenningar Darwins. Hvernig ætli standi á því að fjölda morð á skala sem heimurinn hefur aldrei séð áður vill svo til að kemur frá mönnum sem aðhylltust darwinisma?
Vonandi fer fólk að vakna upp við að þessi hugmyndafræði er af hinu vonda og það er ekkert vísindalegt við hana.
Rice gagnrýnir Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
18.9.2008 | 16:40
Segir Kaþólska kirkjan að þróunarkenning Darwins samræmist Biblíunni?
Það er frétt á visir.is um að Kaþólska kirkjan samþykkir þróunarkenningu Darwins, sjá: Þróunarkenning Darwins samræmist biblíunni segir Vatíkanið
Það sem þarf að hafa í huga þegar þetta er metið er hver kenning Darwins var og hvernig hún lýtur út í dag. Þegar Darwin kom fram með sína kenningu þá var náttúruvalið aðal atriðið því að hvað orsakaði fjölbreytileika dýranna eða breytingu á tegund var honum óþekkt. Honum til ama þá neyddist hann til að nota orðið "tilviljun" til að lýsa því. Þegar menn endur uppgvötuðu erfðalögmál Mendels þá kom babb í bátinn fyrir hugmynd Darwins. Það sem bjargaði því var uppgvötun að lífverur geta orðið fyrir stökkbreytingum. Með smá aðlögun að hugmyndum Darwins þar sem tilviljanakenndar stökkbreytingar bættust við urðu að það sem margir vilja kalla neo Darwinisma eða "Modern evolutionary synthesis"
Lykil atriðið hérna er að þetta ferli er tilviljanakennt, það er enginn sem leiðbeinir því.
Svo spurningin er, samþykkir Kaþólska kirkjan að t.d. mannkynið hafi orðið til með tilviljunum og náttúruvali og Guð kom þar hvergi nálægt?
Glöggir lesendur geta séð að þarna er yfirlýsing frá núverandi páfa um að við ( mannkynið ) er ekki tilgangslaus afurð þróunar. Svo hvað er í gangi þarna? Bara eins og vanalega, fólk bullar eitthvað sem hefur enga þýðingu. Annað hvort er mannkynið tilgangslaus afurð þróunar eða ekki. Ef mannkynið er ekki tilgangslaus afurð þróunar þá hafði Darwin rangt fyrir sér. Ef menn vilja einhver aðra útgáfu af því sem Darwin kom með eins og að Guð hafi leiðbeint þróuninni þá þeir um það en þeir eru þá ósammála Darwin. Þeir sem vilja að Guð leiðbeindi þróuninni þá verða þeir að minnsta kosti skilja að darwinisk þróun er óleiðbeind. Á ensku þá hljómar það svona "God can't guide an unguided process".
Kannski segir Kaþólska kirkjan að þróunarkenning Darwins samræmist Biblíunni en núverandi páfi er ósammála því miðað við hans eigin orð; nema hinn óskeikuli páfi hafi skipt um skoðun. Hérna er síðan grein á vefsíðu Vatikansins um þróunarkenningu Darwins og sköpun mannsins, sjá: Human Persons Created in the Image of God
17.9.2008 | 15:04
Góðu fréttir guðleysingja
Þegar lærisveinarnir fóru fyrst að boða þá voru þeir að boða fagnaðarerindið. Ástæðan var sú að þetta voru góðar fréttir; í rauninni þær bestu sem hægt er að ímynda sér. Að sú þjáning sem við lifum við í dag er ekki endanleg, að dauðinn hefur verið sigraður og það er von um líf í fullri gnægð.
En hvað er það sem Vantrú og aðrir guðleysingjar eru að boða? Eru það góðar fréttir? Þeir telja sig boða eitthvað stórkostlegt og nýtt. Sumir þeirra rakka niður hinar og þessar kirkjur ( og er sum gagnrýnin réttlát ) og aðrir gera grín að hverjum sem dirfist að trúa öðruvísi en þeir.
Hvaða boðskap hafa þeir fram að færa til fólks sem er t.d. í stöðu einhvers á sextugs aldri og er lamaður? Hvaða er það annað en vonleysi sem þessi trú/lífsskoðun þessara manna býður upp á?
Það versta við þennan boðskap guðleysingja, er að þeir setja hann fram í nafni vísinda. Þeir fullyrða að þetta er það sem vísindarlegar rannsóknir hafa sannað, og öllum ber að trúa þeim af því að það er vísindalegur sannleikur og algjörlega óskeikull fyrir vikið. Fyrir mitt leiti er það allt annað og guðleysi sérstaklega óvísindalegt.
Líklegt andsvar guðlausra:
Það sem guðlausir eru líklegastir til að koma með gagnvart þessu er að Guð hljóti að vera vondur fyrst að Hann leyfir svona hlutum að gerast. Of langt mál að svara því hér og læt duga að benda á grein sem glímir við þá spurningu, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Ég er að minnsta kosti þakklátur fyrir þá von sem ég hef og óska öllum hins sama.
Guð blessi ykkur öll, sérstaklega Vantrú.
Vildi að ég fyndi til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 15:52
Eru sköpunarsinnar hættulegir öðrum jarðarbúum?
Hérna er ég að svara grein Svans nokkurs Bahaista sem er að finna hérna: Sköpunarsinnar í USA eru hættulegir öðrum jarðarbúum.
Þessi grein hans er troðfullt af rugli og vitleysu! Vildi að ég gæti orðað það mildara en sé ekki góða leið til þess án þess að byrja að ljúga. Hérna fyrir neðan svara ég greininni lið fyrir lið.
Svanur
Ef þú kallar þróun feril frá einföldum lífverum til flókinna, geta líffræðingar bent þér á að það sé ekki allskostar rétt. Ef þú kallar þróun kenninguna um að hinir hæfustu komist af, munu líffræðingar segja þér að það sé aðeins hluti af mörgum þáttum sem stjórna þróun. Fullyrtu að að þróun sé staðreynd og líffræðingar munu segja þér að hún sé líka kenning.
Ef umræðan er breyting yfir tíma þá er enginn ósammála því. Dýr breytast með tímanum og allt það. Ef þróunin sem um ræðir að einfrömungar urðu að Einstein með tíma, náttúruvali og tilviljunum þá kemur upp ágreiningur. Breyting er staðreynd en darwinisk þróun sem ætlar að útskýra alla náttúruna með náttúruvali og tilviljunum er guðleysis afsökun fyrir augljósum merkjum hönnunar Guðs sem við sjáum allsstaðar í náttúrunni.
Svanur
Þú þarft engar skýringar því þú hefur allt sem til þarft í hnotskurn í sköpunarsögu Biblíunnar. Og það er satt, vegna þess að efnislega er sköpunarsagan svo einföld að hún rýmast auðveldlega í hnotskurn.
Þú þarft helling af upplýsingum og rannsóknum á hvernig sköpunarverkið er en nei, þú þarft ekki að búa til skáldsögur um hvernig röð af tilviljunum fór að því að búa til meðvitund mannsins, samviskuna og mörg af þeim ótrúlegustu vélum sem við vitum um í náttúrunni eins og t.d. þetta hérna: Mótorinn sem Guð hannaði
Aðeins spurning um hvað er rökréttasta svarið miðað við þau gögn sem við höfum. Eru náttúrulegir ferlar líklegir til að búa til forritunarmál, mótora, og tölvur (heili dýra)? Eru til gögn sem sýna fram á sköpunarmátt þeirra? Svarið er hreint og klárt NEI. Eru til gögn sem sýna fram á sköpunarmátt vitsmuna? Svarið við því er risastórt Já!
Svanur
Þessu er því miður ekki eins farið í Bandaríkjunum. Þetta skýrir að hluta þá gjá sem er að myndast milli heimsmyndar Bandaríkjamanna og Evrópumanna
Hérna sýnir Svanur algjöra fáfræði á þessu efni. Sköpunarsinnar í Bandaríkjunum eru ekki að berjast fyrir því að sköpunarsagan sé kennd sem sannleikur. Hvergi í Bandaríkjunum er hún kennd sem sannleikur nema þá einkaskólum sem kristnir reka. Það eina sem sköpunarsinnar berjast fyrir er að þróun sé ekki kennd sem heilagur sannleikur og að vandamálin sem kenningin augljóslega glímir við eru kennd en ekki falin. Að nemendur eru fræddir um þessi mál en ekki heilaþvegnir.
Svanur
Í dag reyna fáir sköpunarsinna að nota vísindi að einhverju ráði til að verja þá fásinnu að jörðin sé aðeins 6000 ára gömul og að allar lífverur jarðarinnar fyrr og síðar hafi myndast í því formi sem þær eru fyrir skipun Guðs og þær hafi síðan siglt með Nóa í syndaflóðinu
Rökvillan ad populum hérna í algleymi...
Svanur
Nú er svo komið að vinsælustu stjórnmálmenn Bandaríkjanna eru dyggir stuðningsmenn hinnar biblíulegu sköpunarkenningu. Þar með vísa þeir á bug niðurstöðum sem byggja á fjölda mismunandi vísindagreina og sanna að þróun er hluti af náttúrunni.
Getur þú bent á staðreyndir sem stangast á við Biblíulega sköpun? Það er miklu frekar þeir sem aðhyllast Darwinisma sem þurfa að vísa á bug niðurstöðum og þekkingu.
Svanur
Þeir draga þar með í efa fjölda vísindalegra staðreynda sem eru undirstöðuatriði í líffræði, læknisfræði, efnafræði og jafnvel stærðfræði
Geturðu stutt þetta með rökum og gögnum? Fyrir mig er þetta gróft skítkast!
Svanur
Þannig virkar t.d. geislafræðin ekki í þeirra augum því hún sannar að til eru hlutir í alheiminum og á jörðinni sem eru meira 6000 ára gamlir.
Nei, hún virkar ekki af því að hún byggir á óþekktum ályktunum; oftar en ekki frá guðleysis Darwinisma. Að einhverjum detti í hug að treysta mælingum sem enginn hefur getað sannreynt á sýnum sem við vitum aldurinn á er ótrúlega vitlaust. Þetta er einfaldlega gagnrýnin hugsun, að ekki gleypa öllu hráu heldur að... Efast smá
Svanur
Nú reyna pólitíkusar sem aðhyllast sköpunarsöguna meira að segja að fá skóla til að breyta gildi Pi til samræmis við þá tölu (slétta 7) sem grunnflötur musteri Salómons í Biblíunni var reiknaður út frá.
Ertu með einhver gögn sem styðja þessa þvælu? Ég svo sem ber ekki ábyrgð á öllum þeim sem aðhyllast sköpun en ég efast um að þetta sé satt.
Svanur
Fáfræði er skaðleg og sköpunarkenningin sem hluti af pólitískri sannfæringu stjórnmálamanna í Bandaríkjunum gerir þá hættulega öðrum jarðarbúum.
Að trúa að tilviljanir geti sett saman manns andann er ekki hið sama og að vera fróður. Hérna gerist þú brotlegur um að ætla að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Aðeins þeir sem trúa eins og ég eru í lagi og aðrir eru hættulegir mannkyninu, hvorki meira né minna!
Svanur
miðað við afleiðingarnar af afneitun vísinda í þeim mæli sem sköpunarsinnar gera.
Áttu við sköpunarsinna eins og Newton, Michael Faraday, Louis Pasteur, Blaise Pascal, Charlses Babbage, Robert Boyle, David Brewster, Samuel Morse, Matthew Maury, James Joule , Lord Kelvin , Joseph Lister, James Clerk Maxwell og margir fleiri?
Þótt að Bahai þykist taka mark á Móse þá virðist þú gefa algjöran skít í hann og alla þá sem trúa því sem hann skrifaði. Það sem er merkilegt er að Múhammeð er líka með útgáfu af sköpun en þú virðist líka flokka þá þá sem trúa honum sem hættulega jarðarbúum. Ef eitthvað fólk er virkilega hættulegt þá er það fólk sem lýsir því yfir að annað fólk er hættulegt aðeins vegna þess að það hefur aðrar trúar skoðanir en það sjálft!
Ef ég mætti taka stuttlega saman afstöðu sköpunarsinna eða að minnsta kosti minni afstöðu þá er hún sirka svona. Ég trúi að það þurfi vitsmuni til að búa til flóknar vélar eins og þær sem við sjáum í náttúrunni. Að það þurfi mikla þekkingu og tæknilega kunnáttu til að búa til magnaðasta og besta upplýsingakerfi og forritunarmál sem mannkynið veit um eins og DNA er. Þar sem ég trúi að Jesú er Guð og Hann talaði um sköpunina og flóðið sem raunverulega atburði þá treysti ég Honum margfalt betur en ágískunum Darwins og guðleysingja sem rembast við að afsaka eitt af því augljósa í þessum heimi; sköpun þarf skapara.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (71)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar