Sendir Guð ennþá spámenn til mannkyns?

prophets_4.jpgBiblían var skrifuð af spámönnum og í Biblíunni er að finna marga spámenn sem við höfum engin handrit eftir. Til dæmis þá er talað um að dætur Filippusar höfðu spádómsgáfuna.

Postulasagan 21
7Við komum til Ptólemais frá Týrus og lukum þar sjóferðinni. Við heilsuðum trúsystkinunum og dvöldumst hjá þeim daglangt. 8Daginn eftir fórum við þaðan og komum til Sesareu, gengum inn í hús Filippusar trúboða, sem var einn af þeim sjö, og dvöldumst hjá honum. 9Hann átti fjórar ógiftar dætur, gæddar spádómsgáfu.

En sendir Guð ennþá spámenn til mannkynsins?  Ég held að Jesú hafi gefið okkur góða ástæðu til að álykta að svo er.

Matteusarguðspjall 24
23Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. 24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.
28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er.

Ef að það verða falsspámenn þá hljóta að vera sannir spámenn ekki satt?  Annars hefði Jesú sagt að ekki hlusta á neinn sem segðist vera spámaður því að það myndu aldrei koma neinir spámenn framar.  Þegar við lesum um gjafir andans þá er spádóms gáfan ein af þeim sem geta verið í kirkjunni ( Fyrra Korintubréf 12:10 )

Hvað finnst fólki, myndi Guð halda áfram að senda spámenn til kirkju sinnar eftir postulana eða er Guð alveg hættur að eiga þannig samskipti við sína kirkju?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Mófi, eins og einhver sagði.. jesú er löngu komin aftur.. hann er lokaður inn á geðveikrahæli.

Ef það kæmi einhver 'spámaður' myndi trúaða fólkið segja hann haldin illum öndum, eðlilega fólkið segja hann bilaðan á geði og restinn myndi ekki vilja hlusta á hann því hann myndi næstum örugglega ekki segja það sem flestir vildu heyra.

Arnar, 26.9.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum( 2. Pétursbréf, 1 kafli:2vers)

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég er spámaður! Allt sem ég segi er satt og rétt!

Kristinn Theódórsson, 26.9.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Mofi

Arnar, ég held alls ekki.   Bara að skoða sögu þeirra sem menn hafa litið á sem spámenn á síðustu tvö hundruð árum þá sjáum við að þetta er ekki rétt. Menn eins og Jósef Smith fengu fylgjendur en ekki hent á geðveikra hús.

Takk fyrir þetta Guðrún.

Mofi, 26.9.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Mofi

Kristinn
Ég er spámaður! Allt sem ég segi er satt og rétt!
Hefurðu eitthvað til að styðja þessa fullyrðingu?

Mofi, 26.9.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Arnar

Og Joseph Smith gerði hvað.. 'þýddi' egypska greftunarsiði yfir í einhverja nýja biblíu og fann upp galdra nærbrækur.

Ef hann var ekki vísvitandi að skálda þetta upp þá myndi ég giska á að hann hefði átt við einhver geðræn vandamál að stríða.

(Man reyndar ekki hvort það var hann sem fann upp galdra nærbrókina en finnst þær bara svo endalaust mikil snilld að ég varð að minnast á þær)

Arnar, 26.9.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Mofi

Naríurnar hljóta að vera hans mesta afrek :)

Mofi, 26.9.2008 kl. 14:35

8 identicon

Sæll Mofi.

Þetta er góð pæling hjá þér, en engu að síður vill ég fá skjóta einni athugasemd hérna inn.

Við megum ekki gleyma að Guðspjöllin eru skrifuð inn í þroskaðan trúarheim, þar sem margir stórir söfnuðir voru þegar til og starfandi í aktívri díalouge við hvern annan og umheiminn (sem og villusöfnuði).

Við getum því ekki útilokað að Guðspjöllin seti Jesú orð í munn til að svara ágreiningum sem eiga sér stað innan túlkunar og trúariðju mismunandi safnaða. (Ekki nema að við viljum nálgast ritrýni undir handleiðslu yfirnáttúrulegrar opinberunar sem dugar skammt í rökræðu við umheiminn).

Þetta er mögulega punktur til að íhuga, þótt að hann þurfi ekki endilega að vera sannur.

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: Mofi

Blessaður Jakob,

Því miður hljómar þetta eins og ef að þær heimildir sem við höfum um Krist passi ekki við það sem þú telur að Hann hafi sagt eða átt að segja að þá viltu bara flokka það sem skáldskap.  Sammála að það er alveg möguleiki en fyrir mitt leiti þá virkar það eins og um lygar er að ræða og ég tel það ekki samræmast heildar vitnisburðinum.

Mjög forvitinn að vita Jakob, hvernig förum við að því að prófa spámenn til að komast að því að hvort þeir eru falsspámenn eða sannir?

Mofi, 26.9.2008 kl. 14:58

10 identicon

Sæll Mofi.

Ég skil vel hvað þú átt við og er sammála að nokkru leiti.

Þrátt fyrir litlar gloppur þá hef ég aldrei heyrt sannfærandi uppbyggingu á því hvernig atburðarrás ætti sér stað meðal samanþjappaðs hóp lygara. Þvert á mót þá hafa slakar tilraunir til þess sannfært mig um að hér séu um algera hálmstráarfálmun að ræða, þar sem lítið er um trúanlega sagnfræðilega uppbyggingu að niðurrifi loknu.

Annars ætla ég ekki að fara ýtarlegra út í þá sálma, heldur svara spurningu þinni.

Spámenn eru (að mínu mati) versta leið opinberunar frá Guði til manns. hún er auðfalsanleg, bæði í merkingu og verkum. Sjá hollywood kraftaverkarhyski sem snuðar einlægt fólk og þá menn sem stofnað hafa gríðarlega stór trúarbrögð útfrá (meintum guðlegum) vitnisburði sínum einum.

Spámenn GT. voru pólitískir endurbótasinnar og byltingakenndir jafnaðarmenn sem standa og falla með skrifum sínum. Kannski vegna þeirra menningarlegu verðmæta sem þeir skilja eftir sig fá þeir að njóta efans í mínum huga?

En ég dag lít ég á alla sjálfskipaðar framlengingar af guðlegum vilja með fyrirlitningu.

Jakob (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: Árni þór

Svarið er já Guð reisir upp spámenn og þeir starfa í dag, spámenn eru þeir sem tala innblásið hreint og ómengað orð Guðs. Það eru samt einnig til falsspámenn sem starfa undir höfðingjadóm Lúsífers (5. Mósebók 18:9-13).
Jesús mun verða í himninum þar til hann endurreisir alla hluti (Postulasagan 3:21) ,hluti af þeim embættum sem hann endurreisir er 5 falda þjónustan sem er gjöf eingöngu frá honum sjálfum komin (Efesusarbréf 4:11-13), allir sem eru skírðir í heilögum anda með staðfestingu tungutalsins geta flætt í 9 mismunandi gjöfum heilags anda (1 Korintubréf 12:7-11), ein af þeim er spádómsgjöfin sem er eingöngu til uppbyggingar, hvatningar og huggunar. Skírn heilags anda er gefin þeim er tekið hafa við fyrirgefningu í Jesú Kristi fyrir blóð hans sem úthellt var á Golgata.

Árni þór, 26.9.2008 kl. 16:14

12 Smámynd: Mofi

Jakob
Spámenn eru (að mínu mati) versta leið opinberunar frá Guði til manns. hún er auðfalsanleg, bæði í merkingu og verkum. Sjá hollywood kraftaverkarhyski sem snuðar einlægt fólk og þá menn sem stofnað hafa gríðarlega stór trúarbrögð útfrá (meintum guðlegum) vitnisburði sínum einum.

Ég held að ástæðan fyrir því að þú segir að hún er auðfalsanleg er vegna þess að þú kannast ekki við þau próf sem spámaður þarf að standast.  Engin spurning að á síðustu hundrað tvö, hundruð árum höfum við séð marga falsspámenn sem hafa leitt alls konar hörmungar yfir fólk sem féll í gryfjuna.  En spurningin er þá, eigum við þá enga von að Guð muni senda spámann til okkar á tímum sem eru allt öðru vísi en nokkru sinni áður í sögunni?  Eða hafi sent spámann á þessum tímum? 

Trú, von og kærleikur
Svarið er já Guð reisir upp spámenn og þeir starfa í dag, spámenn eru þeir sem tala innblásið hreint og ómengað orð Guðs. Það eru samt einnig til falsspámenn sem starfa undir höfðingjadóm Lúsífers (5. Mósebók 18:9-13).

Veistu um einhverja sem starfa í dag?

Mofi, 26.9.2008 kl. 16:21

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yfirleitt hefur fólk lítinn áhuga fyrir spámönnum Guðs, þeir eru ekki í því að fylla fólk af grillum um hvað það sé sjálft frábært og sé útvalið einsog spámenn Satans gera heldur boða spámenn Drottins iðjulega og alltaf fólki að gjöra iðrun sem er jú algjörlega nauðsynlegt ferli þegar að fólk er búið að meðtaka djöfullega anda, jafnvel frá "kristnum" predíkurum. en ég hef einmitt verið að fjalla um svipaða hluti í mínum tveimur síðustu bloggum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 16:31

14 identicon

Sæll Mofi.

Þú getur vel haft rétt fyrir þér í þessu. Ég furða mig þó á hvaða próf þú ert að tala um? Kraftaverk í NT. eru gerð aðeins í ýtrustu þörf og mikil leynd á að fylgja, því ekki er fólk beðið að trúa út frá táknum. "Vond kynslóð heimtar tákn".

Í GT. eru spámennirnir oftast nær ekki mjög vinsælir í lifanda lífi og eru sumir líflátnir af eigin þjóð. Enda margir með óþægilegan boðskap til þjóðarinnar um endurbót og annað vesen. Stóðust þeir ekki prófið?

 Annars eru þetta aðeins léttvægilegar stundarpælingar sem þarf ekkert endilega að svara. Ég á að vera að gera allt annað hvort eða er núna!

Jakob (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:12

15 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Hefurðu eitthvað til að styðja þessa fullyrðingu?

Hefur einhver einhvern tíman haft eitthvað til að styðja slíka fullyrðingu?

O, ye of little faith!

Mundu hvað Jakob sagði:

"Vond kynslóð heimtar tákn"

Sannarlega ég segi yður, ég er spámaður! Hlýddu á orð mín.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 26.9.2008 kl. 20:44

16 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hér er moli fyrir þig Mofi, frá spámanninum sjálfum, og bókstaflega "moli"

Nýlega fannst hnullungur sem mælist eldri en nokkur annar hnullungur sem mældur hefur verið. Hann hafðist fyrir í Norður Quebeck og mældist 4,28 milljarða ára gamall. Sjá hér.

Mælingarnar byggja á sömu gögnum og þeim sem setja upphaf lífs einnig aftur fyrir milljarða ára markið. Til þess að þú getir haft rétt fyrir þér um aldur lífs þarf mælingum af þessu tagi að skeika 1/713.000.

En þessar sömu mælingar passa við gögnin sem segja þér að jörðin sé gömul - sem þú trúir.

Sannarlega ég segi yður, þér trúið hrossamykju vinur minn.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 26.9.2008 kl. 20:56

17 Smámynd: Árni þór

Já ég veit um nokkra sannkristna spámenn

Árni þór, 27.9.2008 kl. 00:40

18 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæri nafni spámaður.

Las fréttina sem þú bentir á, en getur þú frætt mig um mælitækið sem notað var til að finna þennan aldur, eða a.m.k. aðferðina????

Ég er smeykur um að þú standir í einhverju dýpra en hrossamykju minn kæri.

Kristinn Ásgrímsson, 27.9.2008 kl. 13:46

19 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll nafni.

Þú getur lesið um geislamælingar og ísótópa út um allt, en ekki láta þvaðrið í AiG mönnum villa þér sýn, það er búið að kjöldraga þeirra ó-rök oftar en tekur því að tala um.

Smelltu t.d. hér til að fá útskýringu á máli leikmanna, án þess þó að þú megir taka slóðina persónulega.

En teljir þú vísindin standa í mykjunni þegar þau tala um aldur lífs á jörðu er þér sennilega ekki viðbjargandi. Þá er þess þó óskandi að þú og þínir stundið kirkjur sem mest, en látið stjórnsýslu af öllu tagi ósnerta.

Ég spái því að þú munir dag einn fá vitrun og gráta svo af hlátri yfir sköpunartrú eftir það.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 27.9.2008 kl. 13:59

20 identicon

Það er alveg merkilegt hversu mikið vísindin á bakvið helmingunartíma geislavirkra efna stendur í sköpunarsinnum...

Afhverju hafa þeir aldrei ráðist gegn lotukerfinu og töflunni góðu

Kristmann (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:25

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Hvernig getur einhver sem bara er til í kollinum á fólki sent einhverjum eitthvað?

Við þekkjum öll að jólasveinninn er sagður koma af fjöllum og færa börnunum gjafir, í skóinn, ef börnin eru góð og hlýðin. Við vitum líka að það eru foreldrar barnanna sem setja  gjafirnar í skóinn.

Sömu sjónhverfingum er beitt í sögum um svokallaða "spámenn guðs". Útspekúleraðir loddarar halda við sögum um spámenn og sendiboða guða sem ekki eru til.

Sigurður Rósant, 27.9.2008 kl. 17:45

22 identicon

Sigurður minn ! Afl Guðs sem mennirnir skynja, er eins og útvarpsbylgjurnar . En þegar menn stilla inná L.W er ekki líklegt að þeir heyri eitthvað sem sent er á tíðni F.M .

Þeir sem endilega kjósa sér "tíðni" satans, heyra því aldrei frá Guði  . Einfalt mál, ekki satt ?

Þú getur stillt inná "tíðni" Guðs með því að lesa orð hans, og hafna harðlega lygi "heimsins" . Einnig geta menn nálgast tíðni hans með bænum og kirkjusókn .

conwoy (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:10

23 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Hefur þú lesið Tómasarguðspjall, týnda postulan, hann orðar ýmislegt öðruvísi en hinir fjórir. Hef þetta frá Guðsteini Hauki og konu hans sem skrifar fróðlega ritgerð um tilvist hans. Vonandi geta þau sýnt okkur sögu Tómasar í heild sinni.  En varðandi spámenn, þú segir í lokin að kirkjan viðurkenni spádómsgáfur. Skyldi það hugtak hafa þróast eitthvað með tímanum, það er orðið ansi víðtækt, kemst ég undir verndarvæng Guðs með Tarot spilin mín :) og spákonur og menn með kúlurnar sínar. Þarf nýyrði eða erum við flokkuð undir falsspámenn. Þetta er eins og með símann, hann er endurnýtt orð frá upphafi búsetu á Íslandi ef ekki lengra aftur, þýddi þá lína, snúra eða eitthvað slíkt, snjöll notkun á gömlu orði. En spurning með þetta víðtæka hugtak "spámenn"

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.9.2008 kl. 18:22

24 identicon

Þar sem guð er ekki til þá getur hann ekki sent neinn á nokkurn stað.
Það verður samt alltaf til fullt af ruglukollum sem telja sig vera útsendara einhverra guða, sumir eru geðveikir og aðrir eru að þessu til þess að græða peninga og ná völdum.... enn aðrir virkja geðveika menn og segja þá vera guðlega(Svona eins og kaþólska kirkjan)

Nei Mofi minn... þetta er allt bull og himna pabbinn líka

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:05

25 Smámynd: Árni þór

Spámaður sem Guð viðurkennir á samfélag við Jesú Krist og talar alltaf samkvæmt því, hann bendir alltaf á Jesúm Krist, eins og Jóhannes skírari gerði að boða iðrun.
Það eru ekki allir sem eiga samfélag við Jesúm Krist spámenn en allir þeir sem hafa með tekið Jesúm Krist sem frelsara sinn og skírn Heilags Anda með staðfestingu tungutals geta flætt í hinum 9 gjöfum sem Heilagur Andi úthellir, ein af þessum 9 gjöfum er spádómsgjöfin sem kirkjan viðurkennir, sú spádómsgjöf er aðeins samkvæmt ritningunni til uppbyggingar, huggunar og hvatningar og er alltaf samkvæmt orðinu í Biblíunni.

Spámenn þessa heims hafa ekki meðtekið Jesúm Krist sem sinn frelsara og eiga ekki samfélag við hann, undir slíkt flokkast heilun, spá í bolla, spil, hendur, leita frétta af framliðnum svo eitthvað sé nefnt, þeir sem slíkt gjöra geta haft á sér yfirskyn guðhræðslunnar en afneita krafti hennar sem fæst eingöngu fyrir friðþægingarblóð Jesúm Krist. Þessir menn geta verið einlægir í því sem þeir gera, þeir bara vita ekki betur og þeir geta hengt Jesú nafn aftan við það sem þeir gera eins og til dæmis miðlar en Jesú er samt ekki í því þar sem Guð varar við því að leita frétta af framliðnum.
Vil að lokum bæta því við að ég veit hvað ég er að tala um þar sem ég var leitandi á þessum slóðum og fékk að reyna að andaheimurinn með sína óguðlegu spásagna anda er raunverulegur, en er ég kynntist náð Jesú Krist til fyrirgefningar synda minna þá þekki ég núna að rödd Guðs er líka raunveruleg fyrir sinn Heilaga Anda.

Árni þór, 27.9.2008 kl. 19:14

26 identicon

Jæja trú... að tala tungum og sprikla eitthvað er tákn um að fólk sé spes... ég seigi nú að ef það er málið þá er nú guðinn þinn hinn einfaldasti og hreint spaugilega einfaldur

Simlalal bilalal vimalalal gimamamam <-- Þetta táknar að þið hafið verið plötuð totally í spað... að þið eruð búinn að gera guð ykkar að vúddúgaldrakarli frá fornöld.
hahahaha vá hvað fólk getur verið tæpt á því mar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:36

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Frábær umræða

Spámenn eru svona og hinsegin, fyrir þennan og hinn guðinn, sem menn ýmist trúa á eða ekki.

Ég og spái því hér með að DoctorE komi með 2 yfirdrull-komment til viðbótar áður en þessi þráður lognast útaf.

Sannist sá spádómur lýsi ég því yfir að ég sé sendiboði Guðs. Boðskapur Guðs til ykkar er þessi: Öll trúarrit heims eru fullkomin steypa og komast ekki nærri því að lýsa vilja Guðs né persónuleika. "Hættið svo að reykja allan þennan skúnk" segir hann að lokum.

Spámannskveðjur!

Kristinn Theódórsson, 27.9.2008 kl. 20:00

28 Smámynd: Sigurður Rósant

Ef þessi títtnefndi Jahve hefur einhvern tímann verið til og eignast þessa tvo margmæðra drengi, Lúsífer og Jesúm, þá hefur þessi þrenning liðast fljótlega í sundur vegna endalausra árekstra þeirra í millum og þeir plokkað augu úr hver öðrum og eyðilagt heyrn og skynjun hverra annarra, þannig að aldrei hafa nein skilaboð komist frá þeim né mun nokkurn tímann komast þótt við beitum öllum tækni- og töfrabrögðum til að ná þeim.

Lýsingar á persónum þessum eru með þeim hætti að aldrei má búast við heilsteyptum skilaboðum eða boðskap sem mark yrði takandi á.

Sigurður Rósant, 27.9.2008 kl. 20:20

29 identicon

Ég hef tvisvar sinnum fengið 13 leiki rétta í tippinu á enska boltann

Er ég þá spámaður?

Kristmann (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 20:26

30 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Æi nei veistu Kristmann, ég myndi bara tippa á að það hafi verið tilviljun

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.9.2008 kl. 20:39

31 identicon

Ok númer 1

Samkvæmt Trú von og kærleika þá er guð að verki hér, þetta er tákn um að guð er að verki
http://www.youtube.com/watch?v=LyJI9xDUYV8

Persónulega þá myndi ég einmitt telja að hvaða guð sem er myndi setja svona dæmi eins langt frá sér og hann getur.
Guð á að vera rosalega klár gaur... miklu klárari en Einstein, Einstein var einn af okkar klárustu mönnum... mér er til efs að hann finndi samleið með spámönnum og konum sem "Trú von og kærleikur" talar um sko.
Ef þetta er inntökudæmið og viðurkenningareinkennið hjá guði... well send me to hell

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 22:46

32 identicon

Sæll Mofi

"En sendir Guð ennþá spámenn til mannkynsins?  Ég held að Jesú hafi gefið okkur góða ástæðu til að álykta að svo er.

Matteusarguðspjall 24"

Hvernig er það getur þú bent á einhvern spámann sem er lifandi í dag?

 "Surely the Lord God does nothing, unless He reveals His secret to His servants the prophets" (Amos 3:7)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 12:29

33 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll aftur kæri nafni spámaður. Síðan stendur undir nafni. Ég tel nú ekki vísindin standa í mykjunni. Hins vegar er talað um tvenns konar vísindi, raunvísindi og hugvísindi. Raunvísindi byggja á einhverju sem hægt er að sanna, en hugvísindi byggja á kenningu, þar sem menn gefa sér ákveðnar forsendur. Þannig að mér er víst ekki bjargandi, ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé einhvern með stein, og segir spekingslega: "Þessi steinn er 5 billjón ára gamall" 

Kristinn Ásgrímsson, 28.9.2008 kl. 15:19

34 identicon

Kristinn
ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé einhvern með stein, og segir spekingslega: "Þessi steinn er 5 billjón ára gamall" 
Hvað er svona fyndið við það?

Ragnar (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:39

35 identicon

Þannig að mér er víst ekki bjargandi, ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé einhvern með stein, og segir spekingslega: "Þessi steinn er 5 billjón ára gamall" 

Hvað er svona fyndið við það?  Hefur þú yfir höfuð einhverja þekkingu á vísindunum sem liggja þar á baki?

Kristmann (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:54

36 Smámynd: Árni þór

Hérna eru nokkrir , tek fram þetta eru bara nokkrir, það eru svo miklu miklu fleiri:

Larry Randolph http://www.larryrandolph.com/

James W Goll http://www.jimgoll.com/

Lou Engle http://www.louengle.com/

Rick Joyner http://www.morningstarministries.org/

Bob jones http://www.bobjones.org/

Svo er fullt af hreyfingum og postulum ásamt öllum þeim sem flæða í spádómsgjöfinni, gæti nefnt marga hérna á Íslandi líka

Árni þór, 28.9.2008 kl. 21:00

37 identicon

Hérna Herra "Trú, von og kærleikur"

Þessi Bob Jones og þetta lið með "new apostolic government 2012"en er það ekki það sama og "New World Order" eða "one world government" ??

 Og er þetta "new apostoli government 2012" ekki það sama og Bush og  Saaksvilli leggja svo mikla áherslu á, og já Gordon Brown leggur einnig mikla áherslu á.  Gordon Brown New World Order Speech 

Óóójá þessi hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins (New World Order þegar svo : Evrópusambandið (ESB), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order? 

Er þetta ekki framtíðin eða það sem koma skal (ath. þetta á youtube)

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Eða herra "trú von og kærleikur" er þetta ekki einhver spádómur??

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:04

38 Smámynd: Árni þór

Nei þetta er ekki það sama

Árni þór, 28.9.2008 kl. 23:15

39 identicon

Trú og von.... er sama orðið

Að halda að tungutal og sprikl út í loftið sé tákn um eitthvað annað en afkárlega hegðun... er enn afkárlegri hegðun.
Vakna og hugsa... lesa aðrar bækur, kynna sér raunveruleikann og þroskast... menn geta ekki þroskast með því að glugga í sömu bronsaldarbókina endalaust... sem sést vel þegar fólk telur að tungutal og sprikl sé eitthvað svalt guðlegt stöff

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:29

40 Smámynd: Árni þór

new apostolic government 2012, Jú þetta er spádómur, útlisting á draumi sem er að finna á heimasíðu Bob Jones.
Þau eru ekki að tala um alheimsyfiráð new world order eins og þú kallar það heldur eru þau að tala um það að Guð hefur verið að reisa upp spámenn sína síðustu 30 ár og núna munum við meira sjá postulana koma meira fram sem munu ekki bara tala í kirkjum heldur munu þeir tala beint út í þjóðfélagið vilja Guðs og það skiptir þá ekki máli hvort fólk muni gagnrýna þá, við munum sjá þá stíga fram næstu árin.

Árni þór, 28.9.2008 kl. 23:36

41 Smámynd: Árni þór

DoctorE ég veit frá hverjum gjafir Heilags Anda eru og ein af þeim er tákn tungutalsins til uppbyggingar trúar, lofgjörðar og bænar í lífi hins trúaða manns og þegar maður finnur slíkt þá getur maður ekki annað en lofað Guð í dansi líka.
Annars nenni ég ekki að eyða tíma í að svara þínum bloggum, því það sem þú hefur fram að leggja er allt annað en ég hef reynslu fyrir. 

Árni þór, 28.9.2008 kl. 23:43

42 identicon

Herra trú von og kærleikur þetta." new apostolic government 2012" hljómar eitthvað svo svipað og One World Goverment eða New World Order Government. 

Nú Þar a auki er ég ekki é að óska eftri NWO, heldur eru það þessir kristnu menn, eins og td Bush, Saakvilli, Gordon Brown, Tony Blair og fleiri er vilja þetta helv. eða New World Order (NWO) eða One World Government.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:51

43 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll aftur nafni Ásgrímsson

Þú sagðir:
Raunvísindi byggja á einhverju sem hægt er að sanna, en hugvísindi byggja á kenningu, þar sem menn gefa sér ákveðnar forsendur. Þannig að mér er víst ekki bjargandi, ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé einhvern með stein, og segir spekingslega: "Þessi steinn er 5 billjón ára gamall" 

Ég nenni nú ekki að fara að benda þér á allar staðreyndarvillurnar í þessum stutta texta eða reyna að útskýra fyrir þér hvað það er grátlegt að þú hlæjir að svona upplýsingum.

Vísindin sem setja líf aftur fyrir biblíusögulegan tíma er svo pottþétt sönnuð og endursönnuð og bókfærð að annað eins þekkist varla. En karlar eins og þið Mofi veltið ykkur gjarnan upp úr úreltum lygum loddara á borð við Kent Hovind til að halda í trú ykkar, sem er dálítið aumkunarverð della.

Margir trúa á krist og Guð og alla þessa langloku án þess að setja sig á móti þekktum staðreyndum. Ég legg til að þið félagarnir skoðið hvernig það fólk heldur í trú sína og takið upp þá siði frekar en að standa í þessu lygastappi.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 28.9.2008 kl. 23:57

44 Smámynd: Árni þór

Já Þorsteinn þetta eru lík orð en samt ekki verið að tala um það sama

Árni þór, 29.9.2008 kl. 01:34

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég prófaði að leita að Rick Joyner á Google. Merkilegt að þriðji tengillinn sem kom bar heitið Falskenningar Ricks Joyners. Tekið af síðunni http://www.deceptioninthechurch.com/, eða Blekkingar í kirkjunni.

Þrjár nokkuð þekktar trúvarnarsíður flokka Rick Joyner sem falsspámann, þessi að framan, http://www.pfo.org/r-joyner.htm og http://www.apologeticsindex.org/j08.html.

Theódór Norðkvist, 29.9.2008 kl. 08:38

46 identicon

Ég ráðlegg ykkur að henda þessum gömlu bókum og trúa á mannkynið.... setja farsæld okkar allra framar öllu.
Það væri akkúrat það sem guðir myndu vilja ef þeir væru til... þeir myndu skammast sín fyrir þetta tilbeiðlsukjaftæði, tungutal, peningaplokk, tilbeiðsluhallir og sprikl, tala nú ekki um þegar menn setja sig á móti alvöru vísindum.

Þroskist

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:12

47 Smámynd: Mofi

Jokob
Þú getur vel haft rétt fyrir þér í þessu. Ég furða mig þó á hvaða próf þú ert að tala um? Kraftaverk í NT. eru gerð aðeins í ýtrustu þörf og mikil leynd á að fylgja, því ekki er fólk beðið að trúa út frá táknum. "Vond kynslóð heimtar tákn".

Kannski :)  Alltaf gott að hafa möguleikan opinn.  Ég þarf að gera sér grein um þessi próf.

Jakob
Í GT. eru spámennirnir oftast nær ekki mjög vinsælir í lifanda lífi og eru sumir líflátnir af eigin þjóð. Enda margir með óþægilegan boðskap til þjóðarinnar um endurbót og annað vesen. Stóðust þeir ekki prófið?

Var ekki til í að standa í bloggi þessa helgina svo vonandi var biðin í lagi... Ég myndi segja að spámennirnir í GT stóðust prófið.

Kristinn
Hefur einhver einhvern tíman haft eitthvað til að styðja slíka fullyrðingu?

Já, heil mikið samkvæmt Biblíunni. Í fyrsta lagi að tala í samræmi við þá opinberun sem Guð hefur þegar gefið og þá t.d. fyrst og fremst að heiðra lög Guðs boðorðin tíu svo hver sá sem segist vera spámaður og vill síðan að fólk brjóti boðorðin tíu er fals spámaður.

Kristinn
Nýlega fannst hnullungur sem mælist eldri en nokkur annar hnullungur sem mældur hefur verið. Hann hafðist fyrir í Norður Quebeck og mældist 4,28 milljarða ára gamall. Sjá hér.

Mér finnst alveg magnað að setja mikla trú og traust á svona aðferðir. Þarft endilega að fara yfir þær ályktanir sem þær byggja á og bara einhverja almenna gagnrýni á þessar aðferðir.  Get mælt með þessari hérna: http://www.trueorigin.org/dating.asp

Kristmann
Afhverju hafa þeir aldrei ráðist gegn lotukerfinu og töflunni góðu

Það eina sem sköpunarsinnar benda á eru þær ályktanir sem þessar mælingar byggjast á og hve óáreiðanlegar þær hafa reynst sem gerir það kjánalegt að taka þær alvarlega.

Rósant
Sömu sjónhverfingum er beitt í sögum um svokallaða "spámenn guðs". Útspekúleraðir loddarar halda við sögum um spámenn og sendiboða guða sem ekki eru til.

Ertu með eitthvað gott dæmi Rósant?

Tara
Hefur þú lesið Tómasarguðspjall, týnda postulan, hann orðar ýmislegt öðruvísi en hinir fjórir. Hef þetta frá Guðsteini Hauki og konu hans sem skrifar fróðlega ritgerð um tilvist hans.

Mig minnir að Bryndís skrifaði einmitt nokkuð ýtarlega um Tómasguðspjall og afhverju enginn ætti að taka það alvarlega; til dæmis tók frumkirkjan það aldrei alvarlega ef hún hreinlega vissi af því. Hey, hérna er það :)   Tómasarguðspjall og hin guðspjöllin fjögur

Tara
Vonandi geta þau sýnt okkur sögu Tómasar í heild sinni.  En varðandi spámenn, þú segir í lokin að kirkjan viðurkenni spádómsgáfur. Skyldi það hugtak hafa þróast eitthvað með tímanum, það er orðið ansi víðtækt, kemst ég undir verndarvæng Guðs með Tarot spilin mín :) og spákonur og menn með kúlurnar sínar

Úff... vil ekki vera leiðinlegur en... nei  :(    það er meira að segja varað við öllu þannig í Biblíunni. Sérstaklega ef þannig athafnir snúast um að hafa samband við einhverjar andaverur, hvort sem það er dáið fólk eða einhverja aðra anda.

Tara
Þarf nýyrði eða erum við flokkuð undir falsspámenn.

Falsspámenn eru að ég best veit þeir sem segjast vera spámenn, segjast tala fyrir hönd Guðs en gera það ekki.  Endilega fræddu mig afhverju þú telur að einhver spil eða kúlur geti gefið einhverjum sýn inn í framtíðina.

Halldóra S
Hinn sanni spámaður er sá sem boðar fagnaðarerindið og þarf ekki að nota einhver töfrabrögð við það. Það er ljótt að beita blekkingum til þess að fá fólk til þess að trúa, fólk hefur val.

Hjartanlega sammála nafna :)

Þorsteinn
Hvernig er það getur þú bent á einhvern spámann sem er lifandi í dag?

Nei, ég veit ekki um neinn alvöru spámenn sem er lifandi í dag.

Kristinn
ég fer alltaf að hlæja þegar ég sé einhvern með stein, og segir spekingslega: "Þessi steinn er 5 billjón ára gamall" 

Veit svo hvað þú átt við; óneitanlega "cracks me up"

Trú, von og kærleikur
Hérna eru nokkrir , tek fram þetta eru bara nokkrir, það eru svo miklu miklu fleiri:

Segist þetta fólk vera spámenn? Að það fái sýnir frá Guði og geti talað fyrir hönd Guðs?

Mofi, 29.9.2008 kl. 10:14

48 identicon

Mér finnst alveg magnað að setja mikla trú og traust á svona aðferðir. Þarft endilega að fara yfir þær ályktanir sem þær byggja á og bara einhverja almenna gagnrýni á þessar aðferðir.  Get mælt með þessari hérna: http://www.trueorigin.org/dating.asp

Þessi gagnrýni er nú ansi léttvæg. Það hefur verið farið yfir það. Þetta byggir að hluta til á blekkingum annars vegar en hins vegar á vanþekkingu á efninu.

http://www.youtube.com/watch?v=QbvMB57evy4
<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/QbvMB57evy4&hl=en&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/QbvMB57evy4&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>

Ragnar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:53

49 identicon

Mér finnst alveg magnað að setja mikla trú og traust á svona aðferðir. Þarft endilega að fara yfir þær ályktanir sem þær byggja á og bara einhverja almenna gagnrýni á þessar aðferðir.  Get mælt með þessari hérna: http://www.trueorigin.org/dating.asp

Getur þú bent á einherja vísindalega rannsókn sem farið hefur í gegnum eðlilegt "peer review" þar sem þessum almennu viðurkenndu aldursgreiningaraðferðum er hnekkt?

Gagnrýni frá truorigin.org getur aldrei talist sem "almenn" gagnrýni, þar sem það liggja engin vísindi að baki

Þar að auki finnst mér það alltaf hlægilegt þegar sköpunarsinnar hlæja að aldursgreiningum vegna skekkju upp á einhverjar þúsundir ára í hundruð miljóna ára greiningu á sama tíma og þeir halda því fram að jörðin sé yngri en þeirri skekkju nemur

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:09

50 identicon

Mofi hlustar bara á Hovind... vegna þess að lygarnar í honum gefa Mofa von um eilíft líf.

Hérna Mofi... Carbon dating er í fínu lagi
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/653909/

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:19

51 Smámynd: Mofi

DoctorE
Mofi hlustar bara á Hovind... vegna þess að lygarnar í honum gefa Mofa von um eilíft líf.
Hef ég einhvern tíman einu sinni vitnað í Hovind?

Kristmann
Gagnrýni frá truorigin.org getur aldrei talist sem "almenn" gagnrýni, þar sem það liggja engin vísindi að baki

Rök eru rök og þarf ekki blessun darwinista til að vera talin marktækt.
Ragnar
Þessi gagnrýni er nú ansi léttvæg. Það hefur verið farið yfir það. Þetta byggir að hluta til á blekkingum annars vegar en hins vegar á vanþekkingu á efninu.
Fyrir utan að þetta er alveg út fyrir efnið þá er þarna aðalega verið að tala um C14 en gaman að vita hvort að þið teljið C14 vera áreiðanleg þegar hún mælir sýni sem eiga að vera miljón ára gömul en mælist með C14 í kringum 50.000 ára.

Mofi, 29.9.2008 kl. 13:49

52 identicon

Fyrir utan að þetta er alveg út fyrir efnið þá er þarna aðalega verið að tala um C14 en gaman að vita hvort að þið teljið C14 vera áreiðanleg þegar hún mælir sýni sem eiga að vera miljón ára gömul en mælist með C14 í kringum 50.000 ára.

Já, ég tel hana vera áreiðanlega. Þú mátt nefnilega ekki láta blekkjast af þessum niðurstöðum. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar heimildir en þetta á sér vísindalega sannaðar skýringar. Þetta er allt útskýrt í þessu myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=QbvMB57evy4

Ragnar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:13

53 identicon

Vitlaus tenging á bakvið linkinn.

http://www.youtube.com/watch?v=QbvMB57evy4

Ragnar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:16

54 Smámynd: Arnar

Mófi:
Fyrir utan að þetta er alveg út fyrir efnið þá er þarna aðalega verið að tala um C14 en gaman að vita hvort að þið teljið C14 vera áreiðanleg þegar hún mælir sýni sem eiga að vera miljón ára gömul en mælist með C14 í kringum 50.000 ára.

Kannski af því að það er ekki hægt að nota C14 aldursgreiningu til þess að aldursgreina hluti sem eru eldri en ~50.000 ára gamlir því það er ekkert C14 í þeim!

Arnar, 29.9.2008 kl. 14:19

55 identicon

Ef menn tala eins og Hovind þá eru menn augljóslega að hlusta á hann... menn skálda ekki upp sömu hluti og hann án þess að hafa hlustað á hann.

Mofi sýnir enn og aftur að hann skilur ekki vísindi... eða hvernig aldursgreining virkar.... hættu að lesa biblíu og hlusta á Hovind Mofi.

P.S. Hovind er að vinna the golden crocoduck að mér sýnist :)
http://www.youtube.com/watch?v=kWQpWrfCUwg

Ef Mofi skrifaði á ensku þá væri hann með í þessari keppni...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:26

56 identicon

Rök eru rök og þarf ekki blessun darwinista til að vera talin marktækt

Rök eru nefnilega ekki rök nema á bakvið þau liggi einhverjar staðreyndir.. og þá réttar staðreyndir

Þú gagnrýnir ekki vísindalega niðurstöðu eða rannókn nema hafa eitthvað sem afsannar eða kastar rýrð á viðkomandi kenningu/rannsókn

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:44

57 Smámynd: Mofi

Arnar
Kannski af því að það er ekki hægt að nota C14 aldursgreiningu til þess að aldursgreina hluti sem eru eldri en ~50.000 ára gamlir því það er ekkert C14 í þeim!

Það er einmitt C14 í þeim, það er málið!

Kristmann
Rök eru nefnilega ekki rök nema á bakvið þau liggi einhverjar staðreyndir.. og þá réttar staðreyndir

Og þarna í greininni koma fram rök og staðreyndir sem eru réttar. Þessi færsla fjallar síðan um spámenn, ekki geislaefnis aldursgreiningar.... :/

Mofi, 29.9.2008 kl. 16:40

58 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Stundum verjum við í tvo flokka eða fleiri það er það sem þið eruð að metast um. Mofi er svo kurteis að segja ekki bara beint hans rökréttu hugsun. Það er eins og það virðist vera tilvist hans sem þið þrætið við, karlremburnar ykkar, sorry, en mér finnst orð ykkar til Halldórs vera bæði grimm og heimskuleg og vantúlka þennan sómamann  algjörlega. En líklegast er að árásin á Mofa er frá þeim sem ekkert hafa að túlka. En ég á víst eitthvað fleira að segja það kemur að því.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.9.2008 kl. 19:09

59 Smámynd: Árni þór

Ég prófaði að leita að Rick Joyner á Google. Merkilegt að þriðji tengillinn sem kom bar heitið Falskenningar Ricks Joyners. Tekið af síðunni http://www.deceptioninthechurch.com/, eða Blekkingar í kirkjunni.

Þrjár nokkuð þekktar trúvarnarsíður flokka Rick Joyner sem falsspámann, þessi að framan, http://www.pfo.org/r-joyner.htm og http://www.apologeticsindex.org/j08.html.

Theódór Norðkvist, 29.9.2008 kl. 08:38

Það gerir hann Rick joyner ekki að falsspámanni þó að einhver segi að svo sé , þó að einhver segi að Jesús sé djöfull það gerir hann ekki að djöfli, þó að einhver segi að hann sé ekki til þá veit ég betur.

já Mofi þetta eru menn sem heyra frá Guði, sjá sýnir og fá drauma og útlistanir.
Það að sjá sýnir og fá drauma frá Guði og þekkja raust hans er í sjálfu sér mjög eðlilegt, það fylgir því að eiga náið samfélag við Guð annað er óeðlilegt.

Guð talar reglulega til mín í sýnum og draumum og á annan hátt, sérstaklega mjög mikið er ég bið fyrir fólki og það finnst mér bara vera eðlilegt og þekki ég marga sem flæða í þessu en það gerir okkur ekki endilega að spámönnum því drottinn segir í orði sínu að það sé ein gjöf Heilags Anda að spá, maður getur heyrt frá Guði og spáð þó að maður sé ekki spámaður.

Árni þór, 29.9.2008 kl. 19:39

60 identicon

Herra Trú Von og Kærleikur

Hvað finnst þér um þennan spámann eða þetta hérna á Youtube :

 FEMA COFFINS & THEIR PLAN TO KILL 90% OF THE AMERICAN PEOPLE !!!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:56

61 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Kristinn spámaður; þú segir:Ég nenni nú ekki að fara að benda þér á allar staðreyndarvillurnar í þessum stutta texta eða reyna að útskýra fyrir þér hvað það er grátlegt að þú hlægir að svona upplýsingum.

Latur ertu kæri nafni, eða vantar kannski rökin. Ég fór inn á dummy síðuna sem þú bentir á og þar er einmitt, eins og þú segir lýsing á því hvernig aldurs greining fer fram.  Og það eru einmitt þessar aðferðir sem vísindamenn eru ekki sammála um. Leyfðu mér að vitna í prófessor sem hefur kannað þessi mál í mörg ár og ég leyfi tilvitnunum hans að vera hér á ensku:

Radioisotope dating relies on some very significant historical science assumptions.  The fact that the results are wildly unreliable for dating rocks that we know the ages for, should leave us unwilling to trust them when dating rocks that we did not observe form (i.e. that we do not already know the ages for). 

Because if he is talking about radioisotope dating he is actually discussing historical science and not much at all about observational science. 

He is assuming &#150; at the very least &#150; the following. 1) That he knows the amount of radioactive &#147;mother&#148; element was present when the rock first cooled. 2) That he knows how much of the &#147;daughter&#148; element that was present at the moment the rock cooled. 3) That he knows the amount, if any, of either the &#147;mother&#148; or &#147;daughter&#148; that was washed into or out of the rock during the alleged vast history of the rock. 4) And that the rate of decay for the radioactive isotopes has always been what it is today.

´Sjáðu til kæri nafni, þetta er ekki spurning um það að ég velji trú fram yfir vísindi, heldur er þetta spurning um ólíka heimssýn.

Það er rangt að segja eitthvað sannað, þegar það er byggt á tilgátum einum og vísindamenn eru ekki sammála.

Kristinn Ásgrímsson, 29.9.2008 kl. 20:56

62 Smámynd: Árni þór

Þorsteinn ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja, hver boðskapurinn var í raun og veru

Árni þór, 29.9.2008 kl. 22:55

63 identicon

Kristinn Á

 Er það ekki lágmarkskurteisi að vísa í hvaðan heimildir eru fengnar svo hægt sé að kanna áreiðeinleika þeirra?

Svo er kannski vert að minnast á það að við aldursgreiningar er yfirleitt stuðst við fleiri en eina aðferð ... og þegar 2-3 mismunandi aðferðir gefa sama aldurinn innan skekkjumarka þá er það yfirleitt talið nægjanlegt

Burtséð frá öllum þeim ótal svörum sem nóaflóðið virðist vera þegar sköpunarsinnar eru í vafa

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:12

64 identicon

Og það er nú bara einusinni þannig að það ríkir 99% sátt um þessar aldursgreiningaraðferðir innan vísindasamfélagsins... og þeir hafa staðist afar ítarlegt "peer review" í gegnum tíðina

Þú getur alveg treyst því að það er ekkert allsherjar samsæri innan samfélags sem telur miljónir manna að halda einhverjum hlífiskildi yfir gölluðum aðferðum

Alveg ótrúlegt hversu langt sköpunarsinnar eru tilbúnir að ganga í samsæriskenningarpælingunum til að halda þessu dauðahaldi í "vísindaupplýsingar" fengnar úr rúmlega 2000 ára gömlu riti skrifuðu af mönnum sem sögðu guð hafa sagt þeim það (það er áður en ýtt var á mute takkann á þeirri ágætu rödd að ofan)

Og að ætla það að nokkur guð myndi vilja ætla "börnun" sínum að lifa í slíkri fávisku er svo yfirgengilega fíflaleg að yfir það á ég ekki nokkur lýsingarorð 

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:17

65 identicon

Eruð þið bræður, Kristinn og mofi - búnir að skoða videoið sem doktorinn skellti á síðuna sína?

Mæli með að þið skoðið það

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 02:32

66 Smámynd: Mofi

Tara
Halldórs vera bæði grimm og heimskuleg og vantúlka þennan sómamann  algjörlega

Takk fyrir vingjarnleg orð Tara :)

Trú, von og kærleikur
já Mofi þetta eru menn sem heyra frá Guði, sjá sýnir og fá drauma og útlistanir.
Það að sjá sýnir og fá drauma frá Guði og þekkja raust hans er í sjálfu sér mjög eðlilegt, það fylgir því að eiga náið samfélag við Guð annað er óeðlilegt.

Ég get nú ekki verið sammála því að það að fá sýnir frá Guði er eitthvað sem er algengt og kristinn einstaklingur ætti að búast við.   Ég átti erfitt með að komast að því hverju þessir menn trúa sem þú settir inn linka á.  Hvaða menn á Íslandi getur þú síðan bent á sem þú telur hafa spádómsgáfu, þ.e.a.s. fá orð frá Guði sjálfum?

Kristmann
Er það ekki lágmarkskurteisi að vísa í hvaðan heimildir eru fengnar svo hægt sé að kanna áreiðeinleika þeirra?

Þetta er eitthvað sem þú ættir að vita bara með því að vita hvernig aldursgreinignar eru framkvæmdar!   Þetta er sameiginlegi grunnur þeirra allra.

Kristmann
Eruð þið bræður, Kristinn og mofi - búnir að skoða videoið sem doktorinn skellti á síðuna sína?

Áttu við mynbandið sem fjallar um C14 mælingar?

Mofi, 30.9.2008 kl. 10:17

67 identicon

Áttu við mynbandið sem fjallar um C14 mælingar?
http://www.youtube.com/watch?v=QbvMB57evy4

Ragnar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:55

68 identicon

Herra Trú von og kærleikur

Þetta hér segir eitthvað nánar frá þessu: 

http://libertyforlife.com/jail-police/us_concentration_camps.htm

http://www.threeworldwars.com/

http://nogw.com/shadow.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:23

69 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:13

70 Smámynd: Mofi

Hélt það, hvað með það?   Hvað finnst þér um C14 mælingar sem segja að sýni sem aðrar aðferðir segja vera margra miljón ára gömul vera aðeins einhverra tug þúsund ára gömul.  Eru C14 aðferðin þá áreiðanleg eða bara þegar hún passar við þína trú? 

Mofi, 30.9.2008 kl. 16:17

71 Smámynd: Arnar

Mófi, veistu eitthvað um C14 annað en stendur á AiG?

Það hefur td. frekar stuttan helmingunar tíma eða 5730 ár.. þannig að það er ekki hægt að nota það til að mæla sýni sem eru &#39;margra miljóna ára gömul&#39;.

Einföld eðlisfræði.. ekki &#39;guðleysis darwinismi&#39;.

Arnar, 30.9.2008 kl. 16:29

72 Smámynd: Mofi

Arnar, einmitt!  Þess vegna er mjög undarlegt að það mælist C14 í sýnum sem eiga að vera marga miljón ára gömul.  Að finna C14 í þannig sýnum ætti að sýna fram á eitthvað, hvað eiginlega segir það þér?

Mofi, 30.9.2008 kl. 16:33

73 Smámynd: Arnar

Mófi:
Að finna C14 í þannig sýnum ætti að sýna fram á eitthvað, hvað eiginlega segir það þér?

Að það sé alheims samsæri &#39;guðleysis darwinista&#39; til að skálda upp ævintýri um sjálfbæra þróun án yfirnáttúrulegrar aðkomu til þess eins að allir hætti að trúa á guðinn þinn..?

.. nei.

Það segir mér að sýnin innihaldi utanað komandi uppsprettu af C14.

Til að styðja mál þitt væri nú alveg upplagt að koma með nokkur dæmi um &#39;gömul&#39; sýni sem innihalda C14.

Arnar, 30.9.2008 kl. 16:59

74 Smámynd: Árni þór

Þetta er mjög algengt í hinu Kristnu söfnuðum í dag, því Guð er að láta rætast það sem sagt er bæði í Postulasagan 2:17
Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.
og Jóel 3:1
En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir.
Jóel 3:1-3

Ég get nefnt sjálfan mig, ég sé reglulega sýnir og fæ drauma og heyri og tala frá Guði, stundum inn í líf einstaklinga og eða safnaðar, tek það fram þetta er gjöf og Guð einn á dýrðina í Jesú nafni, það að ég hafi meðtekið gjöf sem ég flæði í gerir mig ekki að spámanni.

Það hefur einnig verið talað margt inn í líf mitt, spáð og flest af því hefur ræst ef ekki bara allt.

Árni þór, 30.9.2008 kl. 21:01

75 Smámynd: Árni þór

Hérna vísa ég í mynd af hjónum í Úganda, ég fór í trúboðsferð til Úganda árið 2006, Kolbeinn Sigurðsson fór með mér, hann hafði verið í Úganda tveimur árum áður og sagði við þessi hjón að Guð myndi blessa þau með tvöföldum ávöxt, þessi hjón höfðu reynt að eignast barn í 17 ár en ekkert gengið er við komum tveimur árum seinna voru þau búin að eignast tvíbura. sjá slóð á mynd:
http://album.123.is/?aid=39325

Ég vakti mig nokkrum sinnum á nóttinni og þá sá ég í sýn hvernig fólk var veikt, fyrsta sýnin var kona lömuð á hendi í rauðri skyrtu, ég vissi í hjarta mínu að Guð vildi að ég myndi tala þetta út á samkomu daginn eftir sem ég gerði, það kom kona fram á samkomunni lömuð á hendinni í rauðri skyrtu þessi kona læknaðist sjá mynd: http://album.123.is/?aid=39325

Lækningarnar og kraftaverkin í þessari ferð voru svo mörg að við gátum ekki talið þau nákvæmlega, eftirminnilegast var 9 ára drengur sem fékk bæði heyrn og málið, það fyrsta sem hann sagði var Jesús.
þetta er að gerast út um allan heim og á Íslandi líka.
Ég gef Jesú Kristi einum dýrðina og þakka Guði föður fyrir hann.

Ég get haldið nær endalaust áfram á þessum nótum

Árni þór, 30.9.2008 kl. 21:29

76 Smámynd: Árni þór

Árni þór, 30.9.2008 kl. 21:33

77 Smámynd: Mofi

Arnar
Til að styðja mál þitt væri nú alveg upplagt að koma með nokkur dæmi um &#39;gömul&#39; sýni sem innihalda C14.

Radiocarbon in Diamonds Confirmed

Takk fyrir magnaðan vitnisburð Trú, von og kærleikur

Mofi, 30.9.2008 kl. 23:19

78 Smámynd: Árni þór

Já sömuleiðis Mofi, ég er alveg til í að hitta þig einhverntíman yfir kaffibolla ef þú vilt

Árni þór, 1.10.2008 kl. 00:44

79 Smámynd: Arnar

Mófi:
Radiocarbon in Diamonds Confirmed 

RATE&#146;s Radiocarbon: Intrinsic or Contamination?

 These and many other considerations are inconsistent with the RATE hypothesis of &#147;intrinsic radiocarbon&#148; but are consistent with contamination and background. &#147;Intrinsic radiocarbon&#148; is essentially a &#147;radiocarbon-of-the-gaps&#148; theory. As contamination becomes better understood, the opportunities to invoke &#147;intrinsic radiocarbon&#148; will diminish. Most radiocarbon measurements of old materials, including many of shells and coal, can be accounted for by known contamination mechanisms, leaving absolutely no evidence for intrinsic radiocarbon. The evidence falsifies the RATE claim that &#147;all carbon in the earth contains a detectable and reproducible ... level of 14C&#148;

Getur lesið þér meira til um þetta RATE program :
RATE (Radioactivity and the Age of The Earth):
Analysis and Evaluation of Radiometric Dating

Arnar, 1.10.2008 kl. 11:53

80 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ath.s. hvarf en það sem ég var að segja er að þetta hugtak spámenn er orðið svo víðtækt, nú eru spámenn og konur sem eru á allt annari línu en þú, og miðlar líka sem þykjast geta komið fólki í samband við látna, allt er þetta í gróðasjónarmiði. Það sem Biblían meinar með falsspámenn veit ég að sjálfsögðu fullkomlega, en þar sem ég lauk líka íslensku úr HÍ þá spái ég mikið í orð og hugtök, nýyrði og endurnýtt orð. Svo í raun var þetta ekkert vitlaus athugasemd hjá mér. Tímarnir  breytast og orðin líka, við þurfum ný orð eins og þota er snjallt dæmi um og sími sem er endurnýtt og alveg jafn snjallt dæmi. Mig datt bara í hug að heyra hvað þú segðir. En Tarotið mitt var eiginlega meira notað fyrir fáum árum mér og öðrum til gamans, því hefur aldrei fylgt trú frá minni hálfu en ég hef lent í því að koma með lagnir fyrir fólk sem líður illa og segist samt ekkert taka þetta alvarlega, en ég hef getað lesið úr lögninni að sjálfsögðu, líðan fólksins, svipbrigðum og gleðinni þegar lögninni lýkur. Það er ekkert mál að lesa vel og gefa fólki von og bjartsýni þó við notum spil ef þú getur náð tengslum við fólkið og lesið úr augun þess og látæði. Aldrei peningaspursmál. Annars er óþarfi að flækja málin, þínir spámenn eru bara "spámenn Guðs" svo einfalt er það  Tarot er leikur, en miðlar eru tóm vitleysa, segi ekkert þessa með kúlurnar þekki það ekki en þær eru flottar.

En Haukur og Bryndís eru held ég ekki sammála þér um að það sé ekkert vit í Tómasi postula, gaman væri að lesa sögu hans. Ég er langt í burtu en samt er ég með bók sem tekur guðspjöllin fyrir og mikið nýtt þar sagt um Matteusarguðspjall.

 Ekki meira í bili, nema það væri fyndið ef þið hefðuð séð í færslunni hér fyrir neðan hvað ákveðin trú einfaldar Darwin þróunarkenninguna :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2008 kl. 11:45

81 Smámynd: Mofi

Trú, von og kærleikur
Já sömuleiðis Mofi, ég er alveg til í að hitta þig einhverntíman yfir kaffibolla ef þú vilt 

Hljómar vel, ég er til í að skipuleggja eitthvað þannig :)

Arnar 
These and many other considerations are inconsistent with the RATE hypothesis of &#147;intrinsic radiocarbon&#148; but are consistent with contamination and background

Ekki segja mér, þegar niðurstöðurnar passa ekki við þína trú þá koma svona afsakanir... gaman að vita

Tara
Ath.s. hvarf en það sem ég var að segja er að þetta hugtak spámenn er orðið svo víðtækt, nú eru spámenn og konur sem eru á allt annari línu en þú, og miðlar líka sem þykjast geta komið fólki í samband við látna, allt er þetta í gróðasjónarmiði.

Sammála þessu, í dag vekur þetta orð "spámaður" upp alls konar hugmyndir hjá fólki.

Tara
En Tarotið mitt var eiginlega meira notað fyrir fáum árum mér og öðrum til gamans, því hefur aldrei fylgt trú frá minni hálfu en ég hef lent í því að koma með lagnir fyrir fólk sem líður illa og segist samt ekkert taka þetta alvarlega, en ég hef getað lesið úr lögninni

Svo engin trú að þessi spil virka til að segja framtíðina, aðeins forvitnilegt spil?

Hljómar eins og við erum aftur merkilega sammála um þessi mál :)    Nema að líklegast trúir þú ekki að það eru til raunverulegir spámenn frá Guði; mjög skiljanleg afstaða ef maður hefur ekki séð góð rök fyrir að trú því.

Ég skildi færslu Bryndísar um Tómasarguðspjallið þannig að það væri ekki innblásið og ekki frá Tómasi enda virðist það hafa verið skrifað einhverjum öldum eftir Krist á meðan guðspjöllin einhverjum áratugum eftir krossfestinguna.   Ég þarf að spyrja Hauk að þessu :)

Mofi, 2.10.2008 kl. 13:55

82 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ekki segja mér, þegar niðurstöðurnar passa ekki við þína trú þá koma svona afsakanir... gaman að vita

Ég trúi hinum frekar því ALLIR (aðrir sem stunda C14 mælingar) nema RATE skilja niðurstöðurnar öðruvísi og geta útskýrt það.  Kallaðu það ad populum ef þú villt.

Og þú trúir náttúrulega þessum eina sem passar við þína trú og hafnar öllum öðrum mælingum.

Btw, lastu eitthvað af þessu? .. gaman að vita

Arnar, 2.10.2008 kl. 14:42

83 Smámynd: Mofi

Nei, Arnar, þetta allt saman einfaldlega styrkir mína skoðun á að svona mælingar allar saman eru óáreiðanlegar enda vitum við að þær eru byggðar á óþekktum ályktunum.

Mofi, 2.10.2008 kl. 14:49

84 Smámynd: Mofi

Ég las eitthvað af þessu já.

Mofi, 2.10.2008 kl. 14:49

85 identicon

enda vitum við að þær eru byggðar á óþekktum ályktunum
Þetta er rangt. Ályktanirnar eru mjög þekktar. Það að þú þekkir ekki ályktanirnar gerir þær ekki óþekktar.

Ragnar (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:54

86 Smámynd: Arnar

Mófi, ef 10 óháðir en viðurkenndir aðilar mæla sama dæmið og 9 fá sömu niðurstöðuna.  Hvað er það fyrsta sém þér dettur í hug um þessa einu niðurstöðu sem er í mótsögn við alla hina..

Arnar, 2.10.2008 kl. 15:10

87 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæll Mofi, ég meinti nú að fólk þykist alla vega vera skeptiskt en vil samt lögn sem það fékk hjá mér. Og það fór þannig að ég las úr spilunum 48 en stærsta ástæðan fyrir orðum mínum var að ég gat líka lesið í fólkið og auðitað vill maður ekkert annað en að gleðja fólk sérstaklega þegar það er dapurt. Svo get ég alveg trúað á þetta sjálf svona korter i einu ef ég reyni :) Ennnnn ég gaf fólkinu gleði og bjartsýni hvort sem þú trúir eður ei. Og jú mikil ósköp, jafvel og ég trúi á Guð og þig þá trúi ég því "smástund í einu" :) En satt að segja  hefur enginn sannað þetta fyrir mér og mig vantar rökin sem þú talar um, svo þetta er allt svo eðlilegt og fyrirgefanlegt fyrir mig, kannski er ég bara í uppáhaldi hjá honum  Já spurðu Hauk og Bryndísi, hann Tómas var forvitnilegur. Bókin sem ég er að lesa núna talar mikið um Matteusarguðspjall, það er beintengt  GT ekki hin spjöllin.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2008 kl. 19:44

88 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sorry spilin eru 78 og þýðja misjafnt eftir því hvar þau lenda í lögninni!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2008 kl. 19:45

89 Smámynd: Árni þór

Mofi já það væri góð skipulagning :)

Tara ég er sammála með hugtakið spámaður það er vítt hugtak í nútíma samfélagi.

Þetta með að nota tarot spil sér til gamans til að uppörva fólk er varasamt, vegna þess að það fylgir tarot spilum áhrif úr andaheiminum, betra er að uppörva fólk með fallegum orðum.
Áður en ég kynntist Jesú Kristi sem frelsara mínum þá spáði ég í spil og margt annað í þeim dúr, þegar ég eignaðist samfélagið við Drottinn þá lagði ég allt slíkt til hliðar, nokkrum sinnum eftir það þá hitti ég fólk sem var á kafi í slíku og ég sá það greinilega að það var undir áhrifum spásagnaanda sem voru óhreinir. Ein gjöfin sem maður fær í Heilögum Anda Guðs er greining anda, ég þekkti greinilega aftur þá anda sem ég áður var haldin áður en ég meðtók Jesú sem frelsara minn.
Fólk segir ha hvað þetta er nú í góðu lagi, bara saklaus skemmtun en gerir sér ekki grein fyrir því að andar anti Krists eru nú þegar í þessum heimi í margvíslegri mynd til að halda okkur frá samfélaginu við Jesú Krist. Það er miklu betra að leita Guðs í Jesú Kristi og fá alla uppörvun þaðan, trúðu mér ég þekki munin.

Árni þór, 2.10.2008 kl. 21:37

90 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég þarf greinilega að gera betur grein fyrir mér og Taroti og sannfæra ykkur fullkomlega,  bara of þreytt núna

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2008 kl. 22:08

91 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Tara Tarot. Jæja eflaust trúa einhverjir leynt og ljóst á þessi spil sem slík. Tarotið er frá ca. 1600 en síðan hafa bæst við spil, svo þau eru orðin 78. Það var fólk sem hannaði þessi spil og eru enn að því, allar gerðir eru til, star trek spil, og allavega ævintýramyndir á spilunum, ég á að vísu flottan stokk með myndum Van Gogh en líka þessi upprunalegu sem ég nota. Já í raun og veru túlka ég þetta þannig að fólk telji sér frekar trú um að það trúi, það hefur bæði gaman að þessu og langar að vita eitthvað um framtíðina, hvað sem það er. TVK því miður ég hef enga trú á því að andar, hvað sem það er, hafi tekið sér bólfestu í spilunum, hönnun mannanna en ekki einhvers dularfulls Allah eða Guðs. Það sem er samt gaman við spilin er  að þau eru svo mörg og hafa hver sína þýðingu, ekki bara hvert spil heldur skiptast þau í fernt, eld, vatn, loft, jörð, síðan eru til ótal lagnir þá fá spilin hver sína merkingu eftir því hvar þau lenda í lögninni. Síðan er mjög misjafnt hversu hæft fólk er að túlka spilin miðað við undan sagt. Fyrir mér er þetta raunar nánast eins og sálfræði, ég hef lagt til gaman fyrir vinkonu sem vekur aðeins kátínu, en ég hef lagt fyrir óhamingjusamt fólk sem laðaðist að mér á ákveðnum stað og lesningin mín var auðvitað eftir spilunum að þriðjungi afgangurinn var þekking mín á fólki og innsæi, svipbrigði, orð og spurningar, og gleði og bjartsýni á eftir. Það var það sem ég vann að út frá mínu innsæi miklu frekar en spilunum. Þetta er ekkert tengt öndum en ég veit þið hafið ekki grænan grun um hvað ég er að segja  Þess vegna segi ég ykkur að kíkja á bloggið mitt og taka mark á því sem þar stendur, við erum ekki ein í heiminum, hann er fullur af fólki sem þarf hjálp. Kveðja frá Töru kæru vinir

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 3.10.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 802835

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband