Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs

photo_lg_israelÍ Biblíunni þá lesum við um sögu Ísrael og Biblían af afskaplega hreinskilin varðandi þjóðina. Þjóðin var útvalin af Guði en marg oft þá brást þjóðin og leiddist út í alls konar illsku. Svo langt gékk þjóðin að Guð yfirgaf hana og hún var leidd í ánauð til annara þjóða.  Þegar fulltrúar þjóðarinnar ákváðu að taka son Guðs af lífi þá var þjóðin formlega búinn að hafna Guði og fagnaðarerindið fór til allra þjóða. Þessi spádómur er hluti af mjög mögnuðum tíma spádómi um Krist sem rættist fyrir tvö þúsund árum. Þeir sem vilja kynna sér þann spádóm geta gert það hérna:  Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Versin sem tala um að þjóðin hefur ákveðin tíma og hvenær sá tími endar eru þessi: 

 

Daníel 9
20Meðan ég talaði, baðst fyrir og játaði synd mína og synd þjóðar minnar, Ísraels, og bar bæn mína fram fyrir Drottin, Guð minn, fyrir hinu heilaga fjalli hans, 21meðan ég var að biðjast fyrir hóf maðurinn Gabríel sig til flugs en hann hafði ég áður séð í sýninni. Hann kom til mín um kvöldfórnartíma. 22Hann fræddi mig og sagði:
„Daníel, hingað er ég kominn til að veita þér glöggan skilning. 23Þegar þú byrjaðir bænir þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að orðinu og öðlastu skilning á sýninni. 24Sjötíu vikur eru útmældar þjóð þinni og hinni heilögu borg þinni þar til mælir misgjörða þinna er fullur og syndirnar afplánaðar, þar til friðþægt verður fyrir ranglætið og eilíft réttlæti kemst á, sýnir spámannanna rætast og hið háheilaga hlýtur smurningu. 25Vita skaltu og skilja að frá því að orð barst um endurreisn og endurbyggingu Jerúsalem, allt til komu hins smurða, líða sjö vikur og á sextíu og tveim vikum verður hún endurreist, torg hennar og síki.

 

Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28 og við vitum að hún var gerð 457 f. Kr.  Ef við notum síðan reglu í spádómum sem er eitt ár fyrir einn dag þá komum við til ársins 34 e.kr.  

Guð lofaði að yfirgefa aldrei Ísrael en Ísrael marg oft yfirgaf Guð og þegar þjóðin hafnaði syni Guðs Jesú þá var hennar tími útrunninn. Það þýðir ekki að gyðingar geti ekki fengið velþóknun Guðs, alls ekki. Þeir aðeins fá hana alveg eins og allir aðrir menn, í gegnum Krist.  

Þetta þýðir ekki að ég er á móti Ísrael, alls ekki. Ég aðeins sé Ísrael sem ákveðna þjóð sem er ekkert rétthærri en aðrar þjóðir. Hún hefur t.d. fullan rétt á því að verjast gagnvart árásum óvina eins og Hamas. Þessi frétt aftur á móti sýnir að þarna virðist hafa verið um ofríki og illsku að ræða af hálfu Ísraels. 

Maður vonar að þeir sjái að sér og sömuleiðis að þetta verður ekki kveikjan að meira gyðinga hatri því bæði er slæmt.

Þeir sem vilja kynna sér fleiri Biblíulegar ástæður fyrir því að Ísrael er ekki lengur þessa útvalda þjóð Guðs geta hlustað á fyrirlestur hérna: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm - fyrirlesturinn heitir Who is Israel


mbl.is Árásir halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómur um araba sem rættist á jólunum

Þótt að mér finnist leiðinlegt þetta jólasveina dæmi á jólunum þá átti þessi prestur ekkert með það að gera að vera að segja börnunum þetta. Leyfa foreldrum að ráða slíku.

Mig langar aftur á móti að benda á spádóm sem rættist á jólunum. Líklegast ekki í desember þar sem flestir eru sammála um það að Jesús fæddist ekki í desember þó að enginn veit slíkt fyrir víst. En spámaðurinn Jesaja spáði fyrir um að arabar kæmu til Ísraels, færandi gull og reykelsi og lofa Drottinn og ég trúi að það rættist á jólunum þegar vitringarnir komu til að lofa fæðingu frelsarans.

Hérna er textinn í Jesaja:

Jesaja 60:6wisemen2
Aragrúi úlfalda mun þekja land þitt,
drómedarar frá Midían og Efa
og allir, sem koma frá Saba,
færa þér gull og reykelsi
og flytja Drottni lof. 

Hérna er síðan textinn í Matteusi

Matteusarguðspjall 2
1Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem 2og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.“
3Þegar Heródes heyrði þetta varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. 4Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“
5Þeir svöruðu honum: „Í Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum:
6Þú Betlehem, í landi Júda,
ekki ert þú síst meðal hefðarborga Júda.
Því að höfðingi mun frá þér koma
sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels.“
7Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og grófst eftir því hjá þeim hvenær stjarnan hefði birst. 8Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“
9Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. 10Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög, 11þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.
12En þar sem þeir fengu bendingu í draumi að snúa ekki aftur til Heródesar fóru þeir aðra leið heim í land sitt. 

Það er svo sem ágætis Biblíu stúdering að komast að því að um er að ræða araba þegar talað er um börn Midían og fólk frá austri en ég ætla að leyfa mér að leyfa ykkur aðeins að treysta mér varðandi það. 

Jesaja heldur síðan áfram í næsta kafla að tala um það sem frelsarinn mun gera:

Jesaja 61
1Andi Drottins er yfir mér
því að Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu,
boða föngum lausn
og fjötruðum frelsi,
2til að boða náðarár Drottins
og hefndardag Guðs vors,
til að hugga þá sem hryggir eru
3og setja höfuðdjásn í stað ösku
á syrgjendur í Síon,
fagnaðarolíu í stað sorgarklæða,
skartklæði í stað hugleysis.
Þeir verða nefndir réttlætiseikur, garður Drottins sem birtir dýrð hans. 

Jesús síðan fullyrðir að þessi texti í Jesja væri uppfylltur af Honum en við lesum um það í Lúkasi:

Lúkasarguðspjall 4reading_in_temple
14En Jesús sneri aftur til Galíleu fylltur krafti andans og fóru fregnir af honum um allt nágrennið. 15Hann kenndi í samkundum þeirra og lofuðu hann allir.
16Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. 17Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
18Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
19og kunngjöra náðarár Drottins.
20Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. 21Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“ 

 

Sumir hverjir sem tengdu við þessa frétt voru mjög fullyrðinga glaðir varðandi söguna um fæðingu frelsarans en þeir sem halda slíkt vil ég benda á þetta hérna: Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu , Handrit Nýja Testamentisins og Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur? 

 

Vil enda þetta með því að óska öllum gleðilegra jóla! 


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Penn - guðleysingi sem kann að meta trúboð

Ég  hafði gaman af þessu, Penn kom með nokkra mjög góða punkta og gott að vita að það eru til kristnir sem geta komið vel fram.


Galileó var ógn við páfadóm en ekki Biblíuna

Galileo_GalileiMargir líta á deilur Galileó við Kaþólsku kirkjuna sem dæmi þar sem vísindi voru undir árás frá kristinni trú en það á engan grundvöll í mannkynssögunni.  Málið er miklu flóknara en það og sem dæmi um það þá var Galileó mjög virtur áður en þessar deilur komu upp. Hann var persónulegur vinur fleiri en eins páfa en einn af þeim páfum sem voru vinir hans varð seinna óvinur hans vegna þessa deilu máls og einnig að Galileó dirfðist að lesa og túlka Biblíuna þótt hann væri leikmaður.  Það var síðan vísinda samfélag hans tíma sem var almennt á því að Copernicus hafði rangt fyrir sér varðandi sólmiðju kenninguna og þeir sem börðust sem harðast á móti Galileó.

Galileó var engan veginn óvinur Biblíunnar og sagði t.d. þetta um hana:

Galileo Galilei
I think in the first place that it is very pious to say and prudent to affirm that the Holy Bible can never speak untruth – whenever its true meaning is understood

Hugmynd Copernicusar um að jörðin væri ekki það sem allt snérist um var ekki bönnuð sem slík á þessum tímum og margir sem aðhylltust hana. Réttarhöldin snérust aðallega um að Galileó hélt fram að sól miðju kenningin væri sönnuð staðreynd og fór stór hluti réttarhaldanna í að biðja Galileó um sannanir fyrir þessari fullyrðingu.  

Þeir sem vilja kynna sér þessa sögu frá öðru sjónarhorni en þeir eru kannski vanir geta lesið þessar greinar hérna um þetta mál:


mbl.is Páfi vottar Galileó virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurlag jólalagakeppni Rásar 2

mary_&_baby_jesusÍ dag heyrði ég hvaða lag vann jólalagakeppni Rásar 2 og mér til undrunnar þá var um mjög flott lag að ræða með mjög kristinn texta.  Lagið sem vann heitir Betlehem og er eftir Gretu Salome Stefánsdóttur

Hérna er hægt að sjá lista af þessum lögum og smella á hver þeirra til að hlusta, sjá: Jólalagakeppni Rásar 2

Ég vil óska Gretu til hamingju og þakka henni því ég upplifi þetta eins og frábæra jólagjöf!


Myndir þú frekar skrá þig inn á Klepp en að trúa á Guð?

Mér finnst alveg ótrúlegt hve margir eru svo á móti tilvist Guðs að ef Guð myndi heimsækja þá, þá myndu þeir frekar skrá sig inn á geðdeild á Kleppi en að trúa að Guð væri til.

Einn af þeim sem hugsa svona er hinn alræmdi mogga bloggari DoctorE en í einni umræðu á síðunni hans þá kom þetta fram:

Mofi - http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/715611/
Kannski... kannski bara svo ákveðinn að hafna Guði að jafnvel heimsókn frá Honum myndi ekki sannfæra þig  Errm

DoctorE
Auðvitað myndi ég telja mig vera að bilast ef eitthvað svoleiðis gerðist... þar er rökrétt fyrsta niðurstaða......

atheist-heavenDoctorE er ekki einn um svona afstöðu; Dawkins hefur sagt svipaða hluti:

Richard Dawkins
Instead of examining the evidence for and against rival theories, I shall adopt a more armchair approach. My argument will be that Darwinism is the only known theory that is in principle capable of explaining certain aspects of life. If I am right it means that, even if there were no actual evidence in favour of the Darwinian theory (there is, of course) we should still be justified in preferring it over all rival theories

 

Hvað finnst ykkur, er betra að skrá sig inn á geðdeild en að trúa að Guð er til og Hann skapaði heiminn? 


Draumar sem drepa

abdul_goodspeedSjálfsvíg eru með því sorglegasta sem ég veit um og með því erfiðara að tala um og skilja.  Þótt ég geti aðeins giskað á hvað það var sem olli því að Paula Goodspeed framdi sjálfsmorð þá held ég að það hafi verið draumar um veraldlega velgengni sem síðan eyðilögðust. Það er manni eðlislegt að langa í velgengni, virðingu annarra, vera metin af samfélaginu og kannski mikilvægast að vera ekki hafnað af þeim sem þér þykir vænt um.  Eitthvað virðist Paula Goodspeed hafa farið út af sporinu ef hennar draumar og væntingar snérust um vináttu við Paula Abdouls og velgengni í Hollywood. Að fyrst að lífið myndi ekki innhalda þetta að þá væri lífið ekki þess virði að lifa því er sorgleg niðurstaða fyrir svona unga og fallega konu.

Draumar sem drepa eru draumar sem snúast um sjálfið, manns eigin hamingju og velgengni. Ef þeir bresta þá getur fólk fallið í þá gryfju að halda að það er ekkert til að lifa fyrir.

Þegar lærisveinar Jesú fóru út og boða og þeim gékk vel þá glöddust en Kristur sagði við þá "gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum".   Margir hafa misst trúna af því að þeir héldu að trú á Guð ætti að gefa þeim hamingju og velgengni en síðan gékk það ekki eftir.  Veraldleg hamingja og velgengni er ekki það sem Kristur lofaði. Hann sagði þvert á móti að þeir sem myndu fylgja Honum gætu lent í miklum erfiðleikum, jafnvel ofsóknum þar sem foreldrar eða börn myndu snúast gegn þeim. Lífs hamingjan sem Jesú býður upp á er von um betri heim og tilgang í þessum heimi, að gera öðrum gott og leiða aðra til eilífs lífs.

 

Langar að enda þetta á ljóði Steins Steinars sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt:

Í draumi sérhvers manns
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.

Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.

Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Steinn Steinar


mbl.is Engar breytingar á American Idol þrátt fyrir dauðsfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit um 6000 ára gamalt úr

AncientComputerÞað verður fróðlegt að fylgjast með þessum rannsóknum; hvort að um alvöru 400 ára gamalt úr er að ræða eða gabb eða kannski eitthvað enn annað.  Fólk frá fornum samfélögum hefur afrekað margt ótrúlegt svo fyrir mig er þetta alls ekki óhugsandi.  Menn hafa t.d. fundið forna "tölvu / stjarnfræðilega reiknivél" sem er talin vera sirka 2000 ára, sjá: Ancient Greek Computer's Inner Workings Deciphered og einnig mjög gamallt batterí, sjá: The Baghdad Battery

Hérna er síðan vefsíða sem fjallar um svona ráðgátur, mjög skemmtileg lesning en ég votta ekki að allt þarna er 100% rétt, sjá: http://www.s8int.com/index.html

En hvaða úr er 6000 ára gamalt?  Það er vél sem vísindamenn nýlega fundu í  bakteríu sem kallast Cyanobacteria og virkar þessi vél sem úr. Af hverju sex þúsund ára gamalt, vegna þess að fyrir sirka sex þúsund árum síðan skapaði Guð himinn og jörð og þar á meðal þetta ótrúlega örsmáa tæki.  Ég skrifaði meira um þetta hérna: Úrið hans Paleys finnst í bakteríu! 


mbl.is Svissneskt úr í 400 ára gamalli gröf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar skapaða tungl

moon4Eitt af því sem gerir okkur kleyft að lifa á þessari jörð er tilvist tunglsins. Fyrir utan að vera virkilega fallegt og þá sérstaklega undanfarna daga þá þjónar það ákveðnum tilgangi fyrir okkur íbúa jarðarinnar. Hérna eru nokkur dæmi um hvernig tunglið hjálpar okkur á þessari jörð:

  • Virkar sem skjöldur fyrir jörðina, verndar okkur fyrir árekstrum loftsteina. Vegna óvenjulegar stærðar sinnar þá dregur þyngdarafl þess mikið af loftsteinum sem myndu annars lenda á jörðinni.  Á myrku hlið tunglsins er mjög margir gígar eftir árekstra, sumir allt að 240 km að breidd en þannig árekstrar gætu haft mjög alvarleg áhrif á líf á jörðinni.  Annar svona skjöldur fyrir okkur eru Júpíter.
  • Gefur okkur stöðugar árstíðir með því að gera stöðugan möndulhalla jarðar en ef hann væri ekki stöðugur þá væru árstíðirnar óreglulegar.
  • Tunglið stjórnar flóði og fjöru en þessar hreyfingar á hafinu hreinsar hafið og sér til þess að það er súrefnisríkt. Ef tunglið væri ekki til staðar þá myndi hafið líklegast verða smá saman verða eins og Dauðahafið.  Ef að þær plöntur sem eru í hafinu væru ekki að framleiða súrefni er ólíklegt að það væri nógu mikið súrefni fyrir fólk að lifa á jörðinni.
  • Tunglið gerir sólmyrkva mögulega en þeir hafa gefið okkur vísindalega þekkingu ásamt betri þekkingu á mannkynssögunni er varðar að tímasetja atburði.
  • Þar sem tunglið örsakar flóð og fjöru þá á þann hátt er tunglið uppspretta orku fyrir okkur en við getum nýtt þessa krafta til að búa til rafmagn en það eru þegar nokkur orkuver sem nýta sér þetta til að búa til rafmagn.
  • Tunglið lýsir upp nóttina; kannski ekki lífsnauðsynlegt en ég kann að meta það :)

Hérna er myndband af fyrirlestri um tunglið út frá sjónarhóli sköpunar: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/our-created-moon/our-created-moon

Þarna meðal annars fjallað um af hverju besta útskýring á tilurð tunglsins er sköpun og fara ýtarlegra í hvernig tunglið er nauðsynlegt fyrir líf á þessari jörð.


mbl.is Tunglið virðist óvenjustórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn fæðast með trú á Guð

Explorers%20blankRannsóknir gerðar hjá Oxford fundu sannanir fyrir því að börn meðfædda tilhneigingu til að trúa á Guð eða yfirnáttúrulega veru.  Ástæðan fyrir þessu er sú náttúrulega ályktun að allt í þessum heimi varð til vegna einhvers tilgangs og var þess vegna skapað.

Dr Justin Barret sagði við "Daily Telegraph" að hans mati þá virðast ung börn hafa meðfædda trú jafnvel þó að þeim hefði ekki verið kennt það frá fjölskyldunni eða skólanum.

Hann sagði enn frekar:

http://www.telegraph.co.uk/news/newstopics/religion/3512686/Children-are-born-believers-in-God-academic-claims.html
“The preponderance of scientific evidence for the past 10 years or so has shown that a lot more seems to be built into the natural development of children’s minds than we once thought, including a predisposition to see the natural world as designed and purposeful and that some kind of intelligent being is behind that purpose…if we threw a handful on an island and they raised themselves I think they would believe in God.”

Á fyrirlestri í Cambridge Faradaystofnunni þá vísaði Barret í rannsóknir á trú barna sem leiddi í ljós að börn höfðu meðfædda trú í börnum til að samþykkja hönnun og tilgang í umhverfinu; jafnvel þótt að foreldrar og kennarar sögðu þeim annað.  Þetta leiðir til náttúrulegar trú á sköpun frekar en þróun.  Barret gerði þessa athugasemd:

“Children’s normally and naturally developing minds make them prone to believe in divine creation and intelligent design. In contrast, evolution is unnatural for human minds; relatively difficult to believe.”

Það er eins og að Guð gaf okkur alheim fullann af undraverðum dæmum um hönnun og til að koma algjörlega í veg fyrir að einhver verði guðleysingi nema hann virkilega vilja það og hafni hinu augljósa þá setti Guð trú á Hann sem svona default stillingu í fæðingu. 

Sannarlega verða guðleysingjar án allrar afsökunar á dómsdegi, sjá: Þeir sem eru án afsökunnar

Greinin unnin frá: Children are born with a belief in God


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband