Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Vantrú - Því svo hataði Guð heiminn?

Tók eftir þessum sláandi titil á Vantrú.is og innihaldið var jafn sláandi, sjá: http://www.vantru.is/2003/09/30/19.02/

Sú skoðun sem þar kemur fram er því miður skiljanleg miðað við það "trúboð" sem kristnir hafa stundað síðustu áratugi. En ég ætla að gera mitt besta að svara þessari grein og vonandi hjálpar það einhverjum til að skilja boðskap Biblíunnar.

Jh 3.16: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Vantrú:  Staðreyndin er sú að þessi setning er jafn illa ígrunduð og öll kristin trú. Að drepa son sinn til að sýna öðrum ást er ógeðslegt og hefur ekkert með ást að gera. Því samkvæmt Nýja-testamentinu eru örlög sonarins skipulögð af
Guði sem grunnurinn af kristinni trú.

Vandamálið sem Guð stendur frammi fyrir með þessa jörð er að Hann þarf að eyða illskunni úr heiminum. Fólk sem Hann skapaði og elskar hefur valið hið illa fram yfir hið góða og þeirra tilvist er að orsaka dauða og þjáningar.  Eins og alheimurinn stjórnast af eðlisfræðilögmálum þá eru líka lög sem andlegi heimurinn verður að hlíða, lögmálið sem gildir um okkur er "sú sál sem syndgar skal deyja". Synd er brot á boðorðunum tíu og Guð hefur skrifað eðli þeirra í samvisku okkar. 

En áður en Guð getur eytt illskunni og þeim sem henni tilheyra þá verður Hann að leyfa henni að sýna sitt rétta andlit svo að dómurinn yfir henni verði réttlátur fyrir þá sem eftir eru. Þeir sem velja að fylgja Guði verða samt að sjá að þessi dómur yfir þeim sem velja hið illa fram yfir hið góða sé réttlátur þannig að þeir sjá Guð sem bæði kærleiksríkann og réttláttann.   

Vantrú: Lítill hefði áhuginn verið hjá blóðþyrstum skrælingjum þess tíma ef trésmiðurinn hefði látist í hárri elli. Krassandi aftökur, blóð og naglar er það sem virkaði í auglýsingaskyni

Í kærleika Sínum þá ákvað Guð að bjóða þeim náð sem brutu Hans lögmál, boðorðin tíu. En til þess að kröfur réttlætisins væru ekki hefðar að engu þá varð einhver að borga fyrir lögbrotin. Guð hefði getað bara skapað einhverja veru til að borga þetta en það hefði verið ósanngjarnt gagnvart þeirri veru og ekki sýnt neinn kærleika til okkar.  Það sem Guð gerði var að gefa sjálfan sig á vald þessa heims til að borga gjaldið og einnig til að sýna eðli illskunnar.  Guð gerðist maðurinn Jesú sem gékk á þessari jörð.  Kenndi um himnaríki og sýndi öðrum kærleika allt sitt líf en síðan sýndi illskan sitt rétta andlit og krammdi Jesú þótt Hann hefði aldrei gert öðrum mein.

Vantrú: Síðan telst það seint til fórnar að vakna sprelllifandi þrem dögum síðar eftir aftökuna.

Fórnin var að þjást og deyja, alveg hið sama og við þyrftum að gera ef gjaldið væri ekki borgað fyrir okkur.  Guð er kærleiksríkur og myndi aldrei kvelja sálir í logum að eilífu; hræðileg lygi um skapgerð Guðs.

Vantrú: Kristnir menn virðast þannig trúa vegna fáránlegs samviskubits yfir að sonurinn hafi látist fyrir þá af mannavöldum

Fólk á aðeins að hafa sektarkennd fyrir hið slæma sem það hefur gert, það sem samviska þess segir til um.  Kristnir eru aðeins þakklátir fyrir krossinn og undrast þann kærleika sem þeim hefur verið sýndur; ekki sektarkennd yfir því.

Vantrú: Í staðinn ræður hann Rómarkirkjuna til að drepa milljónir við að troða á villimannlegan hátt kristinni kirkju upp á lýðinn. Þar var milljónum fórnað fyrir ekki neitt nema heimsku.

Guð lét ekki Rómarkirkjuna gera neitt, hún hegðaði sér oft hræðilega og hafa aftur og aftur sett skoðun manna yfir skoðunum Guðs.

Vantrú: Í þessari setningu er fólk líka flokkað í tvo hópa með ógeðfelldri aðskilnaðarstefnu, þau sem trúa á draugagang sonarins og hin sem ekki trúa á slíkar goðsögur.

Þetta er ekki rétt, resting af versunum sem greinin gagnrýnir útskýrir þetta:

Jóhannesarguðspjall 3:16. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
19. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
20. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.

Þeir sem farast, farast vegna vondra verka, ekki vegna þess að þeir trúðu ekki. Menn frelsast og öðlast líf fyrir trúnna en dæmast vegna verka.

Vantrú: Þau sem ekki trúa hljóta grimmilega refsingu með því að brenna um alla eilífð í eldsofni.Þau sem ekki trúa hljóta grimmilega refsingu með því að brenna um alla eilífð í eldsofni.

Biblían kennir ekki að fólk muni brenna að eilífu heldur að það muni ekki öðlast eilíft líf enda væri það óréttlátt að láta lygara, morðingja og þjófa fá eilíft líf.

Rómverjabréfið 6:23. Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum

Vonandi gat ég útskýrt þetta efni fyrir einhverjum og leiðrétt misskilning um stærsta atriði Biblíunnar sem er krossinn.  Allir standa frammi fyrir sínum vondu verkum og því að deyja, góðu fréttirnar eru að það er búið að borga gjaldið fyrir okkur. Eina sem við þurfum að gera er að iðrast, setja traust okkar á Krist og staðfesta það með skírn.

Kv,
Mofi


Margaret Sanger á forsíðu vantrúar

Ég tók eftir því að á forsíðu Vantrúar er tilvitnun í Margaret Sanger sem hljóðar svona: "No Gods, no masters".  Fleyg setning að mati Vantrúar en fær falleinkun hjá mér; sérstaklega í ljósi guðleysingja stjórna Stalíns og Maós.  Þessi kona á þann vafasama heiður að vera stofnandi "Planned parenthood" en mér finnst að enginn í dag ætti að vilja setja hana fram sem dæmi um góða manneskju sem hafði eitthvað gott fram að færa.  Hún var rasisti í húð og hár og hennar aðal takmark var að lögleiða barnadráp ( meira lýsindi og nákvæmara en fóstureyðing ).  Tökum t.d. þessi tilvitnun hérna frá þessari konu:

We should hire three or four colored ministers, preferably with social-service backgrounds, and with engaging personalities. The most successful educational approach to the Negro is through a religious appeal. We don't want the word to go out that we want to exterminate the Negro population. and the minister is the man who can straighten out that idea if it ever occurs to any of their more rebellious members." Margaret Sanger's

Margaret þessi er ófreskja og þótt hún hafi sagt eitthvað sem manni líkar þá myndi ég samt ekki vitna í hana eða hennar orð.

Árið 1926 hélt Margaret Sanger ræðu fyrir Ku Klux Klan og án efa hafa þeir verið ánægðir með hana miðað við það sem við vitum að hún sagði. Fyrir neðan eru tilvitnanir frá þessari konu sem varpa ljósi á afhverju Ku Klux Klan vildi hlusta á hana.

Negroes and Southern Europeans are mentally inferior to native born
Americans

More children from the fit, less from the unfit."

...apply a stern and rigid policy of sterilization and segregation to that grade of population whose progeny is already tainted, or whose
inheritance is such that objectionable traits may be transmitted to offspring

Colored people are like human weeds and are to be exterminated

 


Hvíldardagurinn

Vegna umræðna um hvíldardaginn hjá http://vonin.blog.is/blog/vonin/#entry-270657 þá langaði mig að fjalla stuttlega um hvíldardaginn og benda á nokkurs vers sem fjalla um hann.  Fyrst þá langar mig að segja að fátt finnst mér jafn meiriháttar og þegar einhver velur að hlíða Guði þótt það kann að valda óþægindum, þótt að fólk í kringum mann skilji mann ekki og jafnvel hæðast að manni. Ég hef mikla virðingu fyrir þeim sem velja að hlíða því sem þeir trúa að sé Guðs vilji sama hvaða raunir það kann að kosta.

Þegar Guð skapaði heiminn þá skapaði Hann einnig hvíldardaginn, sérstakann dag sem Guð gerði heilagann.  Fyrsta hvíldardaginn þá notaði Guð hann til að njóta sköpunarverksins og njóta samvistar við manninn sem Hann hafði skapað.  Alveg eins og þá, þá á hvíldardagurinn að vera ánægjulegur dagur sem við eigum með Guði.

Guð lofar okkur blessunum ef við höldum daginn heilagann en að yfirgefa okkur ef við gerum það ekki.  Í annari Mósebók þá kemur hvíldardagurinn fram í boðorðunum tíu:

Önnur bók Móse 20:8 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 
9 Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, 
10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, 
11 því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Nokkur önnur vers sem varpa ljósi á hvíldardaginn. 

Nehemíabók 10:31 Enn fremur, að þegar hinir heiðnu íbúar landsins kæmu með torgvörur og alls konar korn á hvíldardegi til sölu, þá skyldum vér eigi kaupa það af þeim á hvíldardegi eða öðrum helgum degi. Og að vér skyldum láta landið hvílast sjöunda árið og gefa upp öll veðlán.

Þetta finnst mér alveg magnað. Að sjöunda hvert ár þá hurfu allar skuldir; Guð var aftur og aftur að kenna fólkinu um fyrirgefninguna og fögnuðinn sem felst í Jesú Kristi.

Nehemíabók 13:17 Þá taldi ég á tignarmenn Júda og sagði við þá: "Hvílík óhæfa er það, sem þér hafið í frammi, að vanhelga hvíldardaginn! 
18 Hafa eigi feður yðar breytt svo og Guð vor þess vegna látið alla þessa ógæfu yfir oss dynja og yfir þessa borg? En þér aukið enn meir á reiði hans við Ísrael með því að vanhelga hvíldardaginn."

Jesaja 56:1 Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega. 2 Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbarn, sem heldur fast við það, sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt.
4 Því að svo segir Drottinn: Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn, 
5 þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur. Eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða. 
6 Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans _ alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála

Jesaja 58:13 Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,
14 þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.

Hvíldardagurinn á að vera "feginsdagur", dagur hvíldar og ánægju; til að njóta þess að vera til og samveru við fjöldskyldu sína og Guð sjálfann.

Esekíel 20:12 Ég gaf þeim og hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá

Esekíel 22:26  Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra.  

Ef það er eitthvað sem er erfitt að finna í dag þá er það eitthvað sem er heilagt. Það virðist ekkert vera heilagt í okkar samfélagi, fólk virðist ekki einu sinni geta gefið jólunum einhvern heilagleika. Ef við myndum taka einn dag frá fyrir Guð, Hans orð og það sem er Honum ánægjulegt þá trúi ég því að það muni vera manni ómæld blessun. 

Jesaja 66:22 Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. 
23 Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn.

Jafnvel á hinni nýju jörð þá munum við ennþá halda hvíldardaginn enda skapaður til blessunar handa öllum.

Matteusarguðspjall 12:8 Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins." 
10 Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: "Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?" Þeir hugðust kæra hann. 
11 Hann svarar þeim: "Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? 
12 Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi."

Þegar Jesú gékk um þessa jörð þá var Ísraels þjóðin búin að afskræma hvíldardaginn. Hann var ekki lengur feginsdagur heldur byrði og bölvun þar sem ekkert mátti. Jesú leiðrétti þetta og sýndi að þessi dagur er handa okkur, til að vera okkur blessun og ekkert meira viðeigandi en að gera góðverk á þessum degi. 

Hebreabréfið 4:1 Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr. 
2 Fagnaðarerindið var oss boðað eigi síður en þeim. En orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi vegna þess, að þeir tóku ekki við því í trú. 
3 En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: "Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims. 
4 Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: "Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín." 
5 Og aftur á þessum stað: "Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." 
6 Enn stendur því til boða, að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir, sem fagnaðarerindið var fyrr boðað, gengu ekki inn sakir óhlýðni. 
7 Því ákveður Guð aftur dag einn, er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: "Í dag." Eins og fyrr hefur sagt verið: "Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar." 
8 Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar, þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag. 
9 Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 
10 Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. 
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Tek undir með Páli, ekki herða hjörtu okkar heldur göngum frekar inn til hvíldar Guðs; ekki að óhlíðnast og falla.

Postulasagan 16:13 Hvíldardaginn gengum vér út fyrir hliðið að á einni, en þar hugðum vér vera bænastað. Settumst vér niður og töluðum við konurnar, sem voru þar saman komnar. 

Postulasagan 16:42 Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta hvíldardag. 
43 Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs. 
44 Næsta hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.

Sumir vilja meina að lærisveinarnir hafi allt í einu hætt að halda hvíldardaginn, að hann hefði verið nelgdur á krossinn. Afhverju ætti það sem var skapað áður en synd kom í heiminn og öllum til blessunar vera neglt á krossinn?  Fjórða boðorðið mótaði samfélag gyðinga og ef einhver ætlaði að afmá þetta boðorð þá hefði það verið mjög skýrt tekið fram en það var ekki gert. Aftur á móti sjáum við að lærisveinarnir héldu hvíldardaginn og í þessum versum fyrir ofan þá sjáum við menn sem voru ekki gyðingar að biðja um fræðslu en þeir verða að bíða þar til næsta hvíldardags; þeim er ekki boðið að heyra meira daginn eftir þ.e.a.s. á sunnudegi.  Ef lærisveinarnir hefðu skipt helgihaldi frá sjöundadeginum yfir á hinn fyrsta þá hefðu þessum mönnum án efa verið boðið að hitta þá næsta sunnudag.

Til að fræðast meira þá vil ég benda á þessa linka hérna:
http://www.sabbathtruth.com/
http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history1.asp 
listi yfir heimildir um Hvíldardags helgihald.

http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp 
Grein sem fjallar um hvernig tungumál heimsins sýna að fornar þjóðir kölluðu sjöundadaginn "Hvíldardag".

http://www.sabbathtruth.com/sabbath_quotes.asp - Hvað aðrir söfnuðir segja um þetta efni.

http://www.sabbathtruth.com/history/History_of_the_Sabbath.pdf 
Saga Hvíldardagsins rakin í löngu máli. Þetta er fyrir þá sem vilja virkilega vita allt um þetta efni.

Vonandi var þessi lestur einhverjum til blessunar.

Mofi


Kristileg tónlist

Ég er tiltulega nýbúinn að kynnast þessum hljómsveitum og er einkar ánægður að hafa fundið kristilega tónlist sem ég get hlustað á.  Sálmar eru sungnir í minni kirkju og margir þeirra eru mjög fallegir en ekki beint tónlist sem ég vil hlusta á dags daglega.  Á Lindinni og fleirum kristilegum stöðvum þá eru oftar en ekki gospel tónlist sem er eitur í mínum eyrum.  Rokk er mér alveg í blóð borið en hef ekki kynnst mikið af kristilegu rokki en fyrir ekki svo löngu síðan þá kynntist ég nokkrum góðum hljómsveitum og langaði að deila því með blogheimum.  Vonandi hefur einhver þarna úti jafn mikið gaman af þessu og mér.

Newsboys - Shine
http://www.esnips.com/doc/06610a10-a7cc-4b72-aa8c-949bc3d497f5/Newsboys-Shine

Newsboys - He reigns
http://www.esnips.com/doc/c96a31e6-1dfb-45b6-804b-d438a50f0fd1/Newsboys---He-Reigns

Newsboys - I am free
http://www.esnips.com/doc/20b68f2e-4f1d-406d-b513-0a7a94d4ee35/Newsboys---I-Am-Free-(live)

Newsboys - Don't serve breakfest in hell
http://www.esnips.com/doc/67672533-c559-432c-9aea-cc2776516d26/Newsboys---Dont-Serve-Breakfast-in-Hell

Jars of clay - Flood
http://www.esnips.com/doc/6e8e910f-c5de-4b48-af0a-86117c72d49c/Flood---Jars-Of-Clay

Jars of clay - Liquid
http://www.esnips.com/doc/c9bc560c-f8c5-4fc1-bb6d-5c683c79ce02/Liquid---Jars-Of-Clay

Petra - Road to zion
http://www.esnips.com/doc/fcd3a934-160a-464a-a508-fd3274f72cb9/Petra---Road-to-Zion

Petra - Beyond belief
http://www.esnips.com/doc/db7c4278-2f99-4ea9-aab2-38ffeee0505b/04-Beyond-Belief

Ég verð síðan bara að vona að þessir linkar eru löglegir Crying


Nýung í bátasmíði, höfrungabátar!

Fyrir nokkrum árum þá var ég á Spáni og sá þar höfrunga sýningu.  
Þessi dýr voru alveg ótrúleg. Þetta var eins og horfa á galdramenn eða tölvugerða senu í bíómynd.  Eftir að ég sá þessa sýningu þá hef ég haft
mikla aðdáun að þessum dýrum og er alls ekki einn um það.
Hérna eru menn sem hafa rannsakað hvernig höfrungar synda og reynt
að herma eftir þeirri hönnun.  Þegar maður skoðar myndirnar þá virkar þetta eins og algjör snilld og væri gaman að sjá svona tæki hérna á Íslandi. 

 

Meira um þetta hérna: http://www.innespace.com/   og síðan myndir: http://www.innespace.com/picture_gallery.html

 
Þótt þetta tæki sýnir mikla tæknigetu og hönnun þá kemst það ekki nálægt sjálfum dýrunum sem það er að herma eftir.   
Hérna er síða http://www.dolphinkind.com/dolphin_facts.html sem fjallar um þessi ótrúlegu dýr eins og t.d. hvernig þau nota hljóð til að staðsetja hluti sem er mögnuð tækni sem Darwinísk þróun gæti aldrei búið til.  Því meira sem maður skoðar náttúruna því augljósara er að það er magnaður hönnuður á bakvið hana.

Meiri grimmd en Hitler sýndi?

Hvað á svona vitleysa að þýða?  Ef yfirvöld vilja taka fólk af lífi þá á að gera það á mannúðlegann hátt.  Þær aftökur sem voru gerðar af mönnum Hitlers voru skárri en þetta, gasklefinn eða vera skotinn.  Bannvænarsprautur eru að vísu miklu betri en rafmagnsstóllinn sem er barbarismi af verstu gerð og þeim þjóðum sem hafa notað hann til mikillar skammar.  Vonandi gerist svona aldrei aftur og helst engar aftökur framar.

Það sem þetta aftur á móti minnir mig enn frekar á er að við erum öll á dauðadeild og vitum ekki hvernig lífið verður tekið frá okkur.  Það sem gerist eftir það er að við þurfum að standa frammi fyrir Drottni þar sem við verðum dæmd eftir því sem við gerðum og hugsuðum.  Ef við einhvern tíman stálum einhverju þá verður það dregið fram í dagljósið og við sitjum eftir sem sekir þjófar. Ef við einhvern tíman hötuðum einhvern þá verða þær hugsanir dregnar fram og við sek sem morðingjar í hjarta okkar.  Það liggur alveg ljóst fyrir að þjófar, lygarar og morðingjar fá ekki aðgang að himnaríki enda væri það ekki réttlæti.  Þeirra bíður aðeins eilíf skömm og tortíming.

Því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?


mbl.is Aftökustoppi lokið í Flórída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rani fíla innblásturinn að vélrænni hendi

Link: Bild zum herunterladen

Þýska fyrirtækið Fraunhofer-Gesellschaft sótti sér innblástur í rana fíla til að hanna á vitrænann hátt vélræna"hendi". 

Fílsraninn er ótrúlegt tæki sem hefur hvorki meira né minna en 40.000 vöðva og einstaklega sveigjanlegur.  Fíll getur notað ranann til að rífa niður tré eða draga
þunga hluti en einnig til að gera hluti sem þarnast næmni eins og að taka hnetur úr hendi barns.  Eitt af því magnaðasta við ranann er að hann getur gert við sjálfan sig en vélræna hendin getur það ekki og vísindamenn reyna ekki einu
sinni við þannig tækni enda svo langt frá okkar getu.

Vélræna hending inniheldur aðeins 10 af þessum pöruðu
"servo" mótorum en ekki 40.000 eins og rani fílsins. Samt er
þetta auðvitað mikið vísindalegt afrek og gaman að sjá menn læra af handverki Guðs en gott að muna hve langt tæknilega
séð við erum frá sköpunarverkinu.

Eins og alltaf þá geta þróunarsinnar ekki einu sinni búið til skáldsögu hvernig tilviljanir og náttúruval gætu búið til tæki eins og rana fílsins. Hvernig getur maður annað en dáðst að sköpunarverkinu og verið þakklátur fyrir að geta
rannsakað það?

 


Sextíu prósent íbúa Kanada trúa að Guð skapaði mannkynið

Góðar fréttir frá Kanada. Könnun sem var þar gerð bendir til þess að 60% af íbúum Kanada trúir að Guð hafa annað hvort beint eða óbeint skapað manninn.  Þetta ætti að eyðileggja þá hugmynd að fólk í Kanada hefur gleypt hugmynd Darwins með húð og hári.  Úr fréttinni sjálfri:

The poll suggests Canadians divide in essentially three groups on the issue of creation: 34 per cent of those polled said humans developed over millions of years under a process guided by God; 26 per cent said God created humans alone within the last 10,000 years or so; and 29 per cent said they believe evolution occurred with no help from God.

Hér er fréttin: http://cnews.canoe.ca/CNEWS/Canada/2007/07/03/4309557-cp.html


Var Grænland skógi vaxið?

Merkileg frétt sem styður að það var skógur þar sem Grænland er.  Undir 2km af ís þá fannst DNA af alls konar trjám og dýrum eins og fiðrildum, flugum og bjöllum.  Annað sem er athugavert er að menn þarna nota mismunandi aldursgreiningar og fá mjög ólíkar niðurstöður. Eitthvað sem er mjög algengt en kemur sjaldan fram í því sem er síðan matreitt fyrir almenning. 

Sjá meira hérna:  http://www.creationsafaris.com/crev200707.htm


Hestar, zebra hestar og... zebrúla?

Gaman þegar náttúran kemur manni á óvart. Þessi er virkilega flottur en er blanda af venjulegum hesti og zebrahesti. Lætur mann velta fyrir sér hvernig fyrsti hesturinn leit út en eitt er víst að þetta eru stórkostleg dýr.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband