Margaret Sanger á forsíðu vantrúar

Ég tók eftir því að á forsíðu Vantrúar er tilvitnun í Margaret Sanger sem hljóðar svona: "No Gods, no masters".  Fleyg setning að mati Vantrúar en fær falleinkun hjá mér; sérstaklega í ljósi guðleysingja stjórna Stalíns og Maós.  Þessi kona á þann vafasama heiður að vera stofnandi "Planned parenthood" en mér finnst að enginn í dag ætti að vilja setja hana fram sem dæmi um góða manneskju sem hafði eitthvað gott fram að færa.  Hún var rasisti í húð og hár og hennar aðal takmark var að lögleiða barnadráp ( meira lýsindi og nákvæmara en fóstureyðing ).  Tökum t.d. þessi tilvitnun hérna frá þessari konu:

We should hire three or four colored ministers, preferably with social-service backgrounds, and with engaging personalities. The most successful educational approach to the Negro is through a religious appeal. We don't want the word to go out that we want to exterminate the Negro population. and the minister is the man who can straighten out that idea if it ever occurs to any of their more rebellious members." Margaret Sanger's

Margaret þessi er ófreskja og þótt hún hafi sagt eitthvað sem manni líkar þá myndi ég samt ekki vitna í hana eða hennar orð.

Árið 1926 hélt Margaret Sanger ræðu fyrir Ku Klux Klan og án efa hafa þeir verið ánægðir með hana miðað við það sem við vitum að hún sagði. Fyrir neðan eru tilvitnanir frá þessari konu sem varpa ljósi á afhverju Ku Klux Klan vildi hlusta á hana.

Negroes and Southern Europeans are mentally inferior to native born
Americans

More children from the fit, less from the unfit."

...apply a stern and rigid policy of sterilization and segregation to that grade of population whose progeny is already tainted, or whose
inheritance is such that objectionable traits may be transmitted to offspring

Colored people are like human weeds and are to be exterminated

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Nei þeir eru það ekki. Þeir eru aðeins of oft þannig að aðeins ef einhver er á móti trú á Guð þá eru þeir til í að setja viðkomandi á stall sem einhvern merkilegann hugsuð. 

Mofi, 27.7.2007 kl. 21:27

2 identicon

Halldór, ég veit að trúmenn eiga erfitt með að skilja þetta - en þegar við í Vantrú vitnum í einhverja merkir það alls ekki að við séum endilega sammála öllu sem þeir einstaklingar hafa sagt eða gert í gegnum ævina.

Þetta fylgir því að við þurfum ekki leiðtoga, hvorki andlega né líkamlega.  Við stöndum ekki í þeirri trú að manneskjur séu óskeikular.  Við þurfum því ekki að beita grænsápu þegar einhver segir eitthvað sem ekki hentar okkar málstað - við segjum ósköp einfaldlega að við séum ekki sammála því.

Varðandi fyrirlestur hennar hjá KKK, þá segir um hann á wikipedia síðunni um Sanger:

In 1926, in what she called "one of the weirdest experiences I had in lecturing", Sanger even gave a lecture on birth control to the women's auxiliary of the Ku Klux Klan in Silver Lake, New Jersey, a group she found so ignorant she had to use only "the most elementary terms, as though I were trying to make children understand."

Líklega var hún rasisti eins og flestir á þeim tíma.  Með því er ég hvorki að réttlæta rasisma né Sanger.  Ég á nefnilega svo auðvelt með að segja að þetta fólk hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér hvað þetta varðar.  Þú ættir að prófa það stundum ;-)

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef lesið mikið um M. Sanger, og það er rétt hjá þér, Halldór, að hún er hrikalegur racisti, vann m.a. gegn tímgun Porto-Ricana og hörundsdökka í Bandaríkjunum og gerði það undir merkjum kynþáttahyggju og valdbeitingar, enda var hún í tengslum við nazismann. Því fer fjarri, að Matthías leggi rétt mat á þetta með því að segja: "Líklega var hún rasisti eins og flestir á þeim tíma," því að hún var racisti par excellence, ef hægt er að komast svo öfugsnúið að orði um dauðastefnu hennar. Risavaxin eru samt áhrif hennar í gegnum Planned Parenthood og International Planned Parenthood (stærstu heimssamtökin sem beita sér fyrir fósturdrápum og óumbeðnum ófrjósemisaðgeðum), sem eiga sér jafnvel útibú hér uppi á Íslandi: FUKOB -- "Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir," sem við þurfum að hafa undir smásjánni á komandi misserum.

Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu, Halldór. En ósáttur er ég við orð sem hefur nýlega látið falla um kaþólsku kirkjuna. Um það efni verðum við þó líklega seint sammála. Reynum á meðan að standa saman um sem flest kristin gildi og málstað lífsins gegn dauðamenningunni.

Jón Valur Jensson, 28.7.2007 kl. 12:11

4 identicon

Hvað í andskotanum er Jón Valur Jensson að ibba gogg?

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Mofi

Mattías, Halldór, ég veit að trúmenn eiga erfitt með að skilja þetta - en þegar við í Vantrú vitnum í einhverja merkir það alls ekki að við séum endilega sammála öllu sem þeir einstaklingar hafa sagt eða gert í gegnum ævina.

Ég á mjög auðvelt með að skilja þetta, meira að segja vitna oft í þróunarsinna máli mínu til stuðnings; eitthvað sem þið hjá vantrú eru merkilega ósáttir við.  Þarna var aðeins sett fram setning eins og setningin væri merkileg frá merkilegri konu en það eina sem er merkilegt við þessa konu er hvers konar viðbjóður hún var.

Mattías, Þetta fylgir því að við þurfum ekki leiðtoga, hvorki andlega né líkamlega.  Við stöndum ekki í þeirri trú að manneskjur séu óskeikular.

Fyrir mitt leiti þá er Biblían minn "leiðtogi" en ekki einhverjir menn út í bæ eða hvar svo sem þeir eru staðsettir.

Mattías, Ég á nefnilega svo auðvelt með að segja að þetta fólk hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér hvað þetta varðar.  Þú ættir að prófa það stundum ;-)

Það er gott að þú átt auðvelt með að segja að annað fólk hafi haft rangt fyrir sér, á hið sama við um þig?  Ég hef þurft nokkrum sinnum að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér, bara hollt fyrir sálina og lærdómsríkt.

Mofi, 28.7.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Mofi

Jón Valur, takk fyrir það. Sammála þér með að það er ekki hægt að setja "líklegast var hún rasisti", hún var ofsarasiti sem taldi rétt að útrýma.  Mitt álit á kaþólsku kirkjunni er mjög látt og hef upplifað það dáldið eins og mér finnist óþægilegt að nefna það af því að ég veit hvernig þú gætir verið að upplifa það.  Ég man ekki einu sinni eftir því að rekast á eitthvað ómálefnalegt eða ókristilegt í þínum málflutningi. Helst vildi ég auðvitað sjá þig yfirgefa kaþólsku kirkjuna og fylgja aðeins Biblíunni og engu öðru. Umræða um kaþólsku kirkjuna verður þó líklegast að bíða betri tíma.

Mofi, 28.7.2007 kl. 14:28

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér þetta, Mofi bróðir. En kirkjan er partur af biblíulegri kristni.

Jón Valur Jensson, 29.7.2007 kl. 01:03

8 identicon

Ég á mjög auðvelt með að skilja þetta, meira að segja vitna oft í þróunarsinna máli mínu til stuðnings; eitthvað sem þið hjá vantrú eru merkilega ósáttir við.
Halldór, ekki segja ósatt.  Við í Vantrú erum merkilega ósátt þegar þú snýrð út úr orðum annarra til að rökstyðja mál þitt.  Þeir sem vilja skoða þessa taktík Halldórs geta lesið þessa umræðu á Vantrúarspjallinu

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802800

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband