Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 13:06
Val-Vantrú
Ég vil mæla með því að Vantrú breyti nafni félagsins í "Val-Vantrú". Þar sem þeir hafa enga vantrú gagnavart allskonar fullyrðingum hina og þessa manna þá er þeirra vantrú ekki almenn eða heilsteypt heldur sértæk. Þeir velja hverju þeir vantrúa og vantreysta. Guðleysingjafélagið væri að mínu mati nákvæmasta heitið fyrir þá.
26.11.2007 | 17:48
Sýnishorn úr myndinni Expelled
Hérna er stutt sýnishorn úr myndinni Expelled sem fjallar um hvernig darwinistar ofsækja þá sem dirfast að efast um sannleiksgildi darwinismans.
http://www.uncommondescent.com/education/7-minute-expelled-preview/
23.11.2007 | 16:36
Dýrin voru stærri fyrir Nóaflóðið
Nokkur atriði einkenna steingervingana sem við finnum í setlögum jarðar, eitt er að þau birtast án þróunarsögu, annað er að þau breytast lítið sem ekkert og hið þriðja er að þau eru almennt töluvert stærri.
Hérna er síða sem fjallar aðeins um þetta og margt þarna mjög forvitnilegt: http://www.s8int.com/mega1.html
Risasporðdreki lifði eitt sinn í sjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 16:29
Þróun hinna fljúgandi íkorna, eða manna!
Trúmál og siðferði | Breytt 23.11.2007 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 23:22
Hvað er öfgatrú?
Það hefur verið mikið rætt um öfgatrú undanfarið en mér er spurn, hvað er öfgatrú?
Er einhverskonar mælieining á hvenær trú einstaklings er orðin öfgafull og ef svo er, hvernig mælir maður það og er það mælt í einhverjum einingum?
- Einn trúir að Guð sé til og annar trúir að Guð er ekki til, hvor trúin er öfgafyllri?
- Einn trúir að lífið sé heilög gjöf frá Guði og annar trúir að það bara varð til fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla, hvor trúin er öfgafyllri?
- Einn trúir að það er í lagi að drepa börn, fer bara eftir aldri þeirra og nauðsynlegt að kalla það smekklegum orðum eins og fóstureyðingu. Annar telur að það á ekki að drepa börn, hvor trúin er öfgakenndari?
- Einn trúir að jörðin sé 4,5 miljarða ára gömul og annar trúir að hún sé 1,5 miljarða ára gömul, enn annar trúir að hún sé 150 miljón ára gömul og einhver enn annar trúir að hún sé sirka 10.000 ára gömul. Hvað af þessum skoðunum/trú er hættuleg öfgatrú sem er skaðleg samfélaginu?
- Einn trúir að það á að fræða nemendur um mismunandi trúarskoðanir fólks, hvort sem það er darwinismi eða kristni en ekki heilaþvo nemendur með fullyrðingum. Aðrir trúa því að það má ekki efast um Darwin, hvor hópurinn er öfgafyllri?
- Einn trúir að samkynhneigð er synd og annar trúir að þetta sé í góðu lagi, enn annar trúir að það eigi að fangelsa alla þá sem trúa að samkynhneigð er synd. Hver af þessum afstöðum er öfgakenndust?
Svona mætti lengi telja en hérna kemur það sem mér finnst skipta máli í þessu. Öfgar eru að mínu mati þegar fólk byrjar að neyða annað fólk til einhvers. T.d. finnst mér það öfgar að samkynhneigðir þröngvi sér í kirkjur sem þeir vita mæta vel að trúa að samkynhneigð er synd. Þeir aftur á móti hafa fullann rétt til þess þegar kemur að Þjóðkirkjunni og hafa allann minn stuðning þar. Öfgar eru líka t.d. þegar kemur að Þjóðkirkjunni að troða sér inn í skólana t.d. í formi vinaleiðar þar sem margir hverjir tilheyra ekki Þjóðkirkjunni og finnst að með þessu er verið að troða á sér og réttilega svo. Að lokum finnst mér það vera öfgar að guðleysingjar kenni sinn darwinisma sem heilagann sannleika sem má varla gagnrýna í skólum.
Svo, að mínu mati eru öfgarnar eða hið illa í trúmálum falið í því að einn hópur af fólki þvingar annann hóp fólks til að gera það sem þau vilja ekki.
Kveðja,
Mofi
13.11.2007 | 17:17
Bænagangan og hatrið sem hún virðist vekja í sumum
Ég hugsaði lítið út í bænagönguna, áður en hún fór af stað og var síðan upptekinn þegar hún stóð yfir. Það litla sem ég vissi leit virkaði vel á mig, hópur fólki að sameinast í bæn um hjálp Guðs við vandamálum samfélagsins eins og drykkju, þunglindi, sjálfsmorðum og fleira sem setur skugga á íslenskt samfélag. En af einhverjum orsökum þá er eins og þetta framtak hafi uppvakið mikið hatur hjá sumum.
Trúmál og siðferði | Breytt 23.12.2007 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.11.2007 | 13:54
Hvað hefur guðleysi/atheism gert fyrir okkur?
Fyrir nokkru þá birti DoctorE blog grein sem innihélt myndbönd af rökræða milli Hitchens og Dinesh D'Souza. Hitchens færði rök fyrir hans guðleysis og Dinesh fyrir hans trú á Krist. Persónulega fannst mér Dinesh vinna þessa rökræða þó að Hitchens má eiga það að hann er mælskur og með skemmtilegann hreim.
Mig langar að benda á grein sem Dinesh skrifaði í tenglsum við þessar rökræður en hún fjallar um hvað guðleysi hefur gert fyrir mannkynið.
Innblásturinn að greininni var spurning sem kom frá manni frá Tonga. Hann sagði að áður en kristnir komu til Tonga þá var staðurinn í hræðilegu ástandi, jafnvel mannaát var algengt. Kristnir stöðvuðu þessa siði og komu með þá hugmyndafræði að sérhver einstaklingur hefði sál og að Guð elskaði alla menn jafnt. Svo þessi maður spurði Hitchens, hvað guðleysi hefur guðleysi hefði að bjóða okkur. Lítið var um alvöru svör frá Hitchens, enga ekki nema von.
Dinesh benti á í sínum ummælum að þegar kristnir komu til Indlands þá tóku margir kristnu útlendingunum með opnum örmum. Afhverju? Af því að margir þeirra fæddust í stéttakerfi hindúa þar sem þeir voru minnst virði af öllu fólki. Jafnvel börnin þeirra voru dæmd til að lifa í eymd sem fólk sem var einskis virði. Svo með því að flýja til þessara kristnu útlendinga þá voru þeir meðteknir sem bræður í Kristi. Þar uppgvötuðu þeir þá hugmyndafræði að allir menn hefðu rétt á jafnri virðingu og væru mikils virði í augum Guðs sem skapaði þá og elskaði.
Þegar við skoðum sögu hins vestræna heims þá sjáum við að kristni hefur upplýst stærstu afrek vestrænnnar menningar. Þegar við lesum bækur Hitchens og Dawkins og fleiri guðleysingja þá í þeirra lista yfir stofnanir og gildi sem þeir halda mest upp á eins og mannréttindi, réttinn til að fylgja sannfæringu sinni, líðræði, jafnrétti kvenna og karla og endalok þrælahalds. Þegar þú skoðar mannkynssöguna þá kemstu að því að þessi gildi komu vegna kristninnar trúar. Ef kristni væri ekki til þá væru þessi gildi ekki vera til eins og við þekkjum þau í dag. Svo það er engin spurning að það er eitthvað mjög stórkostlegt við kristni þótt að Hitchens og Dawkins myndu líklegast ekki vilja viðurkenna það.
Svo eitrar trú á Guð allt? Eitraði hún huga Michaelangelo, Raphael, Bach, Isaac Newton, Louis Pastur eða þeim sem stofnuðu Bandaríkin? Eitraði kristni baráttu William Loyd Garrison og William Wilberforce fyrir afnámi þrælahalds?
Svo stóra spurningin, hvað hefur guðleysi/atheism að bjóða mannkyninu? Við erum búin að fá forsmekk með Stalín, Hitler, Pol Pott og Maó.
Svo spurningin er, langar einhverjum í meira?
Greinin sem Dinesh skrifaði er að finna hérna: http://www.townhall.com/columnists/DineshDSouza/2007/10/31/what_has_atheism_done_for_us
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
9.11.2007 | 15:19
Hvað ef við fengjum SOS skilaboð frá fjarlægu sólkerfi?
Jóhannesarguðspjall 1:1 Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð
Í kringum 1960 þá byrjaði SETI verkefnið sem hafði þann tilgang að leita að vísbendingum um vitsmunalíf út í geimnum. Hvað myndi til dæmis gerast ef vísindamennirnir sem vinna þar myndu greina hljóðmerki sem væri eins og morse kóðinn fyrir SOS?
Ég held að fyrirsagnir í dagblöðum heims myndu fullyrða að núna vissum við að við værum ekki ein í alheimnum. Ástæðan er einföld, eina haldbæra útskýringin á svona röð tákna gæti verið vegna þess að vitsmunavera sendi þau. Líkurnar á því að nokkrar sendingar af svona táknum myndu gerast vegna náttúrulegra orsaka eru nærri því engar, og vegna þess að röðin "virkar" vitræn þá væri niðurstaðan að uppsprettan væri vitræn líka.
Fyrir utan hve áhugavert það væri að það væru til gáfaðar verur þarna úti í myrkri alheimsins, þá er hérna eitthvað sem við getum lært af.
Ef svona lítill biti af upplýsingum segir okkur að það eru vitrænar verur út í geimnum, hvað segir þá það okkur að fyrsta lífveran varð að hafa mörg hundruð þúsunda virði af upplýsingum til að geta lifað? Ekki eru þetta bara einhverjar upplýsingar heldur mjög sérstakar upplýsingar, nefnilega þær sem lýsa hvernig á að búa til vél sem getur viðhaldið sér, unnið orku úr umhverfinu, gert við sjálfa sig og búið til önnur eintök af sjálfu sér, sem sé orðið meira en sjálfbær.
Þeir sem sjá ekki þörfina á því að lífið verður vera skapað, eru að lifa í afneitun og það er ekki öfundsvert líf. Maður lifir í von um bata fyrir það fólk.
Eigið þið öll frábærann dag og njótið tilhugsunarinnar að við eigum skapara sem lagði mikla vinnu í okkur sem hlýtur að þýða að honum þykir einnig mjög vænt um okkur!
Trúmál og siðferði | Breytt 11.11.2007 kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.11.2007 | 00:10
Ávextir darwinismans
Skilaboð morðingjans í Finnlandi:
I, as a natural selector, will eliminate all who I see unfit, disgraces of human race and failures of natural selection
Ekki sá fyrsti sem telur sig hafa það hlutverk að drepa þá sem hann taldi vera ómerkilegt fólk. Hljómar merkilega ótrúlega líkt einum afvegaleiddum guðfræðingi.
Charles Darwin, The Descent of Man and Selection in Relation to Sex
With savages, the weak in body or mind are soon eliminated; and those that survive commonly exhibit a vigorous state of health. We civilised men, on the other hand, do our utmost to check the process of elimination; we build asylums for the imbecile, the maimed, and the sick; we institute poor-laws; and our medical men exert their utmost skill to save the life of every one to the last moment. There is reason to believe that vaccination has preserved thousands, who from a weak constitution would formerly have succumbed to small-pox. Thus the weak members of civilised societies propagate their kind. No one who has attended to the breeding of domestic animals will doubt that this must be highly injurious to the race of man. It is surprising how soon a want of care, or care wrongly directed, leads to the degeneration of a domestic race; but excepting in the case of man himself, hardly any one is so ignorant as to allow his worst animals to breed
Og hann minnir mann merkilega mikið á þennan hérna
Adolf Hitler
A stronger race will supplant the weaker, since the drive for life in its final form will decimate every ridiculous fetter of the so-called 'humaneness' of individuals, in order to make place for the true 'humaneness of nature,' which destroys the weak to make place for the strong.
Ávextir darwinismans eru oftar en ekki mjög lágt álit á öðru fólki. Allt það sem gerir lífið sérstakt eins og kærleikur og fegurð eru rænd allri meiningu með því að láta röð af slysum búa til rafmagnsflækju sem gæti verið tengd á kolvitlausann hátt þannig að það sem við teljum gott er í rauninni hryllingur en við bara vitum það ekki. Ekki leyfa þeim að setja upp einhverja geislabauga eins og þeir hafa eitthvað gott að færa mannkyninu, látið þá vita að við sjáum í gegnum þeirra boðskap.
Síður sem fjalla um þessa frétt:
http://www.smh.com.au/articles/2007/11/08/1194329328728.html
http://www.youtube.com/watch?v=L01x8eivCqk&NR=1
Sjö myrtir í skotárás í framhaldsskóla í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Hérna er grein í Economist sem fjallar um þessa rannsókn: http://www.economist.com/specialreports/displayStory.cfm?story_id=10015255
Þetta kom mér á óvart en þróunin síðustu hundrað árin er sú að hin fjögur stærstu trúarbrögð heims hafa stækkað hlutfallslega, frá 67% í kringum 1900 til 73% í dag. Þetta gerist þrátt fyrir að margir héldu að meiri þekking almennings og framfarir í vísindum myndu þurrka út trú fólks á Guði. Þetta er dáldið löng grein sem fjallar um mörg sjónarhorn á þessu og fer í gegnum söguna og er vel þess virði að lesa.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar